Færsluflokkur: Dægurmál

Hugsar Jón Daníelsson bara út frá peningasjónarmiðum ???

Ég hef svo sem áður heyrst álíka viðhorf frá Jóni Daníelssyni, hagfræðing, en undrar mjög að hann skuli enn halda þessum frjálshyggusjónarmiðum á lofti.

Sé mið tekið af siðferðisvitund fólks í viðskipta- og atvinnulífi okkar, ætti sæmilega heilbrigt hugsandi manni að vera ljóst að það væri fullkomið óráð, við núverandi siðferðisvitund, að opna fyrir frjálst gjaldeyrisútstreymi. Bara það, eins og nefnt er í fréttinni, að núverandi gjaldeyrishöft haldi ekki, er skýr vísbending um að enn er mikið af óheiðarlegum atvinnurekendum á Íslandi, sem ekki eru tilbúnir að leggjast á sveif með þjóðinni, til að rétta við stöðu þjóðarskútunnar.

Skoða mætti rýmkun laga um gjaldeyrisútstreymi, samhliða því að harðar refsingar væru teknar upp við hverskonar sniðgöngu eða undanbrögðum frá tilgangi laganna. Þar mætti hugsa sér að við ítrekað brot, missti fyrirtækið rétt til starfsemi á gjaldeyrissviði næstu 10 árin og sama refsing legðist á stjórnarmenn og framkvæmdastjóra slíkra fyrirtækja.

Það virðist óhjákvæmilegt að grípa þurfi til harkalegra aðgerða til að knýja tiltekna menn í viðskipta- og atvinnulífi til heiðarleika. Það verður að láta viðskipta og atvinnulífið skilja að veisla sjónhverfinga, óskhyggju og barnaskapar er liðinn. Kostnaður þjóðarheildarinnar af óheiðarleika aðila úr framangreindum geirum þjóðlífsins, er það mikill að afar gætilega verður að sigla í gjaldeyrismálum næstu árin, jafnvel áratugina.

"hagfræðingur" skuli halda því fram að höft á útstreymi gjaldeyris úr þjóðfélagi okkar hafi verið mistök, við núverandi aðstæður og siðferðisvitund viðskipta- og atvinnulífs, segir mikið meira um viðkomandi sjálfan en möguleika þjóðarinnar til að ná tökum á lífsgæðum í þjóðfélaginu.

Við þurfum ekki meira af PENINGAHYGGJU Við þurfum fyrst og fremst raunhæfan heiðarleika, til eflingar gjaldeyrisskapandi atvinnulífs í þjóðfélaginu.         


mbl.is Jón Daníelsson: Bjartsýnni en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varasamt að takar þessa tölur sem heilaga KÚ.

Ég dreg stórlega í efa að þarna sé um raunverulega inneign að ræða. Ástæða þess er sú að í áratugi hafa allar lánastofnanir greitt öll sín útlán inn á innlánsreikninga lántakans, en ekki greitt það út í ávísun eða peningum. 

Þegar litið er til þeirra miklu útlána sem verið hafa í bankakerfinu undanfarin ár, og þá ekki síst á síðasta ári, mundi ég halda að það þyrfti að endurskoða þessar tölur, með hliðsjón af óráðstöfuðum útlánum, sem legið hafa á inneignarreikningum lántakans, eða annars sem hann hefur ráðstafað láninu til, svo raunveruleg inneignarstaða komi í ljós.

Það er opinbert leyndarmál í efri lögum bankakerfisins, að útlán eru aldrei borguð út öðru vísi en með því að leggja útlánið inn á innlánsreikning hjá lántakanum, eða þeim aðila sem hann vísar til.

Þessi aðferð er blekkingaleikur sem bankarnir eru búnir að leika í áratugi, án þess að opinberir aðilar hafi skipt sér af, en það gátu þeir þann tíma sem bankarnir voru ríkisbankar.                  


mbl.is Framtaldar bankainnistæður tvöfölduðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð blessar Ísland ef..........?

Þó kreppan hafi á engan hátt snert mitt efnahagslíf, utan verðhækkana á vöru og þjónustu, finn ég til með þeim sem fastir eru í neti skuldafjötra. Ég sá, með margra ára fyrirvara, hvert var að stefna og kom mínum málum þannig fyrir að ég stæði utan við það hrun sem var fyrirsjáanlegt.

Reynsla mín af baráttu fyrir fólk í fjárhagserfiðleikum, á árunum 1983 -1993, sýndi mér á svo ótvíræðan hátt að stjórnvöld og lánastofnanir hafa ekki kjark né dug til að standa ábyrg gagnvart sínum eigin gjörðum. Þau standa til hlés og horfa í aðra átt, meðan alþýða fólks og fyrirtæki kveljast í þeim vítispotti sem stjórnvöld og lánastofnanir skipulögðu, þessum aðilum til handa.

Það er á vissan hátt sorglegt að nú, tæpu ári eftir hrun bankakerfisins skuli engin alvöru umræða hafa farið fram hér á landi, um meginástæður þeirra ófara sem yfir okkur dundu. Það er sárt að horfa uppá að stjórnmálamenn og þeir "sérfræðingar" sem mest eru áberandi í fjölmiðlaumræðunni, skuli koma fram við þjóðina eins og hún eigi sök á óförunum og framkalla með því sektarkennd og fórnarlambshugsun í allri umræðu.

Raunin er sú, að það sem gerðist á Íslandi var einungis það að snögglega skrúfaðist fyrir innstreymi erlends fjármagns til landsins. Þar sem viðskiptabankar okkar voru jafnframt fjárfestingabankar, hrundi viðskiptaumhverfið vegna þess að fjárfestingaumhverfið fór á hausinn, fyrir hreinan óvitaskap, eins og ég orðaði það jafnan í aðvörunum mínum. 

Þar sem flestar greinar útflutningstekna héldu starfsemi sinni óskertri, skertust ekkert hinar RAUNVERULEGU gjaldeyristekjur okkar, enda hefur það sýnt sig að flesta mánuði þessa árs hafa gjaldeyristekjur okkar verið hærri en gjaldeyrisnotkun vegna innflutnings.

Það er hins vegar ljóst, að ef við ætlum að halda sömu útþenslu þjóðfélagsins, eins og var meðan nokkur hluti þjónustuumhverfis var rekin fyrir erlent lánsfé, verðum við að auka verulega við atvinnusköpun útflutningsgreina, þar sem við verðum að afla meiri tekna til að veltuaukningin sé byggð á eigin tekjum, en ekki drifin áfram af innstreymi erlends lánsfjár, sem óhjákvæmilega þarf einhvern tíman að borga til baka.

Ef við komum þessari einföldu rökfræði inn í höfuðið á okkur, og knýjum stjórnmálamenn til að fara að stjórna á grundvelli kærleika og réttlætis, þá er engin vafi á að Guð muni blessa land og þjóð.               


mbl.is Þetta er bara allt farið í steik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mesta niðurlæging forsetaembættisins.

Jæja, þá liggur það ljóst fyrir að höfnun forsetans á staðfestingu fjölmilalaganna var pólitísk ákvörðun en ekki vegna áhrifa laganna á þjóðfélagið, sem og mikillar ólgu meðal þjóðarinnar.

IceSave málið er stjarnfræðilega mikið mikilvægara en fjölmiðlamálið. Auk þess sem áskoranir til forsetans voru mikið fleiri vegna IceSave samningsins, en vegna fjölmiðlamálsins. Hefði forsetinn verið trúr stjórnarskránni, miðað við fyrri ákvarðanir sínar, hefði hann umsvifalaust á að vísa þessu máli til þjóðarinnar.

Frá þessari stundu er Ólafur fullkomlega ómerkur sem forseti þjóðarinnar og á að segja af sér þegar í stað. Það á ekki að lýðast að þetta embætti sem misnotað í pólitískum tilgangi.

PUNKTUR.                    


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÍÚ lýsir enn á ný frati á þjóðina

Enn á ný hagar LÍÚ sér eins og ofdekraður oflátungur, þegar þeir lýsa fullkomnu frati á hagsmuni þjóðfélagsins, í því augnamiði að ÞEIR SJÁLFIR fá hugsanlega ölítið hærri tekjur til eigin fyrirtækja. Þær tekjur koma fyrst og fremst vegna nýtingar þeirra á stærstu gjaldeyrisauðlind þjóðarinanr; auðlind sem þeir hafa, fram til þessa, fengið gjaldfrjálsan aðgang að.

LÍÚ menn virðast ekki hugsa mjög skýrt þegar þeir vegsama hærra verð á fskmörkuðum erlendis, miðað við það sem fengist hefur hér heima. Í fyrsta lagi virðast þeir gleyma þeim kostnaði sem af því hlýst að sigla með aflann. Skip og áhöfn eru bundin við slíkt í c. a. 8 - 10 sólahringa. 

Skip og áhöfn voru kannski upptekin í 20 sólahringa við að afla þess farms, sem síðan þarf að sigla með, sem bætir 40 - 50% við tímann sem teknanna var aflað. Þessum tíma er bætt við til þess að fá (hugsanlega) 30% hærra verð fyrir aflann, en fengist hefði á einum sólahring í heimahöfn.

Þar sem fiskur telst til nauðsynlegrar neysluvöru, er sala fisks á neytendamarkaði ekki beinlínis háð tískusveiflum. Því má t. d. líta svo á að þær útgerðir sem sigla með aflann og selja hann á erlendum mörkuðum, til vinnslu þar fyrir neytendamarkað, séu fyrst og fremst að lækka verðið á unnum fiski, sem verkaður væri hér á landi.

Miðað við núverandi samgöngur, væri hægt að senda daglega (með flugi), unnar fiskafurðir á neytendamarkað erlendis; fisk sem hefði fyrir 2 - 4 sjólahringum verið lifandi, óveiddur í sjónum. 

Til þess að þjóð okkar fái að njóta slíks hámarks afraksturs af þeirri auðlind okkar sem fiskveiðilandhelgin geymir, þar nauðsynlega að banna alla sölu á óunnum fiski úr landi. Allar forsendur eru fyrir hendi til að skila erlendum fiskkaupendum umtalsvert betri vöru, með vinnslu aflans hér heima, heldur en þeir fá með kaupum á 25 - 30 sólahringa gömlum fiski, upp úr veiðiskipi á erlendum fiskmerkaði.

              


mbl.is Útlendingar tilbúnir að greiða hærra verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það virðist ekki mikið ljós á skynsemisperunni hjá OR-mönnum

Ég skal strax viðurkenna að ég hef ekki lesið samning OR við Magma Energy, en af fréttum að dæma virðast OR menn ekki vaða í viti og fyrirhyggju. Ég get því tekið undir þær aðvaranir sem Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra hefur látið falla um þá vitleysu sem þarna virðist á ferðinni.

Athyglisvert er, að lánið sem OR veitir Magma, vegna 70% kaupverðs, er sagt vera í USA dollurum, þrátt fyrir að þeir fjármálasérfræðingar sem spáðu, fyrir nokkrum árum, hruni íslensku bankanna, spá því nú að Bandaríkin muni innan fárra ára lenda í miklum skuldavanda og USA dollarinn muni hrynja meira en 50% í verðgildi. Lánið hefði verið tryggara, annað hvort í Ísl. krónum eða í Kanadadollar.

Svo ganga menn aftur í þá grifju að einu tryggingar skuldarinnar sé í fyrirtækinu sjálfu. Ferlið verður því flótlega hið sama og hjá útrásarvíkingunum, að þetta fyrirtæki (Magma Energy) mun, á næsta eða þarnæsta ári, selja öðru fyrirtæki í eigu sömu aðila, megnið af eignum Magma, ásamt orkuréttindum, og skilja Magma Energy eftir eignalítið en yfirskuldsett, þannig að í því verði engin trygging fyrir skuldinni við OR.

Niðurstaðan verður því sú, að um svipað leiti og þjóðin þarf að fara að greiða af IscSave skuldunum, mun OR þurfa að afskrifa skuldina við Magma Energy vegna sölunnar á hlutnum í HS-orku, þar sem Magma verði eignalaust.

Eignarhluturinn í HS-orku, ásamt orkuréttindum, verður hins vegar orðin eign annars fyrirtækis, sem tekið hafði þessar eignir upp í tilbúnar skuldir Magma við þetta nýja hlutafélag. Við munum því ekki eiga neina möguleika á að ná eignarhaldi aftur á þessum orkuréttindum, eða eignarhlutnum í HS-orku.

Hve mikið skildum við eiga af samningsaulum hér á Íslandi ???

Skildu þeir allir hafa verið teknir í þjónustu opinberra aðila ????? 

                     


mbl.is Vaxtamunurinn eðlilegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann nefnir ekkert íslenska kvótakerfið

"Góð reynsla af notkun kvótakerfa við fiskiveiðistjórnun í heiminum" segir hinn svokallaði "fiskihagfræði- prófessor", en nefnir ekkert íslenska kvótakerfið. Hann segir einnig að: „Kvótakerfi með framseljanlegum aflaheimildum er samnefnari þeirra framfara sem orðið hafa í fiskveiðum og stjórnun þeirra,“  Einnig segir hann í næstu málsgrein:  Þannig beittu 15 af helstu fiskveiðiþjóðum heims kvótakerfi til þess að stýra heildaraflamagni. Nærri léti því að um 20-25% alls heildarafla í heiminum væri veiddur með kvótakerfi sem stjórntæki. Lítum aðeins nánar á þetta.

Athyglisvert er að hann skuli tilgreina  "15 af helstu fiskveiðiþjóðum heims". Hve margar þessara 15 þjóða eru í Evrópusambandinu, og þar með þátttakendur í hinu vonlausa stjórnkerfi þeirra, að þeirra eigin sögn. Líklega er Nýja Sjáland líka í þessum 15 ríkja hópi, með það árangursleysi sem þegar hefur verið sýnt í sjónvarpi. Við þekkjum árangurinn af íslenska kvótakerfinu, og þurfum því ekki að undrast þó Ragnar nefni það ekki mikið í erindum sínum, því ALDREI hefur hann geta rökstutt þær vitleysur sem hann hefur sett á prent um það kerfi, þó ítrekað hafi verið eftir því leitað.

Athyglisvert væri að fá sundurliðun þessara 15 þjóða, eftir hlutfalli fiskafla í heildartekjum þjóðfélagsins (gjaldeyristekjum), og hins vegar eftir því hve mörg byggðarlög (sem hlutfall af heild) hafa, að meira en 40% hlutfalli byggt afkomu sína af fiskveiðum og vinnslu fiksafurða; segjum svona 60 ár aftur í tímann.

Ragnar blessaður, er þekktur að því að vera alveg sama um afkomu þjóðfélagsins, þegar fiskveiðar eru annars vegar. Hann horfir eingöngu ógagnrýnum augum á arðrán ákveðinna útvegsmanna, sem þó hafa ekki geta rekið fyrirtæki sín án umtalsverðrar skuldasöfnnar, samhliða því að selja gegn brjálæðislegu verði, þær aflaheimildir sem þeir sjálfir fengu gjaldfrjálst frá ríkinu; og skila engu af því fjármagni til rísksins, ekki einu sinni viðrðisaukaskattinum af þeirri fisksölu, sem sala aflaheimilda er.

Íslensk fiskveiðistjórnun hefur einnig byggst á því að útrýma - svo sem kostur er - veiðum með kyrrstæðum veiðarfærum, samhliða því sem umtalsverð sóknaraukning hefur orðið með MJÖG þungum og eyðileggjandi togveiðarfærum, sem vinna umtalsverð spjöll á lífríki hafsbotnsins, líkt og ítrekað hefur verið sýnt fram á. Og enn er haft eftir Ragnari:

Ragnar sagðist telja að með framseljanlegum aflaheimildum í kvótakerfi væri í raun búið að leggja grunn að því að sjávarútvegurinn bæri sjálfur ábyrgð á stjórn veiða. Sambærilegt sjónarmið kom einnig fram í erindi Stan Crothers, fyrrum starfsmanns nýsjálenska sjávarútvegsráðuneytisins, á ráðstefnunni.    

Ef útvegsmenn gætu lært að þekkja mismuninn á hugtakinu "seljanleg" auðlind og "framseljanleg" auðlind, væri vel husanlegt að hafa þá með í ráðum við stjórn fiskveiða. En meðan þeir þekkja ekki muninn á þessum tveimur mikilvægu hugtökum, og komast upp með að ræna milljarðatugum frá ríkissjóði, er varla von til að þjóðin treysti þeim verði fyrir þessari mikilvægu auðlind, sem þjóðin byggir afklomu sína á.

Athyglisvert er, í ljósi þess hve mikið hefur verið fjallað um mistök við fiskveiðistjórnun nýsjálendinga, að fiskveiðistjórnun okkar skuli jafnan nefnd í sömu andrá þegar ábyrga og árangursríka fiskveiðistjórnun ber á góma.  Að sjálfsögðu er ekki nefnt að talað sé um jákvæðan árangur. En af því að fiskveiðistjórnun okkar er jafnan nefnd í sömu andrá og fiskveiðistjórnun Nýja Sjálands, þarf ekki mikla stærðfræðikunnáttu til að skilja samhengið.

Því miður hefur þessi blessaður maður, sem kallar sig "prófessor í fiskihagfræði", ekki enn látið í ljós þekkingu á þýðingu fiskveiða og vinnslu, fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf.  Ástæða þess er að hann hefur aldrei horft út fyrir hagsmuni LÍÚ, í sínum "prófessorsmerktu" rangfærslum.

Því verður ekki neitað að það er veruleg smán að því fyrir Háskóla Íslands, að það rugl sem Ragnar hefur látið frá sér fara um fiskveiðistjórnun, skuli vera sett fram undir merkjum stofnunar sem ÆTLA MÁ að beri fyrst og fremst hag þjóðarheildarinnar fyrir brjósti, en stefni ekki opinberlega að því að ræna helstu tekjuauðlind þjóðarinnar og koma henni í hendur aðila sem, frá upphafi, hafa sýnt fullkomið ábyrgðarleysi, gagnvart þjóðinni, í tilraun til að auðgast sjálfir.

Það þarf greinilega að lúsahreinsa Háskólann. 


mbl.is Almennt góð reynsla af kvótakerfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert fara þá hækkanirnar sem verið hafa á lambakjötinu ???

Sé horft til þeirra miklu verðhækkana sem verið hafa á lambakjöti í verðslunum á þessu ári, sætir það nokkurri furðu að sláturleyfishafar skuli ekki geta greitt bændum neinar verðhækkanir, frá síðasta ári.  Hvert fara þá allar þessar verðhækkanir sem við neytendur höfum verið að borga, á þessu ári, fyrir blessað lambakjötið ???

Sé það svo að milliliðirnir séu að gleipa sjálfir allar þessar hækkanir, er greinilega komin þörf á að endurskoða söluferli lambakjötsins, með það að markmiði að bændur geti sjálfir selt sem mest af afurðum sínum, beint til neytenda. 

Ekki geta söluaðilar afsakað verðhækkanir með auknum kostnaði við markaðssetningu, því engin tilraun er af þeirra hálfu gerð til að gera lambakjötið að freistandi vöru, með framsetningu í verslunum. Má þar t. d. nefna að ævinlega er útilokað að fá smáseik, gúllas eða lambahakk í verðslunum.

Þá er einnig afar sérstakt að horfa á verslanir selja sama kjötbitann úr skrokki lambsins, á tveimur afar mismunandi verðum. Á ég þar við svonefndar "framhryggssneiðar", sem er sá hluti af lambaskrokknum, sem í verðlagsgrunni mun vera verðlagður sem "súpukjöt", sem er á umtalsvert lægra verði en framhryggssneiðarnar eru seldar.

Að lokum vil ég hér einnig leggja fram áskorun til framleiðenda unninnar kjötvöru, að hætta þessum austri eytur- og rotvarnarefna í vörurnar, því flestar unnar kjötvörur eru orðnar ókaupandi, vegna hins mikla magns aukaefna sem framleiðendur hlaða í þessar vörur.  Ég hef sniðgengið eytur- og rotvarnarefni í matvörum í áraraðir og að sama skapi hefur meltingarstarfsemi líkama míns farið batnandi, og þar með líkamleg og andleg heilsa.

Er kannski besta leiðin að snúa aftur til einfaldleikans og hreinleikans í efnasamsetningu matvæla?                 


mbl.is Lægra verð en bændur óskuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri ekki gott að leiðrétta verðtrygginguna í leiðinni ??

Frá upphafi hafa útreikniforsendur svokallaðrar verðtryggingar (fyrst lánskjaravísitölu) verið vitlausar, með þeim hætti að þær margfalda endurgreiðslu lánsfjár, langt umfram eðlilegar vísitölubreytingar. Á þetta hefur oft verið bent, en þar sem þessi "vitleysa" í útfærslum, skilar lánastofnunum umtalsvert hærri endurgreiðslu en eðlilegur útreikningur mundi gera, hefur verið slegin öflug skjaldfborg um þessar "vitleysur".

Ég á allar þessar vitleysur skýrt útfærðar og bauð t.d. kastljósi þær í lok síðasta árs, en eitthvað stöðvaði þá á síðustu stundu að kynna sér málið.

Í áranna rás hef ég iðulega vakið máls á þessum vitleysum, en aldrei hefur skapast áhugi fjölmiðla eða félagshópa á að kynna sér þessa þætti rækilega. Ég hef þó marglýst því yfir að ég sé tilbúinn að mæta á fundi hjá hópum til að kynna þessar vitlausu forsendur, en til slíks þurfi ég annað hvort skjávarpa eða glæruvarpa.

Ef þjóðin gæti sameinast um að leiðrétta núverandi lög (vitleysan var sett inn í lögin þegar sást hve vel hún gaf af sér fyrir lánastofnanir) og einnig útreikniforsendur skuldabréfakerfis lánastofnana, þannig að útreikningar verðbóta væru í samræmi við hina upphaflegu hugmynd, myndu ALLAR höfuðstólsupphæðir verðtryggða lána lækka verulega og framtíðar-afborganir vera í fullu samræmi við eðlilegar verðbreytingar í landinu.

Hvort ætli sé betra, fyrir farsæla framtíðarþróun lánaviðskpta, að leiðrétta vitleysur í verðbótaútreikningum, eða afskrifa hluta af höfuðstól núverandi skulda?             


mbl.is Ráðherra vill afskrifa skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættulegt að samþykkja Icesave-ábyrgðina

Ég hef áhyggjur af því að mér finnst stjórnmálamenn ekki átta sig á mestu hættunni sem islensku samfélagi stafar af samþykkt ríkisábyrgðar þessa Icesave-samnings. Lítum á meginrökin.

Ríkissjóður er ekki, lögum samkvæmt, ábyrgðaraðili Landsbanka Íslands hf.

Ríkissjóður er ekki með neina beina ábyrgð á Tryggingasjóði innistæðueigenda og Tryggingasjóður kemur ekki til skjalanna fyrr en fyrirtækið (Landsbankinn) er komið í gjaldþrot.

Í stjórnarskrá okkar eru skýr ákvæði um að ALLIR skuli vera jafnir fyrir lögunum.

Fari nú svo að Alþingi samþykki ríkisábyrgð vegna skulda Landsbankans, myndast ófrávíkjanlegur kröfuréttur ALLRA kröfuhafa á íslensk fyrirtæki, vegna krafna sem þau ráða ekki við að greiða. Hvernig gerist það?

Taki ríkissjóður ábyrgð á skuld íslensks fyrirtækis, sem ekki hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, er forsendan - ALLIR skuli vera jafnir fyrir lögunum - orðin dómtæk forsenda fyrir því að slíkt hið sama VERÐI að vera meginregla gagnvart ÖLLUM ÖÐRUM FYRIRTÆKJUM Í LANDINU.

Ef menn hafa ekki enn áttað sig á því, hvers vegna erlendir kröfuhafar eru svona tregir til að ganga frá samningum um niðurfellingar skulda, þá bendi ég mönnum á að þessi þáttur er einmitt meginástæðan fyrir þessari tregðu. Samþykki Alþingi ábyrgðina vegna Icesave-samningsins, þurfa engir erlendir kröfuhafar að afskrifa neitt af kröfum sínum, því jafnræðisregla stjórnarskrár veitir þeim rétt til að sækja greiðslur sínar til ríkisins, vegna samþykktar ríkisábyrgðar á skuld íslensks fyrirtækis, sem er komið í greiðsluþrot, en hefur ekki enn verið tekið til gjaldþrotaskipta, og skiptin kláruð.

Það þarf ekki fólkna speki til að sjá þetta, því þetta er fyrir framan augun á manni, ef maður einbeitir sér að einföldu beinu brautinni, undir öllu orðagjálfrinu, sem stjórnmaálamenn skilja ekki einum sinni sjálfir.            

            


mbl.is Frávísun myndi valda stjórnmálaóreiðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband