20.10.2009 | 22:08
Að meta erlendar skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, er vægt til orða tekið KJÁNALEGT.
Þegar maður heyrir hagfræðinga og annað menntafólk tala um erlendar skuldir þjóðarbúsins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, veltir maður fyrir sér þekkingargrunni þeirra sem kenna þjóðfélagsgrunn hagfræðinnar hér.
Fyrir rúmum tveimur áratugum átti ég í bréfaskiptum við fjármálaráðuneytið okkar, vegna þessa sérkennilega samanburðar sem farið var að beita, þegar erlendar skuldir þjóðarbúsins fóru að fara yfir þau mörk gjaldeyristekna, sem sagt hafði verið algjört hámark sem slíkar skuldir mættu fara.
Ráðuneytið svaraði því til að þetta væri gert svona samkvæmt ósk Sameinuðu þjóðanna. Ég leitaði upplýsinga um þetta, því ég gat ekki, og get ekki enn fundið skynsemisglóru í þessu viðmiði. Það gátu þeir hjá Sameinuðu þjóðunum ekki heldur, því þeirra forsenduþættir væru EKKI TIL STJÓRNUNAR EFNAHAGSMÁLA.
Hlutfallakerfið, prósenta af þjóðarframleiðslu, væri sett fram til að fá raunsanna hlutfallaskiptingu allrar veltu í hverju þjóðfélagi fyrir sig. Þannig fengist raunsönn mynd af því hve hátt hlutfall þjóðarframleiðslu (veltu) þjóðfélagsins, færi til heilbrigðismála, menntamála, velferðarmála, til hinna ýmsu greina stjórnsýslunnar og til atvinnusköpunar o.fl. o. fl.
Með þessu fyrirkomulagi skipti ekki máli hver heildarvelta þjóðfélagsins væri, hlutfallsleg skipting gæðanna kæmi alls staðar fram eins, óháð fjárhæðum.
Fákunnátta þeirra hagfræðinga sem mest eru áberandi í fjölmiðlum, um hagstjórn þjóðfélags, hefur verið grátlegt að hlusta á. Þeir hafa ekki náð heildarmynd þjóðfélagsins í sínum vangaveltum, heldur fyrst og fremst verið bundnir með hugann við fjármunaveltu. Örfáir aðilar, oftast erlendis frá aðrir en Gunnar Tómasson, hafa litið á heildarmyndina. Þá verða hinir oftast vandræðalegir og fara nánast í slóðina hans Ladda,
JÆJA HEMMI MINN. - ALLTAF Í BOLTANUM ??
Ætli þeir kunni ekki að ræða heildarmynd efnahagshreyfinga þjóðfélags ????
Hlutfall skulda af þjóðarframleiðslu ofmetið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 151
- Frá upphafi: 165757
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 141
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Þjóðarframleiðsla þýðir í raun veltu í einu hagkerfi en þessa veltu er hægt að framkalla á pappírunum. Þú getur verið með massíft skuldapappírakerfi í gangi og framkallað með því ómoglegar skuldabólur sem jafnframt skapa óendanlega vitleysu í sýndaratvinnuvegum og veltu. Þegar þessi vitleysa er orðin alveg fullmettuð og farið er orðið að bjóða upp á skyggnilýsingar fyrir hunda og ketti þá er fyrir löngu orðið tímabært að gefa upp kvikasilfurinnihald hausnna á rugludöllunum sem eru við völd.
Baldur Fjölnisson, 20.10.2009 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.