Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Afkáraleg afsökun fyrir mismun í skólastarfi

Í dag heyrði ég þá afkáralegustu afsökun fyrir mismunun innan sama árgangs skólabarna sem ég hef heyrt um ævina. Er þar um að ræða 10. bekk, sem er að kveðja grunnskóla. 
 
Það virðist orðin hefð, eða venja að eftir lok venjulegs kennslustarfs og prófa, fari þeir nemendur sem það vilja í ferðalag, sem þeir safna fyrir sjálfir.  Ferðalagið er því EKKI hluti af skólastarfi, heldur skemmtiferð til að halda upp á lok grunnskólanáms.
 
Það vakti því furðu mína þegar ég komst að því að eftir að öllum prófum og örðu starfi skólans var lokið, miðvikudaginn 28. maí, og EKKERT skólastarf var fimmtudaginn 29. eða föstudaginn 30. maí, þá væri undir lok vinnudags á föstudaginn 30. maí sendur út tölvupóstur um að þeir nemendur 10. bekkjar sem ekki færu í skólaferðalagið, ættu að mæta í skólann mánudaginn 2. - 6. júní og vera í skólanum (við leik og starf ???) meðan hinir nemendurnir væru að skemmta sér á ferðalagi.
 
Ég verð að viðurkenna að mér fannst þetta afar sérstök skilaboð frá fræðsluyfirvöldum okkar. Að eitt af síðustu verkum grunnskólans gagnvart burtfararnemum, væri að mismuna þeim, með þeim hætti sem þarna virtist vera, því sú aðgerð sem þarna var boðuð er alvarlegt brot á að opinberir aðila megi ekki mismuna jafnstæðum aðilum.
 
Allir 10. bekkingar eru jafnstæðir að því að vera að ljúka námi í grunnskóla. Það getur því vart flokkast undir jafnræði að veita 90 - 95% hópsins frí frá mætingu í skóla, til að fara í skemmtiferð, en gera á móti kröfu um að hin 5 - 10% mæti í skóla á sama tíma.  Engin námsdagskrá var skipulögð enda öllu námi lokið og lokapór búin. EKKERT frekara nám er í grunnskóla fyrir þennan aldurshóp.
 
Unglingar á þessum aldri eru mjög viðkvæmir fyrir mismunun. Einhver lítill hluti hópsins sem gat ekki af einhverjum ástæðum farið í skólaferðalagið, upplifa sér refsað. Sumir höfðu ráðið sig í vinnu og byrjað að vinna strax daginn eftir próf, algjörlega óvitandi um að þeir ættu að mæta í skóla meðan aðrir bekkjarféalgar væru í fríi og á skemmtiferðalagi.
 
Af samtali við ónefndan aðila hjá fræðslusviði Reykjavíkur, fengust þau svör að þetta væri gert svona til að fylla upp í lögskipaðan fjölda skóladaga.  Er þá niðurstaðan sú að til þess að fylla upp í lögboðna kennsluskyldu, sé beitt svona gróflegri mismunun á síðustu dögum grunnskóla? Ég spurðist fyrir um þetta hjá fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar og þar kom fólk af fjöllum og þekkti ekkert til svona mála.
 
Ég er sífellt að horfa á fleiri svið þjóðlífsins okkar og leita eftir heiðarleika, virðingu og kærleika í samskiptaferlum. Því miður hef ég enga slíka ferla fundið enn, en nokkuð mikið af ýmiskonar þáttum sem ekki ættu að vera í uppbyggilegum samskiptum fólks. Er virkilega orðin ástæða til að setja af stað almenna leit að heiðarleika, virðingu og kærleika í öllu samskiptamunstri okkar, ekki bara í opinbera geiranum?    

Bréf til forstjóra Fjármálaeftirlitsins

Fyrir tveimur vikum kom til mín gamall vinur minn, sem hafði beðið mig að fara með sér yfir lánamál sín, hin svokölluðu ólöglegu gengistryggðu lán Ég sagist geta spjallað við hann yfir kaffisopa en ég væri alveg hættur að fást við bankakerfið.  Mér brá hins vegar herfilega þegar ég fór að skoða skuldabréfin hans.  Ég settist því niður og skrifaði meðfylgjandi bréf til forstjóra FME.  

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Leiðrétting húsnæðislána

Í gær, laugardaginn 24. maí 2014 heyrði ég endurtekinn þátt á útvarp Sögu, þar sem var talað var við Tryggva Þór Herbertsson, verkefnisstjóra leiðréttingaverkefnisins. Þar kom fram að Íbúðalánasjóður væri með c. a. 60% þeirra lána sem væru í þessum leiðréttingaflokki. Mig minnir að ég hafi heyrt að lífeyrissjóðirnir væru með c.a. 20%, sem þýðir að bankarnir eru með c.a. 20%.
 
Ég er að sundurliða þetta vegna þess að eitt af því sem talið var megintilgangur þeirra aðgerða sem nú eru að fara af stað, var að létta greiðslubyrði hjá fólki. Talað var um að með niðurgreiðslu höfuðstóls mundu afborganir lækka.  Þetta virðist mér benda til að þeir sem unnu að þessu verkefni, hafi ekki haft þekkingu á hinum mismunandi útfærslum verðtryggingar og út frá því hvað hún virkar með mismunandi hætti á lánin varðandi afborganir af lánum.
 
Aðgerðirnar virðast eingöngu hannaðar fyrir þau 20% sem eru með húsnæðislánin hjá bankakerfinu.  Sú aðferð sem boðuð er, lækkar ekki afborganir hjá þeim 80% rétthafa til leiðréttingar, sem eru með lánin sín hjá Íbúðalánasjóði eða lífeyrissjóðum.  Þetta ræðst fyrst og fremst af því að bankarnir reikna verðtrygginguna öðruvísi en Íbúðalánsjóður og lífeyrissjóðir.
 
Það er ekki í fyrsta skipti sem maður sér stjórnvöld ráða starfshóp til að leysa verkefni, en gæta þess ekki að alla vega einhverjir í starfshópnum hafi þekkingu á verkefninu sem á að vinna.     

Kvartað til nefndar um dómarastörf

Þeir sem hafa fylgst með baráttu minni við að fá réttláta og eðlilega málsmeðferð varðandi stefnu mína á hendur Íbúðalánasjóði vil ég segja þessar fréttir.

Það er ekki einfallt mál að koma fram kvörtun vegna óeðlilegra framvindu mála fyrir rétti. Í lögum um dómstóla segir að beina skuli kvörtunum til Dómstólaráðs en það er hvorki hlutlaus eða óháður aðili. Það er skipað tveimur aðilum tilnefndum af dómstjórum og tveimur alium tilnefndum af dómurum. Sá fimmti tilnefndur af ráðuneyti.  Dómstólaráð er því ekki trúverðugur kvörtunarvettvangur.

í 24. grein dómstólalaga segir eftirfaradi:

24. gr. Dómarar eru sjálfstæðir í dómstörfum og leysa þau af hendi á eigin ábyrgð. Við úrlausn máls fara þeir eingöngu eftir lögum og lúta þar aldrei boðvaldi annarra. Dómsathöfn verður ekki endurskoðuð af öðrum nema með málskoti til æðra dóms.

Ég hef leitað nokkuð vel að lögum eða reglum um starfshætti dómara en svo virðist sem slíkt sé ekki til. Það virðist látið nægja sem stendur í 24. greininni að Dómarar eru sjálfstæðir í dómstörfum og leysa þau af hendi á eigin ábyrgð.   Þetta með EIGIN ÁBYRGÐ nokkuð athyglisvert, ef lesið er í þennan texta eins og hann er skrifaður. Þá virðast dómarar hafa heimild til að fara sýnar eigin leiðir í meðferð málsins, eftir að þeir hafa tekið við því frá dómstjóra. Þeir virðast persónulega ábyrgir, hver og einn, fyrir þeirri niðurstöðu sem þeir komast að og hafa engar skráðar eða lögfestar starfsreglur til að fara eftir.

Er það í raun ásættanleg staða að réttarfar okkar hafi engar samræmdar starfsregur til að fara eftir við úrlausn ágreiningsmála?  Þá er ég ekki að tala um þau lög sem ágreiningsþættirnir eru dæmdir eftir.  Ég er að tala um vinnureglur starfsmanna dómstólsins, því þrátt fyrir ákvæði 24. gr. dómstólalaga, um að dómarar séu sjálfstæðir í dómstörfum sínum og leysi þau af hendi á eigin ábyrgð, þá eru þeir ekki sjálfstæðir atvinnurekendur í þeim skilningi, heldur þjónar þess embættis sem þeir starfa fyrir og með venjulegt launþegasamband við embættið.

 Og það er einmitt þessi augljósi skortur á samræmdum starfsreglum dómstóla, hvað varðar innra starf þeirra m. a. um meðferð mála, sem mér virðist vera af mjög svo skornum skammti.

Í öllum þessum pælingum mínum fann ég í Innanríkisráðuneytinu upplýsingar um NEFND UM DÓMARASTÖRF.  Ég komst að því að fyrir þessa nefnd ætti að vera hægt að leggja málefni þar sem fólki finnst að dómari hafi ekki alveg farið að réttum lögum.

Þar sem ég taldi mig hafa fengið þannig svör frá Dómstjóra héraðsdóms Reykjavíkur að hann mundi ekkert gera í sambandi við meðferðina á mínu máli, tók ég þá ákvörðun að senda allt þetta ferli til þessarar nefndar.

Það skemmtilega við þetta var að það liðu ekki margir klukkutímar þangað til ég fékk tölvupóst þar sem ég var beðinn að senda frekari gögn.  Ég gerði það og c. a. hálftíma seinna fékk ég svar um að þetta væri komið í ferli og fyrstu fréttir fengi ég eftir tvær til þrjár vikur, um það hvort nefndin teldi að þetta erindi heyrði undir nefndina.  Kannski ljós punktur framundan, en á meðan skoða ég betur innri starfsreglur dómstóla.


Leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána

Á lokaspretti þingstarfa nú í vor, voru samþykkt lög um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána, eins og fyrirheit höfðu verið gefin um. Það merkilega við þessi lög er að þau segja í raun ekkert um hvernig ætluð leiðrétting verði unnin. Í 2. gr. laganna segir að: Ráðherra skal heimilt að gera samning við lífeyrissjóði, Íbúðalánasjóð og fjármálafyrirtæki.

Ekkert segir um hvaða ráðherra þarna er um að ræða en samkvæmt framhaldi greinarinnar á samningurinn að fjalla um framkvæmd og uppgjör á almennri leiðréttingu fasteignaveðlána í samræmi við lög þessi.  Það sem svo segir áfram í 2.  gr. laganna er nokkuð merkilegt. Þar segir að:     Í samningi um uppgjör milli ríkissjóðs og aðila skv. 1. mgr. skal við það miðað að hvorki skapist hagnaður né tap hjá samningsaðila vegna greiðslu ríkissjóðs á leiðréttingarhluta láns skv. 11. gr.

Tvennt er afar einkennilegt við þessa síðustu tilv ﷽﷽﷽﷽﷽﷽﷽﷽psöfnun verðtryggingar vegna mikillar verðbað fara fram milli rísun til laganna. Annars vegar að einhvert uppgjör eigi að fara fram milli ríkissjóðs og lánveitenda. Hins vegar að: hvorki skapist hagnaður né tap hjá samningsaðila vegna greiðslu ríkissjóðs á leiðréttingarhluta láns.

Þarna er verið að tala um eitthvað allt annað en leiðréttingu á rangri uppsöfnun verðtryggingar vegna mikillar verðbólgu á viðmiðunartímabili leiðréttinmgar, sem samkv. 1. gr. er frá 1. janúar 2008 (neysluvísitala 281,8) til 31. desember 2009 (neysluvísitala 353,6).  Hækkun vísitölunnar á þessum tveimur árum var því 25,49%, sem gerir c.a. 12,75%  verðbólgu á ári.

Ef vísitala safnar upp óeðlilegri hækkun skuldar, sem þurfi að leiðrétta, hefur vísitalan líka safnað upp óeðlilegri hækkun eigna hjá lánveitendum, sem líka þarf að lækka að sama skapi og uppsöfnun skuldar.  Hvers vegna skuli þá í lögunum gert ráð fyrir að það komi til greiðslu ríkissjóðs á leiðréttingarhluta láns,  er mér hulin ráðgáta. Ætlar löggjafinn að sleppa samstæðri niðurfærslu höfuðstóls eignamegin, eins og fyrirhuguð er skuldamegin?  Með því væri ríkissjóður að gefa lánastofnunum þessa 80 milljarða sem sagt er að leiðréttingin sé. Sú upphæð kæmi þá til viðbótar öllum öðrum framlögum ríkisins vegna bankahrunsins 2008.  Í svona leiðréttingu greiðist ekki ein einasta króna.  Hvers vegna er þá verið að lauma inn í lagatexta þeirri ranghugmynd að ríkissjóður greiði leiðréttingarhluta láns? Ef um leiðréttingu er að ræða, verður engin króna greidd.

Það vekur athygli að þó 3. gr. laganna heiti Afmörkun leiðréttingar  er í greininni engin önnur afmörkun en dagsetningar upphafs og endis þess tímabils sem leiðrétta á, sem einnig kemur fram í 1. grein. Það á að leiðrétta of mikla hækkun láns vegna mikillar verðbólgu. Vísitala hækkaði úr 281,8 í byrjun janúar 2008 en var orðin  353,6 í desember 2009.  Ekkert er minnst á hver viðmiðunarhækkun vísitölu eigi að vera. Hvort eigi að miða við 3%, 4%, 5%, 6%, ársverðbólgu á viðmiðunartíma leiðréttingar, eða eitthvað allt annað. Merkilegt er að þetta skuli ekki vera ljóst þar sem viðmiðunartímabilinu lauk fyrir fjórum og hálfu ári.

Þá er einkennilegt að sjá í 2. mgr. 3. gr. laganna allt í einu, og upp úr þurru, eiga að fara að blanda tekjum heimilis inn í leiðréttingu á hækkun höfuðstóls skuldar vegna uppsöfnunar  af völdum óeðlilega mikillar verðbólgu.  Lækkun á rangri uppsöfnun höfuðstóls skuldar hefur ekkert með tekjur fólks að gera.  Þarna hafa höfundar lagatexta rækilega tapað áttum í verkefninu því leiðrétting á vísitölu vegna lánsfjár blandast engum öðrum þáttum.  Jafn mikið rugl er það sem segir í 4 mgr. 3. gr.  að: Leiðrétting tekur ekki til dánarbúa.  Ef dánarbúið hefur átt fasateign með verðtryggðu húsnæðisláni, á dánarbúið að sjálfsögðu sama rétt og allir aðrir eigendur lána.

Það er nánast aumkunarvert að lesa allt það rugl sem blessað fólkið hefur sett á blað í þessum lögum, líkega fyrst og fremst vegna þekkingarskorts á því hvert verkefni þeirra var í raun. Verkefnið var að finna út eðlilega viðmiðunartölu fyrir sem eðlilegasta hækkun á vðvkun  þekkingarskorts miða við 3, 4,5, 6,r skuldameginísistölu á leiðréttingar tímabili, miðað við það sem verið hafði fyrir hrun fjármálaumhverfis. Eðlilegast hefði því verið að í lögunum væri tiltekið hvaða ársverðbólgu væri miðað við, fyrir tímabil leiðréttingar. Tökum dæmi af láni sem hefði verið að höfuðstól við upphaf tímabils í janúar 2008 kr. 8.527.398, þegar vísitalan var 281,8.  Hækkun vísitölunnar var sú að í lok leiðréttingartíma (des 2009) var vísitalan 353,6. Verðbólgan á tímabilinu varð því 25,49% og höfuðstóll lánsins hafði því hækkað í  kr. 10.700.099.

Gefum okkur nú að lögin hefðu miðað við sömu verðbólgu og á sambærilegu tímabili næst á undan þ. e. janúar 2006 til desember 2007, en á því tímabili var verðbólgan 12,5%, eða sem nemur 6,25% á ári. Viðmiðunarvísitala hefði því orðið 317,0 í lok tímabilsins og hækkun lánsins því orðið 8.527.398/281,8x317,0 = 9.593.323.  Leiðrétting þessa láns hefði því orðið 10.700.099 – 9.593.323 = 1.106.776  sem yrði leiðréttingin á svona láni.

Eins og af þessu sést er það einungis ákvörðunin um hver viðmiðunartalan verður, um ætlaða hækkun vísitölu við lok tímabils leiðréttingar, sem hefur áhrif á upphæð leiðréttingar. Tekjur eða fjölskylduhagir koma þar hvergi nærri.  Af hvaða ástæðu verið er að setja ríkissjóð í einhverja greiðslustöðu vegna niðurfærslu rangrar uppsöfnunar verðtryggingar, er mér alveg óskiljanlegt, því ef lækkun er á öðrum væng (skuldavæng) slíkrar leiðréttingar, er líka lækkun á eignavæng, hjá eiganda lánsins

Ástæður hinnar miklu hækkunar verðtryggingar á árunum 2008 – 2009 er eingöngu vegna yfirspennu lánsfjáraukningar sem bankarnir stóðu fyrir. Þeir gættu ekki að sjálfbærri hringrás fjármagnsins, sem varð til þess að þeir gátu ekki endurgreitt þau lán sem þeir tóku og fóru því í þrot. Hefðbundinn er sá vani að sá sem valdur er að tjóni, verði líka að bera bóðaskyldu.

Bankarnir urðu, með margvíslegum miður fagurfræðilegum aðferðum, valdir að mikilli hækkun verðbólgu og fjármálahruni. Þeir eru því ekki fórnarlömb aðstæðna í þessari leiðréttingu.  Þeir eru tjónvaldurinn. Af þeirri ástæðu einni, ásamt því gífurlega fjármagni sem þegar hefur verið mokað í bankana að mestu að óþörfu, er algjörlega út í hött að ætla að setja ríkissjóð í óþarfa greiðslustöðu vegna þessarar leiðréttingar. Hvað gerum við þá?

Hér að ofan er sýnt dæmi um leiðréttingu, miðað við sambærilegar forsendur og voru á jafnlögnu tímabili fyrir hrunið. Leiðréttingin felst í því að finna verður viðmiðunargrunn vísitölu verðtryggingar húsnæðislána við lok leiðréttingartímabils. Segjum að það yrði talan sem ég nefndi hér að ofan. Öll verðtryggð húsnæðislán, bæði eigna og skulda megin, myndu þá reiknast niður eins og að ofan er getið.

Engin útgreiðsla fjármagns yrði í þessu dæmi, heldur færðist reikningsfærð lækkun hjá skuldara til lækkunar á lánsins hjá lánveitanda. En þar sem engin greiðsla kæmi með þessari færslu, væri mótfærsla færð á BIÐREIKNING EIGNA að AFKRIFTAREIKNING EIGNA,  eftir því hvað mönnum þætti henta betur.  Leiðréttingar vegna þessa tiltekna tímabils kæmu allar til niðurfærslu lána nú undir árslok þessa árs. Mótfærslurnar á Biðreikningi eða Afskirftareikningi án vaxta eða verðbótafærslna yrðu svo afskrifaðar um 20% á ári. Það þýddi að á næstu 5 árum mundu þær eyðast út úr bókhaldi lánastofnana, með t. d. skiptifærslum við  gömlu bankana, sem eru hinir eiginlegu tjónvaldar.

Miðað við leiðréttingu með svona niðurfærslu, fengju öll verðtryggð húsnæðislán nýjan höfuðstól miðað við 1. janúar 2010. Það yrði lægri höfuðstðóll en greitt hefði verið af afborganir, vextir og verðtrygging frá þeim tíma. Það þýddi að setja yrði upp samkeyrslureiknilíkan þar sem  annað kerfið reiknaði nákvæmlega eins og greitt hafði verið af lánunum, en samhliða yrði kerfi sem reiknaði nákvæmlega eins, en út frá lægri höfuðstól.  Til að ljúka þessu ferli sem fyrst, væri best að ljúka samkeyrsluferlinu um næstu áramót, þannig að öllum leiðréttingum yrði þá lokið og þann 1. janúar 2015. Væru þá allir komnir með leiðréttar eftirstöðvar höfuðstóls húsnæðislána, því leiðréttingar úr samkeyrslu gamla og nýja höfuðstólsins frá árinu 2010 – 2014, hefðu þá verið færðar til lækkunar á höfuðstól viðkomandi láns.

Ekkert mál yrði að deila leiðréttingum milli aðila sem selt hefðu eða keypt eign á leiðréttingartímabilinu.  Upphaf eða lok leiðréttingartíma er skráður í kaupsamningum og viðmiðunartalavísitölu þess mánaðar mundi þá gilda við höfuðstólsfærslu.

Eins og hér hefur verið rakið er leiðréttingarferli svona lána tiltölulega einfallt, þegar maður veit hvernig á að gera það. En svo er að sjá, af þeim lögum sem um leiðréttingar voru sett, sem hugmyndasmiðir þeirra laga hafi ekki haft mikla innsýn í undraheima verðtryggingar. Afar margir þættir eru í lögunum sem ekki eru framkvæmanlegir, t. d. vegna þess að verið er að tala um leiðréttingu löngu liðins tíma, fram til nútíðar, en ekki væntingaheim um eitthvað sem gerist í framtíðinni.

Eitt er t. d. sem greinilega gleyndist við lagasmíðina en það er hvað eigi að gera við þær stærri innborganir, sem greiddar hafa verið inn á höfuðstól á árunum 2008 og 2009, því í lögunum segir í 2. mgr. 7. gr. að leiðréttingin fari fram að: frádregnum umframgreiðslum sem kunna að hafa verið greiddar á tímabilinu.  Hvergi verður séð í lögunum að hugmyndasmiðir laganna hafi gert ráð fyrir hvar þessar greiðslur kæmu inn aftur, til lækunar höfuðstól, því þarna tók löggjafinn ákvörðun um að taka út raunverulega fjármuni skuldara lánsins og láta þá ekki koma fram til lækkunar, meðan leiðrétting færi fram.   Það gleymist hins vegar að gera ráð fyrir því í lögunum hvar þessar greiðslur komi inn aftur til lækkunar lánsins.

 

Margt fleira mætti skrifa um þessi einkennilegu lagasmíð, sem á að vera um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána en er það einungis í 1. gr. laganna. En eftir það tapa höfundar sér í afar sérkennilegu flækjustigi óskilgreindrar hugmyndafræði sem engar útfærslur eru á í lögunum en ráðherra ætlað að stýra því flestu með reglugerðum. Slíkt er að vísu ekki heimilt samkvæmt reglum okkar og venjum, því reglugerð getur einungis fjallað um nánari útfærslur þess sem þegar er ákveðið í lögunum. Ákvæðum sem þarfnast aukinnar útlistunar.

Ég harma að fólk sem greinilega skorti þekkingu til að vinna hinum góðu hugmyndum frænda míns, Sigmundar Davíðs, skuli hafa tekist að klúðra svo rækilega sem lögin bera með sér, hinu einfalda ferli leiðréttingar. Í þeirri lagasmíð sem samþykkt var, er boðið upp á umfangsmikla og næsta óskiljanlega flækju, sem bæði verður hrikalega dýr í framkvæmd og getur aldrei orðið réttlát, því hún kemur hvergi nálægt raunverulegum markmiðum sem sett eru í 1. gr. laganna.

Björtu hliðarnar á þessu öllu eru þó þær að fari svo að hægt verði að fá heiðarlega og lagalega rétta málsmeðferð á máli mínu fyrir héraðsdómi Reykjavíkur, gegn Íbúðalánasjóði,  benda sterkar líkur til að sú hringavitleysa sem boðið er uppá með þessum lögum, um leiðréttingu húsnæðislána, verði alveg óþörf. Þá verður með öllu óheimilt að reikna verðbætur á höfuðstól lána. Sjáum til hvað sumarið ber í skauti sér.


Dómstjóri þriðja bréf.

Sendi Dómstjóra 3ja bréfið með eftirfarandi tölvupósts orðsendingu:

Sæll Ingimundur.  Ég er að verða meira en lítið undrandi á réttarfari okkar. Meðfylgjandi er þriðja bréf mitt, samhliða sent Dómstólaráði, þó það sé í raun ólögmætur aðili að deilum um framkvæmd dómstóla, eins og það er skipað samkvæmt lögum. Er þar horft til aðskilnaðar rannsóknarvalds og úrskurðarvalds.

Einnig vek ég athygli þína á að við þingfestingu málsins var ég krafinn um kr. 30.000 greiðslu. Mér fannst það nokkuð mikið, en greiddi samt í þeirri vissu að leiðrétting fengist ef rangt væri.  Þegar mér gafst svo tími til að skoða skráningu málsins míns hjá ykkur, kom í ljós að einhliða ákvörðun einhverra aðila innan þíns dómstóls um að eðlisbreyta stefnu minni í SKULDAKRÖFU hærri en 3.000.000 virtist notað til þessarar innheimtu.

Mál mitt snýr fyrst og fremst að leiðréttingu á rangri notkun laga, án þess að gerð sé krafa um einhverjar fjárhæðir.  Við athugun á gjaldskrám ykkar er enga gjaldfærslu að finna vegna slíkra leiðréttingamála, eða yfirleitt vegna vanefndamála á hendur ríkinu, sem í sjálfu sér er eðlilegt.  Ég sé því ekki betur en málið mitt flokkist undir málaflokk gjaldfrírra mála og óska því endurgreiðslu þeirra 30.000 króna sem augljóslega voru ranglega af mér teknar. Endurgreiðsluna má leggja inn á reikning minn sem er: 0513-26-101041 og kennitalan 101041-3289.   Einnig geri ég kröfu um að skilgreiningu málsins verði breytt, því í málinu er ENGIN SKULDAKRAFA.

Virðingarfyllst

Guðbjörn Jónsson 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Mál nr. E-500/2014 Fyrirtaka 13. maí. 15:30 Salur 201

Þá liggur næsti leikur fyrir í  lögbrotum héraðsdóms Reykjavíkur sem sniðgengur stjórnarskrá og þau lög sem dómstóllinn á að starfa eftir. Eftirfarandi má sjá tilkynnt á dagskrá dómstólsins fyrir næstu viku:
 
Héraðsdómur Reykjavíkur
13. maí. 15:30 Salur 201 Jón Finnbjörnsson héraðsdómari
Mál nr. E-500/2014 Fyrirtaka Skuldamál
  Stefnandi: Guðbjörn Jónsson    (Sjálfur ólöglærður)
  Stefndi: Íbúðalánasjóður    (Karl F. Jóhannsson hdl.)

Þarna mæti ég að sjálfsögðu en er meðvitaður um að ég mæti ekki þarna fyrir HLUTLAUSUM OG ÓHÁÐUM DÓMSTÓL,  því enn er dómstóllinn ekki farinn að sýna þá reisn í þessu máli að virða stjórnarskrá eða lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hefur þegar í tveimur þinghöndum um málið brotið margar greinar laga nr. 91/1991 og sumar oftar en einu sinni.  Það verður athyglisvert að ræða þessi mál í réttinum, þ. e. a. s. ef mér verður ekki hent út, eins og tilraun var gerð til að gera í síðasta þinghaldi


Skilur héraðsdómur Reykjavíkur ábyrgð sína?

Í gær, mánudaginn 5. maí 2014, barst mér tilkynning frá dómara við héraðsdóm Reykjavíkur, að málið mitt nr. E-500/2014, yrði tekið fyrir þann 13. maí n. k.  Var þá ætlunin að málflutningur yrði um kröfu Íbúðalánasjóðs, um frávísun málsins.

Ég varð dálítið hissa en fannst þetta þó nokkuð í takti við þann hroka sem héraðsdómur virðist sýna almenningi.  Ég gerði alvarlegar athugsasemdir við alla framgöngu dómstólsins í mínu máli, frá upphafi þess.  EN svo virtist eins og þau afbrot sem dómstóllinn framdi skiptu engu máli, eða raunar að afstaða mín skipti engu máli. Málið yrði bara tekið fyrir þarna og því vísað frá, sama hvað ég segði.

Ég svaraði því dómaranum með eftirfarandi tölvupósti:

Sæll Jón.  Ég veit ekki hvort þér er kunnugt um samskipti mín við Ingimund dómstjóra, en fram til þessa hefur ekki verið farið að lögum við þingfestingu málsins og dómstjóri hefur ekki enn svarað síðasta erindi mínu.  Ég var í morgun að panta tíma hjá Innanríkisráðherra til að fjalla um þessi atriði, því ekki er hægt að sjá, með góðu móti, að dómstóllinn sem þú starfar við, uppfylli ákvæði stjórnarskrár um óhlutdrægni og hlutleysi, varðandi málarekstur minn.   Ég get ekki farið fram á minna en að Dómstjóri svari því hvernig hann sjái dómstólinn uppfylla framangreind ákvæði um hlutleysi, áður en lengra er haldið.  Ég vildi helst ekki þurfa að fara í harðar aðgerðir, en meðan svo er ástatt að engra hagsmuna minna hefur verið gætt í fyrirtökum og enginn réttmætur dómari í hvorrugri fyrirtökunni, er mér ekki ljóst á hvaða forsendum á að halda áfram.  Ég gerði eðlilega kröfu um, við þingfestingu, að sá sem sagðist vera mættur fyrir gagnaðila, færði mér sönnur á að hann hefði umboð hins stefnda til að mæta fyrir hans hönd.  Í lögum 91/1991 er hvergi vikið að því að hinn stefndi geti vikið sér undan að mæta við þingfestingu máls, en hann getur þá jafnframt tilkynnt um hvern hann velur til að flytja mál sitt, en við þingfestinguna VERÐUR HINN STEFNDI AÐ MÆTA, annars á stefnandi rétt á útivistardómi.

Því miður virðist íslenskt réttarfar á margan hátt komið verulega á skjön við lögin, þó skýrt sé kveðið á um það í stjórnarskrá að dómendur DÆMI EINUNGIS EFTIR LÖGUM.   Einkar hlálegt er líka að heyra frá ólöglegum dómar í þinghaldi, að héraðsdómur starfi eftir LÖGUM UM LÖGMENN, því hvergi í lögum eða réttarfarsreglum verður fundin heimild fyrir slíkri fullyrðingu.

Ég sendi þér hérna með síðara bréf mitt til dómstjóra, sem ekkert svar hefur komið við enn og geri skýra kröfu um að fá nauðsynleg svör við því sem þegar hefur farið úrskeiðis, ásamt því hvernig rétturinn ætli að uppfylla stjórnarskrárbundin skilyri um hlutleysi, meðan hann svarar engum um þau brot á réttindum mínum sem þegar hafa orðið í þessu máli.  Haldið þú þeirri stefnu að hafa fyrirtöku þennan dag sem þú boðar, mun ég að sjálfsögðu mæta og fyrst og fremst fjalla um þau atriði sem fram koma í bréfum mínum, verði ekki komin fullænægjandi svör við þeim fyrir þann tíma.

Virðingarfyllst

Guðbjörn Jónsson    


Bréf til Innanríkisráðherra vegna dómstóla

Því fylgir sérkennileg tilfinning að þurfa að berjast við réttarkerfið, líkt og fælinn villiherst, til að fá það til að virða mannréttindi, þau lög sem það á að starfa eftir, svo ekki sé nú minnst á að virða stjórnarskrána.  Hérna meðfylgjandi er bréf til Innanríkisráðherra með ósk um viðtal, því auðséð virðist að réttlætinu verði að ná með sömu aðferðum og þarf til að gera góða reiðhest úr fælnum villihesti.      
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Launþegafélög GILDIS, lífeyrissjóðs, verja ofurlaun stjórnenda fyrirtækja

Miðvikudaginn 30. apríl fór ég á aðalfund GILDIS lífeyrissjóðs. Ég hafði lengi fylgst með þeim lífeyrissjóði í gegnum netið og með því að skoða ársreikninga sjóðsins, en nú fann ég alveg sérstakan innri þrýsting á að ég færi á fundinn. Framan af fundi var allt samkvæmt venju, greint var frá tapi á erlendum fjárfestingum stuttu á eftir því að formaður stjórnar tjáði væntingar sínar um að gjaldeyrishöftum yrði aflétt svo hægt væri að auka fjárfestingar í útlöndum.

Það var fyrst eftir að venjulegum aðalfundarstörfum var lokið, sem í ljós kom hvers vegna ég fékk svona sterkan þrýsting á að fara á fundinn. Þegar kom að síðasta dagskrárlið, sem var ÖNNUR MÁL, kom ástæðan í ljós. Í ræðustól steig Örn Pálsson, sjóðsfélagi og fulltrúi í fulltrúaráði Gildis, lífeyrissjóðs og lagði fram mjög skýra tillögu til ályktunar fyrir fundinn. Tillagan var vel rökstudd og m. a. vísað í samskipta- og siðareglur Gildis. Tillagan var svohljóðandi:
 
Ársfundur Gildis lífeyrissjóðs samþykkir að á næsta stjórnarfundi Haga, muni fulltrúi Gildis í stjórn fyrirtækisins bera fram eftirfarandi tillögu:
 
"Stjórn Haga samþykkir að ráðningasamningur við forstjóra fyrirtækisins verði tekinn til endurskoðunar þannig að mánaðarleg laun, hlunnindi og árangurstengdar þóknanir fari ekki umfram 3,0 milljónir. Jafnframt verði ráðningasamningar annarra stjórnenda fyrirtækisins teknir til endurskoðunar þar sem sambærilegar greiðslur verði innan hóflegra marka."
 
Það vakti strax undrun mína og tilfinningu fyrir því að, á bak við tjöldin, væri búið að ákveða að þessi tillaga yrði ekki samþykkt á fundinum. Hinn annars ágæti fundarstjóri, Magnús Norðdahl hrl., aðallögfræðingur ASÍ, fór í afar sérkennilegar útlistanir á því að það gæti verið ólöglegt að fundurinn sendi frá sér svona ályktun. Fundurinn gæti ekki skipað fulltrúa Gildis í stjórn Haga fyrir verkum.
 
Nokkuð athyglisverð lögskýring frá aðallögfræðing stærstu launþegasamtaka landsins.  Nokkuð greinilega tekin afstaða með hagsmunum atvinnurekenda, til að koma í veg fyrir gagnrýni á ört vaxandi ofurlaunastefnu stjórnenda fyrirtækja, líkt og algengt var fyrir hrun.
 
Nokkur umræða varð um þessa tillögu. Sú umræða var að mestu frá sjóðsfélögum sem ekki höfðu atkvæðisrétt, þó þeir ættu eignarhlut í sjóðnum, en aðrir sem ENGA EIGN eiga í sjóðnum sterkara atkvæðisvægi en sem nam einu atkvæði á mann. Það fyrirkomulag sem þarna birtist vekur upp spurninguna um það hver gætir hagsmuna okkar eldri borgara og annarra lífeyrisþega, þar sem við erum ekki aðilar að neinu stéttarfélagi en eigum samt æviuppsöfnun greiðslna í sjóðinn til lífeyrisgreiðslna.
 
Við, eiginlegir eigendur sjóðsins, höfum hins vegar ekki neinn aðkomurétt að stjórnun þessarar sjóðssöfnunar okkar og engan atkvæðisrétt á fundum sjóðsins. Þar eru ákvarðanir teknar um ávöxtunarleiðir, mat á áhættuþáttum í sambandi við skuldabréf og önnur verðbréf, hlutabréf eða aðrar fjárfestingar til ávöxtunar sjóðsins. Einnig mat á hvert sé eðlilegt hlutfall tekna sjóðsins sem fari í lífeyrisgreiðslur.
 
Fram kom á aðalfundinum að tæplega 40.800 sjóðsfélagar greiddu iðgjöld. Flestir þeirra (og mestu iðgjöldin) koma frá aldurshópnum 16 - 25 ára. Þetta sýnir að megnið af nýjum inngreiðslum iðgjalda er frá ungu fólki, en iðgjaldagreiðendur 67 ára eða eldri eru rétt í kringum 100 talsins og fækkar ört eftir þann aldur.

Það eru samtals 20.108 rétthafar til lífeyrisgreiðslna hjá sjóðnum. Þar af eru eldri borgarar 12.789, örorkulífeyrir 4.361, makalífeyrir 1.929, og barnalífeyrir 1.029.  Samtals var þessum hópi greiddar 9.936 milljónir í lífeyrisgreiðslur. Jafngildir það 2,99% ávöxtun á heildareign samtryggingasjóðsins, sem í ársreikningi er sögð vera 331,4 milljarðar.
 
Þetta er ótrúlega lágt hlutfall til lífeyrisgreiðslna þegar einnig kemur fram í ársreikning að "hrein raunávöxtun eignasafns á árinu var 5,3%, eða sem svarar 17.563 milljónum. Þessar staðreyndir benda til að þó lífeyrisgreiðslur hefðu verið 50% hærri en þær voru, hefði EKKERT ÞURFT AÐ SNERTA ÞANN HÖFUÐSTÓL SEM VIÐ ELDRI BORGARAR HÖFUM GREITT Í SJÓÐINN UM STARFSÆVINA.
 
Greiðslur okkar í lífeyrissjóð eru hrein eign okkar sem enginn hefur formlega afsalað sér. Það þýðir í raun að við, hver og einn greiðandi í sjóðinn, eigum ákveðna hlutdeild í heildar eignasafninu.  Greiðslur launagreiðenda eru einnig eign okkar, þar sem greiðslur þeirra eru hluti af launagreiðslum en ekki sérframlag þeirra, utan launasamninga. Launagreiðendur eiga því í raun engan rétt til þátttöku í rekstri eða starfi lífeyrissjóða því þeir hafa enga eignastöðu að verja, en það höfum við eldri borgarar og aðrir lífeyrisþegar.
 
En látum þetta duga í bili um ranglátt og vitlaust fyrirkomulag lífeyrissjóðakerfisins og víkjum aftur að tillögunni sem lögð var fyrir aðalfundinn.  Fundarstjórinn gaf til kynna að eina færa leið fundarins væri að vísa framangreindri tillögu til stjórnar. Það þýðir á máli venjulegra manna að svæfa tillöguna svo ekkert meira heyrist um efni hennar.  Sterk og málefnaleg rök voru færð fyrir hinu gagnstæða við það sem fundarstjóri sagði. Og fundarmönnum bent á mikilvægi þess að þeir öxluðu þá ábyrgð sem fylgdi því að vera ÆÐSTA VALD yfir svo ríkum hagsmunum sem þetta stórum sjóði fylgdi. Sjóði sem jafnframt væri að greiða svona lítið hlutfall vaxtatekna sinna í lífeyri til þeirra sem ættu verulega hlutdeild í eignum sjóðsins, eftir greisðlur í sjóðinn til loka ævistarfs. Hagsmunir okkar lífeyrisþega, að sporna við spillingaragrósku í þeim fyrirtækjum sem sjóðurinn á eignarhlut í, voru því miklir.  Það sorglega við þennan fund var að yfirgnæfandi meirihluti fulltrúa launþegafélagana samþykkti í atkvæðagreiðslu að vísa framangreindri tillögu til stjórnar OG SVÆFA HANA ÞAR MEÐ TIL VARNAR SPILLINGU OG OFURLAUNASTEFNU FYRIRTÆKJA LÍFEYRISSJÓÐSINS, Í TAKTI VIÐ SPILLINGU FYRIRHRUNS ÁRANA.
 
Já, það hefur löngum verið sagt að skynsemi sé ekki ofarlega hjá fulltrúum stéttarfélaga í samningagerð. Það sama virðist eiga við um hagsmunagæslu þeirra á öðrum sviðum, miðað við hina STREKU VÖRN LAUNÞEGAFÉLAGANNA Í LÍFEYRISSJÓÐNUM GILDI TIL VARÐVEISLU MJÖG SVO GREINILEGRA SPILLINGAR- OG OFURLAUNAVIÐHORFA SEM FYRIRTÆKI LÍFEYRISSJÓÐSINS STUNDA.      

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 165580

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband