Færsluflokkur: Bækur

Gæti flokkast sem aðför að gjaldeyrissköpun þjóðarinnar

Aukin heimild til frestunar veiða á úthlutuðum aflaheimildum má allt eins flokka sem aðför að gjaldeyrisöflun þjóðarinnar á afar viðkvæmum tíma, þar sem brínasta verkefni atvinnuvega og ríkisstjórnar er að auka gjaldeyrissköpun eins og frekast er kostur.

Nægur bártafloti er til í landinu til að veiða allar úthlutaðar aflaheimildir. Þörf á frestun er því ekki til staðar og þjóðarbúið þarf NAUÐSYNLEGA á öllum aflanum að halda til gjaldeyrissköpunar.

Ef eitthvað væri hægt að flokka sem glæp gegn þjóðfélaginu, þá væri það að samþykkja þetta frumvarp um frestun og færslu aflaheimilda milli ára.                    


mbl.is Mega geyma þriðjung kvótans milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanda þarf andóf svo vel takist

Ég hef fullan skilning á baráttu og markmiði Ásmundar, en bendi á að þetta hefur verið reynt áður og menn hlotið dóm fyrir. Á ég þar við svonefnt Vatneyrarmál.

Ég hef ítrekað bent á að erfitt er að vinna máli framgöngu með því að gerast sjálfur brotlegur gegn gildandi lögum. Hitt er annað, að möguleiki er í einstöku tilfellum, að skapa sér ákveðna varnarstöðu gegn óréttlátum lögum og stjórnvaldsaðgerðum. Slíkt þarf að gera áður en gripið er til aðgerða gegn sjálfum lögunum.

Ásmundur hafði allar forsendur til að skpa sér þá varnarstöðu sem ég vísa til. Hann mun hafa verið sjómaður í áratugi og skip hans hafði haft kvóta. Þegar hann keypti bátinn Júlíönu Guðrúnu, þurfti hann einungis (formsins vegna) að sækja um kvóta, til að fyrir lægi að hann vildi fá úthlutað aflaheimild. Fiskistofa hefði, eins og venjulega, hafnað þeirri umsókn og þá höfnun hefði Ásmundur þurft að kæra til sjávarútvegsráðherra; sem vafalaust hefði líka hafnað.

Eftir höfnun ráðherra, hefði Ásmundur þurft að rita sjávarútvegsráðherra bréf, þar sem hann rökstyddi rétt sinn til sjósóknar, sem hefði verið aðalatvinna hans í áratugi. Í því bréfi hefði hann gefið ráðherra svigrúm, segjum 2 - 4 vikur, til að staðfesta heimild hans til sjósóknar á umræddum bát, með ákveðnum mörkum um útgerðarhætti, s. s. að hann væri einn á bátnum eða að einungis væri með honum maður / menn sem hefðu haft sjósókn að lífsstarfi eða um ákveðinn árafjölda. Taka hefði þurft fram, að ef engar heimildir yrðu veittar innan tiltekinna tímamarka, mættu stjórnvöld búast við  að hann neytti sér neyðarrétt sinn til ástundunar lífsstarfs síns, og mundi fara að róa til fiskjar á bátnum sínum, þó honum hefði ekki verið úthlutað aflaheimildum.  Afrit af bréfi þessu hefði hann þurft að senda forsetum Alþingis og sjávarútvegsnefnd þess, til upplýsingar um stöðu mála.

Með þessari forvinnu, og síðan einfaldi tilkynningu til sjávarútvegsráðherra um dagsetningu þess er hann byrjaði sjósókn, hefði hann hafi fullan varnarstyrk af því áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú er iðulega vísað til.

Ég óttast mjög, að mál Ásmundar fari sömu leið fyrir dómstólum og Vatneyrarmálið, vegna framangreinds skorts á forvinnu; þó ég viti að sjálfsögðu ekki nákvæmlega hvernig forvinnu þessara mótmælaaðgerða var háttað. En í huga mínum og hjarta styð ég viðleitni Ásmundar til að knésetja það óréttlæti sem í kvótakerfinu er framkvæmt.                         


mbl.is Bátur á ólöglegum veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband