Færsluflokkur: Bloggar

Svar Seðlabanka vegna verðtryggingar

Þakka þér fyrir þessa yfirferð Marinó. Ég var að ganga frá greinargerð og gögnum til Umboðsmanns, upp á tæpar 50 bls, sem ég læt til hans í fyrramálið. Ég ætla svo að lesa "langhundinn" frá Seðalbankanum. Ég greip þó niður í fyrsta talnadæmið hjá þeim og mér varð skemmt. Dæmið er neðst á bls. 7 og efst á bls 8. Það er svona:

Einfaldast er að sýna þetta með dæmi af láni til eins árs með einni afborgun. Gerum ráð fyrir að lánsfjárhæðin sé 1 milljón kr., lánið sé verðtryggt og með 5% vöxtum og að verðbólga sé 10%. Taflan hér fyrir neðan sýnir útreikning á greiðslu vegna lánsins miðað við að greiðslan sé verðtryggð.

Í þessu tilfelli er afborgunin (1.000.000 kr.) og vextirnir (50.000 kr.) reiknuð miðað við verðlag þegar lánið er tekið (ár 0). Greiðslan nemur þá 1.050.000 kr. á verðlagi þess tíma. - (Ha! forvextir á skuldabréfi?G.J.) Þar eð vísitalan sem við er miðað hefur hækkað um 10% þarf lántakinn að greiða 10% meira en 1.050.000 kr. eða 1.155.000 kr. (en þar sem verðbólgan hefur rýrt raungildi krónanna sem hann greiðir með þá er raunverulegt verðmæti greiðslunnar 1.050.000 kr. miðað við verðlag á ári 0).

Það er kannski til of mikils ætlast að Seðlabankinn viti að vextir af skuldabréfum eru eftirá reiknaðir og greiddir. Lán upp á 1. milljón á ári 0, með gjalddaga eftir eitt ár, getur ekki, samkvæmt vaxtalögum og reiknireglu bankanna, tekið á sig vexti fyrr en á gjalddaga. Fram að gjalddaga á ári 1, er lánið einungis 1 milljón. Á gjalddaga bætast vextir við lánið, frá síðasta gjalddaga eða frá lántökudegi til fyrsta gjalddaga (vaxtatímabil). Á gjalddaga er fyrsti dagur sem vextir eru gjaldkræfir. Þeir, vextirnir, geta því ekki tekið á sig verðbætur fyrir það vaxtatímabil sem þeir voru að myndast, því þarna er um samningsvexti að ræða sem ekki verður krafist greiðslu á fyrr en á gjalddaga.

Sama er að segja með vertrygginguna. Vísitala gjalddaga, er sú vísitala kölluð sem reiknuð er við hverja afborgun. Þar sem einungis einn gjalddagi er á þessu láni, reiknast vísitalan frá lántökudegi til gjalddaga. Það er því vísitala þess mánaðar sem gjalddaginn er, sem mælir verðbæturnar. Sá reikningur fer einnig fram miðað við dagsetningu gjalddaga og er því ekki gjaldkræfur fyrr en á þeim degi. Löglegur útreikningur á þessu dæmi Seðlabankans væri því á þennan veg.

Á ári 0 er tekið lán 1. milljón, vextir og verðbólga eins og í dæminu. Daginn fyrir fyrsta dag gjalddagamánaðar, er lánið enn 1 milljón, lögum samkvæmt.  Á gjalddaga reiknast á greiðslu lánsins 5% vextir, sem gera 50.000. Á gjalddaga er einnig reiknuð út verðbólga á vaxtatímabilinu, sem er frá lántökudegi. Verðbólgan reynist vera 10%, sem reiknast á greiðslu lánsins (eða höfuðstól í þessu tilfelli þar sem um eingreiðslu er að ræða (Kúlulán).) Verðbætur reiknast því 100.000. Endurgreiðasla lánsins væri því eftirfarandi:

Afborgun               1.000.000 

Vextir                        50.000 

Verðbætur               100.000 

Greiðsla samtals   1.150.000  

Þar sem vextir og verðbætur eru ekki greiðslukræf fyrr en á gjalddaga, verður lánsfjárhæðin, reiknuð til baka á ár 0, þegar lánið var tekið, einungis 1 milljón, þar sem upphæð vaxta og verðbóta verða ekki reiknuð út fyrr en miðað við gjalddaga.

Seðlabankinn gerir sig sekan um tvenn msitök í þessum eina útreikning. Annars vegar lítur hann á samningsvexti á sama hátt og forvexti víxils, en slíkir vextir greiðast fyrirfram, við lántöku. Samningsvextir greiðast alltaf eftirá, við hvern gjalddaga. Það er því rangt hjá Seðlabankanum að lánið núvirt til baka um eitt ár, sé 1.050.000. Það er bara 1.000.000.

Í öðru lagi brýtur Seðlabankinn lög með því að reikna verðbætur á vextina. Upphæð samningsvaxta fær ekki skuldfærslustöðu fyrr en á gjalddaga. Ekki er hægt að verðbæta eitthvað sem ekki er til fyrr en sama dag og verðbætur eru reiknaðar.

 Á sama hátt og lánið er verðbætt frá þeim degi sem lántakinn fær greiðsluna, verða vextir ekki verðbættir fyrr en þeir hafa fengið skuldfærlsustöðu, verða gjaldkræfir.

Gefum okkur að vísitalan hefði verið 100 þegar lánið var tekið. Ári síðar, þegar lánið er greitt, hafði verðbólgan verið 10% og vísitalan 110. Ef reikna ætti verðbætur af þeim vöxtunum yrði talan svona 50.000 /110*110 = 50.000.

Í þessi eina litla dæmi reynir Seðlabankinn að hafa 5.000 krónur af þessum lánsgreiðanda, með ólögmætum hætti, Ekki bara með einföldu lagabroti, heldur tvöföldu. Ef öll skýrslan er með svona rugli, teldi ég best fyrir snillingana í Seðlabankanum að taka saman dótið sitt og halda heim.


Er NÚVIRÐING raunsæ nálgun??

Eitt af leikföngum reiknimeistara nútímans, er að "núvirða" alla skapaða hluti. Ef áætlanir um framtíðina eru ekki "núvirtar", er bara hreint ekkert að marka þær, að mati þessara reiknimeistara.

En hver er hugsunin á bakvið núvirðingu. Undirstaða allrar núvirðingar gengur út frá því að ekki sé hægt að reka þjóðfélagið á þeim tekjum sem þjóðin muni hafa úr að spila hverju sinni á komandi árum. Því sé óhjákvæmilegt að kostnaður verði meiri en tekjur, sem þýðir að um tap er að ræða á rekstri samfélagsins. Þetta tap verður að brúa með lækkun gengis krónunnar, eða erlendri lántöku. Báðar leiðir ávísun á ófarir, líkt og við  þekkjum nú.

Það einkennilega við núvirðingu er að þar er ákveðið að kostnaður fylgi ekki sama ferli lækkunar og gerist með rýrnun krónunnar. Er það nokkuð skrítið, þar sem kostnaðurinn er væntanlega greiddur með krónunum.

Það einkennilega við hugsanagang þeirra sem aðhyllast núvirðingu, er að þeir tala t. d. um "pattaralegar" nútímakrónur  og "pínulitlar" krónur eftir 40 ár.  Þessi hugsunarháttur einblínir á afgerandi tap á rekstri þjóðfélags okkar.  Menn gefa sér þá forsendu að öðrum þjóðum gangi betur en okkur og þær vörur sem við þurfum að flytja inn muni hækka í verði. Þess vegna munum við þurfa mikið fleiri "pínulitar" krónur til að borga fyrir þessar vörur. Þeir gefa sér sem sagt að þær hækkanir sem við munum fá fyrir okkar afurðir, dugi ekki til að halda uppi verðgildi krónunnar. Því muni hún í tímans rás minnka og verða pínu lítil.

Mig undrar mest þá hugarfarslegu uppgjöf sem greinilega skín út úr þráhyggju þeirra reiknimeistara sem stöðugt búa til líkön um núvirðingu allra mögulegra hluta.  Þessi árátta hefur einkennt þjóðfélag okkar undanfarinn áratug og mikill fjöldi núvirðinga litið dagsins ljós. Bæði sem spá um framtíðarhagnað fyrirtækja og fjármálastofnana, sem og framkvæmdakostnað sem, sem þurfi að greiða á næstu árum.

Skemmst er  frá að segja, að ENGIN þessara núvirðinga hefur staðist  samanburð við raunveruleikann, að því sem ég best veit.  Það er því ósköp skiljanlegt, þegar einn helsti kennari núvirðingar, Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands, segist hafa kennt núvirðingu í 12 ár, með ótrúlega litlum árangri.

Ég hefði haldið að það þyrfti ekki svona langan tíma og ekki svona almennt hrakfarir þeirra núvirðinga sem gerðar hafa verið, til þess að  menn áttuðu sig á því að engin leið er að spá um framvindu tekju- eða kostnaðarliða, eða atburðarás sem ekki er innan áhrifasvæðis þess sem spána gerir. Sá sem sífellt lemur hausnum við þann stein, að núvirðing sé vagga réttrar niðurstöðu, er annað hvort óvenju þrjóskur, eða hefur hagsmuni að verja, sem hann vill ekki gera opinbera.

Þeir einu sem fram til þessa hafa notið hagnaðar af núvirðingu, eru braskarar, fjárhættuspilarar og fjármagnseigendur.  Þeir hafa tekið sér eitt mesta vald sjálftöku hagnaðar með reiknikúnstum sem hingað til hafa enga samleið átt með raunveruleikanum. Ég ætla ekki að segja hvað mér finnst um að ENN skuli þessir aðilar halda því fram að eina RÉTTA niðurstaðan um líklegar framtíðargreiðslur komi í ljós með "núvirðingu" þeirrar. 

Ég velti fyrir mér hvort ástæða þess að þessir menn berja stöðugt höfðinu við þá reikniaðferð sem fram til þessa hefur reynst ófullnægjandi og röng, sé löskuð dómgreind af völdum gallaðs menntakerfis, eða áhrifaöflin séu komin frá þeim sem mestra hagsmuna hafa að gæta, af því að slíkum reikniaðferðum sé stöðugt haldið áfram.

Engin leið er að horfa framhjá því að einn af stærstu áhrifaþáttum að hruninu hérna, er einmitt alvarleg oftrú á raunveruleikafyrta núvirðingu.


Er þessi framganga Helga boðleg þjóðarháskólanum?

Þegar litið er til þess að Helgi er launaður af LÍÚ, er vart við öðru að búast en hann rakki hastarlega niður framlögð frumvörpin um fiskveiðistjórnun. Þó hann skrifi sem fræðimaður við lagastofnun Háskóla Íslands, er líklega meginþorra þjóðarinnar ljóst hver hinn raunverulegi húsbóndi hans er; sá sem greiðir launin hans, en það er LÍÚ.

Eitt af því sem gagnrýnt hefur verið við afgreiðslu frumvarpanna nú, um fiskveiðstjórnun, er það hve lítill tími gefist til að leita umsagna og til umræðna í þinginu. Í því sambandi er áhugavert að rifja upp allar mikilvægustu lagasetningarnar um fiskveiðistjórnun, frá fyrri tíð. Þá komu frumvörpin ekki fram fyrr en rétt fyrir þinglok og voru þá afgreidd með hraði, jafnvel á næturfundum, í gegnum þingið á fáeinum dögum. Frumvörpin nú, eru því afar lengi í meðförum þingsins, miðað við það  sem núverandi stjórnarandstaða gerði á sínum tíma, en þá voru þeir í meirihluta og drifu málin áfram án umræðna.

Þekkt er sú órökstudda árátta Helga að telja aflaheimildir sem eign útgerða, vegna þess að þær hafi keypt heimildirnar af öðrum útgerðum. Oft hef ég beint þeim tilmælum til hans, líkt og annarra sem slíku halda fram, að þeir opinberi þær lagaheimildir sem þeir telja liggja að baki heimild útgerðar sem fær úthlutaða aflaheimild til eins árs í senn, til að selja slíka heimild innan ársins og einnig til að selja slíkar heimildir sem VARANLEGA aflaheimild. Þrátt fyrir mikla leit og miklar eftirgrennslanir, finnast þessar lagaheimildir ekki. Meðan svo er, verður ekki hjá því komist að álíta ummæli "fræðimanna" um eignarrétt útgerða á aflaheimildum, sem keypta umsögn.
 
Í umræðunni um eignarréttinn hefur aðallega verið vísað í greinargerðir tveggja "fræðimanna". Báðar þessar greinargerðir eiga það sameiginlegt að þær leiða ekki fram lagaheimildir "seljanda" aflaheimilda til að SELJA hinn úthlutaða nýtingarrétt sinn. Báðir rökstyðja þeir hins vegar rétt þess sem keypti hina "meintu varanlegu aflaheimild", til að telja hana sér til eignar og þar með njóta verndar af eignarréttar ákvæður stjórnarskrár.  Báðar þessar greinargerðir eru í raun ómarktækar, vegna þess að í fyrsta lagi hafa engin lög verið sett um það sem kallað hefur verið "varanleg aflahlutdeiild, með útfærsluatriðum um hvernig sú "varanlega aflaheimild" skuli fundin út.
 
 Í öðru lagi má Alþingi ekki afhenda þjóðareign í hendur einstakra aðila til varanlegrar eignar án endurgjalds eða skýrrar lagsetningar Alþignis þar um. Og fullkomlega vafasamt að slík lög héldu fyrir dómi.
 
Í þriðja lagi hefur hinum upphaflega grundvelli úthlutunar takmarkaðra aflaheimilda, sem fólst í einskonar þjóðarsátt um fyrstu lagasetningu um takmörkun fiskveiðiheimilda; sáttaskjali í 10 liðum sem fylgdi með fyrstu lagasetningunni; þeirri þjóðarsátt hefur aldrei verið breytt. Sú regla er því enn hin eina lögbundna úthlutunarregla aflaheimilda, þó aldrei hafi verið farið eftir henni, nema fyrsta árið.
 
Að framkvæmd stjórnunar á mikilvægustu tekjuauðlind þjóðarinnar, fram til þessa, skuli hafa verið svo fjarri grundvallarreglu um heiðarleika og réttsýni, sem raun ber vitni, er líklega afsökun háskólarektors fyrir því að selja einokunar hagsmunaaðila, sérstöðu við lagastofnun virtasta háskóla landsins.
Sú ráðstöfun sýnir á áberandi hátt hve litla virðingu stjórnendur þessa háskóla, virtasti háskóli landsins, bera fyrir stofnun sinni. Svo til að kóróna metnaðarskort stjórnenda háskólans, er starfsmanni einokurna-hagsmunaaðila, heimilað að tjá sig undir nafni lagastofnunar háskólans, einum og sér, sem færðimaður á sviði fiskveiðistjórnunar. Slíkt ber sterkan keim af undirgefni svo sem þekkt er um leiguþý allra stétta. Óheiðarleikinn skín því skært af fólki sem selur sig slíkri niðurlægingu, Slíkt er mikil eyðilegging gagnvar heiðarlegum fræðasviðum og almenningi í landinu.
 
Og þá getum við  velt fyrir okkur lokaspurningunni:   Eru líkur til að þjóðin fái NÝTT ÍSLAND, meðan Alþingi, stjórnvöld fyrr og nú, og einnig virtasti háskóli þjóðarinnar, þetta allt er eins undirlagt af spillingu og raun ber vitni?????  

mbl.is Gerir alvarlega athugasemdir við litla frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegir útreikningar

Ég heyrði fréttirnar af útreikningum útvegsmanna í Vestmannaeyjum og Austfjörðum, á áhrifum breytinga á kvótakerfinu. Ég verð að segja að mig undrar stórlega eiginhagsmunahyggja þessara manna. Hvernig væri nú að þeir reiknuðu líka út áhrifin sem urðu við breytinguna þegar þeir fengu kvótann til einkaafnota, endurgjaldslaust. Hvaða áhrif hafði það á sjávarbyggðir vítt og breytt um landið? Ég veit það því ég gerði úttekt á stöðunni fyrir árið 1986.

Hugarheimur þessara manna virðist ekki ná út yfir það þrönga svið, að þeir einir fái að gera eins og þeir vilija, annars verði algjört hrun í greininni. Engin verðmæti verði lengur til úr þeim afla sem veiddur verður. Allir sem hafi vinnu hjá þeim, verði atvinnulausir. Enginn komi í þeirra stað.

Þetta er afburða kjánalegt því sagan geymir einmitt sagnir af mönnum, eins og þeim, sem töldu sig ómissandi í sjávarútveginum. Reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að alltaf koma aðrir menn til reksturs fiskiskipa og útgerða. Fiskurinn mun ekkert fara þó nýir menn stjórni fyrirtækjunum sem eiga bátana. Aflabrögð verða að þeim mörkum sem leyft verður að veiða, líkt og verið hefur.

Helsta breytingin sem orðið gæti, væri sú að meira af heildaraflanum yrði unnið hér á landi og þannig sköpuð meiri verðmæti úr takmörkuðu magni. Það mun að vísu dálítið breyta munstri hjá þeim útgerðum sem lagt hafa megináherslu á að auka fiskverkun í öðrum löndum, en horfa fram hjá þörf þjóðarinnar fyrir atvinnusköpun og auknar gjaldeyristekjur.

En að lokum.  Verða þessir skelfilegu útreikningar birtir opinberlega, svo betur sé hægt að átta sig á þeirri ógn sem þessir menn sjá í framtíðinni?                           


mbl.is Dökk mynd dregin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru siðareglur fræðasamfélagsins hættulegar réttlæti og lýðræði?

  Um nokkurn tíma hef ég velt því fyrir mér hvort siðareglurhinna ýmsu stétta hins svokallaða “fræðasamfélags” geti verið ein afrótareinkennum þess siðleysis og spillingar sem hér hefur þrifist og dafnaðundanfarin ár?

Erfitt er að kynna sérsiðareglur til hlýtar, því margar þeirra eru óskráðar. Að eðlisþætti hefur mérverið gefinn sá hæfileiki að fá sýn á kjarnaþætti ýmissa mála. Sá eðlisþátturhefur leitt til þess að ég skoða yfirleitt mál út frá sjónarmiði lagastoðar,réttlætis og virðingar. Niðurstöður mínar hafa þess vegna oftast ekki veriðtaldar umræðuhæfar. Umræður um þýðingarmikil málefni snúast því oftast umaukaatriði eða tilbúina mistúlkun á grundvallaefni hvers málefnis.

Ég fékk fyrstu snertingu viðþessar óskráðu siðareglur fyrir tæpum 40 árum, þegar sýslumaður ogsveitarstjórn brutu alvarlega á mannréttindum  mínum og dánarbúi foreldra minna. Ég gekk á milla margralögfræðinga í leit að hjálp, en allir sögðust svo uppteknir að þeir gætu ekkitekið málið að sér. Að lokum fann ég gamlan lögfræðing, sem hættur var störfum.Hann gaf sér tíma til að hlusta á mig og með símtali við viðkomandi sýslumann,staðfesti hann að það væri mikið til í því að á mér hefði verið brotið. Þar semhann var hættur málflutningi gat hann ekki tekið málið að sér, en hannleiðbeindi mér við að ná rétti mínum, m. a. með því að leiðbeina mér við aðlesa mér til í lögum.

Mörgum árum síðar kynntistég afar heiðarlegum hæstaréttarlögmanni, sem greinilega var með hjartað áréttum stað. Eitt sinn gagnrýndi hann opinberlega vinnubrögð Hæstaréttar. Eftirþað varð áberandi breyting á framkomu dómstóla í hans garð og sum mál hanseyðilögð með hreinum útúrsnúningum. Endaði það með því að hann skilaði innmálflutningsréttindum sinum.

Þegar ég fór að lærarekstrarfræði, rakst ég á sömu þöggunarreglur í þeim geira. Ég gagnrýndi oft,augljóslega villandi framsetningu hagfræðinga. Afleiðing þess varð að til mínvar sendur maður, sem átti að leiðbeina mér varðandi umræðuhefð á þessumvettvangi. Þegar ég sinnti þeirri leiðsögn ekki, var mér boðin vel launuðstaða. Þegar kom að útfærslu á hvað í starfinu fælist, var eitt af aðalkröfumstarfsins, að ég tjáði mig ekki opinberlega um þjóðfélagsmálefni. Um þettaleiti skirfaði ég oft blaðagreinar. Ég fór því heim, hugsaði málið og skrifaðisvo grein þar sem ég lét þess getið að starfskraftar mínir væru til sölu, ensannfæringin ekki.

Þau ár sem ég sinntifjármálaráðgjöf fyrir fólk í sakuldavanda, kom oft til alvarlegs ágreinings viðlögmenn vegna innheimtuaðgerða. Einnig var ég oft erfiður fyrrverandi kollegumúr bankakerfinu, þar sem ég þekkti allar reglur þeirra og þær leiðir tilleiðréttinga mála, sem margar hverjar höfðu verið búnar til af mér. Ég fékk þvíoft að heyra að ég væri of krefjandi í framsetningu. Ég ætti ekki að gagnrýnasvona beint. Undir slíkt gætu viðkomandi fagaðilar ekki tekið, því þá yrðu þeirað viðurkenna að hafa gert mistök. Ræddi ég þessi mál t. d. viðframkvæmdastjóra Lögmannafélagsins, sem sagðist einungis geta rætt þettaóformlega við sína menn. Ef bein kæruatriði bærust, yrðu þau skoðuð. Þegar svokærur bárust, bar það engan árangur fyrr en afrit kærunnar var einnig sentdómsmálaráðuneyti til kynningar. Þá varð smá breyting um tíma, en bara meðanundirbúin var árás á mig og ég gerður ótrúverðugur, með aðstoð fjölmiðla.

Í skjóli hinna óskráðusiðareglna, og þeirra óvönduðu vinnubragða í fræðasamfélaginu, sem af slíkriþöggun leiðir, hefur þjóðfélagið sem heild og fjölmargir einstaklingar á marganhátt verið sviptir tekjum og tilvistargrunni. Með árunum og aukinnifjölbreyttni tjáningarforma, hefur þessi þöggun orðið augljósari. Þeir semframkvæma óheiðarleika og óréttlæti, eru mjög áberandi orðnir sér þessmeðvitaðir að fræðasamfélagið er orðið svo siðspillt, að það leitar meira segjaað réttlætingu þess að fyrir Alþingi séu lögð lagafrumvörp sem augljóslega beraí sér stjórnarskrárbrot.

Augljósasta dæmið umþöggunina á afbrotum fræðasamfélagsins, er þöggunin sem ríkir um hið alvarlegalögbrot æðsta dómsstigs þjóðarinnar, Hæstaréttar, er hann án allra lagaheimildaógilti kosningar til stjórnlagaþings. Ég ritaði Hæstarétti strax bréf, þar semég fór fram á að þeir endurskoðuðu ákvörðun sína, vegna skorts á lagaheimildumþeirra til að taka, beint fyrir Hæstarétt, hinar framlögu kærur. Samkvæmt lögumættu þær að fara til viðkomandi lögreglustjóra, fara þaðan í ákæruferli fyrirhéraðsdómi, áður en Hæstiréttur gæti tekið þær til úrskurðar. Þó bréfið væriefnislega rétt, hvað lagaforsendur varðar, og afrit af því sent fjölmiðlum,vefmiðlum og ýmsum í stjórnsýslunni, gerist ekkert.

Á einum af þeim mörgufundum  sem haldnir voru umstjórnlagaþingið, eftir úrskurð Hæstaréttar, orðaði ég þessi lögbrot réttarins.Þar talaði menntaður lögfræðingur, sem hiklaust sagði frá því að í náminu værilagt upp með að lögmenn gagnrýndu ekki beint og opinberlega, vinnubrög annarralögmanna eða dómstóla. Þessi orð lögfræðingsins vöktu enga athygli, líkt ogöllum finndist sjálfsagt að þessir mikilvægu framkvæmdaaðilar réttarfars ogréttlætis, hefðu samfélagið í gíslingu þeirrar þöggunar, sem leiðar af slíkumsiðareglum.

Nú er svo komið að nánastdaglega er fjallað um alvarleg siðferðisbrot, ósannyndi og beinan óheiðarleika,í flestum fjölmiðlum og vefmiðlum, án þess að slíkt veki athygli eða áberandiandúð almennings. Gagnrýni á  aðopinberir aðilar temji sér slíka framgöngu siðleysis, ósannynda ogóheiðarleika, vekur tiltölulga litla athygli og fæst oftast ekki tekin tilumfjöllunar í þeim fjölmiðlum sem mestrar athygli njóta.

Hugsanlega er það ein afástæðunum þess að menn fara sífellt minna í felur með slík afbrot. Þeir vitasem er að fræðasamfélagið gagnrýnir þá ekki opinberlega fyrir slíkanóheiðarleika. Eina gagnrýnin sem heyrist er frá okkur, almenning í þessusamfélagi, sem hvorki fræðasamfélagið, stjórnkerfið né dómskerfið hlusta á eðataka mark á.  Hvað getur, viðþessar aðstæður, orðið siðrænni vitund til bjargar?

 

  


Hvers vegna milliríkjasamninga?

Þegar litið er til allra þeirra láta sem orðið hafa út af Icesave reikningum Landsbankans, er eðlilegt að spurningar vakni, eins og t. d. þessi. - Hvers vegna eru Íslensk stjórnvöld að gera milliríkjasamninga, eins og EES samninginn, þegar ákvæði slíkra samninga eru ekki nýtt þjóðfélaginu, fyrirtækjum þess og almenningi til varnar, gegn árásum og kröfum annarra samningsaðila?

Í Icesave málinu hafa Bretar og Hollendingar gert kröfur á hendur íslenskum skattgreiðendum vegna starfsemi íslensks fyrirtækis í Bretlandi og Holandi. Íslenska fyrirtækið Landsbankinn hf. rak sjálfstæðar bankadeildir í Bretlandi og einnig í Hollandi.

Samkvæmt afar skýrum ákvæðum í 1. grein EES samningsins, bar t. d. Breskum stjórnvöldum að sjá til þess að rekstur Landsbankans í Bretlandi væri að ÖLLU leiti háður sömu lögum og starfsreglum og aðrar bankastofnanir í Bretlandi þurftu að fara eftir. Að starfsstöð Landsbankans var útibú skipti engu máli hvað það varðar, að verða að starfa eftir sömu lögum og reglum og aðrir bankar á sama markaðssvæði.

Á sama hátt bar Hollenskum stjórnvöldum að sjá til þess að rekstur Landsbankans í Hollandi væri að ÖLLU leiti háður sömu lögum og starfsreglum og aðrar bankastofnanir í Hollandi þurftu að fara eftir.

Hvaða reglur eru þetta?

Reglur þessar lúta að fullkomlega jafnri aðstöðu fyrirtækja í sömu starfsemi og á sama markaði. Þau þurfi ÖLL, óháð eignarhaldi, að fara eftir sömu lögum og reglum. Starfsemi ALLRA banka á sama markaðssvæði verði að vera háð eftirliti sama aðila, svo fullkomið traust ríki um að rekstur þeirra sé að ÖLLU leiti í samræmi við lög og reglur þess lands sem starfað er í. Ákvæði þessu að lútandi er að finna í e. lið 2. málsgreinar 1. greinar, Fyrsta hluta EES samningsins sem ber heitið: MARKMIÐ OG MEGINREGLUR, en þar segir svo: (Áhersluletur er sett af höfundi þessara skrifa)

"e) að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum;"

Þetta ákvæði leggur hverju aðildarríki þá skyldu á herðar, að hvert það fyrirtæki sem ætlar að starfa innan lögsögu þess, starfi undir NÁKVÆMLEGA sömu lögum, reglum og eftirliti og önnur fyrirtæki, sem starfa í sömu starfsgrein og þar með á sama markaði.

Af því leiðir, að þegar Landsbankinn tilkynnti brekum stjórnvöldum að hann ætlaði að opna útibú í London, var breskum stjórnvöldum SKYLT að sjá til þess að starfsemin færi að ÖLLU leiti fram í samræmi við lög og starfsreglur annarra bankastofnana í London.

Ekkert í framangreindum ákvæðum grunnreglna EES samningsins veitir breskum stjórnvöldum heimild til að leyfa einni bankastofnun á markaðssvæði Lundúnaborgar að starfa eftir lögum, reglum og eftirliti annars sjálfstæðs þjóðríkis. Með því móti gæti Breskt eftirlitskerfi ekki haft sama eftirlit með daglegri starfsemi þess banka, á sama hátt og þær hefðu eftirlit með öðrum bankastofnunum á sama markaðssvæði.

Á Íslandi er enginn erlendur banki. Hvorki með sjálfstætt dótturfélag eða útibú. Hér reka hins vegar erlend flugfélög söluskrifstofur, sem verða að starfa eftir íslenskum lögum og reglum, og eru háðar eftirliti íelenskra aðila um ÖLL öryggismál íslendinga í viðskiptum við þær. Á sama hátt voru hér um tíma erlendar starfsmannaleigur með útibú. Þær urðu að fara eftir íslenskum lögum, reglum og kjarasamningum, í starfsemi sinni hér á landi. Þá starfsmenn sem þær réðu hingað, urðu þær að ráða á íslenskum kjarasamningum og fara að íslenskum lögum og reglum um íslenskan vinnumarkað. Þeir gátu ekki rekið starfsemi sína eftir lögum, reglum og kjarasamningum heimalanda sinna, vegna framangreindra ákvæða EES samningsins, um jafna stöðu ALLRA aðila í sama rekstri á sama markaðssvæði.

Þessi staða jafnréttis, að hinum erlendu starfsmannaleigum bæri skylda til að starfsmenn þeirra hefðu laun og önnur starfskjör eftir Íslenskum kjarasamningum og rekstur þeirra lyti Íslenskum lögum, reglum og eftirliti, var á þeim tíma ekkert óljós í hugum forystumanna ASÍ, samtökum atvinnurekenda, stjórnvalda og Alþingis.

Starfsmannaleigur höfðu aldrei verið reknar hér áður. Þess vegna voru lög og reglur um slíka starfsemi takmörkuð. Það var þó ekki látið valda óvissu um réttarstöðuna, því með nokkuð skjótum hætti voru sett lög um slíka starfsemi. Og við þau lög voru reglugerðir settar, sem starfsmannaleigurnar urðu að fara eftir, vegna framangreindra ákvæða í EES samningnum.

Hvað veldur því að Íslensk stjórnvöld telja það sjálfsagt að erlend fyrirtæki sem hér starfa, fari að Íslenskum lögum og reglum, en þau geri ekki samskonar kröfur til annarra aðila EES samningsins? Hvers vegna gera stjórnvöld okkar nú ekki sömu kröfur til erlendra stjórnvalda innan EES samningsins, að þau erlendu fyrirtæki, sem stunda starfsemi í löndum þeirra, starfi eftir þeim lögum, reglum og eftirliti sem gildir á starfssvæði þeirra?

Ekki er um að kenna ókunnugleika um framangreind ákvæði EES samnings, þar sem Íslensk stjórnvöld og forysta ASÍ höfðu áður sýnt, í samskiptum við hinar erlendu starfsmannaleigur, að þau þekktu vel þessi ákvæði EES samningsins. Er sá möguleiki ef til vill fyrir hendi að Íslensk stjórnvöld og forysta ASÍ, séu tilbúin að líta framhjá því alvarlega broti á EES samningnum, sem Bretar og Hollendingar eru að fremja, með því að skjóta sér undan ábyrgð á tryggingum innistæðna í útibúum Landsbankans í löndum þeirra?

Já, eins og fram hefur komið var þekkingin á framangreindum ákvæðum EES samningsins til staðar hjá stjórnvöldum og ASÍ. Þeim er því ekki fært að bera við þekkingarskorti á þeim ákvæðum EES samningsins sem þarna er vísað til.

Einu haldbæru rökin sem finnast fyrir þessari framgöngu Íslenskra stjórnvalda og fylgni ASÍ við þá framgöngu, virðast vera hin sjúklega árátta Samfylkingarinnar að koma landinu inn í ESB. Samfylkingin er ráðandi afl í ríkisstjórn og virðist einnig vera það innan ASÍ.

Enginn ætti að ganga dulinn hins einbeitta ásetnings forystu Samfylkingarinnar að koma þjóðinni inn í ESB. Þar virðist engu skipta þó meirihluti landsmanna sé því andvígur. Með slíkri framgöngu yfirlýsir Samfylkingin í raun að hún vinni EKKI fyrir þjóð okkar. Önnur öfl dragi hana áfram, sem hún greinir þó ekki frá hver eru. Kannski eru það sömu öflin og þau sem hindra nú að stjórnvöld beiti þekktri þekkingu sinni, til að verjast yfirgangi Breta og Hollendinga, er þeir ganga fram með ótrúlegri hörku og skynsemislausum yfirgangi í tilraun til að láta Íslenska skattgreiðendur komandi áratuga greiða það tjón sem tryggingasjóðir innistæðna þessara þjóða varð óvéfengjanlega fyrir, vegna tapaðra innistæðna á Icesave reikningum Landsbankans.

Því miður virðist heiðarleiki vera orðinn frekar fáséður eiginleiki í stjórnmálum og viðskiptalífi þessa lands, og líklega víðar. Af þeirri ástæðu virðist lítil von til að hinn eiginlegi sannleikur þessa máls, komi nokkurn tímar fram í dagsljósið.

Gerist slíkt kraftaverk, að vitundarvakning verði meðal meirihluta þjóðarinnar, um að snúa af þeirri glötunarbraut sem brunað hefur verið eftir undanfarna þrjá áratugi, eða svo, gæti þetta samfélag átt góða möguleika á að skapa þegnum sínum ein bestu lífskjör sem í boði munu verða í þróuðum löndum á komandi áratugum.

Ef vitundarvakning verður ekki, hefur allt erfiði genginna kynslóða, til uppbyggingar sjálfstæðis samfélags okkar, með góðum lífskjörum, orðið til einskis. Framtíðin er því í okkar höndum. Í veröldinni er hvergi að finna samband þjóða, þjóðríki eða samfélag, sem tilbúið er að koma fram sem félagsmálastofnun, gagnvart samfélagi eins og okkar, sem kastað hefur frá sér gulleggi góðra lífsgæða, vegna hugleysis og hreins kjánaskapar.


Eru siðareglur fræðasamfélagsins hættulegar réttlæti og lýðræði?

 Um nokkurn tíma hef ég velt því fyrir mér hvort siðareglur hinna ýmsu stétta hins svokallaða "fræðasamfélags" geti verið ein af rótareinkennum þess siðleysis og spillingar sem hér hefur þrifist og dafnað undanfarin ár? 

Erfitt er að kynna sér siðareglur til hlítar, því margar þeirra eru óskráðar. Að eðlisþætti hefur mér verið gefinn sá hæfileiki að fá sýn á kjarnaþætti ýmissa mála. Sá eðlisþáttur hefur leitt til þess að ég skoða yfirleitt mál út frá sjónarmiði lagastoðar, réttlætis og virðingar. Niðurstöður mínar hafa þess vegna oftast ekki verið taldar umræðuhæfar. Umræður um þýðingarmikil málefni snúast því oftast um aukaatriði eða tilbúna mistúlkun á grundvallaefni hvers málefnis.

Ég fékk fyrstu snertingu við þessar óskráðu siðareglur fyrir tæpum 40 árum, þegar sýslumaður og sveitarstjórn brutu alvarlega á mannréttindum mínum og dánarbúi foreldra minna. Ég gekk á milli margra lögfræðinga í leit að hjálp, en allir voru svo uppteknir að þeir gátu ekki tekið málið að sér. Að lokum fann ég gamlan lögfræðing, sem hættur var störfum. Hann gaf sér tíma til að hlusta á mig og staðfesta að það væri mikið til í því að á mér hefði verið brotið. Þar sem hann var hættur málflutningi, leiðbeindi hann mér við að ná rétti mínum, m. a. með því að ég læsi mér til í lögum. 

Mörgum árum síðar kynntist ég afar heiðarlegum hæstaréttarlögmanni, sem greinilega var með hjartað á réttum stað. Hann gagnrýndi opinberlega vinnubrögð Hæstaréttar. Áberandi breyting varð á framkomu dómstóla í hans garð eftir það og mörg mál hans eyðilögð með hreinum útúrsnúningum. Hann sá sér ekki fært að láta mál skjólstæðinga sinna eyðileggjast svo hann skilaði inn málflutningsréttindum sinum og hætti lögmennsku.

Þegar ég fór að læra rekstrarfræði, rakst ég á sömu þöggunarreglur í þeim geira. Ég gagnrýndi oft augljóslega villandi framsetningu hagfræðinga. Afleiðing þess varð sú að til mín var sendur maður, til að leiðbeina mér um umræðuhefð á þessum vettvangi. Þegar ég sinnti þeirri leiðsögn ekki, var mér boðin vel launuð staða. Þegar kom að útfærslu á hvað í starfinu fælist, var eitt af því að ég tjáði mig ekki opinberlega um þjóðfélagsmálefni. Um þetta leiti skrifaði ég oft blaðagreinar. Ég fór því heim, hugsaði málið og skrifaði svo grein þar sem ég lét þess getið að starfskraftar mínir væru til sölu, en sannfæringin ekki.

Þau ár sem ég sinnti fjármálaráðgjöf fyrir fólk í skuldavanda, kom oft til alvarlegs ágreinings við lögmenn vegna innheimtuaðgerða. Einnig var ég oft erfiður fyrrverandi kollegum úr bankakerfinu, þar sem ég þekkti allar reglur þeirra. Ég fékk því oft að heyra að ég væri of krefjandi í framsetningu. Ég ætti ekki að gagnrýna svona beint. Undir slíkt gætu engir viðkomandi fagaðilar tekið. Ræddi ég þessi mál t. d. við framkvæmdastjóra Lögmannafélagsins, sem sagðist einungis geta rætt þetta óformlega við sína menn. Ef bein kæruatriði bærust, yrðu þau skoðuð. Slíkt bar engan árangur fyrr en afrit kærunnar var einnig sent dómsmálaráðuneyti til kynningar. Þá varð smá breyting um tíma, en bara meðan undirbúin var árás á mig og ég gerður ótrúverðugur, með aðstoð fjölmiðla.

Í skjóli hinna óskráðu siðareglna, og óvandaðra vinnubragða i fræðasamfélaginu, sem af slíkri þöggun leiðir, hefur þjóðfélagið sem heild og fjölmargir einstaklingar á margan hátt verið sviptir tekjum og tilvistargrunni. Með árunum og aukinni fjölbreytni tjáningarforma, hefur þessi þöggun orðið augljósari. Framkvæmendur óheiðarleika og óréttlætis eru einnig orðnir sér þess meðvitaðir að allt fræðasamfélagið er orðið svo siðspillt að það leitar meira segja að réttlætingu þess að fyrir Alþingi séu lögð lagafrumvörp sem augljóslega bera í sér stjórnarskrárbrot.

Augljósasta dæmið um þöggunina á afbrotum fræðasamfélagsins, er þöggunin sem ríkir um hið alvarlega lögbrot æðsta dómsstigs þjóðarinnar, Hæstaréttar, er hann án allra lagaheimilda ógilti nýverið kosningar til stjórnlagaþings. Ég ritaði Hæstarétti strax bréf, þar sem ég fór fram á að þeir endurskoðuðu ákvörðun sína, vegna skorts á lagaheimildum þeirra til að taka, beint fyrir Hæstarétt, hinar framlögðu kærur. Samkvæmt lögum ættu þær að fara til viðkomandi lögreglustjóra, þaðan fara í ákæruferli til héraðsdóms, áður en Hæstiréttur gæti tekið þær til úrskurðar. Þó bréfið væri efnislega rétt, hvað lagaforsendur varðar, og afrit af því sent fjölmiðlum, vefmiðlum og ýmsum í stjórnsýslunni, gerist ekkert.

 Á einum þeirra mörgu funda sem haldnir voru um stjórnlagaþingið, eftir úrskurð Hæstaréttar, orðaði ég þessi lögbrot réttarins. Þar talaði menntaður lögfræðingur sem hiklaust sagði frá því að í náminu væri lagt upp með að lögmenn gagnrýndu ekki beint og opinberlega vinnubrögð annarra lögmanna eða dómstóla. Þessi orð hans vöktu enga athygli, líkt og öllum fyndist sjálfsagt að þessir mikilvægu framkvæmdaaðilar réttarfars og réttlætis hefðu samfélagið í gíslingu slíkar þöggunar, sem leiðir af slíkum siðareglum. 

Nú er svo komið að svo til daglega er fjallað um alvarleg siðferðisbrot, ósannyndi og beinan óheiðarleika, í flestum fjölmiðlum og vefmiðlum. Gagnrýni á slíka framgöngu vekur tiltölulega litla athygli. Hugsanlega er það ein af ástæðunum fyrir því að menn fara sífellt minna í felur með slík afbrot. Þeir vita sem er að fræðasamfélagið gagnrýnir þá ekki opinberlega fyrir slíkan óheiðarleika. Eina gagnrýnin sem heyrist er frá okkur, almenningi í þessu samfélagi, sem hvorki fræðasamfélagið, stjórnkerfið né dómskerfið hlustar á, eða tekur mark á. Hvað getur, við þessar aðstæður, orðið siðrænni vitund til bjargar?  


Vill ÁFRAM hópurinn sigur með óheiðarleika?

Þegar horft er til þess á hvern hátt JÁ hópurinn sækist eftir fylgi við sjónarmið sín, vekur athygli hve óheiðarleiki er þar áberandi. Í þessum pistli verður sérstaklega litið til auglýsingar á bls. 7, í Fréttablaðinu í dag, föstudaginn 25. mars 2011. Þar hvetur þessi hópur fólk til kynni sér Icesave- samninginn og taki síðan upplýsta ákvörðun 9. apríl n.k. Þeirri hvatningu er ég sammála, en ekki þeim óheiðarleika sem birtist í auglýsingunni.

Sem aðaláhersla er notuð hin augljóslega falsaða uppsetningu RÚV á skoðanakönnun Capacent, þar sem sagt var að 62 % kjósenda ætluðu að segja JÁ við Icesave III. Þegar tölur könnunarinnar eru skoðaðar kemur hins vegar í ljós að þeir sem svöruðu JÁ, eru langt innan við helming þeirra sem svöruðu.

Næsti uppsláttur auglýsingarinnar er eftirfarandi: "Margir telja okkur ekki skylt að greiða Icesave- skuldina en við teljum það betri kost að samþykkja samninginn og ljúka málinu með sátt."

Það vekur athygli mína að þarna eru settar þrjár áherslur. Auglýsendur virðast ekki telja sig með þeim sem ekki telja okkur skylt að greiða Icesave. Þeir segjast því telja það betri kost að borga. Engin rök eru tiltekin er sýni af hverju það sé betri kostur að borga. Í þriðja lagi er sagt að með því að borga, þá ljúkum við málinu með sátt.

Í þessu viðhorfi auglýsenda felst fullkomin viðurkenning á því að Bretar og Hollendingar eigi kröfurétt á hendur ríkissjóði Íslands. Og í því ljósi sé best fyrir okkur að ljúka málinu með sátt. Hverjar eru svo megin forsendur þess að auglýsendur vilji gera sátt í málinu. Um það segja þeir í auglýsingunni:

"Við viljum leysa deilur með samningum og sú leið mun hafa góð áhrif á samskipti okkar við umheiminn."

Í þessu felst viðurkenning á að skattgreiðendum komandi ára beri að greiða skuld einkafyrirtækis, án þess að kröfu hafi verið lýst á hendur tryggingasjóði þess. Dálítið broslegt er að horfa til þess stærilætis sem felst í niðurlagi setningarinnar. Það er eins og umheimurinn standi á öndinni yfir því hvernig við afgreiðum þetta mál. Hann sé tilbúinn að snúa við okkur baki. Sannleikurinn er sá að einungis örlítið brot af "umheiminum" veit eitthvað um Ísland og enn minna brot af umheiminum veit eitthvað um Icesave.

Þriðja staðhæfingin í auglýsingunni er eftirfarandi: "Dómstólaleiðin er leið óvissu og áhættu. Málið mun dragast í mörg ár og niðurstaðan er í algjörri óvissu."

Þessi staðhæfing er einkar athyglisverð. Svo er að sjá sem enginn efi komist að í huga auglýsenda um að dómsmál verði rekið á hendur okkur vegna Icesave. Ekki verður betur séð en sú niðurstaða byggist fyrst og fremst á hræðslu og algjörum skorti þekkingar á EES samningnum, sem er grundvöllur samskipta okkar við ESB ríkin.

Fyrsti hluti EES samningsins hefur svipaða stöðu og stjórnarskrá okkar. Þar er að finna þær grundvallarreglur sem samningurinn og samskipti aðila skulu byggja á.

Flestum er ljóst að grundvöllur EES samningsins byggist á jafnréttishugtakinu; um jafna stöðu allra, innan sömu greinar, á sama markaði. Um það segir svo í 1. hluta samningsins um EES, eins og hann birtist í lögum nr. 2/1993, en þar segir svo í e. lið 2. töluliðar 1. gr. um það samskiptakerfi sem gilda skuli.

   "að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum;..." (Áhersluletur setti G.J.)

Þarna er beinlínis sagt að ein af grundvallarreglum EES samstarfsins sé að raska ekki samkeppni. Ekki er um það að ræða í þessum samning, að stjórnvöld hvers lands framselji stjórnunarvald innan síns lands, í hendur stjórnvalda í öðru ríki. Þess vegna er það á valdi og ábyrgð stjórnvalda í hverju ríki fyrir sig að gæta þess að jafnræði sé með öllum rekstraraðilum sömu greinar á sama markaði, sama frá hvaða landi innan samningsins hann kemur. Honum ber að fara eftir öllum sömu reglum og aðrir þurfa að hlíta.

Fram hefur komið að Bresk stjórnvöld hafi heimilað Landsbankanum að taka við innlánum í útibúi sínu í London. Breskir bankar eru þátttakendur í breska Tryggingasjóði innistæðueigenda. Í ljósi þess, sem og jafnræðisreglunnar, var breskum stjórnvöldum skylt að gæta þess að samkeppni raskist ekki. Áður en þau veittu Landsbankanum leyfi til móttöku innlána, bar þeim að sjá til þess að, útibú hans í London væri með fullgilda innistæðuvernd í Tryggingasjóði innistæðueigenda á Bretlandi, á sama hátt og aðrir bankar á sama markaðssvæði.

Samkvæmt framangreindri grundvallarreglum EES samstarfsins, máttu bresk stjórnvöld ekki gefa út heimild til útibús Landsbankans í London, til móttöku og ávöxtunar innlána, fyrr en framangreind trygging innistæðna í breskum tryggingasjóði lægi fyrir. Nema því aðeins að bresk stjórnvöld tækju sjálf áhættu af bakábyrg, fyrir jafnri stöðu innlánseigenda í útibúi Landsbankans í London, við innlánatryggingar í öðrum starfandi bönkum á sama markaðssvæði. Annað hefði verið mismunun á réttarstöðu innistæðueigenda, en það þá um leið mismunun á markaðsstöðu og röskun á samkeppni um innlán.

Í ljósi þessa, verður dómstóll sem fjalla ætti um slíkt mál að víkja afar langt frá grundvallarreglu réttlætis, til að heimila saksókn á hendur íslenska ríkinu, vegna vanefnda Breta og Hollendinga á e. lið 2. töluliðar 1. greinar grundvallarreglna EES samningsins. Samkvæmt þessu ákvæði á íslenska ríkið ekki einu sinni aðild að málinu og verður því ekki lögsótt til neinnar ábyrgðar á skuldakröfum á hendur Landsbankanum. Ekki heldur íslenski tryggingasjóðurinn.

Í fjórða og síðasta lið staðhæfingar í framangreindri auglýsingu JÁ hópsins, segir eftirfarandi: "Samþykkt samningsins styrkir lánshæfismat Íslands, erlent lánsfé fæst til uppbyggingar, hagvöxtur eykst og atvinnuleysi minnkar."

Svo mörg voru þau orð. Enginn veit enn hvaða upphæð verður til innheimtu samkvæmt samningnum um Icesave III. Enginn óháður aðili hefur verið fenginn til að sannreyna upplýsingar skilanefndar gamla Landsbankans. Þarna er á ferðinni sömu aðilar sem stöðugt færðu okkur rangar upplýsingar um stöðu bankanna, þar til þeir hrundu. Það er því afar lítil fyrirhyggja í því að taka óendurskoðaðar niðurstöður þessara aðila sem stórasannleika um hve miklar eignir komi frá búi Landsbankans til greiðslu Icesave III.

Samkvæmt samantekt AGS eru skuldir þjóðarbús okkar það miklar að til greiðslufalls horfi. Það er því afar undarleg framsetning hjá JÁ hópnum, að með því að auka við skuldir okkar og vaxtaútgjöld, munum það styrkja lánshæfismat Íslands. Slík fullyrðing flokkast nú frekar undir óábyrgan þekkingarlausan áróður, en vera hvati til endurreisnar á efnahagslífi þjóðar okkar. Hvað rekur fólk áfram í slíkri vitleysu, gegn hagsmunum þjóðar sinnar, er mér hulin ráðgáta.

Í ljósi þeirrar skuldastöðu sem þjóðarbúið er í, er það í besta falli villtur draumur áhættufíkils í fjárhættusækni, að ætla að taka meira fé að láni erlendis, meðan ekki er búið að tryggja greiðsluflæði komandi ára, vegna þeirra lána sem nú þegar eru í farvegi endurgreiðslu. Heyrst hefur að nettó gjaldeyristekjur okkar á ári, þegar búið er að greiða nauðsynlegan innflutning á matvörum, bensíni, olíum og öðrum rekstrarvörum tekjuskapandi útflutningsgreina, eigum við eftir jafnvirði eitthvað rúmra 100 milljarða króna.

Vextir af þegar veittum erlendum lánum okkar nema mörgum tugum milljarða á ári. Ef við ætlum að veita afkomendum okkar einhverja möguleika á að lifa í samræmi við tækni og þekkingu samtíma síns, verðum við að leggja okkur fram um að greiða niður þær skuldir sem núlifandi kynslóðir hafa hlaðið upp á u. þ. b. 30 ára tímabili. Ef við settum stefnuna á að komast út úr þessum skuldum á c. a. 20 árum, gæti það þýtt að við þyrftum að leggja til hliðar 50 - 70 milljarða á ári hverju, til skuldauppgjörs, fyrir utan vaxtagreiðslur.

Eins og staðan er nú í fjármálum heimsins, er útilokað að reikna með öðru en þó nokkrar vaxtahækkanir verði á komandi árum. Að vísu er einnig líklegt að raunvirði gjaldmiðla falli einnig, sem mundi lækka skuldir okkar. Því miður er einnig líklegt að verð á helstu útflutningsvörum okkar muni einnig lækka, vegna samdráttar í fjármálum, sem valda mun veltusamdrætti í flestum þjóðfélögum, hjá miklum meirihluta þegna þeirra. Fyrirsjáanlegt er því að á næstunni munum við ekki stunda mikla uppbyggingu, með auknu erlendu lánsfé, nema við ætlum að stefna þjóðinni í gjaldþrot.

Hins vegar er okkur afar mikilvægt að efla svo trúverðugleika pólitískra stjórnenda landsins, sem og trúverðugleika þingmanna, að þess sjáist greinileg merki í störfum þeirra, að þeir þekki þarfir og möguleika þjóðfélagsins og setji heildarhagsmuni framar sér- og eiginhagsmunum.

Til uppbyggingar atvinnusköpunar og aukins hagvaxtar, eigum við í raun einungis eina færa leið. Hún er sú að tryggja hér trausta samstöðu þjóðar, þings og stjórnvalda, svo erlendir aðilar sjái sér langtímahagsmuni í að leggja hér fram, í eigin áhættu, fjármuni til uppbyggingar gjaldeyrisskapandi starfsemi, sem skili tekjum í ríkiskassann.

Að lokum tek ég undir með niðurlagsorðum JÁ hópsins í auglýsingu sinni, en þau er eftirfarandi:

"Kynnum okkur málið og kjósum það sem er best fyrir land og þjóð."

Ég á sömu óskir til handa þjóð minni. Og eftir að hafa kynnt mér allar aðstæður í nútíð og næstu sýnilegu framtíð, hef ég ákveðið að segja NEI við Icesave III.  

 


Bréf til ESB

 

Íslandi 18.03 2011

Mr Herman Van Rompuy

European Council

Rue de la Loi 175

B-1048 Brussels

Kæri herra Van Rompuy

Haustið 2008 hrundi nánast allt íslenska bankakerfið (90%) á nokkrum dögum og þar með Landsbankinn og útibú hans í London og Amsterdam (Icesave-reikningarnir). Samkvæmt grundvallarreglu EES samningsins virðist jafnréttishugtakið um jafna stöðu allra á markaði vera undirstaða alls samstarfs innan Evrópusambandsins. Það kemur skýrt fram í 1. hluta samningsins um EES eins og hann birtist í íslenskum lögum nr. 2/1993 en þar segir svo í e. lið 2. töluliðar 1. gr:

 

„að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum" (Áhersluletur er bréfritara) Þarna er beinlínis sagt að ein af grundvallarreglum EES samstarfsins sé að raska ekki samkeppni.

 

Í ljósi þessa verður ekki betur séð en breskum og hollenskum stjórnvöldum hafi borið skylda til að sjá til þess að útibú Landsbanka, í London og Amsterdam, hefði fullgildar tryggingar innlána í Tryggingasjóðum innistæðueigenda í viðkomandi löndum. Annað hefði verið mismunun á markaði annars vegar í óhag fjármagnseigenda en hins vegar til hagsbóta fyrir Landsbankann.

Bretar og Hollendingar tóku Icesave einhliða úr eðlilegum farvegi réttarfars yfir í hið pólitíska umhverfi. Á þeim grundvelli krefja þeir íslenska skattgreiðendur af mikilli hörku um endurgreiðslu þeirra innlána sem tryggð áttu að vera í bresku og hollensku innistæðutryggingakerfi eins og EES reglurnar kveða skýrt á um.

Fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda voru að þau hefðu verið beitt ofríki og vildu því fara með málið fyrir dómstóla. Bretar og Hollendingar höfnuðu því en áður höfðu Bretar sett hryðjuverkalög á Ísland og Landsbankann. Bretar stöðvuðu í framhaldinu starfsemi Kaupþings-banka (Singer & Friedlander) í London og féll þá stærsta fjármálafyrirtæki Íslands.

Vegna harkalegra viðbragða Breta og Hollendinga lokaðist fyrir flæði fjármagns til og frá Íslandi. Með því voru ríkisfjármál Íslands tekin í gíslingu. Þess vegna urðu Íslendingar að samþykkja að semja um Icesave-skuldina til að fá aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Krafa AGS um þetta atriði kom fyrir samstilltan þrýsting Breta, Hollendinga og ESB-þjóðanna að gangast undir Icesave-kröfurnar.

Núverandi Icesave-samningar geta kostað okkur hálf fjárlög íslenska ríkisins. Ef neyðarlögin frá því í október 2008 verða dæmd ógild verða Icesave-kröfurnar tvöföld fjárlög ríkissjóðs. Íslenskur almenningur á erfitt með að sætta sig við að bera þessar byrðar vegna fjárglæfrastarfsemi einkabanka. Byrðar sem í raun tilheyra tryggingasjóðum Breta og Hollendinga samkvæmt grunnreglum EES um jafna samkeppnisstöðu útibúa Landsbankans í þessum löndum við aðra banka á sama markaðssvæði.

Íslenska þjóðin mun kjósa um nýjasta Icesave-samninginn þann 9. apríl næst komandi. Við höfnuðum þeim síðasta. Þess vegna finnst okkur undirrituðum áríðandi að fá svör við eftirfarandi spurningum fyrir þann tíma.

1. Hvers virði eru þríhliða samningar (Icesave samningarnir) þar sem tveir aðilar samningsins hafna eðlilegri málsmeðferð og í krafti aðstöðu sinnar neyða þriðja aðilann að samningaborði til að fjalla um málefni sem allar líkur benda til að séu uppgjörsmál Landsbankans við innistæðutryggingakerfi Breta og Hollendinga?

2. Hvers vegna var Íslendingum meinað að verja sig fyrir þar til bærum dómstólum um réttmæti krafna Breta og Hollendinga haustið 2008?

3. Í ljósi þess að Landsbankinn varð að fara eftir breskum lögum hvers vegna var honum þá heimilað að taka við innlánum áður en bankinn var búinn að tryggja sig hjá breska innistæðutryggingasjóðnum?

 

3.1 Veitti það bankanum ekki óeðlilegt forskot á markaði að vera undanskilinn þeirri kröfu?

 

3.2 Var hagur breskra neytenda ekki fyrir borð borinn með því að leyfa Landsbankanum að tryggja sig með minni kostnaði en aðrir á markaði?

 

 

3.3 Ætlar ESB að láta Breta og Hollendinga komast upp með að brjóta grunnreglur EES samningsins um jafna stöðu fyrirtækja á sama markaði ?

4 Samrýmist það stefnu ESB að þegar einkabanki verður gjaldþrota myndist krafa á skattfé almennings?

5 Er innistæðutryggingakerfi einhvers Evrópulands nógu öflugt til að standa undir falli 90% af bankakerfinu í landi sínu?

6 Hver verða viðbrögð ESB ef íslenskur almenningur hafnar nýjustu Icesave samningunum þann 9. apríl n.k?

Virðingarfyllst og með ósk um góð svör

Ásta Hafberg, háskólanemi

Baldvin Björgvinsson, raffræðingur / framhaldsskólakennari

Björn Þorri Viktorsson, hæstaréttarlögmaður

Elinborg K. Kristjánsdóttir, fyrrverandi blaðamaður, núverandi nemi

Elías Pétursson, fv. framkvæmdarstjóri

Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi ráðgjafi

Guðmundur Ásgeirsson, kerfisfræðingur

Gunnar Skúli Ármannsson, læknir

Haraldur Baldursson, tæknifræðingur

Helga Garðasdóttir, háskólanemi

Helga Þórðardóttir, kennari

Inga Björk Harðardóttir, kennari/myndlistakona

Karólína Einarsdóttir, líffræðingur og kennari

Kristbjörg Þórisdóttir, kandídatsnemi í sálfræði

Kristján Jóhann Matthíasson, fv sjómaður

Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju

Rakel Sigurgeirsdóttir, framhaldsskólakennari

Sigurjón Þórðarson, líffræðingur

Sigurlaug Ragnarsdóttir, listfræðingur

Steinar Immanúel Sörensson, hugmyndafræðingur

Þorsteinn Valur Baldvinsson Hjelm, eftirlitsmaður

Þórður Björn Sigurðsson, starfsmaður Hreyfingarinnar

 

Svör og eða spurningar skal senda til Gunnars Skúla Ármannssonar Seiðakvísl 7 110 Reykjavík Ísland gunnarsa@landspitali.is

Afrit sent til ýmissa ráðamanna ESB og EFTA, viðkomandi ráðuneyta Bretlands, Hollands og Íslands auk evrópskra fjölmiðla.  


Icesave og EES reglurnar.

Það er skoðun Breta, að vegna EES reglna, berum við fulla ábyrgð á innlánasöfnun Landsbankans á Icesave reikningana. Hver eru rökin fyrir þessu? Jú, þau eru, að vegna þess að afgreiðslustaður Landsbankans í London var útibú frá aðalbankanum í Reykjavík, þá beri aðalbankinn alla ábyrgð á útibúinu í London. En er það svo? Hvað segja grunnreglur EES samningsins um það?

Þær segja að Íslenskur banki geti stofnað útibú á Bretlandi. Til þess að gera slíkt, þarf einungis að tilkynna til breskra stjórnvalda, að fyrirhugað sé að opnuð verði bankaþjónusta í London. En þarf ekkert meira? Jú, vegna EES reglna, verða Bresk stjórnvöld að samþykkja starfsemina. En Landsbankanum ber að sjá til þess að starfsemin lúti öllum sömu reglum og aðrar bankastofnanir á sama markaði þurfa að fara eftir.

Hvers vegna er það? Hvers vegna getur ekki íslenskur banki ferið eftir íslenskum lögum og reglum í starfi útibús síns í London? Það er vegna þess að jafnræðisregla EES samningsinskveður á um að ALLIR samkeppnisaðilar, á sama markaðssvæði, skuli fara eftir sömu reglum. Þannig standi allir jafn réttháir í samkeppninni. Í pistli mínum frá 26. febrúar s. l. skrifa ég:

"Flestum er ljóst að grundvöllur EES samningsins er jafnréttishugtakið, um jafna stöðu allra á markaði. Um það segir svo í 1. hluta samningsins um EES, eins og hann birtist í lögum nr. 2/1993, en þar segir svo í e. lið 2. töluliðar 1. gr.

"að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum;..."

Þar sem áhersluletri er bætt við, er það gert af höfundi þessara skrifa. Þarna er beinlínis sagt að ein af grundvallarreglum EES samstarfsins sé að raska ekki samkeppni."

Þetta er reglan sem gerði Bretum skylt að kanna allar reglur um starfshætti þess útibús sem Landsbankinn ætlaði að opna í Bretlandi. Þeir gátu einungis veitt leyfi til opnunar útibúsins, að bankinn ætlaði að starfa eftir öllum sömu reglum og öðrum bankastofnunum var skylt að gera.

Rétt er að hafa í huga, að þegar útibúið í London var opnað, var í fyrstu ekki áformað að taka við almennum innlánum. Þess vegna var ekki gengið frá því að útibúið hefði sömu innlánatryggingar og aðrir bankar.

Síðar sækir Landsbankinn um að mega taka við innlánum í útibúi sínu í London. Bretar þurfa að veita þetta leyfi, að uppfylltum sömu skilmálum og gilda um aðra banka á markaðssvæðinu, sem taka við innlánum. Eins og framangreind jafnræðisregla EES samningsins vísar til, bar breskum stjórnvöldum að sannfærast um að útibú Landsbankans í London, hefði gilda innlánatryggingar í sama tryggingasjóði og aðrar bankastofnanir, á sama markaðssvæði. Annað hefði verið mismunun, sem brotið hefði gegn framangreindum ákvæðum jafnræðis, og þar með raskað jafnvægi í samkeppni.

Þó afgreiðslustaður Landsbankans í London, væri útibú frá Íslandi, varð það í einu og öllu að fara eftir lögum og reglum slíkra stofnana í Bretlandi. Þeir gátu ekki stundað starfsemi þar undir íslenskum lögum og reglum, frekar en erlendir aðilar geta stundað, hér á landi, viðskipti eða starfsemi undir lögum og reglum heimalands síns. Starfsemi útibús Landsbankans í London var því, frá fyrsta degi, háð öllum starfsreglum þarlendra banka. Þar með talið upplýsingum til fjármálaeftirlits Breta og eftirlits frá þeirra hendi. Nákvæmlega eins og allar aðrar bankastofnanir á sama markaðssvæði, samanber framangreinda EES reglu um jafna stöðu á markaði.

Það liggur því ljóst fyrir, að Bresk stjórnvöld gátu ekki heimilað útibúi Landsbankans í London, að taka við innlánum þar í landi, nema bankinn væri búinn að tryggja sér tilskylda aðild að tryggingasjóði innlána þar í landi. Annað hefði verið alvarleg markaðsleg mismunun, og þar með GRÓFT BROT á grunnreglum EES samningsins.

Á sama hátt BAR breska fjármálaeftirlitinu að hafa fullkomið eftirlit með allri innlánasöfnun útibús Landsbankans, á nákvæmlega sama hátt og það hafði eftirlit með innlánum annarra bankastofnana á sama markaðssvæði. Framangreind jafnræðisregla EES samningsins lagði þeim þær skyldur á herðar. Undan þeirri skyldu áttu þeir enga undankomuleið.

Þó þeir, af ótta við pólitískar afleiðingar heima fyrir, reyni að skella skuldinni á íslenska þjóð, sem enga ábyrgð ber á hugsanlegum vanefndum Breta á að uppfylla jafnræðisskyldu EES samningsins.

Bresk stjórnvöld, bera því tvímælalaust fulla bótaábyrgð, gagnvart löndum sínum, sem töpuðu innlánum sínum. FYRST OG FREMST vegna vanrækslu breskra stjórnvalda á að uppfylla grundvallarskyldur sínar um jafna stöðu samkeppnisaðila á sama markaði, samkvæmt EES reglunum hér að framan.

Hér hafa einungis verið dregin upp fáein aðalatriði varðandi fjarstæðukenndar kröfur Breta um að skattgreiðendur á Íslandi borgi tjón, sem varð á Bretlandi. Þar töpuðu fjármagnseigendur í ÞEIRRA heimalandi fjármunum, fyrst og fremst, VEGNA ÞEIRRA EIGIN TRASSASKAPAR OG EFTIRLITSLEYSIS.

Meðan EES samningnum er ekki breytt, liggur alveg klárlega fyrir að Bretar eiga ekki möguleika á lögsókn gegn Íslendingum, vegna þess tjóns sem þeir sjálfir ollu fjármagnseigendum sínum. OG, þar sem Hollendingar eru líka aðilar að EES samningnum, gilda allar sömu málsreglur um þá og þær sem raktar eru hér að framan.

Af þessu tilefni spyr ég. Hvar er heilabúið í öllum FRÁBÆRU lögfræðingunum okkar, fyrst allir þegja um þessa mikilvægu réttarstöðu okkar í Icesave- málinu ????????????????????????  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband