Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2020

Bréf til Félagsmálaráðherra

Félags- og barnamálaráðherra

Hr. Ásmundur E.  Daðason

Reykjavík 14. febrúar 2020

ERINDI:  Enn á ný kvartað undan vinnubrögðum Tryggingastofnunar ríkisins.

Ég hef áður kvartað til ráðuneytisins og Alþingis vegna ákveðinna vinnubragða hjá Tryggingastofnun ríkisins. Vinnubragða sem hvorki geta fallið undir almenna kurteisi í samskiptum, né samrýmst stjórnsýslulögum eða stjórnarskrá.

Hér er um að ræða þá háttsemi TR, þar sem lífeyrisþegum sem njóta ýmissa sérgreiðslna, eins og t. d. heimilisuppbótar. Þar sem TR er framkvæmdaaðili lífeyrisgreiðslna f. h. félagsmálaráðherra, er það í fullkominni andstöðu við stjórnarskrá landsins og mannréttindaákvæði Sameinuðu þjóðanna, eð TR felli úrskurð um hvort slíkar viðbótargreiðslur skuli falla niður. Og náttúrlega er það til viðbótar fyrri ábendinga um að vera andstætt lögum, að refsiúrskurður til lífeyrisskerðingar sé einungis reistur og úrskurður felldur, á þeim grundvelli að TR „hafi borist ábending“ um að viðkomandi uppfylli ekki lengur skilyrði fyrir hinni tilteknu greiðslu.  

Samkvæmt venjulegum samskiptareglum hefði „ábending“, í besta falli átt leiða til kurteislegrar og þvingunarlausrar fyrirspurnar um sannleiksgildi umræddrar ábendingar. Það er óneitanlega lítil lýðræðisvirðing fólgin í þeim vinnubrögðum þar sem framkvæmdaaðilinn sjálfur, án samskipta við lífeyrisþega, felli úrskurð um breytingar á lífeyrisgreiðslu, án þess að við ákvörðun refsingar liggi fyrir löggildar sannanir, sem stæðust fyrir dómi. Í þessu sambandi er rétt að benda á ákvæði 69. gr. og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrár, en þar segir:

69. gr. [Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi.“

  1. gr. 2. mgr. „Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.“

Starfsfólk TR á eftirlitssviði, þyrfti að hafa þessar mikilvægu greinar stjórnarskrár í stóru letri uppi á vegg í vinnusvæði sínu. Ástæðan er m. a. sú að á s. l. 30 árum hef ég séð ótrúlegan fjölda refsiúrskurða TR, sem einungis voru byggðir á ábendingu, án sönnunarfærslu.

Þrisvar á tiltölulega fáum árum, hef ég þurft að verja sömu konuna fyrir algjörlega órökstuddum ásökunum TR,(einelti ?). Í hvert skipti var byrjaði á að fella úrskurð um sekt, án þess að leggja annað til grundvallar en órökstuddaábendingu. Það er kannski við hæfi hér að minnast á 1. og 2. málsgrein 71. gr. stjórnarskrár, en þar segir eftirfarandi:

71. gr. [Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.

 Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.“

Ég hef oft minnt á það að TR er framkvæmdaaðili lífeyrisgreiðslna f. h. félagsmálaráðuneytis. Og í því hlutverki geti stofnunin hvorki rannsakað eða úrskurðað um ásakanir sem stofnunin setur sjálf fram á hendur lífeyrisþegum. Óháð og óhlutdræg stofnun, samanber 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár, verður að sjá um rannsókn slíkra mála. AÐ lokinni rannsókn á báðum hliðum máls, fellir hin óháða stofnun úrskurð um hinar kærðu forsendur. Að óbreyttri stjórnarskrá og mannréttindasamningi Sameinuðu þjóðanna eða lögum um TR, getur TR, aldrei öðlast frumkvæðisrétt til að breyta réttindum lífeyrisþega. Slík ákvörðun verður að byggjast á úrskurði Óháðs og óhlutdrægs úrskurðaraðila.

Ég skil ekki almennilega þá gífurlegu þrjósku félagsmálaráðuneytis og Alþingis, gagnvart því að virða mikilvægustu mannréttindaákvæði stjórnarskrár okkar, í samskiptum við þann hóp þjóðfélagsþegna sem misst hafa allan samningsrétt um lífskjör sín, vegna aðstæðna sem þau eiga enga sök á sjálf. Ég hef oft spurt, bæði ráðherra og ýmsa þingmenn hvers tíma, hvaða heimildir eða rök Alþingi hafi fyrir svo algjörri sjálfstæðissviptingu, sem framangreindir hópar  eru beittir?

Aldrei hefur verið svarað eða sýndur skilningur á að lífeyrisþegar hafi mannréttindi, sem stjórnvöldum sé skylt að sjá þeim fyrir möguleika til að verja lífskjarastöðu sína, heldur halda stöðugt áfram svo augljósum mannréttindabrotum, sem felast m. a. í framgöngu TR gagnvart rétthöfum til lífeyrisgreiðslna. Er sá möguleiki fyrir hendi, að ráðuneytið og Alþingi hafi á einhvern máta sammælst um að gera ekki neitt, í þeirri von að slík málefni sem hér hafa verið rakin og mörg fleiri, þeim verði ekki vísað til dómstóla? Það væri svo sem ekki ólíkt annarri virðingu sem stjórnvöld hafa sýnt t. d. eldri borgurum, sem streðað hafa við að byggja upp lífskjör í landinu, en sitja svo, ásamt öryrkjum við þá smán, að í okkar heimshluta skuli í lífeyrisgrunni ekki finnast ein einasta króna til greiðslu húsnæðiskostnaðar, meðan Alþingsmenn útdeila sjálfum sér í húsnæðiskostnað tæpar 200 þúsund krónur á mánuði, skattfrítt ásamt öðrum skattfrýjum greiðslum, sem samtals nema rúmlega tvöföldum lífeyrisgreiðslum, til þeirra sem sköpuðu ykkur þessar aðstæður.

Ég vona að þetta verði síðasta bréfið sem ég þarf að skrifa í þessum anda, því mig langra til að sjá Alþingi og stjórnvöld blómstra af virðingu. En ég segi eins og gamall maður  á 8. áratug síðustu aldar:

„VIRÐINGIN KEMUR AF VERKUNUM DRENGUR MINN, EKKI ÚR BÓKUNUM.“

 

MEÐ VON UM AÐ ÞETTA LENDI EKKI Í RUSLAFÖTUNNI, EINS OG ÖLL HIN BRÉFIN.

Með kveðju

Guðbjörn Jónsson


Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband