16.10.2009 | 17:22
Innstreymi vændis og glæpa, í boði skattgreiðenda ???
Um nokkurra ára skeið hefur verið talað um aukningu glæpastarfsemi erlendra aðila hér á landi. Einkum telja menn sig hafa merkt aukningu eftir að við gengum í svonefnt "Schengen" landamæra samstarf Evrópuríkja.
Af þessu samstarfi hefur þjóðin afar lítið gagn, en hins vegar alveg gífurlegan kostnað. Við, þessi litla örþjóð (lítið þorp á Evrópu mælikvarða) höfum opnað fyrir frjálst aðgengi ógæfufólks og skipulagðra glæpahópa, frá hundruð milljóna íbúasvæðum. Við þessi litla þjóð, með 50 - 60 lögreglumenn á vakt, bjóðum slíku ógæfufólki frjálsan aðgang að landi okkar, verðmætum, lífsgæðum og lífi.
Ég velti fyrir mér dómgreind þess fólks sem ábyrgð ber á að slíku veisluborði sé haldið opnu, þar sem allt eins gætu verið líkur á að á einum sólahring yrðu veiðslugestir umtalsvert fjölmennari en þeir heimamenn sem varnað gætu glæpum og ránum.
Við þekkjum dómgreindarskort þeirra sem komu þessu ábyrgðarleysi á. Spurningin er bara hvort það fólk sem nú situr við stjórnvölinn sé jafn ábyrgðarlaust gagnvart þeirri hættu sem haldið er opinni?
Fram til þessa höfum við engan merkjanlegan ávinning haft af þessu landamærasamstarfi. Hins vegar hefur þetta samstarf kostað okkur hærri fjárhæðir en þægilegt er að horfast í augu við. Þetta hefur einnig kostað okkur ófriðsamara umhverfi, þar sem innbrot, þjófnaðir og litlir sem stórir glæpir hafa verið framdir. Og þjóðin sjálf orðið fyrir ofbeldi, líkamsmeiðingum og jafnvel lífláti, af hendi þessa ógæfufólks.
Ef við látum okkar fögru höfuðborg þróast út í það að verða álíka öruggt svæði og hættuleg glæpahverfi stórborga, erum við jafnframt að loka fyrir hingað komu heiðarlegs ferðafólks, sem ferðast hingað til að skoða friðslæt land með fallegum- náttúruperlum, byggðum og mannlífi.
Taki ráðamenn ekki af skarið, verður þjóðin að taka til sinna ráða, eigi að vera von um endurheimt hins friðslæa samfélags sem hér ríkti, fyrir rúmum 20 árum, eða svo. Það er útilokað að skattgreiðendur þessarar fámennu þjóðar, geti staðið undir þeim kostnaði sem þessu Schengen veisluborði fylgir, svo ekki sé minnst á öll óþægindin sem af þessu stafa fyrir friðsama landsmenn.
Tilkynningum um vændi hefur fjölgað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:35 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 165605
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.