Færsluflokkur: Fjölmiðlar
27.9.2020 | 21:58
FRAMBOÐ OG ÞINGSSÆTI.
Það vakti einhverja athygli þegar ég á dögunum benti á það með innhringingu á útvarp Sögu, að samkvæmt Kosningalögum, eigi þingmaður ekki að geta farið með þingsæti sitt frá þeim lista sem hann var á er hann hlaut kosningu. Það er dálítið einkennilegt að þetta skuli vera vafaatriði, sem vekur þá spurningu um hvort form Kjörbréfa sé í fullu samræmi við kosningalög. En lítum aðeins á hvernig kosningalögin greina frá ferlinu frá framboði til úthlutunar þingsæta,
Í 30 gr. kosningalaga segir að: Þegar alþingiskosningar eiga að fara fram skulu öll framboð tilkynnt skriflega yfirkjörstjórn þeirri sem í hlut á eigi síðar en kl. 12 á hádegi 15 dögum fyrir kjördag.
Í 31. gr. segir að: Á framboðslista skulu vera nöfn tvöfalt fleiri frambjóðenda en nemur þingsætum í kjördæminu, hvorki fleiri né færri.
Í 32 gr. segir að: Hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi meðmælenda skal vera margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og talnanna 30 að lágmarki og 40 að hámarki.
Í 32. gr. segir einnig að: Með stjórnmálasamtökum er í lögum þessum átt við samtök sem bjóða eða boðið hafa fram við alþingiskosningar. Hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing meðmælenda hans um það fyrir hvaða stjórnmálasamtök listinn er boðinn fram. Allir listar, sem bornir eru fram fyrir sömu stjórnmálasamtök, eiga saman þegar jöfnunarsætum er úthlutað skv. 108. gr. Ef fyrrgreinda yfirlýsingu vantar telst listi vera sérstakt framboð.
Einnig segir í 32. gr. að: Ef sá sem ákveður framboðslista eða staðfestir hann endanlega samkvæmt reglum stjórnmálasamtaka ber fram mótmæli gegn því að listi sé í framboði fyrir þau samtök skal úrskurða að slíkur framboðslisti teljist ekki vera í framboði fyrir þau.
Hér hafa verið dregin saman nokkur meginatriði við skráningu framboðs til þingstarfa á Alþingi Íslendinga. Bent skal á að í þessum lögum er ekki gert ráð fyrir framboði einstaklinga, því einungis er tiltekið að gildir framboðslista séu einungis þeir listar sem eru með nákvæmlega tvöföldum fjölda þeirra þingmanna sem kjósa á, í viðkomandi kjördæmi. Frá upphafi Lýðveldis og til ársins 1959, var landinu skipt upp í 21 einmenningskjördæmi og sex tvímennings,kjördæmi. Á þeim tíma gat einstaklingur boðið sig fram til þingstarfa með því að fá með sér einn mann sem varaþingmann, ásamt tilskildum fjölda meðmælenda.
Breytingin árið 1959, þegar lokað var fyrir framboð einstaklinga, var því mikið meiri en bara til að stækka kjördæmin og fjölga þingmönnum í hverju kjördæmi. Stærsta breytingin varð án opinberrar umræðu eða að vakin væri á henni sérstök athygli. Það var sú breyting að loka fyrir framboð einstaklinga í eitt þingsæti. Það hefði gefið kjósendum sambærilegt tækifæri og var í einmenningskördæmum. Þar hefði í raun verið komið tækifæri fólks til að velja, að sínu mati, um hæfustu einstaklinga til þingstarfa. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið að vel greint og réttsýnt fólk vilji binda sig þeim ólýðræðislegu höftum sem stjórnmálaflokkar hafa tamið sér að starfa eftir á Alþingi. Með kjördæmabreytingunni var einstaklingsframtak í stjórnmálum afnumið. Samhliða breytingu á framboðsmálum yfir í listaframboð, varð ljóst að á tjáningarfrelsi einstaklinga yrðu settar hömlur. Stjórnendur Flokkana gerðu kröfur um að nánast eingöngu yrði starfað út frá flokkssamþykktum og fram settum reglum frá forystu í stjórnmálaflokkum. Fyrir kjördæmabreytinguna stóð kosning aðeins um einn mann, og sá sem flest atkvæði hlaut, varð þingmaður kjördæmisins.
Eftir kjördæmabreytingu var meiri óvissa um hvað fólk væri að kjósa, með atkvæði sínu í kosningum til alþingis. Fólk hafði ekki lengur fullt frelsi til að kjósa þann mann sem sóst var eftir, því enginn gat vitað hvort það væri verið að kjósa 1. 4. eða 6. mann á þeim lista, sem þá varð skylt að velja. Þar var um verulega skerðingu lýðréttinda að ræða, án þess að um slíkt hefði verið rætt opinberlega. Við þá réttindaskerðingu sem hér er lýst, bættist svo breytileg útreikniregla um vægi atkvæða, þegar einstaklingur greiðir atkvæði á kjörstað. Með engu móti er hægt að vita hvort hlutfallslegt vægi atkvæði hans er minna eða meira en í öðrum sambærilegum kjördæmum. Hvar eru t. d. heimildir stjórnarskrár fyrir því að hafa reiknireglu til innbyrðis jöfnunar milli stjórnmálaflokka? Í einstökum kjördæmum getur slík reikniregla haft breytileg áhrif eftir fjölda greiddra atkvæða í kjördæminu, sem aftur getur svo breyst vegna þess heildarfjölda atkvæða sem hver stjórnmálaflokkur fær á landsvísu.
Það eina sem er fyllilega ljóst í þessum málum, er að við breytingar stærri kjördæmi, með mismunandi fjölda þingmanna, var lýðræðisleg bein kosning þingmanna lögð niður og einstaklingum fengin heimild til að kjósa milli stjórnmálaflokka, sem algjörlega er ótengdur vilja kjósenda milli kosninga. Eins og af þessu ferli sést, þá hefur þjóðin frá árinu 1959 ekki búið við lýðræðislega kosið Alþingi. Það hefur frá þeim tíma verið fullkomlega Flokksbundið og stjórnskipulag okkar líkara fyrirkomulagi Ráðstjórn en lýðræði. Opinberlega hafa kjósendur aldrei fengið skýringar á þeirri breytingu sem ég vek þarna athygli á.
En skoðum nú nánar hvernig framkvæmdin við val þingmanna er, samkvæmt kosningalögum.
Eins og rakið er hér að framan, getur þingsæti aldrei tengst tilteknum einstakling að öðru leyti en því að hann hljóti þingsætið sem skráður í ákveðið sæti á framboðslista flokks síns. Og samkvæmt núveranndi lögum um kosningar til Alþingis, verði niðurstaðan sú, að flokkurinn fái það mikið af atkvæðum að tiltekið sæti á listanum hljóti þingsæti, fær sá maður sem það skipar úthlutað einu þingsæti flokksins. Þeim aðila er ekki úthlutað þingsæti vegna sjálfstæðs eigin framboðs, heldur vegna sætis hans á framboðslista þess stjórnmálaflokks, sem hann bauð sig fram fyrir.
Líta má á núverandi skipan þingsæta sem vinnuskyldu sem hinn kjörni þingmaður tekur að sér að vinna á vegum þess flokks sem hann bauð sig fram fyrir. Því er það svo að ef upp koma ósætti þannig að þingmaður vilji segja sig úr þingflokki og yfirgefa starfið, fer hann ekki með þingsætið með sér frekar en hvert annað starf sem hefði haft með höndum fyrir fyrirtæki eða stjórnmálaflokk. Starfið er ekki hans eign, frekar en þingsætið, sem ekki er persónulega fylgjandi honum.
Hér að framan má sjá að ekki er nóg að tiltekið nafn sé á framboðslista stjórnmálaflokka til að geta farið eitthvað á flakk með þingsætið. Persónulega yfirlýsing frá viðkomandi einstakling þarf að fylgja framboðslista þar sem hans fulla samþykki þarf að koma fram, um nafn hans og kennitala sé á viðkomandi lista þessa stjórnmálaflokks. Til að skipa það þingsæti, fái flokkurinn nægan atkvæðafjölda, þarf einnig að fylgja framboðslista, listi yfir meðmælendur með framboði þessa viðkomandi stjórnmálaflokks. Meðmælendurnir eru ekki að mæla sjálfstætt með sérhverjum einstaklingi á framboðslistanum til sjálfstæðrar þingsetu. Þeir mæla með framboðslistanum sem heild, sem framboð tiltekins stjórnmálaafls, þar sem hver frambjóðandi hefur sitt raðnúmer á listanum sem hluti væntanlegs þingflokks, þess stjórnmálaafls en ekki sjálfstætt framboð. En lítum nú á framhald kosningalaganna.
Í 33. gr. kosningalaga segir svo: Við sömu alþingiskosningar má enginn bjóða sig fram á fleiri framboðslistum en einum. Sami kjósandi má ekki mæla með fleiri en einum lista við sömu alþingiskosningar.
Þá segir svo í 35. gr. kosningalaga að: Frambjóðandi getur afturkallað samþykki sitt til framboðs fram til þess að frestur til að skila framboðum rennur út.
Þarna kemur skýrt fram að eftir að framboðsfrestur er runninn út, er viðkomandi frambjóðandi fastskráður sem tilvonandi þingmaður þess flokks sem hann bíður sig fram fyrir, fái flokkurinn næg atkvæði til að fá það þingsæti. Það vekur hins vegar athygli að hvergi í kosningalögum er fjallað um sjálfstætt framboð einstaklings. Allir framboðsmöguleikar eru með þeim hætti að frambjóðandi tekur þátt í framboði stjórnmálaflokks, með því að taka sæti á framboðslista hans. Og það er ekki fullnægjandi að skrá nafn sitt á framboðslistann. Frambjóðandinn verður að gefa út formlega yfirlýsingu til yfirkjörstjórnar, þess efnis að nafn hans sé með vitund hans og vilja á framboðslista hins viðkomandi stjórnmálaflokks.
Eins og í lögunum segir, er hverjum manni einungis heimilt að taka þátt í einu framboði í sömu Alþingiskosningunum. Það þýðir að sá maður sem skráð hefur nafn sitt á lista einhvers stjórnmálaflokks, getur með engu móti lagt fram nein gild réttindi til að fara með þingsæti sitt burt frá flokknum, þó hann vilji segja sig úr samstarfi við þann flokk sem hann bauð sig fram fyrir og var kosinn sem þingmaður þess flokks.
En hverjum er úthlutað þingsætinu?
Í grein 106 í kosningalögum er fjallað um hvernig standa skuli að úthlutun allra þingsæta. Jafnt kjördæmakjörnum, jöfnunarsætum eða þingsætum varamanna. Í kosningalögum koma engir til greina með úthlutuð þingsæti, aðrir en þeir stjórnmálaflokkar sem áttu framboðslista. Og fá þeir úthlutað þingsætum í samræmi við fjölda greiddra atkvæða. í 106. - 110. greinum kosningalaga segir svo:
Úthlutun þingsæta.
- gr.Þegar landskjörstjórn hafa borist allar skýrslur um kosningaúrslit í kjördæmum eftir almennar alþingiskosningar, sbr. 105. gr., skal hún koma saman til að úthluta þingsætum, kjördæmissætum og jöfnunarsætum. Landskjörstjórn auglýsir með hæfilegum fyrirvara hvar og hvenær hún kemur saman í þessu skyni svo að umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka, sem boðið hafa fram, sbr. 39. gr., gefist kostur á að vera þar viðstaddir.
Úthlutun kjördæmissæta.
- gr.Til þess að finna hve margir frambjóðendur hafa náð kosningu í kjördæmi af hverjum lista skal fara þannig að:
1. Deila skal í atkvæðatölur listanna með tölunum 1, 2, 3, 4 o.s.frv. Útkomutölur eru skráðar fyrir hvern lista.
2. Fyrsta kjördæmissæti fær sá listi sem hæsta útkomutölu hefur. Sú tala er síðan felld niður. Annað kjördæmissæti fær sá listi sem nú hefur hæsta útkomutölu. Þessu skal fram haldið uns úthlutað hefur verið jafnmörgum kjördæmissætum og kjósa á, sbr. 2. mgr. 8. gr.
3. Nú eru tvær eða fleiri útkomutölur jafnháar þegar að þeim kemur skv. 2. tölul. og skal þá hluta um röð þeirra.
Úthlutun jöfnunarsæta.
108. gr.
Þau stjórnmálasamtök koma ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa a.m.k. fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu.
Til þess að finna hve mörg jöfnunarsæti koma í hlut stjórnmálasamtaka, sem fullnægja skilyrðum 1. mgr., og hvaða framboðslistar þeirra hafa hlotið jöfnunarsæti skal fyrst telja saman atkvæðatölur þeirra á landinu öllu og kjördæmissæti þeirra skv. 107. gr.
Síðan skal fara þannig að fyrir þessi samtök:
1. Deila skal í atkvæðatölur samtakanna með tölu kjördæmissæta þeirra, fyrst að viðbættum 1, síðan 2, þá 3 o.s.frv. Útkomutölurnar nefnast landstölur samtakanna.
2. Taka skal saman skrá um þau tvö sæti hvers framboðslista sem næst komust því að fá úthlutun í kjördæmi skv. 107. gr. Við hvert þessara sæta skal skrá hlutfall útkomutölu sætisins skv. 1. tölul. 107. gr. af öllum gildum atkvæðum í kjördæminu.
3. Finna skal hæstu landstölu skv. 1. tölul. sem hefur ekki þegar verið felld niður. Hjá þeim stjórnmálasamtökum, sem eiga þá landstölu, skal finna hæstu hlutfallstölu lista skv. 2. tölul. og úthluta jöfnunarsæti til hans. Landstalan og hlutfallstalan skulu síðan báðar felldar niður.
4. Nú eru tvær eða fleiri lands- eða hlutfallstölur jafnháar þegar að þeim kemur skv. 3. tölul. og skal þá hluta um röð þeirra.
5. Þegar lokið hefur verið að úthluta jöfnunarsætum í hverju kjördæmi skv. 2. mgr. 8. gr. skulu hlutfallstölur allra lista í því kjördæmi felldar niður.
6. Hafi allar hlutfallstölur stjórnmálasamtaka verið numdar brott skal jafnframt fella niður allar landstölur þeirra.
7. Beita skal ákvæðum 3. tölul. svo oft sem þarf þar til lokið er úthlutun allra jöfnunarsæta, sbr. 2. mgr. 8. gr.
Jöfnunarmenn og varaþingmenn.
- gr. Frambjóðendur, sem hljóta jöfnunarsæti, teljast þingmenn þess kjördæmis þar sem þeir eru í framboði, í þeirri röð sem sætum er úthlutað eftir 108. gr.
Listi í kjördæmi, sem hlotið hefur þingmann eða þingmenn kjörna skv. 107. eða 108. gr., hefur rétt til jafnmargra varaþingmanna.
Atkvæðatala frambjóðenda.
110. gr.
Þeir frambjóðendur einir koma til álita sem þingmenn og varaþingmenn hvers framboðslista í kjördæmi er skipa efstu sæti hans, tvöfalt fleiri en komu í hlut listans samkvæmt kosningaúrslitum, sbr. 107. og 108. gr., þó aldrei færri en þrír. Þessi tala frambjóðenda kallast röðunartala listans.
Til þess að finna hverjir þessara frambjóðenda hafa náð kosningu skal landskjörstjórn reikna þeim frambjóðendum sem til álita koma skv. 1. mgr. atkvæðatölu. Frambjóðandi sem skipar 1. sæti á óbreyttum atkvæðaseðli eða er raðað í það sæti á breyttum seðli fær eitt atkvæði. Sá sem lendir með sama hætti í 2. sæti fær það brot úr atkvæði að í nefnara sé röðunartala en í teljara sú tala að frádregnum einum. Síðan lækkar teljarinn um einn við hvert sæti.
Sá frambjóðandi á hverjum lista, sem fær hæsta atkvæðatölu skv. 2. mgr., hlýtur 1. sæti listans. Sá frambjóðandi, sem fær næsthæsta atkvæðatölu, hlýtur 2. sætið og þannig koll af kolli uns lokið er úthlutun þingsæta og sæta varamanna. Nú fá tveir eða fleiri frambjóðendur jafnháa atkvæðatölu og skal þá hluta um röð þeirra á listanum.
Aðrir frambjóðendur en þeir sem koma til greina sem þingmenn og varaþingmenn skv. 1. mgr. halda þeim sætum sem þeir skipa á framboðslista án tillits til breytinga sem gerðar hafa verið á kjörseðlum.
XVII. kafli. Útgáfa kjörbréfa.
111. gr.
Þegar landskjörstjórn hefur úthlutað þingsætum skv. 107.110. gr. skal hún tafarlaust fá hinum kjörnu þingmönnum og að svo stöddu jafnmörgum varaþingmönnum kjörbréf sem samin skulu samkvæmt fyrirmynd er [ráðuneytið] 1) segir fyrir um.
Jafnskjótt og kjörbréf hafa verið afhent skal landskjörstjórn tilkynna stjórnarráðinu um úrslit kosninganna og senda nöfn hinna kjörnu þingmanna til birtingar í Stjórnartíðindum.
1)L. 162/2010, 162. gr.
112. gr.
Nú er ágreiningur milli umboðsmanna stjórnmálasamtaka, sem þátt hafa tekið í alþingiskosningum, og landskjörstjórnar um felldan úrskurð og eiga þá umboðsmenn rétt á að fá bókaðan ágreining sinn í gerðabók landskjörstjórnar. Landskjörstjórn sendir [ráðuneytinu] 1) eftirrit af gerðabók sinni um úthlutun þingsæta, svo og skýrslur þær og skilríki frá yfirkjörstjórnum sem ágreiningur kann að vera um, en [ráðuneytið] 1) leggur það fyrir Alþingi í þingbyrjun með sömu ummerkjum og það tók við því.
1)L. 162/2010, 162. gr.
113. gr.
Nú hefur Alþingi úrskurðað, eftir almennar alþingiskosningar, að kosning einhvers lista sé ógild og uppkosning hefur farið fram, sbr. 120. og 121. gr., og skal þá landskjörstjórn endurúthluta kjördæmissætum þar sem uppkosning hefur farið fram skv. 107. gr. og úthluta jöfnunarsætum að nýju skv. 108. gr. Fyrri úthlutun fellur þá úr gildi.
Af því hvernig 1. málsgrein 111. gr. er orðuð í lögunum, hef ég ákveðnar grunsemdir um að kjörbréf til Alþingis, sem gefin voru út af kjörbrefanefnd árið 2017, séu ógild, þar sem líkur benda til að þau séu ekki gefin út í samræmi við núgildandi lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Í lögunum eru það eingöngu stjórnmálaöfl sem heimild hafa til listaframboðs þingmannsefna til að hljóta kosningu til Alþingis. það hverjir hafi heimidir til framboðs. Í 2. mgr. 32. gr. kosningalaga er skýrt tekið fram að: Með stjórnmálasamtökum er í lögum þessum átt við samtök sem bjóða eða boðið hafa fram við alþingiskosningar. Enn fremur segir að: Hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing meðmælenda hans um það fyrir hvaða stjórnmálasamtök listinn er boðinn fram.
Eins og lesa má í Áliti og tillögum Kjörbréfanefndar, sem dagsett er 14. desember 2017, lítur út fyrir að kjörbréf allra aðalmanna sem kjörnir voru til setu á Alþingi, í þá nýafstöðnum Alþinigiskosningum, hafi körbréf til þingmanna Alþingis verið gefin út beint á nöfn einstakra Alþingismanna, en ekki til þeirra stjórnmálaafla sem buðu fram og áttu framboðin. Í þessari óvandvirkni kristallast mjög yfirgripsmikil óvandvirkni kjörinna fulltrúa þjóðarinnar, þar sem lagabókstafur og aðferðafræði við framkvæmd laga virðist of sjalda eiga beinlínis samleið með þeim á mikilvægum stundum. Slík óvandvirkni sem þarna er bent á virðist einnig ástæða til alvarlegrar skoðunar á því hvort þjóðin geti treyst þinmönnum til skoðunar á eigin yfirsjónum, eða hvort setja þurfi endurskoðunar og úrskurðarnefnd yfir mikilvæga starfshætti Alþingis. Set þetta hér fram til umhugsunar.
Þetta eru svona meginlínurnar í því sem ég hef um langan tíma verið að banda á, að allt frá árinu 1959 hefur verið óheimilt samkvæmt lögum að fara með þingsæti frá þeim flokki sem fékk það í lögmætum kosningum. Hér er ekki verið að draga þetta fram til að leita sökudólga vegna liðins tíma. Því miður virðist það landlægur löstur Alþingis og ríkisstjórna, að lesa afar kæruleysislega yfir lagatexta þegar slíkur texti hindrar framgang á vilja tiltekinna afla í samfélagi okkar. Það er því brýn þörf á að strjúka rykið af tilteknum texta stjórnarskrár okkar þar sem segir: Að allir skuli jafnir fyrir lögunum. Það er verðugt verkefni að ná því marki.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2020 | 19:59
VALD FORSETA: OPIÐ BRÉF TIL PRÓFESSORS BJARGAR THORARENSEN
prófessors í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands.
Reykjavík 10. júní 2020
Heil og sæl prófessor Björg!
Fyrir skömmu heyrði ég viðtal við þig, sem áður hafði komið fram í Spegli RÚV, þann 24. júní 2016. Yfirskrift viðtalsins var: Forseti getur ekki rekið ráðherra. Ég varð verulega undrandi og nánast sleginn óhug, þegar ég heyrði þig hafna 25. gr. stjórnarskrár sem marklausri, þrátt fyrir að í 25. gr. stjórnarskrár standi orðrétt að: Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.
Hvernig getur prófessor í stjórnskipunarlögum á Íslamdi fullyrt,eins og þú gerir, að forseti lýðveldisins geti ekki lagt fyrir Alþingi frumvarp, nema að ráðherra leggi það fram fyrir hann. Skýringar þínar í viðtalinu eru alls ekki sæmandi prófessor í stjórnskipunarlögum, hvað þá að vera í slíkri stöðu sem þú ert við Háskóla Íslands. Og ég velti fyrir mér, í hvaða tilgangi þú reynir að telja þjóðinni trú um að það sé forseti Íslands, sem í raun leggi fram flest öll frumvörp á Alþingi, og að hann geti ekki haft frumkvæði að því að leggja fram frumvarp.
Og til viðbótar segir þú að:
Það getur ekki gerst nema að ráðherra geri tillögu um að leggja fram slíkt frumvarp. Þessi frumvörp eru í daglegu tali nefnd stjórnarfrumvörp. Lang stærsti hluti allra frumvarpa sem eru samþykkt á Alþingi eru stjórnarfrumvörp. Þannig má segja að í lang flestum tilvikum séu það frumvörp sem forseti Íslands leggur fram sem eru í raun samþykkt á Alþingi.Stjórnarfrumvörp eru fyrst samþykkt í ríkisstjórn svo er gerð tillaga um að forseti leggi frumvarpið fram á Alþingi. Þannig að það er hann sem leggur frumvarpið fram.
Þarna fer nú prófessorinn í stjórnskipunarlögum með hrein ósannindi og þvælu, um stjórnskipunarlög. Er slíkt verulega ámælisvert, þar sem þau lög eiga í raun að vera sérsvið prófessorsins. En fullyrðingar sérfræðingsins eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Forseti Íslands leggur engin stjórnarfrumvörp fram, enda kemur hann hvergi nærri flokkspólitísku starfi, eða innri málefnum ríkisstjórna. Stjórnarfrumvörp koma ekki á borð forseta Íslands fyrr en eftir að Alþingi hefur lokið afgreiðslu þeirra og forseti tekur þau til afgreiðslu í ríkisráði. Að lokinni afgreiðslu þar, undirritar hann þau skjöl þar, og gefur þeim þar með gildi sem lög eða stjórnvaldsákvörðun.
Ég vona að ég sé ekki móðgandi þó ég fari fram á við þig að skýra fyrir mér hvernig þú færð það út að ráðherra, sé það hærra settur í stjórnskipan landsins en forseti lýðveldisins, sem þú gefur í skyn með ummælum þínum. Þú segir að forsetinn þurfi leyfi ráðherra, líklega einhvers sérstaks ráðherra, til að fá heimild hans til að, t. d. láta forseta Alþingi, leggja fyrir Alþingi frumvarp frá forseta Íslands, til lagasetningar. Ef svo væri, sem þú segir, þá væri forseti Íslands réttlægri gagnvart Alþingi en óbreyttur þingmaður, sem ekkert leyfi þarf til að leggja fyrir Alþingi frumvarp til lagasetningar.
Ég get ekki annað en leitað skýringa hjá þér á afar einkennilegri afstöðu þinni, annars vegar til valdssviða forseta, en á hinn veginn til valdsviðs ráðherra. Í fyrsta lagi segir í umræddu viðtali við þig að: megineinkenni á valdi forseta sem framkvæmdavaldshafa sé fyrst og fremst formlegt. Af þessu má ráða að þú teljir forsetan valdalausan, en teljir hann samt til valdhafa framkvæmdavalds? Eitthvað er þetta ekki að ganga eðlilega upp. Þú segir þarna að: Það séu ráðherrar sem framkvæmi vald forseta í öllu tilliti. En á sama tíma segir þú forsetann valdalausan.
Það verður ekki hjá því komist að vekja athygli þína og annarra, sem halda fram mjög alvarlegum misskilningi, varðandi eðlilega valdsþætti í lýðveldi. Afar undarlegar eru framsetningar þínar á ágætlega vel orðaðri stjórnarskrá landsins okkar. Á það jafnt við varðandi forsetaembættið, sem og embætti ráðherra ríkisstjórna. Í áðurgreindu viðtalið segir þú eftirfarandi:
Það er hins vegar alveg ótvírætt að þetta ákvæði verður að skoðast í samhengi við það hvernig þessi völd eru skilgreind. Það er ráðherra sem framkvæmir völd forseta samkvæmt 13. greininni. Og ákvarðanir geta ekki tekið gildi nema að bæði forseti og ráðherra undirriti þær. Þetta útilokar að forseti geti gert nokkuð upp á sitt eindæmi eins og til dæmis að leggja fram lagafrumvörp eða leysa forsætisráðherra frá störfum eða að framkvæma aðrar stjórnarathafnir sem tilgreindar eru í stjórnarskránni. Það verður að skoða samhengi þessara ákvæða til að skilja hvernig völd forseta virka í raun,"
Í þessari einu málsgrein hér á undan ferð prófessorinn í stjórnskipunarlögum alla vega þrisvar rangt með ákvæði stjórnarskrár og leggur rangan skilning í orð hennar og meiningu. Í fyrsta lagi segir þú að: Það er ráðherra sem framkvæmir völd forseta . Þarna er forsetinn samkævmt þinni meiningu með völd. EN lykilmeiningu 13. greinar snúið við.
Í 13. grein stjórnarskrár segir orðrétt: Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Öllum sem starfað hafa í sjálfstæðu starfi, undir yfirvaldi, vita að það er yfirvaldið sem lætur þá hafa leikreglurnar sem fara á eftir í sjálfstæðu starfi. Yfirvaldið hefur hins vegar sitt eftirlit með því að undirmenn fari að réttum leikreglum. Stjórnarskrá okkar geymir einnig slíkan eftirlitsþátt fyrir forsetann, þar sem í 16. gr. stjórnarskrár segir eftirfarandi:
16. gr. Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.
Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.
Við skulum þá hoppa yfir 17. gr. sem fjallar um ríkisstjórnarfundi (ráðherrafundi) og líta á 18. greinina en þar segir svo:
18. gr. Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.
Þarna kemur svo skýrt fram að óþarfi er fyrir skynsamt fólk að ruglast í rás og röð viðburða. Í eðlilegum málskilningi liggur það ljóst fyrir, að það er sá ráðherra sem hefur lokið úrvinnslu máls, sem vill að málið fái þa afgreiðslu í ríkisráði, sem veiti því gildi sem stjórnarráðstafanir. Til þess að svo geti orðið, undirritar hann skjölin áður en hann leggur þau fyrir forseta í ríkisráði til staðfestingar um gildistöku.
Svo er að sjá sem þú, líkt og margir aðrir sem einungis horfa á eina lagagrein úr margra greina lagabálki, sökkvið ykkur niður í eina misritun í öllum lagabálknum. Misritun sem er í andstöðu við eðlilega framgöngu þess verklags sem lagabálkurinn gengur út á. Lítum á þetta því í 19. gr. stjórnarskrár segir að:
19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.
Margir sem vilja reyna að skyggja á vald forseta, reyna að gera sér mat úr þessari augljósu misritun. Að nafn ráðherra sé nefnt á eftir nafni forseta. Það mundi þýða að völd forseta kæmu fyrst fram, þegar ráðherra hefði áritiað löggjafarmál eða stjórnarerindi með forseta. Nú er það svo að lög sem samþykkt eru á Alþingi eru send til þess ráðherra sem hafa mun löggjöfina undir höndum. Það er því ráðherra sem leggur málið fram í ríkisráði sem undirritar skjalið áður en hann leggur skjalið fyrir ríkisráð, eins og segir í 18. gr. stjórnarskrár.
Nú er það svo að lög sem samþykkt eru á Alþingi eru send til þess ráðherra sem hafa mun löggjöfina undir höndum. Það er því ráðherra sem leggur málið fram í ríkisráði, og áður en hann leggur það inn í ríkiráð, undirritar hann skjalið, eins og segir í 18. gr. stjórnarskrár.
Ef t. d. væri reynt að láta reyna á hið tiltekna atriði 19. gr. fyrir dómi, eru allar líkur á að ákvæði 19. gr. um undirritun ráðherra yrði dæmt ógilt, vegna þess sem fram kemur í 18. gr. um að ráðherra undirriti mál áður en það er lagt fyrir forseta í ríkisráði.
Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta að sinni. En að hluta til þykist ég nú skilja af hverju þér og fleiri aðilum þykir stjórnarskráin óskýr, og þá ekki hvað síst um valdsvið forseta. Þegar ég var að læra um lög, uppruna þeirra tilgang og tilvist, hefur mér alltaf verið minnisstæð orð kennarans, þegar hann var spurður um uppruna valds. Hvort uppruni valds gæti komið frá mörgum stöðum í sömu lögunum. Sagði hann svo ekki vera ef lögin væru í lagi og rakti hann það í nokkrum dæmum, sem ekki verða rakin hér.
En þetta nefni ég hér vegna þess að áður hef ég lesið undarlega framsetningu þína á í hvaða höndum æðsta vald lýðveldis okkar er. Reyndar er það eins og í öðrum lýðveldum, hjá fólkinu sjálfu, lýðnum. Lýðurinn kýs sér, beinni kosningu, einn aðila til að vera samnefnari og staðgengill æðsta valds, í reglubundnum rekstri samfélags okkar. Honum er fengið vald til að staðfesta lög Alþingis ef honum sýnast þau vera innan meirihlutavilja þjóðarinnar. Honum er einnig með ríkisráði, falið eftirlitsvald með starfsháttum ráðherranna og öðrum stjórnvöldum framkvæmdavalds, án þess að hafa önnur afskipti af en að staðfesta að farið hafi verið að settum reglum og heimildum. Sýnist svo vera, staðfestir forseti beiðni hvers ráðherra um að gefa ákvörðun eða verkefni hans gildi stjórnvalds.
Þetta er í raun allt afar einfalt í framkvæmd, ef rétt er farið með alla ferliþætti. En það getur orðið ansi flókið og rekist hvert á annars horn, ef reyna á að fara aðrar leiðir en þá réttu. Vonandi tekst án átaka að leiðrétta ranga birtingarmynd af augljósu valdssviði forseta, sem eina þjóðkjörna beina valdinu, innan stjórnskipunar Íslands.
Virðingarfyllst
Guðbjörn Jónsson, fyrrv. ráðgjafi
Fjölmiðlar | Breytt 11.6.2020 kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2019 | 15:37
Opið bréf til Dómsmálaráðherra,
Dómsmálaráðherra,
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Reykjavík 6. nóvember 2019
Vegna laga um útlendinga, nr. 80/2016, og fleira því tengt.
Ég ætla að byrja á því að játa að vegna slæmrar heilsu hjá mér, þegar umrædd útlendingalög voru til meðferðar í þinginu, las ég aldrei yfir alla þá langloku. Og síðar fórst það fyrir. Það var því ekki fyrr en í gær sem ég fór að lesa mér til í þessum lögum, í kjölfar uppþots No Border samtakanna vegna Albönsku hjónanna.
Þegar ég fór að lesa þessi lög, nr. 80/2016, og samhliða kíkja í greinargerð og umsagnir um einstakar greinar í frumvarpinu að lögunum, varð ég svo hissa að ég verð bara að leggja fram spurninguna sem hvað eftir annað kemur upp í hugann. En sú spurning er:
Hver, eða hverjir, eru höfundar að frumvarpinu að lögum nr. 80/2016 ??
Mér er það gjörsamlega óskiljanlegt hvernig það geti gerst á Alþingi Íslendinga, þar sem umtalsverður fjöldi þingmanna er lögfræðimenntað fólk, að slíkur óskapnaður sem þarna var á ferð, skildi fá að komast á dagskrá þings. Það vekur athygli þegar ferli málsins gegnum þingið er skoðað, hve efnisrýrar og ómarkvissar umræðurnar urðu. Mig undrar stórlega hve lítil vandvirkni og aðgát virðist höfð varðandi hina mikilvægu reglu stjórnarskrár, um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu íslenskra ríkisborgara. Slíkt ákvæði fyrirfinnast ekki innan gildissviðs laganna, eða í 2. gr. þeirra um Tilgang og markmið. Það er hreint eins og réttarstaða íslenskra ríkisborgara skipti engu máli en réttindi færð í hendur útlendinga, óháð því hvernig og með hvað heimild þeir koma til landsins. Af gildissviði, tilgangi og markmiði laganna, eru útlendingur sem hingað kemur alltaf í fullum kröfurétti á hendur stjórnvöldum. En hins vegar er í engu skýrt hvaðan sá kröfuréttur er upp runninn eða hvernig hann á að víkja til hliðar skyldum stjórnvalda gagnvart eigin þjóð.
Ég hef ekki enn klára að fara í gegnum öll lögin en miðað við það sem ég hef þegar séð, óska ég upplýsinga um hvernig ég get fengið rannsóknarheimild á vinnubrögðum við samningu þess frumvarps sem lagt var fyrir Alþingi. Einnig þyrfti ég heimild til frekari rannsóknar á ferli málsins í gegnum þingið en fram koma í málaskrá Alþingis. Þar gæti verið um að ræða eins og t. d. fundargerðir nefnda ásamt afritum af ræðum þingmanna á þeim nefndarfundum sem umræður um frumvarpið fóru fram. Höfnun á rannsóknarleyfi mun ekki verða til þess að fallið verði frá rannsókn, heldur verði hún örðugri og tímafrekari og líklega ekki eins nákvæmlega greint rétt frá atburðarás.
Með þessu erindi ætla ég að gefa smá sýnishorn af óskiljanlegri efnislegri fátækt 1. og 2. gr. laganna. það breytur ekki miklu þó jafnframt sé lesið í gegnum greinargerð frumvarpsins og umsagnir um þessar fyrstu tvær greinar.
Í 1. gr. laga nr. 80/2016, um útlendinga, ber heitið Gildissviðog þar segir svo í 1. mgr:
Ákvæði laga þessara gilda um heimild útlendinga til að koma til landsins, dvöl þeirra hér og rétt til alþjóðlegrar verndar.
Þarna segir fyrir um heimild útlendingatil að koma til landsins, dvöl þeirra hér o.s. frv.
Þarna er vísað til heimildaútlendinga til að koma til landsins. Hins vegar eru engar lýsingar á þeim heimildumeða tilvísanir í, hvar þær heimildir er að finna. Þegar litið er í frumvarpsskjalið og flett upp á Umsögn um 1. gr. frumvarpsins, hefst umsögnin á eftirfarandi:
Greinin fjallar um gildissvið laganna. Ákvæðum laganna er ætlað að gilda um yfirráðasvæði hins íslenska ríkis en þó fyrst og fremst landið sjálftþarsem um er að ræða ákvæði um heimild útlendingatil að koma til landsins og dvöl þeirra hér á landi.
Þarna er eitthvert ósamræmi á ferð, því í þessum umsagnartexta, er í fleirtölu talað um að Ákvæðum lagannao.s.frv.. Í lagatextanum sjálfum er hins vegar einungis talað í eintöluum Ákvæðilaga þessaragilda um heimildútlendinga..o.s. frv.
Hér vaknar spurning um hvort fallið hafi verið frá því að hafa fleiri ákvæði um heimildir útlendinga til komu hingað og dvalar hér. Og niðurstaðan bara orðið sú að ákveðið væri að hafa eina heimild? En sé það svo, þá vaknar spurning hvers vegna talað er um í framangreindri umsögn um 1. gr. að ákvæði laganna um heimild útlendinga til að koma til landsins, sé ætlað að gilda um: yfirráðasvæði hins íslenska ríkis en þó fyrst og fremst landiðsjálft..o.s. frv. Það vekur einnig athygli mína að þarna er eingöngu talað um yfirráðasvæði hins íslenska ríkis, sem eru auðvitað auðlindirnar. En síðan fyrst og fremst landið sjálft.
Þekkt er, að þegar skýrleika vantar í lagatexta, þá leita dómarar frekari upplýsinga í greinargerð með frumvarpinu, til að komast nær ætluðum tillangi löggjafans. Þá blasir við dómurunum að útlendingar eiga annað hvort einhverja heimild eða heimildir til yfirráðasvæðis hins íslenska ríkis og landið sjálft. En rétti eða réttinda þjóðarinnar er hvergi getið. Þá vekur einnig undrun mína, miðað við orðafjöldan í 1. mgr. 1. gr. laganna, þær miklu umsagnir sem í greinargerð frumvarpsins, birtast um ákvæði 1. mgr. 1. gr. frumvarpsins, sem er eins og 1. gr. laganna. Þessara umsagnir um 1. mgr. eru eftirfarandi:
Í 1. mgr. segir að ákvæði laganna gildi um heimild útlendinga til að koma til landsins og dvöl þeirra hér. Ákvæðið nefnir ekki för úr landi. Er skýringin á því sú að skv. 3. mgr. 66. gr. stjórnarskrárinnar verður engum meinað að hverfa úr landi nema með ákvörðun dómara. Þó er heimilt að stöðva brottför manns úr landi með lögmætri handtöku. Þetta kemur hins vegar ekki í veg fyrir að settar séu reglur um eftirlit með brottför úr landi, sbr. 2. mgr. 2. gr. og 18. gr. frumvarps þessa.
Í 1. mgr. greinir auk þessa frá því að ákvæði laganna gildi um rétt útlendinga til alþjóðlegrar verndar samkvæmt stefnu íslenskra stjórnvalda og alþjóðlegum skuldbindingum. Er þar átt við skyldu íslenska ríkisins til að taka við einstaklingum er uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Þessum skilyrðum og þessari skyldu er lýst m.a. í IV. kafla.
Í 1. mgr. segir enn fremur að ákvæðunum sé ætlað að gilda um útlendinga en útlendingur telst hver sá sem ekki er íslenskur ríkisborgari samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt, sbr. lög nr. 100/1952. Ákvæðið kemur ekki í veg fyrir að mismunandi reglur gildi um einstaka hópa útlendinga. Þannig hafa ýmis ákvæði frumvarpsins að geyma sérreglur um norræna ríkisborgara. Þá leiðir af aðild Íslands að þjóðréttarsamningum, annars vegar samningi um stjórnmálasamband frá 18. apríl 1961, sbr. lög nr. 16/1971, og hins vegar samningi um ræðissamband frá 24. apríl 1963, sbr. lög nr. 4/1978, að ákvæðin geta ekki nema að hluta til náð til útlendinga sem eru starfsmenn sendiráða eða ræðisskrifstofa eða fjölskyldna þeirra. Sama er um aðra útlendinga sem njóta úrlendisréttar.
Þarna er textahöfundur greinilega í allt öðum heimi en sá sem samdi lagatextann. Ef lögmenntað fólk á Alþingi hefði að einhverju leyti gengt skyldu sinni, hefði einhver þeirra átt að reka augun í þessa vitleysu. Ef þið getið fundið merkingar allra þeirra atriða sem koma fram í þeim þremur uppsláttum umsagna 1. mgr., í þeim fáu orðum sem eru í lagatexa 1. mgr. 1. gr. laganna sjálfra, þætti mér afskaplega vænt um að fá þá þýðingu senda. En um 2. og 3. mgr. 1. gr. er lítið sagt í umsögn annað en stendur í greinunum sjálfum.
En lítum þá næst á 2. gr. laga nr. 80/2016. Sú grein ber heitið Tilgangur og markmið.
2. gr. Tilgangur og markmið.
Tilgangur laga þessara er að kveða á um réttarstöðu og tryggja réttaröryggi útlendinga sem koma til landsins eða fara frá því, sækja um dvalarleyfi eða dveljast hér á landi samkvæmt lögunum
Ég get nú ekki annað en spurt þá sem sömdu þessi lög, fjölluðu um þau eða samþykktu þau, hvort þið hafið aldrei skilið hvað stendur í 65. gr. stjórnarskrár Lýðveldisins Ísland. Það er kannski full ástæða til að láta þann stutta en mikilvæga texta fylgja hér með, svona til upprifjunar. En í 65. gr. stjórnarskrár segir:
65. gr.[Allirskulu vera jafnir fyrir lögumog njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Þetta verður varla skírar eða einfaldara til eftirbreytni. Í stjórnarskrá okkar segir að ALLIR SEM DVELI HÉR Á LANDI, skulu njóta jafnar stöðu að lögum varðandikynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Með öllu er því opinberum aðilum, eða löggjafanummeð sérlögum, óheimilt að mismuna aðilum á nokkurn máta þeim sem á landinu dvelja. Ef erlendir aðilar vilja koma hingað til dvalar, eiga þeir að sjálfsögu að njóta nákvæmlega sömu mannréttinda, félagslegra- sem efnahagslegra réttinda og Íslendingar njóta sjálfir er þeir leita heim, eftir meira en 6 mánaða dvöl í erlendu ríki. Allt annað er brot á jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár Íslands.
Lítum þá á hvað segir í 2. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Þar segir:
Enn fremur er það tilgangur laga þessara að veita heimild til eftirlits með komu útlendinga til landsins, dvöl útlendinga hér og för þeirra úr landi.
Hvað fellst í raun í þessu og hvað segir um þetta atriði í umsögn frumvarpshöfunda um 2. mgr. 2. gr. laganna:
Útlendingur á að þjóðarétti ekki rétt til að flytja til annars landstil að setjast þar að. Um það fer þá eftir landslögum. Stjórnvöld geta þurft að hafa eftirlit með og stjórn á komu og flutningi útlendinga til landsins. Þannig getur þurft að takmarka komu útlendinga vegna atriða Frumvarpið hefur þannig að geyma sérstakan kafla um komu og brottför (sjá II. kafla), auk annarra ákvæða um þetta efni.
Í þessari umsögn má segja að textahöfundur frumvarps sé að benda á ýmsar leiðir sem grípa megi til ef hamla þarf gegn fjölda útlendinga sem hingað sækja. En lítum á 3. mgr. 2. gr. laga nr. 80/2016, um útlendinga og sjáum hvað kemur fram í lögunum:
Lög þessi veita grundvöll fyrir alþjóðlegri vernd erlendra ríkisborgara og ríkisfangslausra einstaklinga sem eiga þann rétt samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum íslenskra stjórnvalda.
Í umsögn um 3. mgr. 2. gr. laganna segir textahöfundur frumvarps lítið og lítið nýtt kemur þar fram. Umsögnin er að mestu endurtekning á því sem stendur í sjálfum texta frumvarpsins. Umsögnin byrjar þó á athyglisverðri framsetningu.Þar segir að:
Í 3. mgr. kemur fram að lögin eigi að vera grundvöllur fyrir alþjóðlega vernd erlendra ríkisborgara og ríkisfangslausra einstaklinga...o.s.frv.
Ég tel útilokað að sá aðili sem skrifaði þetta inn í lagatexta hafi verið lögfræðimenntaður eða haft það trausta þekkingu á því hvernig eðlileg lagatilvísun er sett fram í lagatexta. Auk þess má benda á að EF þessum lögum hefði verið ætlað að vera grundvöllur fyrir alþjóðlega vernd, þá hefði áreiðanlega verið getið númers laganna og í 1. gr. Gildissviði þeirra laga getið.
Það vekur einnig undrun, sem bendir til vanþekkingar textahöfundar á mikilvægum atriðum verksins sem verið var að vinna, að í umsögn um sömu lagagreinina, þó um sitt hvora mgr. hafi verið að ræða, segir hann í einni mgr. að lögin sem hann búi til texta fyrir, sé ætlað að vera grundvöllur fyrir alþjóðlega vernd. En í 1. mgr. umsagnar sinnar skrifar höfundurinn að: Útlendingur á að þjóðarétti ekki rétt til aðflytja til annars lands til að setjast þar að.
Að þessu sinni læt ég lokið athugasemdum mínum við fyrstu 2 greinar laga nr. 80/2016, um útlendinga. Af lauslegri yfirferð yfir aðrar greinar þessara sömu laga, virðist mér vera þar mikið af atriðum sem ekki eigi þar heima. Ekki virðist gildar lagaforsendur fyrir þeim, auk þess sem margt virðist stangast á við ákvæði stjórnarskrár. En verði þessi lög ekki felld niður, sem ég teldi heppilegast, og önnur einfaldari og framkvæmanlegri sett í staðinn, er útlit fyrir að opinbera verði allar vitleysurnar sem virðast hafa verið gerðar við setningu þessara laga.
Í þessu sambandi má t. d. velta fyrir sér starfsheitinu lögfræðingur. Nafngiftin virðist benda til ákveðins fræðiþáttar í sambandi við skilning og túlkun laga. Sá raunveruleiki sem við mér blasir, eftir meira en 30 ár við gagnrýni á túlkun og framkvæmd laga, auk dómgreindar við dómfellingar, sem sýni því miður oft ranga niðurstöður dóma. Allt átti þó að vera byggt á meintri lögfræði, en reyndist bara ófullkomin mannanna verk, sem ekki stóðst einfalda rökfræðilega skoðun, út frá stjórnarskrá okkar og Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.
Það er fullkomlega eðlilegt að þú, svona ný í þessu mikilvæga starfi setjir upp spurningamerki gagnvart slíku erindi sem til þín berst. En hafir þú lesið eitthvað af því sem ég hef sent þingmönnum varðandi réttlæti og réttarfar eða um vinnubrögð Alþingis, gæti það hjálpað en verður ekki rakið hér. En ef þú veltir fyrir þér hve sterka laga- og réttarfarsþekkingu þurfi til að krefja Hæstarétt ÞRISVAR um að taka upp dóma sína í sama málinu og að lokum verða að sæta þeim afarkostum að allir dómarar réttarins verði að víkja úr sæti og ALLIR dómarar settir nýir, þá ert þú að lesa skrif þess er var arkitekt að þeirri vegferð. Ég gat þó ekki framkvæmt hana sjálfur, vegna þess að ég má ekki kalla mig lögfræðing, þó ég hafi margoft sýnt að ég er öllu rökgleggri á refilstigum laganna en flestur þeir sem teljast hafa RÉTT til að kalla sig lögfræðing. Þar stóðu í vegi fyrir mér þvergirðingshættir menntakerfis s.l. 40 ára eða svo. En þau atriði verða ekki rakin frekar hér, enda er það annað erindi.
Ég vonast til að þú taki ákveðið og alvarlega á þeim augljósu röngu vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið við hönnum þessara löggjafar um útlendinga. Stjórnarskrá okkar er með þeim hætti að mannréttindaákvæði verða aldrei mismunandi með lögmætum hætti. Það er hrein vitleysa að eitthvert erlent afl, geti gert skilyrðislausa kröfu á hendur landi okkar, eða þjóð, að við tökumst á hendur Alþjóðlega vernd einhvers fólks sem ekki sýnir með sannanlegum hætti fram á hver og hvaðan þau eru og hvað ógni þeim, á annan veg en öðrum sem á svæðinu bjuggu. Það virðist nokkuð augljóst úr hvaða herbúðum sá heilaspuni er kominn, sem hrúgað var saman í lagabálkinn nr. 80/2016. Það mun skýrt nánar síðar.
Ég óska þér velfarnaðar í starfi og einkalífi og vænti þess að fá viðbrögð frá þér eða þínu fólki innan eðlilegs tíma.
Virðingarfyllst
Guðbjörn Jónsson,
lögfróður með afbrigðum
Kríuhólum 4, 111 Reykjavík
Sími 567 2001 GSM 860 84 00
11.12.2018 | 17:32
Forseti Alþingis, Forsætisnefnd OPIÐ BRÉF
Forsætisnefnd Alþingis,
Hr. 1. þingforseti, Steingrímur J. Sigfússon
Reykjavík 12. desember 2018
ERINDI: Um úthlutun þingsæta og rétt til þingsetu.
Hr. Þingforseti.
Í umróti undanfarinna daga hef ég saknað þess mjög að verða ekki var sterkrar vitundar stjórnenda Alþingis um skarpa sýn á afar mikilvæg ákvæði stjórnarskrár okkar. Er þar fyrst vísað til 2. mgr. 70. gr. þar sem segir að:
Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.
Af fréttaflutning verður ekki séð að neinn skortur hafi verið á grófum og mannskemmandi ummælum og ásökunum úr öllum áttum. Að stórum hluta er þessar ásakanir og óviðunandi ummæli um fólk sem hvergi var nærri, komið frá fólki sem á að lúta reglum Alþingis, meðal annars um hegðan og talsmáta. Óhjákvæmilegt er einnig að umræddar ásakanir og særandi ummæli, snerti fjölda fólks sem er utan starfs- og siðareglna Alþingis. En það fólk á einnig sín réttindi þó oft gleymist að taka tillit til þess. Þingmenn eins og allir aðrir eiga sinn rétt og bera skyldur samkvæmt ákvæðum 71. gr. stjórnarskrár, en þar segir að:
[Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu..
Það sem veldur mér mestri undrun, er hinn undarlegi skortur á skjótu viðbragði forseta Alþingis, til verndar sálarlífi mikils fjölda fólks, utan sem innan Alþingis, vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um samtöl nokkurra starfandi þingmanna. Eðlileg viðbrögð forseta Alþingis við slíku tilviki sem þarna var, hefði verið að kalla Ríkissaksóknara þegar í stað á sinn fund og fela honum að setja lögbann á opinbera umfjöllun um málið meðan það væri rannsakað. Og jafnfram að rannsóknin tæki til allra þátta málsins. Þá hefði mátt fá Umboðsmann Alþingis til að fylgst með framvindu málsins fyrir hönd Alþingis og stjórn Öryrkjabandalag og stjórn Samtakanna 78, verið falið að tilnefna einn lögfræðimenntaðan mann til eftirlits með upplýsingagjöf við framkvæmd rannsóknar, fyrir hönd þolenda órökstuddra ásakana og ummæla.
Einnig hefði verið mikilvægt að forseti Alþingis beindi strax ákveðnum tilmælum til þeirra 6 þingmanna í svonefndum Klausturhópi, að þeir tækju sér launalaust leyfi frá þingstörfum um tveggja mánaða skeið, meðan rannsókn málsins færi fram. Áætlað væri að fyrir þann tíma gætu meginniðurstöður rannsóknar legið fyrir. Samhliða rannsókn Ríkissaksóknara hefði siðanefnd Alþingis rannsakað málið út frá skyldum Alþingismanna á grundvelli laga, reglugerða og siðareglna Alþingismanna.
Hr. þingforseti. Það hvílir mikil ábyrgð á herðum forseta löggjafarþings þjóðarinnar, þegar starfandi þingmenn ráðast með jafn ódrengilega og sóðalegan talsmáta að einstaklingum úr ýmsum minnihlutahópum þjóðfélagsins. Ummælin sem slík, eru afmarkaður vandi sem greiða hefði mátt úr með fljótum hætti ef komið hefði verið í veg fyrir það taugaveiklunar- og hálfgert sturlunarástand sem helltist yfir þjóðina þegar upptökurnar voru birtar.
Í mínum huga leikur enginn vafi á að samfélag okkar er engan veginn undir það búið að bregðast við svona óvæntri og ábyrgðarlausri aðför að grunngildum mannlegrar virðingar. Erfitt var að sjá annan tilgang hjá fjölmiðlum, með birtingu hinna sóðalegu ummæla, en sjálfsupphafning fjölmiðlanna, sem náð yrði fram með því að vega hastarlega að sálarró flests hugsandi fólks.
Það skiptir miklu máli hvernig við umgöngumst lagareglur. Og það skiptir einnig máli hvernig við umgöngumst orð okkar og gjörðir. Hvað heiðarleika og virðingu snertir, ættu fulltrúar löggjafarvaldsins að vera leiðarljós almennings. Beri þingmaður takmarkalausa virðingu fyrir stjórnarskrá landsins og öðrum landslögum, sem löggjafarvaldið (þingmennirnir] setja sem lög, mun áreiðanlega umtalsverður meirihluti þjóðarinnar feta í fótspor þeirra.
En meðan þingmenn fótum troða stjórnarskrá landsins og eigin lagasetningu, geta þeir vart vænst þess að almenningur beri virðingu fyrir lagareglum eða öðrum störfum þeirra.
Daglega umgengst mikill meirihluti þjóðarinnar lög og reglur samfélagsins. Áberandi má þar greina sömu fyrirlitningu gagnvart lagasetningu Alþingis, sem algengt er að sjá í framgöngu þingmanna sjálfra. Og því miður er nýjasta dæmið, sem í raun er undirrót þessara skrifa, glöggur vitnisburður um að forseti Alþingis ber hvorki virðingu fyrir stjórnarskrá landsins eða kosningalögum. Hér þarf skýringa við.
Þegar kosningalög eru skoðuð, kemur í ljós að ENGU þingsæti er úthlutað til einstakra þingmanna. XVI. kafli kosningalaga fjallar um úthlutun þingsæta. Þar segir svo um úthlutun kjördæmissæta. Í fyrstu gein XVI. kafla, 106. gr. kosningalaga, er fjallað um tilkynningu Landskjörstjórnar um kosningaúrslit.
Áhersluletur og litabreytingí lagatexta er sett af undirrituðum, þannig er sérstök áhersla er lögð á mikilvæg atriði í texta laganna.
Í 106. gr. segir að:
Landskjörstjórn auglýsir með hæfilegum fyrirvara hvar og hvenær hún kemur saman í þessu skyni svo að umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka,sem boðið hafa fram, sbr. 39. gr., gefist kostur á að vera þar viðstaddir.
Þarna er verið að tala um útreikning þingsæta og úthlutun þeirra.
107. gr. er svona:
107. gr. Til þess að finna hve margir frambjóðendur hafa náð kosningu í kjördæmi af hverjum lista skal fara þannig að:
1. Deila skal í atkvæðatölur listanna með tölunum 1, 2, 3, 4 o.s.frv. Útkomutölur eru skráðar fyrir hvern lista.
2. Fyrsta kjördæmissætifær sá listi sem hæsta útkomutölu hefur. Sú tala er síðan felld niður. Annað kjördæmissæti fær sá listi sem nú hefur hæsta útkomutölu. Þessu skal fram haldið uns úthlutað hefur verið jafnmörgum kjördæmissætum og kjósa á,sbr. 2. mgr. 8. gr.
Tilvitnun líkur.
Þegar reglur laganna um úthlutun þingsæta eru skoðaðar kemur glögglega í ljós að þingsætum er einungis úthlutað til stjórnmálasamtaka, sem boðið hafa fram, sbr. 39. gr.eins og fram kemur í 106. gr.
Einnig kemur fram í 107. gr. að: atkvæðatölur listanna eru fundnar út og með ákveðinni reikniformúlu er fundinn út fjöldi þingsæta fyrir hvern lista. Og í 2. tölulið 107. gr. segir að: Þessu skal fram haldið uns úthlutað hefur verið jafnmörgum kjördæmissætum og kjósa á.
Á bls. 1 í Lýsing á úthlutun þingsæta, eftir Þorkel Helgason, sem unnið er fyrir Landskjörstjórn, segir svo um úthlutunarreglur:
Fyrst er kjördæmissætum úthlutað, en þau eru 54 að tölu. Kjördæmissætunum er alfarið úthlutað á grundvelli fylgis lista í hverju kjördæmi.
Það er sama hvar borið er niður í lögum um kosningar til Alþingis. Í skýringum eða reglum um úthlutun þingsæta, er ævinlega talað um að þingsætum sé úthlutað til lista sem boðnir séu fram af stjórnmálasamtökum.
Þetta er rifjað hér upp í ljósi þess sem gerðist í framhaldi af svonefndu Klaustursmáli, þegar tveir þingmenn voru reknir úr Flokki fólksins. Þessir sömu þingmenn sendu síðan bréf til forseta Alþingis, sem forseti sjálfur las upp í forsetastóli. Þar tilkynntu þessir fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins að þeir væru ekki lengur í þingflokki Flokks fólksins. Þeir myndu framvegis starfa sem óháðir þingmenn utan flokka og hafa samráð sín á milli. OG það athyglisverða var að forseti Alþingis virtist taka þessa tilkynningu sem góða og gilda. En við hvaða lög styðst svona afgreiðsla?
Alla vega hafa þessir umtöluðu, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, setið áfram á þingi, með nákvæmlega EKKERT atkvæðamagn að baki sér sem einstaklingar. Á sama tíma er þingstyrkur Flokks fólksins ekki í samræmi við kosningaúrslit og úthlutun þingsæta, því varamenn, hinna brottförnu þingmanna úr stjórnmálasamtökunum Flokkur fólksins, hafa ekki enn verið boðaðir til þingstarfa, þó lögum samkvæmt eigi þeir nú að sitja í þeim tveimur þingsætum Flokks fólksins, sem fyrrgreindir þingmenn yfirgáfu. En þessir þingmenn teppa enn úthlutuð þingsæti Flokks fólksins vegna þess að forseti Alþingis heimilar þeim enn að halda föstum 50% þeirra þingsæta sem Landskjörstjórn úthlutaði til Flokks fólksins.
Það skal ítrekað enn að hvergi í kosningalögnum né útreiknireglum Þorkels Helgasonar, er að finna eitt einasta orð um atkvæðamagn að baki óháðum þingmanni utan flokka. Öllum 63 þingsætunum, sem til úthlutunar voru, úthlutaði Landskjörstjórn til lista stjórnmálasamtaka á grundvelli atkvæðamagns hvers lista. Hins vegar er svo að sjá sem forseti Alþingis fari ekki eftir lögum eða úthlutun Landskjörstjórnar, heldur heimili tveimur mönnum sem tilheyra engum stjórnmálasamtökum að halda þingsætum úthlutuðum öðrum og teppa með því 50% af úthlutuðum þingsætum Flokks fólksins.
Væri það ekki dálítið sérstakt ef stjórn Flokks fólksins eða kjósendur hans, legðu fram kæru á hendur forseta löggjafarþings þjóðarinnar, fyrir gróf inngrip í kosninganiðurstöður Flokksins og úthlutun Landskjörstjórnar á þingsætum til hans sem stjórnmálaafls. Ég er ekki að segja að slíkt sé í uppsiglingu en benda á að óneitanlega eru forsendur þegar fyrir slíku.
HVENÆR VERÐUR STEFNA SETT Á AÐ HVERFA FRÁ ÓHEIÐARLEIKA OG SPILLINGU ??
Ef þjóðinni á að takast að hverfa frá núverandi óheiðarleika og spillingu, sem tröllríður helstu samskiptaþáttum þjóðlífsins, þá verður Alþingi og stjórnmálamenn, innan þings sem utan, að leika þar mikilvægustu burðarhlutverkin. Einnig er afar brýnt að Alþingi sjálft setji í lagareglum ákveðinn kröfuramma um hæfni frambjóðenda til þingmannsstarfa, varðandi menntun, sam-skiptahæfni og þekkingargrunn, tengdum helstu stjórnunarþáttum landsmála. Slíkt er orðið afar mikilvægt vegna þess áberandi reynsluleysis og þekkingarskorts margra þinmanna nú og undangenginna ára, um mörk hins mögulega fyrir ríkisvaldið að fjármagna sem útgjaldaliði.
Það er einnig athyglisvert hvernig Alþingi hefur lítið sinnt því, um langt skeið, að búa í haginn fyrir fjármögnunar- og rekstrarumhverfi stærri framleiðslufyrirtækja, með auknum skyldum á hendur fjármálafyrirtækjum að beina tilteknum hluta útlánaveltu sinnar til tekjuskapandi atvinnugreina. Frá einkavæðingu bankanna hafa þeir hagað sér með svipuðum hætti og spilavíti. Þeir hafa fyrst og fremst hugsað um eigin hagnað og jafnvel í því ferli flutt verulegt magn fjármagns út úr tekjuskapandi atvinnugreinum í kapphlaupi um mikla skammtíma ávöxtun innan þjónustugeirans. Aðstæðumsem framleiðslugreinar geta ekki keppt við.
Með þessari óábyrgu framgöngu fjármálageirans, gagnvart heildarafkomu samfélagsins alls, væri hægt að segja, hvað kröfur almennings varðar, þá geri fólk kröfur eins og um Ráðstjórnarríki væri að ræða en ekki lýðveldi. Hins vegar á hlið útgjalda og skuldsetninga hefur EKKERT verið hugað að jafnvægi milli útgjalda og tekna. Til þess ábyrgðarleysis sem hér er að litlu lýst, má rekja meira en 3/4 allra gengisfellinga á lýðveldistímanum. En því verður lýst nánar síðar.
Einnig væri mikilvægt að Alþingi kæmi sér upp teymi lögfræðimenntaðra manna t. d. lögfræðinga sem komnir væru á eftirlaun í bland með lögfræðingum úr háskólasamfélaginu, til yfirlesturs lagafrumvarpa, áður en þau væru lögð fram. Með slíku mætti fækka alvarlegum ágöllum við lagasetningu og alvarlegum átökum laga við stjórnarskrárbundin ákvæði.
Ég læt þetta nægja í þetta sinn og leyfi mér að eiga þann draum að þjóðin nái aftur að verða fyrirmynd annarra þjóða í vinsamlegum og kurteislegum samskiptaháttum. Það væri falleg gjöf til að sagnfræðingar framtíðarinnar fái ánægjulegra og uppbyggilegri viðfangsefni í hendurnar en nú virðist blasa við.
Með kveðju
Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi ráðgjafi
Fjölmiðlar | Breytt 12.12.2018 kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2018 | 15:27
OPIÐ BRÉF TIL Fjármálaráðherra, Hr. Bjarni Benediktsson
Hr. Fjármálaráðherra,
Bjarni Benediktsson.
Reykjavík 17. nóv. 2018.
ERINDI: Ummæli þín í ræðustól Alþingis um lífeyrisgreiðslur til aldraðra og öryrkja, o.fl.
Við skulum byrja hér að skoða hvað þú sagðir í svari þínu, í ræðustól Alþingis.
Hvað þýðir þetta í auknum bótarétti fyrir hvern og einn bótaþega? Þetta þýðir að bæturnar hafa hækkað fyrir hvern og einn bótaþega um 1,1 milljón á ári. Hvers vegna stendur þá þessi hv. þingmaður hér og heldur því fullum fetum fram að þessi hópur hafi algerlega setið eftir? Tölurnar sýna allt annað.
Ég hef nú oft fylgst með þessum innihaldslausu fullyrðingum þínum um lífskjör okkar eldri borgara þessa lands. Ég hef reglulega haft samband við Hagstofu til að spyrjast fyrir um tölulegar forsendur, því ég hef ekki orðið var við þessar miklu kjarabætur sem þú talar um. Í áðurgreindu svari þínu í ræðustól Alþingis segir þú að: Þetta þýðir að bæturnar hafa hækkað fyrir hvern og einn bótaþega um 1,1 milljón á ári. Þarna ert þú að tala um fleiri en eitt ár. Að hver og einn bótaþegi(óvirðingarorð um áunna lífeyrisgreiðslu en ekki ölmusubætur).
Á myndinni hér til hliðar sérðu lífeyrisgreiðslur mínar fyrir árin 2014-2018 bæði frá TR og lífeyrissjóðir, borið saman við neysluvísitölu. Væntanlega veist þú að samkvæm 69. gr. laga nr. 100/2007 verða lífeyrisgreiðslur, að hækka að lágmarki, til samræmis við breytingar á neysluvísitölu. En svo hefur því miður aldrei verið frá bankahruni 2008. Það er athyglisvert að sjá hve nákvæmlega lífeyrissjóðirnir framfylgja framangreindu lagaákvæði um vísitöluhækkun, því greiðslur sjóðanna fara nákvæmlega sömu breytingalínuna og neysluvísitalan. Eins og á myndinni sést, hefur Tryggingastofnun aldrei, frá 2008, greitt réttan lífeyri. Aðrar greiðslur til okkar hafa einnig verið skertar og skattbyrði aukist. Það mætti kannski bjóða þér að horfa á hvernig Alþingi og stjórnvöld hafa staðið sig gagnvart eldri borgurum að skila þeim lífeyri samkvæmt ykkar eigin lögum. Hér er yfirlit frá árinu 1998 til 2016.
Finnst þér ekki ástæða til að fara í ræðustól Alþingis og biðja okkur afsökunar á óþarfa hroka þínum og hleypidómum? Þú gætir um leið gert grein fyrir hvenær ætlunin væri að gera upp við okkur, þann lífeyrir sem af okkur hefur verið dregið í áratug, eða svo.
Í upphafi Kjararáðsveislu, til Ykkar, þingmanna og efri laga stjórnenda, sýndi það sig að lífeyrir okkar eldri borgara, þurfti þá að hækka um tæpt 41% til að jafnast á við lífskjarabætur sem ykkur fannst greinilega að þið ættuð skilið að fá.
En kæri Bjarni. Ef það hefði verið rétt sem þú sagðir í ræðustól Alþingis, að greiðslur lífeyris til eldri borgara hefðu hækkað, á hvern mann um 1,1 milljón á ári, undanfarin ár, þó ekki væri nema yfir þessi 5 síðustu ár sem ég sýni á fyrri myndinni, þá er mér alveg ljóst að við værum ekki óánægð með það.
En nú að öðru, fyrst ég er farinn að bauna á þig. Þá má ég til með að vekja athygli þína á þeim tekjuauka ríkissjóðs sem felst í að hætta öllum skerðingum á lífeyrisgreiðslum og leyfa eldri borgurum að vinna það sem þeir geta, og greiða af því skatta. Ef u.þ.b. helmingur fólks á lífeyrisaldri mundi vinna fyrir 250.000 kr. launatekjum á mánuði, þá væru skatttekjur að aukast verulega og samfélagsveltan að vaxa. Það gæfi fleiri fyrirtækjum lífsvon. Það sem best er við þetta, er að raunútgjöld ríkissjóðs vegna lífeyrisgreiðslna mundi minnkaen ekki aukast. Ég set hér inn eina mynd, en líka linkinn á myndbandið sem útskýrir hvernig ég sé þetta ferli.
https://www.youtube.com/watch?v=_at04KxIocg&t=41s
Þetta er sama líkan og notað var við að kynna fyrir nefnd Péturs Blöndals, ákveðna hugmynd að frjálsri vinnu fólks á lífeyrisaldri, með fullri greiðslu skatts af launum og lífeyri, en lífeyrir trappaðist út móti hækkandi tekjum.. Linkur á myndbandið er undir myndinni.
Svo þegar þú ert búinn að jafna þig á þessu, væri ég alveg til í að eiga viðtal við þig um hina ólöglegu verðtryggingu, sem ALDREI hafa verið lagaheimildir fyrir. Ég er búinn að sýna gild og mikil rök fyrir því að ég fari með rétt mál. Þar á meðal með viðamikilli greinargerð til Umboðsmanns Alþingis vegna afar undarlegrar umfjöllunar Róberts Spanó, um spurningu HH. um lagastoð fyrir lögmætri framkvæmd á innheimtu svonefndrar verðtryggingar.
Það er í sjálfu sér afar einfalt að láta dómskerfið verja lagabrot Seðlabankans gagnvart meginþorra lántakenda í landinu. Dómurinn þarf að vísu að brjóta lagareglur í hverri einustu fyrirtöku máls, til að verjast fullkomlega rökstuddri kröfu, sem engin leið var að hnekkja í eðlilegu réttarferli. Ég væri alveg til í að eiga við þig gott myndbandsviðtal um þessa atriði, því ég hef ekki geta vakið athygli á þessu vegna þess að allir helstu fjölmiðlar landsins hafa verið lokaðir fyrir mér síðan ég gerði þá dauðasynd að segja upp starfi í hagdeild banka og fara út úr fjármálakerfinu með þekkingu á öllum innviðum bankanna.
Kæri Bjarni. Eins og þú getur væntanlega áttað þig á, þá er einungis upphafið að þessu bréfi spurning um þínar gjörðir. Hitt er meira tengt embætti því sem þú gegnir nú, en ekki þinni persónu. Hér á landi hefur verið afar mikill óheiðarleiki í fjármála- og stjórnkerfi landsins í langan tíma. Ég ber þó þá einlægu von í brjósti að stjórnmálmenn fari að starfa af meiri heiðarleika og dýpri virðingu fyrir alvarleika löggjafarvaldsins.
Virðingarfyllst
Guðbjörn Jónsson, eldri borgari.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2018 | 22:05
LANDSDÓMUR KILLIFLATUR Í FYRSTA ALVÖRU SKREFINU
Ég varð afar undrandi þegar ég frétti að Landsdómur hefði fellt þann úrskurð að Landsbankinn hf. mætti innheimta skuldabréf, sem gefið var út til annars aðila, áður en Landsbankinn hf. var stofnaður. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi, án athugunar fyrir EIGNADÓMI eins og lög gera ráð fyrir, að Landsbankinn hf. mætti, án traustra eignaheimilda, innheimti meinta skuld annars eiganda, eftir ljósriti skuldabréfs sem Landsbankinn hf. legði fram. Frumrit að umræddu skuldabréfi væri ekki í vörslu Landsbankans hf. og engar traustar heimildir fyrir því að Landsbankinn hf. hefði nokkurn tíman eignast umrætt frumrit, frá upphaflegum eignada skuldabréfsins. Landsdómur staðfestir þar afar undarlegan héraðsdóm, mjög umdeilds héraðsdómara, sem skömmu síðar var skipaður dómari við Landsrétt.
Málavextir virðast þeir, eftir opinberri umfjöllun að ræða, að árið 2006 hafi sambúðarfólk tekið húsnæðislán hjá (gamla banka) Landsbanka Íslands. Í kjölfar hrunsins 2008 lenti fjöldi fólks í erfiðleikum með skuldamál sín. En það lentu fleiri í vandræðum. Bankarnir lentu líka í vandræðum vegna erlendra lána. Hin erlendu lán höfðu verið tryggð erlendum bankastofn-unum með eignaveðum. Þau eignaveð tóku hins vegar að hrapa verulega í verði skömmu fyrir bankahrunið. Á þeim tíma var alls ekki óalgengt að heyra að hinar erlendu lánastofnanir hefðu gert svonefnd veðköll hjá íslenskum lánastofnunum, til að treysta betur verðgildi þeirra eigna sem stóðu að veði fyrir hinum erlendu lánum.
Á þessum tímum, 2007 til 2009, var töluvert um að íslenskar lánastofnanir smöluðu saman í nokkuð stóra vöndla, íslenskum skuldabréfum sem voru tryggð með fasteignaveði. Þessir vöndlar voru sendir hinum erlndu lánadrottnum. Í vöndlunum var haugur af frumritum skuldabréfa, sem send voru sem trygging fyrir hinum erlendu skuldum bankanna.
Þegar íslensku bankarnir hrundu og af stað fór afskráning eða niðurfærsla útistandandi skulda bankanna við lánadrottna sina, kom í ljós að slík heildaryfirferð virtist gert afar óskipulega og engar skýrar heimildir fyrir hendi, um hvaða skuldir bankanna væri verkið að niðurfærða og hvaða skuldir væru afskrifaðar að fullu.
Sama reiðileysi var viðhat varðandi útistandandi eignir lánastofnana í hrunferli. Fjármálaeftirlitið gaf út yfirlýsingar um niðurfærslu hluta þessara útistandandi eigna, er þær færðust yfir til nýju bankanna. En slíkt var ekki framkvæmt með jöfnum hætti gagnvart öllum þeim sem skulduðu hrunbönkunum. Niðurfærlsur og afskriftir almenra skuldabréfa var afgreitt í stærri flokkum þar sem einstök skuldabréf voru ekki skráð. Almennir skuldarar voru einstaklingar með eitt skuldabréf, að öllu jöfnu einstakir skulkdarar, gætu ekki fengið traustar upplýsingar um hver væri staða skuldar þeirra, við hina nýskráningu meinta eigendur hennar hjá nýja bankanum. Lögum samkvæmt átti slík staða hvers einstaks skuldabréfs að koma fram í eignaskrá efnahagsreiknings nýstofnaðs nýs banka. Slík eignfærsluskrá, sem færð væri í upphafi viðkomandi nýrrar lánastofnunar, yfirtæki niðurfærða stöðu eftirstöðva, til innheimtu hjá nýja bankanum.
Ekkert af þessu var framkvæmt. Ég var á þeim tíma, fyrst eftir hrunið, að hluta í ráðgjafastarfi fyrir fólk í fjárhagsvanda. Ég gerði margar fyrirspurnir vegna hinna afar óvönduðu vinnubragða Fjármálaeftirlitsins. Í öllu óðagotinu sem á öllum var, á þessum tíma, lét ég mér ekki detta í hug að kæra eitthvað af þessum vitleysum. Kærum mínum var yfirleitt aldrei sýnd nein jákvæðni. Ég benti því fólki á að fara aðrar leiðir, til að afla uplýsinga fyrir sig.
Ein slíkra leiða var t. d. varðandi innheimtu Landsbanka á skuldabréfum þar sem bankinn gat ekki framvísað frumriti skuldabréfs. Sem fyrrum hagdeildarmaður í banka, veit ég að ÚTILOKAÐ nánast er útilokað að lánastofnun TÍNI frumriti skuldabréfs. Slíkt er ógerningur því frumrit skuldabréfa eru varðveitt í eldtraustu hólfi hverrar lánastofnunar og þaðan fást þau ekki lánuð nema til örstutts tíma í senn, til að leggja þau fram til sönnunar. Sá sem fær slíkt frumrit lánað, verður að skila því aftur til skjalavarðar fyrir lok vinnudags. Geri hann það ekki, kallar skjalavörður þegar eftir skjalinu og læsir ekki eldtrausta hólfinu fyrr en útlánuð frumrit eru öll komin á sinn stað.
Í ljósi þessara umræðna um tíndu frumritin, hófust eftirgrennslanir um hvaða erlendar lánastofnanir hefðu gert veðkall hjá Landsbanka og hverjum hefði verið svarað. Í ljós kom að flest veðköllin hefðu farið fram í gegnum Landsbankann í Lúxumbúrg. Af þeirri ástæðu frétti ég að gerð hefði verið fyrirspurn til Landsbanka í Lúx., hvort tiltekið skuldabréf Landsbankans á Íslandi hefði verið í einhverjum þeirra skjalavöndla sem LÍ, hefði sent til greiðslutryggingar eigin lána.
Í fyrstu var beitt fjölbreyttum útúrsnúningum til að reyna að fæla fyrirsprjanda frá, en er það dugði ekki fékkst loks staðfesting um að umrætt frumrit skuldabréfs hefði verið í einum vöndlinum. En þegar bankinn á Íslandi hefði farið í þrot, hefði skuldin verið felld niður og skuldabréfið afskrifað. Skuldin sem verið var að innheimta á Íslandi var ekki eign Ísledinga frá því fyrir hrun. Hinn erlendi eigandi skuldarinnar hafði afskrifað hana og afskráð skuldabréfið, svo innheimtur voru útilokaðar, nema með aðferð eins og Landsbankinn hf.virðist vera að reyna. Um það ferli sem hér hefur verið lýst var fjallað í íslenskum fjölmiðlum á sínum tíma, þannig að hér er ekki eingöngu stuðst við minningar liðinna tíma.
Það sló mig einkennilega að lesa um þetta dómsmál Landsbanka hf., sem var kveikjan að þessum skrifum. Skuldabréfið sem um ræðir er tekið á árinu 2006, eða áður en fór að þrengja að lausafjárstöðu bankanna. Það verður að segjast eins og er að dómari málsins, Jón Finnbjörnsson, þáverandi héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur, hefur áður orðið uppvís að afar óvandaðri málmeðferð fyrir héraðsdómi, sem verður að hluta rakið síðar.
Í 122. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, er skýrt sagt fyrir um hvernið skuli staðið að því að öðlast rétt til að leita til dómstóla varðandi meinta eignastöðu fasteignar, skrásettu skipi eða loftfari, skrásettri bifreið eða viðskiptabréfi. Meintur eigandi skal byrja á að leita til EIGNADÓMS, þar sem hann SANNAR fullgildri sönnun, sem gæti verið staðfesting skjalavarðar, innri endurskoðunar og löggilts endurskoðana lánastofnunar, með hvaða hætti og á hvaða tíma frumrit skuldabréfs hans hafi glatast úr hinni traust vörslu frumrita lánaskjala. Telji EIGNADÓMUR rök og sönnunargögn sannfærandi um að frumrit skjals sé tapað, getur eignadómstóll veitt meintum eiganda skuldabréfs, heimiild til að leggja málið fyrir héraðsdóm samanber 120. og 121. gr. laga nr. 91/1991.
Þegar hinn meinti eigandi skuldabréfs hefur fengið úrskurð EIGNADÓMSTÓLS um að rök hans og sannanir bendi ótvírætt til að hann sé hinn löglegi eigandi skuldabréfsins, getur viðkomandi meinti eigandi snúið sér til með stefnu til ógildingar á frumriti skuldabréfsins. Sá dómari héraðsdóms sem fær slíku máli úthlutað fer yfir stefnu og annan málatilbúnað stefnanda. Í 2. mgr. 121. gr. laga nr. 91/1991 segir að:
2. Ef dómari telur skilyrði fyrir ógildingardómi ekki vera fyrir hendi synjar hann um útgáfu stefnu. Skal kveðinn upp úrskurður um synjunina ef krafist er.
Í 3. mgr. 121. gr. segir að:
3. Ef dómari telur skilyrðum fyrir ógildingardómi fullnægt gefur hann út stefnu, en í henni skal skorað á hvern þann sem kann að hafa skjalið undir höndum að koma með það fyrir dóm við þingfestingu málsins, því ella megi vænta að það verði ógilt með dómi. Stefnan skal birt einu sinni í Lögbirtingablaði.
MÁLIÐ FYRIR HÉRAÐSDÓM REYKJAVÍKUR 9. nóv. 2017.
Í dómi Landsréttar má einnig lesa yfir dómsniðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur. Þar segir að Landsbankinn hf. Austurstræðti 11, Reykjavík, með stefnu birtri í Lögbirtinga-blaðinu 19. desember 2016 til ógildingar á veðskuldabréfi.
Málið var þingfest og dómtekið 19. janúar sl. (2017), en enginn mætti til að andmæla kröfu um ógildingu. Var ógildingardómur kveðinn upp 10. febrúar sl.
Þann 29. mars sl. kröfðust útgefendur skuldabréfsins þess að málið yrði endurupptekið. Var endurupptaka heimiluð og skiluðu þau greinargerð af sinni hálfu 1. júní 2017.
Málið varðar veðskuldabréf útgefið þann 23. mars 2006, upphaflega að fjárhæð 16.000.000 króna, tryggt með veði íbúð xx-xxxx, fastanúmer 204-xxxx.
Þarna eru nú komnara fram athyglisverðar upplýsingar. Í fyrsta lagi segir í inngangi úrskurðar héraðsdóms að Landsbankinn hf. höfði málið. Landsbankinn hf. er stofnaður í október 2010. Skuldabrefið er hins vegar gefið út til Landsbanka Íslands (gamla banka), sem fór í þrot í október 2008. Í kynningu málsins kemur ekkert fram um það hvenær eða hvernig Landsbankinn hf., sem höfðar málið, varð eigandi að skuldabréfinu. Ekkert kemur fram um hvort Landsbankanum hf. var afhent frumrit skuldabréfsins, þegar að eigendaskipti urðu á skuldabréfasafni gamla bankans og niðurfærðar eftirstöðvar færðar yfir í nýja bankann. Það er að segja EF um slíkt hafi verið að ræða.
EF Landsbankinn hf., sem stofnaður var í október 2008, fékk ekki afhent frá Landsbanka Íslands (gamla bankanum) frumrit umrædds skuldabréfsins og Landsbankinn hf. þá heldur aldrei geta sýnt fram á formlega eignfærslu hins tiltekna skuldabréfs, frá Landsbanka Íslands,vandast málið mjög. Þá getur Landsbankinn hf. alls ekki höfðað riftunarmál, því hann skortir lögvarinn eignarrétt. Óhrekjandi staðreyndir fyrir því að hafa tekið við frumritinu frá LÍ (gamla bankanum), eða han. Landsbankinn hr. sem stofnaður var í október 2008 hafi greitt út árið 2006, lánsupphæðina sem var forsenda skuldabréfsins.
Ekki verður séð að Landsbankinn hf. lagt fram neinar lögmætar forsendur fyrir meintum eignarrétti sínum á umræddu skuldabréfi, sem gefið var út til annars óskylds aðila rúmum 6 mánuðum áður en Landsbankinn hf. var stofnaður. Ef til er heimild um lögmæta yfirfærslu viðkomandi skuldabréfs, frá gamla bankanum yfir til nýja Landsbankans hf., er slíkt skjal klárlega til hjá Fjármálaeftirlitinu, sem fór með alla ábyrgð á eignum og skuldum gömlu bankanna við uppgjör og yfirfærðslur eigna og skulda. Ef slík skjöl eru ekki til hjá Fjármálaeftirlitinu, þá er Landsbankanum hf. ranglega veitt heimild til ógildingarmáls hins umrædda skuldabréfs. Eins og málið virðist liggja fyrir, blasir við algjör aðildarskortur Landsbankans hf. að hinu tilteknu skuldabréfi sem gefið var út þann 23. mars 2006, til Landsbanka Íslands.
Ég hef ekki í hyggju að rekja frekar löglausan framgang dómara héraðsdóms Reykjavíkur í þessu máli, þó margt væri hægt að tilgreina frekar.
Það sem vakti sérstaka athygli mína var að dómari héraðsdóms, Jón Finnbjörnsson, var þáverandi héraðsdómari en umsækjandi um dómarastöðu við Landsrétt.
Þegar málið kemur til meðferðar hjá Landsrétti eru í raun allir dómarar Landsréttar vanhæfir til umfjöllunar um málið, þar sem einn af dómurum Landsréttar var dómarinn í málinu sem Landsréttur þarf að taka til hlutlausrar skoðunará hvort löglega og siðlega hafi verið staðið að meðferð málsins fyrir héraði. Augljóst hefði átt að vera árvökulu, réttsýnu og vel skýru fólki með réttlætis-, réttsýnis- og vanhæfisreglur vel skýrar í hugskoti sínu, að enginn tekur mál samstarfsaðila til hlutlausrar endurskoðunar. Að gera slíkt er bersýnilegt langreyndum leikmanni, að ekki getur staðist hlutleysisreglu stjórnarskrár.
25.12.2017 | 20:25
Meinleg rökvilla í réttargreiningu um völd Forseta Íslands.
Lengi hafa verið við lýði hér á landi frekar undarleg sjónarmið til valdheimilda forseta lýðveldisins. Ákveðinn hópur helstu lögskýrenda þjóðarinnar hafa haldið því fram að samkvæmt stjórnarskrá landsins sé forsetinn í raun valdalaust sameiningartákn þjóðarinnar. Hann beri ekki ábyrgð á neinum framkvæmdaatriðum varðandi stjórnun landsins.
Þarna er á ferðinni afar undarleg sjónarmið ef horft er á þau út frá því sem mætti kalla eðlilega þrepun ábyrgðar. Í allri almennri skynsemi er gengið út frá því sem sjálfgefnu í hverju sviði fyrir sig, að efsta þrep ábyrgðar sé í höndum þess sem í lögum eða skipulagi er settur efstur í sínu umhverfi. Þannig er litið á forstjóra fyrirtækis sem æðsta úrskurðarvald innan fyrirtækis. Skipstjóri er æðsta vald á skipi sínu. Skólastjóri æðsta vald í skóla sínum og þannig mætti lengi telja.
Engum dettur t. d. í hug að undirritun forstjóra fyrirtækis gildi ekki nema deildarstjóri á viðkomandi sviði undirriti með honum mikilvægar ákvarðanir. Slíkt væri tær rökvilla og í mótsögn við langa hefð valdaþrepunar og eðlilega dómgreind.
Í ljósi alls þessa hefur mér ævinlega fundist einkennileg skýring núverandi túlkenda laga og réttar, þegar þeir reyna að halda því fram að valdssvið forsetans sé óljóst. Má þar t. d. vísa til þess sem einn helsti lögskýrandi nútímans, Björg Thorarensen, segir í bókinni LÖG OG RÉTTUR, 3. útgáfa, sem út kom árið 2017. Á bls. 30 er hún að fjalla um form lýðveldisstjórnunar. Þar segir eftirfarandi:
Með lýðveldi er fyrst og fremst vísað til þess að þjóðhöfðinginn skuli vera forseti, kjörinn af borgurunum með beinum eða óbeinum hætti til fyrirfram ákveðins tíma en ekki konungur sem hlýtur stöðu sína að erfðum. Í lýðveldi starfar einnig kjörið þjóðþing sem fer með löggjafarvald eða er a.m.k. aðalhandhafi þessi.
Athygli vekur þarna að þessi mikli lögskýrandi sleppir því að fara eftir 2. gr. stjórnarskrár okkar og eðlilegri þrepunarhefð valdastigans, þegar hún segir að: kjörið þjóðþing sem fer með löggjafarvald eða er a.m.k. aðalhandhafi þessi. Þarna gleymist henni að í 2. gr. stjórnarskrár er þess getið að: Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið
Þegar litið er til þess að Alþingi er kosið af þjóðinni til löggjafar- og úrlausnarstarfa en forsetinn kosinn beinni kosningu yfir landið allt, sem ÆÐSTA VALD lýðveldisins, hliðstæður konungsvaldi. Í því ljósi verður að teljast undarleg lögskýring á hlutverki forseta, sem annars aðalhandhafa löggjafarvaldsins, þegar að fullu sleppt þegar að fullu sleppt skyldu hans sem æðsta valdhafa lýðveldisins samkvæmt stjórnarskrá. Án alls samráðs við þjóðina er titlun næstráðanda forseta í löggjafarmálum, Alþingi, er titlað sem aðalhandhafi löggjafarvalds. Fróðlegt væri að heyra skýringar þessa lögskýranda á því hvers vegna samþykkt Alþingis um löggjafarmál, taka ekki gildi fyrr en forseti hefur staðfest þær með undirritun sinni.
En lítum aftur á bls. 30 í bókinni LÖG OG RÉTTUR. Þar er áfram fjallað um lýðveldið.
Þótt hugtakið lýðveldi feli oftast nær í sér að æðsti þjóðhöfðingi kjörinn af þjóð eða þingi, er ekki hægt að álykta af því hver séu hin efnislegu völd sem forsetinn fer með í raun, þ.e. hvort þau séu aðeins formleg eða hvort þau séu raunveruleg og mikil. Þannig er breytilegt milli lýðvelda hvernig stjórnarskrár skilgreina völd forseta eða hvaða venjur hafa mótast um valdheimildir hans.
Samkvæmt 5. gr. stjórnarskrár Íslands skal forsetinn kjörinn almennri kosningu allra er kosningarétt hafa til Alþingis. Í stjórnarskrá Íslands hefur forsetinn margfalt meiri völd en tíðkað hefur verið að framkvæma. Stafar það líklega af þeirri ástæðu að tiltekinn hluti fræðasamfélags menntamannasviðs þjóðarinnar, með helstu lögskýrendur þjóðarinnar í fararbroddi, hafa haldið því fram að embætti forseta Íslends væri í raun valdalaust embætti, sem hefði látið ráðherrunum eftir völd sín. Reynt er að heimfæra þetta á 13. gr. stjórnarskrár þar sem segir að:
13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
Í meira lagi undarlegt er að líta á þennan texta þeim augum að forsetinn hafi fært ráðherrunum það vald sem stjórnarskráin afhenti honum. Texti lagagreinarinnar bendir ekki til að forseti hafi heimild til slíks. Greinin bendir einungis til að forsetinn megi láta ráðherrana, sem næstu undirmenn sína í framkvæmdavaldinu, framkvæma það vald sem hann ber ábyrgð á. Má þar jafna saman að forstjóri fyrirtækis lætur framkvæmdastjóra og deildarstjóra framkvæma vald sitt en forstjórinn er yfirvaldið. Af því leiðir að forseti þarf ekki að hafa afskipti af daglegum starfsháttum ráðherra, svo fremi að starfað sé innan fyrirfram ákveðins ramma sem settur hafi verið í ríkisráði.
ÍSLANDI EKKI STJÓRNAÐ SAMKVÆMT STJÓRNARSKRÁ
Frá árinu 1959, er ég átti minn fyrsta fund upplýsingamiðlunar frá fræðslusviði Alheimsvitundar, hef ég vitað að Íslandi væri ekki stjórnað samkvæmt stjórnarskrá landsins. Landinu hefur verið stjórnað eftir flokkshagsmunum þeirra flokka sem meirihluta hafa myndað á Alþingi. Starfsreglur Alþingis og þingflokka hafa mótast með þeim hætti að þingmenn fá yfirleitt ekki að starfa í mikilvægum málum eftir eigin sannfæringu og vilja. Þeir eru, án valdheimilda, skyldaðir til að greiða atkvæði í samræmi við það sem meirihluti þingflokks þeirra ákveður. Skiptir þá engu máli hvort einhverjir einstaklingar í þingflokki séu andvígir einhverjum atriðum þess máls sem þingflokkurinn hefur samþykkt að greiða atkvæði með. Þetta er í raun ekki lýðræði heldur töluvert vaxandi FLOKKSRÆÐI í störfum Alþingis Íslendinga. En persónulegt sjálfstæði þingmanna er stöðugt á undanhaldi.
Við fylgjum ekki heldur stjórnarskrá okkar við myndun ríkisstjórna eða almenna stjórnun varðandi samskipti framkvæmdavalds og löggjafarvalds við forseta Íslands. Hér að framan var vikið að ákvæðum 13. gr. stjórnarskrár en lítum næst á 14. gr. en þar segir:
14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum.
Í þessari setningu 14. gr. stjórnarskrár er líklega fólginn sá misskilningur að ráðherrar beri alla ábyrgðina en þar sem forsetinn sé ábyrgðarlaus um daglegar stjórnarframkvæmdir, sé hann jafnframt valdalaus á þessu sviði. Þar er um stóran misskilning að ræða. Líklega er réttast að líkja þessu við stórfyrirtæki þar sem forstjórinn er með marga framkvæmdastjóra og deildarstjóra til að framkvæma daglega stefnu fyrirtækisins. Þessir daglegu stjórnendur fá sín fyrirmæli frá stjórn um heildarmarkmið starfseminnar sem forstjóri hefur yfirumsjón með.
Forstjórinn er ekki ábyrgur fyrir framkvæmdum deildarstjóranna. Forstjórinn hefur hins vegar vald til að stöðva fyrirætlanir eða framkvæmd deildarstjóra ef forstjóri telur þær fara í bága við hagsmuni eigendanna. Samnefnarar þarna eru eigendur = kjósendur og forstjóri = forseti. Valdið fékk forstjórinn frá hluthöfunum, sem einnig réðu deildarstjórnana til starfa. Sama á við að forsetann, sem kosinn er beinni kosningu af þeim sem kosningarétt hafa. Þeir sömu kjósendur kjósa líka Alþingi til löggjafar og stjórnunarstarfa en það skerðir ekkert völd forsetans til yfirstjórnar og eftirlits með ráðherrum. Það staðfestist einnig í 15. gr. stjórnarskrár en þar segir svo:
15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
Þarna kemur vald forseta skýrt fram. Hann skipar ráðherra, ákveður fjölda þeirra og skiptir með þeim verkum. Einnig veitir hann þeim lausn frá embætti. Ekki er að sjá í þessari grein að forseti þurfi að bera sig saman við neinn, eða fara að ráðum einhverra aðila við val sitt á ráðherrum. Ekki heldur við ákvörðun sína um að leysa ráðherra frá störfum. Ótvírætt er að valdið er þarna til staðar og hvergi skráðar heimildir fyrir neitun þings eða stjórnmálaafla að lúta valdi forseta. Alþingi getur borið undir þjóðina hvort forseti hafi brotið lög eða stjórnarskrá og víkur sá aðilinn sem tapar þeirri atkvæðagreiðslu almennings.
Segja má að 1. mgr. 16. gr. stjórnarskrár sé framkvæmd eins og hún er skrifuð. Þar segir að: Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti. Hins vegar má segja að 2. mgr. 16. gr. stjórnarskrár sé ekki að fullu framkvæmd eins og lögin segja fyrir um. Þar segir eftirfarandi:
Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.
Mér hefur virst að forseti Íslands staðfesti oft lög án þess að ríkisráð sé kallað saman. Hitt tel ég samt mun mikilvægara að ekki sé kallaður saman ríkisráðsfundur til að staðfesta reglugerðir eða aðrar mikilvægar stjórnvalds ráðstafanir einstakra ráðherra. Fyrir slíku er þó rík skylda og engra frávika getið. Mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði. Og í 18. gr. stjórnarskrár segir að:
Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.
UNDARLEGAR RÖKVILLUR ÁRUM SAMAN Í STJÓRNARSKRÁ
Það er líklega merki um litla virðingu Alþingismanna fyrir stjórnarskrá landsins að hún skuli vera látin innihalda meinlegar rökvillur í áratugi án þess að leiðrétting sé gerð á þeim villum. Í þessum skrifum er drepið á nokkrum meinlegum villum sem reynst hafa afar erfiðar viðfangs. Hins vegar var mér líka sýnt fram á að með einfaldri en skýrri rökfræði væri hægt að sýna fram á ógildi flestra laga á Íslandi og að engin reglugerð væri löglega frá gengin því þær væru ekki staðfestar í ríkisráði eins og ákvæði væri um í 16. gr. stjórnarskrár, eins og að framan er getið.
Hins vegar er það rökvillan í 19. gr. stjórnarskrár sem næst verður bent á. Í 19. gr. segir:
19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.
Ég legg áherslu á að hér er um að ræða stjórnarskrá lýðveldisins Ísland, ÆÐSTU LÖG landsins. Í þessari grein segir að undirritun ÆÐSTA manns þjóðarinnar, sjálfs ÞJÓÐHÖFÐINGJANS, hafi EKKERT GILDI við undirritun löggjafarmála, nema: ráðherra ritar undir þau með honum. Á ég að trúa því að öllum lögspekingum landsins hafi yfirsést þetta mikilvæga atriði í áratugi og ekki velt þessu fyrir sér að neinu marki?
Ég vil endilega hvetja fólk, og þá sérstaklega lögfræðinga, til að velta fyrir sér hvar í stjórnarskránni er að finna sjálfstæða valdheimild til handa ráðherra í ríkisstjórn (framkvæmdavaldinu), til að vera helsti staðfestingaraðili við löggjafarsetningu Alþingi Íslendinga? Ég finn þá heimild hvergi. Í stjórnarskrá er hvergi að finna sjálfstætt vald eða valdheimild ráðherra. Einungis er þar talað um að ráðherrar framkvæmi vald forseta. Hvergi nefnt að þeir geti framkvæmt frá með stuðningi við eigin valdheimildum.
Þegar að er gáð, kemur skýrt fram í 2. gr. stjórnarskrár að Alþingi sjálft og forseti Íslands, bera SAMEIGINLEGA alla ábyrgð á sérhverri lagasetningu. Engir aðrir hafa heimild samkvæmt stjórnarskrá til staðfestingar þeirra lagagjörninga sem frá Alþingi koma.
Það er því algjörlega fáránleg vitleysa að hópur lögfræðimenntaðs fólks skuli ár eftir ár, í störfum sínum á Alþingi telja sig bundið af drengskap um að virða stjórnarskrá landsins. En á sama tíma° láti þetta fólk sér yfirsjást þá klaufalegu óvirðingu sem þjóðhöfðingja landsins er sýndur í 19. gr. stjórnarskrár. Sem er að nafn þjóðhöfðingjans, hafi ekkert gildi við staðfestingu lagasetninga, nema með honum skrifi á lögin maður sem hvergi hefur lögmæta aðkomu að lagasetningu á Íslandi.
Rökrétt verður einnig að telja að þegar ráherra setur reglugerð eða aðrar mikilvægar stjórnarráðstafanir, þá undirriti ráðherrann erindið áður en það fer til forseta. Og að það sem veiti því löggildingu sé undirritun forsetans til viðbótar við undirritun ráðherra..
Einnig væri rökrétt við staðfestingu nýrra laga með undirritun, að þá undirritun framkvæmdu þeir tveir aðila sem samkvæmt stjórnarskrá hafa heimild til útgáfu nýrra laga. Er þar um að ræða forseta Alþingi og forseta Íslands. Ráðherra hefur samkvæmt stjórnarskrá engar heimildir tilútgáfu lagafyrirmæla.
Síðar verður tekið fyrir afar undarleg rökfræði Sjálfstæðismanna við undirbúning og upphaf lýðveldisstofnunar, varðandi ákvæði 26. gr. stjórnarskrár um gildistöku laga.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2017 | 16:13
ER GENGI KRÓNUNNAR OF HÁTT ?
Fullur undrunar hef ég hlustað á grátkór þeirra aðila sem að öllu jöfnu hafa staðið fyrir eyðileggingu rekstrargrundvallar Íslenskra útflutningsfyrirtækja frá lýðveldisstofnun. Er ég þar að tala um samkór verslunar, vöruinnflytjenda og hina heimskulegu samtvinnun allra almennra verkalýðsfélaga undir einum sameiginlegum hatti ASÍ. Það var afleikur síns tíma sem leiddi af sér prósentuhækkanir launa, sem eðli málsins samkvæmt hækka hærri launin meira en hin lægri. Líkleg er hægt að segja að engin ein aðgerð sem verkalýðshreyfingin hafi gert, hafi komið jafn meinlega illa við láglaunastéttirnar í landinu.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að kvöldi 30 des. 2010 var alheimsorkan spurð 5 spurninga varðandi stöðu þjóðfélags okkar og framtíð. Athygli er vakin á því að þau svör sem koma, lúta ekki að efnahagsmálum, heldur þeirri jákvæðu orku sem stendur okkur til boða, til að efla samfélagsvitund okkar. Spurningarnar 5 voru skilgreindar með því að leggja 5 spila lögn með Tarrotspilum og með hverju þeirra fengin táknræn gildi hverrar spurningar, og dýpri útfærsla síðan leitað með spurningum til Alheimsvitundarinnar.
Fyrsta spurning var: Hvað er að gerast með samfélag okkar?
Svarið var _Heilun.
Táknmynd. Gömul sár fortíðar eru að koma upp á yfirborðið, reiðubúin til að heilast. Við getum ekki lengur falið okkur fyrir okkur sjálfum, eða öðrum. Með því að opna okkur fyrir heiluninni og taka á móti henni, verðum við að lokum heil.
Ferlið er farið af stað.
RÆTT VIÐ ALHEIMSVITUND:
Hvað eigum við að lesa úr þessu?
- Að dramb er falli næst. Síðari tíma kynslóðir hafa breytt yfir eigin minnimáttarkennd með sjálfsánægju og drambi. Eftir miðja síðustu öld fór að bera á því að hinar drambsömu nýmenntuðu kynslóðir, vildu fela sem mest lífskjör og lífsbaráttu forfeðra sinna. Fannst það ekki stórmannlegt að vera af fátæku alþýðufólki komið. Það var þó þetta fátæka alþýðufólk, sem með stefnufestu, óeigingirni og þrotlausri vinnu, reistu þjóðfélagið úr örbyrgð og skiluðu því til afkomenda sinna með allar leiðir opnar til menntunar og sjálfbærra lífsgæða. Þessi afrek forfeðranna hefur seinni tíma fólk kappkostað að fela og má úr umhverfi sína sem mest af ummerkjum um afrek þessara ómenntuðu forfeðra. Afkomendurnir báru hvorki virðingu né þakklæti til þeirra sem unnu þau afrek er sköpuðu þjóðinni virðingu og velvilja, meðal erlendra þjóða.
Í sjálfumgleði og drambi, hafa síðari tíma kynslóðir breytt yfir minnimáttakennd sína með dæmigerðri óráðsíu þeirra sem ekki virða erfiði og fórnfýsi þeirra er lögðu til grunninn að þeim lífsgæðum sem komandi kynslóðir hefðu geta notið, hefðu síðari tíma kynslóðir nýtt sér hyggindi og raunsæi kynslóðanna sem á undan fóru. Takist þjóðinni að sýna iðrun gagnvart eigin óvitaskap undanfarinna áratuga og hefja til virðingar þau gildi og markmið forfeðra sinna, sem skiluðu þjóðinni frá örbyrgð til velsældar á undra skömmum tíma, þá mun manngildi og virðing hefja aftur göngu sína í samfélaginu og þaðan spyrjast til annarra landa.
2. spurning: Hver er innri veruleikinn, sem við erum ekki meðvituð um?
Táknmyndin var eftirfarandi:
Hula blekkingar hefur haldið væntingaþyrstum afkomendum frá því að sjá raunveruleikann. En hulan er byrjuð að brenna. Meðvitundin sem vex innra með hverri ófullnægðri sál, er ekki til komin vegna þess sem þær gerðu meðvitað, eða af þörf til að streða. Sérhver tilfinning sem þær hafa um að vera föst í myrkri, er að leysast upp núna. Ný vitund mun lyfta hulunni frá augum þeirra.
RÆTT VIÐ ALHEIMSVITUND:
Það fólk sem fætt er á síðari helming tuttugustu aldar, er að verulegu leyti alið upp í heimi óraunveruleika, þar sem fjárhagsleg afkoma þjóðfélagsins, sem og hvers einstaklings fyrir sig, var gefið afar lítið rúm í lífinu til skilnings. Segja má að skólakerfið hafi brugðist, að því leyti að engin kennslustund fór í að kenna fólki að takast á við þá eðlilegu lífsbaráttu sem framundan væri. Má þar t. d. nefna mikilvægasta grunnþátt sjálfsmyndar hvers einstaklings sem felst í raunhæfri þekkingu á undirstöðuþáttum fjárhagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar; sem og hvernig einstaklingurinn sjálfur axlaði þá þjóðfélagslegu ábyrgð að afla sjálfum sér, og sinni fjölskyldu lífsviðurværis.
Hulan sem yfir þessum djúpa sannleika hefur legið, er að byrja að brenna. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að EKKERT af því sem gerðist, var af ásetningi gert, heldur hreinum óvitaskap. Því er engin ástæða til að láta það valda sér streitu eða vanlíðan. Fólk hefur mikla vanmáttartilfinningu gagnvart öllum þeim áföllum sem yfir þjóðina hafi dunið. Það upplifir sig eins og í myrkri, þar sem leiðtogarnir virðast ekki geta leitt þjóðina til ljóssins. En, mikilvægt er að missa ekki móðinn og ekki grípa til neikvæðra aðgerða.
Það er verið að hreinsa til, svo pláss verði fyrir nýjan leiðtoga með jákvæða þjóðarvitund.
Þriðja spurningin var: Það yrta, sem við erum meðvituð um?
Táknmyndin var eftirfarandi:
Hún minnir okkur á að leita ekki eftir raunveruleikanum í hinu ytra, heldur fara inn á við í djúp hreinleika og heiðarleika. Þegar við horfum á ytri aðstæður festumst við í að dæma. Þetta er gott og þetta er vont. Ég vil þetta eða ég vil ekki þetta. Slíkt heldur okkur föstum í blekkingu, gömlum- vana og munstri. Slepptu stýringu hugans og farðu inn á við.
RÆTT VIÐ ALHEIMSVITUND:
Mikill fjöldi fólks sleppti, um mislangan tíma, haldfestu sinni við kærleiks- og samfélagsvitund til að elta villuljós. Það blindaðist af hyllingum draumsýnar um að lífsgæðin streymdu til þess, án nokkrar fyrirhafnar af hálfu þess sjálfs. Það féll kylliflatt fyrir þeim glæsiheimi sem freistarar myrkraaflanna áreittu það stöðugt með. Í dáleiðslu- aðdáun boðaðs glæsilífs, tók fólkið ekkert eftir því að freistararnir miklu voru að sigla grundvelli lífshamingju þjóðar þeirra í myrkragöng, þar sem engin vinsemd og ekkert traust var til hjálpar.
Fyrstu viðbrögð fólksins var örvænting. Það hafði sleppt haldfestu sinni við kærleika og samfélagsvitund og upplifði sig því eitt og yfirgefið í myrkri blekkinganna. Glæsileikinn var horfinn og nakinn raunveruleikinn sýndi svo áþreifanlega að í glitsýn glæsileikans var engin varanleg hamingja.
Þegar glæsileikinn var svo skyndilega horfinn, og nakinn hversdagsleikinn blasti allt í einu við fólkinu, fannst því veröldin bókstaflega hafa hrunið yfir sig. Allir töluðu um HRUN og KREPPU. Enginn virtist taka eftir þeirri staðreynd að jafnt eftir HRUNIÐ, jafnt sem fyrir það, seldi þjóðin allar sínar framleiðsluvörur á hæsta mögulegu verði. Ekkert verðfall eða framleiðslufall varð þó HRUNIÐ hafi gengið yfir. Öll jarðbundin starfsemi til tekjuöflunar þjóðfélagsins hélt ótrufluð áfram. En samt upplifði fólkið veröld sína hrunda til grunna. Hvað var það þá sem hrundi? Það eina sem hrundi var glitsýn óraunhæfrar glæsiveraldar, sem átti sér enga fótfestu í kærleiks- eða samfélagsvitund Alheimsorkunnar. Þess vegna gat hún ekki orðið langlíf, þó mikill fjöldi hafi tekið ástfóstri við hana og álitið hana raunveruleika.
Þegar kærleiks- og samfélagsvitund Alheimsorkunnar er skilin eftir, til að fylgja glitsýn óraunhæfrar glæsiveraldar, verður birtingarmynd ýmissa einstaklinga sem sækjast eftir samfélagsábyrgð nokkuð hrokafengin og sjálfhverf. Að viðbættri langþróaðri minnimáttarkennd, aðallega vegna fyrrum fátæktar þjóðarinnar, verður til hin sérkennilega þörf fyrir hól frá öðrum, samhliða nokkru mikillæti. Lítið er um sjálfsprottna auðmýkt og einlægt þakklæti fyrir aðdáun annarra á verkum landsmanna sem ástæða er til að vegsama.
Af öllum þessum aðstæðum er fjöldaafl samfélagsins orðið blindað af neikvæðni, sem veldur því að fólki er frekar tamt að fella dóma, en ræða málefnin til þeirrar niðurstöðu sem byggt geti upp jákvætt orkumunstur byggt á kærleika og samfélagsvitund. Þessar neikvæðu aðstæður halda fólki föstu í sjálfhverfuhugsun, þar sem í meginatriðum er leitað sökudólga og til hefnda. Slík leið er í neikvæðri orku og sú orka losar því miður fólk ekki úr fjötrum hugarfarsins. Leiðin til varanlegrar lausnar frá þessu neikvæða munstri er að beina huganum frá hinni horfnu glitsýn, til þeirrar kærleika- og samfélagsvitundar, sem frá einlægu hjarta streymir.
Fjórða spurning var: Í hverju getur LAUSNIN verið fólgin?
Táknmyndin var eftirfarandi:
Huga okkar er ætlað að vera þjónn okkar. En þegar við gleymum því, stjórnar hugurinn lífi okkar. Þetta tákn er að segja okkur að einhver, einhvers staðar, er fastur í huganum. Skoðaðu vandlega hvort það sért þú.
RÆTT VIÐ ALHEIMSVITUND:
Þetta tákn þarfnast ekki mikilla skýringa, ef fólk hefur náð því sem á undan er komið. Þetta tákn vekur aðallega athygli á að upplifi einhver sig fastan í myrkri hugarfarsins, en langi til að einhver færi honum ljós, þarf hann að breyta hugarfari sínu og ákveða að sækja sér sjálfur ljósið inn í líf sitt. Hver og einn fær hjálp til slíks, sé ásetningurinn djúpstæður og einlægur. Skoðaðu vandlega hvort það sért þú sem þurfir hjálp.
Fimmta spurning var: Getum við öðlast skilning á LAUSNINNI?
Táknmyndin var eftirfarandi:
Nú er kominn tími til að skoða hvort við leyfum okkur að taka á móti þeirri sérstöku gjöf sem það er, að hafa þá tilfinningu að vera heima, hvar sem við erum. Ef svo er, vertu þá viss um að sú tilfinning dýpki og haldist innra með þér. Ef þér hins vegar finnst heimurinn vera á eftir þér, er kominn tími til að skoða hvert förinni sé heitið. Farðu út í kvöld og horfðu á stjörnurnar.
RÆTT VIÐ ALHEIMSVITUND:
Hver er þessi tilfinning, að vera heima. Sú tilfinning er mögnuð upplifun og lýtur að mörgum samverkandi þáttum. Má þar t. d. nefna öryggis- friðar- og verndartilfinningu sem fylgir því að einstaklingurinn upplifi sig í samhljómi við það orkuumhverfi sem umlykur hann. Sú tilfinning kemur fyrst og fremst frá þeirri upplifun að vera í sátt og samhljómi við kærleiksvitund sína. Einnig að einstaklingur hafi í hjarta sínu djúpa sannfæringu fyrir að hafa á engan hátt, gerst eigingjarn gagnvart þeim réttmætu skyldum sem samfélagið gerir til hvers einstaklings. Hafi einstaklingur djúpa sannfæringu í hjarta sínu, fyrir þessum framangreindu þáttum, finnur hann, hvar sem hann er staddur, orku friðar og velvildar umlykja sig.
Leið hvers einstaklings að hinum djúpa friði kærleiksvitundar hjartans, er algjör einkaleið hvers og eins, og er engum öðrum ætluð hans leið. Sú leið er, líkt og skólagangan, þakin endalausum verkefnum sem þarf að leysa, á viðunandi hátt, svo framvinda geti orðið í náminu, eða þroskanum. Miklu skiptir að villast ekki af leið jákvæðrar hugsunar og kærleiksvitundar, því á þeirri einu leið eru hinar varanlegu lausnir viðfangsefnanna.
En verði einstaklingum á að hrasa, yfir í neikvætt umhverfi, þá gerið bara eins og barnið sem er að læra að ganga. Það stendur alltaf upp aftur þó það falli. Og gengur að lokum án þess að hrasa og man þá ekkert eftir öllum þeim skiptum sem það datt, meðan það var að læra að ganga.
Finnist einstaklingnum hins vegar allt ganga sér í móti, valda sér armæðu og erfiðleikum, er kominn fyrir hann tími til að setjast niður og skoða hvort hann snúi ekki öfugt í orkubraut sinni. Berjist á móti framvindunni, í stað þess að fylgja henni og leiðrétta þá þætti sem farið hafa úrskeiðis.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2017 | 10:39
Svarbréf til Persónuverndar vegna Creditinfo.
Persónuvernd
b.t. Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs
Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík
Reykjavík 13. mars 2017
ERINDI: Meint óheimil skráning Creditinfo á persónuupplýsingum konu minnar og nú til viðbótar einnig persónuupplýsingum um undirritaðan.
Ég þakka svar þitt við fyrirspurnum mínum, sem m. a. fólust í 4 spurningum. Ég varð reyndar afar undrandi á þessu svari, því engu er líkara en þú reynir að koma þér hjá að svara meginefni spurninganna. ég bendi á að ég nota leturbreytingar (litabreytingar og áhersluletur) til að leggja áherslur á einstök atriði sem ég skrifa. Fyrsta spurning var um það hvort Creditinfo Lánstraust ehf. hafi heimild til að safna og miðla fjárhagsupplýsingum án heimildar þess aðila sem söfnun beindist að?
Svar þitt var að vísa til 2. mgr. 21. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Einnig vísar þú til reglugerðar 246/2001. Athygli vakti að þú nefnir ekkert það sem fram kemur í 1. kafla laga nr. 77/2000, um Markmið, skilgreiningar og gildissvið.
Í 1. gr. laganna er fjallað um markmið þeirra. Í 2. gr. er hins vegar fjallað um Skilgreiningar í 9 töluliðum. Í 1. tölulið er fjallað um hvað felist í orðinu Persónuupplýsingar.
1. Persónuupplýsingar: Sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um hinn skráða, þ. e. upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings, látins eða lifandi.
Í 7. tölulið er fjallað um hugtakið SAMÞYKKI. þar segir:
7. Samþykki: Sérstök, ótvíræð yfirlýsing sem einstaklingur gefur af fúsum og frjálsum vilja um að hann sé samþykkur vinnslu tiltekinna upplýsinga um sig og að honum sé kunnugt um tilgang hennar, hvernig hún fari fram, hvernig persónuvernd verði tryggð, um að honum sé heimilt að afturkalla samþykki sitt o.s.frv.
Í 2. kafla laganna sem ber heitið: Almennar reglur um vinnslu persónuupplýsinga, kemur eftirfarandi fram í upphafi 8. gr. laganna. Þar segir:
8. gr. Almennar reglur um heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga.
Vinnsla persónuupplýsinga er því aðeins heimil að einhverjir eftirfarandi þátta séu fyrir hendi:
1. hinn skráði hafi ótvírætt samþykkt vinnsluna eða veitt samþykki skv. 7. tölul. 2. gr.
9. gr. Sérstök skilyrði fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga.
6. vinnslan taki einungis til upplýsinga sem hinn skráði hefur sjálfur gert opinberar;
Með hliðsjón af því sem hér hefur verið rakið er afar athyglisvert að lesa lokamálsgrein bréfs þíns, en þar segir:
Að lokum skal tekið fram að með fyrrnefndu ákvæði 2. mgr. 21. gr. laga nr. 77/2000, reglugerð nr. 246/2001 og starfsleyfisskilmálum er þeirri vinnslu, sem hér um ræðir, sniðinn ákveðinn stakkur með það fyrir sjónum að vernda réttindi skráðra einstaklinga samfara því að hagsmunir viðskiptalífsins, einkum af ábyrgum lánafyrirgreiðslum, séu tryggðir. Í þessu felst meðal annars að varðveislutíma persónuupplýsinga eru sett takmörk, að hinir skráðu eiga rétt á fræðslu, að rangar og villandi upplýsingar skulu leiðréttar eða þeim eytt og að öryggis upplýsinganna skal tryggilega gætt. Sá sem telur að nafn hans hafi verið ranglega fært á umrædda skrá getur sent Persónuvernd kvörtun af því tilefni. Hér með er þess óskað að fram komi hvort líta beri á fyrrnefnt erindi þitt frá 6. febrúar sl. sem slíka kvörtun.
Hér fyrir neðan set ég 21. gr. laga nr. 77/2000 og set gulan grunn á 2. mgr. laganna en til þeirrar málsgreinar vísar þú varðandi heimildir Creditinfo til að skrá nöfn í safnskrár hjá sér án heimildar viðkomandi aðila. En 21. greinin hljóðar svo:
21. gr. Skylda til að láta hinn skráða vita um vinnslu persónuupplýsinga þegar þeirra er aflað hjá öðrum en honum sjálfum.
Þegar ábyrgðaraðili aflar persónuupplýsinga frá öðrum en hinum skráða skal hann samtímis láta hinn skráða vita af því og greina honum frá þeim atriðum sem talin eru í 3. mgr. Sé ætlun ábyrgðaraðila hins vegar að miðla upplýsingunum innan hæfilegra tímamarka frá öflun þeirra má hann þó fresta því þar til hann miðlar upplýsingunum í fyrsta sinn.
Það vekur óneitanlega athygli að í þeim lögum sem hér um ræðir og reglugerð sem sett er við þau lög, er hvergi sjáanlegt að gætt sé þeirra réttinda sem allir eiga að njóta samkv. 71. gr. stjórnarskrár. Þar segir að: Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Til frekari áréttingar má líka líta á 2. mgr. 71. gr. stjórnarskrár, þar sem segir að:
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.
Ekki er heldur að sjá að Persónuvernd taki tillit til þeirra ákvæða sem fram koma í 1. tölulið 8. gr. og 6. tölulið 9. gr. laga nr. 77/2000, sem minnst er á hér að framan. Þegar litið er til þeirrar staðreyndar sem við blasir, með vísan til meðfylgjandi ljósrits af bréfi Creditinfo til undirritaðs, dags. 7. febr. 2017, þar sem undirritaður er upplýstur um að hann sé á vanskilaskrá Creditinfo og að hjá því fyrirtæki hafi verið stofnað vefsvæði undir hans nafni, ALLT ÁN HANS HEIMILDAR.
Vakin er athygli á að 1. mgr. 8. gr. laga nr. 77/2000 segir að: Vinnsla persónuupplýsinga er því aðeins heimil að einhverjir eftirfarandi þátta séu fyrir hendi: Og það þarf ekki að leita langt. í 1. tölulið 8. gr. segir svo: 1. hinn skráði hafi ótvírætt samþykkt vinnsluna eða veitt samþykki skv. 7. tölul. 2. gr. Og hvað skildi svo standa í 7. tölulið 2. gr. laganna. Þar segir svo:
7. Samþykki: Sérstök, ótvíræð yfirlýsing sem einstaklingur gefur af fúsum og frjálsum vilja um að hann sé samþykkur vinnslu tiltekinna upplýsinga um sig og að honum sé kunnugt um tilgang hennar, hvernig hún fari fram, hvernig persónuvernd verði tryggð, um að honum sé heimilt að afturkalla samþykki sitt o. s. frv.
Nú fer ekki á milli mála að ekkert samband hefur verið haft við hvorugt okkar hjóna. Engar sjálfgefnar forsendur eru heldur fyrir hendi þar sem ekkert vanskilaumhverfi er í kringum okkur. Engar löglegar forsendur eru því fyrir hendi til að skrá nöfn okkar á vanskilaskrá eða til að stofna með nöfnum okkar sérstaka einka færsluskrá í tölvukerfi fyrirtækisins Creditinfo Lánstraust ehf. Slík meðferð á nöfnum okkar og kennitölum er með öllu utan lagaheimilda.
Þess var farið á leit við fyrirtækið Creditinfo, að það lokaði þegar í stað öllum svæðum í tölvukerfi fyrirtækisins sem merkt væru nafni konu minnar. Því hafnaði fyrirtækið og hélt því fram að ekki væri heimild til að fara fram á slíkt.
Nú hefur rækilega verið sýnt fram á að fyrirtækið hefur enga löglega heimild til að hafa nafn konu minnar í tölvukerfi sínu. Og fyrirtækinu hafa ekki verið veittar neinar heimildir til skráningar slíkra upplýsinga, og mun aldrei verða veitt slík heimild. Sama er að segja um undirritaðan, sem nýlega fékk samskonar bréf frá Creditinfo, þann 7. febrúar 2017. Elfdi það til muna kröfu okkar um tafarlausa lokun og eyðingu allra upplýsinga sem vistaðar hafa verið hjá Creditinfo.
Við teljum eðlilegt að gera þá kröfu á hendur Persónuvernd að sú stofnun hafi frumkvæði að og eftirlit með, eyðingu allra skráninga og skráarsafna í tölvukerfum fyrirtækisins Creditinfo, með nöfnum okkar hjóna. Og því verði lokið eigi síðar en 24 mars 2017.
Við krefjumst þess að afrit verði tekið af öllum skráningum sem vistaðar hafa verið í tölvukerfi Creditinfo frá 1. janúar 2016 til eyðingardags og Persónuvernd falið að geyma þau gögn þar til við vitjum þeirra hjá þeim.
Miðað við hver stjórnarformaður Persónuverndar er, væri einkar óviðfeldið að þurfa að fara í opin málaferli við Persónuvernd til að krefjast leiðréttingar á svo augljósum brotum á stjórnarskrá og settum Persónuverndarlögum sem hér um ræðir. Ef stjórnendum Persónuverndar hentaði betur önnur dagsetning innan ársþriðjungsins til að ljúka málinu, en fram kemur í þessu bréfi, eru miklar líkur á að slíkt verði samþykkt.
Virðingarfyllst
f.h okkar hjóna,
Guðbjörn Jónsson
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur