Færsluflokkur: Dægurmál
27.7.2010 | 15:09
Staðreyndir eru alltaf mikilvægar
Þegar um er að ræða sameiningu við annað fyrirtæki, félag eða ríkjasamband er mikilvægast, fyrir þann sem þarf að verja hagsmuni sína, að fá fullkomið uppgjör um skuldastöðu þess aðila sem á að sameinast. Þannig er nú, t. d. rætt um það hvort Álftanes sé það mikið skuldsett að önnur sveitarfélög treysti sér ekki til að sameinast því og yfirtaka þar með skuldir þess.
Öfugt var það fyrir nokkru, er tilteknir sveitahreppar vildu ekki sameinast stærri einingum, vegna þess að þeir (litlu hrepparnir) vildu ekki yfirtaka skuldir stóru eininganna. Í báðum þessum tilvikum er fyrirhyggja höfð í forgrunni ákvarðanna.
Sama lögmál á í raun einnig við um hugsanlega sameiningu Íslands við ESB. Færi nú svo, sem mestar líkur benda til, að ESB liðist í sundur eða yrði greiðsluþrota, fáum árum eftir að Ísland hefði gerst aðili að ESB, yrði Ísland að taka á sig sinn hluta af skuldum sambandsins. Líklegast er að skiptingin yrði framkvæmd á grundvelli þjóðarframleiðslu aðildarlandanna. Þar sem Ísland hefur ævinlega verið með háa þjóðarframleiðslu á mann, er fyrirsjáanlegt að Íslandi yrði gert að taka á sig verulegar fjárhæðir af skuldum ESB samsteypunnar.
Skuldir ESB hafa um langan tíma verið svo miklar, óskipulegar og illa tryggðar, að ESB hefur ekki geta lagt fram endurskoðaða ársreikninga í meira en áratug. Nú, þegar liðið er undir lok með útgáfur verðlausra pappíra, sem peningaígildi, mun alvarlega draga saman í peningaflæði um Evrópu.
Allar þjóðir ESB eru að sligast undan eigin skuldum. Þær eru því lítt aflögufær til að veita Seðlabanka Evrópu lán til að endurfjármagna fyrri skammtímalán, hvað þá til að auka frekar lánveitingar.
Þau fáu ríki sambandsins sem framleiða og selja nú meira en flutt er inn, nota greiðsluafgang til að lækka skuldir hjá sjálfum sér og hafa því ekkert fjármagn til útlána næsta áratuginn, eða svo.
Þessar staðreyndir liggja svo greinilega fyrir að maður getur ekki annað en undrast yfir fávísi þeirra stjórnmálamanna sem leggja ofurkapp á, einmitt nú, að henda mörgum milljörðum króna í umsóknarferli, sem afar ólíklegt er að verði nokkurtíman að veruleika; hvað þá að það veðri þjóðinni til hagsbóta.
Og þá spyr maður sig líka: Eru þessir stjórnmálamenn, sem nú leggja ofuráherslu á að komast í ESB, ekki sömu stjórnmálamennirinir og báru ábyrgð á rekstri þjóðarbúsins síðasta eina og hálfa árið fyrir bankahrun; og bera því ábyrgð á að skuldir þjóðarbúsins tvöfölduðust (úr 7.000 í 14.000 milljarða króna) á sama tíma? Má þar t. d. benda á að Icesave varð einmitt til á þessu tímabili, án þess að þessir stjórnmálamenn gerðu sér grein fyrir hvert var verið að stefna þjóðarskútunni.
Spyrja má: Hvaðan fengu þessir stjórnmálamenn nú, raunhyggna framtíðarsýn, að telja sig hafa nú skarpari framtíðarsýn en þeir höfðu á árunum 2006 - 2008? Hvað breyttist??? Á þjóðin enn að þurfa að taka á sig mörg þúsund milljarða í aukna skuldaklafa, vegna væntanlegs hruns ESB, vegna blindu sjálfbirginsháttar og valdhroka þeirra sömu stjórnmálamanna er stóðu við stýrið þegar þjóðarskútunni var stýrt inn í brimgarð óðaskuldsetninga og tryggingalausra kúlulána?
![]() |
Umræðan byggist á staðreyndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.7.2010 | 11:08
Dómurinn ein af stærstu mistökum réttarkerfisins
Svokallaður "vaxtadómur", sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur föstudaginn 23. júlí 2010, var á margan hátt mjög gallaður.
Í fyrsta lagi ber að líta til þess að eiginmaður dómarans, mun vera vinur sækjandans og reka þeir saman lögfræðistofu að Lágmúla 7 í Reykjavík. Ótrúlegt verður að teljast að sjónarmið og rök sækjandans hafi ekki náð eyrum dómarans, eftir öðrum leiðum en hefðbundnum málflutningsleiðum. Við slíkar aðstæður má telja útilokað að dómarinn hafi komið að málinu með opna og ólitaða hugsun.
Í öðru lagi er hvergi í dómnum að finna haldbæra framsetningu fyrir því að ákvarðanir samningsins um vaxtakjör, sem lánveitandinn ákvað, hafi orðið fyrir forsendubresti. Hafi svo orðið, er ekkert vikið að því hver beri ábyrgð á þeirri framvindu.
Í þriðja lagi virðist dómarinn ekki gera sér grein fyrir eðlismun verðtryggingar höfuðstólsfjárhæðar annars vegar, og vaxtagreiðslum af höfuðstól hins vegar.
Verðtrygging er eingöngu til að viðhalda raunvirði höfuðstóls, frá lántökudegi til greiðsludags. Verðtrygging er ekki til ávöxtunar höfuðstólsins, til þess eru vextirnir. Vextir eru því bein þóknunargreiðsla lántaka til lánveitanda, fyrir afnot lántaka á fjármagni lánveitanda.
Skilmálar vaxtakjara á samningum eins og hér um ræðir, eru ævinlega ákveðnir af lánveitandanum, án mögulegrar aðkomu lántaka. Þessir tveir þættir eru því algjörlega sjálfstæðir, hver fyrir sig, og eiga ekki að geta hafi yfirfæranleg vægiáhrif þótt önnur hvor forsendan breytist af aðstæðum sem ekki eru af völdum lántaka.
Í fjórða lagi gefur dómarinn sér, í niðurstöðum sínum, ýsmar forsendur sem hvergi eru reifaðar í málinu. Dómarinn virðist telja lántaka bera hlutaábyrgð á þeim óförum sem urðu, þar sem hann hafi valið gengistryggingu, í stað verðtryggingar eða óverðtryggðs láns.
Í forsendum dómsins koma hvergi fram haldbær rök fyrir þessari niðurstöðu dómarans. Hann virðist eingöngu "gefa sér" þessar forsendur, út frá því að fyrirfram prentað form lánasamningsins er hið sama fyrir öll framangreind þrjú lánaformin. Svo virðist sem dómarinn hafi ekkert haldbært í höndum um að lántakinn hafi, að eigin frumkvæði, valið gengistryggingu lánsins, hvað þá að lántakinn hafi sjálfur ákveðið vaxtakjörinn á því láni.
Margt fleira er athugavert við þennan dóm, en hér verður látið staðar numið í bili. Ég hef í huga að gera ítarlega úttekt á þessum dómi og senda dómstólaráði þá greinargerð. Því miður virðast stjórnendur héraðsdómsstigsins hjá okkur enn vera í "gamla Íslandi" og ekki vera tilbúnir að hefja sig upp fyrir spillingu, hugsunarleysi og misnotkun dómsstigsins. Meðan svo er, verður áfram til staðar viðkvæm brotalöm í réttarfari okkar, sem mikil þörf er á að uppræta.
![]() |
Gengislánin frumskógur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.7.2010 | 14:26
Undarlegur ertu Ross Beaty
Ekki er mér ljóst hvort um siðblindu er að ræða hjá Ross Beaty, eða hvort þarna er á ferðinni óvenju ósvífinn fjárglæfrastarfsemi.
Ég skal strax taka fram að ég hef ekki lesið samningana sjálfa, heldur byggi álit mitt á fréttum úr fjölmiðlum, af starfsemi Magma Energy hér á landi.
Ég man ekki betur en kaup Magma á hlut í Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið með þeim hætti að verulegur hluti kaupverðsins var greiddur með kúluláni, frá Orkuveitunni sjálfri, sem tryggt var með veði í hlutabréfum Magma. Ekki var bann við endursölu hlutarins í Orkuveitunni til annarra fyrirtækja og engin ákvæði um að trygging Orkuveitunnar, vegna upphaflegu sölunnar, fylgdi með yfir til hins nýja kaupanda. Staðan gæti því hæglega orðið sú að Magma seldi dótturfyrirtæki sínu hlutinn í Orkuveitunni, gegn staðgreiðslu, eða örðum tryggum greiðslum. Kannski væri hluturinn í Orkuveitunni seldur milli nokkurra aðila, áður en kúlulán Magma, vegna upphaflegu kaupanna, væri komið á gjalddaga.
Þegar kúlulán Orkuveitunnar, á hendur Magma, félli í gjalddaga, væri Magma eignalaust skúffufyrirtæki, vegna þess að löngu væri búið að selja einu verðmætu eign fyrirtækisins (hlutinn í Orkuveitunni) til annarra fyrirtækja.
Niðurstaðan yrði því sú að engin greiðsla fengist upp í kúlulán Orkuveitunnar, en hið eignalausa Magma yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Orkuveitan fengi því ekkert greitt fyrir þann eignarhlut sem þeir seldu Magma. Önnur dótturfyrirtæki Magma væru hins vegar búin að selja eignarhlutinn fram og til baka, sín á milli, og auka verðmætamat hans, og þar með arðgreiðslur og veðhæfi, um verulegar fjárhæði.
Augljóslega er verið að leika sama leikinn varðandi HS orku, ef rétt er að þar hafi verulegur hluti kaupverðs einnig verið greiddur með kúluláni, tryggðu með veði í hlutabréfum Magma.
Ég fæ ekki betur séð en við höfum safnað saman umtalsverðum fjölda óvita í fjármálum, til að taka ákvarðanir um þessar mikilvægu sölur á orkuauðlindum þjóðarinnar.
Uppskriftin er nákvæmlega sú sama og útrásarvíkingar notuðu við að sölsa til sín eignir, og forða þeim síðan frá væntanlegum kröfum seljenda (fyrri eigenda) með margföldu söluferli milli skúffufyrirtækja.
Skildi heimska stjórnmálamanna okkar ekki eiga sér nein takmörk???
![]() |
Beaty svarar Björk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.6.2010 | 22:52
Eru endalok lífeyrissjóðanna í augsýn????
Af þessari frétt má glöggt sjá hvað lítil skynsemi er í því hjá fjárfestingasjóði lífeyrissjóðanna að leggja svona mikið fjármagn í Icelandair. Verulegar fjárþrengingar eru auðsjáanlega framundan, þegar ímyndaraþáttur góðærisáranna fer að þurkast út úr veltu heimsviðskiptanna. Fyrirsjáanlegt er að verulegur samdráttur verður á ferðalögum fólks á næstu áratugum, þar sem almennt kappsmál verður hjá fólki að losa sig út úr skuldum og byggja sér raunverulega varasjóði, frekar en flækjast um heiminn.
Ég held því að lífeyrisþegar geti nú þegar byrjað að sætta sig við að fjármagnið sem sett var í hlutafjárkaup í Icelandair, muni ekki eiga afturkvæmt í sjóði lífeyrissjóðanna.
Menn virðast ekkert hafa lært af hruninu. Svo segja jólasveinarnir frá AGS að kreppan sé búin. Þeir sjá greinilega ekki langt fram fyrir tærnar á sér.
![]() |
Hlutabréfamarkaðir í frjálsu falli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.6.2010 | 14:44
Þeir sem vilja ESB samninga nú, þeir borgi kostnaðinn
Augljóst er að þjóðin á ekki þá peninga til núna sem samningaferlið við ESB kostar. Mikið vantar á að peningar þjóðarinnar dugi fyrir brýnustu útgjöldum s.s. heilbrigðis-, velferðar-, og menntamálum, þó annað sé ekki talið til.
Þeir sem krefjast að lagt sé í þann kostnað nú, að semja við ESB, þeir leggi sjálfir fram nauðsynlegt fjármagn til samninganna. Takist þeim að gera svo góðan samning að þjóðin samþykki hann í þjóðaratkvæðagreiðslu, fái þeir kostnað sinn greiddan, annars ekki.
![]() |
Ungir framsóknarmenn vilja ESB viðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.6.2010 | 17:05
Líkega er þetta heimska frekar en illgirni
Ágætu aumkunnarverðu meðlimir "Sterkara Ísland". Af þessum skrifum ykkar að dæma flaggið þið álíka greindarvísitölu og þeir aumkunnarverðu menn sem stjórnuðu banka og fjármálakerfum okkar fyrir hrun. Þið virðist ekki horfa fetið, fram fyrir ykkur, hvað þá lengra.
Ykkur virðist alveg sama þó heilbrigðis- velferðar- og menntakerfi þjóðarinanr verði fyrir alvarlegum skakkaföllum, vegna fjárskorts, bara ef þið fáið þessa milljarða sem þarf til að leyfa litlum hópi manna að spóka sig í vellistingum, meðan sjúkt fólk dreyr, aðstoðar þurfandi fólk sveltur eða verður úti og skólafólk hrökklast frá námi.
Fyrir liggur að sá samningur sem fengist við þær aðstæður sem nú eru uppi, mun ekki undir neinum kringumstræðum verða samþykktur af þjóðinni.
Hver er þá réttur þess stóra meirihluta þjóðarinnar SEM EKKI VILL SEMJA NÚNA? Eigum við rétt á því að þeir SEM TAKA SÉR ÞAÐ VALD, yfir fjármunum þjóðarinnar, að HENDA PENINGUM Í FYRIRFRAM VITAÐA VITLEYSU, greiði úr eigin vasa kostnaðinn af þeirri vitleysu sem þeir knúðu fram, gegn vilja meirihluta þjóðarinnar?
Hugsið aðeins um þetta og skoðið hvað er mikið í buddunni ykkar. Ekki er útilokað að þið verðið rukkaðir.
![]() |
Fagna grænu aðildarljósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.6.2010 | 16:42
Stjórnvöld geta ekki rift samningum skuldabréfa
Andrés minn. Þú verður nú, starfs þíns vegna, að gæta tungu þinnar og skrifa. Allar skuldir sem áttu að hafa gengisviðmið, eru að öllu öðru leyti með lögbundna samninga um gjalddaga, lánstíma og vexti. Eini ólögmæti liður þeirra lánasamninga var gengisviðmiðunin. Ekkert annað er ólögmætt í þeim lánasamninum.
Líklega eru flest skuldbréfin með ákvæðum um líbor-vexti, með ákveðnu tilteknu álagi á þá vexti. Þeim skilmálum skuldabréfanna er EKKI hægt að breyta, nema með dómsúrskurði. Ákvörðun stjórnvalda hefur ekkert að segja varðandi þau lán sem heyra undir þær dómsniðurstöður sem Hæstiréttur var að fjalla um. Stjórnvöld geta ekkert breytt þeim lánasamningum sem þar um ræðir og hafa engar heimildir til að ákvarða neitt um þá lánasamninga sem þarna um ræðir.
Ég er ekkert í vafa um að hætti stjórnvöld sér út í einhver afskipti af þessum málum, sem teljast mundu óhagstæð fyrir skuldara, yrði alvarleg uppreisn hér, sem allt eins gæti haft alvarlegar afleiðingar.
Þessum málum verða stjórnvöld að halda sig frá, eigi lýðræðið ekki að bíða skaða af.
![]() |
Sleppa ekki frá skuldunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.6.2010 | 21:26
Fallinn engill
Ósköp er þetta aumkunnarverður málflutningur af fyrrverandi átrúnaðargoði þeirra sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi. Augljóslega hefur hún afar slæma ráðgjafa, sem virðist vera skítsama um helsta fylgisfólk Jóhönnu.
Það er afar sérstakt að telja það framlag af hálfu ríksistjórnar að leyfa fólki að taka út sinn eigin séreignarsparnað, svo ríkið geti fengið skatttekjurnar af því fjármagni til að lappa uppá auma stöðu ríkissjóðs.
Hinn þátturinn er að bjóða fólki upp á ævilagnga skuldafjötra við lágmarks lífsgæði, í skiptum fyrir 7 - 10 ára þrengingar sem fylgja mundu gjaldþroti.
Það er greinilega ekki til að hjálpa fólkinu sem slíkar aðgerðir eru sviðsettar. Þar er verið að bjarga lánastofnunum, sem tvímælalaust myndu fara á hausinn aftur, ef fjöldi ofurskuldsettra heimila tækju þann valkost að fara frekar í gjaldþrot en velja ævilanga skuldafjötra.
Það er sárt fyrir jafnaðarmann til margra áratuga að horfa upp á þvílíkt úrræðaleysi og lítilsvirðingu gagnvart alþýðufólki, eins og birtist af hálfu þessarar ríkisstjórnar.
Hafi þeir skömm að sem slíku stjórna.
![]() |
Hafa komið til móts við skuldavandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Manni finnst hálf kynlegt þegar árásarliðið, sem réðst inn á Alþingi með ofbeldi og líkamsmeiðingum á starfsfólki þingsins, kvartar yfir að það njóti ekki FULLRA mannréttinda. Slíkt getur vart flokkast undir annað en verulegan dómgreindsrbrest og veruleikafyrringu.
Ég fylltist verulegri sorg þegar ég sá þann fjölda fólks, sem tilbúinn var að ógna réttarríki okkar með yfirgangi, hrópum og kjánalegum yfirlýsingum, þegar taka átti fyrir málið gegn hinu ákærða innrásarfólki. Sorglegast af öllu fannst mér að sjá í þessum hópi starfandi prest í þjóðkirjunni, sem lagði blessun sína yfir ofbeldi þessa fólks og fannst óréttlátt að það væri sótt til saka fyrir árásina.
Ef ég hefði ekki hlustað á það sjálfur, hefði ég sagt það ósatt að Ragnar Aðalsteinsson hefði haft svo rangan skilning á mannréttindum, eins og fram kom í máli hans í viðtali við fréttafólk. Slík rangtúlkun á mikilvægustu réttindum ALLRA, ekki bara sakborninganna níu, er ekki afsakanleg með lögskipan sem verjandi ákærðra. Það vill svo til að það fólk sem þessir ákærðu aðilar réðust gegn, og yfirbuguðu með ofbeldi, eiga líka þennan rétt.
Meginstoð lýðræðis okkar er Alþingi. Þegar stjórnlaus ofbeldishópur ræðst inn í undirstöðustofnun lýðræðisins, er ekki bara það starfsfólk í hættu sem ráðist er gegn. Það er sjálf undirstaða lýðræðis okkar. Segjum svo að þetta fólk hefði ekki verið ákært. Síðar hefði komið annar hópur sem hreinlega hefði yfirtekið þingið og varnað því starfsemi. Hvað þá???? Í stjórnarskrá okkar setndur skýrum stöfum að ALLIR SKULI VERA JAFNIR FYRIR LÖGHUNUM. Ef þessum hópi hefði verið sleppt við ákæru. Hvaða rétt hefði þá ákæruvaldið til að ákæra aðra hópa sem ráðst mundu á Alþingi????????
Mér finnst óumræðilega sárt að horfa upp á þann fjölda sem virðist með svo brenglaða dómgreind, eins og fram kemur fylgendum þess ofbeldishóps, sem nú sætir ákæru fyrir innrás á meginstoð lýðræðis okkar, sjálft Alþingi.
Ég bið GUÐ að leiða þetta villuráfandi fólk aftur á leið skynseminnar, ekki síst hinn starfandi prest, sem varði ofbeldið.
![]() |
Þinghald verði opið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.4.2010 | 11:34
Nokkuð brött greining hjá Bjaarna
Ég verð að segja að mér finnst greining Bjarna á stefnumálum Sjálfstæðisflokksins nokkrar athygli verð. Ekki verður betur séð en hann sé að segja að öll helstu stefnumál flokksins s. l. 20 ár, eða svo (stjórnartíð Davíðs), hafi verið röng, illa útfærð og skort allt aðhald og eftirlit.
Ég sé ekki betur en hann sé að slengja blautri tusku framan í Davíð og Hannes Hólmstein, auk Heimdallar, Verslunarráðs, yfirstjórna LÍÚ og SA.
Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldi af þessum ummælum.
![]() |
Bjarni: Allt of hart gengið að Þorgerði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur