Færsluflokkur: Bloggar

Óttast Sjálfstæðisflokkurinn þjóðina ?

Þeir sem muna hvaða virðingu Sjálfstæðismenn sýndu minnihlutanum á Alþingi, þann tíma sem þeir voru sjálfir í meirihluta, brosa nú góðlátlega að bægslagangi þeirra nú, þegar meirihlutaviljinn er andsnúinn vilja Sjálfstæðismanna.

En Sjálfstæðismenn eru hvorki veikgeðja né heimskir. Þeir eru hins vegar miklir meistarar í að stýra þjóðfélagsumræðum og  hvaða atriði það eru sem þjóðin er upptekin af hverju sinni. Þetta hafa þeir svo iðulega sýnt, og þannig komist hjá að athygli þjóðarinnar og umræða beinist að málefnum sem Sjálfstæðisflokknum eru andsnúnar.

Nú er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sem minnst umræða verði um öll þau mistök sem gerð voru í valdatíð Sjálfstæðisflokksins; frjálshyggjuna, einkavæðinguna og fjármálasukkið. Einnig er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að engin umræða verði um þá skemmdarstarfsemi sem unnin var á lagaumhverfi þjóðarinnar, þann tíma sem þeir sátu við völd.

Sjálfstæðismenn finna ævinlega hentuga leið til að halda umræðunni fjarri þeim málum sem þeir vilja ekki ræða. Svo er einnig nú. Þess vegna beita þeir öllum þingstyrk sínum til að halda gangandi umræðu um stjórnarskrármálið. Uppgefna ástæðan er sú að þeir séu á móti því að slík mál séu afgreidd án samþykkis Sjálfstæðismanna. Raunveruleikinn er hins vegar sá að þarna var til staðar afar heppileg leið til að halda athygli þjóðarinnar fjarri þeim málefnum sem Sjálfstæðismenn vilja EKKI ræða, nú fyrir kosningarnar.

Þeir vita sem er, að þjóðin mun ekki treysta þeim fyrir stjórnarforystu á næsta kjörtímabili og í þeirri stöðu sem flokkur þeirra er í nú, er mikilvægast að lágmarka svo sem hægt er, þann tíma sem kosningabaráttan stendur, því sú umræða getur EKKERT annað en skaðað traust og fylgi Sjálfstæðisflokksins.

Verði þeir trúir þeim viðhorfum sem hér hafa verið kynnt, finnst mér líklegast að þeir haldi Alþingi gangandi fram til 18. apríl n.k., þannig að opin pólitísk stjórnmála- og kosningaumræða standi einungis í eina viku. Sá tími ætti að duga þeim til að koma í veg fyrir vandaða málafylgni andstæðinga sinna og halda umræðunni eingöngu við fjármálaklúðrið, sem þeir geta auðveldlega kennt bönkunum um.           


mbl.is Enn langt í land eftir 36 tíma umræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar merkilegar yfirlýsingar forystu LÍÚ um kvótamálin

Í framhaldi af yfirlýsingum núverandi stjórnarflokka um kvótamálin, eftir síðustu landsfundi þeirra, er afar merkilegt að heyra og lesa ummæli LÍÚ-manna varðandi þau mál. Þeir lýsa því hiklaust yfir að stór hluti útgerða á Íslandi fari í gjaldþrot ef fyrirkomulagi við úthlutanir aflaheimilda verða endurskoðaðar. Fáein atriði eru sérstaklega athyglisverð í ummælum LÍÚ-manna.

Engann hef ég enn hitt sem telur að núverandi útgerðir fái ekki úthlutað álíka aflamagni og þær hafa verið að veiða undanfarin ár. Ljóst er því að engin tekjuskerðing verður hjá útgerðunum vegna möguleika til veiða.

Í ljósi þessa er það bersýnilega ekki við stjórnvöld að sakast þó útgerðir lendi í greiðsluvandræðum, verði af breytingum á úthlutun aflaheimilda.

LÍÚ-menn telja miklar líkur á að bankarnir fari á hausinn ef breyting verði gerð á úthlutunarreglum aflaheimilda. Athyglisvert, í ljósi þess að Alþingi hefur ALDREI heimilað sölu eða veðsetningu aflaheimildanna.  Útgerðum er úthlutað, ár hvert, ákveðnu magni veiðiréttar, án þess að um sölu eða leigu sé að ræða. Úthlutunin er einungis nýtingarréttur til veiða á ákveðnu magni fisks í fiskveiðilandhelgi okkar. Í lögunum er útgerðum heimilað að afhenda (framselja) öðrum útgerðum allt að 50% veiðiheimilda sinna, en þeim hefur ALDREI verið heimilað að taka gjald fyrir þær afhendingar (framsal).

Eðli málsins samkvæmt, þar sem stjórnvöld hvorki selja né leigja veiðiheimildirnar, er hvergi til lagagrundvöllur til þess að útgerðarmenn selji þann nytjarétt sem þeim er fenginn til afnota, ekki eignar.  Það verður hins vegar að setja stórt spurningamerki við greind, eða vilja stjórnmálamanna okkar, til þess að varðveita eðlilega meðferð og nýtingu þessarar mikilvægu auðlindar þjóðarinnar; einnar meginuppistöðu gjaldeyrisöflunar hennar.

Hafi stjórnendur lánastofnana verið svo grunnhyggnir að veita útgerðum lána með veði í eignum þjóðarinnar, er það bara enn ein vitleysan sem upp kemst um óvitaskap þeirra og óvarkárni í lánveitingum.

Slík lán hafa öll farið fram í gömlu bönkunum og getur ekki annað en orðið höfuðverkur þeirra að kljást við slík útlán, reynist þau vera utan greiðslugetu útgerða, líkt og LÍÚ-menn halda nú stíft fram. Hafi stjórnendur nýju ríkisbankanna hug á að yfirtaka ótryggð lán til útgerðarfélaga, eða lánveitingar sem eru langt umfram raunverðmæti (söluverðmæti) fasteigna þeirra og skipa, þarf slík ákvörðun að vera borin undir Alþingi og staðfest þar, þar sem með slíku er verið að taka beint veð í skatttekjum og öðrum eignum ríkissjóðs, sem Alþingi hefur eitt heimild til að skuldsetja.

Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim aðgerðum sem LÍÚ-menn segjast ætla að grípa til. Þeir virðast ekki átta sig á að ríkissjóður er í þeirri stöðu gagnvart flestum útgerðum, að geta stöðvað starfsemi þeirra með skömmum fyrirvara, vegna vanefnda á greiðslu virðisaukaskatts af kvótasölu, allt aftur til 1. janúar 1994, þegar VSK var settur á fisk. Það þarf því ekki að taka langan tíma að setja núverandi útgerðarmenn til hliðar, og afhenda nýjum aðilum bæði skip og kvóta, til tekjuöflunar fyrir þjóðfélagið .               


Sjálfstæðismenn börðust líka gegn lýðræðinu þegar Lýðveldið var stofnað

Þeir sem kynna sér framgöngu Sjálfstæðismanna við stofnun Lýðveldis á Íslandi; hvernig þeir náðu mikilvægum völdum frá þjóðinni, ættu ekki að vera hissa á ósvífni þeirra nú, gegn eðlilegri framgöngu lýðræðislega tekinnar ákvörðunar.

Engum vafa er undirorpið að það sé vilji mikils meirihluta þjóðarinnar, að gerðar verði gagngerar breytingar á stjórnarskrá okkar. Engum vafa er heldur undirorpið að mikill meirihluti þjóðarinnar vill að aðrir en stjórnmálamenn beri hitann og þungann af því að endursemja stjórnarskrána.

Það eina sem lesið verður út úr hamagangi Sjálfstæðismanna nú, er að þeir telja fullvíst að þjóðin muni taka aftur til sín þau völd sem Sjálfstæðismenn rændu hana við stofnun Lýðveldisins á sínum tíma. Þessi hræðsla er skiljanleg, en sýnir engu að síður afar litla virðingu þessa stjórnmálaflokks fyrir lýðræðislegum vilja, sé sá vilji andsnúinn hagsmunum máttarstólpa Flokks þeirra.

Afar holur er hljómur Sjálfstæðismanna um að það þurfi meiri tíma til að ræða boðaðar stjórnarskrárbreytingar, þegar þess er gætt að ÞEIR SJÁLFIR, stóðu að eyðileggingu atvinnulífs á landsbyggðinni, með setningu laganna um fiskveiðistjórnun. Engin umræða fór fram um þær breytingar og voru mikilvægustu eyðileggingarþættir þeirra laga látin fara hraðferð í gegnum þingið á næturfundum, undir lok þingstarfa að vori.

Hvers vegna tala fjölmiðlar ekki við Sjálfstæðismenn eins og fullorðið fólk, og leggi fyrir þá gagngerar spurningar um fyrri virðingu þeirra fyrir lýðræði og vandaðri umræðu, sem undanfara mikilvægra ákvarðana?               


mbl.is Rætt um stjórnarskrá til klukkan 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samninganefndir hafa ekkert ákvörðunarvald

Vegna þess að samninganefndir hafa  ekkert ákvörðunarvald, taka samningsniðurstöður þeirra  ekki gildi fyrr en eftir að lögleg kosning í stéttarfélagi hefur samþykkt tillögur samninganefnda. Þegar tillaga samninganefndar hefur verið samþykkt, lýkur starfstíma nefndarinnar og umboði hennar gagnvart þeim samning sem stéttarfélag hefur samþykkt.  

Samninganefnd getur því ekki með neinu móti raskað niðurstöðu  kjarasamnings sem staðfestur hefur verið með löglegri kosningu í stéttarfélagi.       


mbl.is Óska eftir lögfræðiáliti á frestun samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem fjármagna þessa vitleysu hafa greinilega ekkert lært

Það er nú í raun ósanngjarnt að ætlast til að menn sýni meiri skynsemi en þeir a hafa til að bera.                
mbl.is Reisa 95 leiguíbúðir fyrir aldraða í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegur hugsunarháttur þarna á ferð

Svo lengi sem ég man eftir, hefur ævinlega verið sagt að lög gildi EKKI aftur fyrir sig. Iðulega hefur verið til þessa vitnað þegar sett hafa verið lög til hagsbóta fyrir sjúka eða aðra afskipta minnihlutahópa. Þá hefur aldrei verið hægt að greiða bætur lengra aftur en til þess tíma sem lögin voru samþykkt.

Þess vegna kemur mér einkennilega fyrir sjónir að þeir sem brotið hafa þau lög sem voru í gildi, þegar brotið var framið, teljist ekki þurfa að taka út refsingu fyrir brot sitt, vegna þess að LÖNGU eftir að brotið var framið, var lögunum breytt þannig, að frá þeim tíma sem lögunum var breytt, var heimilt að gera það sem áður var lögbrot.

Þessi rökfræði er svo fáheyrð heimska að sú þjóð sem beitir slíkri rökfræði getur vart gert tilkall til að flokkast sem VEL MENNTUÐ ÞJÓÐ. Ótvírætt myndi sú þjóð flokkast með afar lága siðferðisvitund og enga skynjun hafa á hugtakinu "réttlætiskennd".

Við getum svo velt fyrir okkur heimild stjórnvalda til sjálfstæðrar breytingar á áhættustýringu sjálfstæðra lífeyrissjóða. Stjórnvöld hafa ENGA stjórnunarlega aðkomu að starfsemi lífeyrissjóða, og þar með ENGA heimild til lagabreytinga um aukningu áhættuþátta við ávöxtunarstýringu þess fjármagns sem sjóðsfélagar eiga í sjóðunum.

               


mbl.is Ræddu ekki um afnám refsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve mikið seldu þeir ?

Það er náttúrlega aldrei til bóta að einhverjir hætti sölu á vörum okkar. Viðbrögðin við slíku hljóta alltaf að ráðast af því hver hlutdeild þess fyrirtækis er í sölu á útflutningsvörum okkar. Mun það verða merkjanlegt í heildarverðmæti útflutnings, að t. d. þetta fyrirtæki hættir sölu? Mun önnur söluaukning gera meira en að dekka það verðmæti sem sala þeirra var?

Marga þætti vantar inn í þessa frétt svo hægt sé að mynda sér einhverja skoðun á því hvort þetta er í raun og veru frétt, eða hvort hér er á ferðinni vanhugsað áróðursbragð, án alls slagkrafts.              


mbl.is Hætta að kynna íslenskar vörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin ákvæði í lögum um að vextir lánastofnana séu jafnir stýrivöxtum Seðlabanka

Ákvörðun lánastofnana um vexti á útlánum er að öllu leiti ótengd ákvörðunum Seðlabanka um stýrivexti, enda eru lánastofnanir EKKI að lána út fé sem þær hafa tekið að láni hjá Seðlabanka.

Engin lánastofnun á landinu hefur rökrænar forsendur fyrir því að hafa hæstu útlánavexti nú hærri en 8%, miðað við c. a. 3% vaxtaálag.  Engin sú spenna er nú á útlánamarkaði að ástæða sé til þess vaxtaokurs sem hér viðgengst.

Það er með öllu óskiljanlegt að stjórnvöld skuli ekki vera búin að gefa ríkisbönkunum  skýr fyrirmæli um hraða lækkun vaxta, því forsendur verðmætasköpunar eru ekki fyrir hendi í þessu landi með eins háa útlánavexti og hér eru við lýði.

Engar gildar afsakanir eru til fyrir því að lækka ekki útlánavexti STRAX.                    


mbl.is Nýi Kaupþing lækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirtækin sjálf greiða EKKERT til lífeyrissjóðanna

Í þessari frétt virðist Vilhjálmur halda fram fullyrðingu sem hann á að vita að er kolröng. Allar greiðslur sem til lífeyrissjóða fara eru hluta af launakjörum starfsmanns. Ekkert framlag atvinnurekenda er greitt til lífeyrissjóða.

Samtök atvinnurekenda hafa lengst af verið afar hjákátlegur hópur, sem virðist eiga erfitt með að skapa sér, af eigin verðleikum, velvilja og virðingu meðal þjóðarinnar. Eitt skýrasta dæmið um þetta er krafa þeirra um að skipa stjórnarmenn í lífeyrissjóðina, þó engin uppsöfnun fari þar fram undir nafni þeirra eða kennitölu.

Starx við upphaf lífeyrissparnaðar, var ljóst að launafólk yrði að fara milliveg að því 10% marki sem sett var sem skyldugreiðsla til söfnunar lífeyrisréttinda. Eins og venjulega, voru atvinnurekendur ekki reiðubúnir til að fallast á eðlilegar launahækkanir. Millilending varð því sú að launafólk gaf eftir 6% af kröfu um beint reiknuð laun, en í stað þess greiddi atvinnurekandinn, í nafni launamannsins, þessi 6% til þess lífeyrissjóðs sem starfsmaðurinn tilheyrði.

Staðreyndir eru þær, að ENGAR eignauppsafnanir eru í lífeyrissjóðum landsmanna undir nafni neins atvinnurekanda. Allar eignir lífeyrissjóðanna eru tengdar nafni launafólks. Atvinnurekendur hafa því engan rétt til setu í stjórnum söfnunarsjóða lífeyrisréttinda launafólks; og þeir hafa ALDREI haft neinn rétt til stjórnarsetu þar.

Í ljósi þessa segir ég við Vilhjálm okkar blessaðann. Gerðu þig ekki að meiri kjána í augum almennings en nauðsyn krefur. EF atvinnurekendur EIGA innistæðu í einhverjum lífeyrissjóðum launafólks, væri gagnlegt að fá upplýsingar um nafn þeirra sjóða.            


mbl.is Hugmynd um lífeyrissjóði án fulltrúa SA ótæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki eðlilegt lýðræði ?

Það vakti athygli mína við lestur alls sem sagt var og skrifað á Alþingi í sambandi við setningu fyrstu stjórnarskrár Lýðveldis okkar, hve Sjálfstæðismenn voru andvígir því að þjóðin hefði beina aðkomu að gagnrýni á störf Alþingis, í gegnum það ákvæði að forseti hafni undirritun laga og vísi þeim þar með til þjóðarinnar.

Engu var líkara en Sjálfstæðismenn teldu sig þurfa sérstaklega á því að halda að eðlilegur lýðræðislegur vilji þjóðarinnar gæti ekki stöðvað ætlunarverk þeirra við lagasetningu. Marg oft kom fram að þeir treystu ekki á að forsetinn færi að öllu eftir vilja þeirra, þess vegna væru sterkar líkur á að hann tæki vilja þjóðarinnar fram yfir vilja Sjálfstæðismanna og neitaði um staðfestingu laga. Af þessum ástæðum kröfðust Sjálfstæðismenn þeirrar þverstæðu í upphaflegu stjórnarskránni, að lagafrumvarp sem Alþingi samþykkti, yrði að lögum þó forsetinn staðfesti þau ekki, en féllu úr gildi ef þjóðin hafnaði þeim. 

Á þeim tíma sem leið, frá samþykkt lagafrumvarps á Alþingi, þangað til búið var að halda þjóðarakvæðagreiðslu um þau, gat hin umrædda lagasetning verið búin að vinna allan þann skaða sem af slíkum lögum yrði; sem þá yrði ekki bættur því lögin voru í gildi á þeim tíma sem skaðinn varð.

Nú eru Sjálfstæðismenn drulluhræddir um að eðlileg og réttlát stjórnarskrá verði samin af stjórnlagaþingi, án þess að þeir geti beitt sinni alkunnu frekju og klækjabrögðum til að ná fram vilja sínum. Þetta má vel merkja af gjammi stuttbuxnaliðsins, sem einróma gjammar flokkshollustuna af álíka eldmóð og öfgatrúarhópar eru sakaðir um að  boða trúarrit sín.

Berið þið saman eldmóðinn í trúarboðskap gjammaranna hjá Sjálfstæðismönnum og ofsatrúarhópa múslima, gyðinga, eða annara trúarhópa. Sjáið hvað einstrengisnhátturinn er líkur.       

 


mbl.is Tekist á um stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband