14.9.2008 | 12:39
Eftir hverju bíður Alþingi??????
Væntanlega vitum við flest að þeir einu sem geta stöðvað ofbeldi gegn lögreglu er löggjafarvaldið; Alþingi sjálft. Á meðan alþingismönnum þykir það sæmandi að komið sé fram við einn af máttarstólpum lýðræðisins (lögregluna), með þeim hætt sem fréttir berast ítrekað af, virðist ljóst að mannvirðing þeirra og mannkærleikur er frekar aftarlega í forgangsröðinni. Kanski fyrir aftan peningalega hagsmuni.
Það eru alþingismenn einir sem hafa þau áhrifaöfl í höndum sem breytt geta því ófremdarástandi sem hér hefur verið; og stöðugt versnar. Stærstur hluti þjóðarinnar hefur undanfarin ár hrópað á hjálp þeirra, til að stöðva vaxandi villimennsku í höfuðborg landsins. Enn er ekki farið að bera á því að þeir heyri til þjóðarinnar, eða vilji leggja lóð sitt á vogarskál mannvirðingar og mannkærleika í samfélaginu.
Maður hlýtur að spyrja sig hvað dvelji, þegar Alþíngi hefur margsinnis afgreitt umfangsmeiri verkefni á fáeinum dögum, t. d. þegar hagsmunir kvótagreifanna eiga í hlut; eða þegar þeir afgreiða launa- eða lífeyrisbætur fyrir sjálfa sig. Er hugsanlegt að þeir vakni ekki fyrr en ofbeldismennirinir hafa DREPIÐ einhvern, eins og þeir virðast stöðugt hóta.
ER ALÞINGI AÐ BÍÐA EFTIR MORÐI ???????????
![]() |
Ég skal drepa konuna þína! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2008 | 10:38
Afgerandi munur á Bandarískum og Íslenskum aðstæðum
Ekki hvarflar að mér að Sigurður landlæknir vilji ekki vel. Ég tel víst að hann leggi sig fram um að leysa sem best úr þeim vandamálum sem á borð hjá honum koma. Þau mál geta hins vegar orðið viðkvæm úrlausnar, m. a. vegna þess hve samfélag okkar er lítið.
Smæð samfélagsins veldur því að læknar eru flestir í sama félaginu, þekkja eitthvað til hvers annars og eru því afar tregir á að gagnrýna sjúkdómsgreiningu eða vinnubrögð hvers annars. Öðru máli gegnir með Bandaríkin, þar sem auðvelt er að finna lækna sem engin tengsl eru milli.
Vegna þessarar sérstöðu okkar, þurfum við líka að hugsa út frá öðrum forsendum en stórþjóðir gera, þegar við hugum að öryggisþáttum í samskiptum við fámenna sérsviðshópa, líkt og lækna, lögfræðinga, endurskoðendur o. fl. slíka, sem byggja á sérmenntun og sérþekkingu. Við verðum að hafa með í hugmyndafræðinni, hina miklu nálægð milli manna í þessum hópum. Sú nálægð getur gert að engu möguleika skjólstæðinga þeirra til að leita álits fagaðila á sama sviði.
Menn geta deilt um rétt Tryggingastofnunar, samkvæmt lögum eða reglugerðum, til að neita greiðslu á læknishjálp fyrir Ellu Dís. Við verðum hins vegar öll að horfast í augu við, að við munum aldrei geta sett lög sem ná yfir alla mögulega þætti heilsufarsmála. Það er grundvöllurinn fyrir því að fólk með ætlaða færni í heilastarfsemi er ráðið til að stjórna þessari stofnun, en henni ekki stjórnað af vel forritaðri tölvu, sem svarar öllum fyrirspurnum nákvæmlega eins. Það er hinn fjölbreytilegi mannlegi veruleiki, samhliða þeim siðfræðilegu gildum sem við viljum að ríki í samfélagi okkar, sem valda því að við viljum hafa lifandi mannlega ályktunarhæfni við stjórnun svona stofnana, en ekki eingöngu blinda stýringu samkvæmt lagatexta eða reglugerðum.
Þess vega verða menn, eins og Sigurður landlæknir, að hefja sig upp fyrir lagaramma og reglugerðir, í tilvikum eins og þessu með Ellu Dís, og leysa svona mál frá grunni siðfræðinnar, með stuðningi af stjórnarskrá, lögum og reglugerðum, með heilsu og hagsmuni þolenda í forgrunni.
Ég ber þá von í brjósti að menn muni rata þá leið.
![]() |
Fólk leiti annars álits |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2008 | 17:44
Hvaða á í Breiðholti var brúuð??
![]() |
Eldsvoðar, umferðaóhöpp og árás á lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 10:31
Mörg fyrirtæki virðast brjóta lög af ásetningi
Ég hef kvartað við mörg fyrirtæki vegna seðilgjalda. Sumstaðar fæ ég engin svör en sumir segjast bara rukka þetta þangað til þeim verði bannað það. Þeir líti ekki þannig á að þetta sé bannað og meðan ekki sé úrskurðað um það, haldi þeir afram að rukka þessi gjöld.
Nú vill svo til að hverjum seljanda vöru eða þjónustu er skyldt að gefa úr reikning eða kvíttun, sem í það minnsta er í þríriti. Frávik frá þessu eru smásöluverslanir og veitignastðir, sem verða þá að hafa söluskráningu í viðurkenndum sjóðskössum. Þeim er heimilt, og skylt, að afhenda kassastrimil við hverja sölu.
Sölureikninga eða greiðslukvittanir eiga móttakendur greiðslu að gefa út og afhenda eða senda greiðanda, á eigin kostnað. Hvergi er í lögum heimild til handa söluaðila vöru eða þjónustu, að færa þennan kostnað með beinum hætti yfir á greiðandann; hvað þá að gera hann að sérstökum gjaldstofni, mikið hærri en sá kostnaður sem aðgerðin veldur söluaðilanum.
Það er augljóst að við losnum ekki við ásetnings óheiðarleika úr viðskiptalífinu hjá okkur, nema sett verði afgerandi hörð viðurlög við sniðgöngu réttlátra leikreglna. Græðgisfýknin virðist svo allsráðandi að virðing fyrir viðskiptamanninum er löngu fokin úr vitund þeirra sem þessi fyrirtæki reka.
Gamalt máltæki segir: Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá.
Ný útgáfa þessa áæta máltækis gæti verið: Af lögbrotunum þekkið þið græðgisfýklana.
![]() |
Seðilgjöld ólögmæt án samnings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2008 | 18:41
Skýrsla Fjármálaeftirlitsins gefur ranga mynd
Þetta er undarleg skýrslan hjá Fjármálaeftirlitinu. Það er eins og Íslensku fjármálafyrirtækin skuldi ekki neitt. Og eftirlitinu finnist ekki þurfa að uppfylla þær alþjóðlegu skyldur að gefa upp skuldastöðuna, sem mótvægi eignahliðar efnahagsreiknings. Einungis eru færðar eignir en hvorki skuldir, eigið fé/ hlutafé eða yfirverð hlutafjár.
Þetta eru ótraustvekjandi vinnubrögð hjá æðsta eftirlitsaðila með fjármálastarfsemi í landinu.
![]() |
Heildareignir lánastofnana rúmir 13 þúsund milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2008 | 15:44
Opið bréf til viðskiptaráðherra.
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.
Heill og sæll ráðherra! Margt hefur komið frá þér, sem mér finnst athyglisvert og ekki dreg ég í efa vilja þinn til að reynast neytendum í þessu landi vel.
Allt frá tíð Jóns Sigurðssonar, sem viðskiptaráðherra, hef ég skirfað þessu embætti ítarlegt mál, með mörgum gögnum, varðandi fyrirbrigði sem kallað er "verðtrygging". Ég hef ekki áhuga á að bæta miklu við það, en gæti þó hugsað mér að fá við tækifæri viðræður við þig, til að kynna þér rök mín fyrir því að kalla þessa okurmaskínu "fyrirbrigði".
Til undirbúnings fyrir þig, væri fróðlegt að þú kannaðir hvort annað hagkerfi finndist, í vestrænum samfélögum, þar sem höfuðstóll skulda, einstaklinga og fyrirtækja, hækkar, í mynt hagkerfisins talið, við það að bensín- og olíuverð í hagkerfinu hækkar? Slík breyting hefur víðast hvar orðið á þessu ári og því auðveld samantekt.
Einnig væri fróðlegt að fá upplýsingar um, hvort annað hagkerfi finnist í vestrænum samfélögum, þar sem skuldir einstaklinga og fyrirtækja hækka, í mynt hagkerfisins talið, við það að hækkun verði á vöru- eða þjónustu í hagkerfinu, sem hækkar framfærslukostnað þar? Víða hefur matvælaverð hækkað á þessu ári, sem einnig auðveldar samantekt.
Ég hef margoft bent á að svokölluð "verðtrygging" okkar stenst ekki alþjóðlegar reglur um aukningu eignavirðis.
Eins og þér er líklega kunnugt um, teljast peningar til eigna og fylgja því aukningar og rýrnunarreglum efnahagsreiknings. Eign verður ekki til úr engu.
Í þessum alþjóðlegu reglum er hvergi finnanlegar heimildir fyrir því að hækkun kostnaðarliða, geti ein og sér aukið eignir í sama bókhaldsuppgjöri.
Slík er þó raunin um "fyrirbrigðið" sem við köllum "verðtryggingu".
Hins vegar er rétt hjá þér, að afar mikilvægt er að krónan okkar hafi traustan verðtryggingargrunn. Sá grunnur hefur verið til hjá okkur í áratugi, en einungis notaður um skamman tíma, og þá í alltof litlum mæli.
Ég læt þetta nægja í bili, en ítreka ósk um að fá að kynna þér ítarlega rök mín gegn svokallaðri "verðtryggingu" og jafnframt benda á þann grunn sem þegar er til, en ekki er notaður.
Ef þú, eða starfsmenn þínir, finndu svör við ofangreindum spurningum, væri æskilegt að fá sendar upplýsingar um slíkt, t. d. í tölvupósti.
Með vinsemd og virðingu
Reykjavík 09.09.2008
Guðbjörn Jónsson
![]() |
Val um verðtryggingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 166182
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur