16.10.2009 | 17:55
Er þetta sú birtingarmynd.........
....sem ungt fólk á Íslandi vill að birtist af lýðræðisvitund þess, rökrænni skynsemi, virðingu fyrir sjálfum sér, þjóð sinni og almennri kurteisi?
Sé það svo, er varla mikil ástæða fyrir okkur sem eldri eru að leggja mikið á okkur vegna framtíðar-velvilja annarrar þjóða. Afar litlar líkur eru á að það sem á myndbandi þessarar fréttar sést, verði eftirsóknarvert að mati þeirra þjóða sem alast upp við kurteisi og mannvirðingu í samskiptum.
Hvað segja nemendasamfélög framhaldsskólanna og háksólanna við svona framkomu á fjölþjóðlegri samkomu?????
Ég bíð spenntur eftir að sjá viðbrögð þeirra; bæði hver þau verða og hve margir skólar telja þessa framkomu innan kurteisismarka.
Gerðu hróp að ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Menntun og skóli | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Makalegt hvað þú ert upptekin af kurteisi og virðist algerlega missa af inntaki. Líf fólks er í húfi, líf fólks sem hér hefur búið svo árum skipti, fólks sem á vini og fjölskyldu hér á landi, fólks sem vinnur hér og hefur byggt vonir sínar og framtíðardrauma á því að fá að búa hér. Við erum að tala um fólk. Þér finnst kannski kurteisislegt að senda þau í lífshættulegar aðstæður í heimalandi sínu?
Bergljót (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 18:23
Sumt af fólkinu sem var að mótmæla eru vinir og kunningjar þeirra sem var verið að reka úr landi. Ekki segja mér að þú myndir sitja/standa þegjandi ef það ætti að fara að senda vini þína í hættulegar aðstæður. Ég veit ekki betur en að tveir af stærstu kostum lýðræðis sé einmitt málfrelsi og rétturinn til að mótmæla. Ég stórefa að nemendafélög háskóla og framhaldsskóla hér á landi myndu fara að setja stein fyrir veg málfrelsis. Því miður en stundum verður kurteisi að víkja fyrir sannleikanum, sem er alltaf í augum sjáandans.
Kristján Haukur (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 18:45
Hvern er verið að blekkja hér?
Bergljót skrifar hér um "líf fólks sem hér hefur búið svo árum skipti, fólk sem á vini og fjölskyldu hér á landi, fólk sem vinnur hér..."
Vita "hróparar" ekki hverju þeir eru að mótmæla?
Kolbrún Hilmars, 16.10.2009 kl. 19:05
Er þetta sú birtingarmynd.........
....sem stjórnmálamenn á Íslandi vill að birtist af lýðræðisvitund þess, rökrænni skynsemi, virðingu fyrir sjálfum sér, þjóð sinni og almennri kurteisi?Sé það svo, er varla mikil ástæða fyrir okkur sem yngri eru að leggja mikið á okkur vegna framtíðar-velvilja annarrar þjóða. Afar litlar líkur eru á að það sem dómsmálaráðherra hefur aðhafst, auki virðingu þeirra þjóða sem ástunda virðingu fyrir mannslífum og mannréttindum.
Hvað segja Sameinuðu þjóðirnar, Amnesty International og Rauði Krossinn við svona framkomu í samfélagi þjóðanna?????
Ég bíð spenntur eftir að sjá viðbrögð þeirra; bæði hver þau verða og hve margar þjóðir telja þessa framkomu innan þeirra marka sem siðaðar þjóðir telja sér sæmandi.
Jón Bragi Sigurðsson, 16.10.2009 kl. 19:51
Bergljót ekki LJÚGA svona rosalega, ÞAÐ ER ENGINN AF ÞEIM SEM VORU SENDIR TIL BAKA BÚNIR AÐ BÚA HÉR Á LANDI ÁRUM SAMAN kannski kallar þú það að hafa búið hér árum saman að hafa verið hér í RÚMT ÁR? Það er algjört lágmark að fólk sem er tjá sig um þessi mál skýri satt og rétt frá.
Jóhann Elíasson, 16.10.2009 kl. 20:39
Sæl verið þið, Bergljót, Kristján og Jón Bragi. Fyrirgefið hvað ég svara seint, en ég var að sinna öðru í kvöld.
Það er ekki von að þið vitið að ég hef í nær 50 ár barist fyrir réttindum annarra, til lífsviðurværis og annarra mannréttinda. Mér þætti því fróðlegt að heyra frá ykkur hvað þið hafið lagt af mörkum, þann tíma sem fólkið var hér, sem nu var verið að vísa úr landi. Hvaða rökum beittuð þið; hvernig settuð þið þau rök fram og hvað gerðuð þið til að aðstoða fólkið við að samlagast þjóðfélagi okkar?
Það sem hinn litli "mótmælahópur" gerði, var hið dæmigerða atferli óábyrgra ungmenna, að taka herskyldi tilteknar aðstæður til að fá útrás fyrir innibyrgða reiði; líklega allt frá barnsárum.
Reiði þessi er líklega til komin vegna þess að þau hafa ævinlega heimtað að vilja þeirra væri hlýtt, hvort sem um var að ræða nammi, leikföng eða að kerfjast athygli foreldra sinna.
Þeir sem á undan ykkur eru gengnir, með svona skapferli, frekju og upptöku á lýð- og mannréttindum annarra; líkt og sýnt var í dag, hafa allir hlotið fyrirlitningu friðelskandi samferðarmanna og verið smánaðir af sagnariturum. Dæmin um slíkt eru um víða veröld, frá þessai stundu og eins langt aftur og þið nennið að elta sagnir af yfirgangs- og einræðisseggjum.
Ofbeldi og röksemdalaus skrílslæti hafa aldrei verið til lausnar meintu misferli. Um slíkt höfum við fjölmörg dæmi, þó Palestína og Norður Írland séu tilgreind hér.
Ef málin leysast ekki með rökrænum viðræðum og kurteisi, er einungis dómstólaleiðin fær. Enginn hér á landi gerði þessu fólki ókleift að lifa í heimalandi sínu. Enginn hér á landi er ábyrgur fyrir því ef þau eru í lífshættu annars staðar í veröldinni. Slík ábyrgð er eingöngu hjá einstaklingunum sjálfum og fullkomlega óraunhæft að ætlast til þess, í heimi margra tuga milljóna flóttamanna, að lítil eyþjóð, með brostinn fjárhagsgrundvöll, veiti opið innflæði fyrir ógæfufólk frá öðrum þjóðum.
Það er ævinlega þannig að skynsemi hvers og eins birtist berskjölduð í þeim orðum og athöfnum sem hver og einn lætur frá sér. Og ævinlega er það þannig, að grundvöllur lausnar vandamála, er viturlega beiting skynsemi.
Flóknara er þetta nú ekki.
------------
Takk fyrir ykkar innlegg, Kolbrún og Jóhann.
Guðbjörn Jónsson, 16.10.2009 kl. 23:53
Sæll Guðbjörn, kurteisi er ofmetin og er aðeins yfirklór hjá þér í þessu tilfelli, það er ekki kurteisi að ljúga sig á bakvið Dyflinnarsáttmálann einsog hann skyldi okkur til ða senda fólk útí aðstæður sem eru fordæmdar og ómannúðlegar, það er lygi, kannski er það lygi sem tilheyrir þínum skoðanaheim en ekki mínum.
Og jú vissulega eru hér á landi menn sem bera ábyrgð á föðurleysi Írasks 19 ára drengs sem þarna var rekinn úr landi, sérstaklega ritstjóri þessa bloggs og morgunblaðsins en einnig gjörvöll þessi þjóð sem stóð heilshugar í þessum stríðsrekstri í Írak.
Því miður náum við ekki einu sinn á okkar mestu velmegunnartímum nema broti af lágmörkum til hjálparstarfa í heiminum og borinn von að jafn eigingjörn, fordómafull og rasísk þjóð sem okkar muni nokkurn tímann ná því því.
Það einfalda er, dómsmálaráðherra lands sem hrenlega styður og hjálpar meðvitað til í stríðsrekstri í fyrir botni miðjarðarhefsins hefur ekkert að gera að tala á ráðstefnu um mannréttindi.
En til hamingju með að geta viðrað bæði skoðun þín aá hverjir eru ógæfufólk og hversu illa sé komið fyrir ungmennum íslands, sér er nú hver kurteisin.
Þú herra minn ert bjáni.
Einhver Ágúst, 17.10.2009 kl. 01:23
Guðbjörn: Það rifjast upp fyrir mér þegar ungu maður af erlendum uppruna var framseldur til lögregluifyrvalda í heimalandi sínu, kærasta hans og tengdamúta höfðu upp mörg orð um það hve góður drengur hann væri, í ljós kom að hann var eftirlýstur fyrir að myrða 2 manneskjur með exi í sínu heimalandi?.
Ágúst: Vonandi átt þú eftir að taka út meiri þroska heldur þan en þú sýnir með skrifum þínum hér að ofan, kurteisi og mannasiður eru eitthvað sem þú mættir gjarnan reina að temja þér, og svo gildi það að hugsa fyrst og framkvæma svo.
Magnús Jónsson, 17.10.2009 kl. 10:59
Þetta var hárrétt ákvörðun hjá ráðherranum. Og maður sér nú líka margt ófagurt á youtube frá útlöndum. Það eru fleiri unglingar sem láta illa en VG liðið.
SÝNISHORN AF FJÖLÞJÓÐAMENNINGUNNI Í SVÍÞJÓÐ.http://www.youtube.com/watch?v=twyVJJZ_A3c&feature=related
TRÚ FRIÐARINS HEIMTAR HÖFUÐ GEERT WILDERS FYRIR FRAMAN BRESKA ÞINGIÐ OG BRESKA LÖGREGLAN GERIR EKKI NEITT.
http://www.youtube.com/watch?v=det7TUsLy8U&feature=player_embeddedSkúli Skúlason (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 17:44
Við erum að blogga og ekki að framkvæma nokkurn fjandann Magnús, og utan þess að nota hið svkalega dónalega orð bjáni, sem fölnar nú við hlið orðanna sem hér eru skrifuð. En við erum bara bjánar að viðra skoðanir, en gott að sjá að moggabloggið er orðið hreinræktað og þar ekki velkomið að benda á orsakir og samhengi.
Þessi rök þín um kærustu sem reynir a vernda einhvern ógæfumann eru nú ekki sérstaklega að styrkja mál þitt hvað svo sem það er.
Einhver Ágúst, 17.10.2009 kl. 17:57
Ágúst: Það sem ég var að benda á er að maður sem kemur hingað frá öðru shengen landi án allra skilríkja, og neitar að segja hver eða hvaðan hann er, getur verið úlfur í sauðsgæru, eins og virtist vera með þan sem um var rætt.
Ekki veit ég nein deili á þeim mönnum sem vísað var til þess lands sem hleypti þeim inn á shengen svæðið, og ég leifi mér að álita sem svo að þú vitir ekki mikið meiri deili á þeim.
Þér er velkomið að hafa skoðanaskipti á blogginu, en gerðu það án þess að vera með ósvífni það er ekki nauðsynlegt, og kemur frekar í veg fyrir að menn reyni að skiptast á skoðunum við þig frekar en hitt.
Magnús Jónsson, 17.10.2009 kl. 18:59
Sæll vertu Ágúst. Fyrirgefðu hve seint ég svara þér en ég hef ekki geta verið neitt við tölvuna í dag.
Ef það dregur eitthvað úr tilfinningasársauka þínum að ausa fúkyrðum yfir mig, láttu þau þá endilega fjúka. Þau valda mér engum vandræðum en gefa einkar góða lýsingu á hugarástandi þínu.
Ég er hins vegar viss um að það veitti þér varanlegri hamingju að horfast heiðarlega í augu við það sem er undirrót þíns eigin sársauka, því þannig getur þú unnið bug á honum og sett þér framsækin markmið til eigin velferðar.
Ég spurði einungis hvað fólk sem gagnrýnir brottvísunina hafi gert á undanförnu ári, til aðstoðar þeim sem vísað var úr landi. Var kannski ekkert gert? Kom þetta tækifæri bara upp í hendurnar á fólki til að fá útrás fyrir eigin innibirgða reiði, sem fékk þarna farveg fyrir útrás, ykkur sjálfum til léttis, óháð afdrifum þess fólks sem vísað var úr landi?
Í áranna rás hef ég séð svo mörg svona upphlaup, sem í raun höfðu ekkert með meint fórnarlömb að gera. Voru einungis útrás fyrir eigin reiði. Mér finnst innihaldsleysi í hávaða og fúkyrðaflaumi þessa mótmælahóps sverja sig fullkomlega til þessara fyrri upphrópana eigin reiði. Svona reiði verður hins vegar endalaust vanmegnug til árangurs, því það er svo afar lítill hluti mannfélagsins sem lifir í þeirri sjálfsblekkingu sem nauðsynleg er, til að geta viðhaldið svona blindri reiði.
Líði þér sem best.
Guðbjörn Jónsson, 17.10.2009 kl. 23:08
Takk sömuleiðis Guðbjörn, vel svarað og öllu meiri ró yfir þér núna.....ekkert látið liggja milli hluta sem gæti misskilist sem útlendingahatur.
Reiði mín er engin, núll, en vissulega hefði ég getað sleppt því að kalla ykkur Magnús bjána en það er nú afar meinlaus skoðun þó að mér þyki sýna hversu hættulegt er að fjalla um þessi mál að það dregur að stuðningsmenn Geert Wilders, og það þýðir ekki að ég óski Geert Wilder dauða þó að Skúli telji að allir sem hafa samúð með fórnarlömbum stríðs séu stórhættulegir stuðningsmenn lítilla öfgahópa múslíma.
Sálgreining þín á mér þó léleg sé er heiðarleg tilraun til að sýna umburðalyndi og virði ég það við þig, það er eflaust þægilegt að geta greint allann vanda í heimi hér til að líða betur.
En reyndar veit ég að flestir þessara krakka sem þarna höfðu sig í frammi eyða miklum tíma í að hjálpa innflytjendum og almennt að sinna mannúðarmálum og réttlæti, og þó að við séum kannski "vaxnir" uppúr að vera ungir og æsti og brenna fyrir einhvern málstað má alveg una þeim að sýna reiði sína og baráttuþrek í stað þess að lyppast niður einsog hippar gera nú með aldrinum. Vernharður Linnet er kannski gott dæmi um þína kynslóð, baráttumaður sem laminn var á Austurvelli fyrir litlar sakir ef einhverjar, honum lærðist að halda sig við Djassinn og barnaútvarpið og vera ekki með kjaft.
Það eina í öllu þessu máli sem angrar mig og veldur mér leiða er að vita af þessum mönnum í ómannúlegum fangabúðum á grikklandi undir varðaugum vopnaðra hermann og við afar bág kjör, bíðandi þess að vera sendir aftur heim til Afganistan og Íraks, til að hrofast í augu við afleiðingar stríða sem við studdum og tökum hreinlega beinann þátt í enn þann dag í dag.
Það er nú það sem er það sorglega í þessu og menn einsog ég og þú sitjum hér og njótum olíu sem unnin er með stríð og blóði fólks í fjarlægum löndum, drekkum kaffi sem tínt er af börnum og njótum vellystinga sem byggjast á arðráni landa sem teljast vanþróuð og illa menntuð. Á meðan við rífumst og látum okkur kvíða fyrir afleiðingum ofmetnaðar okkar og græðgi, afleiðingum sem aldrei verða nema brot af þjáningu fólks í stríðshrjáðum löndum.
Jafnvel velmeinandi menn einsog ég og þú berum ábyrgð í alþjóðlegu samhengi og að taka að okkur nokkra flóttamenn og ekki skýla sér bakvið fjarlægð okkar frá þessum átakasvæðum er varla of mikil krafa.
Ísland hefur aldrei náð lágmörkum hvorki í peningaframfærslu til mannúðarmála sem hluti af landsframleiðslu, né í móttöku flóttamanna, við höfum gerst svo frökk að handvelja hvaðan fólkið kemur. Vissulega fylgir því að flytja inn flóttamenn frá stríðshrjáðum svæðum félagslega vandamál, en ég trúi því að hægt sé að gera betur í því en nýlenduþjóðirnar Holland og England hafa gert svo ekki sé talað um Frakkland. Að flytja inn ódýrt vinnuafl á þennslutímum og réka út óþægilega útlendinga á samdráttartímum er í minni bók eigingirni og sjálfselska þjóðar einsog okkar, vel menntaðrar og "kurteisrar" sem hún nú þykist vera.
En að hafa skoðanir á skoðunum er þunnur þrettándi kæri Guðbjörn.
En rétt er það Guðbjörn, þú ert enginn Bjáni, fyrirgefðu mér upphlaupið og eigðu góðann dag.
Einhver Ágúst, 18.10.2009 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.