Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2019

Opið bréf til Dómsmálaráðherra,

Dómsmálaráðherra,

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Reykjavík 6. nóvember 2019

Vegna laga um útlendinga, nr. 80/2016, og fleira því tengt.

Ég ætla að byrja á því að játa að vegna slæmrar heilsu hjá mér, þegar umrædd útlendingalög voru til meðferðar í þinginu, las ég aldrei yfir alla þá langloku. Og síðar fórst það fyrir.  Það var því ekki fyrr en í gær sem ég fór að lesa mér til í þessum lögum, í kjölfar uppþots No Border samtakanna  vegna Albönsku hjónanna.

Þegar ég fór að lesa þessi lög, nr. 80/2016,  og samhliða kíkja í greinargerð og umsagnir um einstakar greinar í frumvarpinu að lögunum, varð ég svo hissa að ég verð bara að leggja fram spurninguna sem hvað eftir annað kemur upp í hugann. En sú spurning er:

Hver, eða hverjir, eru höfundar að frumvarpinu að lögum nr. 80/2016 ??

Mér er það gjörsamlega óskiljanlegt hvernig það geti gerst á Alþingi Íslendinga, þar sem umtalsverður fjöldi þingmanna er lögfræðimenntað fólk, að slíkur óskapnaður sem þarna var á ferð, skildi fá að komast á dagskrá þings. Það vekur athygli þegar ferli málsins gegnum þingið er skoðað, hve efnisrýrar og ómarkvissar umræðurnar urðu. Mig undrar stórlega hve lítil vandvirkni og aðgát virðist höfð varðandi hina mikilvægu reglu stjórnarskrár, um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu íslenskra ríkisborgara. Slíkt ákvæði fyrirfinnast ekki innan gildissviðs laganna, eða í 2. gr. þeirra um „Tilgang og markmið“. Það er hreint eins og réttarstaða íslenskra ríkisborgara skipti engu máli en réttindi færð í hendur útlendinga, óháð því hvernig og með hvað heimild þeir koma til landsins. Af gildissviði, tilgangi og markmiði laganna, eru útlendingur sem hingað kemur alltaf í fullum kröfurétti á hendur stjórnvöldum. En hins vegar er í engu skýrt hvaðan sá kröfuréttur er upp runninn eða hvernig hann á að víkja til hliðar skyldum stjórnvalda gagnvart eigin þjóð.

Ég hef ekki enn klára að fara í gegnum öll lögin en miðað við það sem ég hef þegar séð, óska ég upplýsinga um hvernig ég get fengið rannsóknarheimild á vinnubrögðum við samningu þess frumvarps sem lagt var fyrir Alþingi. Einnig þyrfti ég heimild til frekari rannsóknar á ferli málsins í gegnum þingið en fram koma í málaskrá Alþingis. Þar gæti verið um að ræða eins og t. d. fundargerðir nefnda ásamt afritum af ræðum þingmanna á þeim nefndarfundum sem umræður um frumvarpið fóru fram. Höfnun á rannsóknarleyfi mun ekki verða til þess að fallið verði frá rannsókn, heldur verði hún örðugri og tímafrekari og líklega ekki eins nákvæmlega greint rétt frá atburðarás.

Með þessu erindi ætla ég að gefa smá sýnishorn af óskiljanlegri efnislegri fátækt 1. og 2. gr. laganna. það breytur ekki miklu þó jafnframt sé lesið í gegnum greinargerð frumvarpsins og umsagnir um þessar fyrstu tvær greinar.

Í 1. gr. laga nr. 80/2016, um útlendinga, ber heitið „Gildissvið“og þar segir svo í 1. mgr:

„Ákvæði laga þessara gilda um heimild útlendinga til að koma til landsins, dvöl þeirra hér og rétt til alþjóðlegrar verndar.“ 

  Þarna segir fyrir um heimild útlendingatil að koma til landsins, dvöl þeirra hér“ o.s. frv.  

Þarna er vísað til heimildaútlendinga til að koma til landsins. Hins vegar eru engar lýsingar á þeim heimildumeða tilvísanir í, hvar þær heimildir er að finna. Þegar litið er í frumvarpsskjalið og flett upp á „Umsögn um 1. gr. frumvarpsins, hefst umsögnin á eftirfarandi:

Greinin fjallar um gildissvið laganna. Ákvæðum laganna er ætlað að gilda um yfirráðasvæði hins íslenska ríkis en þó fyrst og fremst landið sjálftþarsem um er að ræða ákvæði um heimild útlendingatil að koma til landsins og dvöl þeirra hér á landi.“

Þarna er eitthvert ósamræmi á ferð, því í þessum umsagnartexta, er í fleirtölu talað um að „Ákvæðum laganna“o.s.frv.. Í lagatextanum sjálfum er hins vegar einungis talað í eintöluum Ákvæðilaga þessaragilda um heimildútlendinga..o.s. frv.“

Hér vaknar spurning um hvort fallið hafi verið frá því að hafa fleiri ákvæði um heimildir útlendinga til komu hingað og dvalar hér. Og niðurstaðan bara orðið sú að ákveðið væri að hafa eina heimild?   En sé það svo, þá vaknar spurning hvers vegna talað er um í framangreindri umsögn um 1. gr. að ákvæði laganna um heimild útlendinga til að koma til landsins, sé ætlað að gilda um: yfirráðasvæði hins íslenska ríkis en þó fyrst og fremst landiðsjálft..o.s. frv.“ Það vekur einnig athygli mína að þarna er eingöngu talað um yfirráðasvæði hins íslenska ríkis, sem eru auðvitað auðlindirnar. En síðan fyrst og fremst landið sjálft.

Þekkt er, að þegar skýrleika vantar í lagatexta, þá  leita dómarar frekari upplýsinga í greinargerð með frumvarpinu, til að komast nær ætluðum tillangi löggjafans. Þá blasir við dómurunum að útlendingar eiga annað hvort einhverja heimild eða heimildir til yfirráðasvæðis hins íslenska ríkis og landið sjálftEn rétti eða réttinda þjóðarinnar er hvergi getið. Þá vekur einnig undrun mína, miðað við orðafjöldan í 1. mgr. 1. gr. laganna, þær miklu umsagnir sem í greinargerð frumvarpsins, birtast um ákvæði 1. mgr. 1. gr. frumvarpsins, sem er eins og 1. gr. laganna. Þessara umsagnir um 1. mgr. eru eftirfarandi:

Í 1. mgr. segir að ákvæði laganna gildi um heimild útlendinga til að koma til landsins og dvöl þeirra hér. Ákvæðið nefnir ekki för úr landi. Er skýringin á því sú að skv. 3. mgr. 66. gr. stjórnarskrárinnar verður engum meinað að hverfa úr landi nema með ákvörðun dómara. Þó er heimilt að stöðva brottför manns úr landi með lögmætri handtöku. Þetta kemur hins vegar ekki í veg fyrir að settar séu reglur um eftirlit með brottför úr landi, sbr. 2. mgr. 2. gr. og 18. gr. frumvarps þessa.

Í 1. mgr. greinir auk þessa frá því að ákvæði laganna gildi um rétt útlendinga til alþjóðlegrar verndar samkvæmt stefnu íslenskra stjórnvalda og alþjóðlegum skuldbindingum. Er þar átt við skyldu íslenska ríkisins til að taka við einstaklingum er uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Þessum skilyrðum og þessari skyldu er lýst m.a. í IV. kafla.

Í 1. mgr. segir enn fremur að ákvæðunum sé ætlað að gilda um útlendinga en útlendingur telst hver sá sem ekki er íslenskur ríkisborgari samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt, sbr. lög nr. 100/1952. Ákvæðið kemur ekki í veg fyrir að mismunandi reglur gildi um einstaka hópa útlendinga. Þannig hafa ýmis ákvæði frumvarpsins að geyma sérreglur um norræna ríkisborgara. Þá leiðir af aðild Íslands að þjóðréttarsamningum, annars vegar samningi um stjórnmálasamband frá 18. apríl 1961, sbr. lög nr. 16/1971, og hins vegar samningi um ræðissamband frá 24. apríl 1963, sbr. lög nr. 4/1978, að ákvæðin geta ekki nema að hluta til náð til útlendinga sem eru starfsmenn sendiráða eða ræðisskrifstofa eða fjölskyldna þeirra. Sama er um aðra útlendinga sem njóta úrlendisréttar.“

Þarna er textahöfundur greinilega í allt öðum heimi en sá sem samdi lagatextann. Ef lögmenntað fólk á Alþingi hefði að einhverju leyti gengt skyldu sinni, hefði einhver þeirra átt að reka augun í þessa vitleysu. Ef þið getið fundið merkingar allra þeirra atriða sem koma fram í þeim þremur uppsláttum umsagna 1. mgr., í þeim fáu orðum sem eru í lagatexa 1. mgr. 1. gr. laganna sjálfra, þætti mér afskaplega vænt um að fá þá þýðingu senda. En um 2. og 3. mgr. 1. gr. er lítið sagt í umsögn annað en stendur í greinunum sjálfum.

En lítum þá næst á 2. gr. laga nr. 80/2016. Sú grein ber heitið  Tilgangur og markmið.

 

2. gr. Tilgangur og markmið.      

Tilgangur laga þessara er að kveða á um réttarstöðu og tryggja réttaröryggi útlendinga sem koma til landsins eða fara frá því, sækja um dvalarleyfi eða dveljast hér á landi samkvæmt lögunum

Ég get nú ekki annað en spurt þá sem sömdu þessi lög, fjölluðu um þau eða samþykktu þau, hvort þið hafið aldrei skilið hvað stendur í 65. gr. stjórnarskrár Lýðveldisins Ísland. Það er kannski full ástæða til að láta þann stutta en mikilvæga texta fylgja hér með, svona til upprifjunar. En í 65. gr. stjórnarskrár segir:

65. gr.[Allirskulu vera jafnir fyrir lögumog njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“

Þetta verður varla skírar eða einfaldara til eftirbreytni. Í stjórnarskrá okkar segir að ALLIR SEM DVELI HÉR Á LANDI, skulu njóta jafnar stöðu að lögum varðandikynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Með öllu er því opinberum aðilum, eða löggjafanummeð sérlögum, óheimilt að mismuna aðilum á nokkurn máta þeim sem á landinu dvelja.  Ef erlendir aðilar vilja koma hingað til dvalar, eiga þeir að sjálfsögu að njóta nákvæmlega sömu mannréttinda, félagslegra- sem efnahagslegra réttinda og Íslendingar njóta sjálfir er þeir leita heim, eftir meira en 6 mánaða dvöl í erlendu ríki. Allt annað er brot á jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár Íslands.

Lítum þá á hvað segir í 2. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Þar segir:

„Enn fremur er það tilgangur laga þessara að veita heimild til eftirlits með komu útlendinga til landsins, dvöl útlendinga hér og för þeirra úr landi. 

Hvað fellst í raun í þessu og hvað segir um þetta atriði í umsögn frumvarpshöfunda um 2. mgr. 2. gr. laganna:

Útlendingur á að þjóðarétti ekki rétt til að flytja til annars landstil að setjast þar að. Um það fer þá eftir landslögum. Stjórnvöld geta þurft að hafa eftirlit með og stjórn á komu og flutningi útlendinga til landsins. Þannig getur þurft að takmarka komu útlendinga vegna atriða  Frumvarpið hefur þannig að geyma sérstakan kafla um komu og brottför (sjá II. kafla), auk annarra ákvæða um þetta efni.“     

Í þessari umsögn má segja að textahöfundur frumvarps sé að benda á ýmsar leiðir sem grípa megi til ef hamla þarf gegn fjölda útlendinga sem hingað sækja. En lítum á 3. mgr. 2. gr. laga nr. 80/2016, um útlendinga og sjáum hvað kemur fram í lögunum:

Lög þessi veita grundvöll fyrir alþjóðlegri vernd erlendra ríkisborgara og ríkisfangslausra einstaklinga sem eiga þann rétt samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum íslenskra stjórnvalda.      

Í umsögn um 3. mgr. 2. gr. laganna segir textahöfundur frumvarps lítið og lítið nýtt kemur þar fram. Umsögnin er að mestu endurtekning á því sem stendur í sjálfum texta frumvarpsins. Umsögnin byrjar þó á athyglisverðri framsetningu.Þar segir að:

Í 3. mgr. kemur fram að lögin eigi að vera grundvöllur fyrir alþjóðlega vernd erlendra ríkisborgara og ríkisfangslausra einstaklinga“...o.s.frv.

 Ég tel útilokað að sá aðili sem skrifaði þetta inn í lagatexta hafi verið lögfræðimenntaður eða haft það trausta þekkingu á því hvernig eðlileg lagatilvísun er sett fram í lagatexta. Auk þess má benda á að EF þessum lögum hefði verið ætlað að vera grundvöllur fyrir alþjóðlega vernd“, þá hefði áreiðanlega verið getið númers laganna og í 1. gr. Gildissviði þeirra laga getið.

Það vekur einnig undrun, sem bendir til vanþekkingar textahöfundar á mikilvægum atriðum verksins sem verið var að vinna, að í umsögn um sömu lagagreinina, þó um sitt hvora mgr. hafi verið að ræða, segir hann í einni mgr. að  lögin sem hann búi til texta fyrir, sé ætlað að vera grundvöllur fyrir alþjóðlega vernd“. En í 1. mgr. umsagnar sinnar skrifar höfundurinn að: Útlendingur á að þjóðarétti ekki rétt til aðflytja til annars lands til að setjast þar að.

Að þessu sinni læt ég lokið athugasemdum mínum við fyrstu 2 greinar laga nr. 80/2016, um útlendinga. Af lauslegri yfirferð yfir aðrar greinar þessara sömu laga, virðist mér vera þar mikið af atriðum sem ekki eigi þar heima. Ekki virðist gildar lagaforsendur fyrir þeim, auk þess sem margt virðist stangast á við ákvæði stjórnarskrár. En verði þessi lög ekki felld niður, sem ég teldi heppilegast, og önnur einfaldari og framkvæmanlegri sett í staðinn, er útlit fyrir að opinbera verði allar vitleysurnar sem virðast hafa verið gerðar við setningu þessara laga.

Í þessu sambandi má t. d. velta fyrir sér starfsheitinu „lögfræðingur“. Nafngiftin virðist benda til ákveðins „fræðiþáttar“ í sambandi við skilning og túlkun laga. Sá raunveruleiki sem við mér blasir, eftir meira en 30 ár við gagnrýni á túlkun og framkvæmd laga, auk dómgreindar við dómfellingar, sem sýni því miður oft ranga niðurstöður dóma. Allt átti þó að vera byggt á „meintri“ lögfræði, en reyndist bara ófullkomin mannanna verk, sem ekki stóðst einfalda rökfræðilega skoðun, út frá stjórnarskrá okkar og Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.  

Það er fullkomlega eðlilegt að þú, svona ný í þessu mikilvæga starfi setjir upp spurningamerki gagnvart slíku erindi sem til þín berst. En hafir þú lesið eitthvað af því sem ég hef sent þingmönnum varðandi réttlæti og réttarfar eða um vinnubrögð Alþingis, gæti það hjálpað en verður ekki rakið hér.  En ef þú veltir fyrir þér hve sterka laga- og réttarfarsþekkingu þurfi til að krefja Hæstarétt ÞRISVAR um að taka upp dóma sína í sama málinu og að lokum verða að sæta þeim afarkostum að allir dómarar réttarins verði að víkja úr sæti og ALLIR dómarar settir nýir, þá ert þú að lesa skrif þess er var arkitekt að þeirri vegferð. Ég gat þó ekki framkvæmt hana sjálfur, vegna þess að ég má ekki kalla mig lögfræðing, þó ég hafi margoft sýnt að ég er öllu rökgleggri á refilstigum laganna en flestur þeir sem teljast hafa RÉTT til að kalla sig lögfræðing. Þar stóðu í vegi fyrir mér þvergirðingshættir menntakerfis s.l. 40 ára eða svo. En þau atriði verða ekki rakin frekar hér, enda er það annað erindi.

 

Ég vonast til að þú taki ákveðið og alvarlega á þeim augljósu röngu vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið við hönnum þessara löggjafar um útlendinga. Stjórnarskrá okkar er með þeim hætti að mannréttindaákvæði verða aldrei mismunandi með lögmætum hætti. Það er hrein vitleysa að eitthvert erlent afl, geti gert skilyrðislausa kröfu á hendur landi okkar, eða þjóð, að við tökumst á hendur „Alþjóðlega vernd“ einhvers fólks sem ekki sýnir með sannanlegum hætti fram á hver og hvaðan þau eru og hvað ógni þeim, á annan veg en öðrum sem á svæðinu bjuggu. Það virðist nokkuð augljóst úr hvaða herbúðum sá heilaspuni er kominn, sem hrúgað var saman í lagabálkinn nr. 80/2016.  Það mun skýrt nánar síðar.

Ég óska þér velfarnaðar í starfi og einkalífi og vænti þess að fá viðbrögð frá þér eða þínu fólki innan eðlilegs tíma.

Virðingarfyllst

Guðbjörn Jónsson,

lögfróður með afbrigðum

Kríuhólum 4,  111 Reykjavík

Sími 567 2001  GSM 860 84 00


Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 165580

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband