Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Þetta eru smánarbætur

Þessi greiðsla er sveitarstjórn Rangárþings eystra til verulegrar smánar.  Eggert var þvingaður til að greiða vel á aðra milljón vegna skuldabréfs sem sveitarstjórnin skuldaði.  Auk þess þurfti Eggert að kaupa lögfræði- og sérfræðingaaðstoð, til varnar ákærunum. Hann mun hafa greitt fyrir slíkt umtalsvert hærri fjárhæð en hann fékk dæmdar í Hæstarétti sem varnarkostnað.

Ég yrði ekki hissa þó í ljós kæmi, ef ALLT aðfararmálið yrði gert upp, að það hefði kostað Eggert 4 - 5 milljónir, umfram dæmdar bætur og þær smánarbætur sem sveitarfélagið er nú að greiða.  Þessi greiðsla dugar ekki einu sinni til að endurgreiða Eggert, með verðbótum og vöxtum, þær afborganir, af skuldum sveitarfélagsins, sem hann var þvingaður til að greiða.

Ef Rangárþing eystra ætlar að ljúka málinu svona, verður það ÆVARANDI smánarblettur á þeim aðilum sem slíkt gera. 

Ef þetta væri það eina sem Rangárþing eystra hefði brugðist Eggerti, væri í raun kannski hægt að snúa sér undan. En því miður er það ekki svo. Í búsetumálum Eggerts hefur Rangárþing eystra algjörlega brugðist honum og er sveitarfélagið raunverulega brotlegt við lög landsins, vegna skeytingarleysis síns um réttarstöðu hans.                 


mbl.is Eggert og Rangárþing eystra semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða kröfur vill stjórnarandstaðan gera um breytingar á samningnum??

Þjóðin hlýtur að eiga rétt á því að heyra hvaða breytignar stjórnarandstaðan vill gera á Icesave samningnum. Ekki er sanngjarnt að krefja stjórnina um forystu í breytingum á þeim samning sem hún sjálf lagði fyrir Alþingi, og fékk naumlega samþykktan þar.

Frumkvæði að breytingum hljóta að vera að koma frá þeim sem voru og eru andsnúnir núverandi samning.

Sigmundur og Bjarni!   Látið okkur heyra tillögur ykkar.                     


mbl.is Langur en rýr fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá þurfa þeir greinilega að skera niður útgjöldin

Ég hélt að flestum væri orðið ljóst hin mikla útþensla þjóðfélagsins var fjármögnuð með erlendum lánum, en ekki með okkar eigin fé.  Ég hélt einnig að flestum væri orðið ljóst að erlendar skuldir okkar eru, nú þegar, orðnar það miklar að við fáu ekki meira lánsfé, til að halda við þeirri útþennslu sem orðið hafði undanfarinn áratug, eða svo.

Af þessum ástæðum kemur einkennilega flatt uppá mig að heyra svona kvartanir úr þessari átt.  Ég hélt að margir væru í erfiðari fjárhagsstöðu en vélstjórar og málmtæknimenn.

Hvað ætli við, eldri borgarar, og öryrkjar megum segja?  Við megum ekki einu sinni fá smá lottóvinning, án þess að það skerði hundrað þúsund kallinn sem við þurfum að lifa af.

Ég fékk t. d. 802 þúsund króna uppsafnaða greiðslu frá lífeyrissjóðum á síðasta ári. Vegna þeirrar greiðslu vill Tryggingastofnun fá endurgreitt frá mér, vegna ofgreidds lífeyris, kr. 825 þúsund. Ég þarf því að borga með greiðslunni frá lífeyrissjóðunum.

Kannski þið (vélstjóra og málmtæknimenn) viljið kaupa námskeið af eldri borgurum, um hvernig á að lifa spart??????

Ef reiknað er með að við, eldri borgarar og öryrkjar, framfleitum okkur á þeim greiðslum sem við fáum, hljótið þig að geta fundið leið til þess að lifa af ykkar greiðslum.

Gangi ykkur vel.                   


mbl.is Telja launin ekki duga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsunarháttur LÍÚ er hvorki nýr né óþekktur.

Sá hugsunarháttur sem birtist í framgöngu framkvæmdastjóra LÍÚ hefur í aldanna rás verið talinn mann-fjandsamlegur, því hann byggir á því að sölsa undir sig auðlindir annarra, til þess að geta sjálfir drotnað yfir í umhverfi sínu.

Þannig pískuðu landeigiendur þræla sína til forna. Síðan tóku við óðalseigendur, sem arðrændu landseta sína. Þá tók við tími kaupmanna, sem seldu vörur dýru verði en keyptu afurðir bænda á lágu verði.

Nútíminn býður upp á stórtækari arðrán.  Þar fara fremstir í flokki hópar sem sölsa undir sig auðlindir þjóða, sem þeir nýta fyrst og fremst í eigin þágu í stað þess að auðlindin efli efnahagslíf og velsæld meðal þjóðarinnar.

Í þennan flokk falla hugsuðir og forystusveit LÍÚ, með einræðisherrum afríkuríkja. Ásamt öðrum þeim aðilum sem stunda arðrán af samlöndum sínum, sem og öðrum þjóðum, þegar þeim gefst tækifæri til.

Hugsunarháttur LÍÚ leynir sér ekki. Í hjarta sínu finnur maður þessa siðblindu þeirra, en þar fyrir utan er hún áþreifanlega tölulega staðfest, svo ekki verður um deilt.

Er það ekki partur af NÝJA ÍSLANDI að losa þjóðina úr hlekkjum þessara hugarfarslega skemmdu hokagikkja ????????                 


mbl.is Óvitaskapur í sjávarútvegsráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótanir - líkt og óþroskuð dekurbörn

Ég horfði á Kastljósið í gærkvöldi og var nokkuð skemmt yfir vanþroskaðri framgöngu framkvæmdastjóra LÍÚ. Ekki kemur mér heldur á óvart að Verðandi, í Eyjum, taki undir með hótanir LÍÚ forystunnar; þar virðist vera traust bakland heimtufrekjunnar sem LÍÚ forystan drífur áfram.

Það er raunar ekkert nýtt að hlusta á svona ferkju frá forystu LÍÚ.  Ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem ég hef óskað eftir, meðal annars við framkvæmdastjóra LÍÚ, að hann sendi mér afrit af þeim lögum sem heimila svonefndum "rétthöfum aflaheimilda" ótvíræðan forgang við úthlutun aflaheimilda. Enn hefur enginn geta framvísað þessum lögum, því þau eru ekki til.

Af þessu leiðir að aldrei hafa verið til neinar lagaheimildir fyrir því sem kallað hefur verið "varanlegar aflaheimildir", sem menn hafa verið að selja sín á milli, án allra lagaheimilda. Réttarstaða kaupenda aflaheimilda er því hin sama og þeirra sem kaupa þýfi eða annað sem seljandinn hafði ekki lögformlegan eignarrétt yfir. Því er hægt að svipta þá verðmætinu án fyrirvara eða bótaskyldu. Kaupendur aflaheimilda eiga hins vegar bótarétt á hendur þeim er seldu þeim aflaheimildir, því engar lagaheimildir eru fyrir því að "selja" megi þessar heimildir, þó heimilt sé að "framselja" (afhenda án gjalds), frá úthlutunaraðila til annars skips.

Sem fyrrum umsjónamaður afurða- og rekstrarlána hjá banka, finnst mér nokkuð broslegt að hlusta á hótanir LÍÚ forystunnar um að sigla flotanum í land, ef hreyft verði við úthlutunarreglum aflaheimilda. Þessu ráða þeir að sjálfsögðu ekki; ekki frekar en þeim sé heimilt að selja aflaheimildir frá skipi, hafi það verið veðsett fyrir hærri fjárhæð en tryggingaverð þess er. (Það sem í daglegu tali er kallað að kvótinn hafi verið veðsettur). Í þeim tilvikum sem hér er vikið að, er það hinn raunverulegi eigandi skipsins (lánastofnunin), sem hefur endanlegt vald um það hvort skipið heldur áfram veiðum eða siglir til lands.

Hinn þátturinn er sá, sem við höfum að undanförnu orðið vitni að, því að Alþingi getur brugðist hratt við, sé þjóðarahgsmunum ógnað. Það þyrfti því ekki að taka marga daga að samþykkja lög á Alþingi sem heimiluðu ríkissjóði eignaupptöku á einhverjum af skipum þeirra útgerða sem í land silgdu, á verðgrunni tryggingaverðs skipanna.

Yrði niðurstaðan sú, væru miklar líkur á að bankarnir riðuðu aftur til falls, því enn er ekki komið á jafnvægi vegna uppgjörs og afskrifta erlendra lána gömlu bankanna. Í ljósi þessarar áhættu, myndi líklega engin lánastofnun ljá máls á því að styðja áform forystu LÍÚ um að sigla flotanum í land.

Fyrirsjáanlegt er að skuldsettustu útgerðirnar muni ekki ráða við afborgnir lána sinna, þegar "kvótaleigutekjurnar" hafa verið teknar af þeim. Þessum mönnum er því alveg óhætt að fara að losa sig við hrokann og yfirganginn, því það er líka komið að skuldadögum hjá þeim, líkt og útrásarvíkingunum.                


mbl.is Sammála að sigla flotanum í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki atvinnulífið á Ísalndi að vera sjálfbært ???

Ég hélt að það væri mikilvægast að atvinnulíf þjóðarinnar væri sjálfbært, þyrft ekki erlenda fjármögnun, nema til afmarkaðra stórra framkvæmda.

Eins og staðan er núna, og verður óhjákvæmilega næstu misserin, mun ekki fást meira rekstrar- eða framkvæmdafjármagn, sem lánsfé til Íslendinga. Það eigum við að þakka langtíma fjármálaóstjórn, í boði Sjálfstæðisflokksins.

Reyndar  naut hann aðstoðar Samfylkingarinnar, undir lokin. Hún aðstoðaði við að tvöfalda erlendar skuldir þjóðarinnar, sem voru um 7.000 milljarðar þegar Samfylkingin kom á landsstjórninni en voru um 14.000 milljarðar, rúmu ári síðar, er hrunið varð.

Við verðum að sýna erlendum fjármagnseigendum skilning, þó þeir séu tortryggnir út í stjórnmálaflokk sem bar stjórnmálalega ábyrgð á tvöföldun erlendra skulda þjóðarinnar. Skulda sem fyrir voru þó orðnar of miklar, þegar sami flokkur situr nú í forsæti ríkisstjórnar landsins.

Heldur fólk virkilega að það séu tómir kjánar sem eiga peningana í útlöndum ???                        


mbl.is „Gríðarleg óvissa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverra er ábyrgðin á stöðunni ???

Núverandi stjórnvöld voru í fylkingarbrjósti fyrir kröfunni um að forsetinn vísaði Fjölmiðlalögunum til þjóðarinnar. Núverandi stjórnvöld vissu að þáverandi u. þ. b. 10%  atkvæðisbærra manna sendu áskorun til forseta, um að hafna staðfestingu laganna. Forsetinn varð við þessari áskorun og virkjaði í fyrsta skipti ákvæði 26. gr. stjórnarskrár, um vald forseta til að vísa umdeildu lagafrumvarpi til staðfestignar þjóðarinnar.

Alla þessa þætti vissu núverandi stjórnvöld. Þau vissu einnig að þjóðin var mjög andvíg einhliða túlkun Breta og Hollendinga á hver sú upphæð væri sem íslenska þjóðinni bæri greiðsluskyldu á. Krafa þjóðarinnar var allan tímann að íslensk stjórnvöld héldu stíft fram kröfunni um að viðurkenndur dómstóll eða fjölþjóðlegur gerðadómur, felldu úrskurð um hver greiðsluskylda íslensku þjóðarinnar væri.

Þrátt fyrir alla þessa vissu og þrátt fyrir að vita að forsetinn gæti ekki annað en hafnað þessum nýju lögum staðfestingar, hélt ríkisstjórnin áfram keyrslu málsins í gegnum Alþingi, gegn vilja meirihluta þjóðarinnar, eins og fram kom í endurteknum skoðanakönnunum.

Allar þessar forsendur hefðu átt að segja heilbrigt hugsandi fólki, að það væri á villigötu, sem væri lokaður botnlangi, án útgönguleiðar. Í ljósi allra þessara forsendna kemur ríkisstjórnin fyrir líkt og óþekkur krakki, sem stöðvaður er í ótugtarskap sem búið er að segja honum að geti ekki endað á annan veg en illa.

Er það þá forsetanum að kenna þó meira en tvöfallt stærra hlutfalla kosningabærra manna skori á hann nú, um að vísa þessum lögum til þjóðarinnar?

Er ríkisstjórnin alveg saklaus, þrátt fyrir að hafa í marga mánuði vitað að hún væri að vinna gagnstætt meirihlutavilja þjóðarinnar?

Er virkilega enginn vilji hjá stjórnvöldum að halda uppi réttlátum málstað þjóðarinnar?  Við hvað er fólkið eiginlega hrætt?         


mbl.is Íslendingar í vondum málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar athyglisverð frétt

Athyglisvert, ef rétt er: - að norrænu ríkin séu ekki lengur fjárráða, heldur hafi fært Bretum og Hollendingu forræðisvald yfir meðferð þeirra á fjármunum sínum. Hvaða ógnarvald hafa Bretar og Hollendingar á norrænu ríkjunum? En slíkt vald má lesa út úr þessum ummælum  Iikka Kajaste, yfirmanns í finnska fjármálaráðuneytinu.  Ber okkur þá að líta svo á að norrænu ríkin séu ekki lengur fjár síns ráðandi?  Hvaða ákvarðanir eru þá norrænu ríkistjórninrar færar um að taka, án samráðs við Breta og Hollendinga?

Þýðir þetta þá að hið norræna samstarf sé ekki lengur fyrir hendi?

Þetta þarf greinilega frekari útskýringa við og kemur verulega á óvart ef rétt reynist.                     


mbl.is Mun væntanlega fresta norrænum lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin í átökum við eigin ríkisstjórn

Það hefur vakið athygli mína hve þjóðkjörnir fulltrúar okkar (þjóðarinnar), er ófúsir að hlusta á sterkan vilja þeirra sem hinir kjörnu fulltrúar eiga að vera að vinna fyrir. Á örfáum árum hafa tveir af stærstu stjórnmaálflokkum landsins reynt að keyra, með ógnarvaldi, í gegnum Alþingi lagasetningu sem andstæð reyndist vilja meirihluta þjóðarinnar.

Við þessa staðreynd er ekki óeðlilegt að leiða hugann að virku sjálfstæði hinna kjörnu >fulltrúa< þjóðarinnar, sem sæti taka á Alþingi, til að móta samstöðu meðal þjóðarinnar um lög og reglur sem þjóðin muni lifa eftir.

Stöðugildið >fulltrúi< felst í því að viðkomandi er talsmaður þeirra er fá honum titilinn í hendur. Þannig er kjörinn þingmaður >fulltrúi< einhvers tiltekins hóps kjósenda, sem kusu hann til þingsetu. Út frá hinu lýðræðislega hlutverki >fulltrúa<, ber honum fyrst og fremst að hlusta eftir vilja þeirra sem hann er fulltrúi fyrir, og minnast þess ætíð að hann er ekki í þessari stöðu og starfi sem sjálfstæður einyrki, heldur >fulltrúi< tiltekins hóps þjóðarinnar.

Þessari einföldu grundvallarstaðreynd virðast flestir stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar vera búnir að gleyma. Reyndin virðist orðin sú að stjórnmálaflokkar telja sig hærra setta í valdapíramíta lýðveldisins en þjóðina (lýðinn), sem í raun er æðsta vald lýðveldisins samkvæmt stjórnarskrá þess, sem staðfest er af u. þ. b. 90% kosningabærra manna, á þeim tíma sem hún var staðfest.

Þetta er alvarleg afvegaleiðing lýðstjórnunar, sem í raun er grunnþáttur stjórnarskrár Íslenska lýðveldisins. Í því plaggi er stjórnmálaflokka, stöðu þeirra eða valds, hvergi getið. Þignmenn hafa því enga stjórnskipulega skyldu gagnvart stjórnmálaflokki, sem slíkum, en bera skyldu til að lúta skírum vilja yfirboðara sinna, sem eru kjósendur þess kjördæmis sem kaups þá sem fulltrúa sína á Alþingi Íslendinga.

Þegar við (þjóðin) stöndum nú í annað skipti á einum áratug í þeim sporum að hafa þurft að virkja neyðarvald stjórnarakrár okkar, til að stöðva framgöngu >fulltrúa< okkar, í málum sem okkur fannst sérlega óásættanleg, teldi ég vert að endurvekja þá grundvallarskyldu hins þjóðkjörna þingfulltrúa, ef það mætti verða til þess að við þyrftum ekki innan fárra ára að lenda í álíka átökum við eigin þingfulltrúa og gerst hafa í tvígang á einum áratug.

Í því fjármálahruni sem yfir þjóðina gekk á síðasta ársfjórðungi ársins 2008, hlýtur það að líta undarlega út, gagnvart öðrum siðuðum þjóðum, að æðsta vald lýðveldisins skuli þurfa að standa í hörðum deilum við þingfulltrúa sína, um aðferðir og leiðir til lausnar þeim vanda sem þingfulltrúar skópu sjálfir, með andvara- eða þekkingarleysi sínu, í fulltrúastörfum sínum við stjórn þjóðfélagsins.

Þetta finnst mér vera djúpstæðustu vandmál okkar tíma. Túlkunardeiluna við Breta og Hollendinga um það hver greiðsluskylda þjóðarinnar er, verður ekki leyst annars staðar en fyrir til þess bærum dómstólum, fyrst svo mikill meiningarmunur er á túlkun þeirra laga sem þar að lúta. Engin leið er fyrir þjóð okkar, sem sjálfstæða og siðmenntaða þjóð, að lúta í auðmýkt einhliða túlkun Breta og Hollendinga á réttarstöðu okkar, sem þeir hvorki geta fært lagaheimildir fyrir, eða þora að leggja í úrskurðarvald til þess bærs dómstóls.  

Framganga þeirra sýnir einungis yfirgangsfrekju og valdhroka, líkum þeim sem Hitler beitti þá sjálfa í síðari heimsstyrjöldinni. Þá vildi þeir ekki lúta þeim vinnubrögðum sem þeir beita nú sjáfir. Hví skildum við þá ferkar lúta slíkri hrokabrjálsemi frá þeim?       

 

                


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipstjóri í taugalosti - á þurru landi.

Ekki vildi ég eiga líf mitt undir hugarró og rökréttri hugsun og ákvarðanatöku þessa manns, sem skipstjóra við siglingu á hættuslóð. Þvílík endemis þvæla sem út úr þessum manni getur komið er með ólíkindum.

Icesave lögin hafa ekkert með fjármálamarkaði að gera. Það lýsir ekki mikilli dómgreind að láta annað eins frá sér fara, sem varaformaður fjárlaganefndar Alþingis hefur verið að birta á þessu ári. Hvað skildi margir hlæja, vítt og breitt um heiminn, yfir því að svo dómgreindarsnauður maður skuli vera varaformaður fjárlaganefndar Alþingis Íslendinga? Þeir eru áreiðanlega margir.

Svo er fólk að tala um að við eigum ekki að aulýsa okkur sem óáreiðanlega jólasveina.  Ég segi nú bara eins og Bjarnfreðarson > Eigum við að ræða þetta eitthvað nánar????    


mbl.is Nauðsynlegt að fá niðurstöðu fljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 165769

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband