Fjármögnunarfyrirtæki í mótmælaaðgerðum????

Í fréttinni segir Sturla að fjármögnunarfyrirtæki eigi bílinn sem hann hefur notað til ólöglegra athafna í mótmælaaðgerðunum.

Samþykkti þetta fyrirtæki að bíllinn væri notaður með þessum hætti?

Hefur Sturla verið að brjóta umferðarlög og landslög á bíl sem aðrir eiga, án fulls samráðs við eiganda bílsins?

Vantar ekki eitthvað í dómgreind ef svo er sem virðist?     


mbl.is Sturla: „Ekki á okkar ábyrgð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílstjórar! Sýnið skynsemi

Ég vil skora á vörubílstjóra að sýna þá skynsemi að lýsa nú þegar yfir að þeir séu hættir aðgerðum. Eins og staðan er nú, er greinilegt að þeir eru í raun orðnir skálkaskjól æsinga- og ofbeldismanna, sem leita sér að færum til að misþyrma öðrum og valda vandræðum.

Slík aðferðarfræði hefur hvergi í heiminum skilað betra eða réttlátara samfélagi.

Vinum af hógværða saman að varanlegri lausn mála.        


mbl.is Ráðist á lögregluþjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnubílstjórar greiða u. þ. b. 20% lægra eldsneytisverð en almennir borgarar

Rökin sem vörubílstjórar hafa notað til réttlætingar á ofbeldi sínu gegn umferð almennra borgara eru ýmist röng eða afar veik.

Þeir vilja lækkun á gjaldtöku ríkisins af seldu eldsneyti, en sú gjaldtaka hefur verið sama krónutala frá árinu 2003, og mun vist vera sú lægsta á norðurlöndum, þó jarðvegur og veðurskilyrði hér geri viðhald vega dýrara hér en þar.

Þeir segja einnig, að eftir hækkun eldsneytisverðs, greiði þeir meira í virðisaukaskatt til ríkissjóðs og vilja á þeirri forsendu fá lækkun eldsneytisverðs. Lítum aðeins nánar á þessa forsendu.

Ofan á selda þjónustu sína er vörubílstjórum skylt að leggja 24,5% skattstofn (virðisaukaskatt) til ríkissjóðs, og innheimta hann samhliða tekjum sínum. Þessum skattstofni þurfa þeir að skila til ríkisins á tveggja mánaða fresti.  Við skil bílstjóra á áðurnefndri skattinnheimtu, kemur til frádráttar allur sá virðisaukaskattur sem bílstjórarnir hafa greitt í sínum rekstrargjöldum, þar með talið virðisaukaskattur af eldsneyti.

Hvað segir þetta okkur: Jú það segir að þeir greiða virðisaukaskattinn ekki af tekjum sínum. Þeir greiða hann af innheimtum skattstofni sem ríkið á. Þegar þeir hafa dregið frá innheimtum viðrðisaukaskatti, allan þann virðisaukaskatt sem þeir hafa greitt í rekstrarkostnaði sínum, skila þeir afganginum af hinum innheimta skatti til ríkissjóðs.

Eins og sjá má af þessu er það í raun ríkissjóður sem greiðir virðisaukaskattinn í rekstrargjöldum vörubílstjóra. Atvinnubílstjórar eru því í raun á niðurgreiddu eldsneyti, og öðrum rekstrarkostnaði bíla, meðan við, hinir almennir borgarar, fáum virðisaukaskattinn í rekstragjöldum okkar EKKI endurgreiddann.   Niðurgreiðsla þessi nemur u. þ. b. 20%, þegar með væru talin hugsanlegar vaxtatekjur af innheimtum viðrðisaukaskatti.

En hvað mundi svo gerast ef virðisaukaskattur í rekstrargjöldum vörubílstjóra væri hærri en virðisaukaskattur, sem innheimtur er sem viðbót við tekjur. Mundu bílstjórar þá þurfa að greiða þann virðisaukaskatt?  Nei. þeir þurfa þess ekki. Komi það fyrir að greiddur virðisaukaskattur sé hærri en innheimtur skattur, endurgreiðir ríkið þeim það sem þeir þurftu að greina, umfram það sem þeir innheimtu.

Eins og hér hefur verið glögglega sýnt fram á, skiptir ekki máli fyrir tekjuumhverfi vörubílstjóra hvort virðisaukaskattur er nú, einhverjum krónum hærri en hann var fyrir nokkrum mánuðum síðan. Slíkt breytir einungis tölu hjá ríkissjóði, en lækkar um leið mismunatöluna á innheimtum og greiddum virðisaukaskatti, sem bílstjórarnir þurfa að skila ríkinu.

Þá er það hvíldartímaákvæðin. - Reglugerð Evrópusambandsins um hvíldartíma atvinnubílstjóra er búin að vera deiluatriði hér á landi í nokkur ár. Reglugerð þessi var fyrst og fremst sett vegna langtímaaksturs á hraðbrautum Evrópu. Slíkur akstur er slævandi, þannig að viðbragð ökumanns minnkar, auk þess sem honum hættir við að sofna undir stýri, sé ekið of lengi í einu.

Að sjálfsögðu á þessi reglugerð ekki við hjá okkur, en atvinnubílstjórar brugðust ekki rétt við á aðlögunartímanum - þeir settu ekki fram gagnleg rök til að við gætum fengið undanþágu frá þessum reglum.

Vinna við að afla undanþágu frá þessari reglu var komin vel á veg áður en bílstjórar hófu sínar aðgerðir; enda var þessi krafa ekki meðal upphaflegar krafna þeirra.  Evrópusambandið er hins vegar þung og svifasein stofnun, þess vegna tekur það tíma að koma svona undanþágu í gegnum regluverk þeirra. Betra hefði verið að gera eins og ég lagði til á aðlögunartímanum, að leggja fram skýr rök fyrir sérstöðu okkar, og fá undanþáguna meðan reglurnar voru í vinnslu hjá ESB.

Vökulögum bílstjóra verður breytt hér á landi um leið og leyfi fæst til þess frá Evrópusambandinu.

Eins og hér hefur verið rækilega bent á, líkt og í fyrri pistlum mínum um sama efni, hvet ég bílstjóra til að hætta þessu upphlaupi, því það er ýmist byggt á misskilningi eða þekkingarskorti á málefninu.

Reynið að lifa í sátt með okkur hinum. Þið eru þó alla vega afsláttarhópurinn í hækkandi heimsmarkaðsverði á eldsneyti.   


mbl.is Boðaðir í skýrslutöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg viðhorf bæjarfulltrúa

Maður getur nú ekki annað en undrast viðhorf Önnu Guðrúnar. Það hlýtur að teljast til undantekningar að gerð sé krafa um að bæjarfulltrúi segi af sér fyrir það eitt að afla bæjarfélaginu tekna, sem annars hefðu lent utan bæjarfélagsins. 

Líklega er fyrirtæki Soffíu það eina innan bæjarfélagsins sem boðið gat í þessa þjónustu, sem mótvægi við það að verktaki hefði sjálfur reist vinnubúðir á staðnum.  Svo virðist sem verktakinn hafi metið samninginn sér hagstæðann, sem aftur sýnir að verktakinn hefur metið gjaldið sem fyrirtæki Soffíu er að fá fyrir sína þjónustu, sér hagstætðara en að reisa sjálfur vinnubúðir eða leita til nágrannasveitarfélaga.

Bolungavík varð, að mestu, að því bæjarfélagi sem það varð þegar það blómstraði sem best, fyrir atorku og dugnað fólks sem lagði hart að sér í starfi fyrir bæjarfélagið, samhliða því að stunda egin atvinnurekstur. Slíkt er ekki nýtt í því bæjarfélagi og hefur hingað til skilað bæjarfélaginu góðu einu.

Maður hefur einhvern veginn aldrei heyrt um að Soffía og hennar fólk væri í einhverju sérhagsmunapoti, til að afla sér aðstöðu eða tekna sem beinlínis rýrðu stöðu bæjarfélagsins. Meðan ekkert slíkt kemur fram, verður mjög æpandi pólitískt mengun af þessu athæfi Önnu.

Vitað er að þeir Bolvíkingar sem fyrr hafa fellt saman störf að bæjarmálum, samhliða eigin atvinnurekstri, hafa að mestu verið kenndir við Sjálfstæðisflokkinn. Sá flokkur getur því ekki sóma síns vegna, tekið undir með Önnu, eða verðlaunað hana fyrir að agnúast út í vinnubrögð sem flokksmenn þess flokks hafa stundað um áratuga skeið. Með því væri flokkurinn að lýsa yfir vantrausti á mjög marga fyrirrverandi fulltrúa sína í bæjarstjórn Bolungavíkur, og þar með fjölskyldu Einars Guðfinnssonar, sem margir telja einskonar guðföður bæjarfélagsins.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldi þessa máls; hvort Sjálfstæðismenn hirði upp aðila sem flúði úr þeirra hreiðri og afrekaði að kasta rýrð á fyrra fyrirkomulag uppbyggingar Sjálfstæðismanna í Bolungavík, Eða hvort þeir haldi gamalli hefð og heiðri atorku, dugnað og framsýni og hefji samstarf við Soffíu og hennar fólk.

Við bíðum og sjáum hvað setur.                  


mbl.is Samstarfi slitið vegna samnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrst og fremst vanvirðing við forseta okkar

Líklega verður seint toppuð þessi vitleysa flutningabílstjóra, að vanvirða forseta okkar með þessum hætti. Allir vita að hann hefur engin áhrif á gang mála í þeirri pressu sem bílstjórar eru að setja á ríkisstjórn og Alþingi.

Að trufla fund forseta og hádegisverð, með þeim þjóðarleiðtoga sem hvað harðast verður úti vegna yfirgangs nágranna sinna og þagnar heimsbyggðarinnar gagnvart þeim órétti sem þjóð hans er beitt, er fyrst og fremst niðurlægjandi fyrir þjóð okkar og henni til mikillar skammar.

Mér finnst bílstjórar endanlega hafa sýnt það þarna, að þeir hafa enga ráðgjöf í áróðurstækni en láta stýrast af heimskulegum uppþotum. Slík barátta hefur aldrei skilað miklum árangri, því gagnaðilarnir missa virðingu fyrir fólki sem hagar sér svona og leggja því lítið á sig til að vinna að hagsmunamálum þeirra.

Einföld staðreynd sem legið hefur fyrir í nokkra mannsaldra.


mbl.is Bílstjórar fóru með friði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg skoðanakönnun

Í ljósi þess að rétt hlutverk Seðlabanakns hefur EKKERT verið í umræðunni, er varla við því að búast að vitræn niðurstaða fáist úr svona könnun. 

Í opnu frelsisvæddu hagkerfi, eins og okkar, ganga eftirlits og stýristofnanir ekki fram með beinum fyrirmælum eða ádeilum á einstaka aðila eða stofnanir. Þeir koma skilaboðum sínum á framfæri með diplomtísku leiðbeiningakerfi, sem hvert um sig hefur inni að halda skilaboð sem stjórnendur meginstoða þjóðlífsins eiga að skilja.

Seðlabankinn t. d. segir ekki beint við stjórnendur banka eða annarra lánastofnana að þeir séu of útlánaglaðir eða að þeir beini lánastarfseminni í óhagstæðar áttir fyrir langtíma heildarafkomu þjóðarinnar. Seðlabankinn hefur kurteisari aðferðir. Ef hann skynjar að útlánastarfsemi er að fara yfir mörk sem geta verið þjóðinni skaðleg, hækkar hann stýrisvexti. Ef þessari viðvörun er ekki sinnt af stjórnendum lánastofnana og lantímahætta eykst, hækkar Seðlabankinn AFTUR stýrivexti.  Ef eðlilegs aðhalds í útlánum er ekki gætt, þrátt fyrir þessar aðvaranir, hækkar Seðlabankinn aftur stýrivexti og fer að birta kurteislega orðaðar viðvaranir um varhugaverða þennslu.

Allt þetta viðvörunarferli Seðlabankans er búið að standa yfir í nokkur ár. Aðvaranir hafa einnig komið frá Alþjóða- banka,  -gjaldeyrissjóðnum og fleiri aðilum. Engum þessara viðvarana hefur verið sinnt. 

Umræðan um hlutverk Seðlabanka í hagkerfi okkar hefur vægast sagt verið villandi og í yfirgnæfandi meirihluta röng. Talað er um Seðlabankann eins og lánastofnun, sem er víðs fjarri eðlilegu hlutverki hans. Hann hefur afar þröngar heimildir til útlána; og þá einungis sem neyðarhjálp til viðurkenndra lánastofnana - útlánaheimildir sem bæði eru til skamms tíma, t. d. 7 daga lán, og lán hans eru eingöngu veitt í peningum.

Meginskyldur Seðlabanka eru tvær. Annars vegar að sjá til þess að nægjanlegt peningamagn sé til, af gjaldmiðli okkar, þannig að öll eðlileg starfsemi geti gengið í þjóðfélaginu.  Hins vegar eru honum ætlað að eiga ákveðinn forða gjaldeyris, til kaupa á nauðsynjavörum fyrir þjóðfélagið í ákveðna X marga mánuði, þó öll tekjuöflun þjóðarinnar falli niður.

Seðlabankanum er ekki ætlað að grípa inní og ábyrgjast eða skuldsetja sig vegna ógætilegrar útlánastarfsemi lánastofnana til einstaklinga og fyrirtækja, - mest gervifyrirtækja, - sem stunda fjárhættu- eða fjárglæfraspilamennsku á mörkuðum í því eina augnamiði að ná til sín sem mestu af fjármagni.

Með því að fjalla ekki á eðlilegan hátt um hlutverk og skyldur Seðlabankans hafa fjölmiðlar lagst á sveif með þessu áhættu- og fjárglæfraliði, sem nú rær öllum árum að því að gera Seðlabankann nógu ótrúverðugan, svo stjórnmálamennirnir þori ekki að fara að ráðum hans. Það væri líklega einn af stærstu sigrum spillingar- og glæfraafla þjóðfélagsins.

Hjá Seðlabanka vinna margir frábærir hagfræðingar sem hafa haldið sig utan áhrifaafla lánastofnana og fyrirtækja. Sumir þessara manna hafa gengið svo langt í viðleitni sinni til að snúa þjóðfélaginu frá þeirri villu sem við erum nú þegar komin í, að þeir hafa ritað opinberar greinar í dagblöð, í von um að geta opnað augu fólksins í landinu. Því miður hefur það enn borið afar takmarkaðan árangur.

Það virðist í tísku hjá fjölmiðlafólki að persónugera aðhaldið sem Seðlabankinn er stöðugt að herða, við persónu Davíðs Oddssonar. Enginn virðist kveikja á því að þetta aðhald Seðlabankans var farið af stað meðan Davíð var forsætisráðherra. Ekki bar hann ábyrgð á Seðlabankanum þá?

Æsingaöfl fjármálamanna sem eru að lenda í erfiðleikum vegna helmings lækkunar á ÝMINDUÐU eignavirði, nú á fáum mánuðum, hafa verið vel studd af fjölmiðlum. Engin vitræn eða raunsönn umræða hefur komist þar að.

Við höfum talið okkur geta byggt framtíðarplön okkar á vitrænni umræðu, byggðri á góðri menntun langskólagengins fólks, sem hafi fyrst og fremst að leiðarljósi heildarhagsmuni þjóðfélagsins.

Sjáið þið þessa vel menntuðu leiðsögn í umræðunni í þjóðfélaginu?    


mbl.is Meirihluti ber lítið traust til Seðlabankanss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2008
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband