Bloggfærslur mánaðarins, september 2014
10.9.2014 | 09:29
Allir skulu vera jafnir fyrir lögunum
Yfirskrift þessarar greinar er ein af grundvallarreglum stjórnarskrár okkar.
Um nokkurt árabil hef ég með vaxandi ugg fylgst með framgangi réttarfars í landinu okkar. Í einkamálum eiga dómstólar okkar að starfa eftir lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991 (EML). Í 1. málsgrein 1. greinar þeirra laga segir að: Lög þessi taka til dómsmála sem hvorki sæta sérstakri meðferð eftir fyrirmælum annarra laga né eiga undir sérdómstóla lögum samkvæmt. Í 2. málsgrein segir svo eftirfarandi:
Í héraði eiga mál samkvæmt lögum þessum undir hina reglulegu héraðsdómstóla eftir löggjöf um skipan dómsvalds í héraði.
Engin lög virðast vera til sem heita lög um skipan dómsvalds í héraði og enginn lagabálkur sem beri þetta nafn. Af því leiðir að héraðsdómstólar starfi eingöngu eftir lögum um meðferð einkamála, við úrlausn þeirra einkamála sem til þeirra er skotið.
Á undanförnum árum, jafnvel áratugum, hefur stöðugt verið þrengt að almenning við gæslu réttarhagsmuna sinna. Og fyrir nokkru var svo komið að almenningur á ekki lengur opinn aðgang að réttarkerfinu til að bera undir það þau atriði sem fólk telur að á sér sé brotið. Einkum er það tvennt sem lokar leið almennings til réttarúrræða. Annars vegar er það sú staðreynd að í lögum landsins hefur lögmönnum verið fengin lyklavöldin að dómstólunum. Reglur hafa verið settar svo flóknar að almenningur treystir sér ekki til að koma máli sínu á framfæri við dómara. Og dómarar vísa málum hiklaust frá dómi ef formgalli er á málatilbúnaði, að þeirra mati. Jafnvel þó sá formgallinn sé óverulegur og hafi engin áhrif á tilurð eða framgang málsins. Hins vegar er það svo hinn gífurlega mikli kostnaður sem fylgir því að fá lögmann til að skoða mál eða reka það fyrir dómstólum. Þann kostnað ræður almenningur ekki við. Þessi tvö atriði loka að mestu réttarfarsleiðum almennings.
Ég tel að lögmönnum hafi á umdeilanlegan hátt verið fengin lyklavöldin að réttlætisúrræðum almennings. Héraðsdómstólar eiga í málsmeðferðum sínum að starfa eftir lögum um meðferð einkamála EML. Í III. kafla þeirra laga, sem heitir Aðild og fyrirsvar, er gert ráð fyrir að einstaklingar komi sjálfir fram í málum sínum, séu þeir færir um það. Í 6. málsgrein 17. gr. er þó ákvæði um að telji dómari einstaklinginn ófærann um að gæta hagsmuna sinna ákveður dómari að: skuli hann ráða sér hæfan umboðsmann til að flytja málið. Athygli er vakin á því að þarna stendur einungis að ráða sér umboðsmann en ekki talað um að ráða sér lögmann. Umboðsmaður getur verið hver sem er, sem hefur þekkingu á málinu og þeim helstu lagareglum sem að því lúta.
Þá komum við aftur að hinum sérkennilega lykli sem lögmenn virðast hafa komið sér upp, líklega með óafvitandi aðstoð löggjafans. Eins og margar aðrar starfsstéttir, hafa lögmenn fengið sett lög til verndar starfsréttindum sínum og þeim skyldum sem þeir bera gagnvart viðskiptaaðilum sínum og umbjóðendum. Lög þessi heita: Lög um lögmenn nr. 77/1998 (LML). Í 2. grein þessara laga virðast lögmenn koma að atriði sem hefur verið látið yfirskyggja ákvæðið um að fólk ráði sér hæfan umboðsmann til að flytja málið því í 2. grein LML segir eftirfarandi:
Ef aðili fer ekki sjálfur með mál sitt fyrir dómi eða sá sem að lögum getur verið fyrirsvarsmaður hans í dómsmáli verður ekki öðrum en lögmanni falið að gæta þar hagsmuna hans, sbr. þó 3. mgr. Á grundvelli þessa ákvæðis virðast flestir dómstólar hafa lokað aðgangi almennings á ákvæði 6. málsgreinar 17. greinar EML og fólki meinað að ráða sér hæfan umboðsmann til að flytja málið.
Á það ber að líta í þessu sambandi að allir dómarar eru að menntun til lögmenn. Gæti það hugsanlega verið ástæðan fyrir því að dómarar gera starfsréttindalögum lögmanna svo hátt undir höfði að þeir láti þau víkja til hliðar þeim lögum sem dómstólar eiga að starfa eftir? Enga lögmæta skýringu er að finna á þeirri reglu dómstóla að víkja til hliðar ákvæðum EML, til að hefja til vegs lög sem dómstólnum er ekki ætlað að starfa eftir.
Fleiri þættir eru líka í starfsemi einhverra dómstóla sem ekki eru í samræmi við ákvæði stjórnarskrár um hlutleysi og óhlutdrægni þeirra, auk þeirra laga sem dómstólar eiga að starfa eftir. Er þar átt við afar skýrt ákvæði 1. málsgrein 96. greinar EML um að þeim sem stefnt er fyrir héraðsdóm sé skylt að mæta sjálfir við þingfestingu málsins en eftir það geti þeir falið þeim lögmanni sem þeir kjósa að annast málarekstur fyrir sig. Umrætt ákvæði er alveg ótvírætt og hljóðar svo:
96. gr. 1. Nú sækir stefndi ekki þing þegar mál er þingfest og ekki er kunnugt að hann hafi lögmæt forföll, og skal þá málið tekið til dóms í þeim búningi sem það er...
Eins og þarna kemur skýrt fram segir í lögunum að: Nú sækir stefndi ekki þing. Ekki er þarna talað um stefnda eða fulltrúa hans, heldur einungis stefndi í eigin persónu. Framhjá þessu skýra ákvæði þeirra einu laga sem dómstólar eiga að starfa eftir í einkamálum, ganga stjórnendur héraðsdómstóla af einbeitni. Með því framkvæma þeir nokkuð fjölþætt brot á grundvallarreglu réttarfars. Í fyrsta lagi brjóta þeir þær grundvallarreglur sem löggjafinn setur dómstólum til að starfa eftir. Í öðru lagi bregðast þeir því hlutleysi og óhlutdrægni sem stjórnarskráin áskilur þeim að fara eftir í starfsemi sinni. Í þriðja lagi heimila dómstólar lögmönnum, án sýnilegs eða lögmæts umboðs, að mæta við þingfestingu máls fyrir óskylda og ótengda aðila og brjóta þar með mikilvæga réttarfarshagsmuni stefnenda (málshefjenda), sem eiga fullan rétt á útivistardómi mæti stefndi ekki sjálfur til þingfestingar málsins.
Hlutleysi dómstóls felst m. a. í því að hann geri í engu upp á milli málsaðila. Að þessu leyti er t. d. héraðsdómur Reykjavíkur ekki hlutlaus dómstóll, því við þann dómstól hefur lögmaður fasta vinnuaðstöðu í þingfestingarsal dómsins, í því augnamiði að SEGJAST vera mættur fyrir þá aðila sem stefnt er. Ekki getur hann framvísað neinum heimildum þar að lútandi frá hinum stefndu. Með því að samþykkja þennan umboðslausa lögmann sem mætingaraðila við þingfestingu máls, brýtur dómstóllinn lög á stefnanda málsins, þar sem 1. málsgrein 96. greinar segir skýrt fyrir um hvað gera skuli ef stefndi mætir ekki sjálfur í þingsal við þingfestingu málsins (sjá hér framar ákvæði laganna).
Ekki er það sem að framan er lýst hið eina sem dómstólar okkar hafa vikið af vegi réttra laga og réttlætis. Í 1. málsgrein 7. greinar þeirra einu laga sem dómatólar eiga að starfa eftir varðandi meðferð einkmála, segir að: Dómari stýrir þinghaldi og gætir þess að það sé háð eftir réttum reglum. Alla vega er það tíðkað við héraðsdóm Reykjavíkur að þingfestingu og annarri fyrirtöku er EKKI STÝRT AF DÓMARA, heldur af reynslulausum lögfræðingum sem ráðnir eru tímabuðnið sem aðstoðarmenn dómara. Þrátt fyrir hin skýru upphafsorð 7. greinar EML, sem birt eru hér að ofan, virðast dómstjórar af einbeitni brjóta eina af meginreglum þess trúnaðartrausts sem almenningi finnst hann eiga rétt á að geta borið til dómstóla.
Eins og að framan er lýst, ráðast afar mikilvægir hagsmunir stefnenda á fyrsta degi, þingfestingardegi máls þeirra, mæti stefndi ekki sjálfur til þingfestingar. Það er í raun óafsakanlegt af dómstjórum að setja reynslulausa aðstoðarmenn sína í þá hættu að þeir lendi í persónulegri málshöfðun vegna réttarspjalla, sem risið gæti vegna rangra viðbragða óreyndra aðstoðarmanna í einu mikilvægasta þinghaldi hvers máls, sem þingfestingin er. Bótaréttur vegna mistaka skipaðs dómara í starfi verður sóttur með málshöfðun á hendur ríkissjóði. Um slíkt er ekki að ræða varðandi mistök aðstoðarmanna, þar sem þeir hafa ekki hlotið embættisskipan frá ráðherra, heldur starfa þeir undir lögum um ríkisstarfsmenn og eru því persónulega ábyrgir fyrir mistökum sínum. Málshöfðun gæti því ekki beinst annað en að þeim persónulega. Að stofna starfsmönnum sínum í slíka skaðabótahættu er afar lítilmannlegt af stjórnendum dómstóla og virðist glöggt merki um litla virðingu þeirra fyrir aðstoðarmönnum sínum, þeim lögum sem dómstóllinn á að starfa eftir og almennum r éttlætisþáttum.
Hér hefur einungis verið drepið á örfá atriði af öllum þeim fjölda atriða þar sem dómstólar okkar hafa vikið af vegi réttlætis og heiðarleika í vinnubrögðum sínum. Ekki er útilokað að innan skamms verði fleiri atriði tekin til skoðunar, og þá ekki síst afar einkennileg vinnubrögð sýslumannsembætta, sem alla jafnan stilla sér upp við hlið kröfuaðila (gerðarbeiðanda), í stað þess að vera hlutlaust embætti sem gæti réttinda beggja aðila málsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 165771
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur