EES samningur og ætlað vald ESB

EES samningur og ætlað vald ESB

Í upphafi skal þess getið að ALLAR leturbreytingar sem koma fram í athugasemdunum eru komnar frá undirrituðum til að vekja athygli á efninu. Blátt letur táknar endurritun úr lögum eða samningi.

Inngangur.

Undirritaður er einn þeirra sem hefur verið þeirrar skoðunar að upphaflegur samningur um hið svonefnda Evrópska efnahagssvæði, (EES-samningurinn),  hafi innihaldið of mikið af óframkvæmanlegum fyrirheitum, með orðavali sem ekki yrði til að auðvelda framkvæmdina. Einnig ber upphaflegi EES-samningurinn með sér að þeir sem að honum störfuðu hafi ekki skilið til fullnustu hvernig þyrfti að liðsskipa samningsaðilum í tvær fylkingar sem að væntanlegum samning standi.

Annars vegar Evrópubandalagið (EB) með sínum aðildarríkjum ásamt skýru umboði fyrir þau málefni Kola og stálbandalags Evrópu, sem dregið hafði sig til hlés þegar EB var stofnað. En það ekki verið lagt niður. Þarna var ákveðinn óvissuþáttur um valdheimildir EB, á þeim sviðum sem Kol og Stál voru enn með virka áhrifaþætti.

Frá hendi EFTA ríkjanna sem í upphafi stóðu að samningsgerðinni var ekki heldur nein samstilling samningsleiða. Þar voru bara 4 sjálfstæð ríki, öll með ólíka uppbyggðu stjórnkerfa og afar ólíka hagsmuni að sækjast eftir. En engan sameiginlegan talsmann eða aðila til eftirfylgni  og gætni þeirra áfanga sem náðst hefðu, þó ekki tækist að loka þá inni í áfanga.

EES samningurinn ber einnig nokkuð áberandi með sér vanþekkingu á efnistökum við uppbyggingu samskiptasamninga. Ekki er gerð grein fyrir því í upphafi, að samningurinn muni byggjast á tveimur aðal undirnefndum  sem aflað verði tiltekinna valdheimilda fyrir, til að knýja á um úrlausnir erfiðra mála.

   Sá samningur sem hér er til skoðunar, er EES-samningurinn, sem í heild sinni var tekinn inn í Íslensk lög þann 13. janúar 1993, með lögum nr. 2/1993.  En þó ýmislegt þarfnist endurskoðunar í umræddum samningi, varð óheppilegt orðaval í lagasetningu þess valdandi að breyting var nauðsynleg, þó slíkar athugasemdir hafi á þeim tíma ekki hlotið hljómgrunn þeirra sem réðu för.  

Undirritaður mun ekki fara lengra í vangaveltum um hvað hefði geta verið örðuvísi ef meiri greiningarvinna hefði verið unnin áður en hafin var hönnun á texta samningsins. Í þessari færslu mun verða farið yfir þann hluta EES samninginn sem sýnir með augljósum hætti hversu langt menn voru frá því markmiði sínu að setja á stofn farsæla markaðsheild í Evrópu.  

 Á einu er þó vert að vekja athygli áður en af stað er haldið. Við yfirlestur EES samningsins er afar mismunandi reglur Evrópulanda til fyrirmæla í lögum. Víða virðist vera hægt að gera „bókun“ við einhver lagaákvæði, sem taka þá breytingum í samræmi við þá bókun. Slík bókun hefur sitt gildi í almennum samningum, sem ekki eru þinglýstir eða þeir teknir inn í lög. Samningum sem teknir eru inn í lög hjá okkur, breytir ekki venjuleg bókun. Í þinglýstum samningum dugar að báðir aðilar samningsins  skili sameiginlega inn viðbótarákvæði við samninginn, sem þá yrði einnig þinglýst. En ef samningur er lögtekin verður bókunin að koma fyrir Alþingi í frumvarpi, sem breyting á lögunum, og vera samþykkt á Alþingi til þess að breytingin hljóti lagagildi. Það eru nokkrir þættir í þessum samning sem eru á skjön við lagaheimildir okkar. Athugasemdir við samninginn eru settar fram af skilning undirritaðs á ósérgreindum samningum sem stefna að löggildingu.   

Athugasemdir við orðaval Alþingis.

Hér fyrst athugasemd sem gerð var á árinu 1993, eftir að lögin höfðu verið samþykkt.

Það fyrsta sem gerð var athugasemd við var YFIRSKRIFT 1. gr. laganna, sem var eftirfarandi:

  1. Heimilt er að fullgilda fyrir Íslands hönd:“ 
  2. Samning um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samninginn), o. frv.“

Alþingi hefur vald til að setja fram lög eða reglur, um hvaðeina sem lúta skal einhverri stjórnun. EN, Alþingi má alls ekki og hefur ekkert vald til úthluta ónafngreindum heimildum til að FULLGILDA FYRIR ÍSLANDS HÖND. eitthvað sem ekki liggur textalega fyrir þegar heimildin er veitt.  Fólk er beðið um að hafa þetta í huga þegar lengra er komið.

Undirritaður taldi, á þeim tíma sem lögin voru sett, að stjórnarskrá Íslands ætti sér sterkari rætur í brjóstum Íslendinga en þá kom í ljós, og sú virðing hefur því miður ekki aukist. Greinilega er hér á landi of lítið rætt um það hvernig þrepun VALDS, spinnur sig í gegnum stjórnkerfi okkar. Hvert er vald alþingismanna, þingflokka, ráðherra, ráðuneyta, Alþingis og hvar er hið ÆÐSTA VALD þjóðar okkar? Öll er þessi þrepun í nákvæmlega sömu sporum og hún var þegar stjórnarskráin var samþykkt í fyrsta sinn þann 17. júní 1944.  Við lítum kannski nánar á það síðar.

Af þessu leiðir að það er einungis einn maður í landinu sem hefur vald til að FULLGILDA skuldbindingu fyrir hönd Íslensku þjóðarinnar. Og það er Forseti Íslands. Alþingi á að vita að öll þeirra lög og skuldbindandi ákvarðanir, verða að fara til Forseta Íslands til að öðlast fullgildingu fyrir hönd Íslensku þjóðarinnar.  Það er veruleg niðurlæging fólgin í því fyrir alla þá sem eiga að lesa yfir svona skjöl til fullvissu um að ekkert, jafn áberandi klúður í lagasetningu og það sem hér um ræðir, skuli hafa komist framhjá allri textaskoðun og verið látið óleiðrétt í 30 ár.

Texti 1. gr. laga nr. 2/1993.

1. Samning um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samninginn), þ.e. meginmál samningsins, bókanir við hann og viðauka, ásamt gerðum, sem í viðaukunum er getið, milli Efnahagsbandalags Evrópu, Kola- og stálbandalags Evrópu og aðildarríkja þessara bandalaga annars vegar, og aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu hins vegar, sem undirritaður var í Óportó hinn 2. maí 1992“; 

Það var svolítið merkilegt að sjá hvernig Evrópubandalagið (EB),  lét sér ekki nægja að tjalda EB einu á móti Fríverslunarsamtökum Evrópu  (EFTA), sem höfðu enga „bandalags“ tengingu að baki sér. EFTA ríkin voru, og eru, innbyrðis mjög ólík og ferli ákvarðanatöku mög ólík.  EFTA ríkjunum var einnig að fækka á þessum tíma úr 7 ríkjum, sem allt benti til að yrði einungis 3 EFTA eftir áður en samningurinn kláraðist. Þrátt fyrir að EB eitt virtist verða  3-4 sinnum fleiri en EFTA voru EB ríkin einnig mikið fjölmennari og stærri.

EB ríkin létu sér þetta ekki nægja heldur stilltu einnig upp Kola- og stálbandalagi Evrópu, auk þess að skrá einnig öll aðildarríki framangreindra tveggja bandalaga, svona til að vera viss um að hafa öll ráð hins væntanlega EES-svæðis í höndum EB. Það kom líka í ljós þegar farið var að fylgja eftir þeirri textaritun sem birtist í hinum endanlega samningi. Markmið undirritaðs er, þar sem samningurinn er yfir 100 greinar, og sumar langar, þá mun verð að þessu sinni dregið fram það sem helst virðist halla jafnræðisreglu samninga sem þessara, auk þess að reyna að átta sig á málefnalegu umfangi samningsins, því ekkert slíkt er að finna í samningnum sjálfum. Lítum þá í samningstextann sjálfan og látum hann vísa okkur leið.

 

SAMNINGUR UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ (EES-SVÆÐI)

  1. „hluti.Markmið og meginreglur.  
  2. gr.   1. Markmið þessa samstarfssamnings er að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem nefnist hér á eftir Evrópska efnahagssvæðið (EES-svæðið).“

Þarna er varpað fram nokkuð efnilegum forsendum fyrir samstarfssamning, sem ætlað er að stuðla að jafnri eflingu samkeppnisskilyrða en mynda á sama tíma einsleitt Evrópskt efnahagssvæði. Undirritaður hefur alla tíð gert sér grein fyrir því að efnahagslegar og viðskiptalegar forsendur Evrópuríkja standa á svo ólíkum grunni að slík einsleitni sem uppfyllti markmið þessarar 1. gr. væri ekki í sjónmáli á komandi árum eða áratugum, því til slíkra breytinga þarf eiginlega hugarfarslega umbyltingu.

Telja verður líklegt að eitt af aðal markmið litlu aðilanna, EFTA-ríkjanna, sem tækju þátt í þessum samning, hafi verið að ná auknum aðgangi að hinum stóra markaði, stóra samningsaðilans. Mesta álagið var þó ekki frá viðskiptaþætti samstarfssamnings. Meiri tími fór í  að lúta leiðsögn stóra aðilans á hans pólitíska vettvangi?  

Flestir hljóta að vera samdóma um að vegna ólíkra stjórnskipunar EFTA ríkjanna, ólíkra leiða um stjórnkerfi hvers lands fyrir sig til ákvarðanatöku, hafi engin pólitísk eða stjórnmálaleg lína komið frá hlið EFTA ríkja, með aðild að þessum samning. Það markmið sem drífið hafi áfram litla aðilann í þessum samning, hafði að öllum líkindum verið sú veika von, að saman hefðu EFTA-ríkin kannski það afl sem dygði til að ná fótfestu á svo stórum markaði sem EB/ESB markaðurinn er.

  En þá má spyrja sig. Geta litlu aðilarnir í samning þessum vænst vaxtar markaðslegrar hlutdeildar sinnar, þegar markmið stóra aðila samningsins er: efling viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila verði við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum?

Í markmiðum samningsins er ekki að sjá að neinar skýrar línur séu dregnar. Ekki er t. d. tekið fram, í tilvitnun hér á undan, hvort sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum sé tekið tillit til þess að EB var þar fyrir með sínar viðskipta- og efnahagsreglur sem munu verða miklar fyrirferðar þegar komi að endurskoðun á þegar gerðum samningum.

Einn þessara EFTA-aðila var óumdeilanlega  langminnsti aðili samningsins. Var þar um að ræða lítið eyríki langt úti í Atlandshafi, með t. d. umtalsvert dýrari flutningskostnað en önnur ríki samningsins. Er í slíkum samning mögulegt að tefla fram fullkomlega heiðarlegum leikreglum í svo gjörólíkum efnahagsforsendum samningsaðila að slík samningsaðild verði þessu litla eyríki að nokkru gagni?

SAMNINGSFORSENDUR SKILGREYNDRAR

Lítum þá aðeins á 2. tölulið 1. gr. samningsins, þar sem skilgreind eru þau svið sem samningurinn tekur yfir. Þar segir:

 „2. mgr. Til að ná þeim markmiðum sem sett eru í 1. mgr. skal samstarfið í samræmi við ákvæði samnings þessa fela í sér:  
  
a. frjálsa vöruflutninga; -

  1. b. frjálsa fólksflutninga; -  
  2. c.frjálsa þjónustustarfsemi;       
     d. frjálsa fjármagnsflutninga; -  
  3. e.að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum; og einnigað -    
    f. nánari samvinnu á öðrum sviðum, svo sem á sviði rannsókna og þróunar, umhverfismála, menntunar og félagsmála.“ 

Þarna er greinilega verið að vísa til 4-frelsisins svokallaða. Það vekur hins vegar athygli að í e-lið  vilji samningsaðili að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki?  Ber að skilja þetta t. d. þannig að ef aðili frá EFTA-ríki ætli að nota c-liðinn frjálsa þjónustustarfsemi og setja upp sjálfstæða rekstrareiningu frá stórmarkaði sínum í einu EFTA-ríkjanna. Allar líkur benda til þess að þessi nýi aðili taki fljótt til sín 2-5% af sölumarkaðnum. Hér er bent á það að með framangreindu kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki, er um leið byggð upp samkeppnishindrun, sem í raun er andstæð meginboðskapnum,  við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum. Eitthvað virðist jafnréttishugtakið vera óljóst þarna.    

Í 2. gr. samnings þessa eru einnig dregnar fram hugtakamerkingar eftir sundurliðun stafrófs:

   a. hugtakið „samningur“ meginmál samningsins, bókanir við hann og viðauka auk þeirra gerða sem þar er vísað til;“

  1. b. [hugtakið „EFTA-ríki“ merkir … 1) Ísland, Furstadæmið Liechtenstein og Konungsríkið Noreg]; 2)   
         er hugtakið „samningsaðilar“, að því er varðar bandalagið og aðildarríki EB, bæði bandalagið og aðildarríki EB eða bandalagið eða aðildarríki EB. Merkingin, sem leggja ber í þetta orð í hverju tilviki, ræðst af viðkomandi ákvæðum samnings þessa hverju sinni og jafnframt viðkomandi
    valdsviði bandalagsins og aðildarríkja EB í samræmi við stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu;

Hér virðist undirrituðum sem markmið 1. gr. þessa samnings hafi verið yfirgefið og nú sé ekki lengur talað um „samstarfssamninger stuðli að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila.

Fyrst skal hér nefna a. liðinn. Þar sem hugtakið samningur og meginmál hans eru í forgrunni. En síðan kemur atriði sem ekki gengur upp hér á Íslandi. Það er hugtakið Bókun, þar sem um væri að ræða að bókuð væri breyting á einhverri grein samnings. Slíka breytingu væri ekki hægt að gera hér nema með því að leggja fyrir þingið frumvarp um lagabreytingu, sem gæti tekið langan tíma. Ef bókun væri látin standa hér án lagabreytinga væri komin fram tvöföld túlkun þess lagaákvæðis.  Einnig er þarna hugtakið GERÐ, sem virðist tákna viðbót við þegar skráð atriði, án þess að slíkt fari beina leið lagabreytinga. Slíkt gengur ekki hér á landi.

Í c. lið er eins og Evrópubandalagið viti ekki hvernig þeir eigi að skrá bandalagið. Hvort þeir eigi að skrá bæði bandalagið og aðildarríki EB eða bandalagið eða aðildarríki EB.“ Af framhaldi c. liðar lítur helst út fyrir að forysta EB teysti sér ekki til að afmarka heiti bandalagsins með einu nafnheiti því: Merkingin, sem leggja ber í þetta orð í hverju tilviki, ræðst af viðkomandi ákvæðum samnings þessa hverju sinni og jafnframt viðkomandi valdsviði bandalagsins og aðildarríkja EB í samræmi við stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu …; 2)

 Hér er eins og allt önnur hugsun hafi yfirtekið verkefnið og frekar lítið gert úr gagnaðila samningsins, EFTA ríkjunum. Eins og að réttlætinu sé fullnægt með því að EFTA hafi verið getið í einni málsgrein.  

Markmið og grundvöllur fyrir „samstarfssamning“ milli EFTA og EB sem síðar varð ESB, sem kynntur var í 1. mgr. 1. gr. þess samnings sem hér um ræðir, virðist allt í einu vikið til hliðar og áhersla lögð á valdsviði bandalagsins og aðildarríkja EB í samræmi við stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu, eins og segir í texta samningsins. Nú virðist horfinn samstarfsviljinn sem í upphafi var kenndur við viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði. Slíkt markmið hefði ef til vill geta blómstrað, hefði því verið sinnt eðlilega. EF forystuöfl EB/ESB hefðu geta farið sér hægarvið að keyra fram vilja sinn og aukið þannig vilja gagnaðilanna til samstöðu, hefði margt líklega farið á annan veg en nú er.

Undirrituðum þykir afar undarlegt hversu áberandi er sniðganga allra viðhorfa sem gætu talist til málsstaðar EFTA ríkjanna. Á sama tíma er opinberlega látið í ljós að stóri samningsaðilinn muni sinna meira valdsviði bandalagsins og aðildarríkja EB í samræmi við stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu. Undirritaður hefur ekki kynnt sér lögfræðilega hlið þessara breytinga  sem virðast þegar orðin, frá upphaflegri mynd samningsins. Það hlýtur hins vegar að vekja spurningar um réttarstöðu minni samningsaðilans, þegar u. þ. b. helmingur minni samningsaðilans (4 EFTA lönd af 7, yfirgefa EFTA) gengu út úr síbreytilegum samning, til þess að ganga til liðs við stóra samningsaðilann.

Hvaða áhrif er hugsanlegt að slík breyting hafi á áframhaldandi gildi þeirra samningsliða sem lokið er við, gagnvart þeim fáu sem eftir sitja í EFTA hlutanum? Í minnkandi minnihluta þyrfti að meta faglega slíka breytingu. Undirritaður hefði talið eðlilegra að setjast yfir það verkefni og móta nýjan samning og loka þeim gamla um leið og nýr samningur væri tilbúinn, ef áhugi væri  fyrir áframhaldi tilrauna til samstarfs.

ÁFRAM SKAL HALDIÐ.

Hefst nú aftur yfirferð samnings frá d. lið 2. gr.      

  1. hugtakið „aðildarlögin frá 16. apríl 2003“ merkir lögin um aðildarskilmála Lýðveldisins Tékklands, Lýðveldisins Eistlands, Lýðveldisins Kýpur, Lýðveldisins Lettlands, Lýðveldisins Litháens, Lýðveldisins Ungverjalands, Lýðveldisins Möltu, Lýðveldisins Póllands, Lýðveldisins Slóveníu og Lýðveldisins Slóvakíu og um aðlögun sáttmálanna sem mynda grundvöll Evrópusambandsins sem voru samþykkt í Aþenu 16. apríl 2003]; 2)       
        e) hugtakið „aðildarlögin frá 25. apríl 2005“ lög um aðildarskilmála Lýðveldisins Búlgaríu og Rúmeníu og aðlögun sáttmálanna sem mynda grundvöll Evrópusambandsins, sem voru samþykkt í Lúxemborg 25. apríl 2005;   
       f) hugtakið „aðildarlögin frá 9. desember 2011“ merkir lögin um aðildarskilmála Lýðveldisins Króatíu og aðlögun sáttmálans um Evrópusambandið, sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins og stofnsáttmála Kjarnorkubandalags Evrópu, sem voru undirrituð í Brussel 9. desember 2011]. 3)1
    )    1)L. 106/2007, fylgiskjal VII. 2)L. 8/2004, fylgiskjal VI. 3)L. 26/2014, fylgiskjal IX. 

SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN OG EES-RÁÐIÐ.

Í 3. og 4. gr. er ekkert sem beinlínis þarfnast athugasemda en í 5. gr. kemur hins vegar atriði sem þarfnast athygli. Þar segir svo:

„5.gr. Samningsaðilar geta hvenær sem er vakið máls á áhyggjuefnum í sameiginlegu EES-nefndinni eða EES-ráðinu í samræmi við þær aðferðir sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 92. gr. og 2. mgr. 89. gr. eftir því sem við á.“

Með þeim fyrirvara að þetta er það fyrsta sem nefnt er í þessum samning um „Sameiginlegu EES-nefndina og EES-ráðið, er óhjákvæmilegt annað en líta strax í framangreindar tilvísanir og byrjum á 2. mgr. 89. gr. samningsins, en þar segir svo:

  1. gr.2. Samningsaðilar, að því er varðar bandalagið og aðildarríki EB eftir valdsviði viðkomandi, geta tekið mál er valda erfiðleikum upp í EES-ráðinu eftir að hafa rætt þau í sameiginlegu EES-nefndinni, eða geta tekið þau beint upp í EES-ráðinu er mjög brýna nauðsyn ber til.  
  2. 3. EES-ráðið setur sér starfsreglur með ákvörðun þar að lútandi.“

EES-ráðið.

„90. gr. 1. EES-ráðið skipa fulltrúar í ráði Evrópubandalaganna og úr framkvæmdastjórn EB ásamt einum fulltrúa ríkisstjórnar hvers EFTA-ríkis.  
   Skipa skal fulltrúa í EES-ráðið í samræmi við þau skilyrði sem mælt verður fyrir um í starfsreglum þess.

  1. Ákvarðanir EES-ráðsins skulu teknar með samkomulagi milli bandalagsins annars vegar og EFTA-ríkjanna hins vegar.“       

Enn er hér afar einkennilega tekist á við það að birta sanngjarna skiptingu fulltrúa í EES-ráðið.  Það er nokkuð sérstakt að það er EB sem setur saman textann um samning EB og EFTA, sem hér er til umfjöllunar. Þeir aðilartaka þá ákvörðun að skipa ekki í þær nefndir sem þeir telja nauðsynlegar framgangi ákvæða í samstarfssamningi EB við EFTA. Það skuli því vera fyrsta verk áðurgreindra nefnda að fjalla um hver skuli verafjöldi fulltrúa sem EFTA-ríkin megi skipa til setu í EES-ráðinu.

EB tilgreinir hins vegar ekki frá fjölda eigin fulltrúa í EES-ráðinu. Þeir tilgreina hins vegar að í ráðið skuli skipað einum fulltrúa ríkisstjórnar hvers EFTA-ríkis. Þarna gætu EFTA-ríkin á þjóðþingum sínum leikið þann leik að kjósa þingmann í EES-ráðið í stað ráðherra.

Í eðli sínu eru þau vinnubrögð og efnistök sem virðast viðhöfð við textagerð þessa samnings, þurfa að skoðast með hliðsjón af óskilyrtri jafnskiptingu fulltrúa beggja samningsaðila. Sem slíkur hlýtur samningurinn að eiga að byggja á jafnvægi milli aðila í ákvarðanatökum.

Hvernig því á að koma í verk þegar annar aðilinn, nánast tekur sér þau völd sem hann vill hafa, en EFTA-ríkjum naumt skammtað, að 3 ríki, megi hvert tilnefna 1 fulltrúa fyrir hvert ríki.

ÓJAFNVÆGI  MILLI  SAMNINGAÐILA  LJÓST  Í  UPPHAFI.

Strax við upphaf þessarar samningsgerðar varð ljóst að aðildarríki EB voru umtalsvert fleiri en EFTA-ríkin. Ásetningur EB um að verða ráðandi aðili þess samstarfs-samnings sem lagður yrði fram, fyrir EFTA ríkin, til samþykktar eða synjunar. Einnig virðist hafa verið ákveðinn frá upphafi, eftir því sem fram kemur í lögunum um að: EES-ráðið skipa fulltrúar frá ráði Evrópubandalaganna og úr framkvæmdastjórn EB, ásamt einum fulltrúa ríkisstjórnar hvers EFTA-ríkis,“ skulu eiga sæti í EES-ráðinu.

Þarna kemur fram ástæða sem ætla mætti að væri fyrir því að í upphafi samnings eru aðildarríki EB eru talin fram í tvöfaldri eða þrefaldri skráningu vegna:

Efnahagsbandalags Evrópu,

Kola- og stálbandalags Evrópu

og aðildarríkja þessara bandalaga annars vegar

En hins vegar  aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu. 

STÆRÐARMUNUR  SAMNINGSAÐILJA  Á  MIÐJU  ÁRI 2023.

Það stefnir allt í að nú, á miðju ári 2023, verði aðildarríki ESB 28, með a. m. k. 1 fulltrúa hvert. Hve mörgum fulltrúum ætti að bæta við í EES-ráðið úr ráði Evrópubandalaganna og úr framkvæmdastjórn EB, er ekki gott að vita. Fulltrúar ESB megin við samninginn gætu líklega verið eitthvað yfir 30 talsins.  Hinu megin samningsins væru 3 fulltrúar ETFA í Sameiginlegu EES-nefndinni og álíka hlutfallaskipt í EES-ráðinu.

Þarna er beinlínis sagt að ESB-þing, stjórn eða ráðið sjálft, skipi einn fulltrúa frá hverju ESB ríki í EES-ráðið, auk þess sem fulltrúar komi líka frá framkvæmdastjórn, eins og segir í samningstexta. Þar segir einnig að: Skipa skal fulltrúa í EES-ráðið í samræmi við þau skilyrði sem mælt verður fyrir um í starfsreglum þess. Engin leiðsögn er gefin um hvernig mælt verður fyrir um slíkt í starfsreglum EES-ráðsins.

Samkvæmt 3. mgr. 89. gr. samningsins er það: EES-ráðið sem setur sér starfsreglur með ákvörðun þar að lútandi.“

FORSETI EES-ráðsins KOSINN.

Í 91. gr. samningsins er kveðið á um kosningu forseta EES-ráðsins.

„ 91. gr.  1. Fulltrúi ráðs Evrópubandalaganna og ráðherra í ríkisstjórn EFTA-ríkis skulu gegna embætti forseta EES-ráðsins til skiptis sex mánuði í senn. 

  1. Forseti EES-ráðsins skal kalla það saman tvisvar á ári. EES-ráðið skal einnig koma saman, þegar aðstæður krefjast, í samræmi við starfsreglur sínar.“

Þarna er enn einn liðurinn sem gera má athugasemdir við jafnvægisþáttinn milli samningsaðilja. Það vantar alveg Skipulagsreglur fyrir EES-ráðið, og þeirra er ekki getið í samningnum. Gera má ráð fyrir að í þeim reglum sem settar verði um starf embættis forseta EES-ráðs, verði gætt fulls jafnvægis milli samningsaðilja. Þar sem EFTA, hefur að hámarki þrjá fulltrúa í EES-ráði, en ESB-ríkin nú 28 fulltrúa. ESB ríkin 9 sinnum fleiri.

SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN.

Þá er komið að 92. gr. samningsins og komið að:

  1. þáttur. Sameiginlega EES-nefndin.  

92. gr.  1. Sameiginlegu EES-nefndinni er hér með komið á fót. Skal hún tryggja virka framkvæmd samnings þessa. Í þeim tilgangi skal þar skipst á skoðunum og upplýsingum og taka ákvarðanir í þeim málum sem kveðið er á um í samningi þessum.    

  1. Samningsaðilar, að því er varðar bandalagið og aðildarríki EB eftir valdsviði viðkomandi, skulu hafa samráð í sameiginlegu EES-nefndinni um öll þau mál á grundvelli samningsins sem valda erfiðleikum og einhver þeirra hefur tekið upp.    
  2. Sameiginlega EES-nefndin setur sér starfsreglur með ákvörðun þar lútandi.

Þessi 92. gr. samningsins um EES svæðið er jafn fjarri eðlilegri skráningu samnings milli tveggja viðskiptablokka og hægt er að hugsa sér. Þarna í upphafi 92. gr. sprettur allt í einu fram nefnd sem ekkert er getið í tilgangi eða markmiðum samningsins:  „Skal hún tryggja virka framkvæmd samnings þessa.“  

 Merkilegt er, miðað við þá mikilvægu skyldu hennar að tryggja virka framkvæmd samnings þessa,  skuli hún ekki í upphafi samningsins, hafa komið fram undir liðnum „Markmið og meginreglur“. Ekki hafi verið minnst á þessa Sameiginlegu EES-nefnd, eða meint hlutverk hennar. Reyndar er hlutverk þessarar mikilvægu nefndar enn ekki ljóst. Nefndin á t. d. að setja sér, sýnar eigin starfsreglur, sem enn hafa ekki verið færðar inn í samninginn 30 árum eftir að samningurinn var afgreiddur frá Alþingi Íslendinga.

Svo getur náttúrlega verið fullgild skýring á þessu öllu vegna þess að í 2. mgr. 92. gr. er þess getið að: Samningsaðilar, að því er varðar bandalagið og aðildarríki EB eftir valdsviði viðkomandi, skulu hafa samráð í sameiginlegu EES-nefndinni um öll þau mál á grundvelli samningsins sem valda erfiðleikum og einhver þeirra hefur tekið upp.

Þarna lítur út fyrir að EFTA-ríkjum hafi ekki verið ætlað neitt hlutverk í þessi nefnd. Í það minnsta er val EFTA-ríki í nefndina, ekki getið þar sem Samningsaðila.   

Sameiginlegu-EES nefndar er þó getið í mörgum lagagreinum, þó nefndin hafi ekki verið kynnt og tilgangur hennar ekki verið skýrður. Ekki hefur verið greint frá fjölda nefndarmanna eða hvernig þeir væru kosnir til starfans. Einnig erumeginreglur í starfsemi nefndarinnar ekki komnar í ljós og því ekki hægt að kynna þær í samningnum, því þar segi að Nefndin eigi sjálf að setja sér starfsreglur.

Í 2. mgr. 92. gr. þessa samnings kemur fram að:  „Samningsaðilar, að því er varðar bandalagið og aðildarríki EB eftir valdsviði viðkomandi, skulu hafa samráð í sameiginlegu EES-nefndinni um öll þau mál á grundvelli samningsins sem valda erfiðleikum og einhver þeirra hefur tekið upp. 

Þetta er óneitanlega nokkuð sérstakt þegar til þess er litið að aðilar að samning þessum eru bara tveir. Annars vegar EB/ESB, með yfirþjóðlega valdsþátt Kola- og stálbandalags, en virðast ekki geta gert upp við sig undir hvaða samheitiríkjasamstaðan skuli ganga til þessa samnings.

Hins vegar eru samtök 3. EFTA-ríkja vera um Fríverslun milli ríkja, sem einungis hafa sameiginlegt viðskiptasamband en ekkert yfirþjóðlegt vald.

Í þessari tilraun til samkomulags er ekki um eiginlegan lagatexta að ræða. Frekar mætti líta á þetta uppkast sem einskonar „minnisblað“ eða starfsreglur fyrir fulltrúa EB/ESB sem jafnvel ætti ekki að vera skráð í samskiptasamning við EFTA.

Í 3. mgr. 92. gr. samningsins segir að:   Sameiginlega EES-nefndin setur sér starfsreglur með ákvörðun þar að lútandi.“  

Þetta er athyglisvert með tilliti til stærðarmunar samningsaðila. Ekki ætti að vera erfitt að gera  sér í hugarlund hvaða hagsmuna verði gætt í þeim starfsreglum sem nefndirnar setja sér en jafnljóst að EFTA-ríkin fá ekki mörgum atriðum komið í gegn, í stöðugum minnihluta.

93. gr.    1. Sameiginlegu EES-nefndina skipa fulltrúar samningsaðila.   

  1. Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar skulu teknar með samkomulagi milli bandalagsins annars vegar og hins vegar EFTA-ríkjanna sem mæla einum rómi,. ???

Af þessu má skilja svo að fulltrúar EB bandalagsins í sameiginlegu EES-nefndinni hafi fullt frjálsræði til að tjá sig, en fulltrúum EFTA sé gert að  mæla einum rómi. Ekki mikið jafnræði þarna.

UM  FORMENNSKU  Í SAMEIGINLEGU  EES-nefndinni.

  1. gr.1. Fulltrúi bandalagsins, þ.e. framkvæmdastjórnar EB, og fulltrúi eins EFTA-ríkis skulu gegna embætti formanns sameiginlegu EES-nefndarinnar til skiptis sex mánuði í senn.
  2. Sameiginlega EES-nefndin skal að öðru jöfnu koma saman að minnsta kosti einu sinni í mánuði til að gegna störfum sínum. Hana má einnig kalla saman að frumkvæði formannsins eða samkvæmt beiðni einhvers samningsaðila í samræmi við starfsreglur hennar.“

Enn virðist hönnuðum þessa samnings mislukkast verulega í jafnræðisstöðu milli samningsaðila. Í 1. mgr. 94. gr. segir að samningsaðilar skiptist á formennsku í EES-nefnd á 6 mánaða fresti, sem skiptist þannig að:  Fulltrúi bandalagsins, þ.e. framkvæmdastjórnar EB, og fulltrúi eins EFTA-ríkis skulu gegna embætti formanns sameiginlegu EES-nefndarinnar til skiptis sex mánuði í senn. 

Þarna eru mörg álitaefni varðandi  jafnræði milli samningsaðila. Undirritaður hefur frá upphafi bent á beinlínis vonlausa stöðu venjulegs samstarfssamnings milli aðila með svo mikinn, eðlis og stærðarmun sem þarna er. Bent skal á að EFTA hefur hvorki -bandalags, eða -sambands afl í tilvist sinni. Þar er einungis um Fríverslunarsamtök að ræða. Sem slík geta samtökin EFTA verið milliliður í viðskiptalegum tengslum hinna sjálfstæðu ríkja, sem eiga EFTA samtökin. En þau eru varla hæf sem burðaraðili umfangsmikils samskiptasamnings, eins og þess sem hér er á ferð. Þar kemur til ákvæði úr 2. mgr. 93. gr. sem fulltrúum EFTA er gert skylt að mæla einum rómi.  En ekkert slíkt sagt um EB/ESB aðilann, er ekki um jafnræði að ræða.

Niðurlag.

Þó enn sé eftir að fara í gegnum u. þ. b. 100 greinar af þessum samning er hér komið nokkuð glöggt sýnishorn af því hvernig hugsun hefur legið að baki hjá þeim EB fulltrúum sem sömdu þennan merkilega samningstexta.  Vægt til orða tekið er hér um afar sérkennilegan milliríkjasamning að ræða, sem við fyrstu sýn virðist aðallega eiga að snúast um tiltekið frelsi í ferða-, viðskipta- og markaðsmálum,  en engin pólitísk markmið eða einhliða samskipti nefnd.

 Undirritaður hefur hvergi í þessum samning um EES-svæðið, fundið neinar haldbærar skýringar á því að skilgreindur „samstarfs og viðskiptasamningur“, um viðskiptaleg málefni, skuli verða að pólitískum eltingaleik, um pólitísk málefni, án nokkra athugasemda. Það setji fram ýmis spurningamerki um hvaða skilning og ábyrgð þingmenn á Alþingi Íslendinga leggi í það starf sem þeir gegna fyrir þjóðina.

Athygli vekur t. d. að í samningnum er gert ráð fyrir einhverskonar úrskurðarnefnd, að því er virðist skipuð 3, fulltrúum EFTA, en 15 fulltrúum ESB. Þó þarna líti út fyrir að yfirburðir ESB séu 5 sinnum meiri en EFTA, þá er það ekki svo. Eins og fram kemur í 93 gr. samningsins, og getið er hér að framan, er gerð krafa um það að EFTA ríkin mæli einum rómi, sem eitt atkvæði.

Eins og Sameiginlega EES nefndir er hugsuð og samansett, er útilokað að slík nefnd hefi geta fengið umboð til að fella úrskurði f. h. Alþingis. Þarna er því mikið óljóst svæði í samningnum sem ekki verður endanlega frá gengið nema með fyrirtöku á Alþingi.

Þá er þess getið að ekkert uppkast sé til af því hvernig EFTA ríkin 3 skapi lögmætan ramma utan um heimild til hinnar Sameiginlegu EES nefndar, til að taka bindandi ákvarðanir fyrir hvert EFTA ríkjanna fyrir sig, vegna meintrar innleiðingar ákvarðana frá stjórnendum ESB.  

Hvort farið verði yfir þann hluta samningsins sem eftir er, ræst af því hvort þörf verður á frekari krufningu á réttarstöðu EFTA og aðildarríkja þess fríverslunarbandalags.

Í samningstextanum hefur undirritaður ekki fundið neina opnun á að ESB sendi EFTA ríkjum lagabindandi fyrirmæli, sem EFTA ríkjum teljist skylt að innleiða í réttarreglu sinna ríkja. Vel má vera að undirrituðum hafi yfirsést heimildir þar að lútandi, veittar af EFTA ríkjum til stjórnkerfis ESB. Slíkt kemur þá í ljós þegar betur verður rýnt í réttarstöðu og sjálfsforræði  þeirra stjórnarfarslega ólíku ríkja sem EFTA ríkin þrjú eru.

Upphaflega Reykjavík xx. maí 1996,  Yfirfarið og leiðrétt xx. apr. - okt 2023

Guðbjörn Jónsson,  fyrrverandi ráðgjafi

 


Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking álitsgjafans á Verðtryggingu?

Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis

.151. löggjafarþing 2020–2021. 

Þingskjal 752 — 441. mál.

Frumvarp til laga

um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001 (takmarkanir á notkun verðtryggingar í lánssamningum til neytenda).

Frá fjármála- og efnahagsráðherra.

Hver er þekking álitsgjafans á Verðtryggingu?

Í fyrsta lagi vil ég vekja athygli Alþingis á því að þekking mín á þessu málefni byggist á langri reynslu af verðtryggingu. Ástæðu þess er að leita í síðbúnum námstíma mínum í rekstrarfræðum, því það var á 7. áratugnum sem ég var að skoða fyrstu verðtryggingu útlána í lánastofnunum hér á landi, sem var samkvæmt lögum 71/1966. Þar var eingöngu um að ræða svonefnd stórlán til atvinnulífs og sveitarfélaga. Ég hafði lært bókfærslu á IBM 36 tölvu en strax þegar þáverandi „borðtölvur“ komu til sögunnar, fór ég að læra á þær. Læra forritun vinnu- og bókhaldskarfa og smíða reiknilíkön fyrir síendurteknar sömu forsendur útreikninga. Námið stundaði ég í kvöldnámi samhliða starfi í bókhalds- og rekstrarmálum.

Er tölvunámi lauk vann ég við þróun tölvubókhalds og við að færa fyrirtæki úr handfærðu bókhaldi í tölvuskráningu. Við það starfaði ég um nokkur ár en fór síðan til starfa í hagdeild Samvinnubanka og fjallaði ég þar m. a. mikið um lánamál til fyrirtækja ásamt að kaup og sölu skuldabréfa. Þar tók ég þátt í að setja saman nákvæmt hermilíkan af skuldabréfakerfi Reiknistofunnar, en það varð svo grunnur að reiknivél bankanna til útreikninga fyrir afborganir lána. Einnig þurfti ég að búa til fjölda reiknilíkana til nákvæmrar eftirlíkingar af útreikningum ýmissa lánsforma í skuldabréfakerfi Reiknistofunnar. Var það gert til vinnuhagræðingar við störf mín.

Allt var þetta í fyrstu mun meira umfangs en nú er, því þá var ekki komið neitt sjálfstætt „skjámyndakerfi“, þannig að maður varð að búa til allar skjámyndir sem reiknilíkönin þurftu að nota. Við þetta starfaði ég í nokkur ár, en þegar ekki reyndist vilji til að leiðrétta rangar reikniaðferðir verðtryggingarhluta skuldabréfakerfis Reiknistofunnar, sagði ég upp starfi mínu í hagdeild bankans. Ég vildi alls ekki gera það að lífsstarfi mínu að hafa vísvitandi fjármuni af fólki. Síðar sinnti ég, að beiðni nokkurra þáverandi þingmanna, fjármálaráðgjöf fyrir fólk í fjárhagsvanda. Með þekkingu mína á lánakerfum, meðhöndlaði ég nokkur þúsund skuldabréf, meira en helming þeirra jafngreiðslu húsnæðislána. Í ljósi framanritaðs segi ég þetta.  

ATHUGASEMDIR:

  1. Við hámarks lánstíma verðtryggðra jafngreiðslu húsnæðislána, án þess að leiðrétta ranga útreikninga afborgana.

Útlánaformið „Jafngreiðslulán“ er ekki íslenskt að uppruna. Á fagmáli viðskipta og lögfræði heitir lánaform jafngreiðslulána: (annuitet). Grunnelement þessa lánafyrirkomulags er að heildarupphæð lánsins, höfuðstóll þess á lántökudegi, skiptist í jafnar afborganir allan lánstímann. Og á sama hátt að heildarupphæð útreiknaðra vaxta eftir lánaskilmálum jafnra afborgana, deilist með jöfnum hætti á alla gjalddaga jafngreiðslulánsins, í sömu upphæð krónutölu, á allar afborganir lánstímans.

Við innheimtu bera liðirnir afborgun höfuðstóls og þannig reiknuð vaxtagreiðsla mánaðarins, Í samtölu sem nefnist: Greiðsla.  Var þessi samtala t. d. nefnd í 1. gr. laga nr. 71/1966, og 34. gr. Bandormsins nr. 13/1979, sem tilvísun um framkvæmd útreikninga sem teljist grundvöllur jafngreiðsluafborgunar.

Hér á landi var þetta lánaform lítið notað á fyrstu áratugum lýðveldis, einkanlega vegna mikillar verðbólgu. Kom þar einnig annað til. Frekar var lítil útlánavelta bankanna, vegna tiltölulega lágrar eiginfjárstöðu þeirra miðað við útlánaveltu sem einnig takmarkaðist við það að stærri og lengri lánveitingar voru fjármagnaðar í gegnum opinbert sjóðakerfi eins og: húsnæðisdeild hjá Landsbanka, til fiskiskipa hjá Fiskveiðasjóði. Í gegnum Útvegsbanka og iðnaður og fleiri greinar atvinnulífsins afgreitt í gegnum Framkvæmdasjóð hjá Iðnaðarbankanum.

Viðskiptabankarnir fengust því við lítið annað en ótraustari hluta lánamarkaðarins, sem oftast er nefnt: umhverfi viðskipta- og veltulána. Og aðal viðskiptaaðilar þess umhverfis voru: verslanir, smáfyrirtæki og einstaklingar, sem vegna smæðar og óöruggs tekjuumhverfis, í ört vaxandi kostnaðarumhverfi sem aðallega var vegna verðbólgu. Lág eiginfjárstaða þessara aðila hamlaði mjög fjárfestingagetu þeirra. Aðal lánaumhverfi bankanna snerist því mest um skammtímalán afurða- eða rekstrarlána af ýmsum toga.

Íslensk svonefnd „jafngreiðslulán“, ERU EKKI jafngreiðslulán.

Á þeim árum sem ég var í hagdeild Samvinnubankans kom tvisvar fyrirspurn erlendis frá um hvers vegna svonefnd jafngreiðslulán hér á landi væru nefnd þessu nafni en fylgdu ekki útreiknireglum slíkra lána. Til að skilja betur eðli þessarar fyrirspurnar skulum við rifja upp einfalda mynd. Hverjar eru reglurnar við útreikning afborgana og vaxta af jafngreiðslulánum?

Við útreikning afborgana jafngreiðslulána er lánsupphæð á lántökudegi, deilt með fjölda afborgana. Til dæmis er að 40 ára lán með mánaðarlegum afborgunum, hefur 480 afborganir. Lánsupphæðinni er því deilt með 480 og þá kemur upphæð afborgunar allra gjalddaga, sem er sama krónutölu upphæð allan lánstímann þ.e. 10.000.000/480 = 20.833,33

Útreikningur vaxta af jafngreiðsluláni, lúta einni viðbótarreglu fram yfir venjulegan útreikning jafnra afborgunarlána. Vextir af slíkum lánum eru reiknaðir af upphæð eftirstöðva lánsins hverju sinni. Við útlán jafngreiðsluláns ber bankanum að afhenda lántaka, skrá með útreiknuðum greislum afborgana láns jafnra afborgana.

Aftast í þeirri skrá, neðan við alla dálka, á að vera samtala yfir heildargreiðslu hvers reikniliðs yfir allan lánstímann. Lántakinn getur þá tekið upp símann sinn, opnað reiknivélina og slær inn samtöluna sem er aftast í reitnum „vextir“. Ef þeirri tölu er deilt með fjölda afborgara, á útkoman að vera sama upphæð sem skráð er vaxtagreiðsla hvers gjalddaga jafngreiðslulánsins, í krónum talið.

Lítum á dæmi úr reiknilíkani af skuldabréfakerfi. Til hægðarauka hafði ég lánsupphæðina 48 milljónir, sem þýðir með 480 afborgunum er borguð 100.000 kr. afborgun mánaðarlega. Í efstu línu líkansins má sjá að miðað er við 4,25% vexti.

Hér á næstu síðu höfum við myndir af 12 fyrstu greiðslum með venjulegum jöfnum afborgunum á mynd  1.   En á mynd 2. er útreiknað jafngreiðulán. Þar má sjá að vaxtagreiðslu í hverjum mánuði er lægri en með venjulegum útreikning. Í jafngreiðsluláni eru allar upphæðir afborgunar og vaxtagreiðslna sama upphæð í krónum talið, fyrir allar afborganir.

Þegar við lítum á samtölurnar á myndum 3 og 4, sjáum við að samtölur greiddra vaxta, sem og samtölur greiðsla afborgana og vaxta eru í báðum tilvikum sama upphæð greiddra vaxta. Og einnig má sjá að full endurgreiðsla er á hinni lánuðu upphæð. Mismunur lánsformanna jafnra afborgana og jafngreiðslulána, felast í því að í lánsflokknum jafnar afborganir eru allar afborganir sama krónutala en full greiðsla vaxta reiknuð af eftirstöðvum láns hverju sinni.

En í hinu tilvikinu, er um að ræða alvöru „jafngreiðslu“ bæði afborgana og vaxta hvers gjalddaga. Það er  jafngreiðslulán. Þar er á öllum gjalddögum um sömu krónutölu afborgunar og sömu krónutölu greiddra vaxta er að ræða.  Þarna hefur verið dregið fram hið mikilvæga form „jafngreiðslulána“. Þarna sést hversu eðlilegt var í 1. gr. laga nr. 71/1966, þar sem talað er um „Greiðsluna“. Þar er átt við samtöluna yfir upphæð afborgunar og fasta vaxtagreiðslu hvers gjalddaga. Þar sem allir gjalddagar beri sömu upphæð Greiðslu af láninu. Við það bætist svo liðurinn Kostnaður
.

Neðst á mynd 3, er talan 85.177.  Og eins og sjá má er þarna um að ræða heildarupphæð greiddra vaxta, sem búið er að deila með fjölda gjalddaga. Þá kemur út jafnaðargreiðsla fyrir hvern gjalddaga og sú upphæð sett í reit vaxtagreiðslu á öllum gjalddögum jafngreiðslulánsins, sem skilar sömu upphæð heildargreiðslu vaxta fyrir báðar útfærslur lánsins fyrir allan lánstímann.

 Þetta leiðir af sér skýran samanburð á greiðslubyrði tilgreindra lánsforma, á að ráða við reglulegar afborganagreiðslur fyrstu mánaða og ára lánstímans. Heildargreiðsla hvers gjalddaga er umtalsvert lægri með jafngreiðsluláni en með öðrum útreikniaðferðum.

Í því dæmi sem hér hefur verið sýnt, er fyrsti gjalddagi venjulegs láns með jafna afborgun, kr. 270.000. Hins vegar er sama lánsupphæð, í jafn langan tíma, fengin að láni með raunverulegum „jafngreiðslukjörum“, með verulega lægri greiðslu á fyrsta gjalddaga, eða einungis 185.177. Þarna munar 84.823 krónum í afborgun, eða sem nemur 130.000 króna í launum lántakans. Það verða ekki mikið betri lánakjörin sem bjóðast. Það verður líka erfitt að finna forsvarandi rök eða réttlætingu fyrir því að svipta fólk slíkum lánskjörum til að treysta afkomugrundvöll fjölskyldu sinnar.

 Að verðtryggja lánsfé eða peninga.

Hvað er það sem kallast að „verðtryggja“ fjármagn? Í flestum tilvikum eru tryggingar til varnar tjóni af völdum einhverra utanaðkomandi aðila. Í því sambandi er beinast að vísa til ökutækjatrygginga, húsnæðistrygginga og slysatrygginga. Fleiri tryggingar væri hægt að tína til. EN eitt eiga allar tryggingar sameiginlegt í alþjóðlegu lagaumhverfi. Tryggingin er til þess að tjónvaldurinn beri skaðabótaskyldu gagnvart tjónþola í hverju tilviki. Í öllum tilvikum þekktra réttarfarsreglna, er það tjónvaldurinn sem á að bæta það tjón, sem vanræksla af hans völdum hefur skapað.

Ef skoðað er umhverfi notkunar lánsfjár á landinu, þá eru það aðallega þeir sem standa í rekstri eða framkvæmdum, sem þörf hafa fyrir aukið fjármagn og taka fjármagn að láni. Á Íslandi er einungis einn gjaldmiðill að ræða sem er LÖGEYRIR í peningum. Það er íslenska krónan. Hún hefur „lögskipaða“ gengisskráningu og er fullgild í fullu ákvæðisverði í allar greiðslur innanlands.

Nú vildi svo til á sínum tíma að eigendur peninga,  vildu ekki lána út sína peninga á þeim kjörum sem Alþingi og ríkisvaldið ákvað á grundvelli gjaldmiðlalaga. Eigendur fjármagns báru því við að verðbólga í landinu væri svo mikil að peningar þeirra yrðu stöðugt verðminni, til kaupa á erlendum vörum. Þarna eru eigendur fjármagns að lýsa tjóni, sem þeir yrðu fyrir, að þeirra mati. Þeir vísa til tjónsins og vilja bætur vegna rýrnunar þeirra eigna sem þeir fái fyrir sömu krónutölu upphæð.

Alþingi og stjórnvöld ræddu þessi málefni í marga mánuði. En MATI fjármagnseigenda varð ekki hrakið. En í þessu mikilvæga atriði brást þáverandi Alþingi þjóðinni. Alþingi lét aldrei gera úttekt á því hvort meint tjón fjármagnseigenda, væri af völdum tilgreinds tjónvalds. Hvort tap fjármagnseigenda væri, sem hlutföll meira en allra annarra þegna þjóðfélagsins, sem keyptu erlendar vörur. Öll gild rök falla í þá átt að hlutfallslega, miðað við efnahag, hafi allir landsmenn orðið fyrir sambærilegu tjóni af völdum verðbólgu. Á þeim tíma sem þarna um ræðir, var einn virtasti og mikilhæfasti lagaprófessor landsins nýlega orðinn forsætisráðherra, en hann hafði gengt öðru ráðherraembætti í fyrri ríkisstjórn. En þó mátt hefði ætla að þáverandi forsætisráðherra skorti ekki lagaþekkingu, varð greining embættis hans á meintum tjónvaldi í málefninu ekki greinilega leitað, eins og þáverandi afgreiðsla Alþingis ber gleggsta vitnið um. Hver getur ástæðan fyrir því hafa verið?

Fjármagnseigendur bentu ekki á sökudólg í málinu. En þeir úrskurðuðu hverjir skyldu bera kostnaðinn af að bæta meint tjón þeirra, án þess að sannað yrði að þeirra tjón væri meira en annarra. Sá úrskurður fjármagnseigenda var borinn undir hina nýju ríkisstjórn, sem ekki vildi láta orða sig við málið, því það væri á ábyrgð fyrri ríkisstjórna. Öllum sem eitthvað þekktu til þess hvernig svo flókið lagafrumvarp sem þarna var til umræðu, áttu að geta séð að þarna væri ekki um lagaform að ræða. Málið væri enn á undirbúningsstigi en þó sett fram til kynningar, sem kafli í (Bandormi ríkisstjórnar), innan um ýmsar breytingar og viðauka, við þegar gildandi lög. Allir lögfræðimenntaðir menn í landinu vissu að þessi fyrsta kynning á málinu, var ekki í frumvarpsformi til lagasetningar. Enda var í textanum sjálfum sagt að: Stefnt skuli að því að verðtryggja.  Þingmenn og lögfræðingar vissu að til afgreiðslu Bandorma hafa aldrei verið gerðar sömu kröfur og til afgreiðslu frumvarpa til setningar á Lögum er kveða skildu á um rétt manna eða réttindi

Lög þurfa að hafa í inngangi sínum tilgreint form er varðar Tilgang, Markmið og Leiðir, er birti skýr fyrirmæli lagaákvæða. Lög mega t. d. ekki hafa uppi nema eitt sjónarmið varðandi meginreglu löggjafarinnar. Ekkert af því sem hér er rakið, var í VII. kafla Bandormsins nr. 13/1979, enda fékk VII. kaflinn hvorki laganúmer né nafn.

Það hefur alla tíð vakið undrun þeirra fáu sem kosið hafa að tjá sig um það óheillaspor sem einn virtasti lögspekingur og lagaprófessor landsins, lét henda sig, yfirhlaðinn verkefnum í erfiðu stjórnarsamstarfi. Pressan var mikil og fjármálakerfi landsins komið að hruni. Varð einhverjum það ljóst, sem heyrðu hann í ræðustól Alþingis mæla fyrir lagabandormi sínum sem hann var búinn að leggja fram á Alþingi, sem þingmál hans eins vegna skorts á samstöðu í ríkisstjórninni.

Þegar hann byrjaði að lesa VII. kafla bandorms um efnahagsmál, sást á andliti hans að hann vissi sig vera að lesa bull sem ekki stæðist lög. En af hvaða ástæðu hann dró kaflann ekki til baka, er hann hikaði aðeins í upplestri ræðu sinnar? Þegar hann varð var við að það var lögleysa sem hann væri að lesa, er hann mælti fyrir bandorminum í ræðustól Alþingis.

Ég  veit ekki hvort hægt er að setja sig í spor eins gleggsta lagameistara landsins þegar hann stendur í ræðustól Alþingis, vitandi um að nánast öll þjóðin væri að hlusta, á hann lesa upp texta sem aldrei gæti orðið lög við eðlilegr aðstæður. Hans trausti samstarfsmaður mun hafa fengið aðstoð við að skrifa ræðuna. Hvernig átti nokkrum heiðarlegum manni að detta í hug að skrifa rugl í ræðu fyrir svo lögfróðann mann?  

Alþingi fór ekki fram á neina skoðun á VII. kaflanum; af hvaða ástæðum sem það var, og ekki verður auðvelt að greina þá atburði sem þarna gerðust, e. t. v. löngu síðar.

Þetta er sett hér inn til að reyna að ýta undir skipulagða hugsun um hvernig heimildir voru fengnar fyrir Alþingi, til að samþykkja tjónakvöð á notendur lánsfjármagns á Íslandi, vegna meints tjóns sem allir landsmenn urðu að einhverju leyti fyrir.

En tiltekinn hópur landsmanna var, án lögfullra sannana, sérstaklega útvalinn sem mestu tjónvaldarnir, og látnir gjalda fyrir sök hins rétta tjónvalds, til að halda viðskiptakerfium landsins gangandi.

Tjónið, hins vegar varð fyrst og fremst til vegna stjórnleysis Alþingis og ríkisstjórnar, í efnahagsmálum en ekki af völdum lánsfjárnotenda. En slíkt verður ekki rakið lengra hér.

Lánsfjárnotendur hafa í 38 ár greitt bætur fyrir tjón sem þeir hafa aldrei verið valdir að eða dæmdir fyrir. En það sem verra er, snýr að því sem líklega verður talið vera vegna skorts á þekkingu, en ekki vegna vilja til sviksamlegrar framgöngu gagnvart lánsfjárnotendum. Seðlabankinn afhenti því miður lánastofnunum ólögteknar leiðbeiningar um hvernig reikna skildi þær viðaukagreiðslur sem lánsfjárnotenda, var gert að greiða til lánastofnana. Til að sýna þetta á áþreifanlegan máta, lét ég alþingismönnum í té afrit af verðtryggðu jafngreiðslu íbúðaláni, sem ég tók árið 2000, einmitt í þeim tilgangi að geta sýnt svart á hvítu hvernig rangfærslan er framkvæmd.

Meðfylgjandi þessu skjali, sem Fylgiskjal 1, var gjalddagaskrá yfir lánið mitt, þar sem allir liðir þess eru sundurliðaðir eins og sundurliðun er tilgreind á lánasamningnum. En einnig til að birta með sem skýrustum hætti hvernig lagatextinn úr 1. gr. laga nr. 71/1966 virkar, ef hann hefði verið settur fram í réttum skilningi þeirra sem í upphafi túlkuðu hann. Þá útreiknireglu lærði ég af þeim er þær reglur bjuggu til.

Á þeim tíma sem þau lög giltu, fannst stjórnendum bankanna vera of mikil verðbólga til að setja slíkar reglur á almenn afborgunarlán. Þess vegna voru lög 71/1966 aldrei virk í almennum lánaviðskiptum.

En megintexti 1. gr.  laga nr. 71/1966 var færður óbreyttur í 34. gr. Bandormsins nr. 13/1979, sem 1. gr. VII. kafla, um verðtryggingu. Lánið sem ég tók árið 2000, var í upphafi kr. 6.420.000,-. Lánstími 40 ár, lánsform „jafngreiðslulán“,  með mánaðarlegum gjalddögum, vextir 5,1% og verðtryggt með grunnvísitölu í maí 2000, en lánið ekki greitt út fyrr en í ágúst 2000. Mér var því gert að greiða tæpa 3 mánuði í vexti og verðtryggingu, áður en mér var afhent lánið. Samkvæmt lánsfjárlögum er lánastofnun óheimilt að taka vexti eða aðra ábataþætti, aftur fyrir þann dag er lántaki fær yfirráð yfir lánsfénu. Þeirri lagareglu hafnaði Ríkisstofnunin Íbúðalánasjóður að fylgja.

Þó búið hafi verið, þegar ég tók lánið, að fella úr gildi lög nr. 71/1966 og aldrei hafi verið sett sjálfstæð lög til að styðja ákvæði VII. kafla Bandormsins nr. 13/1979,  ákvað ég að láta reiknilíkan mitt fylgja þeim reiknireglum sem fram komu í 1. gr. laga nr. 71/1966 og 34. gr. Bandorms nr. 13/1979, til að valda ekki ágreining um lögmæti reiknireglna skuldabréfakerfis Reiknistofunnar og reiknilíkansins sem varð upphaflegur grunnur að reiknivél bankanna er hún kom til.

Mismunur á útkomu úr fyrrgreindum reiknileiðum felst í þeim forsendum sem lagðar eru fyrir reiknikerfið að vinna úr. Eins og fyrr er getið beitti ég einu lögsettu reiknileiðinni sem til hafði verið, þó það hefi verið búið að fella þau lög úr gildi þegar lán mitt var tekið.

Í lögunum segir að verðbæta skuli Greiðsluna, sem þýðir í raun að Greiðsla lánsins fer fram þegar lántaki skilar, endurgreiðir aftur lánsféð til lánveitanda. Í 1. gr. laga nr. 71/1966, og í 1. gr. VII. kafla en 34. gr. Bandorms um efnahagsmál nr. 13/1979, er sami textinn um hvernig reikna skuli verðbætur. Eina lögfesta leiðin til slíks er að Greiðslan (samtala afborgunar og jafngreiðsluvaxta) verðbætast frá lántökudegi til greiðsludags. Það er eina lögfesta reglan um endurgreiðslu eins og meint viðmiðunarregla segir fyrir um.

Tjón á rekstrarsviði, bætt með eignauppfærslu á eignasviði?

Þeir sem kunna þokkalega greinarmun á Debet og Kredit færslum í bókhaldi, vita að hærra vöruverð veldur auknum kostnaði. Hvort það veldur breytingu á eignastöðu kemur fram síðar, jafnvel ári síðar. Það var einkennileg efnahagsumræðan á Íslandi á árunum 1978 – 1983. Það var eins og það hefði gleymst að kenna sérfræðingum á viðskipta- og hagfræðisviði, hvernig eignaaukning verði til. Og ekki var betra ástandið á lögfræðisviði. ALLIR STEINÞÖGÐU, meðan íslenska fræðasviðið auglýsti á alþjóðavísu, vanþekkingu sína á þeim vísindum sem þeir höfðu skjalfestar prófgráður um sérþekkingu. Það vakti athygli út fyrir landsteinana.

En ekki meira um það hér.  Ætlunin var að líta örlítið nánar á grundvallarreglu verðtryggingar, út frá Alþjóðlegri reikningsskilavenju, eða bara einfaldri bókhaldsjöfnu. Það sérkennilega við framkvæmd okkar á verðtryggingu var það að hún er ekki bókfæranleg jafna og því í raun ekki skráningarhæf.

Lítum á dæmi. Kostnaðarhækkanir útgjaldsliða, sem allar færast debet á rekstrarreikning, og valda þegar auknum kostnaði. Í reikningsfærslu verðtryggingarformúlu á Íslandi veldur hækkun kostnaðar af völdum hækkunar neysluvísitölu, umsvifalaust hækkun verðgildi eigna og þar af leiðandi hækkun eignfærslu í efnahagsreikning ALLRA sem eiga skráða eign, hvort sem þeir hafi orðið fyrir kostnaðarauka í rekstri eða ekki.

Kostnaðarhækkun (debet) í rekstri, þarf að eiga sér mótfærslu (kredit) tekjuþáttur á rekstrarsviði. Við lok hvers mánaðar eru lagðar saman upphæðir á debet og kredit hliðum rekstrarreiknings, til að sjá hvort tekjur hafi komið á móti gjöldum og helst meiri. Ef fyrirtækið aflar ekki tekna til greiðslu á kostnaðarhækkunum, getur þurft að færa fjármagn af eignareikning til að jafna kostnað og tekjur á rekstrarreiking, til að loka uppgjöri. Í eðlilegri bókfærslu, ef taka þarf fjarmagn út af eignareiking, minnkar eignastaða á efnahagshlið bókhaldsins.

Hér hefur verip lýst eðlilegri svörun kostnaðarauka í rekstri, sem ekki er hægt að mæta með auknum tekjum. Sú leið er að taka út fjármagn úr eignasjóði, eða selja þurfi skráð eignaverðmæti og fá þar peninga til greiðslu hins óviðráðanlega rekstrarkostnaðar sem varð umfram tekjur. Þannig er EÐLILEGA breyting að lækkun eigna hljótist af ef selja þarf eign, vegna greiðslu kostnaðar umfram tekjur. Eignasafn minnkar ef breyta þarf fasteign eða verðbréfum í peninga til að greiða kostnað sem varð umfram tekjur.

En þannig vinnur Íslensk verðtrygging ekki. Alþingismenn fyrri tíma, tóku gagnrýnilaust við, frá fyrrum sérfræðingum Seðlabankans, þeirri bókhaldslegu snilli að aukinn kostnaður skildi þegar í stað, með aðferðum sem aldrei hlutu lagastoð, valda eignaaukningu allra skráðra eigna, óháð því hvort forsenda útgjaldaaukningar væri til staðar.

Þegar fræða- og frægðarhulu fyrrverandi forsætisráðherra og lagaprófessors, er vikið til hliða og skoðað hver voru mikilvægustu verkefni Seðlabankans, einmitt á því tímabili sem  pressað var á um verðtryggingu sparifjár, þá reyndist mikilvæga verkefni Seðlabanka vera að finna sem hraðast vaxandi aukningu eigna fyrir alla bankana, sem allir voru að berjast fyrir lífi sínu vegna langvarandi afar mikillar verðbólgu, mikið meiri en nam eignvirðisaukningu framleiðslugreina af völdum vísitöluhækkun eignavirðis af völdum verðbólgu. Í bókhaldi þeirra virkaði kostnaðarauka vegna verðbólgu, vera mætt með vísitöluknúinni verðmætisaukningu eigna, sem breytt var í tekjur af eignabreytingu, á þann máta að eignasafn dróst saman og rekstrargetan minnkaði.

Á þeim tíma skrifuðu þáverandi sérfræðingar Seðlabanka margar greinar í Fjármálatíðindi Seðlabankans, um það meginverkefni fjármálakerfisins, að koma á virkum verðbréfamarkaði á Íslandi. Skipti þar engu máli þó koma þyrfti honum af stað með stórkostlegum lántökum, til að koma verðbréfaveltu af stað. Augljóslega voru þarna boðuð björgunarúrræði fyrir bankakerfið, þar sem engar líkur voru á hraðri verðmætaaukningu fyrir framleiðsluvörur okkar og þjóðin ekki tilbúin til aukinna fjárfestinga vegna langvarandi samdráttar í lausafjárstöðu.

Ekki verður hér á þessari stundu lagt mat á það hvort álíka forsendubrestur hafi orðið á vegi þeirra við mat á verðtryggingu, og yrði á stofnun verðbréfasjóðs eingöngu með lánsfé skal ósagt látið. Hinn möguleikinn er sá að vegna þess hve álag á bankana var mikið á þessum tíma, hafi þeim yfirsést að verðtrygging innlánsfjár eða eignasöfnunar, hafi allt önnur áhrif þegar eignauppsöfnun innlánaaukningar, er látin mæta útgjaldaaukningu verðhækkana, án þess að taka tillit til andstæðra forsendna og bókhaldslegri þversögn, við mat á afleiðingum kostnaðarhækkana.

Hér hefur aðeins verið kíkt undir þá ábreiðu sem vandlega var breidd yfir birtan raunveruleika í sjálfstæðissögu okkar. Á sínum tíma var ég búinn að grófhanna leiðréttingaferli sem ekki mundi kollvarpa efnahag þjóðarinnar, en þá mátu áhrifaöfl þjóðarinnar það meira virði fyrir þjóðina að útiloka mig, svo enginn þyrfti að endurskoða stefnu sína. En nú er komið að leiðarlokum. Öll sagan mun koma fyrir augu þjóðarinnar, nema stjórnvöld feli núverandi Seðlabankastjóra að finna einstigið til baka, því það er orðið afar þröngt.  

Of skammur til óundirbúinna stóraðgerða.

Ætt var af stað, með allt of skamman undirbúning til almennrar verðtryggingar í landinu. Langvarandi sundurlindi í stjórnmálum opinberaði ákveðinn virðingarbrest, þar sem stjórnmálamenn voru reiðubúnir og framkvæmdu, að setja þjóðarhagsmuni til hliðar í pólitískum tilgangi. Vegna samtakaskorts um mikilvæga þjóðarhagsmuni.

Engann þingmann var hægt að finna hjá þingflokkum, sem efaðist um erfiðleika liðinna ára. Lítinn vilja var þó hægt að greina af úrslitum kosninga 1978, til að þjóðin vildi mynda sterkan meirihluta á Alþingi, til að vinna á uppsöfnuðum vanda liðinna ára. Þegar úrslit kosninganna 1978 lágu fyrir varð ljóst að ekkert stjórnmálaafl hafði sett þjóðina í 1. sæti. Myndun ríkisstjórnar varð gífurlega mikið flækjuspil og annríki stjórnvalda undir árslok 1978.

Út frá framangreindum aðstæðum, var það greinilega röng hugsun að æða af stað með alla helstu fjármálsérfræðinga, með hugann fastan í að bjarga bönkunum vegna mjög alvarlegrar stöðu þeirra á þeim tíma. Stærsta viðfangsefni Seðlabankans var einnig að bjarga bönkunum. Nánari skýringar á því ferli verða raktar  í öðru skjali.

Undarlegt innheimtuferli.

En víkjum þá að Fylgiskjali 1, sem er greiðsluskrá afborgana af láni mínu frá október árið 2000, til uppgjörs eftirstöðva lánsins eftir greiðslu afborgunar 15. apríl 2019.  Þá var lánið gert upp, til að fá hreina niðurstöðu í mismunatölu milli meintrar eðlilegrar reiknireglu hliðstæðra lána, sem þó hafði aldrei verið reynd á almennum lánum. Athygli nefndarmanna er vakin á þremur sjálfstæðum innborgunum á lánið mitt á lánstímanum. Það er innborgun 15. des. 2009, upp á kr. 2.000.000, í febr. 2015 innborgun 1.141.946 og í jan. 2016 innborgun 380.648.  

Innborgunum þessum var deilt milli beinnar niðurgreiðslu á höfuðstól lánsins og uppsöfnunarlið áfallinna verðbóta. Þessi skiptiregla er hvergi skráð í vinnureglur starfsfólks, en þar sem ég þekki vel forritið og reiknireglur þess, gat ég skipt innborgununum á réttan hátt milli innborgunar á höfuðstól lánsins en hins vegar á áfallnar verðbætur. Þetta gæti aukið ykkur skilning á því að ég er hér að tala um hluti sem ég hef líklega meiri þekkingu á en flestir sem nú fjalla um hina meintu verðtryggingu.

En lítum nú á Fylgiskjal 2, sem er innheimtuseðill Íbúðalánasjóðs á útreiknaðri afborgun af láni mínu, á gjalddaga 15. apríl 2019, síðasta gjalddaga fyrir uppgjör lánsins. Á þessum greiðsluseðli eru uppgefnar:

 Eftirstöðvar nafnverðs, eftir greiðslu gjalddaga  kr. 3.500.113,

Áfallnar verðbætur, eftir greiðslu gjalddagans     kr. 4.699.291,

Eftirst. m/verðbótum eftir gr.gjalddaga            kr. 8.199.404.


Eftirstöðvar á sama láni, samkvæmt réttum reiknireglum,
 lögum samkvæmt, reyndust eiga að vera kr. 2.560.323,-.

Ekki fer á milli mála að á 222 gjalddögum af 478, hafði Íbúðalánasjóður ofreiknað greiðslur mínar um samtals kr. 5.639.081,-. En hvernig fór Íbúðalánasjóður að því að ofreikna svona greiðslur mínar? Fyrst skulum við líta á ljósgræna reitinn, 4. frá hægri, á Fylgiskjali 1. Sá reitur er fyrir reiknaðar verðbætur af hverri afborgun, samkvæmt vísitölu neysluverðs, eins og Hagstofan reiknar hana. Nákvæmlega sama vísitalan og kemur fram á öllum greiðsluseðlum Íbúðalánasjóðs, en reiknuð á allt annan veg en lítur að endurgreiðslu hins tekna láns. Formúlan er hefðbundin útreikniformúla vísitölu fyrir gjalddaga láns. En andlag þess sem var verið að verðbæta var ekki það sama. Reiknilíkan verðbætir Greiðsluna, endurgreiðslu lánsins eins og tilgreint var í 1. gr. laga nr. 71/1966, þó þau lög hafi þá verið fallin úr gildi og engin formleg lög komin í staðin.

Sundurliðun Greiðsluseðils 
Við skulum þá næst líta á hvernig sundurliða skal greiðsluseðil afborgunar, svo hann tilgreini hvern lið lánasamningsins fyrir sig, eins og lánveitanda er skylt að gera. Í lánaskjali er tilgreind upphæð láns, greidd afborgun, greiddir vextir og reiknaðar verðbætur. Einnig skal koma fram eftirstöðvar láns að aflokinni greiðslu, eins og sundurliðað er á reiknilíkaninu.  En lítum þá á Fylgiskjal 2,  sem er greiðsluseðill frá Íbúðalánasjóði með sundurliðun greiðslunnar sem innheimt var af þeim.  

Greiðslukrafan sundurliðast þannig:

Afborgun á nafnverði                                  kr.  7.600,

Afborgun verðbóta                                     kr. 10.204,

Vextir                                                kr. 14.908,      

verðbætur vegna/vaxta                                 kr. 20.016

Veðbandalausn                                         kr.  5.000

Innheimtugjald                                        kr.    265

Samtals til greiðslu                                  kr. 57.993

Við skulum skoða þessa sundurliðun Íbúðalánasjóðs vel, því ENGINN þessara sundurliðunarþátta eru í samræmi við skilmála lánasamningsins, sem hefur sömu sundurliðun og fram kemur á skuldaskjali lánsins. Er það sama sundurliðun sem kemur fram í því reiknilíkani sem er Fylgiskjal 1. Lítum nánar á þetta.

Hjá Íbúðalánasjóði segja þeir lánið vera jafngreiðslulán, og afborgun vera kr. 7.600, sem er of lágt, miðað við lánstíma og upphæð láns. Rétt upphæð afborgunar, fyrir innborganir, átti að vera kr. 13.375.

Eins og ég hef oft bent á, þá er skuldabréfakerfi Reiknistofu bankanna, rangt forritað fyrir jafngreiðslulán. Í forrituninni er gert ráð fyrir allt öðru greiðsluferli, sem engan veginn samrýmist jafngreiðsluláni. Það er einnig blekking að tilkynna greiðsluferli tilvitnaðs láns sem jafngreiðslulán.

Þegar allir liðir eru skoðaðir, sem taldir eru til lækkunar heildargreiðslu hvers gjalddaga, er ljóst að einungis er hverju sinni greitt lítill hluti réttrar afborgunar. Það veldur því að höfuðstóll lánsins lækkar ekki í takti við það sem líður á lánstímann.

Ef borið er saman greiðslur afborgunar í reiknilíkaninu, eftir síðustu innborgun, verður afborgunartala eftirstöðva þar kr. 9.885.
Rétt er að vekja athygli á því að ef greidd er aukagreiðsla til lækkunar eftirstöðva jafngreiðsluláns, er eftir niðurgreiðslu, farið að eins og í upphafi. Eftirstöðvum láns er deilt í þann fjölda afborgana sem eftir eru ógreiddir, og útkoma úr því verður jöfn afborgunartala til loka lánstíma.

Á greiðsluseðli Íbúðalánasjóðs er liðurinn „Afborgun verðbóta“. Sá liður er ekki til í formi endurgreiðslu jafngreiðsluláns. Útreikniformið sem notað er við útreikning tilvitnaðs jafngreiðsluláns, virðist ekki byggt fyrir útreikning afborgunarlána, heldur eingöngu fyrir eingreiðslulán. Formið gerir ráð fyrir því að einungis sé einu sinni reiknaðar verðbætur og þá reiknaðar á allar eftirstöðvar láns, eins og um eingreiðslulán sé að ræða. Jafngreiðslulán, sem endurgreitt er með mörgum afborgunum, verðbætir hverju sinni þá fjárhæð sem endurgreidd er á gjalddaga, sem lækkar eftirstöðvar lánsins að sömu upphæð.

Hliðarþáttur í forriti fyrir öll afborgunarskuldabréf, sem einungis kemur til útreikning við uppgjör láns, er reiknitala í forritinu sem kallast „áfallnar verðbætur á eftirstöðvar höfuðstóls“.  Þessi uppsöfnun í forritinu sýnir nákvæmlega hvernig verðbætur vegna liðins tíma eiga að reiknast inn þegar uppgjör fari fram á viðkomandi láni. Þessi liður á ekki að vera virkur við reglubundna afborgun láns og því ekki að reiknast af því mánaðarlegar verðbætur til greiðslu.

En ef borgað er inn á lánið, eins og ég gerði, hefur þessi uppsöfnunarliður ákveðið vægi til lækkunar á móti eftirstöðvum höfuðstóls. Þá skiptingu getið þið séð á innborgunum mínum, hvernig innborgun skiptist á milli lækkunar eftirstöðva höfuðstóls lánsins en hinn hlutinn fer inn í kerfið sem mínus verðtrygging og fer þannig til lækkunar hinni óvirku uppsöfnun verðbóta vegna uppgjörs lægri upphæðar eftirstöðva. OG eftir innborgun lækkar einnig afborgunarupphæð gjalddaga, eins og sjá má.

Liðurinn „Verðbætur vegna vaxtaer ekki heldur til í samningsformi jafngreiðslulána. Rétt beiting útreikniformúlunnar vaxta af jafngreiðsluláni, gerir ekki ráð fyrir að áfallnar verðbætur séu reiknaðar sérstaklega á gjalddaga. Reiknaðir jafngreiðsluvextir eru einnig að fullu greiddir á gjalddaga, þannig að vaxtagreiðslur sem reglulega eru greiddar á gjalddaga taka því ekki á sig sjálfstæðar verðbætur. Hins vegar verðbætist vaxtagreiðslan innan greiðsluliðsins Greiðslan, í reiknireglu jafngreiðsluláns, samkvæmt fyrirmælum úr 1. gr. laga nr. 71/1966 og þannig er reiknað í reiknilíkaninu.

Liðinn „Veðbandalausn“ hef ég hvergi séð í lánasamningum, þó ég hafi í gegnum tíðina lesið meira en 1.000 skuldabréfaskjöl. Eitt er víst að í skuldabréfi mínu er hvergi getið slíks innheimtuforms. 

Innheimtugjald, vegna einfaldrar tilkynningar gjalddaga er einnig utan lagaheimilda, því lánveitanda ER SKYLT, samkvæmt lögum og reglum um útreikning greiðsla hvers gjalddaga að standa lántaka skil á útreiknuðum innheimtuseðli fyrir gjalddaga, um það liggur fyrir úrskurður Ríkisskattstjóra.

Ekki er heimilt lögum samkvæmt að skylda einstaklinga til móttöku rafrænna reikninga, nema eftir þeim leiðum sem einstaklingurinn tilkynnir.

Ágæta Nefndarfólk.

Ég ætla ekki að sinni að hafa þessa umsögn lengri, en vek sérstaka athygli á að meint þörf fyrir breytingar á lánstíma jafngreiðslulána er tilkomin vegna rangra vinnubragða við útreikning afborgana slíkra lána, eins og að framan hefur verið rakið. Ef þið hefðuð einhverjar frekari spurningar um verðbætur í íslensku fjármálaumhverfi, er ekki ólíklegt að ég eigi í safni mínu sundurliðunar- eða skýringargögn, sem hægt væri að bregða upp á skjávarpa, til auðveldunar á ýmsum flækjum sem til eru komnar í fjármálkerfum okkar, sem oft virðist fyrst og fremst vegna vankunnáttu á að forma með réttum hætti lánaskilmála skuldabréfa inn í útreikniforrit afborgana.

Ef þið náið að skilja þokkalega það sem ég hef hér verið að reyna að útskýra, gæti verið að opnast leið til að forða þjóðfélaginu frá alvarlegum erfiðleikum, sem líklega myndu fylgja á eftir útkomu bókar um allt ferli verðtryggingarinnar, hvernig hún varð til og hverjir léku hvaða hlutverk í aðdraganda, sköpun og framvindu reiknikúnsta verðtryggingar,sem aldrei hefur verið byggt á gildri framkvæmd samkvæmt gildum lögum.

Með vinsemd og virðingu

Reykjavík 3. apríl 2021,

Guðbjörn Jónsson, kt: 101041-3289,

Fyrrverandi fulltrúi í hagdeild Samvinnubanka,

Síðar ráðgjafi í fjármálum fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki

        

 

 

 

 


Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og fluttur haustið 1987

Efnið er sett fram á sem einfaldastan máta þar sem áheyrendur eru ekki faglærðir, bara alþýðufólk. 

LITIÐ TIL BAKA.

Þegar við setjumst niður og reynum að skilgreina helstu vandamál þjóðfélags okkar, þýðir ekki að horfa aðeins á þjóðfélagið eins og það er í dag. Við verðum að fara aftur í tímann og fylgja breytingunum eftir og skoða þær á gagnrýninn og hlutlausan hátt.

Við skulum fara aftur í tímann, aftur fyrir fjármagn, og fylgja eftir meginpóstum þróunar fram til dagsins í dag. Það eina sem ég vil biðja ykkur að varast, er að stækka ekki myndina í huga ykkar fram yfir það sem þið ráðið vel við að fylgja eftir. Hafa ber í huga að forsendur hagkvæmni breytist ekki þótt rekstrareiningin stækki.  Ef dæmið á að ganga upp, verða grunneiningar forsendna að fylgja eftir stækkun rekstrareiningarinnar.

Hverfum nú aftur í tímann til þess tíma er viðskipti fóru fram með vöruskiptum. Á þeim tíma var lítið fjármagn í umferð en markaðsverð á hverjum tíma réði hvað mikið fékkst fyrir þær vörur sem viðkomandi vildi selja, í skiptum fyrir eitthvað annað sem hann vantaði og vildi kaupa.

Strax á þessum tíma komu í ljós stærstu gallar óhefts markaðslögmáls. Í fæstum tilfellum fengu framleiðendur sannvirði fyrir vörur sínar, en voru aftur á móti  látnir greiða hátt verð fyrir það sem þeir þurftu að kaupa. Þarna kom því strax í ljós gífurlegur mismunur á aðstöðu þess sem vantar vöruna (kaupandans) og hins sem hefur hana til sölu.

Það virðist eins og tveir sterkir eiginleikar séu að verki þegar menn eiga viðskipti. Annars vegar ákafi seljanda að selja á sem hæstu verði. Hins vegar sami aðili sem kaupandi að verðmætum þess sem hann á viðskipti við, þá vill hann greiða sem minnst fyrir  vöruna sem hann kaupir. Þær aðferðir sem notaðar eru í svona viðskiptum eru ekki alltaf sérstaklega mannbætandi.  Hins vegar er svo hin rótgróna eðlishvöt mannsins, að láta sem mest eftir sér af því sem hann langar í. Við slíkar aðstæður er sjaldnast mikil rökhyggja á bak við skilgreininguna um nauðsyn þess að láta undan löngunum sínum.

Þriðja þáttinn mætti einnig tilnefna, en hann er hin mikla þörf okkar íslendinga fyrir að sýnast ríkari, meiri og fullkomnari en við erum í raun. Við virðumst halda að það sé það sem gefi þjóð okkar þá virðingu sem við sækjumst svo mjög eftir.

Á þessum upphafstímum viðskiptanna kom fljótt í ljós að kaupendur höfðu ekki nægar tekjur til að geta fullnægt þörfum þeirra sem vildu selja. Í fyrstu voru kaupendur fáir, aðallega erlendir verslunarmenn sem pressuðu niður verð á þeim vörum sem þeir keyptu. Með tilkomu innlendra kaupmanna var  fundið upp form lánsviðskipta, til að hægt væri að auka söluna fram yfir það sem raunverulegt fjármagn var til fyrir.

Þegar hér er komið sögu, áttuðu menn sig á að hægt var að kaupa vöru af framleiðandanum, með lánsviðskiptum, og selja þær aftur á hærra verði til þeirra sem vantaði vörurnar, áður en greiða þurfti framleiðandanum fyrir vörurnar. Þarna kom til sögunnar fyrsti milliliðurinn,  sem miðlaði vörum framleiðenda til neytenda án þess að leggja út nokkurt fjármagn sjálfur og hagnaðist á viðskiptunum.

Þegar menn sáu að þetta gat gengið, fóru þeir að prufa að bæta einum millilið við. Var þar kominn til sögunnar heildsalinn, sem keypti vörur, með lánsviðskiptum af framleiðandanum, seldi þær aftur til smásalana, einnig gegn gjaldfresti, en smásalinn seldi svo vörurnar til neytenda gegn greiðslu.

Fljótlega kom þó í ljós að þetta gat ekki gengið, þar sem framleiðandinn þurfti að fá greiðslu sína fljótar en það tók smásalann að fá greiðslu fyrir seldar vörur.  Frekar en leggja þennan millilið niður, fóru menn að brjóta heilann um leið til að gera tilvist hans varanlega.

Menn fundu þá leið að fyrri milliliðurinn tók skuldarviðurkenningu frá þeim seinni, sem hann svo seldi banka og fékk í staðinn peninga, sem hann svo notaði til að greiða framleiðandanum.

Þegar farið var að nota þetta KERFI, kom fljótlega í ljós að sumar þessara skuldaviðurkenninga fengust ekki greiddar. Var þá gripið til þess ráðs að hafa einhver veð  fyrir svona skuldaviðurkenningum, annað hvort í eignum útgefanda þeirra, eða með ábyrgð einhverra annarra aðila sem líklegir gátu talist til að geta greitt það sem ekki næðist inn hjá skuldara.

Þarna voru að festast í sessi þeir viðskiptahættir sem við búum við enn í dag, þó þeir hafi nú hlaðið nokkuð utan á sig í gegnum tíðina.

Það sem fór að bera á um þetta leyti, var sambandsleysi milli framleiðenda og neytenda. Hvorki framleiðendur eða neytendur virtust hafa áttað sig á þeirri gjá sem búið var að grafa á milli þeirra. Búið var að setja lög og reglur um viðskipti sem gerðu ráð fyrir að viðskiptin færu fram með milligöngu þeirra aðila sem komið höfðu sér fyrir á milli framleiðenda og neytenda. Þar með voru milliliðirnir einnig búnir að ná ákveðnu valdi yfir framleiðendum.

Þarna urðu í raun kaflaskil í sögunni, því nú fóru milliliðirnir að ráða mun meiru um verðlagningu framleiðslunnar en áður hafði verið. Framleiðendum var nauðsyn að selja, til að afla sér tekna, en söluverð framleiðslunnar mátti ekki vera hærra en svo að milliliðurinn teldi að kaupandi fengist að henni, eftir að kostnaði milliliðanna hafði verið bætt við verðið frá framleiðanda.

Í fyrstu gekk þetta áfallalítið því milliliðirnir voru fáir og viðskiptin að mestu bundin við vörur til framfærslu og bygginga. Þeir menn sem þá voru uppi virtust tiltölulega fljótir að átta sig á að eyðsla og lánsviðskipti mátti ekki fara nema ákveðið hlutfall upp fyrir tekjuöflunina. Til að halda rekstrinum innan þeirra marka voru settar reglur um eyðslu þeirra fjármuna sem aflað var. 

Talsmenn milliliðanna kölluðu þetta HÖFT og útmáluðu með miklum fjálgleik hvað væri verið að fara illa með fólkið í landinu, að leyfa því ekki að kaupa það sem það langaði í. Mikill meirihluti landsmanna var og er ekkert gagnrýninn á svona málflutning, því hann kitlar þægilega löngunina til að láta eftir sér meira en efnahagur viðkomandi leyfir.

Þegar farið er út á braut lánsviðskipta, eða að fjárfesta til framtíðar, eins og það er oft kallað, eru á þeirri braut ákveðnar hættur. Þær felast aðallega í greiðslubyrði þeirra skuldbindinga sem gerðar hafa verið. En ekki felst síður hætta í misjöfnum tekjum eða öryggisleysi við tekjuöflun. Þegar slíkir viðskiptahættir fara yfir hættumörkin, byrjar að safnast upp rekstrarvandi. Stjórnmálamenn síðustu áratuga hafa ekki þorað, eða haft þekkingu til, að takast á við þennan vanda. Á sviði þjóðfélagsins kemur þessi vandi helst fram með tvennum hætti.

Í fyrsta lagi:  Sé eyðslu fjármuna þjóðfélagsins stjórnað með aðhaldi að settum markmiðum um nýtingu fjármagns til viðhalds eða tekjuaukandi framfara, upphefst söngur milliliðakórsins um höft og frelsisskerðingu. Þessi kór milliliðanna er því miður oftast dyggilega studdur af helstu fórnarlömbum sínum, sem eru launþegarnir í landinu. Það lætur nefnilega svo þægilega í eyrum að heyra boðskap um að hægt sé að fá að láta meira eftir sér. Það er miklu þægilegra áheyrnar en boðskapur um ráðdeild og sparnað. Það verður víst aldrei hin sterka hlið mannsins að leggja hömlur á langanir sínar.

Í örðu lagi:  Ef eyðslu fjármuna er ekki stjórnað, kemur það alltaf fyrst niður á launþegum og framleiðslugreinum tekjuöflunar. Sá aðili þjóðfélagsins sem lengst heldur sínum hlut er milliliðahópurinn. Nægir þar að minna á kartöfluævintýrið í vor, þegar verð á kartöflum var lækkað. Milliliðirnir fengu allan sinn kostnað að fullu, en því miður var söluverð út úr búð það lágt að ekkert varð eftir af því fyrir framleiðendur.

Þessi hópur, milliliðirnir, kappkosta að koma sínum fulltrúum fyrir á sem flestum stöðum í stjórnkerfinu, þar sem ákvarðanir eru skipulagðar eða teknar. Þetta gerir það að verkum að litlu máli skiptir, fyrir afkomu þeirra, hvort fulltrúar þeirra eru í meirihluta á þingi eða ekki. Þeir eru alltaf réttu megin við þær ákvarðanir sem verið er að taka. Þetta er þeim mun auðveldara eftir því sem þjóðfélagið er minna og samskipti og tengsl manna meiri.

Ef við lítum aðeins nánar á hvernig viðskiptamál okkar hafa þróast síðustu áratugina, kemur í ljós að tekjuöflunarhliðin hefur verið vanrækt. Aðal áherslan hefur verið lögð á uppbyggingu eyðslunnar, með aukinni þjónustu og verslun.

Stöðugt þarf að fylgjast með fjármagnsflæðinu um þjóðfélagið, vegna eðlilegrar rýrnunar fjármagns við streymi þess um lífæðar þjóðfélagsins. Um langt árabil hefur þess ekki verið gætt að innstreymi tekna ykist til samræmis við aukin umsvif verslunar og þjónustu. Þetta hefur leitt af sér það sem ég kalla gengisfall innan þjóðfélagsins, Það sem ég á við hér er að peningar eru of lítill hluti af veltu samfélagsins.

Þetta leiddi meðal annars af sér að bankakerfi sem var orðið of stórt, gat ekki greitt vexti sem voru yfir innlendri verðbólgu. Sem aftur leiddi til þess að fólk var farið að missa trú á að eiga peninga sína í banka. Þá var fundin upp reikniregla til að auka sjálfkrafa peningamagn í umferð, til að koma í veg fyrir að stjórnvöld þyrftu stöðugt að vera að útskýra fyrir þjóðinni innlendar gengisfellingar krónunnar.  Siðferðislega er þarna á ferðinni sama aðgerð og þegar bókhald fyrirtækis væri falsað til að hluthafar áttuði sig ekki á hve staðan væri slæm.

Frá árinu 1979 höfum við, í þessu þjóðfélagi, verið að byggja upp eigna og skuldastöðu, sem enginn raunveruleiki eða raunverðmæti eru að baki. Þetta hefur aftur á móti gert það að verkum að allir þeir sem skulda hér á landi, hafa verið að greiða margfalt hærra gjald fyrir fjármagnið en skráð hefur verið sem vextir. Þetta er nokkuð flókið að útskýra og verður ekki gert í stuttu máli.

Vegna þess hvernig bankakerfi okkar er uppbyggt, hefur allt fjármagn farið samdægur til Reykjavíkur og að mestu leyti verið ráðstafað þar. Það er hins vegar óþægileg staðreynd að stjórnvöld og stjórnendur fjármagns í landinu, hafa látið það viðgangast að of stórt hlutfall af veltufjármagni þjóðarinnar var tekið úr umferð til frambúðar. Því hefur verið breytt í fasteignir sem ekki koma til með að skila þjóðfélagslegri arðsemi því það hefur verið fest í arðlausum eignum og verður þar fast til framtíðar.

Til þess að halda þessari hringavitleysu gangandi, hafa viðskiptahættir orðið að breytast nokkuð ört. Eins og ég sagði áðan, getur velta viðskipta ekki farið nema ákveðið upp fyrir tekjumyndun, án þess að það skapi vandamál.

Þessi vandamál hafa verið til staðar hér mörg undanfarin ár. En í stað þess að ráðast gegn vandanum og leysa hann, hefur verið farin sú leið að búa til nýja milliliði og millifærslur til að fela vandamálin fyrir almenningi.

Hvað skildi ég eiga við?

Við skulum ekki fara of langt aftur í tímann. Við skulum byrja þar sem vandamálin fóru að verða erfið í sambandi við kjarasamninga opinberra starfsmanna. Það var leyst með því að láta fólk fá laun sín greidd fyrirfram. Með því tókst launagreiðendum að færa vandan frá sér yfir til launafólksins. Í stað þess að fá kjarabætur, var fólkið sett í þann vanda að vildi það t. d. skipta um vinnu, varð það að vinna í heilan mánuð, eftir síðustu launagreiðslu.

En þar sem líklegast var að næsti launagreiðandi greiddi vinnulaunin eftir á, þurfti fólk að vinna heilan mánuð hjá nýja vinnuveitandanum, væri það ekki opinber aðili, áður en fyrsta launagreiðsla bærist.

Þar sem ekki var tekið á sjálfu vandamálinu, sem var ofþensla miðað við magn fjármagns í umferð, var þetta ekki nema skammtíma lausn. Fljótlega fór aftur af stað óánægja hjá launafólki. Þá var fundin upp hin margfræga aðferð með FÉLAGSMÁLAPAKKANA. Það eina sem gleymdist í því dæmi, var að tryggja að launþegar yrðu ekki sjálfir látnir taka á sig þær auknu álögur sem fylgdu félagsmálapökkunum, sem samið var um.

Þegar þessi pakkaafgreiðsla var farin að ganga sér til húðar, var farið að útfæra fyrirframgreiðslu launa fyrir fleiri stéttir. Samtímis því var svo liðkað aðeins fyrir um aðgang að lánsfé til beinnar eyðslu. Farið var að bera á að verslanir áttu bágt með rekstrargrundvöll og þær farnar að keppa grimmt á markaði lánsviðskipta og afborgunarkjara. Þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir til stjórnvalda, hafa ekki enn verið settar heilstæðar reglur um þessi viðskipti, sem samrýmdi þau í einum farvegi.

Um svipað leyti og þessi viðskiptamáti var kominn vel á veg, fóru menn að átta sig á að þarna var komið pláss fyrir einn millilið til viðbótar. Hafist var handa við stofnun fyrirtækja sem keyptu ákveðin lánsviðskipti af verslunum og innheimtu þau síðar hjá lántakanum. Þannig urðu kortafyrirtækin til.

Nýjasta dæmið í þessum flokki er svo yfirdráttarheimildir bankanna, til almennings, sem tóku gildi á síðasta ári. Hvað þær duga lengi til þess að koma í veg fyrir óstöðvandi skriðu vanskila, er ekki gott að segja. Eitt er víst. Ég er löngu hættur að reikna með ábyrgum stjórnunaraðferðum af hálfu ríkisstjórnarinnar, enda má færa rök fyrir því að Alþingi sé einungis afgreiðslustofnun fyrir þá sem stjórna. Nægir þar að nefna næsta rislitla meðferð Alþingis á því frumvarpi sem fram kom til nýrra laga um Seðlabankann.

Vegna mótmæla stjórnenda Seðlabankans, þorði Alþingi ekki að afgreiða frumvarpið. Samþykkt var, á þingi, að leggja þetta frumvarp til hliðar en fela Seðlabankanum sjálfum  að semja frumvarp til laga um eigin starfsemi.

Hver skildi svo ástæðan vera fyrir öllum þessum lánsviðskiptum?

Í raun er hún hin sama og við upphaf lánsviðskipta, þ. e. skortur á peningamagni í umferð miðað við umsvif og veltu í þjóðfélaginu. Samhliða hafði þess ekki verið gætt að tekjuaukning þjóðfélagins bæri uppi útþenslu verslunarinnar. Aukning innflutningsverslunar varð mikið meiri en nam vexti þjóðartekna.  Afleiðingar þess urðu svo þær að innflutningsverslunin hirti megnið af gjaldeyrinum, jafnvel áður en hans hafði verið aflað.

Of lítið fjármagn í umferð innanlands varð þess valdandi að skortur varð á lausafé til reksturs heimila og framleiðslufyrirtækja. Þeim er í raun haldið gangandi með verðtryggingunni, ýmsum millifærslum og erlendu lánsfjármagni.  Það er eins og þjóðin öll hafi trúað því að peningarnir yrðu bara til svona af sjálfu sér í kjallara Seðlabankans, eins og Seðlabankastjóri á að hafa sagt um eigið fé Seðlabankans.

Kannski má kenna Seðlabankastjóra um hvernig komið er. Hann lagði ofurkapp á að flytja Seðlabankann burt úr því húsi þar sem peningarnir uxu í kjallaraherberginu.

Samið og flutt haustið 1987 af  Guðbirni Jónssyni


Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta stjórnmálaflokks landsins.

Það virðist augljóst af ummælum BB í þessu viðtali að hann telur sig eða flokk sinn ekki bera mikla ábyrgð á framtíð þessa samfélags okkar. Öllum seljanlegum ríkiseignum vill hann koma í peninga, sem auðveldara er að Gambla með en fyrirtæki eða stofnanir ríkisins.

Hann segir t. d. að ríkið eigi Landsbankann nánast að fullu. Þess sjást þó ekki merki í starfsháttum bankans, þar sem megináhersla í rekstri bankans er afar áhættusöm lántökustarfsemi, til illa grundaðra langtíma lífdaga þar sem lítið virðist um varanlega viðskiptasamninga til að standa undir hinum teknu lánum til útlána fjárfestinga. Ekki verður auðveldlega séð að sú fjárfestingastefna sem þarna er rekin, hafi traustan tekjugrundvöll til greiðslu vaxta af lánsfénu eða endurgreiðslu hinna veittu lána. Sem ýmist eru líklega skráð sem lán til aðila með rýran raunverulegan eignabakgrunn, eða fjármagnið fest í jarðfastri steinsteypu, með VÆNTUM tekjum t. d. af framtíðsr ferðamennsku , eða öðrum VÆNTUM VEXTI í framtíðinni. Byggðum á vísitölutryggðum hækkunum, hér á landi, á móti ætluðum afföllum af teknum lánum, vegna ofþennslu erlendra verðbréfa og líklegu hruni erlendra fjármálastofnana.

Það er afar sorglegt að lesa um svona ábyrgðarleysi hjá fjármálaráðherra sjálfstæðrar þjóðar, sem jafnframt er formaður stjórnmálaflokks sem um áratuga skeið hefur verið stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Nema að slíkt sé að breytast, vegna þess ábyrgðarleysis sem sýnt er í þessu viðtali. 


mbl.is Bjarni: Til greina kemur að selja Landsbankann og Íslandspóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS

Í nótt var ég óvænt staddur á fundi með leiðbeinendum mínum, þar sem greinilega var meiri og dýpri alvöruþungi í loftinu en oft hafi verið. Mér var tjáð að vaxandi líkur væru á óróleika í landinu okkar, sem ætti rætur að rekja til stjórnmálalegra mistaka. Það sem fyrst og fremst væri nýtt í þessu sambandi væri að nú væru hér á landi nokkrar þúsundir aðkomufóls, sem hingað hefðu komið í þeirri trú að þeim hefði verið boðið hingað og væntu þess að vera boðin velkomið. En svo þegar hingað væri komið blasti allt annar veruleiki við.

Það er því einlæg hvatning til Íslendinga að gæta þess að ekki verði upplausn í stjórnmálalegu umhverfi. Að gætt verði fyllstu hófstillingar í innbirðis orðaskaki og dregið verði úr opinberri spillingu og óheiðarleika sem mögulegt er, því slíku fylgir neikvæð orka sem ekki þarfnast alltaf málfræðilegrar þýðingar textans.

Við biðjum þá sem mestu ráða í svona efnum að missa ekki sjónar á því að nú er afar óvenjulegt ástand á Íslandi, þar sem nú er mörg þúsund erlendra hælisleitenda og mörgum finnst þeir hafi ekki fengið þær móttökur sem þeir væntu. Þessi hópur er á siðferðislega sviðinu ekki vel agaður og virðing margra þeirra fyrir baráttuaðferðum er ekkert lík okkar. Því er ekki hægt að ætlast til þess að þessi hópur bregðist við með öðru en býr í þeirra reynsluheimi.  

Nú þegar er þessi aðkomuhópur orðinn það stór að sameinist þeir í eitt afl, benda allar líkur til þess að þeir muni hafa yfirhöndina og Íslendingar verði ekki við stjórnun landsins um einhvern tíma. Við viljum því hvetja Íslendinga til að gæta hófstillingar til orðs og æðis og vera sér meðvitaðir um alvöruna sem þeir settu sjálfir upp með vanhugsuðu kæruleysi fyrir öryggi landsmanna.

VANDRÆÐAGANGUR VEGNA GUÐSTRÚAR

Fyrir nokkrum árum náði lítill hópur eiginlegra trúleysingja fótfestu innan þjóðkirkjunnar á Íslandi. Með stuðningi embættis biskups yfir Íslandi tókst þessum öflum að loka fyrir fræðslu til barna um kristindóminn, meina prestum að heimsækja skóla og börnum bannað að sækja sér fræðslu hjá prestum landsins.

Því miður hefur þessi litli og sundurleiti hópur sem staðið hefur fyrir framangreindum hömlum á frjást flæði upplýsinga á sama tíma barist fyrir fullkomnu stjórnleysi fólksflutninga hingað, í krafti þeirrar sérkennilegu breytinga sem þau fengu, með undarlegum hætti framkvæmt á lögum okkar um útlendinga. Íslendingar hafa sýnt alveg einstakt andvaraleysi gagnvart þeim breytingum sem pressuð voru fram af einum litlum stjórnmálaflokki. Sýnir það nú glöggt þann alvarleika sem fylgir sofandahætti gagnvart öryggi fólksins í landinu ásamt alvarlegum skorti fullnægjandi stjórnun Lýðveldsins okkar. Öryggi landsmanna má ALDREI byggjast áþvermóðsku eins aðil eða stjórnmálaafla með lítið fylgi hjá Íslendingum. Þannig þarf þetta mikilvaga atriði að verða tilgreint í stjórnarskrá, en fram hjá því er enn litið.

Því miður hafa þessir fámennu hópar hér á landi, sem opinberlega hafa barist gegn mannkærleikanum í birtingu Guðs og Jésú Krists, náð tímaundið svona miklu afli yfir stjórnendum landsins, sem birtist landsmönnum í ljósi þess að núverandi forsætisráðhrra landsins hefur sýnt ótrúlegan dómgreindarbret í samskiptum við þessa fáliðuðu öfgahópa hérlenndis.

 

ALMÆTTIÐ VERNDAR ALLA

Beðið var fyrir þau skilaboð til þeirra sam þetta lesa, að kærleika Guðs er hægt að þjóna fullkomlega án þess að nefna Guð eða Jesús Krist.

 

Bent er á að á undanförnum árum hafa aukist verulega samskipti milli ólíkra trúfélaga, með það markmið fyrir augum að brúa yfir þá ágreiningsþætti sem eru í trúariðkun ýmissa trúarkenninga. Eitt af því sem rætt hefur verið um er sá aðskilnaður sem felst í forystuafli einstakra trúareininga. Áleiðis er komin sú nálgun að í sameiginlegum athöfnum blandaðra trúarhópa verði einstalir Guðir ekki ákallaðir. Þar verði bænum beint til ALMÆTTISINS,  sem nær þá yfir alla sem trú sína iðka á þessari jörð.

Þeir Íslendingar og aðrir á Íslandi sem vilja fá frið til að iðka kærleiksboðsap sinn, geta beint bænum sínum til ALMÆTTISINS, sem einlægt hlustar 

 

 


YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019

Hvað er fjármálalegur stöðugleiki ?

Það er áreiðanlega erfitt að útskýra fyrir fólki hvað felst í stöðugleika fjármagns. Allar kynslóðir núlifandi Íslendinga hafa lifað við hreyfanlegar forsendur tekjuöflunar þjóðarinnar, en aðeins lítill hluti hennar orðið að láta sér þær tekjur nægja. Á þeim forsendum sem hér eru nefndar væri fróðlegt að fá fram innihald þess fjármálastöðugleika sem Seðlabankinn á að stýra.

Vegna þeirra umræðna sem verið hafa um „stýrivexti“ og vaxtahækkanir almennt, tók ég mig til og kynnti mér hin nýju Lög um Seðlabankann frá árinu 2019. Ég er mest hissa á að ekki skuli hafa verið lögð meiri nákvæmni í skilgreiningu: hlutverka, verkefnaskrá  og launalið í einni og sömu færslunni, frekar en endurtaka þetta aftur og aftur í hinum sérkennilegu nefndum. Lítum á nokkur dæmi. Fyrst úr Yfirstjórn bankans:         Leturbreytingar eru undirritaðs.

„Yfirstjórn.

    Seðlabankastjóri stýrir og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri Seðlabanka Íslands í öllum málefnum bankans sem ekki eru falin öðrum með lögum.

    

Ég verð að segja að ég hef sjaldan séð jafn klaufalega framsetningu nánast sama fyrirkomulagi og þekkt hefur verið frá fyrri lögum og toppmönnum, þar sem bankanum var aldrei beitt til að hafa þá stjórn sem Seðlabanki á að hafa.

Það var virkilega uppörvandi að finna hin breyttu stjórnunartök sem mátti greina fyrsta árið sem núverandi Seðlabankastjóri sýndi og fékk hrós fyrir, sem litla athygli vakti hér heima, þó hagsmunirnir væru mestir hjá almennu launafólki.

En svo fór maður að finna að ákvarðanir sem kynntar voru, virtist vanta einhvern neista í framsetningu. Og mér fannst ég kenna fótspor liðinnar tíðar. Breytingin gerðist hljóðlega og enginn blaðamaður spurði um ástæður. Annar blær kom í fréttir frá bankanum og fólk úr nefndum bankans fóru að veita svör og framvindan fór að breytast. En enginn sagði neitt. Ekkert hefði þýtt fyrir mig að segja neitt, því þegar ég hætti í hagdeild bankans, var ég vandlega merktur sem óheiðarlegur í fjármálum og tilbúin kæra um slíkt send til Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem vandlega var kynnt í fjölmiðlum en mér ekki leyft að svara fyrir mig. Orðin þekkt aðferð í dag.

En hvernig sé ég einhverjar hömlur lagðar á hinn nýja seðlabankastjóra.  Þær skýra sig sjálfar í lagatextanum um Yfirstjórn bankans. Þar segir . mgr. 3. gr. um Yfirstjórn:

„Seðlabankastjóri stýrir og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri Seðlabanka Íslands og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum bankans sem ekki eru falin öðrum með lögum.

Þarna er skýrt greint frá því að seðlabankastjóri stýrir og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri Seðlabanka Íslands og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum bankans-

En þarna kom ekki punktur. En það skipti engu. Allir voru búnir að fá að vita það sem þeir vildu; að seðlabankastjóri fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum bankans – En rúsínan er eftir í pylsuendanum. Jú hann hafði ákvörðunarvald í öllum málefnum bankans - sem ekki eru falin öðrum með lögum.“  

Nú það þarf ekki lengur að leita. Af þessu niðurlagi 1. mgr. 3. gr. Seðlabankalaga er ljóst að ákvarðanataka hefur verið falin öðrum með lögum.  Þá leitum við að hvaða lög það eru. Og ekki þarf að leita langt. Strax í 2. mgr. 3. gr. sömu laga segir að:

Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabankans í peningamálum eru teknar af peninga­stefnu­nefnd, sbr. 9. gr. Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabankans varðandi fjármála­stöðug­leika eru teknar af fjármálastöðugleikanefnd, sbr. 12. gr. Ákvarðanir sem faldar eru Fjármála­eftirlitinu í lögum eða stjórnvalds-fyrirmælum heyra undir fjármálaeftirlitsnefnd, sbr. 15. gr.

Lítum þá á 9. gr.  Peningastefnunefnd.

Hlutverk og skipan peningastefnunefndar.

    Ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum, sbr. 10. gr., eru teknar af pen­inga­stefnu­nefnd. Ákvarðanir peningastefnunefndar skulu grundvallast á markmiði um stöðugt verð­lag og byggjast á vönduðu mati á ástandi og horfum í efnahagsmálum.

2.mgr. Í peningastefnunefnd situr seðlabankastjóri, varaseðlabankastjóri peningastefnu, vara­seðlabanka­stjóri fjármálastöðugleika og tveir sérfræðingar á sviði efnahags- og peningamála sem ráðherra skipar til fimm ára í senn. .... Seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar og er vara­seðlabanka­stjóri peningastefnu staðgengill hans.

10. gr. Verkefni peningastefnunefndar.

    Peningastefnunefnd tekur ákvarðanir um vexti skv. 22. gr. til að framfylgja peningastefnu bank­ans. Einnig tekur nefndin ákvarðanir um viðskipti við lánastofnanir önnur en tilgreind eru í 2. mgr. 19. gr. Þá tekur nefndin ákvarðanir um bindiskyldu skv. 23. gr., viðskipti á gjaldeyrismarkaði skv. 27. gr. og viðskipti með verðbréf skv. 20. gr. sem ætlað er að stuðla að því að markmiðum bankans um stöðugt verðlag verði náð.

11. gr. Fundir peningastefnunefndar.

    Peningastefnunefnd er ályktunarhæf ef fjórir af fimm nefndarmönnum sitja fund nefndarinnar. Ákvarðanir peningastefnunefndar skulu teknar með einföldum meiri hluta, en falli atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns.

 12gr. Fjármálastöðugleikanefnd.

Hlutverk og skipan fjármálastöðugleikanefndar.

    Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabanka Íslands varðandi fjármálastöðugleika, sbr. 13. gr., eru teknar af fjármálastöðugleikanefnd. Ákvarðanir fjármálastöðugleikanefndar skulu grund­vallast á lögum og byggjast á vönduðu mati á ástandi og horfum í fjármálakerfinu. Vegna starfa nefndarinnar skal Seðlabankinn hafa samvinnu við önnur stjórnvöld, þar á meðal ráðuneyti sem fer með málefni fjármálastöðugleika.

Í fjármálastöðugleikanefnd situr seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar og þrír sérfræðingar í málefnum fjármálamarkaðar eða hagfræði sem ráðherra sem fer með málefni fjármálastöðugleika skipar til fimm ára í senn.

13. gr. Verkefni fjármálastöðugleikanefndar.

    Verkefni fjármálastöðugleikanefndar eru að:

  1. leggja mat á ástand og horfur í fjármálakerfinu, kerfisáhættu og fjármálastöðugleika,
  2. fjalla um og skilgreina þær aðgerðir sem taldar eru nauðsynlegar á hverjum tíma til að hafa áhrif á fjármálakerfið, í þeim tilgangi að efla og varðveita fjármálastöðugleika, og beina í því skyni ábendingum til viðeigandi stjórnvalda þegar tilefni er til,
  3. samþykkja stjórnvaldsfyrirmæli og taka þær ákvarðanir sem nefndinni er falið að taka með lögum,
  4. ákveða hvaða eftirlitsskyldir aðilar, innviðir og markaðir skuli teljast kerfislega mikilvægir og þess eðlis að starfsemi þeirra geti haft áhrif á fjármálastöðugleika.

14. gr. Fundir fjármálastöðugleikanefndar.

    Fjármálastöðugleikanefnd er ályktunarhæf ef fimm af sjö nefndarmönnum sitja fund nefndar­innar. Ákvarðanir fjármálastöðugleikanefndar skulu teknar með einföldum meiri hluta, en falli atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns.

15. gr. Fjármálaeftirlitsnefnd.

Hlutverk og skipan fjármálaeftirlitsnefndar.

    Fjármálaeftirlitsnefnd skal taka ákvarðanir sem faldar eru Fjármálaeftirlitinu samkvæmt lögum og stjórnvaldsfyrirmælum. Nefndin getur framselt til varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits vald sitt til töku ákvarðana sem ekki teljast meiri háttar.

    Í fjármálaeftirlitsnefnd situr varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, varaseðlabankastjóri fjár­mála­stöðugleika og þrír sérfræðingar í málefnum fjármálamarkaðar sem ráðherra sem fer með mál­efni fjármálamarkaðar skipar til fimm ára í senn. 

16. gr. Fundir fjármálaeftirlitsnefndar.

    Fjármálaeftirlitsnefnd er ályktunarhæf ef fjórir nefndarmenn sitja fund nefndarinnar. Ákvarðanir fjármálaeftirlitsnefndar skulu teknar með einföldum meiri hluta, en falli atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns.“

 

Hér nem ég staðar því hér er yfirstjórnin orðin nokkuð skýr. Hér er einnig orðið ljóst að það er ekki Seðlabankastjóri sem er ábyrgur fyrir ákvarðanatökum þessara þriggja aðalstjórnunar nefnda Seðlabankans.. Ég get varla trúað að menn gerist jafn lítilmótlegir í tvöfeldni einnar lagagreinar, eins og raunveruleikinn er um 1. gr. hinna nýju Seðlabankalaga frá árinu 2019. Ef eftir því væri leitað þykir mér líklegt að Hæstiréttur mundi ógilda þessa 1. gr. hinna nýju Seðlabankalaaga vegna villandi orðalags. 


Næsta síða »

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband