Færsluflokkur: Bloggar
27.8.2008 | 17:08
Enn ein staðfestingin á dómgreindarleysi þingmanna
Það er því miður að verða vonlítið að þingmenn verði öðrum til fyrirmyndar í umgengni um fjárreiður ríkisins. SLÍKUR HROKI OG HEIMSKA, sem birtist í því atferli þingamnna sem þarna er lýst, væri líklegast næg ástæða til útskúfunar í flestum siðferðislega meðvituðum samfélögum.
Þessi framkoma sýnir glögglega hversu nákvæmlega sama þingmönnum okkar er um álit almennings; eða þeir eru þegar orðnir það siðspilltir að þeim finnist allt í lagi að láta skattgreiðendur borga fyrir sig gistingu, í sama bæjarfélagi og heimili þeirra er.
Er hægt að komast lægra í dómgreindarleysi???????
![]() |
Gisting á kostnað skattgreiðenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2008 | 10:28
Óttast að þekkjast en samt er birt af henni mynd
Undarlegt ósamræmi í þessari frétt. Stúlkan óttast að þekkjast og það hafi afleiðingar í heimalandi hennar. En samt ákveður blaðið að birta mynd af henni, þar sem hún er vel þekkjanleg.
Sé saga hennar sönn, vona ég að hún fái hér hæli og að þessi kjánalega framganga blaðamannsins verði henni ekki til tjóns eða skaða.
![]() |
Þarf ekki peninga heldur vernd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2008 | 10:13
Til hamingju strákar og til hamingju með STRÁKANA OKKAR.
Það er búið að vera ynislegt að fylgjast með strákunum okkar á þessum Ólimpíuleikum. Einstaklega vel samstilltur hópur, með afar litla sálræna pressu frá þjóðinni á bakinu, vann hvert afrekið á fætur öðru, svo stærstu fjölmiðlar heims horfðu á með undrun.
Þetta var meira en íslenska þjóðin þoldi. Í miklum flýti var hrúgað upp mikilli andlegri pressu og sett á bak strákanna að þeir yrðu að vinna gullið. Eins og þjóðinni er lagið, var ekki seinna vænna að fagna sigrinum, en byrja daginn áður en leikurinn átti að fara fram. Og þjóðin hafði mikinn viðbúnað til að verða vitni að sigrinum sem hún var þegar farin að fagna.
Þessa aðferðarfræði hefur þjóðin margreynt áður og ævinlega orðið fyrir vonbrigðum. Mér skilst að Óli Stef. hafi reynt að koma því til skila, að þeir stilltu væntingar og spennu í hóf en byggðu upp innra með sér, hver og einn, hljóða sýn af því markmiði sem þeir sameiginlega stefndu að.
Enginn veit hverju það hefði skilað ef þjóðin hefði fagnað velgengni strákanna okkar hljóð og bljú, og í hljóðri bæn beðið þess að þeim entist einbeiting og kraftur til að sigra erfiðasta andstæðing allrar keppninnar.
EN, við stóðumst ekki þessa spennu. Við sáum okkur tækifæri til að stökkva út í spennufíknilaugina í miðri lokakeppninni og búa til heljarmikinn bakpoka með andlegri spennu, fyrir strákana okkar að bera á bakinu í viðureigninni við erfiðasta andstæðing allrar keppninnar.
En þrátt fyrir að þjóðin hafi gert þeim ómögulegt að sigra þennan síðasta leik, þá hafa þeir unnið alveg einstakt afrek á þessum ólimpíuleikum og eiga svo sannarlega skilið höfðinglega móttöku þegar þeir koma heim.
Vonandi lærir þjóðin fljótt að fagna ekki sigri í miðjum leik.
![]() |
Ísland í 2. sæti á ÓL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í þessu tilfelli á umhverfisráðherra ekkert val. Framkvæmdastjórinn brást skyldum sínum. Valið er framkvæmdastjórans, að segja upp og hverfa frá starfi, eða verða rekinn úr starfi fyrir augljósa yfirhylmingu með alvarlegu broti á lögum.
Augljóst, ekki satt?
![]() |
Stóð 40 tonna bíla að utanvegarakstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.7.2008 | 16:13
Þeir eru greinilega fyrst og fremst á höttum eftir athygli fjölmiðla
![]() |
Mótmæli við Grundartanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
16.7.2008 | 12:33
Auglýsa þeir opið starfssvæði fyrir glæpamenn???
Af fregnum þess að Landspítali geti ekki greitt rekstrarkostnað sinn vegna fjárskorts, samhliða opinberun þess að einungis 7 vaktteymi (14 lögreglumenn) séu á vakt á öllu höfuðborgarsvæðinu, er afar augljóst að stjórnvöld hafa hvorki áhuga fyrir að vernda líkamlega heilsu fólksins eða að forða því frá innbrotum, ofbeldi eða slysum.
Það siðferði stjórnmálamanna sem birtist í framangreindum atriðum er af svo lágu plani að í siðvitund þeirra virðist ekki örla fyrir raunhæfum vilja til að vernda heilsu, líf og heimili þeirra sem borga þeim launin. Það virðist ekki skorta peninga þegar stjórnmálamenn vilja kaupa sér aðgang að sýndarmennsku samtryggingar sérhagsmuna, eða ausa fé í hreinan óþarfa. Í þeim potti eru margir þættir en líklega er fjárausturinn í að kaupa sér atkvæði að setu í Öryggisráðinu ein af vitlausustu fjárfestingu fram til þessa.
Meðan hundruðum, ef ekki þúsundum, milljóna er varið til að fá að sitja við borð Öryggisráðsins í tvö ár, höfum við svo litla þekkingu á hernaðarmálum að á því sviði erum við algjörir óvitar. Þá er siðferðisvitund okkar og vitund um viðurkennd mannréttindi Sameinuðu þjóðanna, á það lágu stigi þekkingar að við erum stöðugt að fá staðfestingar á að hvorki dómstólar okkar eða stjórnvöld, hafa sama skilning á mannréttindum og viðurkennd eru af eftirlitsstofnunum Sameinuðu þjóðanna, þ. e. Mannréttindadómstólnum og Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna.
Það virðist orðið augljóst að núverandi stjórnmálamenn okkar hafa hvorki vilja né getu til að sporna við því niðurbroti siðrænna gilda sem hér hefur viðgegnist undanfarin ár. Ég sé því ekki aðra leið en að fólkið í landinu rísi upp og krefjist skýrra viðhorfsbreytinga og aðgerða.
Ég mundi vilja sjá fjöldaáskorun höfuðborgarbúa þess efnis að á meðan siðferði og framkoma er á svo lágu plani sem raun er, skuli miða við að fjöldi útistarfandi lögreglumanna verði sem svarar einum manni á hverja þúsund íbúa; sem gæti þýtt u. þ. b. 50 lögreglumenn á vakt, m. v. 8 tíma vaktir.
Einnig ætti að gera kröfu til þess að allt það fé sem lögreglan innheimtir vegna umferðarlagabrota, fari til reksturs umferðaeftirlits og forvarna.
Hættum að liggja veinandi undan því þegar fólkið sem er að vinna fyrir okkur, og við borgum launin fyrir, sparkar í okkur og treður á okkur, vegna eigin metnaðar eða flokkshollustu. Rísum upp og búum til það þjóðfélag sem okkur líður vel að lifa í.
![]() |
14 lögreglumenn á vakt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.7.2008 | 23:44
Eru máttarvöldin á móti þeim???
Ég velti því fyrir mér hvort máttarvöldin sé eitthvað andsnúið framgöngu Saving Iceland hópsins. Mig minnir að þau hafi lent í roki og rigningu í fyrra og nú brestur á með roki og rigningu um leið og þau reysa tjaldbúðir sínar.
Er þetta algjör tilviljun, eða eru máttarvöldin ósammála vinnuaðferðum þeirra?
Þetta vekur umhugsun
![]() |
Styðja Saving Iceland á hljóðlátan hátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.7.2008 | 12:47
Er dómur Hæstaréttar endir þrætunnar????????????
Að sjálfsögðu væri æskilegast að dómar Hæstaréttar væru endir þrætumála og að sem flestir gætu fundið fyrir réttlæti skína út úr niðurstöðum þess dóms. Því miður hefur Hæstarétti okkar ekki tekist að skapa sér slíkt álit hjá þjóðinni. Líklega má rekja það til of margra mistaka dómara við niðurstöður deilumála, þar sem niðurstöður þeirra ganga gegn viðurkenndu siðferðislegu réttlæti, mannréttindum sem við höfum skuldbundið okkur til að virða, sem og gegn ákvæðum stjórnarskrár og einstökum lögum.
Ég geri mér grein fyrir að hér er hátt reitt til höggs, en fyrir öllum þessum atriðum eru til gögn, gefin út af Hæstarétti sjálfum. Tilvitnunaratriðin gætu verið mörg, en ég ætla að láta nægja hér að vitna til mistaka í einu máli. Vegna umræðunnar um kynferðisbrotamál, vísa ég í dóm Hæstaréttar í einu slíku.
Þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að hinn ákærði hefði brotið gegn ákæranda, en sýknaði samt hinn ákærða vegna þess að rannsókn málsins hefði dregist svo lengi hjá lögreglu og saksóknara.
Á grundvelli mannréttinda ákæranda, hafði Hæstiréttur enga heimild til að gera upptæka réttarstöðu hans til skaða- og miskabóta. Og því síður til að sýkna hinn ákærða af dómi fyrir brot sem rétturinn viðurkenndi sjálfur að hinn ákærði hefði framið.
Fyrst Hæstarétti fannst lögregla og saksóknari hafa tafið málið of lengi, hefði rétturinn eðlilega átt að dæma þessa aðila til bótagreiðslna til þolenda í málinu, í stað þess að gera upptæka réttarstöðu ákæranda og láta þann aðila sitja uppi með brotið óbætt, og um leið sýkna þann aðila sem dómurin viðurkenndi að hefði brotið gegn ákæranda.
þetta er alvarlegt klúður sem Hæstiréttur hefur ekki enn þurft að svara fyrir.
Mörg fleiri dæmi er hægt að tína til, þar sem Hæstiréttur skriplar á réttlæti og mannréttindum. Of margar niðurstöður frá Mannréttindadómstól bera slíku einnig glöggt merki; auk nýlegs álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Meðan vinnubrögð Hæstaréttar eru ekki vandaðari en raunin er nú, er engin leið að kalla niðurstöður hans endi á þrætuferli.
![]() |
Á Hæstiréttur aðeins að tjá sig í dómum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.7.2008 | 23:21
Óheiðarleikinn skín af Eldingarmönnum
Svona er einungis hægt að skrökva að fólki sem lítið eða ekkert þekkir til aðstæðna. Eldingarmenn segja hvalaskoðunarsvæðin vera frá 8 - 18 mílur út frá Reykjavík. Þetta veit ég að ekki rétt, því ég hef verið á handfærum á þessu svæði undanfarin ár. Helsta hvalaskoðunarsvæðið er svona 5 - 12 mílur út frá Reykjavík, enda komast skipin ekki yfir stærra svæði nema því aðeins að þau stoppi ekkert til að leita að, eða skoða hvali. Ferðin tekur ekki nema þrjá klukkutíma og ef skoðunarskipin færu út á 16 mílur, myndu þeir einungis hafa u. þ. b. hálfa klukkustund til að leita að og skoða hvali. Slíkt yrði skoðunarfólk ekki ánægt með.
Ég veit að þegar þessi skip eru komin 4 - 5 mílur út af Gróttu, fara þau að dóla um og leita efir hvölum. Í rólegheitum dóla þeir út undir 8 - 10 mílur, ef lítið er um hvali, en vegna stutts tíma sem hver ferð tekur, reyna þeir að fara sem styðst.
Að skrökva til að réttlæta ótuktarskap, er birtingarmynd afar sérstakra persónuleika.
Að fjölmiðlar skuli láta hafa sig að fíflum í svona málum, er fyrst og fremst sýnishorn á hve litla vandvirkni þeir leggja í umfjöllun sína og, eins og í þessu máli, leggja óheiðarlegum mönnum lið við að skrökva að fólkinu í landinu.
Áreiðanlega fá þeir að gjalda óheiðrleikans. Fróðlegt verður að sjá í hvaða mynd það gjald verður látið falla.
![]() |
Eltu hvalafangara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.7.2008 kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur