15.8.2008 | 18:01
Munu skuldir fólks á Bretlandi hækka nú þegar pundið fellur ?????????
Örlítið til umhugsunar fyrir þá sem hafa haldið því fram að aðferð okkar við svokallaða verðtryggingu sé svipuð því sem gerist annars staðar.
Lítum aðeins á hið klassíska dæmi um kaffipakkann. Fylgjendur verðtryggingarinnar halda því fram að ef þeir láni aðila hér á landi fyrir einum pakka af kaffi til fimm ára, þá eigi þeir að fá til baka einn pakka af kaffi + vexti. Ef kaffið hækkar frá framleiðendum, vegna uppskerubrests eða t. d. hækkunar dollarans, þá skuli skuldir Íslendinga við íslenska banka eða íslenska lánadrottna, einnig hækka að sama skap og verða fleiri ísl. krónur.
Ef þetta væri rökrétt, þá ættu nú allar skuldir Breta að hækka, vegna þess að dollarinn var að styrkjast gagnvart pundinu (ef þannig er á það litið), eða að pundið var að falla gagnvart dollar, eins og segir í fréttinni.
Gengisfall pundsins mun að sjálfsögðu ekki breyta neinum um upphæð skulda fólks í Bretlandi. Hver sá sem skuldaði 1.000 pund áður en pundið féll gagnvart dollar, skuldar enn hin sömu 1.000 pund þó dollarinn sé nú orðinn dýrari en hann var áður.
Þeir sem einhverja skýmu hafa um rekstur fjárhagslega sjálfstæðs þjóðfélags, vita að það er ekki gjaldmiðlar eða vöruverð annarra hagkerfa sem eiga ráða gengi gjaldmiðils þjóðarinnar, heldur verðmætasköpun (gjaldeyrissköpun) sem hlutfall af útgjaldaveltu.
Þetta vissu menn meðan hagfræðin hét, hagnýt skynsemi, en þegar reynslan var skilin eftir úti í kuldanum, varð líka eftir úti í kuldanum þekkingin á forsendum þess að reka fjárhagslega sjálfstætt þjóðfélag.
Er ekki kominn tími til að dusta rykið af gömlu þekkingunni, meðan einhver er eftir sem getur fært hana milli kynslóða?
![]() |
Sterlingspundið ekki verið jafnt veikt í nær tvö ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2008 | 12:20
Stundum er lán að vera án lána
Það kemur nú ekki oft fyrir að ég sé ánægður með Árna Math. fjármálaráðherra, en ég var nokkuð ánægður með tilsvör hans í fréttaviðtali í sjónvarpinu í gær (þriðjudag). Tilsvör hans varðandi kröfu greiningadeilda bankanna, en þó einkanlega Eddu Rósar Karlsdóttur, hjá Landsbanka, um að ríkið taki stórt lán til að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans, báru með sér að hann hefði hlustað á alvöru hagfræðinga.
Hann var vel meðvitaður um að bankarnir voru að krefjast baktryggingar ríkisins fyrir glæfralegri skuldsetningu sinni; skuldsetningu sem engin raunhæf trygging var fyrir og sýnilega mjög óörugg greiðslugeta þeirra lántaka sem bankarnir endurlánuðu peningana til.
Það opinberar alvarlegan skilningsskort yfirstjórnenda banka í litlu hagkerfi að telja sig geta baktryggt erlendar lántökur, umfram þarfir til reksturs þjóðfélaginu, í gjaldeyrisforða Seðlabanka þjóðarinnar. Þeir bankar sem endurlána það fé sem þeir hafa í vörslu sinni, lánsfé eða innlán, leggja þekkingu sína og rekstrargrundvöll að veði við þau útlán. Að þau séu einungis til aðila sem þeir hafa sannreynt að geti endurgreitt lánin. Til slíks safna þeir að sér meintum "sérfræðingum" og stjórnendur fá greidd himinhá laun, bónusa og önnur fríðindi, vegna yfirgripsmikillar þekkingar á þessum sviðum. Ábyrgð eiga þeir að bera, meðal annar á því að öll útlán séu byggð á traustum möguleikum til endurgreiðslu.
