Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
28.7.2010 | 15:22
Aðalástæða er vitlausar útfærslur verðtryggingar
Ég hef oft bent á að verðtrygging lánsfjár, eins og hún er reiknuð, skapar svikamyllu sem eykur skuldastöðu langt umfram eðlilegar forsendur. Því miður hafa engir viljað veita þessu verðskuldaða athygli og ég hef ekki fjárráð til að kaupa auglýsingar eða halda opna fundi til að kynna þessar niðurstöður.
Ég benti á þessa villu í framkvæmd verðtryggingar strax og farið var að beita henni á almennt lánsfé. Hópur ungs fólks þess tíma, með Ögmund Jónasson í broddi fylkingar, stökk á þessar forsendur og fengu, alla vega í orði kveðnu, samþykktar á Alþingi bætur vegna rangrar uppsöfnunar verðtryggingar á lánsfé. Síðan hefur ekkert verið gert og ránsvélin heldur áfram að mala gull.
Áður malaði hún mest fyrir ríkið, meðan bankarnir voru ríkisbankar, en undanfarin ár hefur hún mest malað fyrir einkaaðila og erlenda fjármagnseigendur. Þeir sem borga brúsann eru allir þeir sem þurfa á lánsfé að halda. Þeir hafa hins vegar aldrei geta sýnt samstöðu um að losa sig við þessa svikamyllu.
Glærurnar, reiknilíkönin og forsendurökin eru til taks, ef einhverjir vilja fjármagna fundahöld til að kynna þessar forsendur fyrir þjóðinni. Ég er bara ellilífeyrisþegi sem varla nær endum saman, með þeim lífeyri sem mér er skammtaður. Ég get því ekki fjármagnað kynningu á þessari mikilvirku svikamyllu lánastofnana.
Skuldir hækka meira en eignir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2010 | 14:51
Athyglisverð frétt
Þarna er nokkuð athyglisverð frétt á ferðinni. Loksins er komið fram álit framkvæmdastjórnar ESB um ríkisábyrgð innistæðna. Það vekur þó óneitanlega athygli að þeir skuli enn vera að reyna að bakka upp vitleysuna í Bretum og Hollendingum, með þeim haldlausu rökum sem þarna eru sett fram. Lítum á rök þeirra. Þeir segja:
"Annars vegar hafi útfærslan á íslenska innstæðutryggingasjóðnum ekki uppfyllt skilyrði tilskipunarinnar um innstæðutryggingar."
Ég minnist þess ekki að ESB hafi lagt fram neina athugasemd við innistæðutryggingasjóðinn hér á landi, frá því hann var stofnaður og til þess tíma er bankarnir hrundu. Sé þetta rétt munað hjá mér, eru athugasemdir þeirra nú, eftir hrun fjölda margra banka í Evrópu og víðar, lýsir það fyrst og fremst óheiðarleika þeirra er stýra ESB. Ekki var hægt að ætlast til að meintir ágallar Íslenska tryggingasjóðsins væru lagfærðir, þegar ekki var bent á slíka ágalla, af hálfu ESB.
Hinn líðurinn í rökum þeirra er eftirfarandi:
"Hins vegar verði að horfa til þess að íslenskir innstæðueigendur fengu sínar innstæður tryggðar að fullu ólíkt hollenskum og breskum innstæðueigendum. Það hafi brotið gegn jafnræðisreglunni."
Þetta er ekki rétt. Allir vita að það voru ekki allar innistæður "tryggðar að fullu", eins og þeir orða það. Margir fjárvörslusjóðir bankanna voru ekki tryggðir og voru ekki bættir umfram það sem innistæður í þeim sjálfum gátu greitt. Var þarna einkum um að ræða sértæka hávaxtasjóði, sem voru vistaðir utan venjulegra innlánsreikninga. Þar er nákvæmlega samhljómur við Icesave reikningana. Þeir voru ekki venjulegir innlánsreikningar, heldur sértækir hávaxtareikningar, utan reglubundins innlánakerfis. Vegna þessara samjöfnunar ýmissa sérkjarasjóða hjá bönkunum hér, við sérkjaraþátt Icesave reikninganna, verður ekki betur séð en rök framkvæmdastjórnar ESB eigi sér hvorki lagalegar nér jafnræðislegar forsendur.
Hinu er ekki að neita, að ríkissjóður Íslands lagði fram fjármagn til að bæta innistæðueigendum í innlánsdeildum bankanna hér á landi, þau innlán sem voru í hættu. Ég hef ekki heyrt þess getið að íslendingum hafi verið bætt innlánatap í öðrum löndum, enda hefur engin heimild til slíks verið samþykkt af Alþingi.
Það er því óravegur milli þess að Íslenska ríki bæti þegnum sínum innistæður á venjulegum innlánsreikningum, eða að farið sé að greiða sérstaka gróðafýknar ásókn þeirra sem tóku áhættu með því að leggja fé sitt inn á illa tryggða hávaxtareikninga, sem vistaðir voru í sérstöðkum ávöxtunarsjóðum.
Framkoma stjórnenda ESB hefur ævinlega verið mér spurning um hvot þar sé á ferðinni einföld heimska, eða yfirgengilegur hroki.
Bera ekki ábyrgð á innstæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2010 | 15:09
Staðreyndir eru alltaf mikilvægar
Þegar um er að ræða sameiningu við annað fyrirtæki, félag eða ríkjasamband er mikilvægast, fyrir þann sem þarf að verja hagsmuni sína, að fá fullkomið uppgjör um skuldastöðu þess aðila sem á að sameinast. Þannig er nú, t. d. rætt um það hvort Álftanes sé það mikið skuldsett að önnur sveitarfélög treysti sér ekki til að sameinast því og yfirtaka þar með skuldir þess.
Öfugt var það fyrir nokkru, er tilteknir sveitahreppar vildu ekki sameinast stærri einingum, vegna þess að þeir (litlu hrepparnir) vildu ekki yfirtaka skuldir stóru eininganna. Í báðum þessum tilvikum er fyrirhyggja höfð í forgrunni ákvarðanna.
Sama lögmál á í raun einnig við um hugsanlega sameiningu Íslands við ESB. Færi nú svo, sem mestar líkur benda til, að ESB liðist í sundur eða yrði greiðsluþrota, fáum árum eftir að Ísland hefði gerst aðili að ESB, yrði Ísland að taka á sig sinn hluta af skuldum sambandsins. Líklegast er að skiptingin yrði framkvæmd á grundvelli þjóðarframleiðslu aðildarlandanna. Þar sem Ísland hefur ævinlega verið með háa þjóðarframleiðslu á mann, er fyrirsjáanlegt að Íslandi yrði gert að taka á sig verulegar fjárhæðir af skuldum ESB samsteypunnar.
Skuldir ESB hafa um langan tíma verið svo miklar, óskipulegar og illa tryggðar, að ESB hefur ekki geta lagt fram endurskoðaða ársreikninga í meira en áratug. Nú, þegar liðið er undir lok með útgáfur verðlausra pappíra, sem peningaígildi, mun alvarlega draga saman í peningaflæði um Evrópu.
Allar þjóðir ESB eru að sligast undan eigin skuldum. Þær eru því lítt aflögufær til að veita Seðlabanka Evrópu lán til að endurfjármagna fyrri skammtímalán, hvað þá til að auka frekar lánveitingar.
Þau fáu ríki sambandsins sem framleiða og selja nú meira en flutt er inn, nota greiðsluafgang til að lækka skuldir hjá sjálfum sér og hafa því ekkert fjármagn til útlána næsta áratuginn, eða svo.
Þessar staðreyndir liggja svo greinilega fyrir að maður getur ekki annað en undrast yfir fávísi þeirra stjórnmálamanna sem leggja ofurkapp á, einmitt nú, að henda mörgum milljörðum króna í umsóknarferli, sem afar ólíklegt er að verði nokkurtíman að veruleika; hvað þá að það veðri þjóðinni til hagsbóta.
Og þá spyr maður sig líka: Eru þessir stjórnmálamenn, sem nú leggja ofuráherslu á að komast í ESB, ekki sömu stjórnmálamennirinir og báru ábyrgð á rekstri þjóðarbúsins síðasta eina og hálfa árið fyrir bankahrun; og bera því ábyrgð á að skuldir þjóðarbúsins tvöfölduðust (úr 7.000 í 14.000 milljarða króna) á sama tíma? Má þar t. d. benda á að Icesave varð einmitt til á þessu tímabili, án þess að þessir stjórnmálamenn gerðu sér grein fyrir hvert var verið að stefna þjóðarskútunni.
Spyrja má: Hvaðan fengu þessir stjórnmálamenn nú, raunhyggna framtíðarsýn, að telja sig hafa nú skarpari framtíðarsýn en þeir höfðu á árunum 2006 - 2008? Hvað breyttist??? Á þjóðin enn að þurfa að taka á sig mörg þúsund milljarða í aukna skuldaklafa, vegna væntanlegs hruns ESB, vegna blindu sjálfbirginsháttar og valdhroka þeirra sömu stjórnmálamanna er stóðu við stýrið þegar þjóðarskútunni var stýrt inn í brimgarð óðaskuldsetninga og tryggingalausra kúlulána?
Umræðan byggist á staðreyndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.7.2010 | 11:08
Dómurinn ein af stærstu mistökum réttarkerfisins
Svokallaður "vaxtadómur", sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur föstudaginn 23. júlí 2010, var á margan hátt mjög gallaður.
Í fyrsta lagi ber að líta til þess að eiginmaður dómarans, mun vera vinur sækjandans og reka þeir saman lögfræðistofu að Lágmúla 7 í Reykjavík. Ótrúlegt verður að teljast að sjónarmið og rök sækjandans hafi ekki náð eyrum dómarans, eftir öðrum leiðum en hefðbundnum málflutningsleiðum. Við slíkar aðstæður má telja útilokað að dómarinn hafi komið að málinu með opna og ólitaða hugsun.
Í öðru lagi er hvergi í dómnum að finna haldbæra framsetningu fyrir því að ákvarðanir samningsins um vaxtakjör, sem lánveitandinn ákvað, hafi orðið fyrir forsendubresti. Hafi svo orðið, er ekkert vikið að því hver beri ábyrgð á þeirri framvindu.
Í þriðja lagi virðist dómarinn ekki gera sér grein fyrir eðlismun verðtryggingar höfuðstólsfjárhæðar annars vegar, og vaxtagreiðslum af höfuðstól hins vegar.
Verðtrygging er eingöngu til að viðhalda raunvirði höfuðstóls, frá lántökudegi til greiðsludags. Verðtrygging er ekki til ávöxtunar höfuðstólsins, til þess eru vextirnir. Vextir eru því bein þóknunargreiðsla lántaka til lánveitanda, fyrir afnot lántaka á fjármagni lánveitanda.
Skilmálar vaxtakjara á samningum eins og hér um ræðir, eru ævinlega ákveðnir af lánveitandanum, án mögulegrar aðkomu lántaka. Þessir tveir þættir eru því algjörlega sjálfstæðir, hver fyrir sig, og eiga ekki að geta hafi yfirfæranleg vægiáhrif þótt önnur hvor forsendan breytist af aðstæðum sem ekki eru af völdum lántaka.
Í fjórða lagi gefur dómarinn sér, í niðurstöðum sínum, ýsmar forsendur sem hvergi eru reifaðar í málinu. Dómarinn virðist telja lántaka bera hlutaábyrgð á þeim óförum sem urðu, þar sem hann hafi valið gengistryggingu, í stað verðtryggingar eða óverðtryggðs láns.
Í forsendum dómsins koma hvergi fram haldbær rök fyrir þessari niðurstöðu dómarans. Hann virðist eingöngu "gefa sér" þessar forsendur, út frá því að fyrirfram prentað form lánasamningsins er hið sama fyrir öll framangreind þrjú lánaformin. Svo virðist sem dómarinn hafi ekkert haldbært í höndum um að lántakinn hafi, að eigin frumkvæði, valið gengistryggingu lánsins, hvað þá að lántakinn hafi sjálfur ákveðið vaxtakjörinn á því láni.
Margt fleira er athugavert við þennan dóm, en hér verður látið staðar numið í bili. Ég hef í huga að gera ítarlega úttekt á þessum dómi og senda dómstólaráði þá greinargerð. Því miður virðast stjórnendur héraðsdómsstigsins hjá okkur enn vera í "gamla Íslandi" og ekki vera tilbúnir að hefja sig upp fyrir spillingu, hugsunarleysi og misnotkun dómsstigsins. Meðan svo er, verður áfram til staðar viðkvæm brotalöm í réttarfari okkar, sem mikil þörf er á að uppræta.
Gengislánin frumskógur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.7.2010 | 14:26
Undarlegur ertu Ross Beaty
Ekki er mér ljóst hvort um siðblindu er að ræða hjá Ross Beaty, eða hvort þarna er á ferðinni óvenju ósvífinn fjárglæfrastarfsemi.
Ég skal strax taka fram að ég hef ekki lesið samningana sjálfa, heldur byggi álit mitt á fréttum úr fjölmiðlum, af starfsemi Magma Energy hér á landi.
Ég man ekki betur en kaup Magma á hlut í Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið með þeim hætti að verulegur hluti kaupverðsins var greiddur með kúluláni, frá Orkuveitunni sjálfri, sem tryggt var með veði í hlutabréfum Magma. Ekki var bann við endursölu hlutarins í Orkuveitunni til annarra fyrirtækja og engin ákvæði um að trygging Orkuveitunnar, vegna upphaflegu sölunnar, fylgdi með yfir til hins nýja kaupanda. Staðan gæti því hæglega orðið sú að Magma seldi dótturfyrirtæki sínu hlutinn í Orkuveitunni, gegn staðgreiðslu, eða örðum tryggum greiðslum. Kannski væri hluturinn í Orkuveitunni seldur milli nokkurra aðila, áður en kúlulán Magma, vegna upphaflegu kaupanna, væri komið á gjalddaga.
Þegar kúlulán Orkuveitunnar, á hendur Magma, félli í gjalddaga, væri Magma eignalaust skúffufyrirtæki, vegna þess að löngu væri búið að selja einu verðmætu eign fyrirtækisins (hlutinn í Orkuveitunni) til annarra fyrirtækja.
Niðurstaðan yrði því sú að engin greiðsla fengist upp í kúlulán Orkuveitunnar, en hið eignalausa Magma yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Orkuveitan fengi því ekkert greitt fyrir þann eignarhlut sem þeir seldu Magma. Önnur dótturfyrirtæki Magma væru hins vegar búin að selja eignarhlutinn fram og til baka, sín á milli, og auka verðmætamat hans, og þar með arðgreiðslur og veðhæfi, um verulegar fjárhæði.
Augljóslega er verið að leika sama leikinn varðandi HS orku, ef rétt er að þar hafi verulegur hluti kaupverðs einnig verið greiddur með kúluláni, tryggðu með veði í hlutabréfum Magma.
Ég fæ ekki betur séð en við höfum safnað saman umtalsverðum fjölda óvita í fjármálum, til að taka ákvarðanir um þessar mikilvægu sölur á orkuauðlindum þjóðarinnar.
Uppskriftin er nákvæmlega sú sama og útrásarvíkingar notuðu við að sölsa til sín eignir, og forða þeim síðan frá væntanlegum kröfum seljenda (fyrri eigenda) með margföldu söluferli milli skúffufyrirtækja.
Skildi heimska stjórnmálamanna okkar ekki eiga sér nein takmörk???
Beaty svarar Björk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 165580
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur