25.7.2008 | 11:57
Getum við vænst lækkunar verðbólgu???
Líklega líður nokkur tími áður en verðbólgan fer að lækka. Ástæður þess eru aðallega þær að enn er mikil spenna í þjóðfélaginu. Eftirspurn eftir erlendum vörum og gjaldeyri til annarra nota, er enn frekar mikil, auk þess sem enn á eftir að greiða stóra gjalddaga af svonefndum "jöklabréfum".
Á sama tíma og þetta er að ganga yfir, eru mörg verslunar- og þjónustufyrirtæki að berjast fyrir áframhaldandi lífi sínu. Sú barátta fer fram með hækkunum á verði vöru og þjónustu, til að afla nægra tekna, svo þær dugi fyrir kostnaði. Þessi barátta er mörgum fyrirtækjum vonlítil, þar sem innstreymi lánsfjár hefur dregist verulega saman og þar með minnkar velta í þjóðfélaginu. Það verður því líklega í fyrsta lagi með næstkomandi vori, sem við getum farið að vænta lækkunar verðbólgu.
Margir hamast á ríkistjórninni og krefja hana aðgerða vegna yfirskuldsetningar bankanna. Þjóðarbúið er ekki í neinni hættu vegna yfirstandandi lánsfjárkreppu, því allir atvinnuvegir gjaldeyristekna eru með tekjustreymi í hámarki þess mögulega. Að vísu vantar okkur fleiri atvinnugreinar sem skapa gjaldeyri, en þar sem þeim málum hefur lítið sem ekkert verið sinnt undanfarna áratugi, verðum við að hafa þolinmæði til að koma slíkri starfsemi af stað.
Það athyglisverða er hins vegar að stjórnir bankanna skuli ekki enn vera búnar að skipta um stjórnendur, þar sem núverandi stjórnendur bankanna hafa greinilega fyrirgert trausti erlendra lánastofnana, vegna glæfralegra skuldsetninga sinna. Þetta vantraust sýnir sig glögglega í skuldatrygginagaálagi sem krafist er af bönkunum, sem er það hæsta í heimi. Það segir okkur að engir bankastjórar í heiminum hafa minna álit, eða minni tiltrú, en núverandi bankastjórar bankanna okkar.
Ég mundi segja að fólk ætti fyrst að spyrja stjórnir bankanna hvað þær ætli að gera til að efla tiltrú erlendra lánveitenda, og þegar það er komið fram, þá verði skoðað hvort ríkissjóður þurfi að koma að þessum málum með einhverjum hætti.
Stjórnir bankanna fyrst. Svo má skoða hjálp frá þjóðinni.
Bankarnir hafa nú ekki beinlínis stundað það að gefa þjóðinni mikið undanfarin ár, eða hvað?
![]() |
Verðbólga ekki meiri í 18 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2008 | 20:50
Líklega engin takmörk fyrir óraunsæi þessara manna
Ótrúlegur barnaskapur sem þessi "sérfræðingur" lætur út úr sér. Ríkissjóður tiltölulega nýlega búinn að selja bankana til að losa sig úr þessum rekstri. Þá telur þessi maður að ríkissjóður sitji að svikráðum til að ná til sín þessum margfallt yfirskuldsettu einkafyrirtækjum.
Svona lítið þjóðfélag eins og okkar, þyrfti ekki nema einn ríkisbanka og við gætum hæglega stofnað hann fyrir mun lægri fjárhæð en 500 milljarða.
Það eru greinilega óvitar í fjármálum á fleiri stöðum en í Íslensku bönkunum.
![]() |
Markaðurinn hefur vantrú á bönkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2008 | 15:32
Hve lengi telur þjóðin sig hafa efni á að hafa óvita við stjórnvölinn??
Það athyglisverða við þessa frétt er að gefið er undir fótinn með að stjórnendur fyrirtækja á Íslandi muni reyna að koma sér hjá því að fara eftir eðlilegum leikreglum við árs- og árshlutauppgjör fyrirtækja sinna. Þetta er athyglisvert því það segir beinlínis að reiknað sé með að stjórnendur Íslenkra fyrirtækja séu það óheiðarlegir að mikið spursmál sé um að þeir fylgi eðlilegum leikreglum við uppgjör fyrirtækja sinna. Er ástæða til að ætla að svo sé? Í fréttinni segir:
Svokölluð viðskiptavild hefur margfaldast í efnahagsreikningum margra félaga og er yfir helmingur eigna sumra félaga í Kauphöllinni. (leturbr. G. J.)
Það kemur mér reyndar fátt á óvart lengur í fjármálalegu- og bókhaldslegu svindli. Ég verð þó að viðurkenna að ég átti ekki von á því að svo miklir óvitar réðu ríkjum í Kauphöllinni, hjá ríkisskattstjóra, fjármálaeftirliti og fjármálaráðuneyti, að þeir heimiliðu og viðurkenndu viðskiptavild sem skráða eign í efnahagsreikning fyrirtækja. -
Hvers vegna ekki og hvað er viðskiptavild?
Eins og segir í fréttinni: - Viðskiptavild er óefnisleg afgangsstærð sem verður til við kaup eða samruna fyrirtækja.
Rétt notkun á hugtakinu viðskiptavild, er huglægt mat á því hvort fyrirtækið hafi skapað sér einhverja sérstöðu á viðkomandi markaði, umfram það sem eðlilegt geti talist; sem gefi því tekjur umfram það sem eðlilegt flæðimat tekna sýni. Til viðskiptavildar geta t. d. talist langtíma sölusamningar eða samningar um afslætti hjá birgjum, sem staðfest er að færist yfir til nýs eiganda, lág húsaleiga (lægri en markaðsleiga) samkvæmt langtímaleigusamning, sem og markaðsleg yfirburðastaða vegna þróunar góðrar vöru eða viðskptasambanda. Fleiri slíkir þættir geta komið til, sem hafa áhrif á rekstur og rekstrarafgang.
Eins og hér hefur verið sýnt fram á, er það í fyllsta máta óheiðarlegt og beinlínis rangt, að skrá viðskiptavild í efnahagsreikning fyrirtækis. Í efnahagsreikning eiga eingöngu að vera eignir sem eru varanleg verðmæti, en eins og segir í fréttinni er - Viðskiptavild óefnisleg afgangsstærð. Eðli málsins samkvæmt getur hún því ekki átt heima í efnahagsreikning fyrirtækja, sé eðlilega að verki staðið.
Að skrá viðskiptavild í efnahagsreikning fyrirtækis er því beinlínis ásetningur um að sýna ranga mynd af eignastöðu fyrirtækis. Væntanlega oftast til að skapa tiltrú eða hærra verð á hlutabréfum þess.
Hvorutveggja er óheiðarleiki og svindl.
![]() |
Afskriftir upp á hundruð milljarða kr. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2008 | 10:45
Hvað gera þeir við fólkið úr höfuðstöðvunum??
Í frétt Mbl. kemur fram að einungis 75 manns vinni í öllum útibúum SPRON, en 175 manns vinni í höfuðstöðvunum.
Þegar sameining/yfirtaka verður að veruleika renna höfuðstöðvar SPRON inn í höfuðstöðvar Kaupþings. Varla verður þörf fyrir allt þetta fólk til Kaupþings, þó verkefni SPRON færist þangað yfir. Væri það svo, væri kúfurinn af hagræðingunni fokin út í buskann.
En tölurnar um starfsmannafjöldann vöktu athygli mína. Þegar ég var í hagdeild banka (fyrir rúmum 20 árum) vorum við í "höfuðstöðvunum" mikið færri en fólkið í þjónustudeildunum (útibúunum). Við vorum tæpur helmingur af fjölda fólksins í útibúunum.
Nú er þetta greinilega orðið breytt. Samkvæmt tölunum sem Mbl. gefur upp, er útibúafólkið hjá SPRON innan við 50% af fjölda starfsfólks í höfuðstöðvum. Varla getur þetta verið æskileg þróun með tilliti til vaxtalækkunar?
![]() |
Segir rangt farið með um uppsagnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2008 | 12:09
Það er ævinlega ótryggt að "kaupa" af þeim sem ekki er eigandi
Þetta á nú ekki að koma Níels á óvart, svo reyndur útgerðarmaður sem hann er; búinn að gera út á leigukvóta í mörg ár, eftir því sem ég best veit.
Hann á hins vegar endurkröfurétt á seljandann, ef sá hefur verið að selja eitthvað sem ekki er raunveruleg verðmæti, og voru ekki á hans forræði.
![]() |
Vandræði í útgerð vegna lána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2008 | 16:13
Þeir eru greinilega fyrst og fremst á höttum eftir athygli fjölmiðla
![]() |
Mótmæli við Grundartanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 166182
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur