Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
3.8.2012 | 12:02
Fór á fund í Tryggingastofnun
Fór fimmtudaginn 2. ágúst 2012 á fund framkvæmdastjóra réttindasviðs Tryggingastofnunar. Árangur fundarins lýsir sér best í meðfylgjandi bréfi til forstjora TR.
Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins,
Frú Sigriður Lillý Baldursdóttir.
Reykjavík 2. ágúst 2012
Í samræmi við tölvupóst þinn frá 30, júlí s. l. boðaði Sólveig Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri réttindasviðs TR, mig til FUNDAR með sér og Öglu K Smith, lögfræðingi stjórnsýslusviðs TR, fimmtudaginn 2. ágúst kl. 11:00 í húsakynnum TR. Stundvíslega kl. 11:00 mætti ég í afgreiðsluna og gerði grein fyrir mér. Þá fannst Sólveig ekki en kom í leitirnar skömmu síðar.
Þegar á þennan meinta FUND var komið, kom í ljós að ekkert átti að ræða efni bréfs míns, heldur einungis kynna fyrir mér bréf sem mér yrði sent. Sólveig var algjörlega ófáanleg til að ræða efni bréfs míns, t. d. um heimildir TR og forsendur til ástæðulausra breytinga sem TR gerði einhliða og á eigin ábyrgð, á tekjuáætlun minni í árbyrjun 2011. Hún var algjörlega ófáanleg til að vísa í lagaheimildir þar að lútandi og vísaði bara til bréfsins sem mér yrði sent.
Ljóst var að ég hafði verið gabbaður. Aldrei hafði verið ætlunin að funda um efni bréfs míns, heldur sýna mér þann argasta dónaskap að birta mér staðlað bréf sem samkvæmt efni þess gæti verið ætlað aðilum sem algjörlega væru ókunnir starfsháttum TR. Ég velti sannarlega fyrir mér hvort þessi dónaskapur hafi verið framinn af ásetningi, eða hvort framkvæmdastjóri réttindasviðs sé svona fátæk að þekkingu á mannlegum samskiptum.
Sólveig var svo handviss um að TR væri að gera allt rétt, en var jafnframt ófáanleg til að ræða við hvaða lagaheimildir framganga TR styddist. Ég hafði undirbúið mig vel, til skynsamlegra umræðna um hin ýmsu álitamál, en sá undurbúningur varð til einskis þar sem réttindi mín sem manneskja voru fótum troðin og mér sýnd sú mesta lítilsvirðing sem ég hef mætt af opinberri þjónustustofnun, í meira en 30 ár. Eftir að hafa verið blekktur til fundar sem átti að vera um þau álitamál sem voru afar vel rökfærð í bréfi mínu, var mér einungis birt tilkynning um að svar TR væri í þegar frágengnu bréfi sem mér yrði sent í pósti. Lauk því þessari fýluferð minni, sem einungis varð kostnaður fyrir mig og sá ég ekki ástæðu til að þakka fyrir gabbið eða kveðja. Ég bara gekk út.
Ég fékk óformlegt afrit af bréfinu sem á að senda mér. Um er að ræða staðlað bréf, þar sem ekki einni setningu er vikið að erindum í bréfi mínu. Í yfirskrift þessa bréfs segir að efni þess sé: Svar við erindi varðandi endurkröfur lífeyrisgreiðslna. Bréfið var EKKI SVAR VIÐ ERINDI. Bréfið var, eins og áður sagði, staðlað upplýsingabréf til fólks sem algjörlega væri ókunnugt lögum og reglum um lífeyrisgreiðslur TR.
Að mér væri sýnd sú sjálfsagða virðing viðskiptamanns þessarar opinberu stofnunar að benda mér á ef þau rök sem ég setti fram væru ekki í samræmi við lög, var algjör lágmarks kurteisi sem hefði mátt vænta. Því var ekki aldeilis að heilsa. Með yfirlæti valdsins var mér, án hiks eða blygðunar, algjörlega neitað um rökfærslur fyrir framkomu TR í minn garð.
Ég veit ekki hvort sú fyrirlitning sem sjónarmið mín mæta hjá þessari stofnun eigi rætur í algjörri vanhæfni til eðlilegra mannlegra samskipta og efnislegra rökræðna, eða hvort þarna er á ferðinni blindur hroki takmarkaðrar þekkingar, sem í slíkum tilvikum gera opinberar þjónustustofnanir að kúgunaraðila alþýðunnar. Slíkur hroki er oftast byggður á minnimáttarkennd og hæfileikaskorti til efnislegra umræðna um verksviðið sem verið er að stjórna.
Hvaða ástæða sem þarna er að baki, er hún algjörlega óásættanleg fyrir fólk sem gerir kröfu til þeirrar virðingar sem það á undanbragðalaust rétt á, sem er að fá svar við kurteislega orðuðu erindi. Einnig er þessi framkoma óásættanleg fyrir opinbera þjónustustofnun, sem hefur þann eina tilgang að þjónusta okkur eldri borgara, öryrkja og aðra sem opinberan stuðning þurfa.
Það er alls ekki ásættanlegt að stjórnendur mikilvægra þjónustusviða hafi ekki sterkari faglega þekkingu á lagaumhverfi starfsviðs síns, og mannréttindum þess fólks sem sviðið á að þjónusta. Framkoma hjá Sólveigu í þessum stutta fyrirlestri hennar um hina óskeikulu RÉTTU TÚLKUN TR á lögunum um Almannatryggingar, bar talandi vott um hæfnisskort hennar til efnislegrar skoðunar á erindi mínu. En lítum aðeins á efni hins staðlaða bréfs. Þar segir í 3. mgr. (Leturbr. eru mínar)
"Bætur lífeyrisþega eru reiknaðar út frá tekjuáætlunum sem lífeyrisþegar bera ábyrgð á að hafa sem réttastar hverju sinni. Í 5. mgr. 16. gr. almannatryggingalaga segir að til grundvallar bótaútreikningi hvers mánaðar skuli leggja 1/12 af áætluðum tekjum bótagreiðsluársins. Bótagreiðsluár er almanaksár. Því þarf að útbúa tekjuáætlun í upphafi hvers árs sem er undirstaða útreiknings bóta fyrir það ár. Alltaf er þó hægt að breyta tekjuáætlun seinna ef breytingar verða innan ársins á tekjum eða aðstæðum."
Þetta ákvæði um að útbúa tekjuáætlun í upphafi hvers árs er HVERGI AÐ FINNA Í LÖGUM NR. 100/2007.
Í 5. mgr. 16. gr. laga nr. 100/2007 segir eftirfarandi:
"Til grundvallar bótaútreikningi hvers mánaðar skal leggja 1/12 af áætluðum tekjum bótagreiðsluársins. Bótagreiðsluár er almanaksár."
Þetta eru fyrirmælin um að greiðslukerfi lífeyris skuli vera jafnar greiðslur alla mánuði ársins. Þetta á í raun við um það hvernig greiðslukerfið er sett upp í tölvunni hjá TR þegar upplýsingum hefur verið safnað við upphaflega skráningu.
Næsta setning í 5. mgr. 16. gr. hljóðar svo:
"Áætlun um tekjuupplýsingar skal byggjast á nýjustu upplýsingum frá þeim aðilum sem getið er um í 52. gr."
Þetta eru greinilega fyrirmæli um hvernig skuli staðið að mati á lífeyrisgreiðslum í upphafi, við vinnslu umsóknar um greiðslu lífeyris. Og þeir aðilar sem um er getið í 52. gr. sem heimilt er að afla upplýsinga frá eru eftirfarandi:
"Tryggingastofnun [eða eftir atvikum sjúkratryggingastofnuninni]1) er heimilt, að fengnu skriflegu samþykki umsækjanda, að afla nauðsynlegra upplýsinga um tekjur umsækjanda og bótaþega hjá skattyfirvöldum, greiðslur til umsækjanda og bótaþega hjá lífeyrissjóðum, hjá Atvinnuleysistryggingasjóði, Vinnumálastofnun og hjá sambærilegum stofnunum erlendis þegar það á við með rafrænum hætti eða á annan hátt."
Þetta eru aðilarnir sem TR má leita til, til að afla sér upplýsinga til greiðslumats í upphafi en síðan til eftirlits. Og áfram segir eftirfarandi í 5. mgr. 16. gr.:
"Ef um nýja umsókn um bætur er að ræða skulu tekjur áætlaðar á grundvelli upplýsinga frá þeim aðilum sem getið er um í 52. gr. og bótaréttur reiknaður út frá þeim tekjum umsækjanda frá þeim tíma sem bótaréttur stofnaðist."
Til nánari skýringar skal hér litið til 4. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 598/2009, en þar segir eftirfarandi: (leturbr. og áherslur mínar)
"Tryggingastofnun ríkisins er þó heimilt, þegar einstaklingur leggur inn nýja umsókn um bætur frá stofnuninni, að miða útreikning bóta eingöngu við þær tekjur sem áætlað er að aflað verði eftir að bótaréttur stofnast. Unnt er að beita heimild þessari bæði um nýja umsókn um örorkubætur/endurhæfingarlífeyri, og um nýja umsókn um ellilífeyri hjá sama einstaklingi, enda sé ekki um samfellt bótatímabil að ræða. Heimildinni verður þó eingöngu beitt einu sinni um útreikning greiðslna hvors bótaflokks fyrir sig."
Hér kemur það fram skýrum stöfum að þeirri frumkvæðisheimild til uppsetningara tekjuáætlunar sem veitt er við upphaf útreikning lífeyrisgreiðslna verður þó eingöngu beitt einu sinni um útreikning greiðslna hvors bótaflokks fyrir sig, enda er hvergi í lögunum heimilað að TR hafi frumkvæði að breytingum á þegar útreiknuðu greiðsluskipulagi.
Í 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 598/2009 er kveðið mjög skýrt að orði í þessum efnum. Þar segir eftirfarandi:
"Komi fram upplýsingar frá þeim aðilum sem getið er um í 1. mgr. 3. gr. eða við eftirlit Tryggingastofnunar ríkisins sem leiða til breytinga á tekjuáætlun innan ársins og breytingin hefur áhrif á rétt til bóta eða fjárhæð greiðslna skal Tryggingastofnun ríkisins skora á bótaþega að breyta tekjuáætlun og skal stofnunin breyta útreikningi bóta frá og með næsta mánuði á eftir til samræmis við upplýsingar frá bótaþega."
Enn sem komið er, geri ég mér ekki alveg grein fyrir í hve miklum smáatriðum þarf að tína til þau atriði þar sem framkvæmd TR stangast á við lög og reglugerð um starfsemi ykkar. Hugsanlegt er að stofnunin sé svo gegnsýrð af hroka að lögin og reglugerðin sé álitin vitlaus fyrst þau passi ekki við, að mati Sólveigar, hina óskeikulu RÉTTU TÚLKUN TR á lögunum um Almannatryggingar.
Þó margt virðist benda til þess að ég verði að stefna Sólveigu og þér fyrir dómstóla vegna allra þeirra brota sem gegn mér hafa verið framin hjá TR, vil ég samt leyfa mér að líta þannig á að þú hafir í raun ætlað að koma á eðlilegum viðræðufundi, með eðlilegum skoðanaskiptum og rökræðum um efni þeirra álitamála sem um ræðir. Ég vænti því að heyra frá þér fljótlega og tek fram að ég óska eftir að mega taka þann fund upp á myndband, svo ekkert fari á milli mála hvað sagt var á þeim fundi.
Með kveðju,
Guðbjörn Jónsson
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur