Færsluflokkur: Bloggar
17.3.2009 | 14:27
Hámarka þarf verðmæti úr takmörkuðum auðlindum þjóðarinnar
Líklega byggist afstaða stjórnar Jötuns á því að þeir hafi gleymt því að afrakstur fiskimiða okkar hefur frá öndverðu verið hráefni verðmætasköpunar þjóðarinnar og sú verðmætasköpun hafi einungis að hluta til farið fram með því að sjómenn veiði fisk.
Í sjálfu sér er eðlilegt að menn hafi gleymt þessu, þar sem meira en aldarfjórðungur er síðan útvegsmenn rændu fiskverkafólkið, og um leið þjóðarbúið, hluta af heildartekjum hinna unnu sjávaráfurða, sem þjóðin seldi, áður en útvegsmenn sölsuðu undir sig meginhluta verðmætis fiskimiðanna og seldu úr landi sem hráefni til fullvinnslu í útlöndum.
Við upphaf fiskveiðistjórnunar, eða á árinu 1986, varð heildarafli á Íslandsmiðum 1.651.357 tonn. Heildar söluverðmæti þessa afla varð kr. 35.468.286.000 krónur, eða sem svaraði kr. 145.569 á hvern einasta íbúa landsins. Hlutdeild sjómanna og útvegsmanna í þessari verðmætasköpun, að meðtöldum löndunum og sölum erlendis, var rétt um 52.92% eða kr. 18.770.796.000.
Það sem hér er nefnt, er einungis ein af mörgum birtingarmyndum hins rangláta fiskveiðistjórnunarkerfi, sem varð til nánast án allrar umræðu, vegna þess að útvegsmönnum tókst að skapa sér pólitískan velvilja stjórnmálamanna sem í raun voru óvitar hvað varðar þjóðarhagsmuni. Þeir leyfðu útvegsmönnum að sölsa undir sig meginhluta af hráefni fiskvinnlsunnar í landinu, til að selja það úr landi sem hráefni, til frekari úrvinnslu og neytendapakkningar í öðrum löndum.
Afleiðingarnar urðu, eins og löngu er orðið kunnugt, algjört hrun á atvinnulífi sjávarbyggðanna í kringum landið, en þar hafði fiskvinnsla víða verið 40 - 50% atvinnulífs í byggðunum, og í raun verið undirstaða margra annara atvinnugreina.
Óhjákvæmilegt er, við þá endurskipulagningu á þjóðfélagi okkar, sem nú þarf að fara fram, að tekið verði til gagngerar endurskoðunar og hámörkunar, verðmætasköpunin úr auðlindum fiskimiða okkar. Eigingirni sjómanna og útvegsmanna, sem nánast hafa einokað þessi verðmæti undanfarna áratugi, verða menn að setja niður í kassa og loka vel, svo slíkur hugsunarháttur hvíli í ró og gleymist.
Við lítum þann mann ekki mjög hýru auga, sem vill bara njóta tekna sinna SJÁLFUR, en ekki leyfa konu sinni, börnum eða öðrum fjölskyldumeðlimum að njóta heimilistekanna með sér, vegna Þess að hann sótti tekjur, vann fyrir þeim, og kom með þær inn á heimilið. Hann eigi því EINN rétt á að ráðstafa þeim að eigin vilja.
Í smækkaðri mynd er það einmitt þetta sem stjórn Jötuns er að segja, án þess að þeir geri sér fulla grein fyrir því, vegna skorts á heildarhugsun; hugsun um aðra fjölskyldumeðlimi, þ. e. þjóðfélagsþegna.
Það er eðlilegt að slík heildarhugsun sem hér er vakin athygli á, virki framandi og ókunnuglega fyrir mörgum, þar sem slík hugsun hefur ekki verið kennd í fræðslu eða uppeldismálum í nokkra áratugi. Á sama tíma hefur lífsgæðum verið haldið uppi með sífelldum erlendum lántökum, sem nú verða ekki auknar á næstunni, vegna hruns á fjármálakerfum heimsins.
Við verðum því að endurstilla þjóðfélagsmynd okkar og byggja undirstöður okkar á eigin tekjumyndun þjóðarinnar, en ekki reikna með erlendum lánveitingum til að halda uppi neyslu- eða þjónustustigi. Sá tími er liðinn.
![]() |
Vilja ekki skerða ferskfisksútflutning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 21:30
Athyglisverð leikflétta
Þetta er mjög dæmigert fyrir Sjálfstæðismenn. Þegar þeir eru í minnihluta hóta þeir meirihlutanum "umræðum", sem þeir sjálfir kalla málþóf, þegar þeir eru í meirihluta. Þegar þeir eru í meirihluta, segja þeir líka oft að minnihlutinn verði að sætta sig við að lýðræðislegur meirihluti afgreiði mál frá Alþingi. Slíkt virðist ekki eiga við þegar þeir eru í minnihluta.
Að leggja fram tillögu um að allir þættir frumvarpsins um breytingar á stjórnarskrá verði dregnir til baka, gegn því að Sjálfstæðismenn samþykki þjóðaratkvæðagreiðslu, er alveg lýsandi fyrir virðingarleysi Sjálfstæðismanna fyrir vilja þjóðarinnar. Þessi tillaga þeirra passar alveg við þá lýsingu sem ég dró fram af hroka þeirra í öðrum pistli fyrr í dag, ásamt því sem fram kemur í pistlum mínum um fyrstu stjórnarskrána.
Vonandi fer þjóðin að sjá þennan stjórnmálaflokk í réttu ljósi og setja hann til hliðar, sem öfgaflokk sérhagsmuna, eins og hann hefur réttilega opinberað sig á undanförnum áratugum.
![]() |
Geta fellt sig við þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 14:57
Sérkennileg framganga Sjálfstæðisflokksins.
Framganga Sjálfstæðismanna á Alþingi nú, verkur óneitanlega athygli. Afar lítið fer fyrir þjóðhollustu þeirra. Hins vegar virðast þeir berjast eins og óuppaldir ofvirknisjúklingar, fyrir því að fá enn að ráða öllu varðandi stjórnun þjóðfélagsins. Þó þeir hafi sýnt svo rækilega, einkanlega undanfarna mánuði, að þeir beita alls ekki styrk sínum í þágu þjóðarheildarinnar.
Framganga þeirra gegn frumvarpi til stjórnskipunarlaga er svolítið sérstök, þegar tekið er tillit til þess sem farm kemur í þessu tiltekna frumvarpi. Þar er lagt til að þjóðin eigi þær auðlindir sem ekki eru í einkaeigu, og að ekki megi selja þær eða láta þær varanlega af hendi. Þetta virðist fara sérstaklega illa í taugakerfi Sjálfstæðismanna, sem þó hafa lagt í mikinn herkostnað gegn landeigendum, í svonefndum "Þjóðlendumálum", til að ná undir ríkið sem mestu af jarðnæði landsins, með þeim auðlindum sem þar kunni að finnast.
Þarna er svo einkennileg þverstæða í rökfræði Sjálfstæðismanna að það jaðrar við geðklofa. Auðlindir þjóðarinnar sem fáeinir "vildarvinir" Flokksins arðræna og misnota, án nokkurra traustra lagaheimilda, má alls ekki kveða á um með skýrum hætti að séu, og skuli um alla framtíð vera sameign þjóðarinnar. Hins vegar eyða þeir hundruðum milljóna af fjármunum ríkisins, í greiðslur til lögfræðinga, til rökstuðnings við að ríkið (þjóðin) eigi rétt á auðlindum sem hingað til hefur verið sátt um að tilheyri eignarrétti lögbýla.
Því verður ekki neitað að það er á ákveðinn máta sorglegt að lesa um framgöngu Sjálfstæðismanna á Alþingi, allt aftur til stofnunar lýðveldis okkar á árinu 1944. Starx við gerð fyrstu stjórnarskrár lýðveldisins, gengu þeir fram af hörku til að ná öllum völdum lýðveldisins undir sinn vilja, með því að ræna völdum æðsta valdsins (forsetans/áður konungsins) inn til Alþingis, og gera þjóðina þannig háða vilja alþingismanna.
Sem stærsti stjórnmálaflokkurinn, sáu þeir auðvitað hve miklar líkur væru á því að þeir væru oftast í stjórn, en sjaldan í stjórnarandstöðu. Þeirra framganga hefur ævinlega verið með þeim hætti að þeir ávaxta ekki pund þjóðarheildarinnar. Þeirra aðalsmerki hefur ævinlega verið sérhagsmunir útvalinna fylgismanna þeirra.
Fyrstu áratugi lýðveldisins, gekk Sjálfstæðismönnum frekar illa að fá langvarandi samstarf við aðra stjórnmálaflokka, því hinir flokkarnir voru allir félagslega hugsandi. Það er því fyrst með stofnun Viðreisnarstjórnarinnar 1959, sem myndast langtímasamband, er Alþýðuflokkurinn gekk til samstarfs við Sjálfstæðismenn. Það tímabil varð 12 ár.
Segja má að Alþýðuflokki hafi tekist að koma ýmsu góðu til leiðar á þessu tímabili, en Sjálfstæðismenn unnu einnig ötullega á sínum hagsmunavetvangi. Þeir voru þá, ekki síður en nú, kolfnir í fylkingar undir kápunni. Innan Flokksins var hópur sem hafði heildarhagsmuni sem forgangsatriði, en sá hópur þynntist með árunum, þegar eldri menn viku fyrir hinum yngri, sem ekki skildu hagsmuni þjóðarheildarinnar.
Vegna allrar þessarar forsögu Sjálfstæðismanna er vel skiljanlegt hve harkalega þeir leggjast gegn setningu laga um Stjórnlagaþing, þar sem stjórnarskrá lýðveldisins verði breytt, án beinnar aðkomu Alþingis eða sjórnmálaflokkanna. Með þeirri aðferð sem nú er boðuð, er beinlínis verið að taka af þeim neitunarvald gegn breytingum stjórnarskrár, sem þeim finnast hagsmunum sínum óhagstæð. En á þessu neitunarvaldi hafa ævinlega strandað þær breytingar stjórnarskrár, sem mest þörf hefur verið á að koma í framkvæmd.
Með ákveðnum hroka tókst þeim að komast upp með, á Alþingi 1944, að telja sjálfgefið að alþingismenn væru þeir einu sem treystandi væri til að bera hagsmuni þjóðarheildarinnar fyrir brjósti. Þeir ljáðu því ekki máls, utan einstaka þingmanna þeirra, að hægt væri að treysta þeim einstakling sem þjóðin mundi kjósa fyrir forseta, til að hafa að leiðarljósi hagsmuni sem þeir gætu sætt sig við. Hvers vegna skildi það hafa verið?
Á þessum tíma voru tiltölulega fáir Íslendingar sem töldust efnaðir menn. Meginþorri þjóðarinnar var svona rétt sjálfbjarga með nauðþurftir. Mjög margir áttu sér þó þann draum að verða efnahagslega sjálfstæðir, en það var einmitt grunnhugtak Sjálfstæðisflokksins í öndverðu. Hugtak sem veiddi vel, meðan margir áttu "sjálfstæðisdrauminn" í framtíðarsýn sinni.
Þegar Sjálfstæðismenn sáu hve auðveldlega þeir gátu blekkt stóran hluta þjóðarinnar til að kjósa stefnu Flokksins, þó grundvallargildum þeirrar stefnu væri ekki framfylkt í framkvæmdinni, var eðlilegt að þeir ályktuðu sem svo að einhver snjall einstaklingur gæti blekkt þjóðina til að kjósa sig sem forseta, en koma svo í ljós, eftir kosningar, sem harður andstæðingur þeirrar sniðgöngu stefnuskrár sinnar, sem Sjálfstæðismenn hafa alla tíð stundað. Þetta var hætta sem Sjálfstæðismenn gátu ekki tekið. Þess vegna mátti forsetinn ALLS EKKI hafa óumdeild völd.
Greinilega er innri hugmydafræði um vegtyllur innan Sjálfstæðisflokksins, enn undir sömu áhrifunum. Það sýnir glöggt framganga þeirra nú í stjórnarandstöðu, eftir að hafa hrakist úr stjórnarráðinu vegna hræðslu við að takast á við spillt yfirgangsöfl í innri hring valdakerfis Flokksins.
Nú reynir því á þjóðina, hvort hún hafi þroskast nóg, til að hugsa sjálfstætt og í löngu samhengi, hvað það sé í raun sem hafi valdið því hruni sem við erum að ganga í gegnum.
![]() |
Umræðu um stjórnarskrárfrumvarp frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 10:52
Stjórnarskráin V. - Átök um æðsta valdið 1944
Í sameiginlegu nefndaráliti stjórnarskrárnefnda beggja deilda þingsins, kemur fram mikil ósamstaða og boða ýmsir nefndarmenn að þeir muni flytja breytingatillögur við meðferð málsins í þinginu.
Af nefndarálitinu má ráða að nefndarmönnum finnist ekkert hafa verið farið út fyrir ákvæði stjórnskipunarlaga frá 1942, um að engar breytingar yrðu gerðar á stjórnarskrá, aðrar en þær sem nauðsynlegar væru vegna færslu æðsta valdsins inn í landið, þ. e. a. s. valdsviði konungs, breytt í valdsvið forseta.
Athygli vekur, að þó ákvæði stjórnskipunarlaga frá 1942 sé ótvírætt, um að engu skuli breyta, að þessu sinni, í stjórnarskránni öðru en að færa æðsta valdið inn til þjóðarinnar, þá er það einmitt um þetta vald sem mestu átökin veðra, og því breytt án heimilda.
Af lestri umræðna um stjórnarskrármálið í marsmánuði 1944, virðist sem mest andstaða sé meðal Sósíalistaflokksins og Sjálfstæðisflokksins, við að fela íslenskum aðila hið æðsta vald, sem konungur hafði haft. Börðust þessir aðilar harkalega fyrir því að hrifsa þetta vald inn til Alþingis og gera forsetann eins valdalítinn og mögulegt var. Helst vildu þeir að hann yrði alveg valdalaus.
Það ákvæði sem harðast var deilt um, var hið svokallaða synjunarvald, sem framangreindir aðilar óttuðust svo mjög í höndum Íslendings. Um það sagði formaður Sósíalista eftirfarandi, við aðra umræðu í efri deild:
Synjunarvald konungs samkvæmt núgildandi stjórnarskrá hefur í reynd orðið form eitt. Síðan 1918 hefur konungur aldrei neitað lögum um staðfestingu.
Athyglisvert að þingmaður skuli líta þannig á að ákvæði stjórnarskrár séu formið eitt, hafi það ákvæði ekki verið brotið eða á það reynt í einhvern tiltekinn árafjölda. Einkennilegt viðhorf sem bendir til lítillar rökhugsunar, alla vega í þessu máli. Hins vegar kemur fram í framhaldi máls þessa manns, að hann óttast mikið, að forsetinn verði meðvitaðari en kóngur, um álit þjóðarinnar á ýmsum lagasmíðum Alþingis, og gæti því tekið upp á því að synja lögum staðfestingar, yrði hann var við mikla óánægju hjá þjóðinni með lagasmíðar Alþingis. Um þessi atriði segir hann: (Áhersluletur G. J.)
Allt öðru máli hlýtur að gegna, þegar slíkt vald er fengið í hendur innlendum þjóðhöfðingja, vald, sem hann fær beint frá þjóðinni samkvæmt frjálsri ákvörðun þjóðarinnar sjálfrar. Forseti mundi undir öllum kringumstæðum telja sig hafa siðferðilegan rétt til að synja um staðfestingu laga, ef hann teldi það málefnislega rétt og teldi sig hafa málefnalega afstöðu til þess. Ef synjunarvald forseta væri það sama og synjunarvald konungs. fengi hann raunverulega miklu meira vald en konungur hafði, og vald þingsins yrði skert frá því, sem nú er. Þess vegna hefur verið talið nauðsynlegt að breyta ákvæðinu um synjunarvaldið, þannig að lög öðlist gildi, þótt forseti synji þeim um staðfestingu.
Í þessari framsetningu þingmannsins kemur enn og aftur fram meinleg rökvilla, þegar hann segir Ef synjunarvald forseta væri það sama og synjunarvald konungs. fengi hann raunverulega miklu meira vald en konungur hafði,. Flestir ættu að sjá að valdið er hið sama, en það sem þingmaðurinn er í raun að meina, er að þegar þetta vald er komið í hendur Íslendings, sem hefur vakandi tengsl við þjóðina, er mikið erfiðara að fela aðgerðir sem eru þjóðinni erfiðar eða mótdrægar, því sá sem hefur æðsta valdið hefur daglega vitund á viðhorfi þjóðarinnar til þess sem Alþingi er að gera. Þessi nánu tengsl voru ekki til staðar þegar kongurinn var úti í Danmörku og fylgdist ekkert með daglegu viðhorfi þjóðarinnar til starfa Alþingismanna.
Í þessu máli voru flokkslínur ekki einhlítar. Þannig var Sjálfstæðismaðurinn Pétur Magnússon, lögfræðingur og bankastjóri Landsbankans, ósammála formanni sósíalista um þessi atriði, en hann sagði:
Hæstvirtur 1. þingmaður Reykvíkinga, sessunautur minn. heldur því fram, að meiri ástæða sé að fara þá leið; sem ráðgerð er á þskj. 132, fyrir það, að þjóðhöfðinginn sé í landinu og vald hans því meira en ella. --- Nú er það svo, að eftir stjórnarskrá eru forseta ætluð lík völd og konungurinn hafði, og mér skilst, að aðstaða hans verði svipuð og konungsins. Ég skal játa það, að þjóðhöfðingi, sem búsettur er í landinu, hefur betri aðstöðu til að hafa óbein áhrif, en ekki til að hafa bein pólitísk völd. Einmitt fyrir það finnst mér, að rík ástæða sé til, að lagafrumvarp, sem hann synjar staðfestingar, fái ekki gildi, fyrr en þjóðin hefur kveðið upp úrskurð sinn. Ef skerða á þau litlu völd, sem forseta eru nú ætluð, þá veit ég satt að segja ekki, hvað eftir er handa honum.
Til skýringar skal þess getið að þingskjal 132 var tillaga um að lög sem forseti synjaði staðfestingar, tækju strax gildi, en féllu úr gildi ef þjóðin hafnaði þeim. Einnig má geta þess að 1. þingmaður Reykjavíkur, sem þarna er getið, var Magnús Jónsson, Sjálfstæðisflokki, en hann gat ekki hugsað sér að forseti gæti stöðvað lagasetningu frá Alþingi, með því að vísa lagafrumvarpi sem Alþingi hafi samþykkt, til þjóðarinnar til staðfestingar eða synjunar.
Á þessum tíma var utanþingsstjórn og var dr. juris Björn Þórðarson forsætisráðherra. Hann gerði ítrekaðar tilraunir til að benda þingmönnum á að eigi væri heimilt að gera aðrar breytingar á stjórnarskránni, í það sinn sem þarna var um að ræða, en þær er beinlínis vörðuðu færslu æðsta valds þjóðarinnar frá konungi Danmerkur, til forseta Íslands. Við þessar umræður í efri deild sagði forsætisráðherra þetta: (Áhersluletur er sett af G.J.)
Ég tek hér til máls af því, að ég á nokkra hlutdeild í frumvarpinu, eins og það kom frá Neðri deild. --- Ég minnist þess ekki að hafa hlustað á jafnskýrar umræður í Nd. og er rætt var um neitunarvald forsetans, um það, að löggjafarvaldið skyldi að öllu leyti vera í höndum Alþingis. Hæstvirtur framsögumaður kveður hér hreint að orði, svo að ekki er um að villast. Synjun forseta á ekki að leiða til frestunar á gildistöku laga heldur skulu þau öðlast gildi samt sem áður og halda því, unz þjóðaratkvæðagreiðsla hefur skorið úr.
Þar sem niðurstaða stjórnarskrárnefndar varð á þessa leið, er ljóst, að löggjafarvaldið er alls ekki hjá forseta, þótt orðalag stjórnarskrárfrumvarpsins bendi til þess. Það hefði því átt að orða 1. mgr. 2. gr. öðruvísi: Alþingi fer með löggjafarvaldið, eða: Alþingi og kjósendur fara með löggjafarvaldið. Er það sökum þess, sem ég hef áður tekið fram, að lög, sem forseti hefur neitað að staðfesta, öðlast samt sem áður gildi.
Það er eðlilegt, að Alþingi fallist ekki á það ákvæði, að forsetinn hafi synjunarvald, því að það eru aðeins leifar frá einveldistímanum. En ég get ekki skilið, að algerlega þurfi að svipta hann hlutdeild í löggjafarvaldinu, þótt hann sé innlendur. Ég hefði getað skilið, að slíkt ákvæði væri lögfest, ef forseti væri óafsetjanlegur erfðaherra, sem væri þrýst inn í landið af útlendu valdi, - en að þjóðinni missýnist svo, að hún velji til forseta mann, sem gengi í berhögg við vilja Alþingis og hennar, --- því trúi ég ekki. Því að hvað er forseti, ef hann hlustar ekki eftir því, sem þjóðin meinar? Ef forseti synjar lagafrumvarpi staðfestingar, en það er samþykkt við þjóðaratkvæði, þá álít ég, að áreiðanlega væri nokkur ástæða fyrir hendi, til þess að Alþingi kærði þann forseta. En neitun forseta væri ekki órökstudd, ef frumvarpið næði ekki ríflegum meiri hluta hjá þjóðinni.
Ég get ekki komið því úr huga mér, að ef breitingatillagan verður samþykkt, þá er 26. gr. í ósamræmi við 2. gr. frumvarpsins. Mér finnst hart að trúa ekki sínum eigin þjóðhöfðingja, sem þjóðin hefur sjálf kosið, til að fara réttilega með vald sitt í fjögur ár. Ég trúi því ekki, að hæstvirt deild samþykki hina frambornu breitingatillögu við 26. gr., eins og hæstvirt Neðri deild samþykkti hana.
Neðri deild hafði fallist á rök forsætisráðherra og samþykkt þá breytingu á 26. gr. frumvarps að stjórnarskrár, að lagasamþykkt sem forsetinn neitaði að staðfesta, tæki ekki gildi fyrr en þjóðin hefði greitt um það atkvæði. Þannig fór frumvarpið til Efri deildar. Þar urðu þær umræður sem hér hefur verið vitnað til. Niðurstaða Efri deildar varð hins vegar sú að fella úr gildi breytinguna sem Neðri deild gerði og samþykkja að lagasamþykkt sem Alþingi staðfesti en forseti neitaði að staðfesta, tæki samt strax gildi, en félli úr gildi ef þjóðin hafnaði þeim.
Það sem hér hefur verið rakið er ódulið valdarán, þar sem Alþingi rænir þjóðina æðsta valdi sínu, og þar með valdinu yfir starfsháttum þingmanna. Að mínu mati er þetta mjög alvarlegt mál, sem þarf að takast á við, nú þegar heildarendurskoðun stjórnarskrár fer fram utan Alþingis. Mikilvægt er, í ljósi sögunnar, að stjórnmálamenn komi hvergi nærri gerð nýrrar stjórnarskrár, í von um að þjóðin geti aftur fengið eitthvað af þeim völdum sem Alþingi rændi frá henni við lýðveldistökuna.
Það væri hægt að skrifa langt mál um þau átök sem urðu þegar Alþingi rændi völdum forsetans. Kannski geri ég það síðar, en hér læt ég staðar numið varðandi fyrstu stjórnarskrá lýðveldisins og valdarán Alþingis.
Bloggar | Breytt 12.3.2016 kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Átta guðfræðingar rita athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag, sunnudaginn 8. mars 2009. Þar fjalla þeir um leiðir til að ná sáttum í þjóðfélagi okkar, eftir þær miklu holskeflur sem yfir hafa riðið undanfarna mánuði.
Hugmynd þeirra um einskonar "sannleiksnefnd", líkt og gert var í Suður Afríku við lok aðskilnaðarstefnunnar, er einkar athyglisverð. Fáum dylst líklega að svo mikil tortryggni ríkir í samfélaginu, að langur tími mun líða áður en eðlilegt traust getur aftur orðið milli alþýðunnar og hinna sem taka að sér stjórnunarstörf.
Þó hávaði og samstillt mótmæli hafi orðið fyrirferðarminni, er enn til staðar hin djúpa sorg og innibyrgð reiði, yfir því að á meðal okkar hafi gengið samferðafólk, sem beinlínis hafði það að markmiði að draga til sín hagsmuni sem það átti ekki, og hafði enga raunverulega getu til að eignast.
Ef þjóðin á ekki að bíða varanlegan heilsuskaða af svona hörmungum, verður að fara fram einskonar sáttagjörð, þar sem ALLUR sannleikurinn er látinn koma opinberlega fram fyrir alla þjóðina.
Um þetta er ágætlega fjallað í greininni í Morgunblaðinu á bls. 33, og kvet ég fólk til að lesa þessa grein og hugleiða efni hennar í víðu samhengi samfélags okkar, því líklega dylst faúm að óheiðarleiki í viðskiptum, hefur vaxið hröðum skrefum í þjóðfélagi okkar á síðustu tveimur áratugum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009 | 16:04
Bændasamtökin ákveða ekki verð til neytenda
Ég fæ ekki betur séð en Samkeppniseftirlitið hafi með úrskurði sínum á Bændasamtökin sýnt ótrúlegan dómgreindarskort. Ég veit ekki til þess að nein þeirra fyrirtækja sem selja landbúnaðarvörur, taki við fyrirmælum frá Bændasamtökunum um á hvaða verði þau selja afurðir sínar til neytenda.
Til áréttingar þessu langar mig að benda fólki á það sem ítrekað kom fram í fréttum s.l. haust, rétt fyrir sláturtíð, er greint var frá því að bændur væru ósáttir við að fá engar upplýsingar um hvert skilaverð yrði til þeirra, vegna þess að sláturleyfishafar væru ekki enn búnir að ákveða hvað þeir myndu greiða mikið fyrir kílóið af kjötinu.
Þá má geta þess að einungis einn aðili hefur heimild til að selja mjólk og er sá sami aðili í markaðsráðandi stöðu hvað varðar aðrar mjólkurvörur. Þessi aðili, Mjólkursamsalan, gefur út ákveðið verð sem greitt er til bænda, háð próteingæðum og fituinnihaldi mjólkurinnar sem keypt er af bændunum. Einveldi Mjólkursamsölunnar er meira að segja svo mikið, að þar á bæ er einhliða ákveðið hvað greiða skuli fyrir lítrann af þeirri mjólk sem bændur framleiða umfram sinn kvóta. Umframmjólk hefur ekki verið greidd fullu verði, þó allar afurðir sem unnar eru úr þeirri mjólk, séu seldar neytendum á fullu verði. Þarna skákar Mjólkursamsalan algjörlega í skjóli einveldisstöðu sinnar, þar sem bændur geta ekkert annað en látið hana hafa umframmjólkina, því enginn annar kaupandi er tiltækur.
Þegar horft er á verðlagsmál landbúnaðarvara, ætti flestum skynsömum mönnum að vera ljóst að bændur hafa engin tök á verðlagningu þeirra til neytenda. Af þessu er því ljóst að Samkeppniseftirlitið hefur skilið skynsemina eftir einhvers staðar, því bændur geta ekki haft samráð um þætti sem þeir hafa engin tök á.
![]() |
Ekkert ólöglegt samráð hjá BÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.3.2009 | 18:06
Verða stéttarfélögin kærð næst ? eða er einhver á undan þeim
Líklega fer að koma röðin að stéttarfélögunum að fá á sig kæru fyrir verðsamráð seldra vinnustunda félagsmanna sinna. Það væri alveg rökrétt framhald af því sem þarna er á ferðinni.
Hvort mikilvægara er fyrir neytendur að kæra það sem þarna var gert, eða að uppræta auðsjáanlegt verðsamráð olíufélaganna, svo dæmi sé tekið, skal ekki fullyrt um hér. Hitt er ljóst. Samkeppniseftirlitið sér það sem það vill sjá, en sér ekki það sem allur almenningur sér. Þá er bara spurningin. Fyrir hvern er Samkeppniseftirlitið að vinna. Er það að vinna að þjóðarheill, eða er það að vinna fyrir þau öfl sem vilja endilega flytja inn erlendar matvörur?
![]() |
Bændasamtökin telja að ekki sé um brot að ræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2009 | 11:42
Það eru einmitt svona skrif sem gera menn ótrúverðuga
Með hliðsjón af því sem Jón Sigurðsson skrifar í þessum pistli sínum, má þjóðin greinilega þakka fyrir hve stuttan tíma hann gengdi starfi Seðlabankastjóra. Annað hvort beitir hann í skrifum þessum vísvitandi ósannindum, eða að vit hans á fjármálum þjóðar er ekki boðlegt því starfi sem hann tók að sér, er hann gerðist Seðlabankastjóri.
Jón er greinilega reiður. Líklegasta skýringin á því er að með breytingum á lögum um Seðlabankann var kippt undan valdsþætti Framsóknarflokksins, að velja "sinn" fulltrúa, sem einn af þremur bankastjórum bankans. Þetta er náttúrlega gífurleg skerðing á valdsstjórnun í peningaumhverfi þjóðarinnar, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir ákveðinn hóp "vildarvina".
Það er einmitt svona óheiðarleiki í skrifum og vinnubrögðum sem þjóðin þarf að losa sig frá, til að eðlileg og heiðarleg uppbygging geti hafist, og traust skapist að nýju, til þeirra einstaklinga sem gegna munu mikilvægustu störfum við stjórnun þjóðfélagsins.
Þarna talaði greinilega gamli Framsóknarflokkurinn. Nú er vert að taka eftir viðbrögðum hinnar nýkjörnu forystu þess flokks, hvort hún tekur undir óheiðarleika og ósannindi fyrrverandi formanns flokksins, eða hvort nýja forystan vísar svona vinnubrögðum alfarið á bug.
![]() |
Hvað er faglegt við þetta?" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.2.2009 | 19:19
Að lækna sjúkdóm, eða leysa frá þrautum.
Það mikilvægasta fyrir okkur, er að átta okkur á að í heilbrigðismálum höfum við ekkert heilstætt "kerfi". Af hverju skildi ég segja þetta. Jú ég segi þetta vegna þess að ef hér væri "kerfi", sem miðaði að því að hver sem ekki er heilbrigður og leitar læknis, snúi til baka frá "kerfinu" með lausn á sínu vandamáli, í hvaða formi sem sú lausn er, og sú lausn skili honum aftur heilbrigði sínu, sé þekking og tækjabúnaður til slíks tiltækur, þá gætum við talað um "KERFI".
Þannig er þetta ekki í dag. Sá sem finnur fyrir vanlíðan og leitar á heilsugæslustöð, eða til læknis, fær eftir einhverja bið stutt viðtal við lækni. Þar lýsir hinn sjúki upplifan sinni af því sem hrjáir hann. Læknir veltir lýsingum sjúklings fyrir sér, framkvæmir kannski lauslega skoðun, og skrifar svo resept á líklegt lyf, til að minnka vanlíðnina. Með það er hinn sjúki sendur heim, án þess að fá nokkrar upplýsingar um hvað valdi vanlíðan hans.
Þegar hinn sjúki gengur út frá lækninum á heilsugæslunni, veit læknirinn jafn lítið og sjúklingurinn um hvað olli vanlíðan þess sem hjá honum var. Hann hefur engan tíma til að velta því fyrir sér. Rekstrarafkoma læknastöðvarinnar byggir á því að hver læknir skili í gegn einum sjúkling á hverjum 20 mínútum. Hann losaði sig því við hinn sjúka, og sjúkdóm hans, með því að selja honum einn skammt af framleiðslu einhvers lyfjafyrirtækis, sem hugsanlega léti hann finna minna fyrir þeim sjúkleika sem væri að grassera í líkama hans. Læknirinn hugsar ekki meira um þann sem farinn er, því nú er komið að því taka á móti næsta sjúkling, og losa sig líka við hann með einum skammti af framleiðslu einhvers lyfjafyrirtækis.
Þetta er náttúrlega ekki "heilbrigðiskerfi", heldur sölustofnun lyfjaframleiðenda.
Það sem hér að ofan er lýst, er raunveruleiki sem alltof oft blasi við, í því sem við köllum í daglegu tali "heilsugæslu". Margir fara ítrekað í svona heimsóknir til lækna, í þeirri von að hitta einhvertíman á lækni sem hafi sannan áhuga á að finna hvað valdi vanlíðan sjúklingisns, og vinni að því að finna lausn á því. Ef vandamálið sé utan þess sviðs sem hann geti sjálfur annast, sendi hann sjúklinginn til einhvers sem hann treystir til að finna orsökina fyrir vanlíðaninni.
Þegar fundið væri, undir hvaða sérsvið sjúkleiki sjúklings heyrir, er honum úthlutað sérfræðilækni á því sviði, sem haldi utan um alla læknismeðferðina, og hafi hina faglegu ábyrgð á að skila sjúklingnum aftur út í lífið, eins heilbrigðum og þekking og tækjabúnaður geta best gert.
Ef það sem lýst er hér í lokin væri óbrigðult ferli, ef leitað væri læknis, væri hægt að tala um "kerfi" í heilsugæslu. En, því miður. Ekkert "kerfi" lækninga er til í dag í heilsugæslunni.
Hins vegar eigum við aldeilis frábært viðgerðarkerfi, sérsveitir skurðstofa og gjörgæslna, sem fyllilega standast samanburð við það besta sem gerist annars staðar í veröldinni. En, því miður er greiningardeildin, þ. e. heilsugæslan, ómarkviss og nánast ónothæf til "heilsugæslu"
![]() |
Virðing þegar dauðinn nálgast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2009 | 13:53
Ingibjörg Sólrún og Davíð í sama stjörnumerki
Persónur í þessu stjörnumerki láta nú ekki hrifsa af sér þau völd sem þær hafa náð sér í. Þær láta ekki af völdum vegna álits einhverra annarra; allra síst ef beinlínis er ætlast til þess að þær geri það.
Svona er nú lífið.
![]() |
Ingibjörg býður sig fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur