Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Eru siðareglur fræðasamfélagsins hættulegar réttlæti og lýðræði?

  Um nokkurn tíma hef ég velt því fyrir mér hvort siðareglurhinna ýmsu stétta hins svokallaða “fræðasamfélags” geti verið ein afrótareinkennum þess siðleysis og spillingar sem hér hefur þrifist og dafnaðundanfarin ár?

Erfitt er að kynna sérsiðareglur til hlýtar, því margar þeirra eru óskráðar. Að eðlisþætti hefur mérverið gefinn sá hæfileiki að fá sýn á kjarnaþætti ýmissa mála. Sá eðlisþátturhefur leitt til þess að ég skoða yfirleitt mál út frá sjónarmiði lagastoðar,réttlætis og virðingar. Niðurstöður mínar hafa þess vegna oftast ekki veriðtaldar umræðuhæfar. Umræður um þýðingarmikil málefni snúast því oftast umaukaatriði eða tilbúina mistúlkun á grundvallaefni hvers málefnis.

Ég fékk fyrstu snertingu viðþessar óskráðu siðareglur fyrir tæpum 40 árum, þegar sýslumaður ogsveitarstjórn brutu alvarlega á mannréttindum  mínum og dánarbúi foreldra minna. Ég gekk á milla margralögfræðinga í leit að hjálp, en allir sögðust svo uppteknir að þeir gætu ekkitekið málið að sér. Að lokum fann ég gamlan lögfræðing, sem hættur var störfum.Hann gaf sér tíma til að hlusta á mig og með símtali við viðkomandi sýslumann,staðfesti hann að það væri mikið til í því að á mér hefði verið brotið. Þar semhann var hættur málflutningi gat hann ekki tekið málið að sér, en hannleiðbeindi mér við að ná rétti mínum, m. a. með því að leiðbeina mér við aðlesa mér til í lögum.

Mörgum árum síðar kynntistég afar heiðarlegum hæstaréttarlögmanni, sem greinilega var með hjartað áréttum stað. Eitt sinn gagnrýndi hann opinberlega vinnubrögð Hæstaréttar. Eftirþað varð áberandi breyting á framkomu dómstóla í hans garð og sum mál hanseyðilögð með hreinum útúrsnúningum. Endaði það með því að hann skilaði innmálflutningsréttindum sinum.

Þegar ég fór að lærarekstrarfræði, rakst ég á sömu þöggunarreglur í þeim geira. Ég gagnrýndi oft,augljóslega villandi framsetningu hagfræðinga. Afleiðing þess varð að til mínvar sendur maður, sem átti að leiðbeina mér varðandi umræðuhefð á þessumvettvangi. Þegar ég sinnti þeirri leiðsögn ekki, var mér boðin vel launuðstaða. Þegar kom að útfærslu á hvað í starfinu fælist, var eitt af aðalkröfumstarfsins, að ég tjáði mig ekki opinberlega um þjóðfélagsmálefni. Um þettaleiti skirfaði ég oft blaðagreinar. Ég fór því heim, hugsaði málið og skrifaðisvo grein þar sem ég lét þess getið að starfskraftar mínir væru til sölu, ensannfæringin ekki.

Þau ár sem ég sinntifjármálaráðgjöf fyrir fólk í sakuldavanda, kom oft til alvarlegs ágreinings viðlögmenn vegna innheimtuaðgerða. Einnig var ég oft erfiður fyrrverandi kollegumúr bankakerfinu, þar sem ég þekkti allar reglur þeirra og þær leiðir tilleiðréttinga mála, sem margar hverjar höfðu verið búnar til af mér. Ég fékk þvíoft að heyra að ég væri of krefjandi í framsetningu. Ég ætti ekki að gagnrýnasvona beint. Undir slíkt gætu viðkomandi fagaðilar ekki tekið, því þá yrðu þeirað viðurkenna að hafa gert mistök. Ræddi ég þessi mál t. d. viðframkvæmdastjóra Lögmannafélagsins, sem sagðist einungis geta rætt þettaóformlega við sína menn. Ef bein kæruatriði bærust, yrðu þau skoðuð. Þegar svokærur bárust, bar það engan árangur fyrr en afrit kærunnar var einnig sentdómsmálaráðuneyti til kynningar. Þá varð smá breyting um tíma, en bara meðanundirbúin var árás á mig og ég gerður ótrúverðugur, með aðstoð fjölmiðla.

Í skjóli hinna óskráðusiðareglna, og þeirra óvönduðu vinnubragða í fræðasamfélaginu, sem af slíkriþöggun leiðir, hefur þjóðfélagið sem heild og fjölmargir einstaklingar á marganhátt verið sviptir tekjum og tilvistargrunni. Með árunum og aukinnifjölbreyttni tjáningarforma, hefur þessi þöggun orðið augljósari. Þeir semframkvæma óheiðarleika og óréttlæti, eru mjög áberandi orðnir sér þessmeðvitaðir að fræðasamfélagið er orðið svo siðspillt, að það leitar meira segjaað réttlætingu þess að fyrir Alþingi séu lögð lagafrumvörp sem augljóslega beraí sér stjórnarskrárbrot.

Augljósasta dæmið umþöggunina á afbrotum fræðasamfélagsins, er þöggunin sem ríkir um hið alvarlegalögbrot æðsta dómsstigs þjóðarinnar, Hæstaréttar, er hann án allra lagaheimildaógilti kosningar til stjórnlagaþings. Ég ritaði Hæstarétti strax bréf, þar semég fór fram á að þeir endurskoðuðu ákvörðun sína, vegna skorts á lagaheimildumþeirra til að taka, beint fyrir Hæstarétt, hinar framlögu kærur. Samkvæmt lögumættu þær að fara til viðkomandi lögreglustjóra, fara þaðan í ákæruferli fyrirhéraðsdómi, áður en Hæstiréttur gæti tekið þær til úrskurðar. Þó bréfið væriefnislega rétt, hvað lagaforsendur varðar, og afrit af því sent fjölmiðlum,vefmiðlum og ýmsum í stjórnsýslunni, gerist ekkert.

Á einum af þeim mörgufundum  sem haldnir voru umstjórnlagaþingið, eftir úrskurð Hæstaréttar, orðaði ég þessi lögbrot réttarins.Þar talaði menntaður lögfræðingur, sem hiklaust sagði frá því að í náminu værilagt upp með að lögmenn gagnrýndu ekki beint og opinberlega, vinnubrög annarralögmanna eða dómstóla. Þessi orð lögfræðingsins vöktu enga athygli, líkt ogöllum finndist sjálfsagt að þessir mikilvægu framkvæmdaaðilar réttarfars ogréttlætis, hefðu samfélagið í gíslingu þeirrar þöggunar, sem leiðar af slíkumsiðareglum.

Nú er svo komið að nánastdaglega er fjallað um alvarleg siðferðisbrot, ósannyndi og beinan óheiðarleika,í flestum fjölmiðlum og vefmiðlum, án þess að slíkt veki athygli eða áberandiandúð almennings. Gagnrýni á  aðopinberir aðilar temji sér slíka framgöngu siðleysis, ósannynda ogóheiðarleika, vekur tiltölulga litla athygli og fæst oftast ekki tekin tilumfjöllunar í þeim fjölmiðlum sem mestrar athygli njóta.

Hugsanlega er það ein afástæðunum þess að menn fara sífellt minna í felur með slík afbrot. Þeir vitasem er að fræðasamfélagið gagnrýnir þá ekki opinberlega fyrir slíkanóheiðarleika. Eina gagnrýnin sem heyrist er frá okkur, almenning í þessusamfélagi, sem hvorki fræðasamfélagið, stjórnkerfið né dómskerfið hlusta á eðataka mark á.  Hvað getur, viðþessar aðstæður, orðið siðrænni vitund til bjargar?

 

  


Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 165757

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 141
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband