Ágætu þingmenn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
16.3.2016 | 23:48
Sannleikurinn um hækkun lífeyris eldri borgara
Ég mikið búinn að velta vöngum yfir öllu því talnaflóði sem frá Hagstofunni kemur og undrast aðferðir til sundurliðunar og uppgjörs útgjaldaliða. Einkum er athyglisvert hvernig niðurstöðutölur breytast á hverju ári mörg ár aftur í tímann, þannig að ekki kemur fram nein áreiðanleg samantekt af rauntölum tekju- eða gjaldaliða fyrir samfélags okkar.
Þetta hefur oft valdið mér nokkru basli og einnig nú að undanförnu, því ég hef verið að leita að skýringum á því hvers vegna sagt er í kerfinu að t. d. eldri borgarar hafi fengið til baka þær skerðingar sem af þeim voru teknar eftir bankahrunið 2008.
Það ætti að vera hægt er að sjá vísbendingar um slíkt með því að skoða lykilþætti í rekstri samfélagsins okkar gegnum skráningu Hagstofunnar. Ég hef til glöggvunar verið að skoða tímabilið frá 1998 2015 varðandi skerðingar. En að hinu leytinu skoða fólksfjölgun á árunum frá 1955 2015, til að bera saman við spá Hagstofunnar um mannfjöldaþróun næstu 50 ára. Ýmislegt athyglisvert hefur þegar komið í ljós, sem greint verður frá síðar.
Hafa kjör eldri borgara verið leiðrétt.
Á myndinni hér til hliðar má sjá að nokkur hækkun varð á vísitölu neysluverðs á árabilinu 1998 - 2015. Er þar um að ræða álíka breytingu og varð einnig á heildar útgjöldum hins opinbera á sama tímabili, eins og næsta mynd sýnir.
Þegar myndin hér til hliðar er skoðuð kemur í ljós að báðar línurnar eru með sömu þætti heildarútgjalda 13 ár aftur í tímann. Árið 2015 sótti ég skrá inn á vef Hagstofunnar sem hafði að geyma mestu sundurliðun á útgjöldum stjórnvalda fyrir árabilið 1998-2013. Er það rauða línan. Þegar ég var að vinna þau gögn sem hér birtast fór ég aftur á vef Hagstofunnar til að sækja meiri upplýsingar, sem þá væru til ársloka 2014. Tók ég þá eftir því að aðrar tölur voru komnar í nákvæmlega sömu skrána sem ég hafði sótt upplýsingar í ári fyrr. Óheimilt á að vera, í öllum tilvikum, að breyta niðurstöðutölum útgjalda fyrri ára eftir að rekstrarreikningi ársins hefur verið lokað og Ársreikningur gefinn út. Engu að síður breytir Hagstofan niðurstöðutölum rekstrarliða fyrri ára, án áberandi athugasemda. Engin leið er að vera viss um, hvort þær upplýsingar sem koma fram í bláu línunni, muni vera á sömu skrá á næsta ári.
Af myndinni hér til hliðar má sjá hlutfallsleg útgjöld til Almannatrygginga og velferðar, sýnt með blárri línu. En hins vegar sama viðmið varðandi öldrun (rauða línan), örorku og fötlun (græna línan) og fjölskyldu og barna (fjólublá línan). Glögglega má sjá þarna að tilgreindir málaflokkar halda ekki hlutdeild sinni í heildarupphæð málaflokksins. Öldrun er einnig nokkuð víðtækur flokkur. Þess vegna leitaði ég frekari sundurliðunar hjá Hagstofunni.
Til frekari glöggvunar á lífeyrismálum eldri borgara, tengdi ég sundurliðun Hagstofunnar á safnliðnum ÖLDRUN, við þá sundurliðun Öldrunarliðar sem ég fékk senda. Ég setti upp línurit sem sýnir hvert sé hlutfallið af heildarútgjöldum sem fer til liðsins Almannatryggingar og velferð. Einnig er frá sama viðmiði heildarútgjalda skoðað hlutfall liðsins Öldrun og helstu sundurliðunarþættir þess liðar, sem eru: Ellilífeyrir, Tekjutrygging, Heimilisuppbót og Aðrar bætur vegna aldraðra. Allir þessir liðir voru teknir út sem hlutfall af heildarútgjöldum.
Á myndinni hér til hliðar má sjá það hlutfall heildarútgjalda hin Opinber sem fara annars vegar til liðsins Almannatryggingar og velferð (Blá lína), en hins vegar til liðsins Öldrun (Rauð lína). Heildar útgjöldum hins opinbera á árinu 2014 námu 908,2 milljörðum króna.
Samkvæmt þessum virðist málaflokkurinn Öldrun vera rétt um eða yfir 5% af heildarútgjöldum hins opinbera. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara eru líklega nálægt helmingi af kostnaðarliðnum ÖLDRUN og því líklega nálægt 2,5- 3% af heildarútgjöldum.Varla er það hlutfall útgjalda óyfirstíganlegt.
Ef við lítum hins vegar til mikils vaxtar margra útgjaldaliða undanfarinna ára, t. d. á safnliðnum Almannatryggingar og velferð, þar sem liðurinn Öldrun er undirflokkur, virðist ljóst að aldraðir hafi ekki haldið hlutdeild sinni í heildarútgjöldum. Kemur það glöggtt fram þegar borið er saman vöxtur liðsins Almannatrygginga og velferð og vöxt liðsins ÖLDRUN, sem er undirflokkur Almannatrygginga.
Hér til hliðar gefur að líta í meginatriðum hvernig uppgjörsliðurinn Öldrun sundurliðast sem hlutfall af heildarútgjöldum liðsins Öldrunar.
Eins og fyrri myndin sýndi var liðurinn Öldrun rétt rúm 5% af heildarútgjöldum. Af þessari sundurliðun hér til hliðar má sjá að heildarútgjöld Tekjutryggingar hafi verið að hækka aðeins að undanförnu. Þegar skoðað er hver breytingin hafi orðið á hvern mann sem nýtur slíkra greiðslna, virðist breytingin ekki vera mikil.
Svona segir Hagstofan skiptinguna vera á hvern bótaþega. Þarna er tekið saman ellilífeyrir, tekju-trygging, heimilisuppbót og aðrar greiðslur vegna öldrunar. Þarna sést að árið 2014 var upphæð á hvern mann að verða svipuð og á árinu 2003. En á það hefur verið bent að frá árinu 2003 hefur vísitala neysluverðs hækkað töluvert, eins og sjá má á fyrstu myndinni. Þannig að greiðsla á mann nú, sem nær álíka verðgildi og 2003, ætti að vera umtalsvert hærri en þarna sýnir.
Ef heildarútgjöld hefðu verið svipuð upphæð og á árinu 2003, væri ekki mikið hægt að setja út á þetta. Hins vegar er ljóst að launakjör og verðlag hafa hækkað umtalsvert frá árinu 2003 en þær hækkanir hafa eldri borgarar ekki fengið bættar ennþá. Á þessari síðustu mynd má sjá hve lítið hlutfall af heildarútgjöldum er verið að tala um. Það ætti ekki að vera mönnum ofviða að leiðrétta kjör eldri borgara strax.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.3.2016 kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2016 | 11:04
1. Athugasemd við Frumvarpsdrög um náttúruauðlindir
Ég velti fyrir mér hvort geti verið að það skorti málskilning og málvitund í þann hóp sem samdi textann í hina nýju væntanlegu 79. gr. stjórnarskrár Íslands? Þegar litið er til þess sem segir í 2. kafla greinargerðar með frumvarpinu, vakna enn fleiri spurningar því þar segir eftirfarandi: (Ath. feitletrun og litabreytingar texta eru undirritaðs.)
Við undirbúning frumvarpsins hefur verið lagt til grundvallar að markmið auðlindaákvæðis yrði að setja löggjafanum skýr mörk varðandi nýtingu og ráðstöfun á náttúruauðlindum og réttindum til þeirra.
Þegar maður les svo hina væntanlegu lagagrein, eins og hún birtist í frumvarpinu, og ber það saman við markmiðin um að setja löggjafanum skýr mörk, fer um mann ónotalegur hrollur. Lítum á 1. mgr. hinnar væntanlegu 79. gr. stjórnarskrár. Þar segir eftirfarandi:
Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Þær ber að nýta ၠsjálfbæran hátt og til hagsbóta landsmönnum öllum. Ríkið hefur eftirlit og umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna í umboði þjóðarinnar.
Hvað skildi orðið tilheyra eiga að merkja þarna í 1. málslið 1. mgr. Ég tilheyri t. d. íbúum fjölbýlishússins sem ég bý i. Ég tilheyri einnig tiltekinni fjölskyldu, en ég hef ákvörðunarvald í fjölbýlishúsinu í samræmi við eignarhlut minn en EKKERT ákvörðunarvald innan fjölskyldunnar. Ég verð að viðurkenna að ég skil alls ekki hugtakið tilheyra þarna í 1. málslið, því augljóst er að ef náttúruauðlindirnar eru innan 200 sjómílna efnahagslögsögu þjóðarinnar, þá tilheyra þær íslensku þjóðinni.
Í 2. málslið 1. mgr. er einnnig verið að tala um auðlindirnar en þar segir að þær beri að nýta á sjálfbæran hátt og: til hagsbóta landsmönnum öllum. Hagsmunir landsmanna eru áreiðanlega svo tugþúsundum skiptir og einnig ólíkir að umfangi og gerð. Því verður að telja víst að markmiði 2. málsliðar 1. mgr. verði ógerningur að koma í framkvæmd. Líklegast er að stjórnunarþáttur sé þar með brostinn. Í 3. málslið 1. mgr. þykir mér þó sett eftirtektarvert met í skilningsskorti á eðli og stjórnskýringu stjórnarskrár. Í frumvarpinu er málsliðurinn svohljóðandi:
Ríkið hefur eftirlit og umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna í umboði þjóðarinnar.
Hvernig skildu textahöfundar þessa 3. málsliðar 1. mgr. hinnar væntanlegu 79. gr. stjórnarskrár sjá þetnnan 3. málslið 1. mgr. fyrir sér í framkvæmd. Hvaða skilning skildu þeir hafa lagt í orðið Ríkið? Hvernig sjá þeir fyrir sér að Ríkið hafi eftirlit og umsjón í umboði þjóðarinnar? Hvaða merkingu leggja þessir textasmiðir í orðið Ríkið? Lítum aðeins á hvað segir um þetta orð á VIKIPEDIA, frjálsa alfræðiritinu. Þar segir eftirfarandi um orðið RÍKIÐ:
Ríki eru stjórnmálalegar einingar ábúenda tiltekinna landsvæða sem eru fullvalda. Skilgreining Max Webers um að ríki hafi einokun á lögmætri valdbeitingu á afmörkuðu landsvæði er viðtekin. Innlent fullveldi hefur ríki ef íbúar þess líta á það sem lögmætt. Alþjóðlegt fullveldi hefur ríki hljóti það einnig slíka viðurkenningu frá samfélagi þjóðanna.
Af því sem hér hefur verið skoðað virðist ljóst að RÍKIÐ, hefur hvorki sjálfstæða skynjun, eftirtekt eða huglæga getu til að hafa umsjón með nokkrum sköpuðum þáttum. Ljóst virðist að RÍKIÐ getur ekki gætt hagsmuna þjóðarinnar. Sú hugmyndafræði er álíka og að hús eigi að gæta hagsmuna íbúa sinna. Það mundi treglega ganga upp.
En hvernig gæti þá 1. mgr. væntanlegra 79. gr. stjórnarskrár litið út, í ljósi þeirra fyrrnefndu markmiða sem sett eru fram í greinargerð með frumvarpinu. Skoðum dæmi:
Auðlindir náttúru ́slands utan þinglýstra eignamarka og/eða lögmætra samninga, einstaklinga eða lögaðila, skal teljast ótvíræð eign íslensku þjóðarinnar. Slíkar auðlindir ber að nýta ၠsjálfbæran hátt til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð, eða til samfélagslegra verkefna, samkvæmt nánari ákvæðum þar um í almennum lögum.
Alþingi setur lög og staðfestir reglur sem viðkomandi ráðherra setur um nýtingu auðlindanna. Ráðherra eða undirstofnun ráðuneytis hans hefur umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna í umboði Alþingis og þjóðarinnar. Eftirlit til lands verður í höndum Ríkislögreglustjóra og lögreglu í hverju umdæmi en til sjávar verður eftrlit í höndum Landhelgisgæslunnar.
Með hliðsjón af því útþynnta og tilgangslausa orðavali sem notað er í 1. mgr. væntanlegrar 79. gr. stjórnarskrár okkar læt ég staðar numið í bili við frekari skoðun á þeim texta sem þarna hefur verið lagður fram sem lagatexti fyrir stjórnarskrá Íslands. Reynist áhugi fyrir bættu orðfæri og beinni meiningu í væntanlegan lagatexta gæti e. t. v. komið fleiri athugasemdir. M.bk. Guðbjörn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2015 | 01:05
Framkvæmdastjóri ABC á Íslandi í árásarham
Ég hafði ekki ætlað mér að láta þessar upplýsingar koma fram opinberlega, því sem fyrrverandi sjálfboðaliði hjá ABC hefur mér verið einkar hlýtt til starfseminnar, enda VAR hugsjónin fögur meðan hún snerist fyrst og fremst um að hlúa að börnum sem ættu bágt. En stöðugur ósannindaflaumur framkvæmdastjóra ABC um Þórunni Helgadóttur gerir það að verkum að héðan af er best að allur sannleikurinn komi fram á sjónarsviðið.
Áður en ég vissi nokkuð um að ósamkomulag væri milli ABC hér á landi og ABC Children's Aid í Kenya, var ég langt kominn með skoðun á starfsháttum ABC frá síðustu aldamótum til síðasta árs. Á árinu 2006 og 2007 fór ákveðið ferli í gang hjá ABC, sem var í raun að hætti útrásarvíkinga, enda var ætlunin um tíma að þeir tækju þátt en af því varð ekki.
Starf ABC hefur í meginatriðum gengið út á að hafa milligöngu um að fólk á Íslandi tæki að sér fjármögnun á framfærslu tilgreinds barns í tilteknu landi og greiddu mánaðarlega gjald til barnsins, þar sem ABC á Íslandi væri milliliður. Ég tók snemma eftir því í ársreikningum ABC, að öll þessi fjárframlög fólksins til barnanna úti í heimi, voru færð í bókhald ABC sem gjafir fólksins til ABC og fjármagn fólksins til barnanna var því bókfært sem TEKJUR ABC og þar með sem eign ABC, en ekki sem vörslufé til áframsendingar til rétts eiganda.
Á árinu 2006 urðu afgerandi breytingar á starfsemi ABC. Það var stofnað sem almennt FÉLAG á árinu 1988, af GEORG ÓLAFI TRYGGVASYNI og hét þá ABC HJÁLPARSTARF. Það virðist hafa verið rekið sem félag til ársins 2006 en þá er því breytt í Sjálfseignarstofnun í einkaeigu Guðrúnar Margrétar Pásdóttur og eiginmanns hennar, Hannesar Lentz. Hjá Sýslumanninum á Sauðarkróki er stofnunin skráð sem stóreignastofnun sem deili árlega út styrkjum á grundvelli ávöxtunar eigin sjóða. Í ársreikningum stofnunarinnar koma hins vegar ekki fram neinar eignir eða fastafjármunir aðrir en að stofnunin eigi kr. 230.000 sem stofnframlag í ABC barnahjálp International, sem einnig er eignalaus Sjálfseingastofnun, en eins og ABC, skráð sem stóreignastofnun sem árlega deili út styrkjum af ávöxtun eigin sjóða.
Ég hef reynt á hljóðlegan hátt að fá þessum vanköntum á eðlilegri skráningu breytt og var með væntingar um að svo gæti orðið. Þegar maður hins vegar sér, heyrir og les hinar ósvífnu árásir framkvæmdastjóra ABC á hendur Þórunni Helgadóttur, er öll framganga stjórnenda ABC eingöngu ANDKRISTIN viðhorf, sem einungis vinna að niðurrifi og að valda sem mestum skemmdum á því starfi sem Þórunn hefur verið að byyggja upp, með samstarfi við fleiri lönd en Ísland. Auk þess sem starf hennar í Kenya fékk frá einstakling gefna lóðina undir starfsaðstöðuna sem nú er verið að byggja.
Þórunn hefur af djúpum kærleiksanda tekið sér búsetu við eitt stærsta fátækrakverfi Nairobi í Kenya, lifað þar við lítil efni en mikið vinnuálag, þar sem hún hlúir af mikilli umhyggju og kærleika um stóran hóp barna og hugsar einungis um það eitt að láta þeim líða sem best og mennta þau til sjálfbærs lífs í framtíðinni
Vegna hinnar grófu ósvífni framkvæmdastjóra ABC, tók ég þá ákvörðun að birta þær greinargerðir sem ég sendi Sýslumanninum á Sauðárkróki og aðra er ég sendi Ríkisendurskoðanda, ásamt þeim fjárhagsúttektum sem ég gerði á starfsemi ABC barnahjálpar á Íslandi. Ég hef vakið athygli þessara aðila á augljósri svikastarfsemi í sambandi við ABC barnahjálp International, þar sem árlega eru taldar upp hundruðir milljóna í tekjur og útgjöld, þó í raun hafi aldrei nein slík starfsemi farið fram í þeirri stofnun.
Lítum aðeins á fáein dæmi varðandi söfnun fjár, aðallega frá stuðningsforeldrum barnanna og rekstur ABC barnahjálpar á Íslandi.
Frá árinu 2001 til og með árslokum 2013 er samtals safnað hjá ABC að stórum hluta frá stuðningsfjölskylædum til barnmastarfs í öðrum löndum en Íslandi kr. 2.662.992.090. Af þessu söfnunarfé er samkvæmt ársreikningum ABC skilað til starfslandanna, samtals kr. 2.572.022.962. Óútskýrður mismunum á söfnunarfé og því fé sem sent var til starfslandanna er kr. 90.969.128. Þegar rekstur ABC starfsins er skoðaður, samkvæmt ársreikningum, kemur fram að framlög til reksturs starfsins á þessum 13 árum, hafði einungis verið kr.42.351.028, eða að meðaltali kr. 3.257.771 á ári. Rekstrargjöld voru hins vegar samtals kr. 152.219.048. Útgjöld umfram rekstrartekur voru því samtals kr. 109.868.020.
Þó þær kr. 90.969.128 sem eftir voru af söfnunarfénu hefðu verið notaðar til að greiða hallarekstur upp á tæpar 110 milljónir og fjármagnstekjur tímabilsins einnig verið notaðar í slíkt, verður samt eftir óútskýrður hallarekstur upp á kr. 13.840.831, eða sem nemur rúmri einni milljón á hvert þessara 13 ára.
Hér hefur einungis verið drepið á fáeina þætti úr miklu fleiri atriðum sem dregin voru fram í greinargerðunum til Sýslumanns og Ríkisendurskoðanda. Þeir sem vilja kynna sér þetta nánar verða að hafa fyrir því að lesa greinargerðirnar og skoða gögnin. Þá sér fólk af hve einlægum Guðs kærleika starfsemi ABC hefur verið rekin undanfarin átta ár.
Sagt er að ABC hafi hugleitt að kæra Þórunni til efnahagsbrotadeildar, þó framkvæmdastjórinn hafi sagt beint við mig og í áhreyrn Guðrúmar Margrétar, að ekkert væri út á rekstur Þórunnar að setja.
Það sama var einnig sagt í utanríkisráðuneytinu varðandi skýrslu hennar um notkun þess opinbera styrks sem veittur var til skólabyggingar á lóð ABC Children's Aid í Kenya. Þar var mjög mikil ánægja með þau störf Þórunnar sem að þeim lutu.
Það er nokkuð merkilegt að verða vitni að því að staurblind eignarréttargræðgi fólks sem telur sig starfa á vegum Guðs kærleika, skuli ekki einu sinni fást til að fara eftir þeim samstarfssamning sem þau sjálf útbjuggu varðandi samstarf félaganna ABC á Íslandi og ABC Children's Aid í Kenya. Þegar sá samningur er lesinn kemur í ljós að þar er samningur á milli tveggja sjálfstæðra félaga með tvær óskildar stjórnir. Í þeim samningi er þriggja mánaða uppsagnarákvæði, af beggja hálfu en eftir þeim samningi er stjórn ABC á Íslandi ófáanleg til að fara. Þau ganga hins vegar fram af ótrúlegum fantaskap gagnvart börnunum í Kenya, sem líta á Þórunni og Samúle manninn hennar, sem einskonar foreldra sína og öryggisvörn.
11.6.2015 | 19:46
Frá Barnahjálpinni ABC Children´s Aid Kenya
Fréttatilkynning.
Frá Barnahjálpinni ABC Children´s Aid Kenya
Upp er komin sú staða að félögin ABC Barnahjálp og ABC Children´s Aid Kenya eiga ekki lengur samleið. Þó að félögin deili nafninu þá eru þetta tvö sjálfstæð félög, annað skráð í Kenýa og hitt á Íslandi, með hvort sína stjórn. Formaður félagsins í Kenýa er ég, Þórunn Helgadóttir. Síðustu ár hefur verið náið samstarf á milli félaganna tveggja um uppbyggingu starfsins í Kenía en nú skilja leiðir. ABC Barnahjálp á Íslandi hefur einhliða hætt samstarfi við ABC í Kenía. Það þýðir að ABC Barnahjálp sendir ekki lengur neinar greiðslur stuðningsaðila barna í Kenýa til félagsins í Kenýa.
Takið eftir: Engar greiðslur stuðningsaðila barna hjá ABC í Kenýa hafa verið sendar út frá ABC Barnahjálp á Íslandi til starfsins í Kenýa í Maí og í Júní.
Á heimasíðum ABC Barnahjálpar hefur einnig verið birt tilkynning sem segir að Þórunn Helgadóttir og Samuel Lusiru Gona séu hætt störfum í Kenýa en við stjórn starfsins séu tekin Samúel Ingimarsson og Ástríður Júlíusdóttir.
Þessi tilkynning er röng. Ég, Þórunn Helgadóttir og Samuel Lusiru eiginmaður minn erum enn við störf sem stjórnendur starfsins í Kenía.
Ástæðan fyrir þessum samstarfs slitum er fyrst og fremst sú að ABC á Íslandi hefur tekið þá ákvörðun að sameinast sænskum samtökum sem kallast Children´s Mission. Það þýðir að öll yfirstjórn verkefna og meðferð fjármuna mun færast til Svíþjóðar. Stjórn ABC Kenýa óskaði eindregið eftir því að fá að standa utan við þessa sameiningu við sænsku samtökin og því skilja leiðir.
Hugsjón okkar og hjarta slær enn heitt fyrir börnin í Kenýa. Við höfum helgað þessu starfi allt okkar líf síðustu 9 árin og hyggjumst halda því ótrauð áfram. Til að starfið geti haldið áfram hafa verið stofnað önnur samtök á Íslandi sem munu standa við bakið á starfinu í Kenýa í framtíðinni. Hið nýstofnaða félag heitir Íslenska Barnahjálpin og mun héðan af halda utan um allar greiðslur stuðningsaðila barna í Kenýa sem og aðra styrki og gjafir.
Við viljum beina þeim tilmælum til stuðningsaðila barna ABC í Kenýa að þið setjið ykkur í samband við Íslensku Barnahjálpina ef þið getið hugsað ykkur að halda áfram að styrkja börnin ykkar í Kenía. Netfangið er: postur@barnahjalpin.is. Vefsíðan er www.barnahjalpin.is. Eins er hjálp nýrra stuðningsaðila vel þegin eða einstakar gjafir á þessum tímamótum. Söfnunar reikningsnúmerið okkar er: Banki 0515-14-410660 Kt. 410615-0370
Þó að þessi viðskilnaður við ABC Barnahjálp á Íslandi sé okkur hjá ABC Kenýa mjög sár og ekki samkvæmt okkar óskum, þá erum við mjög þakklát fyrir það góða samstarf sem við höfum átt við samtökin ABC Barnahjálp á Íslandi síðustu ár. Við þökkum þeim hjartanlega fyrir þann tíma sem við höfum átt saman og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni. Sömuleiðis þökkum við ykkur stuðningsaðilum barnanna og öðrum velunnurum fyrir stuðningin undanfarin því án ykkar gætum við ekki starfað.
Virðingarfyllst,
Þórun Helgadóttir,
Formaður ABC Children´s Aid Kenya
30.4.2015 | 21:35
Umsögn um Makrílfrumvarpið
Alþingi Íslendinga, nefndasvið,
- þing 2014 2015
Reykjavík 30. apríl 2015
Umsögn um mál nr. 691,
um stjórn veiða á Norðaustur-Atlandshafsmakríl.
Undirritaður sýnir með áhresluletri eða litabreytingum á letri, hvaða atriði hann beinir athygli sinni að.
2. gr. Ákvörðun heildarafla.
Ráðherra skal ákveða árlega með reglugerð heildarafla makríls sem íslenskum fiskiskipum er heimilt að veiða.
Ef tekið er mið af því hvernig 2. gr. Stjórnarskrár Íslands hljómar, liggur nokkuð ljóst fyrir að Alþingi sé óheimilt að afhenda ráðherra ákvarðanirsem bera í sér löggjafargildar. Umrædd ákvörðun 2. gr. er t. d. slíkt dæmi, þar sem Ísland hefur ekki viðurkennda nýtingarhlutdeild í hinum sameiginlega makrílstofni með öðrum þjóðum Norðaustur-Atlandshafsins sem nýta stofninn. Meirihluti þessara þjóða hefur gert með sér nýtingarsamning en ráðherra okkar hefur engan slíkan samning við hin ríkin til að styðjast við. Spyrja má hvort ákvarðanir ráðherra okkar í svona tilviki, hafi lögformlegt gild gagnvart öðrum þjóðum sem nýta stofninn? Hvort þær þjóðir geti hafnað að þeim heimildum sem hann gefi út. Þar sem um að ræða einhliða ákvarðanir minnihlutaaðila sem ekki hafi lögformlegan gildisþátt í þessu samstarfsverkefni. Þeir gætu bent á að einhliða ákvörðun ráðherra á Íslandi hafi ekki lagagildi, sem m. a. ræðst af ákvæðum 2. gr. stjórnarskrár þar sem segir eftirfarandi:
2. gr. Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.
Eins og sjá má, stendur þarna skýrum stöfum að: Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Ráðherrar tilheyra allir framkvæmdavaldinu og samkvæmt sjálfstæðri þrígreiningu megin valdsþátta í stjórnskipan okkar, samkvæmt 2. gr. stjórnarskrár, hafa ráðherrar ekki löggjafarvald á hendi. Þeir geta því ekki tekið ákvarðanir sem hvorki byggjast og lögum frá löggjafarvaldinu eða milliríkjasamningum sem löggjafarvaldið hefur samþykkt. Heimild þeirra til stjórnunar með beinni ákvarðanatöku, án greinilegra lagafyrirmæla þar um frá Alþingi, er augljóslega ekki fyrir hendi.
3. gr. Tímabundnar aflahlutdeildir.
Aflahlutdeildir sem úthlutað er skv. 4. gr. eru tímabundnar og halda gildi sínu í sex ár frá gildistöku laganna. Óheimilt er að fella þær úr gildi, að hluta eða öllu leyti, með minna en sex ára fyrirvara. Sex ára gildistími aflahlutdeilda framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn hafi ákvæði þessu ekki verið breytt fyrir 1. janúar ár hvert.
Vakin er athygli á því að engar lagareglur hafa verið búnar til um hugtakið Aflahlutdeild. Hvað felst í þessu hugtaki? Hvernig ávinna aðilar sér slíka hlutdeild? Hvaða réttindi gefur hún og hvort telst hún vera EIGN viðkomandi handhafa hennar eða einungis nýtingarréttur á auðlind þjóðarinnar? Ef um EIGN handhafa hlutdeildar er að ræða, eru engin lög til um það hvernig fara beri með þá eign. Hvort henni skuli þinglýst á skip og hvert sé grunn verðgildi einingar, pr. kíló eða tonn. Engar reglur eru um hvaða skyldur gagnvart eiganda auðlindarinnar, þjóðinni, fylgi handöfn slíkrar hlutdeildar. Hvort heimilt verði að svipta aðila slíkri hlutdeild ef þeir sækja ekki þau þjóðaraverðmæti sem í hlutdeildinni felast.
Þá vaknar spurning um fjölþjóðlegt lagagildi þess að ráðherra, sem ekki hefur löggjafarvald, ákveði einhliða og án yfirlýsts stuðnings löggjafans, tiltekna aflahlutdeild lands okkar úr deilistofni sem margar þjóðir nýta. Einkanlega þar sem ekki væri um að ræða ákvörðun til eins árs, heldur í raun fasta varanlegta hlutdeild sem ekki megi fella úr gildi að hluta eða öllu leyti, með minna en 6 ára uppsagnarfresti.
Ég get ekki annað en spurt um lagaforsendur fyrir slíkri ákvörðun? Við höfum ekki enn, frá öðrum aðilum sem nýta stofninn, viðurkenndan nýtingarrétt á þessum stofni. Og hvað gerist ef hitastig sjávar breytist þannig að makríllinn komi ekki inn í lögsögu okkar? Hver er þá réttarstaða handhaga 6 ára samnings um tiltekna hlutdeild í einhverri huglægri stofnstærð sem ekki kemur á veiðisvæði okkar? Eiga þá handhafar hlutdeildar rétt á bótakröfu á hendur löggjafarvaldinu, sem færði þeim þessi merkilegu réttindi? Hver gæti kostnaður af slíku verið í 6 ár, þ. e. a. s. ef löggjafinn mundi bregðast strax við og segja upp hlutdeildinni á fyrsta ári aflabrests?
Hægt væri að gera ýmsar athugasemdir við 4. gr. frumvarpsins en læt þetta duga að sinni. Ef þingheimur virðir ekki þær athugasemdir sem þegar eru fram komnar, skiptir það sem eftir er litlu máli. Ég hef lengi haft orð á því að brýn þörf sé á mikið vandaðari vinnu við samsetningu lagafrumvarpa. Yfir höfuð bera þau með sér að vera samin af fólki með takmarakaða yfirsýn og þekkingu á því málefni sem stýra á með lögunum. Eru lögin um stjórn fiskveiða engin undantekning þar frá.
Ég óska ykkur velfarnaðar í starfi ykkar, landi og þjóð til heilla.
Virðingarfyllst,
Guðbjörn Jónsson kt: 101041-3289
Kríuhólum 4, 111 Reykjavík.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur