Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014
29.12.2014 | 02:00
Er verkfallsvopnið í hættu ???
Fólki í lægri þrepum launastigans er afar mikilvægt að virðing sé borin fyrir verkfallsvopninu sem var komið á að frumkvæði láglaunafólks, í þeim tilgangi að verja lágmarkslaun við það mark að 8 tíma vinna 6 daga vikunnar, dygði til framfærslu meðalfjölskyldu. Sá draumur hefur að vísu aldrei ræst en fyrir því eru svo sem til gildar ástæður.
Verkfallsvopnið var í upphafi eingöngu heimilt til afnota fyrir fólk innan Alþýðusambands Íslands, sem þá var eingöngu samband verkafólks. Fyrstu árin gekk nokkuð vel að rétta við launakjör láglaunafólks sem varð til þess að menntafólk fór að sækjast eftir að fá verkfallsheimild en var hafnað. Sneru þeir þá blaðinu við og óskuðu eftir aðild að Alþýðusambandi Íslands, en gættu þess að nefna ekki að þeir væru að sækjast eftir að komast í stöðu til að geta beitt verkfallsvopninu í kjarabaráttu sinni.
Við þessa breytingu færðist verkfallsvopnið frá því að vera baráttutæki til varnar því að laun fyrir verkamannavinnu dygði fyrir hóflegri neyslu meðalfjölskyldu. Þar sem verkfallsvopnið hafði eingöngu verið beitt til hækkunar launataxta verkafólks, hafði hækkana jafnan verið krafist í prósentuvís. Hafði það ekki valdið neinum umtalsverðum breytingum á launahlutföllum. Það fór hins vegar að breytast með tilkomu menntafólks í raðir ASÍ fólks.
Menntafólkið var almennt á töluvert betri launum en verkafólk. Það beitti sömu aðferð og verkafólk og krafðist kjarabóta í prósentuvís, sem varð til þess að laun þess hækkuðu meira en laun verkafólks. Ástæðan var sú, sem reyndar er enn, að samtök menntafólks fór í samningaviðræður á eftir verkafólki. Náði þannig aðeins betri prósentutölu sem einnig reiknaðist á hærri laun en verkafólks, þannig að kjarabætur menntafólks urðu stöðugt meiri en kjarabætur verkafólks. Við þessar aðstæður fór launabilið að aukast og verkfallsvopnið var ekki sama baráttutæki verkafólks og verið hafði, þar sem flestar stéttir voru nú farnar að beiti því í sinni kjarabaráttu.
Þegar launahlutföll fóru að skekkjast meira, á neikvæða evginn fyrir verkafólk, fór það að krefjast hærri prósentuhækkana í sínum kjarasamningum, til að vinna upp það launabil sem hafði skapast. Gekk þetta svolítið eftir í fyrstu en menntastéttirnar voru ekki á því að leyfa þessa leiðréttingu því þær stéttir, sem almennt voru með umtalsvert hærri laun en verkafólk, fór nú fram á aðeins hærri prósentuhækkun en launafólk fékk til leiðréttingar. Afleiðingin var aðeins meira launabil en verið hafði, í stað þess að launabilið minnkaði aðeins.
Afleiðingar þess eltingaleiks sem hér var lýst er í raun annar fóturinn undir óðaverðbólgu síðustu áratuga liðinnar aldar, þar sem verðbólga fór yfir 80% og kröfur um launahækkanir náðu 30% á þriggja mánaða fresti. Á sama tíma hækkuðu tekjur þjóðfélagsins ekkert í erlendum myntum. Gengi krónunnar var því fellt til að búa til það aukna peningamagn sem launahækkanir, verðhækkanir, bæði af völdum gengisfellinga og innlendra hækkana til að fá inn fyrir hækkuðum launum. Samspil þessara þátta bjó til verðbólgu sem setti af stað vítahring sem stjórnmálamenn gátu ekki leyst.
A AÐ ENDURTAKA KAPPHLAUP ÓRAUNVERULEIKANS ??
Eftir að hafa hægt en bítandi nálgast vitræn vinnubrögð við rekstur samfélags okkar, með lækkandi launakröfum og lækkandi verðbólgu, blasir nú við opinber aðför að fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í óskiljanlegum kröfum lækna. ENGINN STÉTT innan þjóðfélagsins getur með nokkurri sanngirni miðað sig við launakjör í öðrum löndum því rekstrargrundvöllur samfélags okkar er byggður á allt öðrum forsendum. Úskýringar á því eru dálítið flóknar en í stuttu máli má segja að það stafi af því að þegar við gerðum EES samninginn, voru framleiðslugreinar fyrir innlendan markað í raun settar í þrot vegna þess að ekkert var hugað að því hve mikilvægt það væri fyrir landsframleiðsluna að efla innlenda iðnaðarframleiðslu til að auika innlenda peningaveltu.
Af hreinum óvitaskap eyðilögðum við hina raunverulegu sjálfbærni samfélagsins okkar á tíunda áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar aldar. Óvitaskap sem fyrst og fremst verður rakinn til stjórnvalda og Alþingis. Flestar þær aðgerðir sem um ræðir hefðu, hver um sig, dugað til þess að vera reknir frá stjórnun fyrirtækis. Hér voru þessir aðilar hins vegar blessaðir og umvafðir dýrðarljóma, sem svo allt í ainu slökknaði á undir árslok 2008. En af hverju skildi ég segja að kröfur lækna séu ávísun á nýja óðaverðbólgu. Skoðum það aðeins.
Hérna getum við séð hvernig við fórum með tekjur okkar frá 1997 til 2013. Ljósbláa línan er einskonar viðskiptajöfnuður, mismunur inn- og útflutnings. Greinilega sést hvernig allt jafnvægi fer þegar það fer saman að stóru ríkisbankarnir eru seldir og krónan látin fljóta frjáls í heimsviðskiptunum, líkt og um stærstu mynt veraldar væri að ræða. Við slíkar aðstæður koma algjörlega nýir menn að stjórnun stóru bankanna. Menn sem EKKERT hugsa um eðlilega þjóðfélagsþróun en setja af stað hlutafjárkapphlaup og verðmætalausa eignaaukningu verðbréfamarkaðar. Sjá má á rauðu línunni hvar fer að bera á lausafjárskorti. En hið sérstæða er fyrir tekjugreinar okkar að við hruni 2008 féll gengi krónunnar verulega en það olli verulega auknum tekjum útflutningsgreina. En innflutningur eykst einnig, þannig að tekjuafgangur varð ekki mikill. En hvernig er svo heildarmyndin?
Hér sést velta á þjóðfélaginu. Rauða línan (Verg landsframleiðsla) sýnir alla veltu í landinu. Græna línan sýnir þjóðarútgjöldin og fjólubláalínan sýnir útflutningstekjurnar. En skoðum aðeins nánar hvað er að baki þessari uppsveiflu á útflutningstekjum. Sjáum það á næstu mynd.
Á þessari mynd sést að uppsveiflan um aldamótin 2001 eru bæði af völdum magnaukningar og verðhækkunar. Uppsveiflan 2007 til 2013 er vegna verðhækkunar sem rekja má að mestu til gengisaskráningar íslensku krónunnar. En lítum þá á hvenrig þjóðarútgjöldin skiptast.
Á þessari mynd sést hvernig þjóðarútgjöld skiptast á milli einkaneyslu (allt sem rekið er af einkafyrirtækjum eða einstaklingum), samneyslu (allt sem rekið er af opinberum aðilum) og fjármunamyndunar (fjármálaumhverfið). Þegar Skoðuð er hin mikla aukning þjóðarútgjalda eftir að gengisskráning krónunnar er gefin frjáls, verður einnig að líta til þess að á þessum sama tíma eru stóru ríkisbankarnir seldir og nýir eigendur þeirra fara út í einskonar fjárhættuspil. Áhrifin frá því kemur að mestu fram í fjármálaumhverfinu (ljósbláu línunni) en hefur þó nokkur áhrif á samneyslu og einkaneyslu. Lítum þá næst á hvernig Hagstofan sundurliðar liðinn Fjármunamyndun. Sjáum næstu mynd.
Þegar litið er á þessa mynd sýnir rauða lína fjármunamyndunina sem kom fram á síðustu mynd. Þarna sést einnig að aðaláhrif uppsveiflunnar er frá atvinnuvegum landsins, þar með talið fjármálaumhverfið, bönkum og Kauphöll. Ástæða þessarar uppsveiflu eru að mínu mati hreinir fjárglæfrar nýrra stjórnenda bankanna. Þeir fóru í raun að leika sér með fjöregg þjóðarinnar. Þeir fundu glufu í lögum um fjármálafyrirtæki, þar sem þeir gátu búið til gerfi verðmætisaukningu fyrirtækja, án þess að nokkur raunverðmæti væru þar að baki. Að hluta var þetta drifið áfram með erlendum skammtímalánum en að mestu með kauphallarbraski. Þar var búin til ævintýraleg verðmætisaukning hlutabréfa sem færði upp verð á hlutabréfum fyrirtækja langt upp fyrir raunverulega veltuaukningu eða hagnað. Ekki verður eytt plássi í nákvæmar útskýringar á þessum svikamyllum hér en þessi mynd dregin fram til að sýna umfangið. Mörgum fannst mikið til að allar húsbyggingarnar á árunum fyrir hrun, en á fjólubláu línunni sést hve það var í raun lítill hluti af allri glæfrastarfseminni. Samt alltof mikið þegar þess er gætt að megnið af þeim húsbyggingum var framkaæmt fyrir erlend skammtímalán. En peningar sem steyptir eru fastir í hús, verða ekki endurgreiddir eftir 3 - 5 ár frá lántöku.
Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið teldi ég mikilvægt að þær stéttir sem telja rekstur samfélagsins geta borið miklar launahækkanir, þeir bendi á hvar sé svigrúm eða lausir peningar til að mæta kröfum þeirra. Er kannski ætlun þeirra að steypa þjóðinni aftur út í óðaverðbólgu sem rústi á skömmum tíma öllu atvinnulífi of meginþorra heimila í landinu. Eru þessir aðilar tilbúnir að bera ábyrgð á slíku gagnvart fólkinu í landinu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2014 | 01:17
Hver er afkoma þjóðfélagsins??
Undanfarna daga hafa menn velt því fyrir sér hvort það geti verið að Hagstofna sé að gefa upp rangar tölur um afkomu þjóðfélagsins. Einkanlega vakti það spurningar hjá fólki þegar Seðlabankastjóri lét í ljós efasemdir um að tölur Hagstofunnar væru réttar.Ég ákvað því að fara inn á vef Hagstofunnar og kíkja á þær tölur sem þar koma fram.
Hér má sjá tölur yfir út- og innflutning 2013 og 2014 í 9 mánuði hvors árs. Tölurnar eru í milljónum.
Eins og sést á neðstu línunni, mismun inn og útflutnings, var útflutningur umfram innflutt á árinu 2013 127,3 milljarðar. Mismunurinn var minni 2014, eða 104,1 milljarður.
Mér finnst athyglivert og einnig skemmtilegt að sjá hve sala (útflutt) þjónusta er farin að slaga hátt upp í útfluttar vörur, sem líklega er þá bæði sjávarafurðir ál og fleiri iðnaðarvörur. Við drögum þennan hagnað vissulega mikið niður með innflutningi þjónustu og væri fróðlegt að vita hve mikið af þessu er vegna innflutnings á miklum fjölda erlendra hljómsveita og skemmtikrafta og hvað mikið væri vegna kaupa opinberra aðila á erlendri sérfræðiþjónustu. En takið einnig eftir því að á þessu ári eru nettó gjaldeyristekjur okkar (útflutt - innflutt) ekki nema 104,1 milljarður, sem er rétt rúmlega sú upphæð sem þarf að greiða í vexti af erlendum lánum.
Við eigum tvo valkosti varðandi niðurstöður þessar. Annað hvort að líta á þær sem of mikla eyðslu á gjaldeyri, eða að við verðum að afla mun meiri gjaldeyris. Og það gerum við einungis með því að efla atvinnulífið. Til þess notum við það lausafé sem safnast upp hjá sjóðasöfnurum eins og lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestum. Ef við flytjum lausaféð úr landi er útilokað að lífskjör hér geti batnað.
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 165580
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur