Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014
30.5.2014 | 18:06
Afkáraleg afsökun fyrir mismun í skólastarfi
29.5.2014 | 00:50
Bréf til forstjóra Fjármálaeftirlitsins
25.5.2014 | 11:47
Leiðrétting húsnæðislána
21.5.2014 | 12:15
Kvartað til nefndar um dómarastörf
Þeir sem hafa fylgst með baráttu minni við að fá réttláta og eðlilega málsmeðferð varðandi stefnu mína á hendur Íbúðalánasjóði vil ég segja þessar fréttir.
Það er ekki einfallt mál að koma fram kvörtun vegna óeðlilegra framvindu mála fyrir rétti. Í lögum um dómstóla segir að beina skuli kvörtunum til Dómstólaráðs en það er hvorki hlutlaus eða óháður aðili. Það er skipað tveimur aðilum tilnefndum af dómstjórum og tveimur alium tilnefndum af dómurum. Sá fimmti tilnefndur af ráðuneyti. Dómstólaráð er því ekki trúverðugur kvörtunarvettvangur.
í 24. grein dómstólalaga segir eftirfaradi:
24. gr. Dómarar eru sjálfstæðir í dómstörfum og leysa þau af hendi á eigin ábyrgð. Við úrlausn máls fara þeir eingöngu eftir lögum og lúta þar aldrei boðvaldi annarra. Dómsathöfn verður ekki endurskoðuð af öðrum nema með málskoti til æðra dóms.
Ég hef leitað nokkuð vel að lögum eða reglum um starfshætti dómara en svo virðist sem slíkt sé ekki til. Það virðist látið nægja sem stendur í 24. greininni að Dómarar eru sjálfstæðir í dómstörfum og leysa þau af hendi á eigin ábyrgð. Þetta með EIGIN ÁBYRGÐ nokkuð athyglisvert, ef lesið er í þennan texta eins og hann er skrifaður. Þá virðast dómarar hafa heimild til að fara sýnar eigin leiðir í meðferð málsins, eftir að þeir hafa tekið við því frá dómstjóra. Þeir virðast persónulega ábyrgir, hver og einn, fyrir þeirri niðurstöðu sem þeir komast að og hafa engar skráðar eða lögfestar starfsreglur til að fara eftir.
Er það í raun ásættanleg staða að réttarfar okkar hafi engar samræmdar starfsregur til að fara eftir við úrlausn ágreiningsmála? Þá er ég ekki að tala um þau lög sem ágreiningsþættirnir eru dæmdir eftir. Ég er að tala um vinnureglur starfsmanna dómstólsins, því þrátt fyrir ákvæði 24. gr. dómstólalaga, um að dómarar séu sjálfstæðir í dómstörfum sínum og leysi þau af hendi á eigin ábyrgð, þá eru þeir ekki sjálfstæðir atvinnurekendur í þeim skilningi, heldur þjónar þess embættis sem þeir starfa fyrir og með venjulegt launþegasamband við embættið.
Og það er einmitt þessi augljósi skortur á samræmdum starfsreglum dómstóla, hvað varðar innra starf þeirra m. a. um meðferð mála, sem mér virðist vera af mjög svo skornum skammti.
Í öllum þessum pælingum mínum fann ég í Innanríkisráðuneytinu upplýsingar um NEFND UM DÓMARASTÖRF. Ég komst að því að fyrir þessa nefnd ætti að vera hægt að leggja málefni þar sem fólki finnst að dómari hafi ekki alveg farið að réttum lögum.
Þar sem ég taldi mig hafa fengið þannig svör frá Dómstjóra héraðsdóms Reykjavíkur að hann mundi ekkert gera í sambandi við meðferðina á mínu máli, tók ég þá ákvörðun að senda allt þetta ferli til þessarar nefndar.
Það skemmtilega við þetta var að það liðu ekki margir klukkutímar þangað til ég fékk tölvupóst þar sem ég var beðinn að senda frekari gögn. Ég gerði það og c. a. hálftíma seinna fékk ég svar um að þetta væri komið í ferli og fyrstu fréttir fengi ég eftir tvær til þrjár vikur, um það hvort nefndin teldi að þetta erindi heyrði undir nefndina. Kannski ljós punktur framundan, en á meðan skoða ég betur innri starfsreglur dómstóla.
19.5.2014 | 19:53
Leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána
Á lokaspretti þingstarfa nú í vor, voru samþykkt lög um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána, eins og fyrirheit höfðu verið gefin um. Það merkilega við þessi lög er að þau segja í raun ekkert um hvernig ætluð leiðrétting verði unnin. Í 2. gr. laganna segir að: Ráðherra skal heimilt að gera samning við lífeyrissjóði, Íbúðalánasjóð og fjármálafyrirtæki.
Ekkert segir um hvaða ráðherra þarna er um að ræða en samkvæmt framhaldi greinarinnar á samningurinn að fjalla um framkvæmd og uppgjör á almennri leiðréttingu fasteignaveðlána í samræmi við lög þessi. Það sem svo segir áfram í 2. gr. laganna er nokkuð merkilegt. Þar segir að: Í samningi um uppgjör milli ríkissjóðs og aðila skv. 1. mgr. skal við það miðað að hvorki skapist hagnaður né tap hjá samningsaðila vegna greiðslu ríkissjóðs á leiðréttingarhluta láns skv. 11. gr.
Tvennt er afar einkennilegt við þessa síðustu tilvhvorki skapist hagnaður né tap hjá samningsaðila vegna greiðslu ríkissjóðs á leiðréttingarhluta láns. ísun til laganna. Annars vegar að einhvert uppgjör eigi að fara fram milli ríkissjóðs og lánveitenda. Hins vegar að:
Þarna er verið að tala um eitthvað allt annað en leiðréttingu á rangri uppsöfnun verðtryggingar vegna mikillar verðbólgu á viðmiðunartímabili leiðréttinmgar, sem samkv. 1. gr. er frá 1. janúar 2008 (neysluvísitala 281,8) til 31. desember 2009 (neysluvísitala 353,6). Hækkun vísitölunnar á þessum tveimur árum var því 25,49%, sem gerir c.a. 12,75% verðbólgu á ári.
Ef vísitala safnar upp óeðlilegri hækkun skuldar, sem þurfi að leiðrétta, hefur vísitalan líka safnað upp óeðlilegri hækkun eigna hjá lánveitendum, sem líka þarf að lækka að sama skapi og uppsöfnun skuldar. Hvers vegna skuli þá í lögunum gert ráð fyrir að það komi til greiðslu ríkissjóðs á leiðréttingarhluta láns, er mér hulin ráðgáta. Ætlar löggjafinn að sleppa samstæðri niðurfærslu höfuðstóls eignamegin, eins og fyrirhuguð er skuldamegin? Með því væri ríkissjóður að gefa lánastofnunum þessa 80 milljarða sem sagt er að leiðréttingin sé. Sú upphæð kæmi þá til viðbótar öllum öðrum framlögum ríkisins vegna bankahrunsins 2008. Í svona leiðréttingu greiðist ekki ein einasta króna. Hvers vegna er þá verið að lauma inn í lagatexta þeirri ranghugmynd að ríkissjóður greiði leiðréttingarhluta láns? Ef um leiðréttingu er að ræða, verður engin króna greidd.
Það vekur athygli að þó 3. gr. laganna heiti Afmörkun leiðréttingar er í greininni engin önnur afmörkun en dagsetningar upphafs og endis þess tímabils sem leiðrétta á, sem einnig kemur fram í 1. grein. Það á að leiðrétta of mikla hækkun láns vegna mikillar verðbólgu. Vísitala hækkaði úr 281,8 í byrjun janúar 2008 en var orðin 353,6 í desember 2009. Ekkert er minnst á hver viðmiðunarhækkun vísitölu eigi að vera. Hvort eigi að miða við 3%, 4%, 5%, 6%, ársverðbólgu á viðmiðunartíma leiðréttingar, eða eitthvað allt annað. Merkilegt er að þetta skuli ekki vera ljóst þar sem viðmiðunartímabilinu lauk fyrir fjórum og hálfu ári.
Þá er einkennilegt að sjá í 2. mgr. 3. gr. laganna allt í einu, og upp úr þurru, eiga að fara að blanda tekjum heimilis inn í leiðréttingu á hækkun höfuðstóls skuldar vegna uppsöfnunar af völdum óeðlilega mikillar verðbólgu. Lækkun á rangri uppsöfnun höfuðstóls skuldar hefur ekkert með tekjur fólks að gera. Þarna hafa höfundar lagatexta rækilega tapað áttum í verkefninu því leiðrétting á vísitölu vegna lánsfjár blandast engum öðrum þáttum. Jafn mikið rugl er það sem segir í 4 mgr. 3. gr. að: Leiðrétting tekur ekki til dánarbúa. Ef dánarbúið hefur átt fasateign með verðtryggðu húsnæðisláni, á dánarbúið að sjálfsögðu sama rétt og allir aðrir eigendur lána.
Það er nánast aumkunarvert að lesa allt það rugl sem blessað fólkið hefur sett á blað í þessum lögum, líkega fyrst og fremst vegna þekkingarskorts á því hvert verkefni þeirra var í raun. Verkefnið var að finna út eðlilega viðmiðunartölu fyrir sem eðlilegasta hækkun á v ísistölu á leiðréttingar tímabili, miðað við það sem verið hafði fyrir hrun fjármálaumhverfis. Eðlilegast hefði því verið að í lögunum væri tiltekið hvaða ársverðbólgu væri miðað við, fyrir tímabil leiðréttingar. Tökum dæmi af láni sem hefði verið að höfuðstól við upphaf tímabils í janúar 2008 kr. 8.527.398, þegar vísitalan var 281,8. Hækkun vísitölunnar var sú að í lok leiðréttingartíma (des 2009) var vísitalan 353,6. Verðbólgan á tímabilinu varð því 25,49% og höfuðstóll lánsins hafði því hækkað í kr. 10.700.099.
Gefum okkur nú að lögin hefðu miðað við sömu verðbólgu og á sambærilegu tímabili næst á undan þ. e. janúar 2006 til desember 2007, en á því tímabili var verðbólgan 12,5%, eða sem nemur 6,25% á ári. Viðmiðunarvísitala hefði því orðið 317,0 í lok tímabilsins og hækkun lánsins því orðið 8.527.398/281,8x317,0 = 9.593.323. Leiðrétting þessa láns hefði því orðið 10.700.099 9.593.323 = 1.106.776 sem yrði leiðréttingin á svona láni.
Eins og af þessu sést er það einungis ákvörðunin um hver viðmiðunartalan verður, um ætlaða hækkun vísitölu við lok tímabils leiðréttingar, sem hefur áhrif á upphæð leiðréttingar. Tekjur eða fjölskylduhagir koma þar hvergi nærri. Af hvaða ástæðu verið er að setja ríkissjóð í einhverja greiðslustöðu vegna niðurfærslu rangrar uppsöfnunar verðtryggingar, er mér alveg óskiljanlegt, því ef lækkun er á öðrum væng (skuldavæng) slíkrar leiðréttingar, er líka lækkun á eignavæng, hjá eiganda lánsins
Ástæður hinnar miklu hækkunar verðtryggingar á árunum 2008 2009 er eingöngu vegna yfirspennu lánsfjáraukningar sem bankarnir stóðu fyrir. Þeir gættu ekki að sjálfbærri hringrás fjármagnsins, sem varð til þess að þeir gátu ekki endurgreitt þau lán sem þeir tóku og fóru því í þrot. Hefðbundinn er sá vani að sá sem valdur er að tjóni, verði líka að bera bóðaskyldu.
Bankarnir urðu, með margvíslegum miður fagurfræðilegum aðferðum, valdir að mikilli hækkun verðbólgu og fjármálahruni. Þeir eru því ekki fórnarlömb aðstæðna í þessari leiðréttingu. Þeir eru tjónvaldurinn. Af þeirri ástæðu einni, ásamt því gífurlega fjármagni sem þegar hefur verið mokað í bankana að mestu að óþörfu, er algjörlega út í hött að ætla að setja ríkissjóð í óþarfa greiðslustöðu vegna þessarar leiðréttingar. Hvað gerum við þá?
Hér að ofan er sýnt dæmi um leiðréttingu, miðað við sambærilegar forsendur og voru á jafnlögnu tímabili fyrir hrunið. Leiðréttingin felst í því að finna verður viðmiðunargrunn vísitölu verðtryggingar húsnæðislána við lok leiðréttingartímabils. Segjum að það yrði talan sem ég nefndi hér að ofan. Öll verðtryggð húsnæðislán, bæði eigna og skulda megin, myndu þá reiknast niður eins og að ofan er getið.
Engin útgreiðsla fjármagns yrði í þessu dæmi, heldur færðist reikningsfærð lækkun hjá skuldara til lækkunar á lánsins hjá lánveitanda. En þar sem engin greiðsla kæmi með þessari færslu, væri mótfærsla færð á BIÐREIKNING EIGNA að AFKRIFTAREIKNING EIGNA, eftir því hvað mönnum þætti henta betur. Leiðréttingar vegna þessa tiltekna tímabils kæmu allar til niðurfærslu lána nú undir árslok þessa árs. Mótfærslurnar á Biðreikningi eða Afskirftareikningi án vaxta eða verðbótafærslna yrðu svo afskrifaðar um 20% á ári. Það þýddi að á næstu 5 árum mundu þær eyðast út úr bókhaldi lánastofnana, með t. d. skiptifærslum við gömlu bankana, sem eru hinir eiginlegu tjónvaldar.
Miðað við leiðréttingu með svona niðurfærslu, fengju öll verðtryggð húsnæðislán nýjan höfuðstól miðað við 1. janúar 2010. Það yrði lægri höfuðstðóll en greitt hefði verið af afborganir, vextir og verðtrygging frá þeim tíma. Það þýddi að setja yrði upp samkeyrslureiknilíkan þar sem annað kerfið reiknaði nákvæmlega eins og greitt hafði verið af lánunum, en samhliða yrði kerfi sem reiknaði nákvæmlega eins, en út frá lægri höfuðstól. Til að ljúka þessu ferli sem fyrst, væri best að ljúka samkeyrsluferlinu um næstu áramót, þannig að öllum leiðréttingum yrði þá lokið og þann 1. janúar 2015. Væru þá allir komnir með leiðréttar eftirstöðvar höfuðstóls húsnæðislána, því leiðréttingar úr samkeyrslu gamla og nýja höfuðstólsins frá árinu 2010 2014, hefðu þá verið færðar til lækkunar á höfuðstól viðkomandi láns.
Ekkert mál yrði að deila leiðréttingum milli aðila sem selt hefðu eða keypt eign á leiðréttingartímabilinu. Upphaf eða lok leiðréttingartíma er skráður í kaupsamningum og viðmiðunartalavísitölu þess mánaðar mundi þá gilda við höfuðstólsfærslu.
Eins og hér hefur verið rakið er leiðréttingarferli svona lána tiltölulega einfallt, þegar maður veit hvernig á að gera það. En svo er að sjá, af þeim lögum sem um leiðréttingar voru sett, sem hugmyndasmiðir þeirra laga hafi ekki haft mikla innsýn í undraheima verðtryggingar. Afar margir þættir eru í lögunum sem ekki eru framkvæmanlegir, t. d. vegna þess að verið er að tala um leiðréttingu löngu liðins tíma, fram til nútíðar, en ekki væntingaheim um eitthvað sem gerist í framtíðinni.
Eitt er t. d. sem greinilega gleyndist við lagasmíðina en það er hvað eigi að gera við þær stærri innborganir, sem greiddar hafa verið inn á höfuðstól á árunum 2008 og 2009, því í lögunum segir í 2. mgr. 7. gr. að leiðréttingin fari fram að: frádregnum umframgreiðslum sem kunna að hafa verið greiddar á tímabilinu. Hvergi verður séð í lögunum að hugmyndasmiðir laganna hafi gert ráð fyrir hvar þessar greiðslur kæmu inn aftur, til lækunar höfuðstól, því þarna tók löggjafinn ákvörðun um að taka út raunverulega fjármuni skuldara lánsins og láta þá ekki koma fram til lækkunar, meðan leiðrétting færi fram. Það gleymist hins vegar að gera ráð fyrir því í lögunum hvar þessar greiðslur komi inn aftur til lækkunar lánsins.
Margt fleira mætti skrifa um þessi einkennilegu lagasmíð, sem á að vera um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána en er það einungis í 1. gr. laganna. En eftir það tapa höfundar sér í afar sérkennilegu flækjustigi óskilgreindrar hugmyndafræði sem engar útfærslur eru á í lögunum en ráðherra ætlað að stýra því flestu með reglugerðum. Slíkt er að vísu ekki heimilt samkvæmt reglum okkar og venjum, því reglugerð getur einungis fjallað um nánari útfærslur þess sem þegar er ákveðið í lögunum. Ákvæðum sem þarfnast aukinnar útlistunar.
Ég harma að fólk sem greinilega skorti þekkingu til að vinna hinum góðu hugmyndum frænda míns, Sigmundar Davíðs, skuli hafa tekist að klúðra svo rækilega sem lögin bera með sér, hinu einfalda ferli leiðréttingar. Í þeirri lagasmíð sem samþykkt var, er boðið upp á umfangsmikla og næsta óskiljanlega flækju, sem bæði verður hrikalega dýr í framkvæmd og getur aldrei orðið réttlát, því hún kemur hvergi nálægt raunverulegum markmiðum sem sett eru í 1. gr. laganna.
Björtu hliðarnar á þessu öllu eru þó þær að fari svo að hægt verði að fá heiðarlega og lagalega rétta málsmeðferð á máli mínu fyrir héraðsdómi Reykjavíkur, gegn Íbúðalánasjóði, benda sterkar líkur til að sú hringavitleysa sem boðið er uppá með þessum lögum, um leiðréttingu húsnæðislána, verði alveg óþörf. Þá verður með öllu óheimilt að reikna verðbætur á höfuðstól lána. Sjáum til hvað sumarið ber í skauti sér.
15.5.2014 | 22:27
Dómstjóri þriðja bréf.
Sendi Dómstjóra 3ja bréfið með eftirfarandi tölvupósts orðsendingu:
Sæll Ingimundur. Ég er að verða meira en lítið undrandi á réttarfari okkar. Meðfylgjandi er þriðja bréf mitt, samhliða sent Dómstólaráði, þó það sé í raun ólögmætur aðili að deilum um framkvæmd dómstóla, eins og það er skipað samkvæmt lögum. Er þar horft til aðskilnaðar rannsóknarvalds og úrskurðarvalds.Guðbjörn Jónsson
9.5.2014 | 20:17
Mál nr. E-500/2014 Fyrirtaka 13. maí. 15:30 Salur 201
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2014 | 09:47
Skilur héraðsdómur Reykjavíkur ábyrgð sína?
Í gær, mánudaginn 5. maí 2014, barst mér tilkynning frá dómara við héraðsdóm Reykjavíkur, að málið mitt nr. E-500/2014, yrði tekið fyrir þann 13. maí n. k. Var þá ætlunin að málflutningur yrði um kröfu Íbúðalánasjóðs, um frávísun málsins.
Ég varð dálítið hissa en fannst þetta þó nokkuð í takti við þann hroka sem héraðsdómur virðist sýna almenningi. Ég gerði alvarlegar athugsasemdir við alla framgöngu dómstólsins í mínu máli, frá upphafi þess. EN svo virtist eins og þau afbrot sem dómstóllinn framdi skiptu engu máli, eða raunar að afstaða mín skipti engu máli. Málið yrði bara tekið fyrir þarna og því vísað frá, sama hvað ég segði.
Ég svaraði því dómaranum með eftirfarandi tölvupósti:
Guðbjörn Jónsson
5.5.2014 | 11:00
Bréf til Innanríkisráðherra vegna dómstóla
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 165580
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur