Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
11.1.2012 | 15:33
Má DRÓMI hf. stunda innheimtu ??
Eins og venjulega, þegar ég er beðinn um álit á innheimtuaðgerðum, byrja ég á að skoða fyrirtækið sem er að innheimta. Einkanlega skoða ég skráningu, starfsheimildir og ábyrgðartryggingar.
Þegar ég var beðinn um álit á innheimtuaðferðum DRÓMA hf. kom margt einkennilegt í ljós. Innheimtupappírar frá DRÓMA voru ekki merktir þeim. Þeir voru merktir Frjálsa fjárfestingabankanum eða SPRON. Stundum voru merki beggja þessara stofnana á pappírunum.
Hjá Fyrirtækjaskrá kom í ljós að DRÓMI hf. er eignarhaldsfélag, til þess ætlað að halda utan um eignir eiganda síns. Og hver var þá eigandinn? Það var ekki hægt að fá uppgefið hjá Fyrirtækjaskrá. Það upplýstist hins vegar á vef Fjármálaeftirlitsins (FME). Eigandinn var SPRON hf.
Við lestur "Ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. kt: 540502-2770", kom ýmislegt í ljós. FME virðist taka SPRON hf. í gjörgæslu í byrjun október 2008. SPRON hf. er síðan á endurteknum frestum fram til 18. mars 2009 en þann dag virðist stjórn SPRON hf. óska eftir aðgerðum FME, sem þá yfirtekur vald hluthafafundar og skipar skilanefnd.
Í "Ákvörðun" FME varðandi meðferð eigna SPRON hf. er skilanefnd falið að stofna dótturfélag. Í Ákvörðun FME segir svo um þetta efni:
"Stofnað verði sérstakt hlutafélag í eigu SPRON sem tekur við öllum eignum félagsins og jafnframt við öllum tryggingaréttindum, þ.m.t. öllum veðréttindum, ábyrgðum og öðrum sambærilegum réttindum sem tengjast kröfum SPRON. Dótturfélagið yfirtekur einnig skuldbindingu gagnvart Nýja Kaupþingi hf. vegna yfirtöku á innstæðuskuldbindingum SPRON. Hið nýja dótturfélag gefur út skuldabréf til Nýja Kaupþings banka hf. sem endurgjald fyrir hinar yfirteknu innlánsskuldbindingar skv. 1. tl. sbr. 2. tl. og ábyrgist hinar yfirteknu ábyrgðir skv. 3. tl. Allar eignir hins nýja dótturfélags SPRON skulu veðsettar til tryggingar fyrir skuldabréfinu sem og hlutabréf í dótturfélaginu."
Þegar DRÓMI hf. er stofnaður í mars 2009, er hlutafé sagt vera 4 milljónir króna. Samkvæmt vottorði frá Fyrirtækjaskrá í desember 2011, er hlutafé DRÓMA orðið - Fimmtánþúsund og fjórar milljónir. Hvaðan komu þessar fimmtánþúsund milljónir sem bættust við sem hlutafé? Eini eigandi DRÓMA var SPRON hf., sem ekki er lengur til því samkvæmt tilkynningu FME frá 14. mars 2011, var starfsleyfi SPRON hf. afturkallað þann 23. febrúar 2011, þar sem kveðinn hafði verið upp úrskurður (í héraðsdómi) um slit fyrirtækisins.
Þessi staða vekur óneitanlega upp spurningar. DRÓMI hf. er sagt vera eign SPRON hf. sem nú hefur verið lagt niður og félaginu SPRON hf. slitið. DRÓMI hf. er því munaðarlaus, enginn eigandi. Enginn veit hvaðan milljónirnar fimmtánþúsund komu, því allar eignir SPRON hf. auk hlutabréfsins í DRÓMA hf. voru veðsett Nýja Kaupþingi. SPRON hf. hafði verið í gjörgæslu FME í marga mánuði, meðan gerð var tilraun til að auka eiginfé og/eða lausafé, sem ekki tókst. Varla hafa því milljónirnar fimmtánþúsund komið þá leiðina. Varla hefur hagnaður af rekstri DRÓMA orðið svo mikill á rúmlega einu ári að milljónirnar fimmtánþúsund hafi komið sem hagnaður af rekstri. Það er því full ástæða til að auglýsa eftir eiganda, eða eigendum, að þessum fimmtánþúsund milljónum ásamt núverandi eiganda DRÓMA hf. þar sem félagið sem var fyrrverandi eigandi, hefur með úrskurði héraðsdóms verið slitið og það þar með ekki lengur til.
Hér að framan var vísað til "Ákvörðunar" FME í kjölfar yfirtöku á SPRON hf. þar sem Nýja Kaupþingi var falið að annast innlán og fleira og skilanefnd SPRON hf. falið að stofna dótturfélag, sem hlaut nafnið DRÓMI. Svo virðist sem einhver ágreiningur hafi komið upp varðandi lánasöfnin því FME tók aðra "Ákvörðun" þann 17. apríl 2009, sem viðbót við "Ákvörðunina" frá 21. mars, sem að framan er getið. Ákvörðunin 17. apríl 2009 er í tveimur liðum. Fyrri liðurinn virðist staðfesting á ágreiningnum sem getið var um. Seinni liðurinn er hins vegar afar eftirtektar verður. Þar segir eftirfarandi:
2. Við 6. töluliðfyrri ákvörðunar bætist nýr málsliður. Skilanefnd SPRON er jafnframt falið að gera umsýslusamning um þjónustu á lánaeignum við Nýja Kaupþing banka hf.
Þarna kemur glögglega fram að skilanefnd er gert að láta Nýja Kaupþing banka hf. (núverandi Arion banki) annast innheimtur lánanna. Þessu til staðfestingar er svo næst síðasta málsgrein FME úr svari þeirra til Hagsmunasamtaka heimilanna nú nýverið, en þar segir eftirfarandi:
Samkvmt 2. mgr. 3. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 er meðal annars viðskiptabönkum og sparisjóòum heimilt að stunda innheimtu án innheimtuleyfis. Arion banka hf. er því heimilt að innheimta fyrir aðra, þ. á m. Dróma hf.
Af svarinu má ráða að DRÓMI hf. hafi ekki innheimtuleyfi. Hvernig getur það þá átt sér eðlilega skýringu að þetta fyrirtæki DRÓMI hf. sé stöðugt með innheimtumál í gangi, aðfarir og uppboð hjá sýslumönnum og skráðir fyrir innheimtumálum bæði í héraðsdómi og Hæstarétti. Ekki verður betur séð en FME beri ábyrgð á þessari framgöngu DRÓMA hf. og þá er það loka spurningin.
Hvað veldur því að svo virðist sem FME haldi verndarhendi yfir því sem virðist vera glæpastarfsemi, þar sem virðist gengið fram af meiri hörku en lög leyfa, í innheimtuaðgerðum sem fyrirtækið virðist ekki hafa heimildir til að sinna?
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur