Færsluflokkur: Samgöngur
5.1.2020 | 20:41
VIÐ TREYSTUM Á EFTIRLITSKERFIN ???
Þegar ég horfði á kvöldfréttir sjónvarps sunnudaginn 5. janúar 2020, sá ég hversu óendanlegt virðist vera barnaleg heimska þeirra sem standa fyrir framvindu reglusetninga sem almenningi er ætlað að fara eftir, sjálffum sér til heilsueflingar. Útilokað tel ég vera að ætlað eftirlitshlutverki almennings verði eðlilega framfylgt eigi fólkið sjálft að annast eftirlitið. Hér á ég við fréttina af heimild til innflutnings á ófrosnu hráum kjötvörum og eggjum, frá Evrópulöndum. Innflutningsheimildin var byggð á þeirri forsendu að eftirlitskerfin með heilbrigðu hráefni standi fyrir rannsóknum á hinni innfluttu vöru, þannig að þjóðin verði vel varin fyrir öllum þeim sjúkdómum sem þrífast í bústofnum á erlendri grund.
Eins og staðan er nú og hefur verið undanfarin ár, verður ekki séð að eftirlitsstofnanir okkar anni nauðsynlegu eftirliti á innlendri framleiðslu. Ekki er vitað til að aukið fjármagn eða mannskapur hafi verið sett, eða fyrirhugað sé að setja í eftirlit með innfluttum matvælum, þó reikna megi með að rannsóknarþörf aukist um c. a. 200% á þessum nææstu árum. Leyfisveitandi treystir á hina þekktu og rómuðu löghlýðni landsmanna. Og að þeir skapi að mestu leyti hið virka eftirlit sjálfir, með sjálfum sér og örðum, varðandi allt er lýtur að heilbrigði vörunnar.
Þegar ég heyrði þetta hugsaði ég með mér að sá sem tók endanlegu ákvörðunina um þetta fyrirkomulag hafi líklega aldrei komið út í bílaumferð á Íslandi og þekki hreint ekkert til hugarfars íslendinga varðandi hugarfars til heftandi ákvæða laga. Maður þarf ekki að fara langa vegalengd til að komast að raun um að langstærstur hluti ökumanna lætur sig litlu skipta hvaða lög eða reglur gild um umferð ökutækja eða gangandi vegfarenda. Þó hefur að undanförnu mátt sjá fólk standa við gangstéttarbrún og bíða eftir grænu göguljósi. Oftast reynist þar um erlenda ferðamenn að ræða, sem stara með nokkurri undran á framferði heimamanna. Ég get ómögulega gert mér í hugarlund að virðing landsmanna fyrir innflutningsreglum ófrosinnar matvöru, kalli á sterkar ábyrgðartilfinningu fólks gagnvart því lífs, heilsu- eða eignatjón sem fólk teflir að sér í hættu með, í fullkomnu virðingaleysi fyrir eðlilegum lögboðnum reglum um hegðan í umferðinni.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2008 | 15:20
Bankastjórarnir vilja meiri lán og meiri framkvæmdir????????
Í hádegisfréttunum heyrði ég viðtal við Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóra Landsbankans. Hann var að vandræðast yfir því að Seðlabankinn kæmi ekki með lánið sem Alþingi hefði heimilað honum að taka. Skilningur hans var sá að lánið hefði átt að taka til að bæta gjaldeyrisstöðu bankanna og til að auka framkvæmdir.
Það var merkilegt að hlusta á þetta frá bankastjóra næst stærsta einkabanka landsins; banka sem jafnframt er með lægsta skuldatryggingaálag allra banka á Íslandi. Það var eins og honum væri ókunnugt um að erlendar skuldir okkar séu komnar langt upp fyrir mögulega getu okkar til endurgreiðslu þeirra og þessar skuldir eru til komnar vegna ákvarðana þessara sömu manna, þ. e. bankastjóra einkabankanna. Í vandræðum sem þeir sköpuðu sér sjálfir, láta þeir eins og ríkið bera ábyrgð á heimskupörum þeirra. Og þeir biðja ekki um hjálp til að bjarga sér frá vitleysunni. Nei, þeir HEIMTA að ríkið KOMI STRAX MEÐ PENINGA til að bjarga þeim frá eigin vitleysu.
Í langagn tíma hefur það verið skýr stefna Sjálfstæðisflokksins, að grípa ekki til SÉRTÆKRA AÐGERÐA til bjargar einkafyrirtækjum eða einstöku atvinnugreinum. Það er grundvallarreglan á bak við það að Sjálfstæðisflokkurinn lét sjávarútvegsfyrirtækin á landsbyggðinni brenna upp í vitlausum hagstjórnaraðferðum, sem enn eru viðhafðar hér á landi.
Hagfræðin sem hér er kennd getur ekki gengið upp fyrir litla eyþjóð með sjálfstæða gjaldmiðil. Ásæðan er sú að sá grunnur og hugtök sem notuð eru, er grunnur sem byggir á að gjaldmiðillinn sé heimsviðskiptamynt, sem ekki byggir gengi sitt fyrst og fremst á framleiðslu eins samfélags, heldur byggist gengi gjaldmiðilsins á fjölþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Í slíku gjaldmiðilsumhverfi getur móðursamfélagið sýnt tiltölulega mikið kæruleysi gagnvart undirstöðum myntarinnar, vitandi það að mörg ríki eiga ríka hagsmuni í því að viðhalda gengi gjaldmiðilsins í ákveðnu jafnvægi, svo þeirra eigin efnahagskerfi fari ekki úr jafnvægi.
Hér er ég að vísa til þeirra hagfræðihugmynda sem kenndar hafa verið í Bandaríkjunum síðustu áratugina, sem ýmsir eldri og virtir hagfræðingar hafa kallað "hagfræði heimskunnar". Ekki verður hér reynt að tína til mörg atriði þessarar umræddu "heimsku", en þó ætla ég að geta hér eins, vegna nýlegra aðstæðna hér á landi sem glöggt sýna hvað átt er við.
Nú nýlega fengum við yfir okkur mikla jarðskjálfta á Suðurlandi. Vegna þeirra urðu miklar skemmdir á húsum og innanstokksmunir skemmdust og eyðilögðust. Fyrirsjáanlegt er að öll þessi tjón munu valda miklum útgjöldum, en um leið auka vinnu og viðskipti vegna lagfæringa og kaupa á nýjum húsmunum.
Samkvæmt þeim hagfræðikenningum sem við notum (hagfræði heimskunnar), mun þetta teljast hafa aukið hagvöxt um einhverja mælanlega einingu, vegna þess að veltuaukning varð á svæðinu. Samskonar "hagvaxtaraukning" mælist líka ef við tökum mikið af erlendum lánum og festum það fjármagn í húsbyggingum, sem engin þörf er fyrir; þá reiknast það skapa þjóðinni aukinn hagvöxt.
HAGVÖXTUR, er auðvitað hugtak yfir aukinn hag, eða betri afkomu, heldur en það sem verið hefur. Stórtjón, hamfarir, eða skuldaaukning, þar sem peningarnir eru festir í byggingum sem ekki auka tekjur til greiðslu lánanna, skapa að sjálfsögðu EKKI AUKINN HAGVÖXT, þó það teljist vera, samkvæmt hugmyndafræði í "hagfræði heimskunnar".
Allir ættu að geta litið í eigin barm og fundið tilfinninguna fyrir því þegar miklar skemmdir eða tjón henda fjölskylduna. Ég held að fáir finni til þess að hagur þeirra hafi aukist mikið við að fjárfesta í lagfæringum.
Svona lítur þetta út í samfélagið sem eitt og sér stendur að verðgildi gjaldmiðils síns. Atvinnu- og viðskiptaaukningin á Suðurlandi mun að vísu auka umsvif og bæta hag þeirra sem atvinnu og viðskiptanna njóta. Það mun hins vegar þurfa að greiðast úr sameiginlegum sjóðum okkar og því ekki teljast hafgvöxtur heildarinnar, heldur aukning útgjalda, sem við verðum ein að standa undir.
Hefði þetta hins vegar gerst í Bandaríkjunum, hefðu Bandaríkin ein ekki þurft að standa undir útgjöldunum, þar sem allar þjóðir sem nota Dollar í sínum viðskiptasamningum þurfa að gæta að og verja verðgildi hans. Þess vegna hafa hin svonefndu IÐNVELDIN SJÖ, og margir Seðlabankar heimsins, iðulega þurft að kaupa Dollara í miklu magni, til,að forða hruni hans. Slíkur bakhjarl er ekki gagnvart "heimskulegri" efnahagsstjórnun okkar íslendinga, þó við högum okkur eins og svo sé.
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 165584
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur