Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Er þessi framganga Helga boðleg þjóðarháskólanum?

Þegar litið er til þess að Helgi er launaður af LÍÚ, er vart við öðru að búast en hann rakki hastarlega niður framlögð frumvörpin um fiskveiðistjórnun. Þó hann skrifi sem fræðimaður við lagastofnun Háskóla Íslands, er líklega meginþorra þjóðarinnar ljóst hver hinn raunverulegi húsbóndi hans er; sá sem greiðir launin hans, en það er LÍÚ.

Eitt af því sem gagnrýnt hefur verið við afgreiðslu frumvarpanna nú, um fiskveiðstjórnun, er það hve lítill tími gefist til að leita umsagna og til umræðna í þinginu. Í því sambandi er áhugavert að rifja upp allar mikilvægustu lagasetningarnar um fiskveiðistjórnun, frá fyrri tíð. Þá komu frumvörpin ekki fram fyrr en rétt fyrir þinglok og voru þá afgreidd með hraði, jafnvel á næturfundum, í gegnum þingið á fáeinum dögum. Frumvörpin nú, eru því afar lengi í meðförum þingsins, miðað við það  sem núverandi stjórnarandstaða gerði á sínum tíma, en þá voru þeir í meirihluta og drifu málin áfram án umræðna.

Þekkt er sú órökstudda árátta Helga að telja aflaheimildir sem eign útgerða, vegna þess að þær hafi keypt heimildirnar af öðrum útgerðum. Oft hef ég beint þeim tilmælum til hans, líkt og annarra sem slíku halda fram, að þeir opinberi þær lagaheimildir sem þeir telja liggja að baki heimild útgerðar sem fær úthlutaða aflaheimild til eins árs í senn, til að selja slíka heimild innan ársins og einnig til að selja slíkar heimildir sem VARANLEGA aflaheimild. Þrátt fyrir mikla leit og miklar eftirgrennslanir, finnast þessar lagaheimildir ekki. Meðan svo er, verður ekki hjá því komist að álíta ummæli "fræðimanna" um eignarrétt útgerða á aflaheimildum, sem keypta umsögn.
 
Í umræðunni um eignarréttinn hefur aðallega verið vísað í greinargerðir tveggja "fræðimanna". Báðar þessar greinargerðir eiga það sameiginlegt að þær leiða ekki fram lagaheimildir "seljanda" aflaheimilda til að SELJA hinn úthlutaða nýtingarrétt sinn. Báðir rökstyðja þeir hins vegar rétt þess sem keypti hina "meintu varanlegu aflaheimild", til að telja hana sér til eignar og þar með njóta verndar af eignarréttar ákvæður stjórnarskrár.  Báðar þessar greinargerðir eru í raun ómarktækar, vegna þess að í fyrsta lagi hafa engin lög verið sett um það sem kallað hefur verið "varanleg aflahlutdeiild, með útfærsluatriðum um hvernig sú "varanlega aflaheimild" skuli fundin út.
 
 Í öðru lagi má Alþingi ekki afhenda þjóðareign í hendur einstakra aðila til varanlegrar eignar án endurgjalds eða skýrrar lagsetningar Alþignis þar um. Og fullkomlega vafasamt að slík lög héldu fyrir dómi.
 
Í þriðja lagi hefur hinum upphaflega grundvelli úthlutunar takmarkaðra aflaheimilda, sem fólst í einskonar þjóðarsátt um fyrstu lagasetningu um takmörkun fiskveiðiheimilda; sáttaskjali í 10 liðum sem fylgdi með fyrstu lagasetningunni; þeirri þjóðarsátt hefur aldrei verið breytt. Sú regla er því enn hin eina lögbundna úthlutunarregla aflaheimilda, þó aldrei hafi verið farið eftir henni, nema fyrsta árið.
 
Að framkvæmd stjórnunar á mikilvægustu tekjuauðlind þjóðarinnar, fram til þessa, skuli hafa verið svo fjarri grundvallarreglu um heiðarleika og réttsýni, sem raun ber vitni, er líklega afsökun háskólarektors fyrir því að selja einokunar hagsmunaaðila, sérstöðu við lagastofnun virtasta háskóla landsins.
Sú ráðstöfun sýnir á áberandi hátt hve litla virðingu stjórnendur þessa háskóla, virtasti háskóli landsins, bera fyrir stofnun sinni. Svo til að kóróna metnaðarskort stjórnenda háskólans, er starfsmanni einokurna-hagsmunaaðila, heimilað að tjá sig undir nafni lagastofnunar háskólans, einum og sér, sem færðimaður á sviði fiskveiðistjórnunar. Slíkt ber sterkan keim af undirgefni svo sem þekkt er um leiguþý allra stétta. Óheiðarleikinn skín því skært af fólki sem selur sig slíkri niðurlægingu, Slíkt er mikil eyðilegging gagnvar heiðarlegum fræðasviðum og almenningi í landinu.
 
Og þá getum við  velt fyrir okkur lokaspurningunni:   Eru líkur til að þjóðin fái NÝTT ÍSLAND, meðan Alþingi, stjórnvöld fyrr og nú, og einnig virtasti háskóli þjóðarinnar, þetta allt er eins undirlagt af spillingu og raun ber vitni?????  

mbl.is Gerir alvarlega athugasemdir við litla frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegir útreikningar

Ég heyrði fréttirnar af útreikningum útvegsmanna í Vestmannaeyjum og Austfjörðum, á áhrifum breytinga á kvótakerfinu. Ég verð að segja að mig undrar stórlega eiginhagsmunahyggja þessara manna. Hvernig væri nú að þeir reiknuðu líka út áhrifin sem urðu við breytinguna þegar þeir fengu kvótann til einkaafnota, endurgjaldslaust. Hvaða áhrif hafði það á sjávarbyggðir vítt og breytt um landið? Ég veit það því ég gerði úttekt á stöðunni fyrir árið 1986.

Hugarheimur þessara manna virðist ekki ná út yfir það þrönga svið, að þeir einir fái að gera eins og þeir vilija, annars verði algjört hrun í greininni. Engin verðmæti verði lengur til úr þeim afla sem veiddur verður. Allir sem hafi vinnu hjá þeim, verði atvinnulausir. Enginn komi í þeirra stað.

Þetta er afburða kjánalegt því sagan geymir einmitt sagnir af mönnum, eins og þeim, sem töldu sig ómissandi í sjávarútveginum. Reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að alltaf koma aðrir menn til reksturs fiskiskipa og útgerða. Fiskurinn mun ekkert fara þó nýir menn stjórni fyrirtækjunum sem eiga bátana. Aflabrögð verða að þeim mörkum sem leyft verður að veiða, líkt og verið hefur.

Helsta breytingin sem orðið gæti, væri sú að meira af heildaraflanum yrði unnið hér á landi og þannig sköpuð meiri verðmæti úr takmörkuðu magni. Það mun að vísu dálítið breyta munstri hjá þeim útgerðum sem lagt hafa megináherslu á að auka fiskverkun í öðrum löndum, en horfa fram hjá þörf þjóðarinnar fyrir atvinnusköpun og auknar gjaldeyristekjur.

En að lokum.  Verða þessir skelfilegu útreikningar birtir opinberlega, svo betur sé hægt að átta sig á þeirri ógn sem þessir menn sjá í framtíðinni?                           


mbl.is Dökk mynd dregin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband