Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Er alþjóðasamfélagið samkvæmt sjálfu sér ???

 Fyrir nokkrum árum vildu íbúar Kósovó héraðs ekki tilheyra Serbíu, heldur stofna sjálfstætt ríki, vegna þess að mikill meirihuti íbúa héraðsins væru kósóvar en ekki serbar. Þegar kósóvskir íbúarnir héraðsins samþykktu í allsherjar atkvæðagreiðslu að svæði þeirra í Serbíu skildi framvegis vera sjálfstætt ríki og heita Kósovó, fannst alþjóðasamfélaginu sjálfsagt að meirihluti íbúana réði því hvaða landi þeir tilheyrðu. Og Serbum var hótað efnahagsþvingunum og hervaldi ef þeir virtu ekki þennan vilja meirhluta íbúa héraðsins.

Síðan gerist það nú fyrir skömmu að íbúar Krímskaga í Úkraínu, sem flestir eru Rússar, ákveða í allsherjar atkvæðagreiðlsu að þeir vilji tilheyra Rússlandi en ekki Úkraínu, eins og þeim var úthlutað við fall Sovétríkjanna.  Þá gerist það hins vegar að alþjóðasamfélagið telur alls ekki rétt að íbúar svæðisins eigi að ráða neinu um það hvaða landi, ríki eða þjóð þeir tilheyri. Og þeir skuli sko gjöra svo vel að vera ánægðir með að vera lokaðir frá heimalandi sínu, Rússlandi. Og fallist Rússland á að tala við þessum löndum sínum, verði það beitt efnahagsþvingunum og útilokað frá samstarfi þjóða.
 
Af því sem að framan er skráð, virðist ekki vera nein vissa fyrir viðbrögðum alþjóðasamfélagsins þó meirihlutavilji íbúa svæðis liggi skýr og greinilegur fyrir. Alþjóðasamfélagið, sem áður hafði tekið afstöðu út frá tilteknum hagsmunum, eins og þeim að meirihuti íbúa afmarkaðs héraðs eigi að ráð hvaða landi, ríki eða þjóð þeir tilhreyri, kúvendir nú alveg í 180 gráður.  Að því er nú virðist ljóst, virðist alþjóðasamfélagið algjörlega andvígt fyrri stefnu sinni, um að meirihlutavilji íbúa skuli ráða.  Af núverandi viðbrögðum virðist það aðallega aðhyllast óskilyrta og ófyrirsjáanlega hentistefnu. Spurnignin er hins vegar hvort slík stefna sé hentum til eflingar heimsfriði?  Ég dreg það svolítið í efa.

Hvað segir EES samningurinn um frjálst flæði fjármagns?

Alment er talað um ákvæði EES samnings um frjálst flæði fjármagns, eins og engar hömlur séu á flutningi fjármagns milli lands. Er þetta eitt af mörgum dæmum um Íslendinga, þar sem fólk nennir ekki að kynna sér raunveruleika mála, en bítur sig í fullyrðingar einhverra sem það vill trúa og gerir þær fullyrðingar að sannfæringu sinni. Þetta fólk situr fast í staðhæfingum sem hvergi eiga sér samastað í raunveruleika og lifir stöðugt í þeirri tilfinningu að verið sé að brjóta á réttindum þess þegar ekki er farið eftir hinum ranga hugarheimi þess En lítum aðeins á hvað EES samningurinn segir um frjálst flæði fjármagns.

Í III. hluta EES samningsins, 4. kafla, segir eftirfarandi um frjálst flæði fjármagns:

40. gr.

Innan ramma ákvæða samnings þessa skulu engin höft vera milli samningsaðila á flutningum fjármagns í eigu þeirra sem búsettir eru í aðildarríkjum EB eða EFTA-ríkjum né nokkur mismunun, byggð á ríkisfangi eða búsetu aðila eða því hvar féð er notað til fjárfestingar.

Eins og þarna kemur glöggt fram, nær frelsi til flutnings fjármagns einungis til þess fjár sem viðkomandi á sem hreina skuldlausa eign. Fjármagnið sem flytja á, má ekki vera tekið að láni og það má ekki heldur verða til þess að viðkomandi bresti greiðslufærni gagnvart því lánsfé sem hann skuldar í landinu.

41. gr.

Gengar greiðslur í tengslum við þjónustustarfsemi, vöruflutninga, fólksflutninga eða fjármagnsflutninga milli samningsaðila innan ramma ákvæða samnings þessa skulu lausar við öll höft.

Þarna kemur glöggt fram að greiðslur vegna hverskonar viðskiptsamninga, skuli vera lausar við öll höft.

42. gr.

1. Ef beitt er innlendum reglum um fjármagnsmarkað og lánsviðskipti í fjármagnsflutningum sem höftum hefur verið létt af samkvæmt ákvæðum samnings þessa skal það gert án mismununar.

2. Lán til beinnar eða óbeinnar fjármögnunar aðildarríkis EB eða EFTA-ríkis eða sveitarstjórna þess skulu ekki boðin út eða tekin í öðrum aðildarríkjum EB eða EFTA-ríkjum nema viðkomandi ríki hafi gert með sér samkomulag um það.

Í 1. málsgrein 42. gr. er kveðið mjög greinilega á um að hvert ríki getur sett sínar reglur um höft á lánsfjármagni milli landa.   Einnig er vert að vekja athygli á því sem fram kemur í 2. málsgr. 42. gr. varðandi lántökur í öðrum löndum en búsetulandi. Þarna kemur fram að slíkar lántökur eru ekki heimilar nema viðkomandi ríki hafi gert með sér samkomulag um það.  Þessum reglum var greiniulega ekki fylgt á árunum fyrir bankahrunið, þar sem skuldasöfnun erlendis kom stjórnvöldum í svo opna skjöldu sem raun bar vitni. En í 43. gr. EES samningsins segir eftirfarandi:

43. gr.

1. Kunni munurinn milli gjaldeyrisreglna aðildarríkja EB og EFTA-ríkjanna að verða til þess að menn, búsettir í einu þessara ríkja, færi sér í nyt þær rýmri yfirfærslureglur á yfirráðasvæði samningsaðila sem kveðið er á um í 40. gr. til þess að fara fram hjá reglum einhvers þessara ríkja um fjármagnsflutninga til eða frá þriðju löndum getur viðkomandi samningsaðili gert viðeigandi ráðstafanir til að ráða bót á því.

Þarna kemur glöggt fram að stjórnvöld hvers lands geta bæði sett skorður viðerlendum lántökum, sem og misnotkun á reglum sem auðvelda eðlilegt viðskiptaferli.  Einnig segir eftirfarandi í 4. mgr.:

 

4. Eigi aðildarríki EB eða EFTA-ríki í örðugleikum með greiðslujöfnuð eða alvarleg hætta er á að örðugleikar skapist, hvort sem það stafar af heildarójafnvægi í greiðslujöfnuði eða því hvaða gjaldmiðli það hefur yfir að ráða, getur hlutaðeigandi samningsaðili gripið til verndarráðstafana, einkum ef örðugleikarnir eru til þess fallnir að stofna framkvæmd samnings þessa í hættu.

Þarna kemur glögglega fram að hverju ríki er heimilt að bregðast við hverskonar innlendum aðstæðum sem stjórnvöld þess ríkis telja að geti stofnað efnahagslegu jafnvægi ríkisins í hættu.  Það vekur hins vegar undrun hve þessum atriðum er lítið haldið á loft. Hins vegar er mjög haldið á lofti hinum röngu sjónarmiðum um að í EES samningnum séu ákvæði um fullt og óskilyrt frelsi til flutnings fjármagns milli landa.  Eins og sést á því sem ég hef þarna birt úr ákvæðum EES samnings um flutninga fjármagns milli landa, er það langt frá því að vera þetta FULLA FRELSI sem áróðursöflin halda svo mjög á lofti.


Umsókn Íslands um ESB aðild

Sjá meðfylgjandi mynd
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Opið bréf til Samfylkingar

 Meðfylgjandi í pdf skjali er opið bréf til Samfylkingar. Vitleysan sem frá þeim kemur er svo gjörsamlega að ganga fram af mér að ég bókstaflega varð að skrifa þetta bréf.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 165580

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband