Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
20.11.2011 | 18:24
Bréf til velferðarráðherra ásamt gögnum
Nýlega sendi ég velferðarráðherra bréf vegna endurskoðunar á Almannatryggingalögum okkar. Mappa með bréfinu og fylgigögnum á að vera með sem viðhengi eða skrá, sem ég vona að opnist. Kv. G.J.
20.11.2011 | 17:19
Þegar manni ofbýður, þá getur allt gerst.
Fyrir fáeinum dögum sendi ég eftirfarandi orðsendingu til Dómstólaráðs, Hæstaréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur, ásamt þeirri greinargerða sem hér fylgir með sem viðhengi eða skrá. Þið ráðið hvort þið nennið að lesa þetta en það stendur ykkur sem sagt til boða.
Kveðju, Guðbjörn
--------------------------------------------
Ég heilsa ykkur, æðstu gæslumenn réttlætis heiðarleika og lýðræðis.
Oft hefur mig undrað hve mikla óvandvirkni og beinan óheiðarleika er að finna í dómum í svona litlu samfélagi, sem auðveldlega ætti að vera hægt að rækja sem einskonar frændgarð. En með þeirri vanvirðingu sem réttarkerfi okkar sýnir dýpstu gildum mannlegs samfélags, er þjóðfélag okkar farið að ramba á barmi borgarauppreisnar. Slíkt ástand er á engan hátt á ábyrgð alþýðu fólks, sem meira að segja hefur verið seinþreytt til vandræða, þó það hafi verið rænt tiltrú á að heiðarleiki og kærleikur væri finnanlegur á þeim æðstu stöðum sem varðstöðu réttlætis og heiðarleika ætti að vera að finna.
Ég hef oft áður gagnrýnt óheiðarleika í réttarkerfinu. Harðasta atlagan til þessa var í málaferlunum gegn Egggert Haukdal, þegar óheiðarleika réttarkerfisins linnt ekki fyrr en gerð var krafa um að ALLIR dómarar Hæstaréttar vikju sæti, í von um að óspilltir aðilar gætu séð raunveruleikann og réttlætið í því máli. Það tókst og varð endanleg niðurstaða eins nálægt réttlætinu og hægt var að komast, svo mörgum árum eftir að Eggert var rændur mannorðinu.
Ég ætlast til þess að ég þurfi ekki að fara aftur í þá hörku sem þarf til að hreinsa réttarkerfið okkar, en verði það óumflýjanlegt, verður sú orrusta háð, eins og hinar fyrri. Sú forsmán réttarfars, sem hér fylgir með, sviptir alla gerendur hennar æru heiðarlegs fólks, þar til þessi ósvinna hefur verið máð út úr lögum og dómar afturkallaðir. Þið megið kalla að það sé gert vegna nýrra upplýsingar eða hvað sem þið viljið, en virðing ykkar er undir því komin að það verk verði unnið, að ykkar frumkvæði.
Guð útdeilir gæfu og kærleika, í þeim mæli sem slíkir eiginleikar hans eru gefnir til annarra.
Með kveðju,
Guðbjörn Jónsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2011 | 08:48
Eignarhaldið ekki rétt.
Samkvæmt skráningu hjá Fyrirtækjaskrá, er Austurhöfn-TR ekki í eigu ríkissins eða Reykjavíkurborgar. Ég fékk afrit af öllum skráningargögnum yfir þetta fyrirtæki og þar er hvergi að finna staðfestingu Alþingis fyrir stofnun eða eignarhlut í Austurhöfn-TR.
Við ítrekaðar athuganir á þingskjölum, verður ekki séð að málið hafi verið lagt fyrir þingið. Meðan svo er verður ekki með neinum hætti hægt að krefjast þess að ríkissjóður beri einhverja ábyrð á starfsemi Austurhafnar-TR.
Ég hef ekki skoðað gögn Reykjavíkurborgar og get því ekki fullyrt hvort þar hafi verið samþykkt í borgarstjórn að gerast eignaraðili að því marki sem fram kemur í fréttinni. Reykjavíkurborg er hins vegar ekki skráður eigandi hjá Fyrirtækjaskrá, eins og sú skráning var fyrir ári síðan.
Harpa endurfjármögnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 151
- Frá upphafi: 165757
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 141
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur