Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016
7.5.2016 | 23:40
Panamaskjölin og árásin á Sigmund Davíð forsætisráðherra.
Þann 3. apríl s. l. sýndi Ríkissjónvarpið einn umdeildasta kastljósþátt sem sýndur hefur verið. Og vonandi verður aldrei aftur sýndur svo illa unninn þáttur í Íslenska sjónvarpinu.
Þátturinn byrjaði á því að kynnirinn, Helgi Seljan, yngri, upplýsti sem staðreynd að forsætisráðherra okkar, Sigmundur Davíð, væri á lista yfir eigendur félaga í skattaskjóli. Var í því samhengi sýnd mynd af honum með 11 öðrum aðilum sem tilnefndir voru. Helstu afrek þessara manna var að vera eigandi félaga í skataskjólum. Var í því semhnegi talin upp nokkuð fjölþætt glæpastarfsemi og í endan tiltekið að sá síðastnefndi afplánaði nú 9 ára fangelsi í Bandaríkjunum.
Það merkilega við þetta var að engar lesanlegar heimildir voru settar fram til staðfestingar á framangreindum meintum félagsskap sem þáverandi forsætisráðherra okkar væri tengdur. Ekkert var frekar getið um þann merkilaga lista sem forsætisráðherra okkar væri á. Ekkert nefnt hver hefði tekið þann lista saman eða á hvaða heimildum sá listi væri byggður.
Svo er að sjá sem Ríkisútvarpið, sjónvarp, telji ekki þörf á lesanlegum og traustum sönnunum fyrir því að tengja æðsta embættismann ríkisins við fjölþætta glæpastarfsemi. Verður það að teljast nokkuð sérstakt í ljósi þeirra lagareglna sem um starfsemi Ríkisútvarpsins gilda og með hliðsjón af siðareglum starfsmanna stofnunarinnar.
Þegar til þess er litið að aðalefni þessa tilnefnda þáttar kastljóss, var aðkeypt unnið efni, þykir mér afar athyglisvert að virða fyrir mér siðferði og lagaskilning dagskrárstjóra sjónvarps RÚV. Meginefni þáttarins er bein og lítt dulin árás á persónu forsætisráðherrans, en sú árás alls ekki studd neinum gögnum. Einnig virðist rökrænn skilningur framsögumanns efnisins vera af skornum skammti því hann virðist ekki skilja hvaða boðskapur felist í svonefndum Panamaskjölum.
Kjarni málsins virist hverfast um þann atburð að þáverandi sambýliskona Sigmundar Davíðs, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, fái fyrirfram greiddan arf frá föður sínum. Arfurinn er umtalsverð fjárhæð sem verður til þess að Anna leitar ráðgjafar um meðferð og ávöxtun fjárins hjá viðskiptabanka sínum, sem var Landsbankinn í Lúxumburg.
Hjá bankanum sínum fær Anna þá leiðbeiningu að stofna félag sem yrði skráð á eyjunni Tortóla á Bresku Jómfrúreyjum. Býðst ráðgjafinn í bankanum til að annast slíkt fyrir Önnu. Í tilnefndum kastljósþætti kemur fram að Landsbankinn í Lúxumburg hafi verið meðal öflugustu viðskiptaaðila lögfræðifyrirtækisins Mossack Fonseca í Panama. En meðal afreka þess fyrirtækis var tiltekið að þar væru stofnuð mikill fjöldi skúffufyrirtækja, þar sem vafasöm viðskipti fari fram.
Þá er komið að þeirri merkilegu atburðarás sem getur farið af stað þegar sá sem framkvæmir, þekkir ekki reglur um stofnun og skráningu fyrirtækja. Og sá sem setur fram skýringuna hefur ekki heldur þekkingu á þessu sviði.
Í þeirri atburðalýsingu sem sett er fram í umræddum kastljósþætti má glögglega greina nokkuð mikið samstarf Landsbankans í Lúxumburg og lögfræðifyrirtækis Mossack Fonseca. Má m. a. greina það af orðalagi ráðgjafans hjá Landsbankanum þegar hann sendir tilgreindan tölvupóst til Mossack Fonseca, þar sem hann segir: GETUM VIÐ TEKIÐ FRÁ. Þetta orðalag, VIÐ, bendir til opins viðskiptasambands milli fyrirtækisins og Landsbankans. Þegar slíkt er haft í huga skýrist ýmislegt sem sagt er í knöppum setningum tölvupósts sendinga.
Ráðgjafi Landsbankans virðist hafa vitað að Mossack Fonseca hafi í gagnagrunni hjá sér nokkurt safn stofnaðra skúffufyrirtækja, með formlegum stofnsamningum og skráðri stjórn, sem skipuð væri starfsmönnum Mossack Fonseca. Það er í sjálfu sér eðlilegt að starfsmenn fyrirtækisins skrái sig sem stjórnendur þeirra félaga sem stofnuð eru af vinnuveitanda þeirra. Félög þessi eru ekki í starfsemi heldur sett á lista og höfð í geymslu hjá Mossack Fonseca, svo fljótlegt sé að útvega viðskiptaaðilum skráð félag með skjótum hætti.
Skoðum nú aðeins samskiptin milli Landsbankans í Lúxumburg og lögfræðifyrirtækis Mossack Fonseca. Landsbankanum er af viðskiptavini falið, eins og í því tilviki sem hér um ræðir, að stofna félag á Tortóla. Ráðgjafinn í Landsbankanum sendir tölvupóst til samskiptaaðila síns hjá Mossack Fonseca, með orðsendingunni: Getum VIÐ tekið frá Wintris Inc. Í þessum tölvupósti er enginn tilgreindur sem umsóknaraðili, þannig að starfsmaður lögfræðistofunnar skilur eðlilega orðalagið þannig að það sé Landsbankinn sem óski eftir að fá Wintris til sín.
Allar líkur benda til þess að Landsbankinn hafi jafnan fengið öll nauðsynleg skjöl vegna svona skúffufyrirtækja löglega útfyllt frá lögfræðistofunni. Það sé ástæðan fyrir hinni einföldu ósk um hverjir eigi að vera skráðir prókúruhafar. Lögfræðistofan á sem sagt að setja nöfnin inn á skjalið sem síðan verði sent Landsbankanum í Luxumburg, þar sem það verði undirritað ásamt áritun rithandarsýnishorna prókúruhafa, svo sem reglur kveða á um. Að því loknu verði skjalið fært til skráningar. Ekkert slíkt skjal er hins vegar í skjölum Jóhannesar, enda Panamaskjölin frá Mossack Fonseca en ekki Landsbankanum í Lúsumburg, sem var að vinna fyrir Önnu. engar heimildir eru því til um það hvort eign var skráð á Önnu epa ekki.
Það sem ráðgjafinn hjá Landsbankanum virðist ekki hafa vitað, er að stofnsamningur er einungis lagður fram við upphaflega stofnun félags en aldrei þegar um er að ræða eigendaskipti á þegar stofnuðu félagi.
Sá blekkingaleikur sem viðhafður var í sambandi við Wintris, er mjög alvarlegur og hefði hæglega geta orðið orsök þess að Anna hefði misst arfinn í hendur eigenda Mossack Fonseca, án þess að geta borið fyrir sig neinum vörnum. Hvernig hefði það geta orðið?
Athugum hvert hefði geta orðið framhaldið ef stjórn Wintris Inc. hefði verið þrír starfsmenn Mossack Fonseca og formleg eigendaskipti á Wintris félaginu hefðu ekki farið fram. Engin vörn hefði verið í því fyrir Önnu að fá að hafa prókúruumboð við stofnun félagsins ef hún hefði ekki tryggt eignarhald á félaginu og tryggan stuðning meirihluta stjórnar.
Ef staðan hefði verið eins og Jóhannes vildi halda fram, að Wintris hafi verið stofnað af Mossack Fonseca, og verið þar tilbúið á lista með skráðri stjórn og stofnsamning, hefði Anna allt eins geta gefið lögfræðiþjónustunni arfinn eins og að leggja hann inn á bankareikning á nafni Wintris, sem hún hefði einungis prókúruumboð fyrir. Ef eitthvað hefði kastast í kekki á milli lögfræðistofunnar og Önnu, hefði lögfræðistofan geta kallað saman til fundar eigendur félagsins og stjórn þess, og samþykkt að fella úr gildi prókúruumboð Önnu og Sigmundar og setja prókúruumboðið á einhvern starfsmann lögfræðiþjónustunnar.
Við þessum ljóta leik hefði Anna ekki átt neitt svar, því þegar hún setti fjármunina í vörslu félags sem lögfræðiþjónustan Mossack Fonseca átti, hlaut hún að gera sér ljóst að hún átti allt undir þessu ókunna fólki, að fá að halda prókúruumboðinu. Stjórn félagsins hefði einnig geta hafnað áformum Önnu um fjárfestingaleiðir og t. d. samþykkt verðbréfakaup í starfsemi sem ætti sér engin lífsskilyrði til frambúðar. Anna hefði verið næsta áhrifalítil um eigin fjármuni, eða jafnvel lokuð alveg frá þeim.
Mikilvægt er að átta sig á því, sem virðist augljóst þeim sem þekkingu hafa á svona skjalavinnslu í bönkum, að gögnin í Panamaskjölunum eru líklega úr innanhúss gagnasafni hjá Mossack Fonseca og því líklega EKKERT þessara skjala raunveruleg og marktæk að öllu leyti. Einnig er afar undarlegt að heyra um innbrot í tölvu lögfræðifyrirtækis með starfsstöðvar í mörgum löndum, þar sem fyrir liggi gögn yfir 38 ára tímabil, endurhönnuð til að vera læsileg í þeim hugbúnaði sem í dag er notaður til gagnavistunar. Líklegast er að allt sem væri eldra en 5 ára sé komið á geysludiska sem geymdir eru utan tölvukerfa í skjalageymslu fyrirtækajnna.
Ef hins vegar, eins og mér finnst líklegast, að tölvuhakkarinn hafi geta hakkað sig inn á innanhúss gagnasafn vinnuskjala, gæti þar verið að finna skýringu á hinum gömlu skjölum. Þó er þar einnig fyrir hendi hindranir á að núverandi ritvinnslur eða gagnagrunnar, ráði við eldri formöt en 10 15 ára. Tímalengdin sem gefin er upp í sambandi við Panamaskjölin er afar ótrúverðug og set ég spurningamerki við hana þar til ég hef séð skjal úr þessu safni frá árinu 1977.
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 165580
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur