Athyglisverð viðhorf hjá Steingrími

Ég velti fyrir mér hvor VG hafi enga "alvöru" ráðgjafa í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ég velti þessu ekki fyrir mér vegna þess að ég sé andsnúinn viðhorfum þeirra til samfélagsmála. Ástæða er sú að mér ofbýður það andvaraleysi sem sýnt er gagnvart hagsmunum þjóðarinnar í framgöngunni við IceSave samningana.

SJS talar um "búskussa" sem núverandi stjórnvöld hafi tekið við af. Svo er að sjá sem hann leggi þar meiningu í stjórnartíð Sjálfstæðiflokks og Framsóknarflokks.  Rétt er að margt fór úrskeiðis í stjórnartíð þeirra flokka. Þar á meðal að erlendar skuldir Íslendinga hækkuðu umtalsvert og voru við lok stjórnartíðar þessara flokka komnar yfir eðlileg þolmörk gjaldeyrisframleiðslu okkar. Skuldirnar höfðu, á nokkrum árum, hækkað um nokkur þúsund milljarða og voru við lok stjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknar, komnar yfir sjö þúsund milljarða og farnar að ógna afkomugrunni þjóðarinnar.

Það var hins vegar fyrst þegar Samfylkingin var komin að stjórnarborðinu með Sjálfstæðisflokknum, sem allt virtist fara úr böndunum. Á 17 mánaða tímabili jukust erlendar skuldir Íslendinga úr sjö þúsund milljörðum í rúma fjórtán þúsund milljarða. Um það bil tvöfölduðust, þó áður hafi þær þegar verið ornar of miklar. Af þessu má sjá að það er Samfylkingin sem ber mesta ábyrgð á því hve skuldastaða þjóðfélagsins hefur aukist mikið. Á þessu tilgreinda tímabili í stjórnartíð hennar, hafði hún ennfremur ráðuneyti bankamála undir sínum hatti.

Af þessu má glögglega sjá að SJS og VG gengu til lið við mesta "búskussa" síðust áratuga í íslenskri stjórnmálasögu, en leystu hann ekki af hólmi.

Í upphafi talaði ég um hvort stjórnvöld hefu enga "alvöru" efnahagsráðgjafa á sínum snærum.  Ástæða þess er að mér ofbýður skilningsleysi stjórnvalda á ýmsum ummælum þeirra svokölluðu "sérfræðinga" sem þau virðast helst vilja hlusta á.  Má þar t. d. nefna svonefnda IFS-greiningu. Eftir því sem fram kemur á Eyjunni, er áhættu mat IFS eftirfarandi:

Áhættumat IFS byggist á því að allar gjaldeyristekjur fari í að greiða niður erlendar skuldbindingar. „Gjaldeyristekjur munu ekki nægja til að greiða niður erlend lán fyrstu árin eftir að afborganir Icesave-samningsins hefjast og myndi erlend skuldastaða fara vaxandi þrátt fyrir að allar gjaldeyristekjur væru nýttar til að greiða af erlendum lánum,“ segja sérfræðingar IFS. Í mati IFS er gert ráð fyrir 90% endurheimtum á eignum Landsbankans. 

Nú er þess fyrst að geta að stjórnvöld hafa ekki forræði yfir ÖLLUM gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Einungis hluti tekan álveranna koma inn í íslenskt efnahagslíf, vegna þess að verulegur hluti framleiðslu- og rekstrarkostnaðar álveanna fellur til í erlendum gjaldeyri. Sjávarútvegurinn aflar heldur ekki gjaldeyris nema til landsins sé keyptar olíuvörur og ýmis annar rekstrarkostnaður, sem einungis verður keyptur fyrir gjaldeyri. Þá eru ýmis hugbúnaðar-, sprota- og ferðaþjónustufyrirtæki að afla gjaldeyris, sem stjórnvöld hafa ekki forræði yfir. Einnig ber að geta þess að ÖLL erlend starfsemi utanríkismála okkar er rekin með erlendum gjaldeyri.

Af þessu má glöggt sjá, að séu 10% líkur á greiðslufalli þjóðarbúsins, með því að ALLAR gjaldeyristekur þjóðarinnar fari í að greiða skuldir, ætti flestum að vera lsjóst að líkurnar á gjaldþroti eru umtalsvert hærri, líklega nálægt 50%, eða þar yfir. 

Af framansögðu virðist ljóst að mestu "búskussum" íslandssögunnar >Samfylkingunni< hefur bæst öflugur liðsauki með tilkomu VG að stjórnarborðinu.                   


mbl.is Tók við af „búskussa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver á þá að bjarga okkur? Við erum greinlega dauðadæmd á þessu skeri!

Þrátt fyrir að við séum með auma ríkisstjórn núna þá er hún langbesti kosturinn í stöðunni. Mér hryllir við að sjá Bjarna ben (sem er ótalandi) eða Sigmund ( sem er óalandi) í ríkisstjórn. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 15:26

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Er ekki þjóðstjórn einstaklinga sem sannarlega hafa þjóðarhag að leiðarljósi eina leiðin út úr þessum ógöngum?

Hrannar Baldursson, 25.12.2009 kl. 15:42

3 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Það er gamalt bragð að keyra óvinsæl frumvörp gegnum þing rétt fyrir jól og áramót: Slíta umræðuna í sundur. Hamra á því að lífið liggi við að afgreiða málin strax , helst í gær. MEIRIHLUTI fjárlaganefndar telur að miðað við þá valkosti sem Ísland stendur frammi fyrir í Icesave-málinu sé nauðsynlegt að ljúka málinu með því að veita ríkisábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðueigenda sem áttu fé á Icesave reikningum Landsbankans. Í fjárlaganefnd sitja menn og ein kona sem hafa farið í bæjarpólítík. Skipstjórnarmenn , kennarar,sauðfjárbóndi hjúkrunarfræðingur, lögfræðingar, blaðamaður af DV (umdeildur fyrir annað) og einn aðili með hagfræðimenntun,Þór Saari. Það er með ólíkindum hvernig hlutir eru unnir hér á landi. Sérstaklega þegar framtíð okkar og barna okkar er í húfi.Er það ekki forsenda þess að lækna eitthvað svo fársjúkt , innanúrnagað og spillt eins og íslensk þjóðarfjármál og stjórnmáll ....að hafa tilskilin menntunarstig ?

Þetta er ekki gagnrýni á þeirra persónu, heldur það að þeim er þeim falið verk sem er skilningi þeirra ofvaxið. Sumir vita ekki einu sinni hvernig tvöföldunartími skulda ,vaxta og vaxtavaxta er reiknaður út. Grín ? Nei.

Ég hef þjóðina í kvöldbæn minni, veit ekki hvort ég þarf að hafa SJS með, því hann virðist hafa keypt aflátsbréf frá páfagarði !

En hann flýtur einnig með í bæninni.

Góðar stundir

Árni Þór Björnsson, 25.12.2009 kl. 16:08

4 identicon

Hvaðan færðu töluna 50%, geri mér grein fyrir því að hún er hærri en 10%, en afhverju segiru 50%+ gaman að fá smá rökstuðning, eða ertu kannski bara að giska út í loftið?

Tryggvi (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 16:22

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er sammála þér Guðbjörn en það er engu líkara en Vg hafi enga jarðtengingu.

Sigurjón Þórðarson, 25.12.2009 kl. 16:38

6 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ég get í raun verið sammála ykkur báðum, Bjöggi og Hrannar. Það fólk sem yfirtekið hefur stjórnmálin hjá okkur, óháð heiti stjórnmálaflokka, hefur sýnt svo greinilegan þekkingarskort á afkomustjórnun þjóðfélagsins að þar lækna engir smáplástrar.

Ég er sammála Hrannari um að líklega sé eina leiðin að leggja þessa pólitísku flokka til hliðar, alla vega um sinn, og  mynda stjórn einstaklinga sem sýnt hafa þekkingu og vilja til að berjast fyrir réttlátri endurreisn heiðarlegs samfélags hér á landi.

Sé grant skoðað, má glögglega sjá að Íslenska þjóðin ber enga ábyrgð á IceSave klúðrinu. Túlkun um ábyrgð þjóðarinnar er byggð á einhliða tilskipun ESB um tryggingasjóði innistæðueigenda. ESB krefur Alþingi Ísendinga um lögtöku þessarar einhliða tilskipunar, á grundvelli viðskipasamnings EES.  Ýmsir helstu leiðtogar ESB ríkja, þar á meðal nokkrir seðlabankastjórar, hafa lýst yfir opinberlga, að umrædd tilskipun ESB hafi verið gölluð og í dæmi eins og okkar, væri hún beinlínis hættileg. Á grundvelli þessa álits er þegar orðið ljóst að hið umrædda tryggingarákvæði tilskipunarinnar verður endurskoðað og sú endurskoðun þegar hafin.

Í ljósi þessa er svo augljós skaðabótakrafan á hendur ESB, bæði af hálfu innistæðueigenda, sem og frá Breska-, Hollenska- og Íslenska ríkinu. Textasmíð hinnar gölluðu tilskipunar er ALFARIÐ samin af ESB og það var EKKI valkvætt hvort viðskiptaríkin tækju þessa tilskipun upp, heldur skyldaði ESB viðskiptaríkin til slíks. Af því leiðir að afleiðingar þessarar tilskipunar eru ALFARIÐ á ábyrgð ESB, en ekki einstakra ríkja, sem nauðbeygð voru til að hlýta reglum ESB.

Einnig er í ljós komið að Breska fjármálaeftirlitinu var kunnugt um, nokkrum mánuðum fyrir hið eiginlega hrun bankanna, hvert stefndi með IceSave. Þegar lesið er í gegnum öll ummæli breskra ráðamanna, kemur í ljós að ÞEIR sjálfir samþykktu þessa starfsemi. Hún var því EKKI ókunnug þeim, og þar af leiðandi á ábyrgð okkar.  Sama máli gegnir um Hollensk stjórnvöld.

Í ljósi allra þessara málsvarna, okkur til handa, er ég afar undrandi á stjórnmálafólki okkar, að ætla að kasta efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar endanlega frá ákvörðunarvaldi Íslensku þjóðarinnar, því ljóst má vera að við fyrsta greiðslufall, munu auðlindir þjóðarinnar verða lögteknar til handa lánadrotnum okkar, og þjóðin þar með algjörlega ófær um að framfleita sér af eigin sjálfstæði.

Ég er svo gamall að ég mun ekki lengi þurfa að lifa við þá niðurlægingu sem stjórnmálafólk okkar er að úthluta þjóðinni. Mig undrar hins vegar þá miklu lítilsvirðingu sem þetta stjórnmálafólk sýnir sjálfstæðisbaráttu undangenginna kynslóða, sem á tiltölulega fáum áratugum hefur skilað okkur einu tæknivæddasta þjóðfélagi heims, þó langt sé frá því að við séum með þeim ríkustu, eins og sunir halda fram, enda fáar þjóðir skuldum hlaðnari en okkar. 

Guðbjörn Jónsson, 25.12.2009 kl. 16:48

7 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyrir þitt innlegg, Árni úr járni. Hafðu endilega SJS með í bænum þínum, honum veitir áreiðanlega ekki af þeirri bestu leiðréttingu á kompás sínum, sem völ er á.

Sæll Tryggvi.  Í stuttu máli get ég nú ekki útskýrt fyrir þér hvernig ég fæ út þessar tölur, enda um fjölþætta reiknireglu að ræða. Eins og framsetning þarna bendir til, er um lauslega áætlun að ræða, byggða á rauntölum þjóðartekna og innflutningi um nokkra áratuga skeið.

Sæll Sigurjón.  Ég er sammála þér um jarðsambandsleysi VG, en svo virðist einnig vera um meginþorra RÁÐANDI afla í flestum stjórnmálaflokkum okkar. 

Guðbjörn Jónsson, 25.12.2009 kl. 17:07

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Frábær úttekt hjá þér að vanda Guðbjörn. En þú gerir þarna svolítið gys að mýtunni um auðlegð íslensku þjóðarinnar. Þar er ég þér engan vegin sammála og held mig við mína kenningu þar um. Hún er sú að fáar-ef nokkrar þjóðir eigi þvílíka auðlegð í náttúru lands og almennri þekkingu margvíslegri sem okkar þjóð.

Það er svo aftur annað mál að oft hafa mér komið í hug orð  sem mig minnir að séu höfð eftir Þorleifi ríka, kaupmanni á Háeyri og hann lét falla um tengdason sinn. Þar gerði hann samanburð við Guð almáttugan og sagði muninn á þeim vera þann að annar hefði gert allt úr engu, en hinn gerði allt engu! Gæti þessi samanburður ekki átt við stjórnvöld Íslands næstliðna áratugi- og sjái þar ekki fyrir endann á þeim ósköpum öllum?

Árni Gunnarsson, 25.12.2009 kl. 17:10

9 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll og blessaður Árni.  Þakka þér fyrir ummælin. Ég held að við séum ekki eins ósammála og þú heldur. Við eigum mikið af eftirsóknarverðum auðlindum, sem gætu verið mun sterkari unirstoð undir efnahag þjóðarinnar ef við hefðum kunnað að fara vel með afrakstursgetu þeirra. Framtíðar auðlegðin er fyrst og fremst fólgin í hæfni þjóaðrleiðtoga okkar til að virkja þá auðlegð til hagsældar fyrir þjóðarheildina.

Við eigum einnig mikið af afburða vel menntuðu fólki, en því miður virðist menntun þess vera á tiltölulega afmörkuðu sviði. Þannig virðist mennunin iðulega koma fram sem hindrun í vegi hagsældar heildarinnar, til vegsauka fyrir afmarkaða hópa samfélagsins.

Ef þjóðinni auðnaðist að finna einstaklinga til að samstilla þessi öfl til hagsbáta fyrir heildina, gæti Íslensk þjóð átt góða daga framundan, innan fárra ára. En ég sé ekki, af þátttöku fjöldans í mótmælum gegn þjóðarbölinu, að slíkir leiðtogar séu beinlínis á hliðarlínunni. 

Guðbjörn Jónsson, 25.12.2009 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 165581

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband