Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2019
14.4.2019 | 10:19
ER MENNTUN MÁTTUR ? HVAÐ ER MENNTUN ??
Ég var alinn upp á þeim tíma þegar framhaldsnámi voru settar mun þrengri skorður en síðar varð, er fjölbreytni námsleiða jókst ásamt aðgengi að Háskóla Íslands. Námsleiðir voru þá meira valdar út frá atvinnusjónarmiðum. Setja má spurningamerki við hvort eðlilegt sé að ríkissjóður fjármagni beinlínis söfnun á prófgráðum, hverri ofan á aðra, meðan ríkissjóður er í vanda með að fjármagna heilbrigðis- og velferðarkerfi þjóðarinnar.
Á þeim árum sem þarna er vísað til, kom einnig vel í ljós að hugtakið vel menntaður eða vel menntuð var ekki endilega sett í samband við tiltekinn árafjölda á skólabekk. Það hugtak var ekki síður haft um það fólk sem sýndi mikla verklega þekkingu og skipulagshæfileika á einhverjum sviðum, þó engin háskólagráða væri þar að baki. Á þeim árum voru t. d. fæstir stjórnendur, best reknu fyrirtækja landsins, með embættispróf í viðskiptafræði eða öðrum stjórnunarfræðum. Þeim hafði þó tekist með eigin hyggjuviti að byggja fyrirtæki sín upp, nánast úr engu, því auðmenn voru þá afar fáliðaðir á Íslandi.
Á fyrstu árum níunda áratugar síðustu aldar, komu fram umtalsverð breyting í efnahagslífi þjóðarinnar. Myntbreyting var tekin upp í byrjun níunda áratugar og í kjölfar þess var afar umdeild verðtrygging sett á fjármagn. Einnig heltist tölvuvæðingin yfir þjóðina er handhægar smátölvur streymdu á markað sem hentuðu rekstri smærri fyrirtækja en vöktu einnig áhuga einstaklinga.
Á svipuðum tíma urðu breytingar á möguleikum einstaklinga og smærri fyrirtækja til lántöku er einstaklingum var opnuð leið til yfirdráttar á hlaupareikningum, sem áður höfðu eingöngu tilheyrt fyrirtækjarekstri. Einnig fór hratt fjölgandi háskólamenntuðu fólki með ýmsar prófgráður, sem lítið pláss fannst fyrir á vinnumarkaði. Átakafletir mynduðust t. d. milli fyrstu hópa nýmenntaðra viðskiptafræðinga og eldri ómenntaðra manna í stjórnunarstöðum, hjá fyrirtækjum og stofnunum landsins. Flestir hinna nýmenntuðu viðskiptafræðinga höfðu einnig lagt sig sérstaklega eftir lærdómi við að beita hinum nýju tölvum í störfum sínum.
Á þessum tíma var tölvan líka að taka á sig miklar breytingar, frá tröllvaxinni vél þar sem ein vél þurfti heilt herbergi til skýrslu- og bókhaldsfærslna. Sú mynd breyttist skjótt er á markað komu svonefndar Einmenningstölvur sem fljótlega fengu nafnið Borðtölvur. Fyrstu tölvurnar af þeirri gerð voru ekki með neinn harðan disk eða geymslurými, heldur spiluðu þær þau forrit sem unnið var með af slíkum geymslurýmum (disklingum). Síðan, þegar vista þurfti verkefni sem unnið hafði verið í tölvunni, var látinn annar tómur disklingur í drifið og þau skjöl eða verkefni sem unnið hafði verið með, vistuð til geymslu á þeim diskling. Fyrstu tölvurnar með hörðum diski (Innbyggðu geymslurými) komu, að mig minnir, árið 1982. Þóttu þær með svo mikið geymslurýni að varla yrði þörf á meiru fyrir venjulegan smárekstur; en þessar tölvur voru með 40MB harðan diski.
Á þessum árum var ég á fullu að afla mér bóklegrar og faglegrar þekkingar á bókhalds- og rekstrarmálum. Ég hafa árið 1970 lent í alvarlegt sjóslys sem gerði mig ófæran til erfiðisvinnu. Ég varð því að finna mér annan líkmlega léttari starfsvettvang. Í bókhaldsnáminu lærði ég einnig svokallað vélrænt bókhald, sem fólst í að búa til svonefnda færslulykla (gataspjöld) fyrir öll fylgiskjöl bókhaldsins en stóra IBM tölvan vann svo upplýsingar af gataspjöldunum, til að skrá sem bókhaldsfærslur í tölvunni. Árið 1981 var farið að kenna bókhaldsfærslu á borðtölvur og skráði ég mig strax í slík nám, sem mér fannst einkar heillandi. Ég varð strax hugfanginn af tölvunni og getu hennar til verka, ef hugbúnaður væri góður og hann segði tölvunni nákvæmlega hvað ætti að gera og hvernig það væri gert.
Í ársbyrjun 1982 hellti ég mér því í tölvunám. Tók þar fyrir vélbúnaðinn, þ. e. hvernig tölvan ynni. Ég lagði einnig áherslu á undirstöður í hugbúnaðargerð, kerfisgreiningu og kerfisuppbyggingu, ásamt forritun. Ég hafði alltaf verið ótrúlegur reikningshaus og grúskari sem reyndi að skilja hvernig öll tæki væru búin til og virkuðu. Tölvunámið fannst mér því afar skemmtilegt og nytsamt.
Það var einnig annað sem var dálítið sérstakt í þessu námi. Á meðal nemendanna á tölvubraut, var ég eins og AFI í hópnum. Ég var rúmlega fertugur en flest hin innan við tvítugt. Aldursmunurinn kom einnig fram í gífurlegum mun á verkefnavali í náminu. Ég var samhliða tölvunáminu að sinna einskonar framkvæmdastjórn í litlu fyrirtæki með 15 starfsmenn, í veikindaforföllum eigandans. Ég var einn á skrifstofu og sá því um söluskráningu, bókhald og að reikna handvirkt út laun starfsmanna.
Sem kerfisverkefni í tölvunáminu kusu flestir sér uppbyggingu tölvuleiks. Ég kaus hins vegar að reyna við uppbyggingu launaútreiknikerfis, þar sem allar fastar upplýsingar um starfsmanninn voru skráðar inn í kerfið. Við hverja launakeyrslu þurfti einungis að slá inn mánuð launaseðils, yfirvinnutíma og breytilega frádráttarliði hvers starfsmanns og láta tölvuna svo reikna alla í einu. Allt virkaði þetta að lokum eins og til var ætlast og í stað þess að vera einn og hálfan vinnudag að reikna út mánaðarlaun starfsmanna, varð ég með kerfinu rúma tvo tíma að keyra út öll vinnulaunin og fylla út staðgreiðslu- og lífeyrissjóðs skýrslur.
Sú upprifjun sem hér var drepið á, var einkum til að vekja athygli fólks á mikilvægi verklegrar reynslu og lausnamiðaðrar hugsunar, þegar verið er að læra nýjar aðferðir við að breyta hugmynd í veruleika. Sýndi það sig í þeirri tölvukennslu sem þarna var um að ræða. Margar slíkar hliðstæður geta áreiðanlega flestir grafið upp í vitund sinni. Nokkuð oft varð ég þessa var, enda þá á miðjum aldri með 25 ára reynslu úr atvinnulífinu. Einnig var ég oft á námstíma mínum á námsbrautum með ungmennum sem voru varla orðin sjálfstæð í hugsun.
Segja má að eðlilega verði mikill munur á vali viðfangsefna hjá unga skólafólki, sem skortir reynsluþroska og / eða verklega þekkingu, sem sá hefur aftur á móti á að byggja sem öðlast hefur reynslu í raunhæfum viðfangsefnum fjölbreyttra starfa. Það mun aldrei verða hægt að kenna fólki að nýta reynslu sem það hefur aldrei upplifað, reynslu sem gæti hjálpað því að byggja brú milli þekkingar sinnar og þess verkefnis sem leysa þarf.
Í skólanum er hins vegar hægt að kenna lausnamiðaða hugsun, sem hjálpar fólki að hafa jákvæð viðhorf til þeirra viðfangsefna sem framtíðin ber í skauti sér. Þegar ég fór að læra, á miðjum aldri, gerði ég mér strax grein fyrir því að færi ég þær námsbrautir til enda, sem mig langaði að fá færni í, mundi ég eiga stuttan starfstíma eftir til að nýta allar prófgráðurnar. Ég tók því þá meðvituðu ákvörðun að ná fyrst og fremst faglegri þekkingu og verlegri færni í hverri grein, en elta ekki ólar við prófgráður og titla. Ég fór eftir því skipulagi og eftir að hafa verið tvö skólaár, (fjórar annir) í tölvunáminu, fannst mér ég vera búinn að ná þeirri færni sem námið bauð uppá. Þá hætti ég tölvunámi en sneri mér að hagfræði.
Ég mátti ekki seinni vera þar, því á árinu 1984 fór hratt vaxandi fjöldi útskrifaðra viðskiptafræðinga. Nýmyndun atvinnutækifæra, fyrir það nám, var ekki í takti við fjölgunina. Samtímis fjölgun atvinnulausra háskólamanna, var háður mikill áróður fyrir því að tölvur væru teknar í notkun við stjórnun fyrirtækja. Þar rákust á þættir sem ekki hafði verið hugsað út í. Annað var að flestir stjórnendur fyrirtækja voru af gamla skólanum og því ókunnir þeim nýju vinnubrögðum sem tölvurnar kölluðu á. Hins vegar voru breyttir tíma, með kennsluþáttum til nýrra vinnubragða þar sem gömlum aðferðum var ekki sýnd viðeigandi virðing. Unga fólkið stóð því með þá mynd í fanginu að gömlu aðferðirnar til stjórnunar væru úreltar og unga menntaða fólkið væri boðberar hinna nýju tíma. Talið var sjálfsagt að stjórnendur gamla tímans létu af stöfum vegna aldurs um 45 50 ára og hleyptu unga og nýmenntaða fólkinu að. Það kynni betur að nota nýjustu tæknina við rekstur fyrirtækja.
Þarna fór af stað fyrsta ungdómsbyltingin sem laut að stjórnun fyrirtækja. Beinlínis var pressað á eldra fólkið að segja sig frá stjórnunarstarfi. Ný tækni kallaði á yngra fólk til að taka við. Það merkilega var að litlum vörnum var haldið á lofti um mikilvægi þekkingar og reynsla til fjölda ára, auk þess viðskiptatrausts sem eldra fólkið hafði byggt upp.
Á þessum árum, samhliða hagfræðinámi, var ég fenginn til að fara á milli fyrirtækja til að endurskipuleggja eða leiðrétta villur í uppgjörsliðum bókhalds. einnig voru settir upp bókhaldslyklar fyrir tölvuskráningu á alla reikninga bókhaldsins, svo það væri tilbúið til tölvufærslu. Ég fékk því nokkur sýnishorn af stjórnendaskiptum, sem því miður reyndust of oft leiða til þrots fyrirtækjanna fáum árum síðar.
Það var hörmulegt að horfa á afleiðingar þess reynsluhruns sem varð við stjórnun margra helstu fyrirtækja okkar á umræddu tímabyli. Algengt var að keyptur væri til fyrirtækja dýr tölvubúnaður, með erlendum hugbúnaði til að halda utan um margbreytilega stjórnunarhætti. En verra var að hér á landi var afar lítið um ´sérfræðinga´ í skipulagningu og smíði rekstrarhugbúnaðar fyrirtækja, til keyrslu bókhalds á þessum nýju undratækjum sem tölvurnar voru. Fljótlega kom í ljós að hinum erlenda hugbúnaði þurfti að breyta umtalsvert svo hann færði bókhald og uppgjör eftir íslenskum bókhalds-, rekstrar-, uppgjörs- og skattareglum.
Á þeim tíma voru flestir tölvumenn ungir að árum, án reynslu úr atvinnulífinu, að feta sig áfram eftir nýrri braut. Innflytjendur hugbúnaðarins virtust eitthvað hafa látið aðlaga vinnslu hugbúnaðarins að framangreindum íslenskum raunveruleika. Sundurliðun rekstrarforsendna fyrirtækja var þó afar þröngt sniðinn stakkur í hinum erlenda hugbúnaði sem endaði með því að með hinum nýja hugbúnaði voru sendir sérfræðingar til að setja búnaðinn upp og breyta sundurliðun rekstrarliða fyrirtækja, þannig að þeir pössuðu inn í hinn erlenda hugbúnað.
Í því fyrirtæki sem ég var á þeim tíma að starfa, var nýráðinn ungur framkvæmdastjóri. Hafði hann, eins og margir aðrir, pantað tölvubúnað og áðurnefndan hugbúnað, ásamt ráðgjöf til að koma tölvukeyrslu bókhalds fyrirtækisins inn í hugbúnaðinn. Hann virtist ekki meðvitaður um að ég var einmitt að endurskipuleggja skráningu bókhaldsins í samráði við endurskoðanda fyrirtækisins. Strax er ég frétti af kaupunum, benti ég á að fyrirtækið væri nú, eftir vinnu mína og endurskoðanda fyrirtækisins, ágætlega skipulagt til reksturs og allar 6 deildir þess væru með jákvæða rekstrarstöðu. Það merkilega var að þessu mótmælti framkvæmdastjórinn, án þess að hafa þá öðlast heildaryfirsýn yfir bókhaldslega uppgjörsliði, sem þá voru einungis kunnir mér og endurskoðandanum. Sagði hann mig bara vera orðinn of gamlan til að skilja mikilvægi þess að breyta yfir í þetta nýja kerfi.
Stjórn fyrirtækisins bar þetta ágreiningsatriði mitt og framkvæmdastjórans undir endurskoðanda fyrirtækisins. Tók hann algjörlega undir með mér, enda öll endurskipulagning og breytingar gerðar í fullu samráði við hann. Framhald kaupa á nýjum búnaði var því sett á bið, þar til ég hafði lokið starfi mínu og var farinn. Nokkrum mánuðum síðar frétti ég að endurskipulagningin hefði farið fram. Þremur árum síðar varð fyrirtækið gjaldþrota og sagt var að það hefði ekki skilað ársreikningum síðustu árin.
Þessi örstutta innsýn í þær fjölþættu umbreytingar sem áttu sér stað á níunda áratug síðustu aldar, draga fram hvaða afleiðingar geta fylgt því að aftengja fyrirvaralaust eða fyrirvaralítið, þýðingamikla reynslu og þekkingu á viðskiptaumhverfi, út úr stjórnunarsviði mikilvægra fyrirtækja. Eðlilega er unga fólkið upptekið af sinni nýju námsreynslu og því eðlilegt að athyglin væri ekki skörp á hinum ókunna þætti þar fyrir utan, eins og t. d. viðkvæm viðskiptatengsl. Það er hins vegar röng nálgun að faglega mikilvægum undirstöðum hvers menntunarsviðs, ef nemendum á því sviði er ekki vandlega gert ljóst að þó þeir hafi fengið prófgráðu, hafi þeir einungis fengið lykilinn að þekkingu sem þeir þurfi að afla sér svo þeir verði farsælir stjórnendur í framtíðinni. Mikilvægi þátturinn verði ávalt, hefur alltaf verið og muni ævinlega verða, djúpstæð þekking á lífsæðakerfi rekstrarþáttar þeirra fyrirtækja sem á að stjórna. Það lífsæðakerfi er einstakt og sjálfdrifið innan hvers fyrirtækis. Og sú þekking og reynsla sem þar safnast saman, og muni vonandi varðveitt af stjórnum og framkvæmdastjórum hvers fyrirtækis, er HVERGI SKRIFUÐ Í KENNSLUBÓK. Sú þekking verður því ekki lærð á skólabekk, sama hve mörgum árum er eytt í skólasetu.
Eins og ungviði er eðlilegt, blindaði nýjabrumið hinum reynslulausu ungmennum sýn til hinna mikilvægu þátta: þekkingar reynslu og yfirsýnar yfir allt lífæðakerfi mikilvægustu atvinnugreina landsins. Á sama hátt var stokkið af stað, með umbyltingu mikilvægustu og viðkvæmustu upplýsingar hvers fyrirtækis. Að breyta flokkunarkerfi bókhalds án vandaðs undirbúnings og ígrundaðrar umhugsunar um afleiðingar þess fyrir lífafl og sögu fyrirtækisins verður ávalt röng nálgun. Sem betur fer leið ekki langur tími þar til íslenskur bókhalds-, og uppgjörs- hugbúnaður hafði verið búinn til. Þökk sé þess tíma ungum reikni- og tölvusnillingi sem sérhannaði alíslenskt kerfi bókhaldsbúnaður, sem í fyrstu var sniðinn að minni kerfistölvum og borðstölvum. Og uppgjörsliðir þess kerfis pössuðu algjörlega við uppgjörsreglur bókhalds hér á landi.
Ef við stökkvum yfir stöðugt óróleikatímabil síðustu áratuga, má Í DAG bæði heyra og sjá ýmis hættumerki á lofti. Ný og hættulegri ungdómsdýrkun virðist aftur í uppsiglingu. Nú virðist hið reynslulausa unga fólk, telja sig best til þess fallið að stjórna landi okkar. Það segist hafa reynsluna og þekkinguna til að stjórna eftir sínu höfði, burt frá spillingunni, en virðist ekki sjá þá miklu spillingu sem daglega er í vinnuumhverfi þeirra. Hinir eldri, sem unga fólkið segir nú eiga að víkja vegna gamalsaldurs, virðast einmitt þeir sem fyrir rúmum 30 árum komu óreyndir til valda, til að stjórna landsmálum og fyrirtækjum. Nú eru fyrrum nýliðarnir taldir vera orðnir of gamlir, fastir í spillingu og úreltir til að stjórna.
Nú er það spurning hvort fyrrum unga fólkið, sem nú telst orðið það fullorðna fólk, sem ungafólkið í dag vill ýta til hliðar, hafi á lífsleiðinni öðlast þá þekkingu og lífsreynslu, að það búi yfir skilningi á þeirri skaðabylgju sem því miður gekk yfir á þeim upphafsárum ungdómsdýrkunar, sem leidd var yfir land og þjóð af hreinum óvitaskap en ekki mannvonsku. Hvort þetta fólk telji sig nú reiðubúið til að teyma þjóðfélagið aftur út í stórkostlegt hrun á þekkingarsviði rekstrarmála þjóðfélagsins, sem vafalítið verði til stórkostlegs skaða fyrir heildina? Þetta fólk, er væntanlega hlaðið reynslu allra þeirra áfalla sem þjóðin tók á sig vegna reynsluleysis þeirra; eru þau nú tilbúið að setjast út í horn meðan núverandi æskufólk og viðhlæjendur þeirra stunda sínar æfingar. Og undirgangast um leið aðra umferð ungdómsdýrkun, með tilheyrandi tjóni fyrir samfélagsheildina?
Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að Ísland fórnaði mestu uppsveiflu lífsgæða, í veraldarsögunni, í tilraunastarfsemi, þar sem rekstrarlegri reynslu og þekkingu var vikið til hliðar, en reynslu- og þekkingarleysi sett í öndvegi. Meðan slíkt ábyrgðarleysi var látið viðgangast renndi gullvagninn sér nokkra hringi kringum landið, án þess að hinir reynslulausir óvitar vissu að þeir væru að láta þjóðina missa af stærsta tækifæri Íslandssögunnar.
Á sínum tíma báðu þáverandi ráðmenn landsins, GUÐ að blessa Ísland, þegar ljóst var orðið að þeir höfðu allir verið blindaðir af fölskum villuljósum. Það var Í ANNAÐ SKIPTI sem stjórnendur á Íslandi létu GUÐS blessunina sigla hjá garði, án þess að teygja sig eftir því sem þeim var ætlað. Eðlilegt er því að spyrja nú hvort ÞRIÐJA SKIPTIÐ SÉ NÚ Í UPPSIGLINGU ??? Fólkið í landinu VERÐUR að átta sig á að EF það tekur ekki af kærleika við þeim Guðsgjöfum sem að þjóðinni er beint, verður fólk að hafa skilning á því þó hjálparköllum þess sé ekki svarað um hæl.
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur