17.11.2009 | 15:32
Samfylkingin var leiðitamari en Framsókn
Þar sem ég hef verið jafnaðarmaður allt mitt líf, fylgir því nokkur sorg að segja Samfylkinguna bera mesta ábyrgð á þeirri gífurlegu skuldastöðu sem þjóðfélagið er lent í.
Þegar Samfylkingin tók sæti Framsóknarmanna í ríkisstjórn, voru erlendar skuldir þjóðarbúsins rúmir 7.000 milljarðar. Tæpum tveimur árum síðar, þegar hrunið varð, voru erlendar skuldir þjóðarbúsins nálægt 14.000 milljörðum. Höfðu sem sagt u.þ.b. tvöfaldast á tæpum tveimur árum.
Þegar Framsókn fór frá völdum, voru erlendar skuldir þjóðarbúsins þegar orðnar hærri en tekjuöflun okkar gat borið. Í tíð Framsóknarmanna vöruðu margir við þessari þróun, þar á meðal margir Samfylkingar/jafnaðarmenn, sem síðan hafa ekkert látið í sér heyra.
Það er sárt að þurfa að segja, að í mínum huga er stórt spurningamerki um það, hvort Samfylkingar- og jafnaðarmenn í landinu, séu nokkuð minna spilltir, eða spillingarafl, en Sjálfstæðisflokkurinn.
Það er einnig sárt að horfa á öll þau axarsköft og hreina vitleysu, sem stjórnarflokkarnir hafa látið ganga yfir þjóðina. Engu er líkara en meginþorri þingmanna hafi enga þekkingu á mannréttindum eða réttarstöðu þjóðarinnar gagnvart þvinguðum kröfum ESB; kröfum sem ekki standast raunveruleikapróf, svo sem innlánatryggingarnar.
Ég er næsta viss um að ómenntaður, eða lítt menntaður þingmannahópur, frá miðri síðustu öld, hefði aldrei látið sér detta í hug að beygja hné sín eða höfuð, fyrir þeim kröfum sem hinn HÁMENNTAÐI þingmannahópur okkar gerir nú. Í hverju felst þá þessi langa skólaganga þessa fólks, fyrst úrræði, dugur og kjarkur er einungis brot af því sem ómenntaðir forfeður þeirra höfðu?
Opinbera rannsókn á hver var í stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 102
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Ég er líka jafnaðarmanneskja, en síðan ég komst á kosninga-aldur, sl. 40 ár hefur enginn góður jafnaðarmanna-flokkur verið til á Íslandi. En ég dauðsá eftir honum Vilmundi.......í honum var gott efni........
Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 17:20
Ekki nóg með að hann sé hámenntaður heldur eru þeir líka með enn menntaðri ráðgjafa sér til halds og traust, og samt tekst þeim að koma okkur í þá stöðu sem við erum í.
Ég held að við værum ekki í þessu ef við stjórnvölinn væru lítið menntaðir verkamenn. Þeir kunna að láta endana ná saman með því littla fjármagni sem þeir hafa á milli handanna.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 21:53
Núna er einn ráðgjafi Samspillingarinnar að gera næstum 300 milljóna kröfu á þrotabú einhvers bankans, og ráðgjafinn var ráðinn án auglýsingar. Hvað segir þetta um Samspillinguna?? Siðlaus flokkur? Maður spyr sig.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.11.2009 kl. 01:35
Sæll. Ætli það sé ekki þannig að eftir því sem fólk veit meira áttar það sig á því hvað það veit lítið og það getur brotið niður sjálfstæði viðkomandi og valdið ákvarðanafælni. Ég held að mjög margir leiti of mikið til meira menntaðra aðila og það þó þeir viti ekki neitt meira bara verið lengur í skóla. Sem sagt menntun stórlega ofmetin. Sammála þér með Samfylkinguna. Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 18.11.2009 kl. 19:18
Sagt er að menntakerfi nútímans komi að uppistöðu til frá Prússnesku kerfi 19. aldar kerfi sem var ætlað að bú til gott starfsfólk og hlýðna hermenn. Semsagt fólk sem í blindni fylgir fyrirmælum, fólk sem bíður eftir að vera sagt hvað það eigi að gera, þar með talið hvað það á að gera við tíma sinn og peninga.
Framúrskarandi nemendur eru nær því undantekningarlaust verðlaunaðir, með vinnu fyrir hina "ríku" við að viðhalda því kerfi sem byggt hefur verið upp og auka þannig við auð þeirra efnamestu.
Þetta kann að skýra það hvers vegna "hámenntaðir" stjórnmálamenn og aðstoðarmen þeirra virðast sitja á svikráðum við þjóðina, umfram það sem nokkrum dytti í hug að sem ekki hefur prófgráður upp á að verja gjörninginn.
Magnús Sigurðsson, 20.11.2009 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.