Nákvæmlega eftir spillingarformúlunni

Ef þessi Jón Sigurðsson er sami maður og var áður viðskiptaráðherra, Seðlabankastjóri, bankastjóri Norræna fjárfestingabankans, síðar formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins og á sama tíma stjórnarmaður í Seðlabanka okkar, fæ ég ekki betur séð en þarna sé nákvæmlega farið eftir spillingaruppskriftinni sem fram kemur í bókinni hennar Evu Joly >Hversdagshetjur<.

Þar koma fram lýsingar á tengslaneti spillingaraflanna víða um Evrópu. Lýst er hvernig stjórnmálamenn eru leiksoppar í höndum spillingaraflanna, þannig að stjórnmálamenn leggi til hliðar hagsmuni skjólstæðinga sinna, til að fullnægja kröfum spillingaraflanna.

Einkar athyglisverð bók, sem einnig upplýsir okkur um að við erum mun verr á vegi stödd en flestar aðrar þjóðir, því svo virðist sem í flestum löndum séu til fjölmiðlar og blaðamenn sem raunverulega vilja, leggja líf sitt í hættu, til að fletta ofan af óþverranum. Hins vegar er staðan sú hér, að fjölmiðlar og blaðamenn sameinast um að berja niður, með samstilltri þöggun, alla rökstudda gagnrýni á spillinguna hér í landi. Almenningur fær því yfirleitt ekki að heyra raunveruleika þeirra málefna sem til umfjöllunar eru, heldur einungis mismunandi útfærslur af ósannindarugli, sem einungis er ætlað að rugla raunveruleikaskyn hins venjulega borgara þess lands.

Og enn gleypir almenningur þessa ósannindaþvælu sem heilagan sannleika. Við virðumst því eiga nokkuð langt í land, með að ná að draga verulega úr afli spillingaraflanna hér á landi. Mest öll framganga stjórnmálanna virðist benda til þess.                   


mbl.is Ný stjórn Íslandsbanka skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góð grein og hverju orði sannara.  Hvenær ætlar fólkið í landinu að rísa upp á móti þessu rugl, eða á að láta þessa vitleysu ganga óáreitta vegna þess að svona hefur þetta alltaf verið?

Jóhann Elíasson, 27.12.2009 kl. 14:26

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Jóhann.  Takk fyrir innlitið.  Ég spyr mig líka þessara spurninga, og hef reyndar gert það um nokkurra ára skeið. Ég er mjög undrandi á langlundargeði þjóðarinnar, finnst það nálgast að vera sjúklegt, líkt og einkenni eftir langvarandi streitu og yfirálag.

Guðbjörn Jónsson, 27.12.2009 kl. 14:41

3 identicon

Mig hlakkar til þegar BYLTING alþýðunnar verður ,ég mun taka þátt.

Númi (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 14:50

4 identicon

Paradísarheimt ;-)

Það er nú einu sinni Samfylkingin sem er á bakvið þetta allt saman, VG hafa ekki hugmynd og kunna þetta einfaldlega ekki, þeir geta ekkert gert að því.  Samfylkingin er með forsætisráðuneytið og formann fjárlaganefndar og þá er málið dautt ;-)

Það er svo einfalt hvað er í gangi hérna hjá okkur á landi guðs "Ísland"!  Við stefnum á ljóshraða inní ESB hvað sem það kosta með fyrrum Sovételítunni á Íslandi í broddi fylkingar, þ.e. Ólafur Ragnar, Svavar Gestsson, Svandís Svavarsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Indriði ..., Steingrímur J Sigfússon, Össur Skarphéðinsson,  Ingibjörg Sólrún, Jón Sigurðsson o.s.frv.

Sólin hefur alltaf verið björt í austri, þurfum við að fara eitthvað nánar út í þetta?

Lifið heil og áfram sjálfstæð hugsun með frelsi einstaklingsins í huga ;-)

Kv.

Atlinn 

Atli (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 17:00

5 identicon

Rétt hjá þér að það er vissulega þjóðarógæfa hversu LÉLEGA fréttamenn við eigum, sem kemur ekki á óvart sé eignarhald fjölmiðla skoðað. 

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is9

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 17:03

6 identicon

Rétt er að halda því til haga að Jón Sigurðsson var auk þess að vera formaður hrunsstjórnar Fjármálaeftirlitsins og varaformaður hrunsstjórnar Seðlabankans, og að hann var aðal talsmaður og logo Icesave í herferðum Landsbankans erlendis. Jón kom fram í kynningarefni sem fyrrum Seðlabankastjóri, ráðherra og stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og dásamaði Landsbankann og glæfrareikninginn, undir þessum ljómandi traustvekjandi myndum af sér í söluefninu. Hann er einn aðal hugmyndafræðingur Samfylkingarinnar í Icesave samningamálunum hvað fjárhagshliðina varðar og fór á kostum sem jólasveinninn lánasníkir erlendis að undanförnu sem var sagt frá í leiðara Morgunblaðsins fyrir skemmstu:

"Loks má geta þess að Jón Sigurðsson, fyrrum formaður stjórnar FME og eðalkrati, þiggur ríflega 8 milljónir króna fyrir &#132;ráðgjöf um gjaldeyrislán frá öðrum ríkjum&#147;. Þær greiðslur voru víst ekki árangurstengdar.&#148;

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 19:14

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að menn skoði ekki ráðherralista VG og landráðafylkingarinnar mjög vandlega ef þeir halda virkilega að LANDRÁÐAFYLKINGIN ráði einhverju í þessari "ríkisstjórn fólksins".  Allir ráðherrar LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR nema Jóhanna Sigurðardóttir og Kristján Möller og svo náttúrulega þau Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon koma úr "gamla Alþýðubandalaginu" og sama er hægt að segja um formenn og varaformenn helstu nefnda þingsins.  Ég myndi nú segja að þetta væri "næstum hrein" kommúnistastjórn.

Jóhann Elíasson, 27.12.2009 kl. 23:15

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bíður þessi maður ekki bara eftir ákæru fyrir stjórnsýsluglöp? Eða eru þetta svona skýr skilaboð til þjóðarinnar um að ekki verði ákært fyrir smáræði á borð við sjóðþurrð Seðlabankans? Og ég sem hélt að hópur manna úr eftirlitskerfi bankastarfseminnar væri í óða önn að máta klefa á Litla-Hrauni!

Árni Gunnarsson, 27.12.2009 kl. 23:24

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvað erum við?ég er búinn að fá nóg af þessu rugli Austurvöllur verður vígvöllur minn á næstu misserum annað er ekki í boði sýnist mér vonast ég til að sjá sem flesta mér til stuðnings Sturla er flúinn land og hans lúður glymur ekki meir.

Sigurður Haraldsson, 28.12.2009 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband