Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2019

Skipta lýðræðis­leg­ar stjórn­mála­hreyf­ing­ar máli?

Yfirskrift þessa pistils er fengið að láni frá Morgunbalðinu, úr umfjöllun blaðsins um flokksráðsfund VG 30-31 ágúst í Skaftafelli. Spurningin sem felst í fyrirsögninni er í raun ekki tengd neinum einum stjórnmálaflokki, heldur lítur beint að Lýðveldinu og lýðræðislegri vitund fólkins í landinu.

Stjórnskipulag okkar er Lýðveldi, byggt á lýðræði með áherslu á almenn mannréttindi og tjáningarfrelsi. Allir eiga að vera frjálsir skoðana sinna og mega láta þær í ljós þegar tilefni gefst til. Það var þannig en er það ekki lengur. Á fundum máttu ekki hafa skoðun á því málefni sem er til umræðu. Þannig er í raun brotin mannréttindi allra sem eitthvað hafa um málið að segja. En,af hverju er það svo? Ástæða þess er líklega einföld. Fundarboendur eru að fara fram með sín „einkasjónarmið“. Þau sjónarmið eru oftast ókunn eða órædd í samfélaginu. Fólki er því einungis fær þessi eina leið til að komast með hugmyndina  nokkuð heiillega frá fundinum. Og til þess að svo verði, verður að brjóta stjórnarskrána á öllum fundarmönnum. Undantekning er þó frá þessu ef fundurinn er boðaður til að veita einfaldar upplýsingar um eitthvað sem ekki er boðið upp á umræður um. 

Framkvæmd hinna lýðræðislegu sjónarmiða var snemma komið í farveg stjórnmála. Þar söfnuðust í hóp, félag eða flokk, fólk sem myndaði ramma utan um tiltekin meginatriði sem talin voru þjóðfélaginu til framdráttar félagslega og efnahagslega. Á þokkalega heilbrigðan máta voru svona hópar (stjórnmálaflokkar) myndaðir, með mismunandi áherslur og forgangsatriði. Og þau forgangsatriði voru síðan vel kynnt öllum landsmönnum, svo hver atkvæðisbær maður gæti kosið þann flokk sem var líkastur hans skoðunum og viðhorfa til mannlífs og þjóðfélags.

Þá voru haldnir almennir UMRÆÐUFUNDIR, þar sem skipst var á skoðunum um atriði sem EKKI VAR BÚIÐ AÐ ÁKVEÐA, heldur voru enn á hugmyndastigi. Nú kallast það almennir fundir að bjóða fólki á FYRIRLESTUR, þar sem honum loknum er veitt afar takamörkuð heimild til að spyrja frummælendur; en bara má spyrja um það efni sem þeir fjölluðu um. Þar er í raun orðið meira en einfalt brot á tjáningarfrelsi, því auk þess er fólki einnig meinað frelsi hugsunar. Þar er líka komin krafa um að fundarmenn hugsi ekki út fyrir þröngan ramma frummælanda.

En aftur að meginástæðu þessara skrifa, en það voru ummæli Katrínar Jakobsdóttur á áðurnefndum fundi VG. En þar sagði hún:

 

„Ég hef áhyggj­ur af þróun lýðræðis­legra stjórn­mála­hreyf­inga í sam­tím­an­um og þess vegna er okk­ar er­indi brýnna en nokkru sinni fyrr. Því er mik­il­vægt að segja frá okk­ar sögu og hvað við höf­um verið að gera,“

„Þess vegna skipt­ir máli að við stönd­um með okk­ur sjálf­um, þekkj­um sög­una, vit­um hver við erum og hvaðan við kom­um. Ég er mjög bjart­sýn fyr­ir hönd þess­ar­ar hreyf­ing­ar og ég held að saga henn­ar sýni að hún mun þora, hún mun geta og hún mun gera.“ 

Ég deili áhyggjum með Katrínu af þróun lýðræðis­legra stjórn­mála­hreyf­inga í sam­tím­an­um. Ég held hins vegar að hún hefði ekki átt að beina allri athyglinni að fyrri ályktunum aðalfunda, heldur líta gagnrýnum augum á eigin ummæli á síðasta kjörtímabili, viðhöfð í ræðustól Alþingis. Það hefði verið athyglivert fyrir hana að skoða áherslurnar sem hún sjálf lagði á tiltekið mál, sem hún ætlaði öðrum að bæta úr þá þegar. En nú, eftir að hún sjálf hefur verið í lykilaðstöðu til að leiðrétta það sem henni áður fannst ranlæti, meðan hún var í stjórnarandstöðu. Það ranglæti hangir enn óleyst fyrir ofan höfuð hennar, þó hún hafi nú verið 2 ár í embætti forsætisráðherra.

Greinilega bera hún og flokkur hennar enga virðingu fyrir áherslu- og forgangsatriðum sem þau sjálf, úr ræðustól Alþingis, gera kröfu um til annarra um að sinnt verði þegat í stað. það fólk sem þarna um ræðir verði ekki látið bíða eftir réttlætinu. Engur er líkara en hún og flokkur hennar telji sér það vel sæmandi að nota fólk, sem þau sjálf skilgreinar í neyðarstöðu, sem hyrtingartæki eða barefli til að berja aðra stjórnmálflokka með. EN, svo þegar þau eru sjálf í aðstöðunni til að rétta við ranglætið, þykjast þau ekki sjá bágindin.

Já, líklega er ástæða til að hafa áhyggjur af heiðarleika og heiðvirðu viðhorfi stjórnmálamanna nútímans, til eigin orða og athafna, því þau eru svo sannarlega ekki til eftirbreytni.    


OPIÐ BRÉF TIL IÐNAÐAR OG ORKUMÁLARÁÐHERRA

Iðnaðar- og orkumálaráðherra,

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

 Reykjavík 26. ágúst 2019.

ERINDI: Varðandi þær breytingar sem urðu á raforkumarkaði landsmanna með tilkomu nýrra Raforkulaga nr. 65/2003, sem framhald af 2. orkupakka ESB. 

ERINDI: Varðandi þær breytingar sem urðu á raforkumarkaði landsmanna með tilkomu nýrra Raforkulaga nr. 65/2003, sem framhald af 2. orkupakka ESB.

 Ég er einn þeirra sem hafa undrast hina einkennilegu framgöngu Sjálfstæðismanna í sambandi við 3. orkupakkann. Mig furðar fátæklegar skýringar um það t. d. hvernig sjónarmið flokksins falli að texta og markmiðum 3. orkupakkans eins og þau atriði eru sett fram af ESB. Ég set þetta hér fram vegna þess að ég er einnig afar hissa á að Alþingi skuli hafa samþykkt hin nýju og viðamiklu Raforkulög nr. 65/2003.

Raunveruleikinn sem blasti við þingmönnum þegar lögin höfðu verið samþykkt var hins vegar sá að áform ESB var að opna sem mest fyrir mögulega eignaraðild að vinnslu, flutnings eða smásölu raforku. EN lög nr. 65/2003 stefna í þveröfuga átt við það sem skilja má sem markmið EES samstarfsins. Þau stefna þráðbeint til algjörrar einokunar eigenda Landsnets hf., sem að meginstofni er Landsvirkjun.

Í, III. kafla laga nr. 65/2003 er á mjög mörgum stöðum látið koma afar skýrt fram að einungis eigi að vera EITT fyrirtæki, sem hafi heimildir til orkuflutningafrá framleiðendum og það sé Landsnet hf.

 Landsnet hf. er stofnað af Alþingi með lögum nr. 75/2004. Það kemur því strax fram sem algjört einveldi varðandi skipulag, stjórnun og flutning raforku frá framleiðanda til tengisvirkis þar sem orkunni er spennubreytt til tenginga við flutningskerfi dreifiveitna, sem keypt geta raforku til dreifingar um þjónustusvæði sín, vítt og breytt um landið.

Margir landsmenn bera ugg í brjósti yfir því að ESB muni ætla að tvístra raforkumarkaðnum, til að auðvelda fjárfestum í fyrstu að kaupa hlut, sem auðveldi þeim t. d. eignaaukningu á verðbréfamarkaði. Fjárfestar hugsa að öllu jöfnu einungis um eigin hagnað, í stað þess að ýta undir þjóðarhagsmuni. En nú lítur frekar út fyrir að óvart hafi stjórnvöld og Alþingi sett fleig í fyrirætlun ESB með ákvæðum Raforkulaga. Og nú hafi þegar verið stofnað EITT hlutafélagsem yfirtaki allar flutningslínur raforkufrá framleiðendum til tengivirkja dreifikerfa.

Í 1. gr. laga nr. 75/2004, um stofnun Landsnets hf.,  segir: að ráðherra:

„skal beita sér fyrir stofnun hlutafélags er skal annast raforkuflutning og kerfisstjórnunsamkvæmt ákvæðum III. kafla raforkulaga, nr. 65/2003.“

Þegar litið er í lög nr. 75/2004, Lög um stofnun Landsnets hf., vekur athygli hve umfangsmikið stjórnunarsvið Landsnets hf. á að vera, miðað við að ekki virðist gert ráð fyrir að Landsnet hf. verði heildsölu milliliður í raforkusölunni. Hlutverkið er ekki fyllilega skilgreint, ef marka má orðræðu hinna nýju stjórnenda Landsnets hf. Samkvæmt lögum er þó ætlunin að Landsnet hf. verði einungis þriðji aðili (þjónustuaðili), „flutningaleið“ milli tveggja viðskiptaaðila. 

Í 2. gr. laganna um Landsnet hf. segið að:

 2. gr. [Hlutverk Landsnets hf. er að annast flutning raforkuog kerfisstjórnun samkvæmt ákvæðum III. kafla raforkulaga, nr. 65/2003,og er því óheimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem því er nauðsynleg til að geta rækt skyldur sínar samkvæmt raforkulögum eða öðrum lögum.] 1)Hlutafélaginu er þó heimilt að reka raforkumarkað.“

Einnig kemur fram í 4. gr. laganna nánari skýringar á hlutverki Landsnets hf. Þar segir svo:

 4. gr. Landsnet hf. skal frá 1. janúar 2005 annast rekstur þeirra flutningsvirkja er falla undir skilgreiningu 6. tölulið. 3. gr. raforkulaga, nr. 65/2003. Fram að þeim tíma skal það undirbúa reksturinn m.a. með því að koma fram gagnvart eigendum flutningsvirkja við mat á verðmæti slíkra eigna, sbr. ákvæði til bráðabirgða XI í sömu lögum. 

Í sambandi við þessa 4. gr. laga nr. 75/2004 um Landsnet hf. þykir mér dapurt að þurfa enn einu sinni að benda þingmönnum á hina mikilvægu hlutleysisreglu stjórnsýslulaga. Þar að auki eru skýr ákvæði í 70. gr. stjórnarskrár okkar sem speglar í raun skyldur allra sem fella úrskurð, framkvæma hverskonar verðmætamat eða felli dóm í deilumáli, skuli vera ÓHÁÐIR OG ÓHLUTDRÆGIR, gagnvart báðum hagsmunaaðilum. Það er eiginlega grátlegt að hugsa til þess að ég skuli á undanförnum áratugum, margítrekað hafa þurft að minna þingmenn á þessi mikilvægu hlutleysisatriði, en án sýnilegs árangurs. Kannski á það sér þá skýringu að fjölmiðlar settu um langt skeið (og stærstu fjölmiðlarnir halda því enn) algjört bann á flutning efnis sem ég hefði haft afskipti af. Að sjálfsögðu hafa fjölmiðlar heimild til að hafna birtingar efnis. Það er þeirra réttur og val.

En í 4. gr. laganna um Landsnet var einnig vísað til þess að 6. töluliður 3. gr. Raforkulaga nr. 65/2003. Ég bendi á að textinn í 6. tölulið 4. gr. laga nr. 65/2003, er EKKI RÉTTUR í lagasafni Alþingis. Lagatextanum var breytt þann 9. júní, 2004, með lögum nr. 89/2004.  Ég set hér inn ranga textann, sem enn var í lagasafni Alþingis 23.08. 2019. Þar er texti 3. gr. laganna eftirfarandi. Ég set áhersluletur á það sem ekki er í gildi.

Strax á eftir set ég inn hinn breytta texta samkv. lögum nr. 89/2004., sem síðan er hinn löglega gildi texti.

3. gr. lagasafni Alþingis)

6. [ Flutningskerfi: Raflínur og mannvirki þeim tengd sem eru nauðsynleg til að flytja raforku frá virkjunum til stórnotenda og til dreifiveitna. Skil milli virkjunar og flutningsfyrirtækis eru við innkomandi rofareit í tengivirki flutningsfyrirtækisins. Vinnslufyrirtæki á því vélaspenni, eldingavara og tengingu við tengivirki. Með sama hætti eru skil milli flutningsfyrirtækis annars vegar og dreifiveitna/stórnotenda hins vegar við útgangandi rofareit í tengivirki flutningsfyrirtækisins.] 1)

Hér kemur svo hinn gildi lagatexti eftir breytinguna samkvæmt 1. gr. lag nr. 89/2004.   

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna: 

6. tölulið. orðast svo: Flutningskerfi: Raflínur og mannvirki þeim tengd sem nauðsynleg eru til að flytja raforku frá virkjunum til stórnotenda og til dreifiveitna á þeim afhendingarstöðum sem taldir eru upp í viðauka með lögum þessum.Það nær frá háspennuhlið stöðvarspenna virkjana sem tengjast því, sbr. 3. mgr. 5. gr., að háspennuhlið aðveituspenna stórnotenda eða dreifiveitna.

Og 3. málsgrein 5. gr. er svo hljóðandi:

Ráðherra skal í reglugerð setja nánari ákvæði um hlutverk og starfsemi flutningsfyrirtækisins,kerfisstjórnun, notkunarferla og tengingu virkjana við flutningskerfið.“

Margar breytingar hafa verið gerðar á upphaflegu lögunum. Þetta er þó eina breytingin sem ég hef rekið mig á að ekki uppfærðist í lagatexta lagasafns Alþings. Ég teldi vel við hæfi að þú létir breyta þessu meðan þú ert einnig dómsmálaráðherra.

Ég hef áður bent á, t. d. í bréfi sem ég nýlega sendi utanríkismálanefnd Alþingis, þegar nefndarfólk kvartaði opinberlega undan hreinskilni Arnars Þórs Jónssonar, héraðsdómara. Ég benti á beinlínis rangar og frekar ósvífnar innheimtur sem líklega eru á öllum rafmagnsreikningum landsmanna, þar sem innheimt er  flutningsgjalda til Landsnets hf. hjá almennum raforkukaupendum. Eins og sjá má af hinu leiðrétta lagaákvæði hér á undan, nær heimilað starfsumhverfi Landsnets hf. einungis til þeirra sem hafa viðskiptasamband við flutningssvæði þeirra, sem skilgreint er í lögunum -eins og ég setti rautt letur á leiðrétta lagatextann hér á undan. Landsnet hf. á því ALLS ENGAN kröfurétt á almenna raforkukaupendur í hefðbundinni lágspennu 220 – 400 volt. Þarna er því ólöglega seilst í fjármuni fólks og fyrirtækja, sem líklega nær til allra raforkukaupenda.

Ef miðað hefði verið við allar þessar fyrirliggjandi aðstæður, í undirbúningi stjórnvalda fyrir hin nýju Raforkulög, hefði mátt vænta að nokkuð margar breytingar þyrfti að gera, svo væntanleg lög gætu talist þinginu til sóma.  Og samhliða hefði þá átt að verða ljóst hvort þörf væri hér á landi fyrir ætlaðar breytingar. Raforkuverð hér á landi væri með því lægsta sem þekkt væri. Ef verkefnið hefði fyrirfram verið vandlega skoðað og kostnaðargreint, verður að telja líklegt að fram hefðu komið efasemdir um lagasetninguna, vegna þess hversu óhemju dýrt, seinlegt og flókið það væri að koma á virku umhverfi fyrir samkeppnis - og markaðsstarfsemi í raforkuframleiðslu og sölu hér á landi.

Slíkar breytingar hlytu að verða bæði umfangsmiklar og dýrar. Þær myndu kalla á umtalsverðar breytingar á raforkuviðskiptum hér á landi. Horfa þyrfti því af mikilli nákvæmi til þess hvaða áhrif slíkar breytingar hefðu t. d. á heildartekjur Landsvirkjunar, með tilliti til afborgana af langtímalánum. Þá hefði líklega einnig orðið ljóst að með lögunum yrði Landsvirkjun gert skylt að selja frá sér umtalsverð eignaverðmæti, í flutningskerfum háspennu raforku, ásamt öllum nauðsynlegum tengivirkjabúnaði.

Einnig hefði líklega talist nauðsynlegt að skoða hvernig hin breytta eignastaða kæmi út gagnvart þeim veðböndum sem á Landsvirkjun hvíldu.  Við skoðun á þeim aðstæðum kom það mér verulega í opna skjöldu þegar ég las í ársreikningum Landsvirkjunar og Landsnets fyrir árið 2005, eftirfarandi texta varðandi stefnumótun, framtíðarsýn og gildi:

„Stefnumótun fyrirtækisins var eðlilega fyrirferðarmikil á fyrsta starfsári þess og þar lögðu fjölmargir starfsmenn hönd á plóg. Stefnumótunin verður endurskoðuð árlega og gefin út til 5 ára í senn, en í henni er að finna helstu áherslur fyrirtækisins á næsta 5 ára timabili.“

Það sem vekur hér athygli er að á fyrsta starfsári, án þess að nokkur starfsemi sé komin af stað, eru „fjölmargir starfsmenn“ að vinna að Stefnumótun fyrirtækisins, sem þó virðist búið að ákveða að verðiendurskoðuð árlegaog gefin út til 5 ára í senn“.

Er hugsanlega ekki allt í lagi með hugmyndafræðina að stofnun Landsnets? Eins og ég sé verkefnið fyrir mér, hefði það í byrjun átt að snúast um yfirtöku á þeim kerfum sem voru fyrir hendi, þ. e. flutningskerfin hjá Landsvirkjun, RARIK, Orkubúi Vestfjarða, og öðrum smærri framleiðendum.  Byrja hefði átt á því að keyra fyrirliggjandi starfsemi áfram meðan unnið væri að framþróun þess sem koma skildi og nýta  samráð við tæknilið Landsvirkjunarmanna.

Þegar starfsmenn hefðu verið orðnir vel slípaðir í því kerfi sem gengið hafði áfallalítið og skoðaðar hefðu verið hugmyndir Landsvirkjunar- og RARIK-manna um framþróun kerfisins, þá fyrst væri hægt að telja starfslið Landsnets hf. tilbúið til að taka í sínar hendur framþróun flutningskerfa háspennurafmagns á Íslandi, með raunhæfa von um bætt afhendingaröryggi.

Það verður að teljast hreint galin hugmyndafræði að setja fyrirvaralítið inn ný lög í Raforkumálum, fyrir allt landið, þar sem nýtt hlutafélag væri stofnað til að yfirtaka alla stjórnun raforkumála í landinu. Þetta nýja hlutafélag hafði ekki einu sinni nothæfa verkefnalýsingu í eigin lögum eða stofnskrá, til að hinir nýju starfsmenn gætu áttað sig á hlutverki sínu. Lögin sögðu þeim líka að byrja á að smíða ný flutningskerfi, í stað þess að nota þau sem fyrir voru. Ég velti fyrir mér hvort þetta nýja fyrirtæki hafi ekki haft nægilegt samráð við þá sem stjórnað höfðu raforkumálum, heldur ætlað að keyra breytingar hratt í gegn, án spurninga um afleiðingar fyrir þjóðfélagið. Einnig er athyglisvert að það skuli vera liðin 14 starfsár síðan nýja hlutafélagið var sagt taka við, en samt er ekki enn farið að örla á skilmerkilegri bókhaldsskráningu eða nothæfri sundurliðun tekna, útgjalda, eigna eða skulda, þannig að glögglega sjáist hvort starfsemin beri sig í eðlilegu rekstrarumhverfi. Eitthvað mikið virðist vanta á talandi þekkingu á framsetningu mikilvægustu rekstrarforsendna eða verið að fela að sá litli raforkumarkaður sem hér er, með umsemjanlegar magnbreytingar og verð á orku innan mánaða eða á milli mánaða er svo ósköp lítill að hann ber ekki uppi marga tugi hátt launaðs tæknifólks.  Svörin sem ég fæ, leiða það kannski í ljós.

 Einnig má lesa eftirfarandi í ársreikning Landsnets fyrir árið 2005:

„Landsnet hefur mikilvægt hlutverk í að koma á markaðsumhverfi í íslenskum raforkuiðnaði sem er mjög sérstakur á heimsvísu vegna óvenju hás hlutfalls stóriðju í raforkunotkun, smæðar markaðar og fákeppni í raforkuvinnslu.“

Það er undarlegt að lesa þetta sem álit stjórnenda hins nýstofnaða hlutafélags til flutnings á raforku frá framleiðanda til dreifiveitna í smásölu. Þau ummæli sem þarna er vitnað til, benda ótvírætt til þess að alla vega þeir aðilar sem þarna tjá sig, virðast meðvitaðir um að einungis lítill hluti heildar framleiðslu á raforku, geti farið í markaðsdreifingu. Við þessar aðstæður er ómögulegt annað en spyrja hvar ábyrgðartilfinning þeirra hafi verið gagnvart þjóðinni, þegar þeir héldu áfram því feigðarflani sem hið ókostnaðargreinda Landsnets ævintýri var og virðist enn? Þeir aðilar sem stjórna Landsneti f. höfðu strax á fyrsta ári fullkomna greiningu á að markaður raforkuflutnings á Íslandi sé greinanlega  sérstakur á heimsvísu. Fyrst og fremst sé það vegna óvenju hás hlutfalls stóriðju í raforkunotkun. En vonleysi þess að markaðsvæðing geti orðið sjálfbær sé vegna, “smæðar markaðar og fákeppni í raforkuvinnslu.“

Þegar litið er til þess að stjórnendur fyrirtækisins vissu strax á fyrsta rekstrarári að hugtakið um markaðsdrifna starfsemi væri andvana fædd. Flutningur raforku frá framleiðanda til endurseljanda er tekjulega mjög aðþrengd starfsemi og á sér fáa möguleika til vaxtar. Stjórnendur fyrirtækisins urðu því að skapa sér tilverugrundvöll, sem líklega byggist á smá skollaleik gagnvart pólitíkinni, en um leið ákveðinni þögn Landsvirkjunar um: greiningar-, þróunar- og framtíðaráætlanir um virkjanir og flutningskerfi raforku nokkuð langt fram í tímann. Allar þessar áætlanir voru áreiðanlega til og hafa verið til lengi.

Landsnet hf. var stofnað árið 2003.  Enginn ársreikningur eða rekstrarskil finnast fyrir árið 2004, en rekstur talinn hefjast 2005. Og fyrir það ár er skilað afar ófullnægjandi ársreikningi, sem ekki svarar neinum þeirra spurninga sem ársreikningi er ætlað. Ársreikningur 2005 skilar einni ósundurliðaðri upphæð fyrir flutningstekjur að upphæð kr. 5.081.806. þúsund krónur. Í ársreikning Landsvirkjunar finnst hins vegar skráð það magn raforku sem þeir skráðu sem afhent inn á flutningskerfi Landsnets á árinu 2005, var 7.145 GWst. Ef flutningstekjur eru rétt skráðar í ársreikningi Landsnets hf. og magn raforku til flutnings einungis komið frá Landsvirkjun, samsvarar það því að greiddar hafi verið 711.200 krónur fyrir flutning hverrar GWst.  Það. verður að teljast þó nokkur upphæð í flutningskostnað, ef rétt reynist.

Augljóst er af því sem hér hefur verið greint frá varðandi flutningskostnað raforku að í engum ársreikningi Landsnets hf. er getið flutningsmagns eða einingaverðs flutningsgjalds. Engin sundurliðun milli flutningskostnaðar til stórnotenda og hins vegar til dreifiveitna lágspennurafmagns til almennrar notkunnar.

Augljóst er af öllum þeim kennitölum sem ég hef dregið út úr öllum ársreikningum Landsnets hf. frá árinu 2005 til ársins 2018, að ENGINN þeirra ársreikninga samræmist lagareglum um eðlilega sundurliðun eða greiningarþætti tekna og gjalda ár eftir ár, en ekki heimkynnalausar tölur frá ári til árs, sem hvergi verði vistaðar í þekktri sundurliðun tekna eða reksturs viðkomandi fyrirtækis. Líkir annmarkar eru á öðrum sundurliðunum, s. s. rekstrarfjármunum, fastafjármunum, fjárfestingum ársins, eignfærð flutningsvirki. Hægt væri að komast af við sundurliðun Annað fastafé, veltufjármunir, langtímaskulda, skammtímaskulda og eiginfé.

Ófullnægjandi skýringar er víða að finna í þessum ársreikningum og sjaldan neinar haldbærar skýringar á mikilli tekjuaukningu miðað við magn fluttrar raforku, sem alltaf þurfti að sækja inn í ársreikninga Landsvirkjunar, vegna þess að flutningsmagns var ekki getið í ársreikning Landsnets hf. þó veruleg óútskýrð tekjuaukning yrði á árinu.

Þá má í lok þessarar yfirferðar vegna ófullnægjandi ársreikninga Landsnets hf. geta þess að árið 2015 er í ársreikning getið um ENDURMAT á eigið fé félagsins. Dálítið merkilegt því árin á undan hafði eiginfjárstaða aukist jafnt og þétt, þó flestar venjulegar kennitölur hefðu bent til að eigið fé stæði í stað eða jafnvel lækkaði. Í árslok 2014 er eigið fé félagsins sagt vera kr. 19.208.474, þúsund. Á árinu 2015 er eigið fé fyrra árs endurmetið og bókfært í árslok 2015 sem 41.955.670, þúsund krónur. Þetta gerist við litla tekjuaukningu, aukinn rekstrargjöld, óútskýrt hvaðan 22,6 milljarða aukning á rekstrarfjármunum komu því skuldaaukning varð engin.  

Það er að mínu mati útilokað annað en að taka alla bókfærslu Landsnets hf. til endurskoðunar, leiðréttinga á því sem þarf en einnig eðlilegrar sundurliðunar svo lesa megi úr niðurstöðum milli ára hvernig einstakir liðir starfseminnar  beri þann kostnað sem af þeim hlýst.  

En það sem vekur athygli mína, þegar ég les um rekstur Landsnets hf. er að afar takmarkaðar upplýsingar er þar að finna um verðmat á t. d. yfirteknum eignum frá ríkisfyrirtækjunum Landsvirkjun og RARIK hf.. Sama á við um yfirteknar eignir frá Orkubúi Vestfjarða. Lesa má sumstaðar í ársreikningum Landsvirkjunar að Flutningsvirki þeirra hafi ekki verið eignfærð yfir til Landsnets hf., heldur hafi Landsneti hf. á hverju ári verið reiknuð leiga á flutningsvirkjum Landsvirkjunar. Slíks hafi ekki á greinilega máta verið getið í sundurliðun í ársreikning Landsvirkjunar yfir leigutekjur og ekki heldur í ársreikningum Landsnets hf. sem stór útgjaldaliður rekstrargjalda.

Í 5. gr. laga um ársreikninga er afar skýrt kveðið á um að ársreikningur skuli sýni GLÖGGA mynd af rekstri, afkomu og efnahag fyrirtækis og breytingu á handbæru fé. Ég set þetta hér inn vegna þess að ENGINN ársreikningur Landsnets hf. gefur glögga mynd af starfseminni, hvað felist í rekstrinum eða hvernig tekjur ársins eru til komnar. Ef tekjurnar eru greiðslur fyrir veitta þjónustu, eins og lögin um fyrirtækið benda til, þá verður ekki séð að virðisaukaskattur hafi verið reiknaður af hinni seldu þjónustu, eða innheimtur.

Þá segir í 2. mgr. 6. gr. laga um ársreikninga að:

Efnahagsreikningur og rekstrarreikningur skulu settir upp með hliðstæðum hætti frá [reikningsári til reikningsárs] 2) nema sérstakar aðstæður gefi tilefni til annars. Breytingar skulu tilgreindar og rökstuddar í skýringum.“

Ég vil geta þess að öll árin, 2005 – 2018, sem eru þau ár sem ársreikningar hafa fundist fyrir Landsnet hf., er afar óregluleg sundurliðun rekstrar- og efnahagsliða í ársreikningum Landsnets hf. Engin leið er því að draga fram glögga mynd af rekstri eða efnahag félagsins yfir framangreind ár.  Þó virðist ljóst, eftir að hafa skráð magn raforkuflutnings Landsnets hf. í gegnum upplýsingar úr ársreikningum Landsvirkjunar um það orkumagn hvers árs sem afhent hafi verið inn á flutningskerfi Landsnets hf.  Frá 2005 til 2018 hafi magn fluttrar raforku aukist um 90%. En þegar árstekjur hvers árs eru bornar saman við það magn sem flutt er kemur ekki fram neitt samræmi þar á milli. Það, sem margt annað, bendir einungis til ófullnægjandi upplýsinga um hvernig tekjurnar urðu til.

Þá er margt sem stingur í augun þegar farið er að bera saman  seld og yfirtekin verðmæti, sem sögð eru færast til Landsnets hf., frá Landsvirkjun, RARIK, og Orkubúi Vestfjarða við árslok 2005.  Ekki verður betur séð en mikið ósamræmi sé þar á milli varðandi skráningu. Það er t. d. athyglisvert við árreikninga Landsvirkjunar og Landsnets fyrir árið 2005, að hjá Landsneti er einungis gefnar upp: „Tekjur af flutningi“ en ekkert magn nefnt til sögunnar. Magn er nefnt í reikningum Landsvirkjunar en þar er engin upphæð nefnd sem flutningskostnaður en upphæð nefnd sem raforkusala, líklega heildsala. Einnig er í tekjugrunni hjá Landsvirkjun nefndar: „Flutningstekjur“, sem óneitanlega benti til að Landsvirkjun hafi á árinu 2005 flutt rafmagn sjálfstætt um eigin flutningskerfi, sem ekki var eignfært til Landsnets hf. heldur hafi Landsnet hf. verið leigð afnot af kerfinu, þó ég hafi talið mig lesa í báðum ársreikningum að Landsnet hafi í byrjun árs 2005 tekið við öllum flutningskerfum. Óvissan í þessum málum er raunar enn meiri, þar sem lesa má í ársreikning Landsvirkjunar að Landsvirkjun hafi þá á árinu 2005, verið að gera samninga um orkuafhendingu til stóriðju. En á sama tíma segist Landsnet hafa með höndum yfirstjórn allra raforkumála.

Af þessum ársreikningum verður alls ekki ráðið með hvaða hætti viðskipti með raforku fara fram á Íslandi. Er Landsnet hf. t. d. eingöngu flutningaaðili seldrar orku frá Landsvirkjun og öðrum virkjunum, eða kaupir Landsnet raforkuna í heildsölu af frameiðanda við virkjunarvegg og selji hana svo aftur til dreifiveitna í tengivirkjum lágspennustraums til almenningsnota? Engin leið er að sjá af ársreikningum óskeikult ferli þessara viðskipta.

Engin leið er heldur að  rekja sig eftir eignbreytingum eða eigna tilfærslum, sem sagðar haf verið í árslok 2005, milli fyrrgreindra fjögurra fyrirtækja. Við árslok 2005 bókar Landsnet hf. eignarvirði í fastafjármunum,  25.503,6 milljónir króna. Hins vegar virðist RARIK yfirfæra,  9.168,4 milljónir króna. Og er sá eignaflokkur hjá RARIK eftir það á núlli í árslok 2006.  

Ekki er gott að átta sig á yfirfærslu Landsvirkjunar á eignavirði Flutningskerfa. Frá þessu sjónarhorni voru skoðaðir fjórir ársreikningar, þ. e. áranna 2003, 2004, 2005 og 2006. Eignfærsla Flutningsvirkja var eftirfarandi hvert ár:

í milljónum króna

2003             20.188,4

2004             22.492,3

2005             23.503,6

2006             27.953,4

Af þessu virðist sem Landsvirkjun hafi ekki framselt flutningskerfisín yfir til Landsnets, eins og lög benda til að ætti að gerast á árinu 2005. Af ársreikningum virðist bæði koma fram tekjur og gjöld vegna flutningskerfa á árunum 2005, 2006, 2007 og 2008. Eignfærslu fyrir árin 2007 og 2008 var hins vegar breytt, þannig að ekki liggur ein tiltekin upphæð fyrir um eignavirði flutningskerfa. Út frá þessari misvísandi eigna og kostnaðarskráningu er eðlilegt að fólk sé dálítið áttavillt og spyrji sig hvort alveg sé víst að allur sá kostnaður sem skráður var, og allar þær hækkanir sem urðu í sambandi við hækkanir raforkuverðs til heimila á þessum breytingatíma, hafi verið nauðsynlegur og hvort eignaverðmæta hafi verið gætt svo sem vera ber og þau rétt bókfærð.

Þá má í lokin velta upp spurningum um réttmæti þess að Landsnet hf., sem eingöngu er innlent þjónustufyrirtæki, sem selur þjónustu sína innanlands og eigi þar af leiðandi að fá tekjur sínar í íslenskum krónum, hafi megnið af rekstrarkostnaði sínum íslenskum krónum, færi bókhald sitt í erlendri mynt og skili ársreikningum í USD en ekki í íslenskum krónum. Ég leyfi mér að efa að hér sé fullkomlega löglega staðið að verki. Að mér læðist sá grunur að hér sé verið að fela vaxandi ósjálfbæra skuldasöfnun, sem á einhverjum tímapunkti verður gjaldfelld á skattgreiðsendur og greiðendur lágspennu rafmagns, sem eru heimilin og smærri fyrirtæki. Langtímaskuldir Landsnets hf. voru samkvæmt þeirra árstreikning fyrir árið 2018 bókfærðar á fjögurhundruð tuttugu og níu milljónir níuhundruð sextíu og fimm þúsund dollara.

Samkvæmt lögum, er Landsneti hf. óheimilt að stunda aðra starfsemi en raforkuflutning, innan þeirrar afmörkunar sem lög segja fyrir um. Tekjur fyrirtækisins eiga eðlilega að endurspegla það magn raforku sem það flytur ár hvert. Í skýringum ársreiknings skal sundurliða magn fluttrar raforku, einigaverð flutningsgjalds og heildartekjur. Óútskýrð tekjuaukning milli ára, sem ekki styðst við aukið flutningsmagn raforku, þarfnast eðlilega nánari útskýringa.

Það geta tæplega verið nothæfar forsendur fyrir stöðugt hækkandi langtímaskuldum, að í ársreikningi sé talað um hagnað af rekstri en ekki tap. Fyrir hendi er þó sá möguleiki að skýra mætti skuldaaukningu með nýfjárfestingu í einherjum „fastafjármunum“, sem síðar komi til skráningar sem slíkir. En í ársreikningum  Landsnets hf., virðast engar slíkar venjuleg jöfnunarviðhorf verða réttu svörin við þeim alvaarlegu misfellum sem virðast vera á öllum ársreikningum félagsins.

Ég ætla ekki að lengja þetta bréf með því að rekja fleiri augljósar vitleysur í raforkulögunum. En í lokin varpa ég hér fram nokkrum spurningum sem ég vænti svara við, innan eðlilegs frests stjórnsýslulaga til svörunar erinda.

 Óska ég eindregið eftir að fá eftirtaldar upplýsingar og svör send:

  1. Hvert var bókfært verðmætismat Landsvirkjunar á þeim flutningskerfum sem Landsneti var gert að taka við á árinu 2005? Afrit á bókfærðu verðmæti óskast.
  2. Hvert var bókfært yfirtökuverðmæti Landsnets hf. á flutningskerfum Landsvirkjunar og hverjir framkvæmdu það verðmat? Afrit útreikninga óskast.
  3. Hvernig var háttað greiðslu Landsnets hf. fyrir yfirteknar eignir Landsvirkjunar, sundurliðað eftir megin stofnlínum frá hverri virkjun?
  4. Hver var brúttó stofnkostnaður Landsnets hf. og sundurliðaður rekstrarkostnaður ársins 2004 og þar til fyrstu tekjur fóru að standa undir kostnaði, sundurliðað í helstu gjaldflokka og mánaða?
  5. Hvert var reiknað flutningsgjald Landsvirkjunar árið 2003 á raforku, sem annars vegar var flutt til stórnotenda en hins vegar raforku sem flutt var til tengivirkja til spennubretinga, til afhendinga inn á flutningsveitur dreifistöðva? Sömu viðmið óskast fyrir 6 fyrstu mánuði sem Landsvirkjun greiddi Landsneti hf flutningsgjöld raforku, (sundurliðað eftir mánuðum í magni og einingaverði).
  6. Hvert var söluverð raforku Landsvirkjunar (í sömu magnstærðum) til Landsnets, miðað við afhendingu orku við virkjunarstað?
  7. Hvernig var og er háttað greiðslu flutningsgjalda þeirrar raforku sem Landsnet hf. flytur, annars vegar til stórnotenda en hins vegar til afhendingar raforku frá deilistöð inn á flutningslínur dreifistöðva til smásölu?
  8. Við stofnun Landsnets hækkuðu verulega og fjölgaði föstum gjaldstofnum hvers notanda, þó notað væri sama kerfi að öllu leyti. Hvaða forsendur voru fyrir þeirri hækkun, sem enn er til staðar?
  9. Almennur kaupandi raforku kaupir orkuna við viðurkenndan og innsiglaðan mæli við inntak á heimili sínu. Orkuseljandi flytur orkuna til kaupanda og afhendir hana inn á mæli kaupanda, gegn skráðu verðlagi hverrar mælieiningar. Hvaða lagaheimild er til innheimtu flutningsgjalds frá kaupanda, þegar ljóst er að hann tekur ekki við hinni seldu orku fyrr en hún er komin í gegnum mæli í íbúð hans og þá gegn auglýstu einingaverði?
  1. Flutningur orku til almenns kaupanda fer fram eftir löglega skipulögðu dreifikerfi og tengist inntaki og magnmæli hvers kaupanda. Í flestum tilvikum er eigandi dreifikerfis, einnig orkusali til kaupanda og nýtir þá sitt eigið flutningskerfi til afhendingar orkunnar. Hvaða forsendur eru í þeim viðskiptum fyrir innheimtu „flutningsgjalds“ til Landsnets hf.? Hinn almenni notandi kaupir raforkuna af dreifingaraðila í smásölu við innsiglaðan notkunarmæli á stofninntaki rafmagns í eign orkukaupanda?

Eins og hér hefur verið rakið er ýmislegt í framkvæmd hinna nýju Raforkulaga, sem er afar sérstakt, svo ekki sé meira sagt. Ef þörf krefur mun ég síðar fara yfir aðra þætti Raforkulaganna, til samanburðar við stjórnarskrá og önnur lög, sem þar gæti komið til.

Það verður að teljast bratt siglt hjá stjórnendum flokks og þingflokki Sjálfstæðisflokks, eins þau stefna í málefnum Orkupakka 3. Væntanlega gera þau sér grein fyrir því að „þingsályktun“ hefur stjórnskipulega EKKERT BINDANDI GILDI. Í þingsályktun getur komið fram vilji þingsins til að ríkisstjórn eða einstakir ráðherrar leggi áherslu á einhver málefni, en málefnið sjálft GETUR ALDREI verið ákvörðunarefni, því þingsályktur „ákvarðar ekki bindandi um nein máefni.“ Í tilverugrunni sínum er þingsályktun: beiðni, tilmæli, ósk, eða áskorun um að tiltekin atburðarás verði að varanlegm veruleika, sem ekki getur orðið fyrr en Frumvarp um atburðinn. hafi verið lagt fyrir Alþingi og það samþykkt þar með hefðbundinni málsmeðferð.

Með kveðju,

Guðbjörn Jónsson, kt:101041-3289, fyrrverandi ráðgjafi

Kríuhólum 4, 111 Reykjavík

Sími 567 2001. GSM. 860 84 00

 

 

       


OPIÐ BRÉF TIL UTANRÍKISMÁLANEFNDAR ALÞINGIS

Í fjölmiðlum má nú lesa mikla hneykslun nefndarmanna Utanríkismálanefndar alþingis, yfir því að Arnar Þór Jónsson héraðsdómari sagði á kurteisan en hreinskilinn máta, hversu langt væri frá því að  alþingismenn væru af þjóðhollustu að gæta hagsmuna þess samfélags sem greiðir þeim laun. Ég gat ekki annað en brosað, vegna þess að í mörg ár hef ég skrifað öllum þingmönnum um alvarleg axarsköft þeirra í starfi og margháttaða sniðgöngu siðrænna vinnubragða í löggjafarstörfum. Þingmenn ættu því að vera orðnir þokkalega þjálfaðir í að heyra sannleikann. EN, ég er að vísu ekki dómari, þó ég hafi í 40 ár fengist við ýmsar réttarfarsgreiningar, með góðum árangri á öðrum vettvöngum en hjá löggjafarþinginu.

Ég ætla ekki að skrifa beint um 3. orkupakkann. Arnar og fleiri hafa gert því full skil. Ég ætla hins vegar að tala um vinnubrögð alþingis á árinu 2003, þegar til meðferðar í þinginu var frumvarp sem varð að Raforkulögum nr. 65/2003.

Dómgreind er mikilvægasti eiginleiki þess sem tekur að sér að stjórna samfélagi okkar og setja því lög. Dómgreind er mikilvæg, því eins og margir virtir réttarheimspekingar segja og m. a. er getið í bók Sigurðar Líndal „Um lög og lögfræði“, virðist það almennt álit fræðimanna á sviði réttarfars, að almennur eða illa orðaður óskalisti eða hugmyndaleit, geti seint talist vönduð lagasetning. Á þetta hef ég margítrekað bent, allt frá árinu 1980, t. d. í sambandi við verðtrygginguna. Alþingi hefur ekki enn ÞORAÐ AÐ LEYFA MÉR AÐ TALA VIÐ ÞINGMENN UM SANNLEIKANN, í því máli. Alþingi hefur frekar viljað leyfa fjármálaöflunum að STELA STÓRFÉ af almenningi og fyrirtækjum, frekar en fá að heyra sannleikann frá manni sem vann í hagdeild banka um nokkra ára skeið, en sagði því starfi upp vegna óheiðarlegra vinnubragða þar gagnvart almenningi og fyrirtækjum.

En lítum nú á hvernig Alþingi vann hin mikilvægu Raforkulög. OG lítum einnig á hvernig þingmenn blekkja sjálfa sig og landsmenn, frekar en standa traustan vörð um þjóðhagslega mikilvægan rekstur Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða, eitt af fullkomnustu virkjana og dreifikerfum raforku á vesturlöndum. Á Íslandi eru allar raflagnir í þéttbýli lagðar í jörð. Þó við búum við afar erfitt veðurfar yfir vetrarmánuði, eru háspennulínur landsins það traustar að sjaldgæft er að alvarleg röskun verði á afhendingu rafmagns til neytenda.  Og með þetta yfirgripsmikla dreifikerfi rafmagns, sem nær til allra þéttbýlisstaða og flestra sveitabæja í landinu, er verðlag raforku hjá okkur eitt það LÆGSTA í vestrænum heimi.

Við þessar aðstæður og án allra haldbærra skýringa, setja alþingismenn í fyrstu setningu nýrra laga, texta sem bendir svo áþreifanlega til algjörrar vanþekkingar á því viðfangsefni sem þeir voru þá að fara að setja lög um. Nýju lagasetningin byrjar svona:

1. gr. Markmið.          

Markmið laga þessara er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinuÍ því skyni skal:“ 

Hið fallega fyrsta Markmið hinna nýju Raforkulaga, lofar að stuðla að: „þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi.“ Þessi háleitu markmið skiptust í 5 áhersluþætti, þar sem 3 þeirra voru nokkuð hefðbundin innihaldslaus slagorð en tveir markmiðsþættir sem vöktu margar spurningar, því engin útfærsla var kynnt. 

Sem 1. forsenda markmiða hinna nýju laga var að:

Skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og viðskiptum með raforku, með þeim takmörkunum sem nauðsynlegar reynast vegna öryggis raforkuafhendingar og annarra almannahagsmuna.

Mig undrar stórlega að engar krefjandi spurningar skyldu koma fram frá stjórnarandstöðu þegar frumvarp þetta til Raforkulaga var til umræðu á alþingi. Var virkilega enginn þingmaður forvitinn um hvaða hugmyndir væru að baki því að búa til samkeppni úr markaði þar sem einn aðili ætti öll framleiðslu og dreifingartækin? Það hefði áreiðanlega verið athyglisvert að heyra svör höfunda frumvarpstextans við því hvernig ætti að auka samkeppni í vinnslu raforku þegar einn eigandi væri að öllum helstu virkjunum landsins, sem framleiddu yfir 95% allar raforku á svæðinu.

Fyrsta skrefið til að auka samkeppni var stigið með stofnun nýs hlutafélags, Landsnet hf. sem annast skildi flutning á raforkunni frá virkjunarstað til tengivirkis fyrir dreifingastöðvar. Í 9. gr. Raforkulaga segir að: 

„Flutningsfyrirtækið skal byggja flutningskerfið upp á hagkvæman hátt að teknu tilliti til öryggis, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, [gæða raforku og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku]. 1) Fyrirtækið hefur eitt heimild til að reisa ný flutningsvirki.“ 

Landsnet fór þó ekki eftir þessum lögum því til þess að Landsnet gæti starfað, varð ríkissjóður, sem aðaleigandi Landsvirkjunar hf. að gera stjórnarsamþykkt í Landsvirkjun um að selja  Landsneti allar háspennulínur og háspennu tengivirki ásamt öllum búnaði sem því fylgdi. Ekki lág ljóst fyrir hvert verðmæti hins selda búnaðar væri, því sundurliðun í bókhaldi Landsvirkjunar er ekki svo glögg. Hins vegar er spurning hvort ráða megi í heildarverðmæti hinna yfirfærðu eigna frá Landsvirkjun til Landsnets, út frá leigu Landsvirkjunnar á búnaðinum fyrstu 6 starfsmánuði Landsnets. Tafir urðu á eignayfirfærslu frá Landsvirkjun til Landsnets, sem tók til starfa á miðju ári 2005. Landsvirkju reiknaði sér því leigu af öllum þeim búnaði sem flytjast átti til Landsnets.  Leigan sem Landsvirkjun setti upp fyrir þetta hálfa ár var kr. 2.490 milljónir. Þó leigan virðist nokkuð mikil er ekki mikið við því að gera þar sem þarna eiga viðskipti, tvö sjálfstæð hlutafélög, sem þó eru bæði í meirihlutaeigu ríkisins. Hins vegar segir í 4. mgr. 10. gr. Raforkulaga nr. 65/2003 að:

Ráðherra getur í reglugerð 2) kveðið nánar á um samskipti eigenda flutningsvirkja og flutningsfyrirtækis, afnot flutningsfyrirtækis af flutningsvirkjum og endurgjald fyrir þau.  

Hvorki verður séð að ráðherra orkumála eða alþingismenn hafi gert neitt veður út af því þó eitt hlutafélag í ríkiseigu okri líklega hressilega á hinu nýstofnaða hlutafélagi ríkisins sem taka eigi við raforkuflutningnum af Landsvirkjun. Hvergi sést stafkrókur um athugasemd vegna þess aukna kostnaðar sem þannig er settur út í raforkuverð, algjörlega að þarflausu. Og enn eitt tilvik er einnig í lögunum þar sem þeir sem sömdu lagatextann virðast ekki hafa þekkt hvernig ákvarðanir eru tekna í hlutafélögum. Í 2. mgr. 12. gr. Raforkulaga nr. 65/2003 segir eftirfarandi:

Orkustofnun setur flutningsfyrirtækinu tekjumörk vegna kostnaðar við flutning á raforku. Tekjumörk skulu vera tvískipt, þ.e. vegna flutnings á raforku til dreifiveitna annars vegar og vegna flutnings til stórnotenda hins vegar. Tekjumörk skulu ákveðin fyrir fram til fimm ára í senn og uppfærð árlega miðað við breytingar á viðmiðum sem tilgreind eru í 3. mgr. Við setningu tekjumarka skal taka tillit til kostnaðar vegna reksturs og fjárfestinga vegna flutnings til dreifiveitna annars vegar og til stórnotenda hins vegar.“  

Það hefði nú átt að vera auðvelt fyrir alla þá lögfræðilærðu þingmenn sem sátu á þingi árið 2003, þegar Raforkulög voru til þingmeðferðar að vekja athygli á því að löggjafinn setur ekki sjálfstæðum hlutafélögum mörk um rekstrarkostnað eða verð á endursöluafurð starfseminnar. Slíkt er stjórnar hlutafélagsins en ekki alþingis. Alþingi fól ráðherra full umráð yfir öllu hlutafé ríkisins í hlutafélaginu, þó alþingi hefði átt að vera ljóst að viðkomandi ráðherra hafði í raun ekkert umboð æðsta eiganda hlutabréfsins, til neinnar ákvarðanatöku fyrir hönd æðsta eigandans. Ekki verður heldur séð að alþingi hafi haft laga eða stjórnarskrárheimild til að útvista eign æðsta eiganda út fyrir löggjafarþing, nema með samþykki æðsta eiganda, samkvæmt almennum kosningum þar um. En því miður hefur lítið farið fyrir því að alþingi upplifi sig í þjónustu æðsta valds Lýðveldisins Ísland, því yfirleitt kemur alþingi fram sem hið endanlegi æðsti valdhafi en ekki sem fulltrúi þjónustustarfs eins og stjórnskipunin segir til um.

Reikningsár hlutafélaga fer eftir samþykktum félagsins og lögum um hlutafélög. Í samþykktum Landsnets er kveðið svo á að reikningsárið skuli vera almannaksárið og aðalfundur skuli haldinn í marsmánuði ár hvert. Og skuli reikningar félagins liggja mánuði fyrir aðalfund. Af þessu er ljóst að höfundar lagatexta Raforkulaga virðist ekki hafa gert sér grein fyrir að Landsnet væri hlutafélag en ekki ríkisstofnun beintengd fyrirmælum frá alþingi. Nánast öll ákvæði 12. gr. o.fl. greinar Raforkulaga hefðu því átt að eiga heima í sérlögum um Landsnet hf, til þess að vera rétt staðsett í laga og réttarkerfinu.

Víkjum þá að því sem lýtur að hinum almennu notendum raforku, heimilum og fyrirtækjum, sem eiga viðskipti sín við dreifiveitur á sínu svæði. Undirritaður býr í Reykjavík og er á því dreifiveitusvæði, þó nokkuð óljóst sé hvað sú dreifiveita heitir í raun. Á reikningnum stendur „Veitur ohf. kt: 501213-1870“ en á vefsvæði „ON“ eða „Orka náttúrunnar“. Fyrir ekki löngu hét dreifingarfyrirtækið „Orkuveita Reykjavíkur“. Er þetta svolítið til marks um óstöðugleikann í samfélagi okkar. Sýnir glöggt þá felumynd sem pólitískt kjörnir fulltrúar reyna að varpa yfir óljós verk sín með skollaleik áhættufíkla, í leit að feluleiðum fyrir eftirliti almennings.

Á rafmagnsreikningi fjölskyldu minnar eru tveir innheimtuþættir sem ekki eiga þar heima. Annar algjörlega án neinna lagaheimilda en gæti átt rétt á sér í framkvæmd rétts aðila til slíkrar innheimtu.

Í fyrsta lagi er hér um að ræða svonefnt „Flutningsgjald“, ákveðinn gjaldliður fyrir hverja notaða Kílówattstund af raforku. Við því væri svo sem ekki mikið að segja ef dreifingaraðilinn sem orkan væri keypt af væri að rukka þetta fyrir sjálfan sig og hefði lagaheimildir til slíks en svo er alls ekki. Neðst í ramma reikningsformsins er eftirfarandi ritað sem skýring á þeim tveimur ólögmætu innheimtuþáttum sem á reikningnum eru:

Flutningurer vegna þjónustu Landsnets sem rekur háspennukerfið. 

Jöfnunargjaldrennur til ríkisins til að jafna orkukostnað milli landshluta sbr. lög nr. 98/2004.

Flutningur: Í fyrsta lagi er hvergi Raforkulögum heimild fyrir þessu gjaldi. Í öðru lagi er þetta gjald vegna þjónustu Landsnets við rekstur háspennukerfis.  ENGINN notandi lágspennu rafstraums 220-400,  volt er í viðskiptasambandi við Landsnet, sem eingöngu hefur heimild til að skipta við dreifiveitur, ekki einstaka notendur raforku hjá dreifiveitum. Auk þess á Landsneti að vera skylt, vegna laga um bókhald og virðisaukaskatt, að gefa sjálft út reikning, á eigin reikningsformi, fyrir þjónustusölu af þessu tagi.  Ég er nokkuð viss um að ALLIR þingmenn á alþingi hafa fengið svona útreiking á sínum rafmagnsreikningum og því allir með tölu litið framhjá því að í þessu eina gjaldi fyrir Flutning, væru þeir þögulir þátttakendur í tvöföldu lagabroti. Annars vegar varðandi bókhald seldrar þjónustu en hins vegar vegna undanskots þjónustusölu frá virðisaukaskatti.   Enn eitt atriðið sem sýnir að þingmenn eru alls ekki færir um að bera þá ábyrgð sem þeir sækjst eftir.

Hinn síðasti þáttur sem vikið verður að í þessu erindi, er það sem á reikningsformi rafmagnsreiknings, líklega flestra notenda rafmagns frá dreifiveitu, er gjald sem kallast JÖFNUNARGJADL.   Enn kemur hér fram atriði sem beinlínis bendir á að þingmenn hafi ekki lagaþekkingu til að vinna rétt að þeim lagafyrirmælum sem þeir telja sig vera að gera.  Í skýringartexta á rafmagnsreikning kemur fram sú einfalda staðreynd að það gjald sem þarna er nefnt „jöfnunargjald“ er í raun almennt notendagjald sem renni til ríkisins.  Eðli málsins samkvæmt er hér um hreinan SKATT til ríkisins að ræða og skatta til ríkisins á innheimtuaðili að skila til Ríkisskattstjóra 15-20 dögum eftir innheimtu. Og lög um svona skattheimtu eiga því að vera innan skattalaga eða í sérlögum undir forsjá Ríkisskattstjóra en ekki vistast hjá aðila sem ekki hefur heimild til meðhöndlunar skattfjár.

Í skýringartexta á rafmagnsreikningi er sagt að innheimta jöfnunargjalds sé í samræmi við lög nr. 98/2004, lög um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku. Markmið þessara laga er jafn mikið utan heilbrigðs raunsæis og markmið Raforkulaganna.  Markmið laganna um jöfnun kostnaðar við dreifingu er svona samkv. 1.  gr. laganna:

1. gr. Markmið. 

 Markmið laga þessara er að stuðla aðjöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda.“

Þeir þingmenn sem samþykkt hafa þessi markmið gera lítið úr landsþekkingu sinni, enn minna úr skilningi á flutningi raforku milli landshluta og undirstrika rækilega að í starfi sínu noti þeir ALLS ENGA DÓMGREIND. Dreifiveitur út um allt land eru eru að fást við afar ólík viðfangsefni, bæði árstíðabundið en einnig vegna sveiflukennrar raforkusölu t. d. út frá skorti á stöðugleika í rekstrarumhverfi fyrirtækja í framleiðslu og þjónustu. Þessu til viðbótar eru flest dreifingarfyrirtækin sjálfstæð hlutafélög eða bein eign eins eða fleiri sveitarfélaga á svæðinu. Rekstrarkostnaður hlutafélaga sem starfa við afar ólíkar rekstraraðstæður, verður ekki jafnaður með skattstofni sem auk þess er afar illa varðveittur og ekki skilað til rétts umsjónaaðila skattfjár.

Í 3. gr. jöfnunarlaga kemur eftirfarandi fram um meðferð hins safnaða skattstofns sem nefndur er „Jöfnunarsjóður“»

„Greiða skal niður kostnað almennra notenda vegna dreifingar raforku á þeim svæðum þar sem Orkustofnun hefur heimilað sérstakar dreifbýlisgjaldskrár í samræmi við ákvæði 5. mgr. 17. gr. raforkulaga, nr. 65/2003.“ 

Markmið þessarar greinar er ágætt í sjálfu sér þó viðfangsefnið sé afar snúið. Það er hins vegar útilokað að alþingi geti útvistað ákvörðunum sem varða jafna stöðu landsmanna innan sama málaflokks, til fyrirtækis úti í bæ. Ef svonefndri dreifbýlisgjaldskrá“ er ætlað það hlutverk að jafnaframlag ríkisfjár til sjálfstæðra hlutafélaga og/eða dreifiveitna í eigu sveitarfélaga, verður sú ákvörðun, vegna ákvæða stjórnarskrár, að vera tekin á alþingi. Það ættu þingmenn að þekkja, alla vega þeir löglærðu.

Í 3. gr. a. segir eftirfarandi um innheimtu jöfnunargjalds.

 3. gr. a. Jöfnunargjald vegna dreifingar raforku
 Til að standa straum af jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda samkvæmt lögum þessum er innheimt sérstakt jöfnunargjald. 
 Dreifiveitur greiða jöfnunargjald samkvæmt grein þessari af raforku sem er móttekin frá flutningskerfi flutningsfyrirtækisins eða beint frá virkjunum að frádreginni þeirri raforku sem fer frá dreifikerfinu inn á flutningskerfið.“ 

Eins og þarna kemur skýrt fram eru það Dreifiveitur,sem eiga að greiða umrætt jöfnunargjald en ekki þeir viðskiptaaðilar sem kaupa raforku af dreifiveitunum. Dreifiveiturnar innheimta hins vegar, ÓLÖGLEGA, þetta jöfnunargjald af viðskiptaaðilum sínum, án þess að þingmenn geri nokkra athugasemd við það svo virðist sem dreifiveitur brjóti lög á öllum sínum viðskiptaaðilum, þar á meðal þingmönnum sjálfum.

Dreifiveiturnar taka mánaðarlega ólöglega þetta gjald af viðskiptaaðilum, en þeir skila því ekki fyrr en 1. desember ár hvert en skila því þá til Orkustofnunar, sem hvorki hefur vald né heimild til að ráðstafa skattfjármunum ríkissjóðs, eða hafa þá i vörslu sinni.

Ég ætla að láta þessari yfirferð lokið hér, að sinni. Ég er að skoða afar athyglisverð atriði sem fram koma í ársreikningum stærstu orkufyrirtækjanna, Landsvirkjunar RARIK, og Orkubús Vestfjarða. Það gladdi gamlan Vestfirðing að sjá að gott samræmi var milli ára í ársreikningum Orkubúsins, en ýmislegt sem þarf að skoða nánar í ársreikningum hina tveggja, auk afar merkilegrar útkomu úr ársreikningum Landsnets. Segi ekki mmeia um það að sinni.     


Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 165580

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband