21.11.2009 | 11:50
Einhver ruglingur er í þessari frétt
Í fréttinni segir að Nýi Landsbankinn eigi að gefa út skuldabréf að fjárhæð 260 milljarða króna, gengistryggt til tíu ára. Síðan segir í fréttinni:
Ljóst er að bankinn þarf að greiða árlega að meðaltali 26 milljarða króna í gjaldeyri vegna afborgana, auk vaxta.
Þarna er einhver villa á ferðinni. Sé skuldabréfið gefið út í íslenskum krónum, eins og sagt er í fréttinni, verður skuldabréfið endurgreitt í íslenskum krónum, en ekki með gjaldeyri, eins og látið er líta út fyrir. Greinilegt að sá sem skrifar þessa frétt hefur ekkert vit á því efni sem hann er að skrifa um.
Lítum á annað dæmi:
Þetta þýðir að Landsbankinn þarf að selja krónur í skiptum fyrir gjaldeyri í auknum mæli, sem að öðru óbreyttu ætti að verða til þess að veikja gengi krónunnar.
Landsbankinn starfar á Íslandi. Íslenska krónan er hvergi í heiminum skáð viðskiptamynt, nema á Íslandi. Þess vegna getur starfandi viðskiptabanki á Íslandi ekki selt ísl. krónur í skiptum fyrir gjaldeyri.
Þurfi Ísl. banki á gjaldeyri að halda, verður hann að kaupa þann gjaldeyri, á því veðri sem fyrir hann er krafist, af þeim sem eiga gjaldeyririnn.
Söluumhverfi ísl. banka fyrir ísl. krónu er nákvæmlega ekkert, því ísl. krónan er - LÖGEYRIR á Íslandi, í fullu verðgildi í öllum viðskiptum - eins og segir í lögunum um gjaldmiðilinn okkar.
Af þessu leiðir að þjóðin fær ENGAN gjaldeyri út á það eitt að selja krónur, því erlendir aðilar geta einungis notað ísl. krónur í viðskiptum við okkur, og yfirleitt eru sölusamningar okkar, til erlendra ríkja, skráðir í erlendum myntum. Gjaldeyrir þjóðarinnar skapast því eingöngu með sölu okkar á vörum eða þjónustu til erlendar ríkja. Þeim gjaldeyri, sem þannig fæst, skiptir Seðlabankinn yfir í ísl. krónur, en geymir sjálfur gjaldeyrisforðann, til greiðslu á innflutningi okkar á vörum eða þjónustu.
Erlendur gjaldeyrir sem við fáum að láni erlendis, er því einungis lán út á væntanlega vöru- eða þjónustusölu á komandi árum, líkt og þegar við sjálf tökum lán í banka, sem við ætlum að endurgreiða með launum okkar á þeim tíma sem lánssamningurinn nær yfir.
Er ekki kominn tími til að fjölmiðlar sjái sóma sinn í að láta ekki fólk sem enga þekkingu hefur á viðskiptaumhverfinu, vera að skrifa um mikilvæg efnahagsmál?
Var ekki talað um að hverfa frá því rugli sem hefur viðgengist á undanförnum árum? Hvernig á það að vera hægt ef fjölmiðlar halda stöðugt áfram að dæla rugli og vitleysu yfir landslýð. Það er margfallt betra að þegja en að bulla þvílíka vitleysu sem fram kemur í þessari frétt.
Samkomulag um lækkun gengisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Málið er að skuldabréfið er greitt til erlendra aðila og þeir munu selja krónurnar fyrir erlendan gjaldmiðil.
Þess vegna verður söluþrýstingur á íslensku krónuna.
Kalli (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 12:46
Sæll Kalli. Skuldabréfið er gefið út til gamla Landsbankans, í íslenskum krónum. Þar sem það er gefið út í ísl. krónum, endurgreiðist það einnig með ísl. krónum. Hvað gamli Landsbankinn gerir við skuldabréfið er nýja Landsbankanum óviðkomandi. Þurfi gamli Landsbankinn að breyta þessu fjármagni í erlenda mynt, er það verkefni skilanefndar gamla Landsbankans að leysa úr því.
Guðbjörn Jónsson, 21.11.2009 kl. 13:14
Sammála því að það er verkefni skilanefndar gamla Landsbankans að breyta greiðslum skuldabréfsins í erlenda mynt. Ríkið þarf ekki að borga þeim þennan gjaldeyri.
Málið er bara að það veldur þrýstingi á krónuna, sama hver þarf að selja. Fleiri íslenskar krónur sem vilja skiptast í erlenda mynt, sem ætti að leiða til lægra gengis.
Þetta er ekki ósvipað því þegar margir fjárfestar vildu kaupa íslenskar krónur 2004-2007 sem olli hækkun krónunar.
Kalli (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 13:30
bls:20
"Nýi bankinn gefi út 260 milljarða króna skuldabréf til tíu ára og verður það gengistryggt."
Sem sagt bankinn er ekki að gefa út skuldabréf í krónum heldur í erlendum gjaldeyri.
Því er 260 milljarðar umreikningur blaðamannsins í krónur.
Bankinn greiðir út gjaldeyri en ekki krónur.
F (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 13:46
Er þetta ekki ein leið til þess að fela greiðslurnar vegna IceSave. Gefið er út hátt skuldabréf til gamla Landsbankans og því tala menn um að minna lendi á íslendingum vegna þess að meira fáist úr þrotabúi Landsbankans.
Það er bara verið að setja ferlið í felubúning. Um helmingur af þrotabúi gamla Landsbankans eru eignir í íslenskum krónum. Því verður þrýstingurinn mikill á krónuna í mörg ár.
Er búið að rannsaka hvort það sé eðlilegt að NBI gefi út þetta hátt skuldabréf til gamla bankans.
Þórhallur Kristjánsson (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 13:53
Sæll aftur Kalli. Það er smá misskilningur í þessu hjá þér. Gamli Landsbankinn sinnir einungis uppgjöri við erlenda kröfuhafa frá fyrri árum. Hann er ekki á viðskiptamarkaði og verður því í álíka stöðu og núverandi Jöklabréfaeigendur, sem ekki geta flutt fjármagn sitt út vegna skorts á gjaldeyri.
Það verða áreiðanlega meira en tíu ár þar til erlendir viðskiptaaðilar hafa áhuga á að kaupa ísl. krónur, til eignar eða fjárfestingar. Enginn SÖLUMARKAÐUR skapast því fyrir ísl. krónu á næstunni, nema hugsanlega í siðlausa umhverfinu.
Verð á erlendum gjaldeyri mun alfarið ráðast af þörf okkar fyrir að kaupa gjaldeyri af öðrum en Seðlabankanum. Verði ásókn okkar svo mikil í gjaldeyri að "spákaupmenn" svarti markaðurinn og vogunarsjóðir sjái sér færi á að græða á viðskiptum við okkur, munu landsmenn oftast geta fengið gjaldeyri, í einhverju mæli, gegn verulega lægra gengi krónunnar okkar en eðlilegt gæti talist.
Eins og sjá má af þessu eru mestar líkur á að græðgi og óþolinmæði aðila viðkiptalífsins muni valda verðhækkun erlendra gjaldmiðla, en ekki greiðslur af hinu ísl. skuldabréfi sem gamli Landsbankinn gefur út til þess Nýja. Stjórnvöld hafa í hendi sér stjórntæki til að hafa kontol á þeim þáttum.
Guðbjörn Jónsson, 21.11.2009 kl. 14:04
Sæll Þórhallur. Nei, þetta skuldabréf er árðeiðanlega ekkert tengt Icesave málinu. Þegar Nýi Landsbankinn var stofnaður yfirtók hann erlendu fyrirtækja- og einstaklingalánin frá gamla Landsbankanum. Þar á meðal hinar miklu erlendu skuldir sjávarútvegsins. Ég tel alveg ljóst að þetta skuldabréf sé vegna þessa fjármagns, sem bundið er í útlánum hér á landi, um einhver ókomin ár.
Ef þessi erlendu lán sem Nýi Landsbanki tók yfir, endurgreiðast á tíu árum, að fullu, mun ríkissjóður ekki þurfa að fjármagna mikið vegna þessa, en miðað við núverandi ástand atvinnulífsins, ber ég nokkurn kvíðboga gagnvart möguleikum fyrirtækja og einstaklinga til endurgreiðslu þessara lána. Það kemur kannski ekki í ljós fyrr en í loka þessa tíu ára tímabils, sem skuldabréfið nær yfir.
Guðbjörn Jónsson, 21.11.2009 kl. 14:14
Þar fyrir á bankinn erlendar eignir á móti.
Þannig að það er ómögulegt að álykta nokkuð út frá skuldunum einu og sér.
Þetta er því bara getgátur og heimsendaspár þangað til betri upplýsingar fást.
F (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 14:18
Sæll vertu - F: Ef skuldabréfið hefði verið gefið út í annarri mynt en íslenskri, hefði blaðamaðurinn nefnt upphæð þeirrar myntar, en ekki ísl. krónutölu. Auk þess hefur alla tíð verið talað um þetta skuldabréf sem íslenska upphæð, en ekki erlenda mynt.
Guðbjörn Jónsson, 21.11.2009 kl. 14:19
Heyrðu kæri F: Allar eignir gamla Landsbankans ganga upp í gfreiðslu Icesave skuldarinnar. Það er nú ekki svo lítið búið að fjalla um þann þátt undanfarna mánuði, að mér datt nú bara ekki í hug að nokkur maður væri í vafa um hvert eignir gamla Landsbankans fara.
Ertu nýbyrjaður að fylgjast með þjóðmálaumræðu hér á landi?
Guðbjörn Jónsson, 21.11.2009 kl. 14:23
Heyrðu Guðbjörn
Ertu nýbúinn að öðlast hrokann eða er hann meðfæddur?
Það stendur á bls. 20 í sömu frétt og þú ert að vísa að skuldin sé gengistryggð (eins og ég sagði hér að ofan). Það er það sama og að skulda í erlendri mynt. Það er ekkert flóknara en svo. Króna sem er gengistryggð er erlendur gjaldeyri.
Á sömu blaðsíðu stendur: "Reyndar mun bankinn [Nýi Landsbankinn] fá eignir í erlendri mynt vegna uppgjörsins við þrotabú gamla bankans".
Þú vonandi lest fréttirnar sem þú fjallar um ?
F (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 15:02
Þessi frétt Morgunblaðsins er mér torskilin eins og margar fréttir sem fjölmiðlarnir flytja af bankamálum. Birting þessarar færslu vakti hjá mér þá von að hún og "athugasemdirnar" sem hún myndi trúlega fá, myndu gera mér auðveldara að skilja og meta að einhverju leiti þessa frétt Morgunblaðsins. Það eru mér því mikil vonbrigði að svo virðist sem umræðan hér um fréttina sé nú komin út í persónulegar ásakanir sem yfirleitt gerir málefnalegri umfjöllun erfitt uppdráttar.
Agla (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 16:31
Agla, þú verður kannski að taka tillit til þess að þetta er tilvísun á frétt sem er að finna í sjálfu blaðinu og er eðli málsins samkvæmt ítarlegri.
Þórður (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 16:59
Kæri F: Eftir mín ár í hagdeild banka og við fjármálaráðgjöf, er mér fullljós munur á skuldabréfi í íslenskri mynt, hvort sem verðgildið er bundið gengistryggingu eða verrðtryggingu lánsfjár, þ.e. neysluvísitölunni, og hins vear skuldabréfum í erlendum myntum. Ef þú hefðir lesið vel það sem ég skrifaði í upphafi, þá var ég einmitt að gagnrýna það misræmi í fréttinni, sem byggist á þeim misskilning sem þú lest út úr henni.
Það hefur lengi verið óskaplegt rugl í fjölmiðlum varðandi yfirtöku nýju bankanna á eignum hinna gömlu. Augljóslega skilja fjölmiðlamenn ekki um hvað málin snúast og þegar farið er að útskýra fjölþætt ferli fyrir þeim, fer frásögnin í óskiljanlegan rugling, líkt og þessi frétt.
Komi það til, að nýi Landsbankinn þurfi að leggja þeim gamla til 26. milljarða af gjaleyri á ári, er þar áreiðanlega um einhvern hliðarsamninga að ræða, en ekki sem afborgun af skuldabréfi í íslenskum krónum.
Ef þú lest hroka út úr þessum skrifum mínum, hlýtur það að vera eitthvað tengt sjálfum þér, en ekki mér. Gangi þér allt í haginn.
Guðbjörn Jónsson, 21.11.2009 kl. 17:05
Guðbjörn nr. 10 - Það er ekki rétt hjá þér að allar eignir gamla Landsbankans gangi upp í Icesave. Búið er að birta kröfulistann og einnig þurfa allir þeir sem vinna þar að fá greidd laun. Getur rétt ímyndað þér hversu hár launakostnaðurinn er.
advice (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 18:06
Ölítið nánar um þessa frétt Moggans á bls. 20.
Samkvæmt fréttinni á bls 20, virðist sem ekkert af því sem þar er sagt, séu frágengnir þættir. Ekki einu sinni hvort skuldabréfið verði þessi upphæð, eða einhver önnur, hvort það verði í ísl. krónum eða í einhverri mynt, því í fréttinni segir: Ekki liggur enn fyrir endanleg útfærsla á skuldabréfaútgáfunni.
Frá stofnun nýja Landsbankans, hefur verið ljóst að meginhluti þeirra útlána sem flutt voru yfir til nýja bankans, voru fjármögnuð af gamla bankanum með erlendum lántökum. Eigendur þess fjármagns eru oftast nefndir "kröfuhafar" í gamla bankann. Eðlilega leggja þeir megináherslu á að tryggja verðgildi þeirrar endurgreiðslu sem þeir munu fá, út úr gjaldþroti gamla bankans. Þess vegna gera þeir kröfu um að skuldabréfið sem gefið verður út, og lagt inn í gjaldþrot gamla bankans, verði gengistryggt, því eignir þeirra eru í erlendri mynt.
Ef við beitum örlítilli rökhugsun, sjáum við að fréttin segir skuldabréfið eiga að vera 260 milljarðar til tíu ára. Ef við deilum þessum 260 milljörðum með tíu, fáum við út 26 milljarðar, sem árleg afborgun af skuldabréfinu. Inn í þessari tölu er engin gengistrygging og engir vextir, heldur einungis tíundi hluti höfuðstóls skuldabréfsins.
Frá upphaf hefur verið ljóst að þjóðfélagið þurfi að afla gjaldeyris til greiðslu hinna erlendu lána. Gagnvart hinum erlendum skuldum fyrirtækja og einstaklinga, sem nýi Landsbankinn tók yfir, var strax ljóst að nota hluta af gjaldeyrisöflun þjóðarinnar, á sama hátt og greiða þarf lán heimils með hluta ef tekjum þess.
Alveg er ljóst að verði skuldabréf nýja Landsbankns 260 milljarðar verður afborgun þess 26 milljarðar á ári. Hvað það verður há upphæð í þeim erlendu myntum sem nota þarf til útgreiðslu úr þrotabúi gamla Landsbankans, ræðst fyrst og fremst af því hvernig stjórnendum þjóðfélags lánastofnana og viðskiptalífs, tekst að lágmarka svo eftirspurn eftir gjaldeyri að gengi krónunnar okkar falli ekki, vegna of lítilla gjaldeyristekna.
Það hafa greinilega verið eitthvað skrýtnir "sérfræðingar" sem blaðið leitað til. Eftirfarandi kafli úr fréttinni bendir ljóslega til þess, en þar segir svo:
Til þess að setja útflæðið í samhengi má benda á að velta á millibankamarkaði frá ársbyrjun til loka september nam ríflega 45 milljörðum króna. Þrátt fyrir að millibankamarkaðurinn endurspegli ekki gjaldeyrisviðskiptin til fulls þá eru sérfræðingar sem blaðið leitaði til sammála um að væntanlegar afborganir Nýja Landsbankans dugi til þess að setja verulegan veikingarþrýsting á krónuna.
Það er vægt til orða tekið kjánalegt að tiltaka veltu á millibankamarkaði með gjadleyri á sama tíma og gjaldeyrisviðskipti eru lokuð. Ef það hefðu verið raunverulegir "sérfræðingar" sem blaðið leitaði til, hefðu þeir borið saman heildar gjaldeyrisöflun þjóðarinnar fá ársbyrjun til loka september. Þá hefði komið í ljós að allan þennan tíma hefur þjóðin átt afgang af sínum gjaldeyristekjum.
Þar sem enn er ekki ljóst hver niðurstaða allra bankanna verður, er ekki heldur ljóst hve há afborgunin verður, sem þjóðin þarf að fjármagna af gjaldeyristekjum sínum vegna erlendra skulda allra bankanna. Þá er ekkert verið að tala um Icesave skuldina.
Takist okkur að fara jafn varlega með gjadleyri á komandi árum, og okkur hefur tekist á þessu ári, virðast núverandi gjaldeyristekjur ætla að duga fyrir afborgunum af skuldum bankanna. Komi til gengisfellingar krónunnar, verður það fyrst og fremst vegna óábyrgrar framgöngu fjármála- og viðskiptalífs, en ekki vegna óábyrgrar framgöngu stjórnvalda.
Vandamálið er hins vegar það, að svonefndir "sérfræðingar" sem fjölmiðlar leita helst til, eru yfirleitt að einhverju leiti kostaðir af fjármála- og viðskiptalíf, og leggja því allt kapp á að hengja alla ábyrgðina á stjórnvöld, þó fjármála- og viðskiptalífið sé aðal gerandinn í öllum núverandi vandamálum þjóðarinnar.
Meðan fjölmiðlar rísa ekki upp fyrir þennan óheilbrigða hugsunarhátt nýfrjálshyggjunnar, er varla að vænta heilbrigðra og réttra frétta af efnahagsmálum þjóðarinnar.
Guðbjörn Jónsson, 21.11.2009 kl. 18:16
ADVISE: Launakröfur eru forgangskröfur í þrotabú gamla Landsbankans. Þær koma því nýja Landsbankanum ekkert við, og koma ekki til hans sem eignarhluti.
Guðbjörn Jónsson, 21.11.2009 kl. 18:20
Fyrirgefðu miritun í nafninu, þetta átti að vera ADVICE.
Guðbjörn Jónsson, 21.11.2009 kl. 18:21
Þú segir sjálfur í nr. 10: "Allar eignir gamla Landsbankans ganga upp í gfreiðslu Icesave skuldarinnar. Það er nú ekki svo lítið búið að fjalla um þann þátt undanfarna mánuði, að mér datt nú bara ekki í hug að nokkur maður væri í vafa um hvert eignir gamla Landsbankans fara."
Þetta er röng fullyrðing hjá þér, einnig þá minntist ég aldrei á nýja Landsbankanum, skil ekki hvernig þú færð það út.
advice (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 18:23
Fréttir og tilkynningar - 13. október 2009 09:38
Samkomulag stjórnvalda við Landsbanka Íslands um uppgjör
Samkomulag á milli íslenskra stjórnvalda, skilanefndar Landsbanka Íslands hf. og Landsbankans (NBI hf) um uppgjör á eignum og skuldum vegna skiptingar bankans hefur verið undirritað. Fulltrúar helstu kröfuhafa hafa tekið þátt í samningaviðræðunum.
Samkomulagið gerir ráð fyrir að Landsbankinn (NBI hf) gefi út skuldabréf til gamla bankans að fjárhæð 260 milljarðar króna til 10 ára. Skuldabréfið er gengistryggt og tryggir Landsbankanum þannig erlenda fjármögnun. Þá er gert ráð fyrir að gefin verði út hlutabréf til gamla bankans að fjárhæð 28 milljarðar króna sem svarar til um 20% heildarhlutafjár Landsbankans (NBI hf).
Heildarfjárhæð skuldabréfsins og hlutabréfanna samsvarar mati Landsbankans (NBI hf) á yfirteknum eignum umfram skuldir, en er lágmarksverðmæti eignanna að mati skilanefndar og ráðgjafa hennar. Fari svo að verðmæti yfirfærðra eigna reynist meira en mat Landsbankans (NBI hf) gerir ráð fyrir mun bankinn gefa út viðbótarskuldabréf til gamla bankans sem gæti numið um 90 milljörðum króna, en þess í stað fengi ríkissjóður áðurnefnd hlutabréf að fjárhæð 28 milljarðar til sín að miklu leyti. Lokamat verður lagt á eignirnar í árslok 2012.
Með samkomulaginu verður eignarhlutur ríkissjóðs í Landsbankanum (NBI hf) ekki lægri en 80% en gæti orðið töluvert hærri ef efnahagsþróun reynist hagstæð fram til loka ársins 2012 sem yrði til þess að nýi bankinn gæfi út viðbótarskuldabréf.
Áætlanir gera ráð fyrir að hlutafé Landsbankans (NBI hf) verði um 155 milljarðar króna og mun ríkissjóður leggja fram 127 milljarða króna í formi ríkisskuldabréfa. Áður var áætlað að ríkissjóður þyrfti að leggja fram 140 milljarða króna í hlutafé og verður fjárþörf ríkisins vegna endurreisnar Landsbankans því heldur minni en áætlað var. Um er að ræða bráðabirgðatölur en Fjármálaeftirlitið á eftir að leggja mat sitt á eiginfjárþörfina á grundvelli uppfærðra viðskiptaáætlana bankans.
Halldór (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 18:33
Vöruskiptajöfnuðurinn segir eins og nafnið gefur til kynna um afgang af vöruskiptum. Hann segir ekki um hreint flæði fjármagns til og frá hagkerfinu.
Það blasir við að það að Landsbankinn þurfi að greiða út 26 milljarða á ári í gjaldeyri plús vexti mun leiða til gengisveikingar og ekki síst þegar tekið er tillit til annars útflæði. Þetta einmitt skapar eftirspurn eftir gjaldheyri í íslenska hagkerfinu eins og þú sjálfur nefnir.
halldór (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 18:37
Þórður fær kærar þakkir fyrir velmeinta ábendingu. Greinin á bls. 20 sem ber fyrirsögnina "Samkomulag um söluþrýsting á krónuna" er ítarlegri en tengda forsíðugreinin "Samkomulag um lækkun gengisins" en hún er ekki nógu ítarleg fyrir mig og þessvegna kíkti ég á bloggin. Ég reyni af bestu getu að fylgjast með umfjöllun fjölmiðla á okkar efnahagslega vanda en mig skortir greinilega menntun, reynslu og vit, því sorglega oft er ég litlu nær þó ég þrautlesi birta texta.Kannski verð ég að sætta mig við að ég sé bara á Ísland í dag planinu og að vangaveltur á blaðamannamáli, um hvaða áhrif hugsanlegt (ramma?) samkomulag um uppgjör á eignum og skuldum vegna skiptingar milli gamla Landsbankans og þess nýja kynni til með að hafa á gengi krónunnar, næði það fram að ganga, séu mínum skilningi ofviða.
Agla (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 19:27
Sæll Halldór. Fyrirgefðu að ég gat ekki svarað þér fyrr.
Af skrifum þínum virðist mér að þú hafir nánast eingöngu fróðleik úr fjölmiðlum sem bakgrunn fyrir skoðunum þínum. Í ljósi alls þess rugls sem fram hefur komið í fjölmiðlum, er erfitt að rökræða raunveruleikann. Mér sýnist þú ekki átta þig á hvar fjölmiðlaumræðan blandar saman ólíkum leiðum til uppgjörs t. d. hjá Landsbankanum, og hvað felist í því sem sagt er.
Ef ég man rétt, var það samkomulag sem þú vísar til, gert þegar tilraun var gerð til þess að kröfuhafar í gamla Landsbankann breyttu kröfum sínum í hlutafé. Með því eignuðust þeir tiltekna hlutdeild í bankanum, en nýi Landsbankinn (NBI hf) gæfi út hlutabréf fyrir 20%. Þessi áform gengu ekki eftir, þar sem ekki náðist samkomulag ALLRA kröfuhafa um að fara þessa leið. Í færslu þinni um þetta samkomulag segir svo:
Heildarfjárhæð skuldabréfsins og hlutabréfanna samsvarar mati Landsbankans (NBI hf) á yfirteknum eignum umfram skuldir, en er lágmarksverðmæti eignanna að mati skilanefndar og ráðgjafa hennar.
Þetta er afar villandi framsetning, því þarna er t. d. verið að tala um öll útlán gamla Landsbankans á því fé sem hann tók að láni í útlöndum. Þarna er talað um það sem eign gamla Landsb. þó það sé í raun eign kröfuhafana í gamla Landsb.
Raunverulegar eignir gamla Landsbankans voru nánast engar. Öll innlánin voru í raun eign þeirra sem lagt höfðu peninga sína inn í bankann. Ríkissjóður tryggði að þessir fjármunir væru ekki tapaðir eigendum þeirra. Á móti þeirri yfirtöku á ríkissjóður forgangskröfu í þrotabú gamla Landsbankans, sem raunar er svolítil óvissa um, þar til dómur fellur um gildi svokallaðra "neyðarlaga".
Ég ætla ekki að elta lengra þessa rugluðu fjölmiðlaumræðu, en beina sjónum mínum að næstu færslu þinni (21) Þar segir þú:
Vöruskiptajöfnuðurinn segir eins og nafnið gefur til kynna um afgang af vöruskiptum. Hann segir ekki um hreint flæði fjármagns til og frá hagkerfinu.
Ég veit mæta vel að vöruskiptajöfnuður er einungis hluti gjaldeyristekna okkar, enda tala ég ævinlega um "sölu vöru og þjónustu", þar sem heildartekjur okkar koma fram. Við höfum t. d. þó nokkrar tekjur af ferðamönnum, en notum þó yfirleitt meiri gjaldeyrir sjálf til ferðalaga til útlanda. Við höfum einnig ýmsar aðrar tekjur, eins og frá starfsemi erlendra sendiráða og nokkrum hugbúnaðarfyrirtækjum, svo einhver dæmi séu tekin.
Þá segir þú í (21) færslu þinni:
Það blasir við að það að Landsbankinn þurfi að greiða út 26 milljarða á ári í gjaldeyri plús vexti mun leiða til gengisveikingar og ekki síst þegar tekið er tillit til annars útflæði. Þetta einmitt skapar eftirspurn eftir gjaldheyri í íslenska hagkerfinu eins og þú sjálfur nefnir.
Allt frá byrjun endurreisnar, eftir hrunið, hefur verið gert ráð fyrir þessari, eða jafnvel nokkuð hærri upphæð gjadleyris á ári, vegna endurgreiðslu þeirra erlendu lána gamla Landsbankans, sem eru hér í útlánum, t. d. í sjávarútveginum og mörgum iðnaðar- og verslunarfyrirtækjun, öllum ónotuð húsunum sem byggð hafa verið, auk framkvæmda sveitarfélaga til að gera byggingarsvæðin klár til bygginga. Þá má einnig benda á lánin til virkjanaframkvæmda og línulagna vegna stóriðju.
Af öllum þessum ástæðum hefur frá upphafi verið gert ráð fyrir þessu útstreymi gjaldeyris, vegna þessarar stöðu gamla Landsbankans, þannig að þetta er enginn NÝR áhættuþáttur vegna gengis krónunnar.
Að lokum vil ég þakka öllum sem settu hér inn athugasemdir, sem og öllum þeim sem lásu þennan pistil minn.
Verið Guði geymd og við góða heilsu.
Guðbjörn Jónsson, 22.11.2009 kl. 12:38
Innlegg þitt nr. 2
"Skuldabréfið er gefið út til gamla Landsbankans, í íslenskum krónum. Þar sem það er
gefið út í ísl. krónum, endurgreiðist það einnig með ísl. krónum."
Sjá einnig frétt í innleggi nr. 20
"Skuldabréfið er gengistryggt og tryggir Landsbankanum þannig erlenda fjármögnun."
Þetta verður ekkert skýrara. Bæði er skuldabréfið í erlendri mynt og þar að auki eignir sem nýji bankinn yfirtekur m.a. í erlendri mynt. Að öðrum kosti væri ekki fjallað á eins jákvæðan hátt um hina erlendu fjármögnun, þ.e. að hún sé "tryggð".
Það eina sem hægt er að sakast við blaðamanninn er að hann er ekki nógu skýrmæltur fyrir þig til að þú skiljir hann rétt. Í mínum huga er "gengistryggð skuld" það sama og "skuld í erlendri mynt". Umfjöllunin er alveg nógu skýr fyrir mig.
Reyndar sýnist mér af seinni innleggjum frá þér að þú dragir í land með þetta og sért kominn á það að þetta sé rétt, þ.e. að skuldabréfið sé í erlendri mynt.
Innlegg nr. 10
"Allar eignir gamla Landsbankans ganga upp í afreiðslu Icesave skuldarinnar. Það er nú
ekki svo lítið búið að fjalla um þann þátt undanfarna mánuði, að mér datt nú bara ekki í
hug að nokkur maður væri í vafa um hvert eignir gamla Landsbankans fara.
Ertu nýbyrjaður að fylgjast með þjóðmálaumræðu hér á landi?"
Þetta er rangt.
Áður en Icesave er gert upp þá var gengið frá forgangskröfum við t.d. Seðlabanka Evrópu, það verða einnig gerðar upp launakröfur (eins og annar viðmælandi þinn nefnir hér að ofan) og svo voru eignir færðar í Nýja Landsbankann. Þessar eignir Nýja Landsbankans eru m.a. í erlendri mynt sem skýrir mikilvægi þess að tryggja erlenda fjármögnun.
......Og hrokinn kemur mér ekkert við.
F (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 13:25
Gleymdi einu....
Nú hefur margt, af því sem ég skrifa um í innleggi 24, verið fjallað ítarlega um og datt mér nú bara ekki í hug að nokkur maður væri í vafa um þau atriði.
Ertu nýbyrjaður að fylgjast með þjóðmálaumræðunni hér á landi ? :)
Hint: Þetta er kaldhæðni :)
F (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.