27.11.2009 | 17:21
Hvers vegna var settur skattafsláttur á sjómenn ??
Það undrar mig nokkuð að Sjómannafélag íslands skuli ganga fram með þessum hætti, við þær aðstæður sem nú eru uppi í þjóðfélaginu. Undarlegt er, að forystumenn sjómanna skuli vera búinr að gleyma megin forsendum fyrir sjámannaafslættinum, eða vilji láta það vera gleymt.
Skattafsláttur til sjómanna var fyrst settur á sem uppbót fyrir vosbúð, slysahættu, ótakmarkaðan vinnutíma á bátaflotanum (sem þá var meginuppistaða flotans), engin helgarfrí á netavertíðum og mikla fjarveru frá heimilum og fjölskyldu.
Margir þeir áhættuþættir sem við þurftum að glíma við, sem sóttum sjóinn á þeim tímum, eru nú blessunarlega horfnir úr lífi sjómannsins. VOSBÚÐ, er t. d. hverfandi lítil á við það sem við lifðum við. Þá gat það verið háð dutlungum veðurguðanna hve langt væri á milli þess að við kæmumst í bað, því engin baðaðstaða var í bátunum. Vistarverur til hvíldar voru engar, utan þröngrar koju. Eina hvíldin var líka oftast bara á stímum í land, eða aftur á miðin, sem og smá slökun ef leita þurfti að bauju eða afli var lítill á trollinu. Allan veiðitímann voru menn úti á óvörðu dekkinu, óvarðir fyrir veðri og sjógangi, jafnvel í nístingsfrosti.
Sem betur fer hefur margt breyst í aðbúnaði sjómanna. Sú breyting hefur ekki síst orðið vegna stærri og betur búnum skipum, bæði hvað varðar aðbúnað að mannskap og vinnuaðstöðu. Það er því vafasöm sanngirni og heiðarleiki fólginn í því að réttlæta að sá sjómannaafsláttur sem veittur var, vegna aðstæðna fyrir 50 árum eða svo, skuli í dag standa óbryettur á sömu forsendum.
Vilji sjómenn halda þessum sérkjörum enn í dag, verða þeir að leggja heiðarlegann grunn að slíkum afslætti. Ég er ekki með þessu að segja að mér finnist sjómenn ekki eiga rétt á einhverjum sérkjörum, en sá grundvöllur sem var fyrir sjómannaafslættinum, við upphaf hans, er einungis að litlu leiti til staðar í dag.
Með kveðju frá fyrrverandi sjómanni, sem þekkir muninn á fyrrverandi og nútímalífi sjómanna.
![]() |
Hvetja sjómenn til að sigla í land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 165884
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.