Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
26.4.2007 | 13:44
Vígsla samkynhreigðra?
Umræðan um kirkjulega vígslu samkynhreygðra virðist ætla að vera nokkuð lífseig. Ég undrast nokkuð hve þetta málefni virðist vera fast í röngum farvegi.
Ég skil vel ósk samkynhreygðra um að sambúðarform þeirra fái jafngildisstöðu um réttindi og skyldur gagnvart ríkisvaldinu, að því marki sem náttúruleg skilyrði eru fyrir hendi. Slík jafningjastaða er kirkjunni algjörlega óviðkomandi, en lýtur hins vegar að öllu leiti að pólitískum ákvörðunum teknum á Alþingi.
Þau réttindi sem samkynhneygir sækjast eftir skilst mér að séu fyrst og fremst að sambúðarform þeirra lúti sömu reglum og lögum gagnvart opinberri stjórnsýslu, og á við um viðurkennda sambúð gagnkynhneygðra, s.s. um hjónaband eða óvígða sambúð. Sú krafa er skiljanleg og á allan minn stuðning. Öll þau atriði sem að þessum réttindum lúta er kirkjunni að öllu óviðkomandi, þó í lögum og reglum sé orðið "hjónabandi" notað sem tákngerfi fyrir það sem löggjöfin er að fjalla um. Það stafar algjörlega af því að þegar lögin voru sett, var ekki í umræðunni réttarstaða samkynhneygðra í sambúð.
Vígsla karls og konu í hjónaband er mikið eldra fyrirkomulag en þau félagslegu réttindamál sem felsast í óskum samkynhneygðra. Vígsla karls og konu í hjónaband nær aftur fyrir allar áreiðanlegar ritaðar heimildir um hegðunarmunstur mannsins. Form víglsunnar tekur að vísu breytingum í gegnum tíðina en allt fram til miðrar síðustu aldar var grunninntak víglunnar nokkuð skýrt í hugum manna.
Til forna var grunninntak hjónabandsins að blessa opinberlega samlífi karls og konu og blessa avöxt þess samlífis. Þá var barn sem átti sér ekki hjón sem foreldra, óvelkomið í samfélagið og móðir slíks barns átti verulega undir högg að sækja. Því má segja að grunninntak hinnar kirkjulegu vígslu karls og konu í hjónaband hafi fyrst og fremst snúist um að samfélagið viðurkenndi réttarstöðu afkvæma þeirra.
Eins og öll mannanna verk, hefur ímynd hjónabandsins tekið miklum breytingu gegnum stíðina. Þróun síðustu áratuga hefur verið sú, að réttarstaða barna hefur jafnast, hvort sem þau eru fædd innan eða utan hjónabands. Löggjafinn hefur stöðugt dregið úr mikilvægi hjónabandsins til að fá nýtt ýmis félagsleg réttindi sambúðarfólks og stöðugt fjölgar þeim félagslegu atriðum sem óvígð sambúð nýtur til janfs við vígða.
Í ljósi alls þessa er illskiljanleg hin stífa krafa samkynhneygðra um að sambúð þeirra verði vígð sem hjónaband, í ljósi þess að sambúð þeirra getur ekki getið af sér afkvæmi með eðlilegum hætti. Mig langar því til að beina því til samkynhneygðra að þeir hætti þessum kröfum um að fá á samband sitt hið gamla nafn hjónabandsins. Sambúðarform þeirra er í eðli sínu nýtt í opinberri umræðu og á fyllilega skilið að fá nýtt nafn, sem þeir geta verið stoltir af og barist fyrir að fái jafnræðislega skráningu í lögum og öðrum reglum, á við hjónaband karls og konu. Guð blessar ekki bara hjónabandið. Hann blessar alla menn sem veita og sýna öðrum kærleika í orði og verki.
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur