14.10.2009 | 00:06
Eru samtök atvinnulífs og iðnaðar í pólitísku hanaati við ráðherra??
Sérstaklega er mikilvægt, þegar ráðist er í kostnaðarsamar og umdeilanlegar framkvæmdir, að hafa alla kostnaðarliði afar skýra. Flesum eru í meginatriðum ljósar þær tekjur sem verkefnið mun hafa. Það er hins vegar afar alvarleg árátta þeirra sem reikna út hagkvæmni íslenskra framkvæmdaþátta, að þeir gleyma að gæta að hringrás fjármagnins.
Allar framleiðslugreinar byggja á því að langlífi þeirra og arðsemi byggist á að tekjur verði hærri en gjöld. Fjármögnunin byggist á því að nægt framkvæmdafé (eiginfé(hlutafé) og lánsfé) fáist til að koma rekstrinum af stað, afla markaðshlutdeildar og viðskiptavildar svo tekjur beri rekstrarkostnað, afborganir af lánsfé vegna uppbyggingar og að fáum rekstrarþarum sliðnum, geti fjárfestingin í hlutafé, skilað arði til hluthafa.
Þegar aðrir aðilar þurfa að leggja í fjárfestingar, til að rekstraráform geti orðið að veruleika - hvort sem um er að ræða opinbera aðila eða einkaaðila - er eðlilegt og sjálfsagt að þessir aðilar hafi skýra heildarmynd af þeim kostnaði sem það muni valda þeim, að leggja í þær fjárfestingar sem þeim er ætlað, svo upphaflega hugmyndin geti orðið að veruleika.
Fjárfestingasaga þjóðarinnar er yfirfull af mistökum við skuldsetningar vegna atvinnustarfsemi sem ekki skilaði hagnaði fyrr en búið var að afskrifa meginhluta stofnkostnaðar. Ég gæti talið upp mikinn fjölda slíkra tilvika, bæði af tilvikum sem ég hafnaði sjálfur á hagdeildarárum mínum, sem og tilvikum sem eru mun stærri og afdrifaríkari fyrir þjóðina. Má þar t. d. nefna Síldarævintýrið gamla, Álverið í straumsvík, Járnblendið á Grundartanga, loðdýraræktina, fiskiræktina, útlánabrjálæði í húsbyggingum og verslunarrekstri o. fl. o. fl.
Það er dæmigert fyrir hið íslenska óraunsæi, sem er meginundirstaða efnahagshruns okkar, að Samtök atvinnulífs- og iðnaðar, skuli nú hamast með afar ódrengilegum hætti á þeim ráðherra sem vill gæta fyllstu varúðar í efnahagslegu tilliti. Það er ekki þessum ráðherra að kenna að framkvæmdaaðilarnir sjálfir voru ekki með raunhæf og rétt kostnaðarplön varðandi þá þætti er lutu að kostnaðar- og umhverfisáhrifum stjórnvalda. Slíka útreikninga áttu þeir ALLA að hafa á hreinu, ÁÐUR EN ÞEIR SJÁLFIR BLÉSU TIL FRAMKVÆMDA. Þeir vissu mæta vel sjálfir að þetta mat þyrfti að vera til staðar; ekki síst vegna þess ástands á fjármálamörkuðum sem var orðið ljóst, áður en framkvæmdir hófust.
Þessar árásir gera framangreind samtök að pólitískum ómerkingum, þar sem reynt að að ráðast að ráðherra í starfi, vegna eigin óvandvirkni framkvæmdaaðila við undirbúning verksins.
Svandís ógildi ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Fyrir utan að þetta stenst hvorki umhverfis eða skipulagslög, þar sem lámörkun umhverfisspjalla eru ekki höfð að leiðarljósi.
Sturla Snorrason, 14.10.2009 kl. 00:19
ÉG held að hvar sem Vilhjálmur Egilsson er skapist vandræði, ég hef ekki verið sammála manninum í allavega 25 ár.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.10.2009 kl. 01:16
Guðbjörn: Ráðherra dregur það 3 mánuði fram yfir frest sem hann hefur til að skipta sér af málinu?, hvers vegna, það lítur helst út fyrir að ráðherra, hafi talið að ekkert yrði af fram framkvæmdum í Helguvik, og málið dytti þá dautt niður, á daginn kom að svo varð ekki, og þá vaknar ráðherra og ákveður að ógilda ákvörðun sem tekin var fyrir löngu?, hefði ráðherra gert þetta áður en frestur rann út hefði ekkert verið við það að athuga, en svona gjörningur lyktar langar leiðir, og tilgangurinn er nánast augljós.
Sami ráðherra dreifir síðan um sig aðdróttunum um að fyrirtæki, sem stendur í framkvæmdum geti ekki borgað af láni sem er verið að semja um erlendis, ráðherra hagar sér nánast eins og skemmdaverkamaður, leggur sig í lima við að rífa niður það sem er verið að reina að byggja upp, næstum óskiljanleg hegðan þó ekki sé dípra í árina tekið.
Magnús Jónsson, 14.10.2009 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.