Þessum grundvallarþáttum fyrir launum sínum, hafa stjórnendur bankanna greiðilega brugðist. Opinberlegar og óstaðfestar fréttir bera með sér að margir tugir milljarða hafi verið lánaðir út, án þess að bankarnir hefðu staðfasta vissu fyrir möguleikum til endurgreiðslum. Eða að fyrir þessum útlánum væru traust veð sem dekkuðu verðmæti hins lánaða fjármagns.
Það er í raun ámæliverð ósvífni og lítilsvirðing við dómgreind þjóðarinnar, að þessi hópur ofurlaunaðra bankamanna, skuli við fyrsta andbyr þar sem reyni á sérfræðiþekkingu þá sem þeir hafa þegið laun fyrir undanfarin ár, skuli þeir væla eins og óþekkir óvitar og heimta að þjóðin og skattborgarar hennar bjargi þeim frá eigin heimsku og vitleysu.
Það væri enginn skaði fyrir þjóðarheildina þó þessir bankar færu úr landi. Það er ekki langrar stundar verk að stofna nýja ríkisbanka og svona litlu hagkerfi dugar einn ríkisbanki, við hlið sparisjóðanna, til að bankastarfsemi hér haldist eðlileg. Bankarnir eru að vinna fyrir sig; það hafa þeir sýnt. Þeir eru ekki að vinna fyrir þjóðina.
12.8.2008 | 21:50
Vegna ummæla í bréfi LHG skrifaði ég Siglingastofnun
Í bréfi Landhelgisgæslu kom fram að Siglingastofnun að réttindalausir menn væru skipstjórar á fiskibátum við sjóstandaveiði. Slíkt er langt utan allra laga, þess vegna var stofnuninni skrifað eftirfarandi bréf
Siglingastofnun Ísalnds,
Hr. Hermann Guðjónsson, siglingamálastjóri.
Vegna fyrirhugaðrar fyrirspurnar til Umboðsmanns Alþingis, vegna umdeildra fiskveiða hóps krókaleyfisbáta frá Vestfjörðum, í eigu fyrirtækjanna Hvíldarkletts ehf. og Sumarbyggðar ehf. er óskað eftirfarandi upplýsinga.
Í svari frá Landhelgisgæslunni með bréfi dags. 11. ágúst 2008, vegna fyrirspurnar þangað, komu eftirfarandi upplýsingar fram.
"Fyrirtækin sem gera út frístundafiskiskipin gera það með fullri vitund Siglingastofnunar og Fiskistofu og fagráðuneyta samgöngu- og sjávarútvegsmála."
"Landhelgisgæslan hafði samband við Siglingastofnun og samgönguráðneytið vegna frístundafiskiskipanna og afstaða ráðuneytisins var sú að frístundafiskveiðimenn þyrftu ekki réttindi skv. 30/2007 til að sigla þessum bátum."
Hér með óskast staðfesting Siglingastofnunar á því hvort það sem fram kemur í bréfi Landhelgisgæslunnar sé rétt.
1. Er það rétt að allir bátar þessara fyrirtækja, sem um er rætt, og eru, hver um sig, meira en 6 metra fiskibátar, skráðir hjá Fiskistofu sem krókaleyfisbátar, með veiðileyfi í krókaaflamarki, séu með vitund og samþykki Siglingastofnunar gerðir út sem "frístundafiskiskip"?
2. Frístundafiskiskip, sem flokkun skipa, finnst ekki í neinum lögum. Á hvaða lagaheimildum byggir Siglingastofnun samþykki sitt fyrir útgerð þessara skipa. Útskýringar óskast ásamt afriti viðkomandi lagaákvæðis.
3. Á grundvelli hvaða lagaákvæðis er byggð sú afstaða Siglingastofnunar að á bátum Hvíldarkletts ehf. og Sumarbyggðar ehf. þurfi ekki skipstjórnar- vélstjórnar- eða öryggisréttindi til siglingar á bátum, sem allir eru yfir 6 metra langir hver?
Vænti svara við þessu hið fyrsta. Svarið má senda á netfangið gudbjornj@internet.is
Reykjavík 12. ágúst 2008
Guðbjörn Jónsson
12.8.2008 | 13:39
Fékk svar frá Landhelgisgæslu og sendi fleiri spurningar
Í gær fékk ég svar frá Landhelgisgæslunni við spurningum mínu til forstjóra hennar. Svarið var í raun ekkert svar, en töluverð uppljóstrun um alvarlega spillingu í stjórnkerfi okkar. Ég sendi LHG eftirfarandi bréf í morgun, í framhaldi af svarbréfi þeirra.
Forstjóri Landhelgisgæslunnar (LHG), hr. Georg Lárusson.
b. t. einnig til Dagmarar Sigurðardóttur, lögfræðings.
ERINDI: Varðandi meint brot Landhelgisgæslunnar á 65. gr. stjórnarskrár, lögum nr. 30/2007 og lögum nr. 116/2006.
Ég hef móttekið svar þitt við bréfi mínu frá 7. ágúst s. l. Ég hefði gjarnan viljað fá þetta bréf sent sem ritvinnsluskjal, en ekki sem pdf. mynd. Það auðveldar vinnslu með skjalið. Einnig hefði ég viljað SVAR við spurningum mínum, en ekki upplýsingar um það hvað öðrum aðilum FINNST að þið ættuð að gera. Ég ítreka því spurningar mínar úr fyrra bréfi, og af tilefni þess sem í þínu bréfi stendur, óska ég afrits af þeim heimildum sem LHG hefur verið veitt til að sniðganga lög og stjórnarskrá landsins.
Af svari þínu að dæma, virðist þið ekki gera ykkur grein fyrir að LHG er framkvæmdaaðili að þeim lögum sem sett hafa verið á Alþingi, en ekki gæsluaðilar hugarfósturs einstakra stjórnmálamanna eða ráðuneyta. Í 1. mgr. bréfs þíns tala þú um "frístundafiskiskip" og vísar til þess að samkvæmt lögum nr. 30/2007 þurfi ekki réttindi til að sigla þessum bátum. Ég hef lesið þessi lög en finn hvergi þessar heimildir, og hvergi nefnda þessa tegund fiskibáta. Vinsamlegast sendið mér afrit af þeim kafla laganna þar sem þessara skipa er getið og að ekki þurfi réttindi til að sigla þeim. Þekkt er, að þó frumvarp hafi verið lagt fram á Alþingi, en ekki verið tekið til umræðu, hefur það EKKERT lagagildi og alls óvíst að það verði nokkurn tíman að lögum. Tilvísun í slíkt er því óþægilegur barnaskapur af hálfu löggæsluaðila sjófarenda við Ísland.
Í 2. mgr. bréfs þíns segir þú:
"Fyrirtækin sem gera út frístundafiskiskipin gera það með fullri vitund Siglingastofnunar og Fiskistofu og fagráðuneyta samgöngu- og sjávarútvegsmála. Landhelgisgæslan fer ekki með ákæruvald. Ef Landhelgisgæslan kærir stjórnendur frístundafiskiskipa til lögreglu er kæran send fagstofnun til umsagnar áður en ákæra er gefin út. Miðað við afstöðu fagráðuneyta og stofnana siglinga- og sjávarútvegsmála er ljóst að engin ákæra yrði gefin út."
Ég er ekki viss um að þú gerir þér grein fyrir hve mikla siðspillingu þú upplýsir um í þessum kafla bréfs þíns. Lítum nánar á þetta. Þú segir:
Fyrirtækin sem gera út frístundafiskiskipin gera það með fullri vitund Siglingastofnunar og Fiskistofu og fagráðuneyta samgöngu- og sjávarútvegsmála.
Hefur þú staðfestar heimildir fyrir þessu, eða einungis sögusagnir?
Ef heimildirnar eru staðfestar óskast afrit af þeim. Þú segir einnig:
Ef Landhelgisgæslan kærir stjórnendur frístundafiskiskipa til lögreglu er kæran send fagstofnun til umsagnar áður en ákæra er gefin út.
Hvar í stjórnarskrá okkar eða almennum lögum er það VALKVÆTT, og undir hentistefnu stofnana stjórnkerfisins, hvort þeir sem uppvísir verða að því að brjóta lög landsins séu handteknir og leiddir fyrir dómara? Vinsamlegast upplýsið mig um þessi ákvæði stjórnarskrár og almennra laga og sendið mér afrit af þessum heimildum til að velja úr þá lögbrjóta sem hljóta ákæru.
Það leysir ekki LHG undan skyldum sínum að vísa til þess að lögreglustjórar hafi vald til að gefa út ákæru. LHG er lögæsluaðili á hafinu. Þið hafið vísað íslenskum sjómönnum í land sem ekki hafa tilskilin réttindi til siglinga, samkvæmt lögum. Þar af leiðandi, með vísan til 65. gr. stjórnarskrár. Þið vitið að hinir umræddu sjóstangaveiðibátar eru skráðir krókaaflamarksbátar að veiða úr krókaaflamarki. Þið vitið væntanlega hvað lögin nr. 116/2006 segja um heimila nýtingu krókaaflamarks. Þið eigið því enga undankomu í því að færa þessa báta til hafnar, ef réttindamenn eru þar ekki um borð, eða þeir séu að veiða úr krókaaflamarki með sjóstöng.
Með vísan til þess sem að framan er sagt, skal endurtekin óskin um að, telji LHG sig hafa heimildir til að mismuna sjómönnum í réttargæslu sinni, þá verði mér send afrit af þeim heimildum, ásamt öðru sem óskað hefur verið eftir.
Ég ítreka einnig 3. spurningu mína úr fyrra bréfinu, því það er ekki Fiskistofa sem hefur löggæsluna á hafinu. Það er LHG.
Vænti svara við þessum spurningum svo fljótt sem kostur er og minni á ákvæði stjórnasýslulaga þar um.
Virðingarfyllst
Reykjavík 12. ágúst 2008
Guðbjörn Jónsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í þessu tilfelli á umhverfisráðherra ekkert val. Framkvæmdastjórinn brást skyldum sínum. Valið er framkvæmdastjórans, að segja upp og hverfa frá starfi, eða verða rekinn úr starfi fyrir augljósa yfirhylmingu með alvarlegu broti á lögum.
Augljóst, ekki satt?
![]() |
Stóð 40 tonna bíla að utanvegarakstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2008 | 10:23
Varla vandamál að selja íslenskan þorsk
Miðað við þann samdrátt sem orðið hefur á framboði og framleiðslu íslensks þorsks á undanförnum áratug, eru varla erfiðleikar að selja þessi kíló sem Svisslendingar vilja ekki.
Það er athyglisverð opinberun um litla þekkingu á meginstoðum atvinnulífs í viðskiptalandi, ef innflytjendur og seljendur íslenska fisksins í Sviss vita ekki að fiskveiðar á Íslandi hafa verið stundaðar með sjálfbærum hætti alla tíð. Mér finnst þessir viðskiptaaðilar sýna athyglisverða fáfræði og ótrúlega lítinn vilja til að kynna sér og kynna neytendum hvaða gæðavöru þeir eru að selja.
Getur verið að þeir séu búnir að fyrirgera trausti neytenda á þeim upplýsingum sem þeir gefa sjálfir um þær vörur sem þeir eru að selja? Sé það svo, ættu þeir fyrst og fremst að líta í eigin barm, en ekki gera kröfur á þá þjóð sem í áratugi hefur verið þekkt er fyrir að vera bestu fiskframleiðendur í heimi, um að þeir láti aðila sem takmarkaða þekkingu hafa, fá að leggja gjald á framleiðsluna fyrir stimpil sem engu breytir um áratuga gæði íslenska fisksins.
Það er nægur markaður fyrir þorskinn okkar í heiminum þó Svisslendingar vilji hann ekki.
![]() |
Lokað á villtan þorsk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur