Frumvarp um stjórn fiskveiđa 2. grein

2. gr.   Stjórnvöld.

    Ráđherra fer međ yfirstjórn mála samkvćmt lögum ţessum.

Athyglisverđ setning í ljósi ţess ađ í Stjórnarskrá og lögum um stjórnarráđ Íslands eru afar skír ákvćđi um  valdssviđ ráđherra ćđsta vald yfir sínum málaflokki.  Í 15. gr. stjórnarskrár segir eftirfarandi:

"15. gr. Forsetinn skipar ráđherra og veitir ţeim lausn. Hann ákveđur tölu ţeirra og skiptir störfum međ ţeim."   

Í lögum um stjórnarráđ Íslands nr. 115/2011 segir svo í II kafla,  

"Um skipun ráđherra og verkaskiptingu á milli ţeirra."

 Ţar segir svo í 1. og 2. málsgr. 4. gr. laganna:

"4. gr. Stjórnarmálefni ber undir ráđuneyti eftir ákvćđum forsetaúrskurđar, sbr. 15. gr. stjórnarskrárinnar, sem kveđinn er upp samkvćmt tillögu forsćtisráđherra.

 Viđ skiptingu stjórnarmálefna á milli ráđuneyta skv. 1. mgr. skal ţess jafnan gćtt, ađ teknu tilliti til skiptingar Stjórnarráđsins í ráđuneyti skv. 2. gr., ađ eđlislík stjórnarmálefni heyri undir sama ráđuneyti."

Í 2. gr. segir svo um skiptingu í ráđuneyti:

"2. gr. Stjórnarráđ Íslands skiptist í ráđuneyti. Ráđuneyti eru skrifstofur ráđherra og ćđstu stjórnvöld framkvćmdarvaldsins hvert á sínu málefnasviđi. Ákveđa skal fjölda ráđuneyta og heiti ţeirra međ forsetaúrskurđi, sbr. 15. gr. stjórnarskrárinnar, samkvćmt tillögu forsćtisráđherra. Tillagan skal lögđ fyrir Alţingi í formi ţingsályktunartillögu sem komi ţegar til umrćđu og afgreiđslu áđur en forsetaúrskurđur er gefinn út.

 Stjórnarráđ Íslands hefur ađsetur í Reykjavík."

 Eins og ţarna liggur ljóst fyrir ER sjávarútvegsráđherra ćđsta stjórnvald í ţeim málaflokki. Hins vegar gćti ţarna veriđ tilraun til ađ lauma inn ákvćđi sem gćti valdiđ togstreitu eđa deilum.  Eins og sést á fyrstu setningu 2. gr. segir ađ:   Ráđherra fer međ yfirstjórn mála samkvćmt lögum ţessum.  Ţar sem einungis er sagt RÁĐHERRA, en ekki sjávarútvegsráđherra. Gćti ţarna veriđ á ferđ tilraun til ađ sniđganga stjórnskipan, međ ţví ađ taka málaflokkinn af sjávarútvegsráđherra og setja annan ráđherra yfir tiltekin mál, líkt og reynt var viđ Jón Bjarnason á síđasta hausti. Ţar sem lögin segja einungis RÁĐHERRA, gćti slík sniđganga veriđ reynd aftur í skjóli ţessa orđalags.

Í 2. mgr.  2. greinar segir svo:

Fiskistofa annast eftirlit samkvćmt lögum ţessum og daglega stjórnsýslu.

Eftir orđanna hljóđan annast Fiskistofa eftirlit samkvćmt lögum ţessum, en síđan er engin skýring á ţví eftir hverju hin daglega stjórnsýsla á ađ fara. Ég hefđi kosiđ ađ orđa ţessa setningu á eftirfarandi hátt:

Fiskistofa annast eftirlit og daglega stjórnsýslu samkvćmt lögum ţessum.

3. málsgr. 2. gr. frumvarpsins er eftirfarandi:

"Hafrannsóknastofnunin er til ráđgjafar viđ framkvćmd laga ţessara samkvćmt lögum um rannsóknir í ţágu atvinnuveganna."

Ţetta vita allir sem til ţekkja ađ ţetta er ekki rétt. Hafrannsóknarstofnun er ekki til ráđgjafar um framkvćmd laganna.   Hafrannsóknarstofnun framkvćmir ţćr rannsóknir sem ákvörđun ráđherrans um heildarafla er byggđ á. Eftir ađ ráđherra hefur tekiđ ákvörđun um heildarafla, hefur Hafró engin afskipti af framkvćmdinni. Sú ábyrgđ hvílir á Fiskistofu, eins og fram kemur hér ađ framan.  Ég mundi ţví gera tillögu um ađ 3. mgr. 2. gr. orđist svo:

Samkvćmt lögum um rannsóknir í ţágu atvinnuveganna, annast Hafrannsóknastofnun allar rannsóknir sem ákvörđun ráđherra um heildarafla er byggđ á. Viđ framkvćmd laga ţessara er Hafrannsóknarstofnun einnig til ráđgjafar, í ţeim atriđum er lúta ađ fiskifrćđilegum ţáttum.

             

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband