20.2.2008 | 15:45
Dómgreindin virðist betri utanlands
Mér finnst það fyrst og fremst lýsa því hve fólk hefur lítið fylgst með raunveruleikanum undanfarin ár, að vera nú hissa á hækkandi skuldatryggingu lánastofnana. Við getum ekki ætlast til þess að hag- og rekstrarfræðingar annarra þjóða gangi burt frá skynsemi sinni og dómgreind, þó menn hér á landi hafi gert það án þess að blikna.
Enginn, sem á annað borð hugsar heilstætt um afkomu þjóðfélagsins, ætti að undrast þessa stöðu. Frekar má undrast hve seint hún kemur fram, sem á sér hugsanlega skýringar í hinum svikulu skuldabréfavafningum, sem svo eru kallaðir.
Vöxtur erlendra lána sem lánastofnanir hafa tekið á undanförnum árum hefur verið ævíntýralega mikill. Flestum sem fylgjast með er vel sýnilegt hvernig bruðlað hefur verið með þetta lánsfé til að framkalla sýndarmennskuríkidæmi og til að halda uppi ónauðsynlegri byggingastarfsemi og annarri lítt nauðsynlegri þjónustustarfsemi, aðallega mannaðri útlendingum sem lítið virðast hafa greitt af tekjum sínum til samfélagsins, enda margir hverjir beinlínis ráðnir til sniðgöngu við slíkt.
Við horfumst í augu við að þurfa að endurgreiða alla þessa milljarðatugi, þó hverfandi lítill hluti þeirra hafi farið til uppbyggingar á tekjuskapandi starfsemi. Skýjaborgin sem óvitarnir á verðbréfamarkaðnum byggðu upp er að mestu gufuð upp og mun ekki skila tekjum til ríkissjóðs eins og óvitagangurinn var að reikna með. Líklegra er að ríkissjóður þurfi að leggja út fjármuni til að tryggja innistæður almennings í lánastofnunum, þegar við nálgumst enn frekar raunveruleikann í efnahagslífi heimsbyggðarinnar, og þar á meðal okkar. Það er sorglegt að horfa enn einu sinni á gott tækifæri okkar til að tryggja tekjugrundvöll þjóðarinnar líða hjá, vegna grunnhyggni og jarðsambandslausra skýjaborga. Ljúkum þessu á einu smábroti úr viðskiptalífi okkar á undanförnum áratug.
Fyrirtækin A: B: og C: tengjast innbyrðis vegna blöndunar sömu manna í stjórnum. Forstjóri B: er stjórnarformaður í A: - A: er að fara í fjárfestingu og þarf að auka eignastöðu sína um 1.200 milljónir til þess að geta fengið þá erlendu lánafyrirgreiðslu sem fjárfestingin þarfnast. Forstjóri B: er slingur með reiknistokkinn. Sem stjórnarformaður A: boðar hann, snemma árs, stjórnar- og síðan hluthafafundar þar sem samþykkt er að auka hlutafé félagsins um 600 milljónir og að allir hluthafa falli frá forkaupsrétti sínum. Þetta er samþykkt og útboðið fer fram. Stjórnarformaðurinn lætur fyritækið B: sem hann er forstjóri fyrir, kaupa 300 milljónir. Vinur hans og flokksbróðir er forstjóri C:, sem einnig var með frekar lága eignastöðu í efnahagsreikningi. Hann fær þennan vin sinn til að skrá C: fyrir kaupum á 300 milljónum. Hvorutveggja viðskiptin eru færð til bókar á viðskiptareikning. Þrem mánuðum síðar er boðaður stjórnar- og síðan hluthafafundur hjá B: þar sem ákveðið er að fara í hlutafjárútboð upp á 600 milljónir og að hluthafar falli frá forkaupsrétti; sem var samþykkt og útboðið fór fram. Þarna keypti A: 300 milljónir og C: keypti hinar 300 milljónirnar og viðskiptin færð á viðskiptareikning. Undir árslok er svo haldinn stjórnar- og svo hluthafafundur í C: Þar gerist sama sagan. Ákveðið að fara í 600 milljóna hlutafjáraukningu og allt eins. Þarna kaupa A: og B: sínar 300 milljónirnar hvort og allt viðskiptafært. Við áramót voru allir þessir viðskiptareikningar í jafnvægi, engin skuld, en öll fyrirtækin höfðu hækkað eiginfjárstöðu sína um 1200 milljónir.
Það er ekki flókið að verða stóreignamaður með Villu, Hömmer og einkaþotu þegar maður þekkir rétta aðila.
![]() |
Skuldatryggingarálagið hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2008 | 21:17
Kvótakerfið snýst ekki um fiskifræði heldur EIGNARRÉTT á auðlindinni
13.2.2008 | 21:22
Á flótta frá spillingu og rugli
Maður er einhvern veginn kominn með upp í kok af öllu þessu rugli og áberandi skorti á virðingu stjórnmálamanna fyrir því fólki sem þeir eru að vinna fyrir. Ég ætla því að hoppa c. a. 40 ár aftur í tímann og rifja upp atvik þegar ég var eitt sumar að vinna á jarðítu við jarðabætur í sveitum Vestfjarða.
Ég var á bæ einum í Arnarfirði, þar sem bjuggu systkin sem voru frændfólk mitt. Eftir hádegi, einn daginn vorum ég og frændi að vinna í flagi ekki langt frá bænum. Þegar kom að kaffi, löbbuðum við heim í bæ til að drekka. Þegar við komum í dyrnar sat frænka á stól á miðju gólfi, með fat eitt mikið á milli hnjánna og var að hræra deig í fatinu með heljarmikilli sleif. Frændi hnippir í mig, bendir á hana og segir.
Hér situr mærin sveitt og rær,
sú er nú fær að vinna.
Stautnum hún hrærir alveg ær,
innan læra sinna.
Við áttum fótum okkar fjör að launa en fengum nú samt kaffi þegar við þorðum aftur inn í bæ.
11.2.2008 | 16:59
Blekkingum beitt til að eigna sér kvótann
Í síðasta psitli var sýnt fram á hvað hafði verið sett í lög varðandi stjórnun fiskveiða. Þar kom glöggt fram að ALDREI hafði verið sett í lög að einungis útgerðir sem gert hefðu út skip eða báta á einhverju ákveðnu árabili, ættu einir rétt á úthlutun kvóta. Rétt er að geta þess að þessi fyrstu lög um kvótasetningu giltu einungis í eitt ár, eða til 31.12.1984 og féllu þá úr gildi. Þau fólu einungis í sér ákvörðun Alþingis að fela sjávarútvegsráðherra að ákvarða hámarksveiði ýmissa fiskistofna innan fiskveiðilögsögunnar og honum falið að skipta þeim hámarksafla milli einstakra veiðarfæra og skipa með hliðsjón af fyrri veiðum þeirra. Engin ártöl tiltekin. En hvaðan koma þá þessi ártöl, þ. e. ártölin 1980 - 1983? Þau koma úr reglugerð.
Reglugerðir eru oft settar við lög til að auðvelda innri stjórnun þess ákvörðunarramma sem Alþingi setti með lagasetningunni. Reglugerð verður ævinlega að vera innan ramma þeirra laga sem hún er sett við og má ekki breyta þeim yrti ramma sem settur var með lagasetningunni.
Í því tillviki sem hér er til umfjöllunar, var ráðherra falin nánari útfærsla þeirra ytri marka sem Alþingi hafði sett, um stjórnun fiskveiða árið 1984. Eins og vikið var að í síðasta pistli, var fyrlgiskjal með lagafrumvarpinu að þessum fyrstu lögum um fiskveiðistjórnun, sem grundvöllur að þeim texta sem í frumvarpinu var. Á þessu fyrlgiskjali var tilgreind niðurstaða Fiskiþings varðandi samkomulagsþætti að grundvallarreglu fyrir úthlutun aflakvóta, sem varð sú; að ævinlega skildi við úthlutun miðað við veiðireynslu næstliðin þrjú ár fyrir úthlutun. Þetta var sá rammi sem ráðherra hafði til afmörkunar í reglugerð sína. Lögin giltu aðeins fyrir árið 1984, þannig að þrjú næstlinin ár þar á undan voru árin 1980 - 1983. Þess vegna var það, að þegar tiltaka átti tímabilið sem leita átti viðmiðunar um meðalafla, kom eftirfarandi setning fram í 6. gr. reglugerðar nr. 44/1984, um stjórn fiskveiða á árinu 1984.
"Skiptingu heildarafla á hverri fisktegund skv. 1. gr. á tímabilinu 1. nóvember 1980 til 31. oktober 1983, samkvæmt skýrslum Fiskifélags Íslands......."
Þarna kemur fram þessi þýðingarmikla dagsetning, í reglugerð sem EINUNGIS tekur til stjórnunar fiksveiðar á árinu 1984. Lögin sem þessi reglugerð er sett við, féllu úr gildi 31.12.1984 og á sama tíma féll reglugerðin einnig úr gildi AÐ ÖLLU LEITI. Ekkert sem í þessari reglugerð var, gat færst á milli ára eða yfir í aðra reglugerð eða lög, nema það væri skráð þar að nýju, annað hvort sami textinn eða sama efnið með annarri textafærslu.
Þetta umtalaða dagsetningartímabil hefur ekki ratað aftur inn í lög eða reglugerðir, enda ekki von þar sem það tímabil sem þar um ræðir, kemur aldrei aftur. Hins vegar hafa hagsmunaaðilar verið fyrirferðamiklir í að túlka framhaldið með þeim hætti að allar síðari reglur hafi verið setta með það að grundvelli að EINUNGIS þeir sem stunduðu útgerð á þessum tilteknu árum, ættu ALLAN rétt á úthlutun aflakvóta. Gallinn er bara sá að fyrir þessari fullyrðingu sinni hafa þeir ALDREI geta fært fram nein haldbær rök. En á hvaða forsendum halda þeir þá fram þessari vitleysu, sem flestir virtðast ekki þora að mótmæla?
Þeir halda þessu fram á þeirri forsendu að í reglum um úthlutun aflakvóta, sem komu í framhaldi af þessu fyrsta ári, var ekki tillgreint árabilið sem viðmiðun veiðireynslu byggði á, heldur var vísað til þeirrar REGLU sem viðhöfð hafði verið við úthlutun aflakvóta fyrir fyrsta árið, þ. e. árið 1984. Þegar spurt var hvaða regla það væri, voru útvegsmenn afar háværir að benda á þetta tiltekna árabil 1980 - 1983. Það væri reglan. Og með dyggum stuðningi Halldórs Ásgrímssonar þáverandi sjávarútvegsráðherra, sem sjálfur ásamt fjölskyldu sinni, átti verulegra hagsmuna að gæta að skilningur útvegsmanna yrði ríkjandi skipulag, varð engum rökum komið við. Hvorki í fjölmiðlum, á fundum eða hægt að fá stjórnarandstöðuna á Alþingi til að andmæla og halda uppi eðlilegum vörnum. Skilningur útvegsmanna varð því ríkjandi fyrirkomulag, að það væru einungis þeir sem gerðu út skip á árunum 1980 - 1983, sem áttu rétt til úthlutunar aflakvóta. Fyrir þessu finnast bara ekki neinar ákvarðanir Alþingis. Hins vegar stendur enn óhögguð fyrsta ákvörðun Alþingis um að úthluta skuli aflakvóta hverju sinni á grundvelli veiðireynslu næstliðinna þriggja ára. Hvers vegna menn þora ekki að sameinast um að lögum um fiskveiðistjórnun verði framfylgt og hætt framkvæmd sem á sér enga stoð í neinum lögum Alþingis? Það er spurning sem vert er að íhuga.
Við Íslendingar erum ekki í vafa um hvað eigi að gera við einræðisherra og aðra ráðamenn annarra þjóða, sem stela þjóðarauði og auðlindum. Það á skilyrðislaust að gera allar eigur þeirra upptækar til ríkisins og hneppa þá í ævilangt fangelsi. Hvers vegna eru íslenskir jafningar þeirra öðruvísi eða eiga skilið að fá aðra meðferð?
Ég bara spyr?
9.2.2008 | 18:13
Sala aflaheimilda hefur ALDREI verið lögleg
Framtak Kristins Péturssonar, að ná í eintak af álitsgerð Gauks Jörundssonar, lagaprófessors, frá 28. júlí 1983, er afar áhrifamikið í baráttunni gegn hinni ranglátu framkvæmd stjórnunar fiskveiða hér við land. Þetta álit Gauks, sýnir svo augljóslega hinn alvarlega og yfirvegaða ásetning stórútgerðarmanna, að ná undir sig yfirráðum yfir fiskimiðum landsins. Gagnlegt væri fyrir Kristinn að verða sér úti um afrit af bréinu frá LÍÚ til ráðuneytisins, sem er kveikjan að þessu áliti, sem og að fá afrit af svari ráðuneytisins til LÍÚ. Það gæti verið upplýsandi um viðhorf ráðuneytisins til þessa álits Gauks.
Ég hef allt frá árinu 1985 haldið því fram að ALDREI hafi verið samþykkt á Alþingi neitt sem kallast geti VARANLEG AFLAHEIMILD. Alþingi hefur í raun ekki vald til slíkrar mismununar gagnvart þegnum þjóðfélagsins vegna ákvæða stjórnarskrár og mannréttindasáttmála SÞ. Í 23 ár hefur enginn sjávarútvegsráðherra, enginn þingmaður og enginn þeirra sem tala fyrir þessum varanlegu aflaheimildum, geta fært fram lagafyrirmæli um slíkar heimildir. Eru líkur á að menn væru að taka á sig slíkt stöðugt áreiti vegna spurninga minna, í meira en tvo áratugi, ef lagafyrirmæli væru fyrir hendi? Ég tel svo ekki vera því mjög oft hef ég sett þessa menn í afar þvingandi og neyðarlegar aðstæður.
Þetta er ekki eini óvitaskapur stjórnvalda; en ég kýs að kalla alla vitleysuna við stjórnun fiskveiða óvitaskap en ekki ásetning til illra verka. Óvitaskapur stjórnmálamanna, þá á ég bæði við ráðherra og þigmenn, er með afar miklum ólíkindum og sýnir svo algjöran trúnaðarbrest gagnvart fólkinu í landinu að undrum sætir hve vel þeir hafa sloppið. Líklega á þögn fjölmiðla stærstan þátt í hve þessi vitleysa hefur fengið að þrífast lengi. Rökræn gagnrýni hefur verið fyrir hendi öll árin, en aldrei fengið verðugt pláss í fjölmiðlum til að hægt væri að færa fram nauðsynleg gagnrök, því miður.
Segja má að alvarlegustu vandræðin byrji upp frá lagasetningunni 1990, en þá eru sett fyrstu ótímasettu lögin um stjórnun fiskveiða. Í þeim lögum eru engar skýrar reglur um úthlutun aflaheimilda, en í 5. gr. er tekið fram að: "Við veitingu leyfa til veiða í atvinnuskyni koma til greina þau skip ein sem veiðileyfi fengu skv. 4. og 10. gr. laga nr. 3/1988 um stjórn fiskveiða...". Í þeim lögum voru engar beinar reglur, heldur vísað til þeirra laga sem voru á undan. Svo var og um öll þau lög sem sett voru um fiskveiðistjórnun frá 1984 til ársins 1990, þegar fyrstu ótímasettu lögin voru sett. Það er í fyrstu lögunum, nr. 82/1983, sem sleginn er tónninn um skiptingu aflaheimilda. Þar er í 1. gr. fjallað um breytignar á 10. gr. þáverandi laga um fiskveiðar í landhelgi Íslands. Þar segir:
Með breytingunni er ráðherra gefin heimild til að ákvarða hámarksveiði ýmissa fiskistofna innan fiskveiðilögsögu Íslands, á ákveðnu tímabili eða vertíð. Einnig er honum heimilað að skipta hámarksaflanum milli einstakra veiðarfæra og skipa með hliðsjón af fyrri veiðum þeirra, stærð þeirra og gerð.
Þetta eru þær einu reglur sem settar hafa verið með lögum um skiptingu heildarafla á milli skipa. Hvað átt er við með hugtakinu með hliðsjón af fyrri veiðum þeirra kemur fram í fylgiskjali með frumvarpi þessara laga, en þar er sagt að grunnreglan skuli vera sú að miða ávalt úthlutun aflaheimilda við veiðireynslu síðastliðinna þriggja ára. Enda geta menn séð að það er í raun rauður þráður í gegnum allar ákvaraðanir um veiðitakmarkanir sem ævinlega hafa verið teknar síðan. Má þar t. d. vísa till 1. mgr. 8. gr. laganna um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, en þar segir svo:
Verði veiðar takmarkaðar skv. 3. gr. á tegundum sjávardýra sem samfelld veiðireynsla er á, en ekki hafa áður verið bundnar ákvæðum um leyfðan heildarafla, skal aflahlutdeild úthlutað á grundvelli aflareynslu síðustu þriggja veiðitímabila.
Vert er enn einu sinni að vekja athygli á því að ÞAÐ ER HVERGI Í LÖGUM TALAÐ UM AÐ ÞEIR Sem VORU VIÐ VEIÐAR 1980 - 1983 EIGI EINHVERN FORGANGSRÉTT TIL AFLAHULTDEILDAR. Slík sérstaða hefur ALDREI fengið lagagildi og ævinlega verið stjórnarskrárbrot ráðandi afla í sjávarútvegsráðuneytinu. eins og nú er orðið staðfest.
Um færslu aflaheimilda á milli skipa, er ævinlega í fyrstu talað um FLUTNING á úthlutuðum aflakvóta. Síðar breytist þetta orðaval yfir í orðið FRAMSAL aflakvóta, og hefur það orðalag verið viðhaft síðan. Í skjóli þessa orðavals var farið að SELJA aflakvóta milli skipa. SALA hefur hins vegar ALDREI verið heimiluð.
Orðið FRAMSAL byggir á hugtakinu að afhenda, t. d. að afhenda einhverjum öðrum ákveðin réttindi eða hlunnindi sem þú hefur til umráða. Þessi réttindi eða hlunnindi mátt þú ekki selja, nema því aðeins að skýr heimild sé til slíks frá hendi lögformlegum eiganda þess sem á það sem framselja skal. Tökum dæmi: Þú tekur íbúð á leigu í heilt ár. þegar árið er hálfnað, þarft þú að flytja og þarft því að losna undan leigusamningnum. Þú mátt ekki sjálfur leigja öðrum íbúðina, til tekjuauka fyrir sjálfan þig, en þú getur fengið heimild eigandans til að FRAMSELJA öðrum aðila það sem eftir er af samningnum. Góð hliðstæða því afllaheimildum er ævinlega úthlutað til eins árs í senn.
Í því tilviki sem hér um ræðir, er alveg ljóst að Alþingi hefur ALDREI heimilað sölu þeirra réttinda sem felast í úthlutun forgangs að nýtingu fiksimiðanna. í ljósi þessa hefur öll sala aflaheimilda verið ólögmæt og má jafna við fjárkúgun af hendi þeirra sem selt hafa.
Bæti meira við þetta á morgun.
7.2.2008 | 22:26
Hafði Vilhjálmur umboð til að skrifa undir sameiningu REI og GGE ?
Ég varð dálítið dapur í kvöld þegar ég horfði á kastljósið. Mér fannst að vísu Svandís verjast nokkuð fimlega gegn því að kveða upp þunga dóma; vildi ausjáanlega láta Sjálfstæðismennina verða fyrsta til að birta sitt álit á klúðrinu. Það er að mínu mati nokkuð góð leikflétta.
Ég varð hins vegar dapur að hlusta á Vilhjálm, því áður en hann varð borgarstjóri, hélt ég að þetta væri nokkuð klár náungi. Raunin hefur hins vegar orðið allt önnur. Mér fannst nánast aumkunnarvert að hlusta á hvernig hann þvældi fram og aftur um þessi málefni, án þess að geta á nokkurn hátt stutt aðgerðir sínar neinum rökum. Hann staðhæfði að hann hefði haft umboð til að skrifa undir samrunasamninginn en studdi það engum rökum öðrum en að borgarlögmaður hefði sagt honum það.
Það sem hefur vakið undrun mína og hrygð við allt þetta REI- mál, er að verða stöðugt áheyrandi að því hve fátítt virðist vera að fólk í almannaþjónustu þekki og virði valdmörk fulltrúavaldsins. Fólk segir: - Borgarstjóri hefur vald - en getur svo ekki með nokkru móti sýnt fram á eftir hvaða leiðum hann fékk þetta vald og samkvæmt hvaða lögum, samþykktum eða öðrum skráðum reglum þetta vald er veitt. Borgarstjóri er ekki kosinn beinni kosaningu af borgarbúum, en það eru þeir sem eru framsalsaðilar stjórnunarvaldsins til þeirra fulltrúa sem kosnir eru til starfans.
Þessir kjörnu fulltrúar, mynda með sér meirihlutasamstarf, hafi enginn einn flokkur meirihluta fulltrúanna innan sinna raða. Þeir fulltrúar sem mynda meirihlutann kjósa sér framkvæmdastjóra, sem í tilviki okkar Reykvíkinga ber tiltilinn - Borgarstjóri.
Titillinn "borgarstjóri" hefur ekkert beint umboð eða vald frá íbúum eða kjósendum í Reykjavík. Hann hefur einungis þá valdsheimild sem meirihlutafulltrúarnir fá honum í hendur, til að framkvæma það sem þeir hafa samþykkt og bókað er í fundargerðum borgarstjórnar. Hann er sem sagt framkvæmdaaðili að valdi hinna kjörnu stjórnenda, en hefur ekkert sjálfstætt vald.
Vegna þessa eðlis á valdsviði borgarstjóra, sló það mig óþægilega þega Vilhjálmur hélt þvi fram í kastljósinu, að borgarlögmaður hefði sagt honum að hann hefði vald til að skrifa undir samrunasamninginn. Getur verið að borgarlögmaður þekki svona illa valdmörk fulltrúavaldsins?
Ég segi bara eins og sumir: Ég bara spyr?
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur