Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2018
18.7.2018 | 22:05
LANDSDÓMUR KILLIFLATUR Í FYRSTA ALVÖRU SKREFINU
Ég varð afar undrandi þegar ég frétti að Landsdómur hefði fellt þann úrskurð að Landsbankinn hf. mætti innheimta skuldabréf, sem gefið var út til annars aðila, áður en Landsbankinn hf. var stofnaður. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi, án athugunar fyrir EIGNADÓMI eins og lög gera ráð fyrir, að Landsbankinn hf. mætti, án traustra eignaheimilda, innheimti meinta skuld annars eiganda, eftir ljósriti skuldabréfs sem Landsbankinn hf. legði fram. Frumrit að umræddu skuldabréfi væri ekki í vörslu Landsbankans hf. og engar traustar heimildir fyrir því að Landsbankinn hf. hefði nokkurn tíman eignast umrætt frumrit, frá upphaflegum eignada skuldabréfsins. Landsdómur staðfestir þar afar undarlegan héraðsdóm, mjög umdeilds héraðsdómara, sem skömmu síðar var skipaður dómari við Landsrétt.
Málavextir virðast þeir, eftir opinberri umfjöllun að ræða, að árið 2006 hafi sambúðarfólk tekið húsnæðislán hjá (gamla banka) Landsbanka Íslands. Í kjölfar hrunsins 2008 lenti fjöldi fólks í erfiðleikum með skuldamál sín. En það lentu fleiri í vandræðum. Bankarnir lentu líka í vandræðum vegna erlendra lána. Hin erlendu lán höfðu verið tryggð erlendum bankastofn-unum með eignaveðum. Þau eignaveð tóku hins vegar að hrapa verulega í verði skömmu fyrir bankahrunið. Á þeim tíma var alls ekki óalgengt að heyra að hinar erlendu lánastofnanir hefðu gert svonefnd veðköll hjá íslenskum lánastofnunum, til að treysta betur verðgildi þeirra eigna sem stóðu að veði fyrir hinum erlendu lánum.
Á þessum tímum, 2007 til 2009, var töluvert um að íslenskar lánastofnanir smöluðu saman í nokkuð stóra vöndla, íslenskum skuldabréfum sem voru tryggð með fasteignaveði. Þessir vöndlar voru sendir hinum erlndu lánadrottnum. Í vöndlunum var haugur af frumritum skuldabréfa, sem send voru sem trygging fyrir hinum erlendu skuldum bankanna.
Þegar íslensku bankarnir hrundu og af stað fór afskráning eða niðurfærsla útistandandi skulda bankanna við lánadrottna sina, kom í ljós að slík heildaryfirferð virtist gert afar óskipulega og engar skýrar heimildir fyrir hendi, um hvaða skuldir bankanna væri verkið að niðurfærða og hvaða skuldir væru afskrifaðar að fullu.
Sama reiðileysi var viðhat varðandi útistandandi eignir lánastofnana í hrunferli. Fjármálaeftirlitið gaf út yfirlýsingar um niðurfærslu hluta þessara útistandandi eigna, er þær færðust yfir til nýju bankanna. En slíkt var ekki framkvæmt með jöfnum hætti gagnvart öllum þeim sem skulduðu hrunbönkunum. Niðurfærlsur og afskriftir almenra skuldabréfa var afgreitt í stærri flokkum þar sem einstök skuldabréf voru ekki skráð. Almennir skuldarar voru einstaklingar með eitt skuldabréf, að öllu jöfnu einstakir skulkdarar, gætu ekki fengið traustar upplýsingar um hver væri staða skuldar þeirra, við hina nýskráningu meinta eigendur hennar hjá nýja bankanum. Lögum samkvæmt átti slík staða hvers einstaks skuldabréfs að koma fram í eignaskrá efnahagsreiknings nýstofnaðs nýs banka. Slík eignfærsluskrá, sem færð væri í upphafi viðkomandi nýrrar lánastofnunar, yfirtæki niðurfærða stöðu eftirstöðva, til innheimtu hjá nýja bankanum.
Ekkert af þessu var framkvæmt. Ég var á þeim tíma, fyrst eftir hrunið, að hluta í ráðgjafastarfi fyrir fólk í fjárhagsvanda. Ég gerði margar fyrirspurnir vegna hinna afar óvönduðu vinnubragða Fjármálaeftirlitsins. Í öllu óðagotinu sem á öllum var, á þessum tíma, lét ég mér ekki detta í hug að kæra eitthvað af þessum vitleysum. Kærum mínum var yfirleitt aldrei sýnd nein jákvæðni. Ég benti því fólki á að fara aðrar leiðir, til að afla uplýsinga fyrir sig.
Ein slíkra leiða var t. d. varðandi innheimtu Landsbanka á skuldabréfum þar sem bankinn gat ekki framvísað frumriti skuldabréfs. Sem fyrrum hagdeildarmaður í banka, veit ég að ÚTILOKAÐ nánast er útilokað að lánastofnun TÍNI frumriti skuldabréfs. Slíkt er ógerningur því frumrit skuldabréfa eru varðveitt í eldtraustu hólfi hverrar lánastofnunar og þaðan fást þau ekki lánuð nema til örstutts tíma í senn, til að leggja þau fram til sönnunar. Sá sem fær slíkt frumrit lánað, verður að skila því aftur til skjalavarðar fyrir lok vinnudags. Geri hann það ekki, kallar skjalavörður þegar eftir skjalinu og læsir ekki eldtrausta hólfinu fyrr en útlánuð frumrit eru öll komin á sinn stað.
Í ljósi þessara umræðna um tíndu frumritin, hófust eftirgrennslanir um hvaða erlendar lánastofnanir hefðu gert veðkall hjá Landsbanka og hverjum hefði verið svarað. Í ljós kom að flest veðköllin hefðu farið fram í gegnum Landsbankann í Lúxumbúrg. Af þeirri ástæðu frétti ég að gerð hefði verið fyrirspurn til Landsbanka í Lúx., hvort tiltekið skuldabréf Landsbankans á Íslandi hefði verið í einhverjum þeirra skjalavöndla sem LÍ, hefði sent til greiðslutryggingar eigin lána.
Í fyrstu var beitt fjölbreyttum útúrsnúningum til að reyna að fæla fyrirsprjanda frá, en er það dugði ekki fékkst loks staðfesting um að umrætt frumrit skuldabréfs hefði verið í einum vöndlinum. En þegar bankinn á Íslandi hefði farið í þrot, hefði skuldin verið felld niður og skuldabréfið afskrifað. Skuldin sem verið var að innheimta á Íslandi var ekki eign Ísledinga frá því fyrir hrun. Hinn erlendi eigandi skuldarinnar hafði afskrifað hana og afskráð skuldabréfið, svo innheimtur voru útilokaðar, nema með aðferð eins og Landsbankinn hf.virðist vera að reyna. Um það ferli sem hér hefur verið lýst var fjallað í íslenskum fjölmiðlum á sínum tíma, þannig að hér er ekki eingöngu stuðst við minningar liðinna tíma.
Það sló mig einkennilega að lesa um þetta dómsmál Landsbanka hf., sem var kveikjan að þessum skrifum. Skuldabréfið sem um ræðir er tekið á árinu 2006, eða áður en fór að þrengja að lausafjárstöðu bankanna. Það verður að segjast eins og er að dómari málsins, Jón Finnbjörnsson, þáverandi héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur, hefur áður orðið uppvís að afar óvandaðri málmeðferð fyrir héraðsdómi, sem verður að hluta rakið síðar.
Í 122. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, er skýrt sagt fyrir um hvernið skuli staðið að því að öðlast rétt til að leita til dómstóla varðandi meinta eignastöðu fasteignar, skrásettu skipi eða loftfari, skrásettri bifreið eða viðskiptabréfi. Meintur eigandi skal byrja á að leita til EIGNADÓMS, þar sem hann SANNAR fullgildri sönnun, sem gæti verið staðfesting skjalavarðar, innri endurskoðunar og löggilts endurskoðana lánastofnunar, með hvaða hætti og á hvaða tíma frumrit skuldabréfs hans hafi glatast úr hinni traust vörslu frumrita lánaskjala. Telji EIGNADÓMUR rök og sönnunargögn sannfærandi um að frumrit skjals sé tapað, getur eignadómstóll veitt meintum eiganda skuldabréfs, heimiild til að leggja málið fyrir héraðsdóm samanber 120. og 121. gr. laga nr. 91/1991.
Þegar hinn meinti eigandi skuldabréfs hefur fengið úrskurð EIGNADÓMSTÓLS um að rök hans og sannanir bendi ótvírætt til að hann sé hinn löglegi eigandi skuldabréfsins, getur viðkomandi meinti eigandi snúið sér til með stefnu til ógildingar á frumriti skuldabréfsins. Sá dómari héraðsdóms sem fær slíku máli úthlutað fer yfir stefnu og annan málatilbúnað stefnanda. Í 2. mgr. 121. gr. laga nr. 91/1991 segir að:
2. Ef dómari telur skilyrði fyrir ógildingardómi ekki vera fyrir hendi synjar hann um útgáfu stefnu. Skal kveðinn upp úrskurður um synjunina ef krafist er.
Í 3. mgr. 121. gr. segir að:
3. Ef dómari telur skilyrðum fyrir ógildingardómi fullnægt gefur hann út stefnu, en í henni skal skorað á hvern þann sem kann að hafa skjalið undir höndum að koma með það fyrir dóm við þingfestingu málsins, því ella megi vænta að það verði ógilt með dómi. Stefnan skal birt einu sinni í Lögbirtingablaði.
MÁLIÐ FYRIR HÉRAÐSDÓM REYKJAVÍKUR 9. nóv. 2017.
Í dómi Landsréttar má einnig lesa yfir dómsniðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur. Þar segir að Landsbankinn hf. Austurstræðti 11, Reykjavík, með stefnu birtri í Lögbirtinga-blaðinu 19. desember 2016 til ógildingar á veðskuldabréfi.
Málið var þingfest og dómtekið 19. janúar sl. (2017), en enginn mætti til að andmæla kröfu um ógildingu. Var ógildingardómur kveðinn upp 10. febrúar sl.
Þann 29. mars sl. kröfðust útgefendur skuldabréfsins þess að málið yrði endurupptekið. Var endurupptaka heimiluð og skiluðu þau greinargerð af sinni hálfu 1. júní 2017.
Málið varðar veðskuldabréf útgefið þann 23. mars 2006, upphaflega að fjárhæð 16.000.000 króna, tryggt með veði íbúð xx-xxxx, fastanúmer 204-xxxx.
Þarna eru nú komnara fram athyglisverðar upplýsingar. Í fyrsta lagi segir í inngangi úrskurðar héraðsdóms að Landsbankinn hf. höfði málið. Landsbankinn hf. er stofnaður í október 2010. Skuldabrefið er hins vegar gefið út til Landsbanka Íslands (gamla banka), sem fór í þrot í október 2008. Í kynningu málsins kemur ekkert fram um það hvenær eða hvernig Landsbankinn hf., sem höfðar málið, varð eigandi að skuldabréfinu. Ekkert kemur fram um hvort Landsbankanum hf. var afhent frumrit skuldabréfsins, þegar að eigendaskipti urðu á skuldabréfasafni gamla bankans og niðurfærðar eftirstöðvar færðar yfir í nýja bankann. Það er að segja EF um slíkt hafi verið að ræða.
EF Landsbankinn hf., sem stofnaður var í október 2008, fékk ekki afhent frá Landsbanka Íslands (gamla bankanum) frumrit umrædds skuldabréfsins og Landsbankinn hf. þá heldur aldrei geta sýnt fram á formlega eignfærslu hins tiltekna skuldabréfs, frá Landsbanka Íslands,vandast málið mjög. Þá getur Landsbankinn hf. alls ekki höfðað riftunarmál, því hann skortir lögvarinn eignarrétt. Óhrekjandi staðreyndir fyrir því að hafa tekið við frumritinu frá LÍ (gamla bankanum), eða han. Landsbankinn hr. sem stofnaður var í október 2008 hafi greitt út árið 2006, lánsupphæðina sem var forsenda skuldabréfsins.
Ekki verður séð að Landsbankinn hf. lagt fram neinar lögmætar forsendur fyrir meintum eignarrétti sínum á umræddu skuldabréfi, sem gefið var út til annars óskylds aðila rúmum 6 mánuðum áður en Landsbankinn hf. var stofnaður. Ef til er heimild um lögmæta yfirfærslu viðkomandi skuldabréfs, frá gamla bankanum yfir til nýja Landsbankans hf., er slíkt skjal klárlega til hjá Fjármálaeftirlitinu, sem fór með alla ábyrgð á eignum og skuldum gömlu bankanna við uppgjör og yfirfærðslur eigna og skulda. Ef slík skjöl eru ekki til hjá Fjármálaeftirlitinu, þá er Landsbankanum hf. ranglega veitt heimild til ógildingarmáls hins umrædda skuldabréfs. Eins og málið virðist liggja fyrir, blasir við algjör aðildarskortur Landsbankans hf. að hinu tilteknu skuldabréfi sem gefið var út þann 23. mars 2006, til Landsbanka Íslands.
Ég hef ekki í hyggju að rekja frekar löglausan framgang dómara héraðsdóms Reykjavíkur í þessu máli, þó margt væri hægt að tilgreina frekar.
Það sem vakti sérstaka athygli mína var að dómari héraðsdóms, Jón Finnbjörnsson, var þáverandi héraðsdómari en umsækjandi um dómarastöðu við Landsrétt.
Þegar málið kemur til meðferðar hjá Landsrétti eru í raun allir dómarar Landsréttar vanhæfir til umfjöllunar um málið, þar sem einn af dómurum Landsréttar var dómarinn í málinu sem Landsréttur þarf að taka til hlutlausrar skoðunará hvort löglega og siðlega hafi verið staðið að meðferð málsins fyrir héraði. Augljóst hefði átt að vera árvökulu, réttsýnu og vel skýru fólki með réttlætis-, réttsýnis- og vanhæfisreglur vel skýrar í hugskoti sínu, að enginn tekur mál samstarfsaðila til hlutlausrar endurskoðunar. Að gera slíkt er bersýnilegt langreyndum leikmanni, að ekki getur staðist hlutleysisreglu stjórnarskrár.
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 165769
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur