Færsluflokkur: Mannréttindi
11.2.2024 | 22:13
EES samningur og ætlað vald ESB
EES samningur og ætlað vald ESB
Í upphafi skal þess getið að ALLAR leturbreytingar sem koma fram í athugasemdunum eru komnar frá undirrituðum til að vekja athygli á efninu. Blátt letur táknar endurritun úr lögum eða samningi.
Inngangur.
Undirritaður er einn þeirra sem hefur verið þeirrar skoðunar að upphaflegur samningur um hið svonefnda Evrópska efnahagssvæði, (EES-samningurinn), hafi innihaldið of mikið af óframkvæmanlegum fyrirheitum, með orðavali sem ekki yrði til að auðvelda framkvæmdina. Einnig ber upphaflegi EES-samningurinn með sér að þeir sem að honum störfuðu hafi ekki skilið til fullnustu hvernig þyrfti að liðsskipa samningsaðilum í tvær fylkingar sem að væntanlegum samning standi.
Annars vegar Evrópubandalagið (EB) með sínum aðildarríkjum ásamt skýru umboði fyrir þau málefni Kola og stálbandalags Evrópu, sem dregið hafði sig til hlés þegar EB var stofnað. En það ekki verið lagt niður. Þarna var ákveðinn óvissuþáttur um valdheimildir EB, á þeim sviðum sem Kol og Stál voru enn með virka áhrifaþætti.
Frá hendi EFTA ríkjanna sem í upphafi stóðu að samningsgerðinni var ekki heldur nein samstilling samningsleiða. Þar voru bara 4 sjálfstæð ríki, öll með ólíka uppbyggðu stjórnkerfa og afar ólíka hagsmuni að sækjast eftir. En engan sameiginlegan talsmann eða aðila til eftirfylgni og gætni þeirra áfanga sem náðst hefðu, þó ekki tækist að loka þá inni í áfanga.
EES samningurinn ber einnig nokkuð áberandi með sér vanþekkingu á efnistökum við uppbyggingu samskiptasamninga. Ekki er gerð grein fyrir því í upphafi, að samningurinn muni byggjast á tveimur aðal undirnefndum sem aflað verði tiltekinna valdheimilda fyrir, til að knýja á um úrlausnir erfiðra mála.
Sá samningur sem hér er til skoðunar, er EES-samningurinn, sem í heild sinni var tekinn inn í Íslensk lög þann 13. janúar 1993, með lögum nr. 2/1993. En þó ýmislegt þarfnist endurskoðunar í umræddum samningi, varð óheppilegt orðaval í lagasetningu þess valdandi að breyting var nauðsynleg, þó slíkar athugasemdir hafi á þeim tíma ekki hlotið hljómgrunn þeirra sem réðu för.
Undirritaður mun ekki fara lengra í vangaveltum um hvað hefði geta verið örðuvísi ef meiri greiningarvinna hefði verið unnin áður en hafin var hönnun á texta samningsins. Í þessari færslu mun verða farið yfir þann hluta EES samninginn sem sýnir með augljósum hætti hversu langt menn voru frá því markmiði sínu að setja á stofn farsæla markaðsheild í Evrópu.
Á einu er þó vert að vekja athygli áður en af stað er haldið. Við yfirlestur EES samningsins er afar mismunandi reglur Evrópulanda til fyrirmæla í lögum. Víða virðist vera hægt að gera bókun við einhver lagaákvæði, sem taka þá breytingum í samræmi við þá bókun. Slík bókun hefur sitt gildi í almennum samningum, sem ekki eru þinglýstir eða þeir teknir inn í lög. Samningum sem teknir eru inn í lög hjá okkur, breytir ekki venjuleg bókun. Í þinglýstum samningum dugar að báðir aðilar samningsins skili sameiginlega inn viðbótarákvæði við samninginn, sem þá yrði einnig þinglýst. En ef samningur er lögtekin verður bókunin að koma fyrir Alþingi í frumvarpi, sem breyting á lögunum, og vera samþykkt á Alþingi til þess að breytingin hljóti lagagildi. Það eru nokkrir þættir í þessum samning sem eru á skjön við lagaheimildir okkar. Athugasemdir við samninginn eru settar fram af skilning undirritaðs á ósérgreindum samningum sem stefna að löggildingu.
Athugasemdir við orðaval Alþingis.
Hér fyrst athugasemd sem gerð var á árinu 1993, eftir að lögin höfðu verið samþykkt.
Það fyrsta sem gerð var athugasemd við var YFIRSKRIFT 1. gr. laganna, sem var eftirfarandi:
- Heimilt er að fullgilda fyrir Íslands hönd:
- Samning um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samninginn), o. frv.
Alþingi hefur vald til að setja fram lög eða reglur, um hvaðeina sem lúta skal einhverri stjórnun. EN, Alþingi má alls ekki og hefur ekkert vald til að úthluta ónafngreindum heimildum til að FULLGILDA FYRIR ÍSLANDS HÖND. eitthvað sem ekki liggur textalega fyrir þegar heimildin er veitt. Fólk er beðið um að hafa þetta í huga þegar lengra er komið.
Undirritaður taldi, á þeim tíma sem lögin voru sett, að stjórnarskrá Íslands ætti sér sterkari rætur í brjóstum Íslendinga en þá kom í ljós, og sú virðing hefur því miður ekki aukist. Greinilega er hér á landi of lítið rætt um það hvernig þrepun VALDS, spinnur sig í gegnum stjórnkerfi okkar. Hvert er vald alþingismanna, þingflokka, ráðherra, ráðuneyta, Alþingis og hvar er hið ÆÐSTA VALD þjóðar okkar? Öll er þessi þrepun í nákvæmlega sömu sporum og hún var þegar stjórnarskráin var samþykkt í fyrsta sinn þann 17. júní 1944. Við lítum kannski nánar á það síðar.
Af þessu leiðir að það er einungis einn maður í landinu sem hefur vald til að FULLGILDA skuldbindingu fyrir hönd Íslensku þjóðarinnar. Og það er Forseti Íslands. Alþingi á að vita að öll þeirra lög og skuldbindandi ákvarðanir, verða að fara til Forseta Íslands til að öðlast fullgildingu fyrir hönd Íslensku þjóðarinnar. Það er veruleg niðurlæging fólgin í því fyrir alla þá sem eiga að lesa yfir svona skjöl til fullvissu um að ekkert, jafn áberandi klúður í lagasetningu og það sem hér um ræðir, skuli hafa komist framhjá allri textaskoðun og verið látið óleiðrétt í 30 ár.
Texti 1. gr. laga nr. 2/1993.
1. Samning um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samninginn), þ.e. meginmál samningsins, bókanir við hann og viðauka, ásamt gerðum, sem í viðaukunum er getið, milli Efnahagsbandalags Evrópu, Kola- og stálbandalags Evrópu og aðildarríkja þessara bandalaga annars vegar, og aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu hins vegar, sem undirritaður var í Óportó hinn 2. maí 1992;
Það var svolítið merkilegt að sjá hvernig Evrópubandalagið (EB), lét sér ekki nægja að tjalda EB einu á móti Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), sem höfðu enga bandalags tengingu að baki sér. EFTA ríkin voru, og eru, innbyrðis mjög ólík og ferli ákvarðanatöku mög ólík. EFTA ríkjunum var einnig að fækka á þessum tíma úr 7 ríkjum, sem allt benti til að yrði einungis 3 EFTA eftir áður en samningurinn kláraðist. Þrátt fyrir að EB eitt virtist verða 3-4 sinnum fleiri en EFTA voru EB ríkin einnig mikið fjölmennari og stærri.
EB ríkin létu sér þetta ekki nægja heldur stilltu einnig upp Kola- og stálbandalagi Evrópu, auk þess að skrá einnig öll aðildarríki framangreindra tveggja bandalaga, svona til að vera viss um að hafa öll ráð hins væntanlega EES-svæðis í höndum EB. Það kom líka í ljós þegar farið var að fylgja eftir þeirri textaritun sem birtist í hinum endanlega samningi. Markmið undirritaðs er, þar sem samningurinn er yfir 100 greinar, og sumar langar, þá mun verð að þessu sinni dregið fram það sem helst virðist halla jafnræðisreglu samninga sem þessara, auk þess að reyna að átta sig á málefnalegu umfangi samningsins, því ekkert slíkt er að finna í samningnum sjálfum. Lítum þá í samningstextann sjálfan og látum hann vísa okkur leið.
SAMNINGUR UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ (EES-SVÆÐI)
- hluti.Markmið og meginreglur.
- gr. 1. Markmið þessa samstarfssamnings er að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem nefnist hér á eftir Evrópska efnahagssvæðið (EES-svæðið).
Þarna er varpað fram nokkuð efnilegum forsendum fyrir samstarfssamning, sem ætlað er að stuðla að jafnri eflingu samkeppnisskilyrða en mynda á sama tíma einsleitt Evrópskt efnahagssvæði. Undirritaður hefur alla tíð gert sér grein fyrir því að efnahagslegar og viðskiptalegar forsendur Evrópuríkja standa á svo ólíkum grunni að slík einsleitni sem uppfyllti markmið þessarar 1. gr. væri ekki í sjónmáli á komandi árum eða áratugum, því til slíkra breytinga þarf eiginlega hugarfarslega umbyltingu.
Telja verður líklegt að eitt af aðal markmið litlu aðilanna, EFTA-ríkjanna, sem tækju þátt í þessum samning, hafi verið að ná auknum aðgangi að hinum stóra markaði, stóra samningsaðilans. Mesta álagið var þó ekki frá viðskiptaþætti samstarfssamnings. Meiri tími fór í að lúta leiðsögn stóra aðilans á hans pólitíska vettvangi?
Flestir hljóta að vera samdóma um að vegna ólíkra stjórnskipunar EFTA ríkjanna, ólíkra leiða um stjórnkerfi hvers lands fyrir sig til ákvarðanatöku, hafi engin pólitísk eða stjórnmálaleg lína komið frá hlið EFTA ríkja, með aðild að þessum samning. Það markmið sem drífið hafi áfram litla aðilann í þessum samning, hafði að öllum líkindum verið sú veika von, að saman hefðu EFTA-ríkin kannski það afl sem dygði til að ná fótfestu á svo stórum markaði sem EB/ESB markaðurinn er.
En þá má spyrja sig. Geta litlu aðilarnir í samning þessum vænst vaxtar markaðslegrar hlutdeildar sinnar, þegar markmið stóra aðila samningsins er: efling viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila verði við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum?
Í markmiðum samningsins er ekki að sjá að neinar skýrar línur séu dregnar. Ekki er t. d. tekið fram, í tilvitnun hér á undan, hvort sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum sé tekið tillit til þess að EB var þar fyrir með sínar viðskipta- og efnahagsreglur sem munu verða miklar fyrirferðar þegar komi að endurskoðun á þegar gerðum samningum.
Einn þessara EFTA-aðila var óumdeilanlega langminnsti aðili samningsins. Var þar um að ræða lítið eyríki langt úti í Atlandshafi, með t. d. umtalsvert dýrari flutningskostnað en önnur ríki samningsins. Er í slíkum samning mögulegt að tefla fram fullkomlega heiðarlegum leikreglum í svo gjörólíkum efnahagsforsendum samningsaðila að slík samningsaðild verði þessu litla eyríki að nokkru gagni?
SAMNINGSFORSENDUR SKILGREYNDRAR
Lítum þá aðeins á 2. tölulið 1. gr. samningsins, þar sem skilgreind eru þau svið sem samningurinn tekur yfir. Þar segir:
2. mgr. Til að ná þeim markmiðum sem sett eru í 1. mgr. skal samstarfið í samræmi við ákvæði samnings þessa fela í sér:
a. frjálsa vöruflutninga; -
- b. frjálsa fólksflutninga; -
- c.frjálsa þjónustustarfsemi;
d. frjálsa fjármagnsflutninga; - - e.að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum; og einnigað -
f. nánari samvinnu á öðrum sviðum, svo sem á sviði rannsókna og þróunar, umhverfismála, menntunar og félagsmála.
Þarna er greinilega verið að vísa til 4-frelsisins svokallaða. Það vekur hins vegar athygli að í e-lið vilji samningsaðili að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki? Ber að skilja þetta t. d. þannig að ef aðili frá EFTA-ríki ætli að nota c-liðinn frjálsa þjónustustarfsemi og setja upp sjálfstæða rekstrareiningu frá stórmarkaði sínum í einu EFTA-ríkjanna. Allar líkur benda til þess að þessi nýi aðili taki fljótt til sín 2-5% af sölumarkaðnum. Hér er bent á það að með framangreindu kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki, er um leið byggð upp samkeppnishindrun, sem í raun er andstæð meginboðskapnum, við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum. Eitthvað virðist jafnréttishugtakið vera óljóst þarna.
Í 2. gr. samnings þessa eru einnig dregnar fram hugtakamerkingar eftir sundurliðun stafrófs:
a. hugtakið samningur meginmál samningsins, bókanir við hann og viðauka auk þeirra gerða sem þar er vísað til;
- b. [hugtakið EFTA-ríki merkir
1) Ísland, Furstadæmið Liechtenstein og Konungsríkið Noreg]; 2)
er hugtakið samningsaðilar, að því er varðar bandalagið og aðildarríki EB, bæði bandalagið og aðildarríki EB eða bandalagið eða aðildarríki EB. Merkingin, sem leggja ber í þetta orð í hverju tilviki, ræðst af viðkomandi ákvæðum samnings þessa hverju sinni og jafnframt viðkomandi valdsviði bandalagsins og aðildarríkja EB í samræmi við stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu;
Hér virðist undirrituðum sem markmið 1. gr. þessa samnings hafi verið yfirgefið og nú sé ekki lengur talað um samstarfssamning er stuðli að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila.
Fyrst skal hér nefna a. liðinn. Þar sem hugtakið samningur og meginmál hans eru í forgrunni. En síðan kemur atriði sem ekki gengur upp hér á Íslandi. Það er hugtakið Bókun, þar sem um væri að ræða að bókuð væri breyting á einhverri grein samnings. Slíka breytingu væri ekki hægt að gera hér nema með því að leggja fyrir þingið frumvarp um lagabreytingu, sem gæti tekið langan tíma. Ef bókun væri látin standa hér án lagabreytinga væri komin fram tvöföld túlkun þess lagaákvæðis. Einnig er þarna hugtakið GERÐ, sem virðist tákna viðbót við þegar skráð atriði, án þess að slíkt fari beina leið lagabreytinga. Slíkt gengur ekki hér á landi.
Í c. lið er eins og Evrópubandalagið viti ekki hvernig þeir eigi að skrá bandalagið. Hvort þeir eigi að skrá bæði bandalagið og aðildarríki EB eða bandalagið eða aðildarríki EB. Af framhaldi c. liðar lítur helst út fyrir að forysta EB teysti sér ekki til að afmarka heiti bandalagsins með einu nafnheiti því: Merkingin, sem leggja ber í þetta orð í hverju tilviki, ræðst af viðkomandi ákvæðum samnings þessa hverju sinni og jafnframt viðkomandi valdsviði bandalagsins og aðildarríkja EB í samræmi við stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu ; 2)
Hér er eins og allt önnur hugsun hafi yfirtekið verkefnið og frekar lítið gert úr gagnaðila samningsins, EFTA ríkjunum. Eins og að réttlætinu sé fullnægt með því að EFTA hafi verið getið í einni málsgrein.
Markmið og grundvöllur fyrir samstarfssamning milli EFTA og EB sem síðar varð ESB, sem kynntur var í 1. mgr. 1. gr. þess samnings sem hér um ræðir, virðist allt í einu vikið til hliðar og áhersla lögð á valdsviði bandalagsins og aðildarríkja EB í samræmi við stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu, eins og segir í texta samningsins. Nú virðist horfinn samstarfsviljinn sem í upphafi var kenndur við viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði. Slíkt markmið hefði ef til vill geta blómstrað, hefði því verið sinnt eðlilega. EF forystuöfl EB/ESB hefðu geta farið sér hægarvið að keyra fram vilja sinn og aukið þannig vilja gagnaðilanna til samstöðu, hefði margt líklega farið á annan veg en nú er.
Undirrituðum þykir afar undarlegt hversu áberandi er sniðganga allra viðhorfa sem gætu talist til málsstaðar EFTA ríkjanna. Á sama tíma er opinberlega látið í ljós að stóri samningsaðilinn muni sinna meira valdsviði bandalagsins og aðildarríkja EB í samræmi við stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu. Undirritaður hefur ekki kynnt sér lögfræðilega hlið þessara breytinga sem virðast þegar orðin, frá upphaflegri mynd samningsins. Það hlýtur hins vegar að vekja spurningar um réttarstöðu minni samningsaðilans, þegar u. þ. b. helmingur minni samningsaðilans (4 EFTA lönd af 7, yfirgefa EFTA) gengu út úr síbreytilegum samning, til þess að ganga til liðs við stóra samningsaðilann.
Hvaða áhrif er hugsanlegt að slík breyting hafi á áframhaldandi gildi þeirra samningsliða sem lokið er við, gagnvart þeim fáu sem eftir sitja í EFTA hlutanum? Í minnkandi minnihluta þyrfti að meta faglega slíka breytingu. Undirritaður hefði talið eðlilegra að setjast yfir það verkefni og móta nýjan samning og loka þeim gamla um leið og nýr samningur væri tilbúinn, ef áhugi væri fyrir áframhaldi tilrauna til samstarfs.
ÁFRAM SKAL HALDIÐ.
Hefst nú aftur yfirferð samnings frá d. lið 2. gr.
- hugtakið aðildarlögin frá 16. apríl 2003 merkir lögin um aðildarskilmála Lýðveldisins Tékklands, Lýðveldisins Eistlands, Lýðveldisins Kýpur, Lýðveldisins Lettlands, Lýðveldisins Litháens, Lýðveldisins Ungverjalands, Lýðveldisins Möltu, Lýðveldisins Póllands, Lýðveldisins Slóveníu og Lýðveldisins Slóvakíu og um aðlögun sáttmálanna sem mynda grundvöll Evrópusambandsins sem voru samþykkt í Aþenu 16. apríl 2003]; 2)
e) hugtakið aðildarlögin frá 25. apríl 2005 lög um aðildarskilmála Lýðveldisins Búlgaríu og Rúmeníu og aðlögun sáttmálanna sem mynda grundvöll Evrópusambandsins, sem voru samþykkt í Lúxemborg 25. apríl 2005;
f) hugtakið aðildarlögin frá 9. desember 2011 merkir lögin um aðildarskilmála Lýðveldisins Króatíu og aðlögun sáttmálans um Evrópusambandið, sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins og stofnsáttmála Kjarnorkubandalags Evrópu, sem voru undirrituð í Brussel 9. desember 2011]. 3)] 1) 1)L. 106/2007, fylgiskjal VII. 2)L. 8/2004, fylgiskjal VI. 3)L. 26/2014, fylgiskjal IX.
SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN OG EES-RÁÐIÐ.
Í 3. og 4. gr. er ekkert sem beinlínis þarfnast athugasemda en í 5. gr. kemur hins vegar atriði sem þarfnast athygli. Þar segir svo:
5.gr. Samningsaðilar geta hvenær sem er vakið máls á áhyggjuefnum í sameiginlegu EES-nefndinni eða EES-ráðinu í samræmi við þær aðferðir sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 92. gr. og 2. mgr. 89. gr. eftir því sem við á.
Með þeim fyrirvara að þetta er það fyrsta sem nefnt er í þessum samning um Sameiginlegu EES-nefndina og EES-ráðið, er óhjákvæmilegt annað en líta strax í framangreindar tilvísanir og byrjum á 2. mgr. 89. gr. samningsins, en þar segir svo:
- gr. 2. Samningsaðilar, að því er varðar bandalagið og aðildarríki EB eftir valdsviði viðkomandi, geta tekið mál er valda erfiðleikum upp í EES-ráðinu eftir að hafa rætt þau í sameiginlegu EES-nefndinni, eða geta tekið þau beint upp í EES-ráðinu er mjög brýna nauðsyn ber til.
- 3. EES-ráðið setur sér starfsreglur með ákvörðun þar að lútandi.
EES-ráðið.
90. gr. 1. EES-ráðið skipa fulltrúar í ráði Evrópubandalaganna og úr framkvæmdastjórn EB ásamt einum fulltrúa ríkisstjórnar hvers EFTA-ríkis.
Skipa skal fulltrúa í EES-ráðið í samræmi við þau skilyrði sem mælt verður fyrir um í starfsreglum þess.
- Ákvarðanir EES-ráðsins skulu teknar með samkomulagi milli bandalagsins annars vegar og EFTA-ríkjanna hins vegar.
Enn er hér afar einkennilega tekist á við það að birta sanngjarna skiptingu fulltrúa í EES-ráðið. Það er nokkuð sérstakt að það er EB sem setur saman textann um samning EB og EFTA, sem hér er til umfjöllunar. Þeir aðilartaka þá ákvörðun að skipa ekki í þær nefndir sem þeir telja nauðsynlegar framgangi ákvæða í samstarfssamningi EB við EFTA. Það skuli því vera fyrsta verk áðurgreindra nefnda að fjalla um hver skuli verafjöldi fulltrúa sem EFTA-ríkin megi skipa til setu í EES-ráðinu.
EB tilgreinir hins vegar ekki frá fjölda eigin fulltrúa í EES-ráðinu. Þeir tilgreina hins vegar að í ráðið skuli skipað einum fulltrúa ríkisstjórnar hvers EFTA-ríkis. Þarna gætu EFTA-ríkin á þjóðþingum sínum leikið þann leik að kjósa þingmann í EES-ráðið í stað ráðherra.
Í eðli sínu eru þau vinnubrögð og efnistök sem virðast viðhöfð við textagerð þessa samnings, þurfa að skoðast með hliðsjón af óskilyrtri jafnskiptingu fulltrúa beggja samningsaðila. Sem slíkur hlýtur samningurinn að eiga að byggja á jafnvægi milli aðila í ákvarðanatökum.
Hvernig því á að koma í verk þegar annar aðilinn, nánast tekur sér þau völd sem hann vill hafa, en EFTA-ríkjum naumt skammtað, að 3 ríki, megi hvert tilnefna 1 fulltrúa fyrir hvert ríki.
ÓJAFNVÆGI MILLI SAMNINGAÐILA LJÓST Í UPPHAFI.
Strax við upphaf þessarar samningsgerðar varð ljóst að aðildarríki EB voru umtalsvert fleiri en EFTA-ríkin. Ásetningur EB um að verða ráðandi aðili þess samstarfs-samnings sem lagður yrði fram, fyrir EFTA ríkin, til samþykktar eða synjunar. Einnig virðist hafa verið ákveðinn frá upphafi, eftir því sem fram kemur í lögunum um að: EES-ráðið skipa fulltrúar frá ráði Evrópubandalaganna og úr framkvæmdastjórn EB, ásamt einum fulltrúa ríkisstjórnar hvers EFTA-ríkis, skulu eiga sæti í EES-ráðinu.
Þarna kemur fram ástæða sem ætla mætti að væri fyrir því að í upphafi samnings eru aðildarríki EB eru talin fram í tvöfaldri eða þrefaldri skráningu vegna:
Efnahagsbandalags Evrópu,
Kola- og stálbandalags Evrópu
og aðildarríkja þessara bandalaga annars vegar
En hins vegar aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu.
STÆRÐARMUNUR SAMNINGSAÐILJA Á MIÐJU ÁRI 2023.
Það stefnir allt í að nú, á miðju ári 2023, verði aðildarríki ESB 28, með a. m. k. 1 fulltrúa hvert. Hve mörgum fulltrúum ætti að bæta við í EES-ráðið úr ráði Evrópubandalaganna og úr framkvæmdastjórn EB, er ekki gott að vita. Fulltrúar ESB megin við samninginn gætu líklega verið eitthvað yfir 30 talsins. Hinu megin samningsins væru 3 fulltrúar ETFA í Sameiginlegu EES-nefndinni og álíka hlutfallaskipt í EES-ráðinu.
Þarna er beinlínis sagt að ESB-þing, stjórn eða ráðið sjálft, skipi einn fulltrúa frá hverju ESB ríki í EES-ráðið, auk þess sem fulltrúar komi líka frá framkvæmdastjórn, eins og segir í samningstexta. Þar segir einnig að: Skipa skal fulltrúa í EES-ráðið í samræmi við þau skilyrði sem mælt verður fyrir um í starfsreglum þess. Engin leiðsögn er gefin um hvernig mælt verður fyrir um slíkt í starfsreglum EES-ráðsins.
Samkvæmt 3. mgr. 89. gr. samningsins er það: EES-ráðið sem setur sér starfsreglur með ákvörðun þar að lútandi.
FORSETI EES-ráðsins KOSINN.
Í 91. gr. samningsins er kveðið á um kosningu forseta EES-ráðsins.
91. gr. 1. Fulltrúi ráðs Evrópubandalaganna og ráðherra í ríkisstjórn EFTA-ríkis skulu gegna embætti forseta EES-ráðsins til skiptis sex mánuði í senn.
- Forseti EES-ráðsins skal kalla það saman tvisvar á ári. EES-ráðið skal einnig koma saman, þegar aðstæður krefjast, í samræmi við starfsreglur sínar.
Þarna er enn einn liðurinn sem gera má athugasemdir við jafnvægisþáttinn milli samningsaðilja. Það vantar alveg Skipulagsreglur fyrir EES-ráðið, og þeirra er ekki getið í samningnum. Gera má ráð fyrir að í þeim reglum sem settar verði um starf embættis forseta EES-ráðs, verði gætt fulls jafnvægis milli samningsaðilja. Þar sem EFTA, hefur að hámarki þrjá fulltrúa í EES-ráði, en ESB-ríkin nú 28 fulltrúa. ESB ríkin 9 sinnum fleiri.
SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN.
Þá er komið að 92. gr. samningsins og komið að:
- þáttur. Sameiginlega EES-nefndin.
92. gr. 1. Sameiginlegu EES-nefndinni er hér með komið á fót. Skal hún tryggja virka framkvæmd samnings þessa. Í þeim tilgangi skal þar skipst á skoðunum og upplýsingum og taka ákvarðanir í þeim málum sem kveðið er á um í samningi þessum.
- Samningsaðilar, að því er varðar bandalagið og aðildarríki EB eftir valdsviði viðkomandi, skulu hafa samráð í sameiginlegu EES-nefndinni um öll þau mál á grundvelli samningsins sem valda erfiðleikum og einhver þeirra hefur tekið upp.
- Sameiginlega EES-nefndin setur sér starfsreglur með ákvörðun þar að lútandi.
Þessi 92. gr. samningsins um EES svæðið er jafn fjarri eðlilegri skráningu samnings milli tveggja viðskiptablokka og hægt er að hugsa sér. Þarna í upphafi 92. gr. sprettur allt í einu fram nefnd sem ekkert er getið í tilgangi eða markmiðum samningsins: Skal hún tryggja virka framkvæmd samnings þessa.
Merkilegt er, miðað við þá mikilvægu skyldu hennar að tryggja virka framkvæmd samnings þessa, skuli hún ekki í upphafi samningsins, hafa komið fram undir liðnum Markmið og meginreglur. Ekki hafi verið minnst á þessa Sameiginlegu EES-nefnd, eða meint hlutverk hennar. Reyndar er hlutverk þessarar mikilvægu nefndar enn ekki ljóst. Nefndin á t. d. að setja sér, sýnar eigin starfsreglur, sem enn hafa ekki verið færðar inn í samninginn 30 árum eftir að samningurinn var afgreiddur frá Alþingi Íslendinga.
Svo getur náttúrlega verið fullgild skýring á þessu öllu vegna þess að í 2. mgr. 92. gr. er þess getið að: Samningsaðilar, að því er varðar bandalagið og aðildarríki EB eftir valdsviði viðkomandi, skulu hafa samráð í sameiginlegu EES-nefndinni um öll þau mál á grundvelli samningsins sem valda erfiðleikum og einhver þeirra hefur tekið upp.
Þarna lítur út fyrir að EFTA-ríkjum hafi ekki verið ætlað neitt hlutverk í þessi nefnd. Í það minnsta er val EFTA-ríki í nefndina, ekki getið þar sem Samningsaðila.
Sameiginlegu-EES nefndar er þó getið í mörgum lagagreinum, þó nefndin hafi ekki verið kynnt og tilgangur hennar ekki verið skýrður. Ekki hefur verið greint frá fjölda nefndarmanna eða hvernig þeir væru kosnir til starfans. Einnig erumeginreglur í starfsemi nefndarinnar ekki komnar í ljós og því ekki hægt að kynna þær í samningnum, því þar segi að Nefndin eigi sjálf að setja sér starfsreglur.
Í 2. mgr. 92. gr. þessa samnings kemur fram að: Samningsaðilar, að því er varðar bandalagið og aðildarríki EB eftir valdsviði viðkomandi, skulu hafa samráð í sameiginlegu EES-nefndinni um öll þau mál á grundvelli samningsins sem valda erfiðleikum og einhver þeirra hefur tekið upp.
Þetta er óneitanlega nokkuð sérstakt þegar til þess er litið að aðilar að samning þessum eru bara tveir. Annars vegar EB/ESB, með yfirþjóðlega valdsþátt Kola- og stálbandalags, en virðast ekki geta gert upp við sig undir hvaða samheitiríkjasamstaðan skuli ganga til þessa samnings.
Hins vegar eru samtök 3. EFTA-ríkja vera um Fríverslun milli ríkja, sem einungis hafa sameiginlegt viðskiptasamband en ekkert yfirþjóðlegt vald.
Í þessari tilraun til samkomulags er ekki um eiginlegan lagatexta að ræða. Frekar mætti líta á þetta uppkast sem einskonar minnisblað eða starfsreglur fyrir fulltrúa EB/ESB sem jafnvel ætti ekki að vera skráð í samskiptasamning við EFTA.
Í 3. mgr. 92. gr. samningsins segir að: Sameiginlega EES-nefndin setur sér starfsreglur með ákvörðun þar að lútandi.
Þetta er athyglisvert með tilliti til stærðarmunar samningsaðila. Ekki ætti að vera erfitt að gera sér í hugarlund hvaða hagsmuna verði gætt í þeim starfsreglum sem nefndirnar setja sér en jafnljóst að EFTA-ríkin fá ekki mörgum atriðum komið í gegn, í stöðugum minnihluta.
93. gr. 1. Sameiginlegu EES-nefndina skipa fulltrúar samningsaðila.
- Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar skulu teknar með samkomulagi milli bandalagsins annars vegar og hins vegar EFTA-ríkjanna sem mæla einum rómi,. ???
Af þessu má skilja svo að fulltrúar EB bandalagsins í sameiginlegu EES-nefndinni hafi fullt frjálsræði til að tjá sig, en fulltrúum EFTA sé gert að mæla einum rómi. Ekki mikið jafnræði þarna.
UM FORMENNSKU Í SAMEIGINLEGU EES-nefndinni.
- gr.1. Fulltrúi bandalagsins, þ.e. framkvæmdastjórnar EB, og fulltrúi eins EFTA-ríkis skulu gegna embætti formanns sameiginlegu EES-nefndarinnar til skiptis sex mánuði í senn.
- Sameiginlega EES-nefndin skal að öðru jöfnu koma saman að minnsta kosti einu sinni í mánuði til að gegna störfum sínum. Hana má einnig kalla saman að frumkvæði formannsins eða samkvæmt beiðni einhvers samningsaðila í samræmi við starfsreglur hennar.
Enn virðist hönnuðum þessa samnings mislukkast verulega í jafnræðisstöðu milli samningsaðila. Í 1. mgr. 94. gr. segir að samningsaðilar skiptist á formennsku í EES-nefnd á 6 mánaða fresti, sem skiptist þannig að: Fulltrúi bandalagsins, þ.e. framkvæmdastjórnar EB, og fulltrúi eins EFTA-ríkis skulu gegna embætti formanns sameiginlegu EES-nefndarinnar til skiptis sex mánuði í senn.
Þarna eru mörg álitaefni varðandi jafnræði milli samningsaðila. Undirritaður hefur frá upphafi bent á beinlínis vonlausa stöðu venjulegs samstarfssamnings milli aðila með svo mikinn, eðlis og stærðarmun sem þarna er. Bent skal á að EFTA hefur hvorki -bandalags, eða -sambands afl í tilvist sinni. Þar er einungis um Fríverslunarsamtök að ræða. Sem slík geta samtökin EFTA verið milliliður í viðskiptalegum tengslum hinna sjálfstæðu ríkja, sem eiga EFTA samtökin. En þau eru varla hæf sem burðaraðili umfangsmikils samskiptasamnings, eins og þess sem hér er á ferð. Þar kemur til ákvæði úr 2. mgr. 93. gr. sem fulltrúum EFTA er gert skylt að mæla einum rómi. En ekkert slíkt sagt um EB/ESB aðilann, er ekki um jafnræði að ræða.
Niðurlag.
Þó enn sé eftir að fara í gegnum u. þ. b. 100 greinar af þessum samning er hér komið nokkuð glöggt sýnishorn af því hvernig hugsun hefur legið að baki hjá þeim EB fulltrúum sem sömdu þennan merkilega samningstexta. Vægt til orða tekið er hér um afar sérkennilegan milliríkjasamning að ræða, sem við fyrstu sýn virðist aðallega eiga að snúast um tiltekið frelsi í ferða-, viðskipta- og markaðsmálum, en engin pólitísk markmið eða einhliða samskipti nefnd.
Undirritaður hefur hvergi í þessum samning um EES-svæðið, fundið neinar haldbærar skýringar á því að skilgreindur samstarfs og viðskiptasamningur, um viðskiptaleg málefni, skuli verða að pólitískum eltingaleik, um pólitísk málefni, án nokkra athugasemda. Það setji fram ýmis spurningamerki um hvaða skilning og ábyrgð þingmenn á Alþingi Íslendinga leggi í það starf sem þeir gegna fyrir þjóðina.
Athygli vekur t. d. að í samningnum er gert ráð fyrir einhverskonar úrskurðarnefnd, að því er virðist skipuð 3, fulltrúum EFTA, en 15 fulltrúum ESB. Þó þarna líti út fyrir að yfirburðir ESB séu 5 sinnum meiri en EFTA, þá er það ekki svo. Eins og fram kemur í 93 gr. samningsins, og getið er hér að framan, er gerð krafa um það að EFTA ríkin mæli einum rómi, sem eitt atkvæði.
Eins og Sameiginlega EES nefndir er hugsuð og samansett, er útilokað að slík nefnd hefi geta fengið umboð til að fella úrskurði f. h. Alþingis. Þarna er því mikið óljóst svæði í samningnum sem ekki verður endanlega frá gengið nema með fyrirtöku á Alþingi.
Þá er þess getið að ekkert uppkast sé til af því hvernig EFTA ríkin 3 skapi lögmætan ramma utan um heimild til hinnar Sameiginlegu EES nefndar, til að taka bindandi ákvarðanir fyrir hvert EFTA ríkjanna fyrir sig, vegna meintrar innleiðingar ákvarðana frá stjórnendum ESB.
Hvort farið verði yfir þann hluta samningsins sem eftir er, ræst af því hvort þörf verður á frekari krufningu á réttarstöðu EFTA og aðildarríkja þess fríverslunarbandalags.
Í samningstextanum hefur undirritaður ekki fundið neina opnun á að ESB sendi EFTA ríkjum lagabindandi fyrirmæli, sem EFTA ríkjum teljist skylt að innleiða í réttarreglu sinna ríkja. Vel má vera að undirrituðum hafi yfirsést heimildir þar að lútandi, veittar af EFTA ríkjum til stjórnkerfis ESB. Slíkt kemur þá í ljós þegar betur verður rýnt í réttarstöðu og sjálfsforræði þeirra stjórnarfarslega ólíku ríkja sem EFTA ríkin þrjú eru.
Upphaflega Reykjavík xx. maí 1996, Yfirfarið og leiðrétt xx. apr. - okt 2023
Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi ráðgjafi
Mannréttindi | Breytt 12.2.2024 kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2023 | 16:48
BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
Í nótt var ég óvænt staddur á fundi með leiðbeinendum mínum, þar sem greinilega var meiri og dýpri alvöruþungi í loftinu en oft hafi verið. Mér var tjáð að vaxandi líkur væru á óróleika í landinu okkar, sem ætti rætur að rekja til stjórnmálalegra mistaka. Það sem fyrst og fremst væri nýtt í þessu sambandi væri að nú væru hér á landi nokkrar þúsundir aðkomufóls, sem hingað hefðu komið í þeirri trú að þeim hefði verið boðið hingað og væntu þess að vera boðin velkomið. En svo þegar hingað væri komið blasti allt annar veruleiki við.
Það er því einlæg hvatning til Íslendinga að gæta þess að ekki verði upplausn í stjórnmálalegu umhverfi. Að gætt verði fyllstu hófstillingar í innbirðis orðaskaki og dregið verði úr opinberri spillingu og óheiðarleika sem mögulegt er, því slíku fylgir neikvæð orka sem ekki þarfnast alltaf málfræðilegrar þýðingar textans.
Við biðjum þá sem mestu ráða í svona efnum að missa ekki sjónar á því að nú er afar óvenjulegt ástand á Íslandi, þar sem nú er mörg þúsund erlendra hælisleitenda og mörgum finnst þeir hafi ekki fengið þær móttökur sem þeir væntu. Þessi hópur er á siðferðislega sviðinu ekki vel agaður og virðing margra þeirra fyrir baráttuaðferðum er ekkert lík okkar. Því er ekki hægt að ætlast til þess að þessi hópur bregðist við með öðru en býr í þeirra reynsluheimi.
Nú þegar er þessi aðkomuhópur orðinn það stór að sameinist þeir í eitt afl, benda allar líkur til þess að þeir muni hafa yfirhöndina og Íslendingar verði ekki við stjórnun landsins um einhvern tíma. Við viljum því hvetja Íslendinga til að gæta hófstillingar til orðs og æðis og vera sér meðvitaðir um alvöruna sem þeir settu sjálfir upp með vanhugsuðu kæruleysi fyrir öryggi landsmanna.
VANDRÆÐAGANGUR VEGNA GUÐSTRÚAR
Fyrir nokkrum árum náði lítill hópur eiginlegra trúleysingja fótfestu innan þjóðkirkjunnar á Íslandi. Með stuðningi embættis biskups yfir Íslandi tókst þessum öflum að loka fyrir fræðslu til barna um kristindóminn, meina prestum að heimsækja skóla og börnum bannað að sækja sér fræðslu hjá prestum landsins.
Því miður hefur þessi litli og sundurleiti hópur sem staðið hefur fyrir framangreindum hömlum á frjást flæði upplýsinga á sama tíma barist fyrir fullkomnu stjórnleysi fólksflutninga hingað, í krafti þeirrar sérkennilegu breytinga sem þau fengu, með undarlegum hætti framkvæmt á lögum okkar um útlendinga. Íslendingar hafa sýnt alveg einstakt andvaraleysi gagnvart þeim breytingum sem pressuð voru fram af einum litlum stjórnmálaflokki. Sýnir það nú glöggt þann alvarleika sem fylgir sofandahætti gagnvart öryggi fólksins í landinu ásamt alvarlegum skorti fullnægjandi stjórnun Lýðveldsins okkar. Öryggi landsmanna má ALDREI byggjast áþvermóðsku eins aðil eða stjórnmálaafla með lítið fylgi hjá Íslendingum. Þannig þarf þetta mikilvaga atriði að verða tilgreint í stjórnarskrá, en fram hjá því er enn litið.
Því miður hafa þessir fámennu hópar hér á landi, sem opinberlega hafa barist gegn mannkærleikanum í birtingu Guðs og Jésú Krists, náð tímaundið svona miklu afli yfir stjórnendum landsins, sem birtist landsmönnum í ljósi þess að núverandi forsætisráðhrra landsins hefur sýnt ótrúlegan dómgreindarbret í samskiptum við þessa fáliðuðu öfgahópa hérlenndis.
ALMÆTTIÐ VERNDAR ALLA
Beðið var fyrir þau skilaboð til þeirra sam þetta lesa, að kærleika Guðs er hægt að þjóna fullkomlega án þess að nefna Guð eða Jesús Krist.
Bent er á að á undanförnum árum hafa aukist verulega samskipti milli ólíkra trúfélaga, með það markmið fyrir augum að brúa yfir þá ágreiningsþætti sem eru í trúariðkun ýmissa trúarkenninga. Eitt af því sem rætt hefur verið um er sá aðskilnaður sem felst í forystuafli einstakra trúareininga. Áleiðis er komin sú nálgun að í sameiginlegum athöfnum blandaðra trúarhópa verði einstalir Guðir ekki ákallaðir. Þar verði bænum beint til ALMÆTTISINS, sem nær þá yfir alla sem trú sína iðka á þessari jörð.
Þeir Íslendingar og aðrir á Íslandi sem vilja fá frið til að iðka kærleiksboðsap sinn, geta beint bænum sínum til ALMÆTTISINS, sem einlægt hlustar
2.6.2023 | 13:03
YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
Hvað er fjármálalegur stöðugleiki ?
Það er áreiðanlega erfitt að útskýra fyrir fólki hvað felst í stöðugleika fjármagns. Allar kynslóðir núlifandi Íslendinga hafa lifað við hreyfanlegar forsendur tekjuöflunar þjóðarinnar, en aðeins lítill hluti hennar orðið að láta sér þær tekjur nægja. Á þeim forsendum sem hér eru nefndar væri fróðlegt að fá fram innihald þess fjármálastöðugleika sem Seðlabankinn á að stýra.
Vegna þeirra umræðna sem verið hafa um stýrivexti og vaxtahækkanir almennt, tók ég mig til og kynnti mér hin nýju Lög um Seðlabankann frá árinu 2019. Ég er mest hissa á að ekki skuli hafa verið lögð meiri nákvæmni í skilgreiningu: hlutverka, verkefnaskrá og launalið í einni og sömu færslunni, frekar en endurtaka þetta aftur og aftur í hinum sérkennilegu nefndum. Lítum á nokkur dæmi. Fyrst úr Yfirstjórn bankans: Leturbreytingar eru undirritaðs.
Yfirstjórn.
Seðlabankastjóri stýrir og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri Seðlabanka Íslands í öllum málefnum bankans sem ekki eru falin öðrum með lögum.
Ég verð að segja að ég hef sjaldan séð jafn klaufalega framsetningu nánast sama fyrirkomulagi og þekkt hefur verið frá fyrri lögum og toppmönnum, þar sem bankanum var aldrei beitt til að hafa þá stjórn sem Seðlabanki á að hafa.
Það var virkilega uppörvandi að finna hin breyttu stjórnunartök sem mátti greina fyrsta árið sem núverandi Seðlabankastjóri sýndi og fékk hrós fyrir, sem litla athygli vakti hér heima, þó hagsmunirnir væru mestir hjá almennu launafólki.
En svo fór maður að finna að ákvarðanir sem kynntar voru, virtist vanta einhvern neista í framsetningu. Og mér fannst ég kenna fótspor liðinnar tíðar. Breytingin gerðist hljóðlega og enginn blaðamaður spurði um ástæður. Annar blær kom í fréttir frá bankanum og fólk úr nefndum bankans fóru að veita svör og framvindan fór að breytast. En enginn sagði neitt. Ekkert hefði þýtt fyrir mig að segja neitt, því þegar ég hætti í hagdeild bankans, var ég vandlega merktur sem óheiðarlegur í fjármálum og tilbúin kæra um slíkt send til Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem vandlega var kynnt í fjölmiðlum en mér ekki leyft að svara fyrir mig. Orðin þekkt aðferð í dag.
En hvernig sé ég einhverjar hömlur lagðar á hinn nýja seðlabankastjóra. Þær skýra sig sjálfar í lagatextanum um Yfirstjórn bankans. Þar segir . mgr. 3. gr. um Yfirstjórn:
Seðlabankastjóri stýrir og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri Seðlabanka Íslands og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum bankans sem ekki eru falin öðrum með lögum.
Þarna er skýrt greint frá því að seðlabankastjóri stýrir og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri Seðlabanka Íslands og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum bankans-
En þarna kom ekki punktur. En það skipti engu. Allir voru búnir að fá að vita það sem þeir vildu; að seðlabankastjóri fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum bankans En rúsínan er eftir í pylsuendanum. Jú hann hafði ákvörðunarvald í öllum málefnum bankans - sem ekki eru falin öðrum með lögum.
Nú það þarf ekki lengur að leita. Af þessu niðurlagi 1. mgr. 3. gr. Seðlabankalaga er ljóst að ákvarðanataka hefur verið falin öðrum með lögum. Þá leitum við að hvaða lög það eru. Og ekki þarf að leita langt. Strax í 2. mgr. 3. gr. sömu laga segir að:
Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabankans í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd, sbr. 9. gr. Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabankans varðandi fjármálastöðugleika eru teknar af fjármálastöðugleikanefnd, sbr. 12. gr. Ákvarðanir sem faldar eru Fjármálaeftirlitinu í lögum eða stjórnvalds-fyrirmælum heyra undir fjármálaeftirlitsnefnd, sbr. 15. gr.
Lítum þá á 9. gr. Peningastefnunefnd.
Hlutverk og skipan peningastefnunefndar.
Ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum, sbr. 10. gr., eru teknar af peningastefnunefnd. Ákvarðanir peningastefnunefndar skulu grundvallast á markmiði um stöðugt verðlag og byggjast á vönduðu mati á ástandi og horfum í efnahagsmálum.
2.mgr. Í peningastefnunefnd situr seðlabankastjóri, varaseðlabankastjóri peningastefnu, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og tveir sérfræðingar á sviði efnahags- og peningamála sem ráðherra skipar til fimm ára í senn. .... Seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar og er varaseðlabankastjóri peningastefnu staðgengill hans.
10. gr. Verkefni peningastefnunefndar.
Peningastefnunefnd tekur ákvarðanir um vexti skv. 22. gr. til að framfylgja peningastefnu bankans. Einnig tekur nefndin ákvarðanir um viðskipti við lánastofnanir önnur en tilgreind eru í 2. mgr. 19. gr. Þá tekur nefndin ákvarðanir um bindiskyldu skv. 23. gr., viðskipti á gjaldeyrismarkaði skv. 27. gr. og viðskipti með verðbréf skv. 20. gr. sem ætlað er að stuðla að því að markmiðum bankans um stöðugt verðlag verði náð.
11. gr. Fundir peningastefnunefndar.
Peningastefnunefnd er ályktunarhæf ef fjórir af fimm nefndarmönnum sitja fund nefndarinnar. Ákvarðanir peningastefnunefndar skulu teknar með einföldum meiri hluta, en falli atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns.
12. gr. Fjármálastöðugleikanefnd.
Hlutverk og skipan fjármálastöðugleikanefndar.
Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabanka Íslands varðandi fjármálastöðugleika, sbr. 13. gr., eru teknar af fjármálastöðugleikanefnd. Ákvarðanir fjármálastöðugleikanefndar skulu grundvallast á lögum og byggjast á vönduðu mati á ástandi og horfum í fjármálakerfinu. Vegna starfa nefndarinnar skal Seðlabankinn hafa samvinnu við önnur stjórnvöld, þar á meðal ráðuneyti sem fer með málefni fjármálastöðugleika.
Í fjármálastöðugleikanefnd situr seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar og þrír sérfræðingar í málefnum fjármálamarkaðar eða hagfræði sem ráðherra sem fer með málefni fjármálastöðugleika skipar til fimm ára í senn.
13. gr. Verkefni fjármálastöðugleikanefndar.
Verkefni fjármálastöðugleikanefndar eru að:
- leggja mat á ástand og horfur í fjármálakerfinu, kerfisáhættu og fjármálastöðugleika,
- fjalla um og skilgreina þær aðgerðir sem taldar eru nauðsynlegar á hverjum tíma til að hafa áhrif á fjármálakerfið, í þeim tilgangi að efla og varðveita fjármálastöðugleika, og beina í því skyni ábendingum til viðeigandi stjórnvalda þegar tilefni er til,
- samþykkja stjórnvaldsfyrirmæli og taka þær ákvarðanir sem nefndinni er falið að taka með lögum,
- ákveða hvaða eftirlitsskyldir aðilar, innviðir og markaðir skuli teljast kerfislega mikilvægir og þess eðlis að starfsemi þeirra geti haft áhrif á fjármálastöðugleika.
14. gr. Fundir fjármálastöðugleikanefndar.
Fjármálastöðugleikanefnd er ályktunarhæf ef fimm af sjö nefndarmönnum sitja fund nefndarinnar. Ákvarðanir fjármálastöðugleikanefndar skulu teknar með einföldum meiri hluta, en falli atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns.
15. gr. Fjármálaeftirlitsnefnd.
Hlutverk og skipan fjármálaeftirlitsnefndar.
Fjármálaeftirlitsnefnd skal taka ákvarðanir sem faldar eru Fjármálaeftirlitinu samkvæmt lögum og stjórnvaldsfyrirmælum. Nefndin getur framselt til varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits vald sitt til töku ákvarðana sem ekki teljast meiri háttar.
Í fjármálaeftirlitsnefnd situr varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og þrír sérfræðingar í málefnum fjármálamarkaðar sem ráðherra sem fer með málefni fjármálamarkaðar skipar til fimm ára í senn.
16. gr. Fundir fjármálaeftirlitsnefndar.
Fjármálaeftirlitsnefnd er ályktunarhæf ef fjórir nefndarmenn sitja fund nefndarinnar. Ákvarðanir fjármálaeftirlitsnefndar skulu teknar með einföldum meiri hluta, en falli atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns.
Hér nem ég staðar því hér er yfirstjórnin orðin nokkuð skýr. Hér er einnig orðið ljóst að það er ekki Seðlabankastjóri sem er ábyrgur fyrir ákvarðanatökum þessara þriggja aðalstjórnunar nefnda Seðlabankans.. Ég get varla trúað að menn gerist jafn lítilmótlegir í tvöfeldni einnar lagagreinar, eins og raunveruleikinn er um 1. gr. hinna nýju Seðlabankalaga frá árinu 2019. Ef eftir því væri leitað þykir mér líklegt að Hæstiréttur mundi ógilda þessa 1. gr. hinna nýju Seðlabankalaaga vegna villandi orðalags.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2023 | 18:41
EES samningur og ætlað vald ESB
Í upphafi skal þess getið að ALLAR leturbreytingar sem koma fram í athugasemdunum eru komnar frá undirrituðum til að vekja athygli á efninu. Blátt letur táknar endurritun úr lögum eða samningi.
Inngangur.
Undirritaður er einn þeirra sem hefur verið þeirrar skoðunar að upphaflegur samningur um hið svonefnda Evrópska efnahagssvæði, (EES-samningurinn), hafi innihaldið of mikið af óframkvæmanlegum fyrirheitum með orðavali sem ekki yrði til að auðvelda framkvæmdina. Einnig ber upphaflegi EES-samningurinn með sér að þeir sem að honum störfuðu hafi ekki skilið til fullnustu hvernig þyrfti að liðsskipa samningsaðilum í tvær fylkingar sem að væntanlegum samning standi.
Annars vegar Evrópubandalagið (EB) með sínum aðildarríkjum ásamt skýru umboði fyrir þau málefni Kola og stálbandalags Evrópu sem dregið hafði sig til hlés þegar EB var stofnað, en það ekki verið lagt niður. Þarna var ákveðinn óvissuþáttur um valdheimildir EB, á þeim sviðum sem Kol og Stál voru enn með virka áhrifaþætti.
Frá hendi EFTA ríkjanna sem í upphafi stóðu að samningsgerðinni var ekki heldur nein samstilling samningsleiða. Þar voru bara 4 sjálfstæð ríki, öll með ólíka uppbyggðu stjórnkerfa og afar ólíka hagsmuni að sækjast eftir. En engan sameiginlegan talsmann eða aðila til eftirfylgni og gætni þeirra áfanga sem náðst hefðu, þó ekki tækist að loka þá inni í áfanga.
EES samningurinn ber einnig nokkuð áberandi með sér vanþekkingu á efnistökum við uppbyggingu samskiptasamninga. Ekki er gerð grein fyrir því í upphafi að samningurinn muni byggjast á tveimur aðal undirnefndum sem aflað verði tiltekinna valdheimilda fyrir, til að knýja á um úrlausnir erfiðra mála.
Sá samningur sem hér er til skoðunar, er EES-samningurinn, sem í heild sinni var tekinn inn í Íslensk lög þann 13. janúar 1993, með lögum nr. 2/1993. En þó ýmislegt þarfnist endurskoðunar í umræddum samningi, varð óheppilegt orðaval í lagasetningu þess valdandi að breyting var nauðsynleg, þó slíkar athugasemdir hafi á þeim tíma ekki hlotið hljómgrunn þeirra sem réðu för.
Undirritaður mun ekki fara lengra í vangaveltum um hvað hefði geta verið örðuvísi ef meiri greiningarvinna hefði verið unnin áður en hafin var hönnun á texta samningsins. Í þessari færslu mun verða farið yfir þann hluta EES samninginn sem sýnir með augljósum hætti hversu langt menn voru frá því markmiði sínu að setja á stofn farsæla markaðsheild í Evrópu.
Á einu er þó vert að vekja athygli áður en af stað er haldið. Við yfirlestur EES samningsins er afar mismunandi reglur Evrópulanda til fyrirmæla í lögum. Víða virðist vera hægt að gera bókun við einhver lagaákvæði, sem taka þá breytingum í samræmi við þá bókun. Slík bókun hefur sitt gildi í almennum samningum, sem ekki eru þinglýstir eða þeir teknir inn í lög. Samningum sem teknir eru inn í lög hjá okkur, breytir ekki venjuleg bókun. Í þinglýstum samningum dugar að báðir aðilar samningsins skili sameiginlega inn viðbótarákvæði við samninginn, sem þá yrði einnig þinglýst. En ef samningur er lögtekin verður bókunin að koma fyrir Alþingi í frumvarpi sem breyting á lögunum, og vera samþykkt á Alþingi til þess að breytingin hljóti lagagildi. Það eru nokkrir þættir í þessum samning sem eru á skjön við lagaheimildir okkar. Athugasemdir við samninginn eru settar fram af skilning undirritaðs á ósérgreindum samningum sem stefna að löggildingu.
Athugasemdir við orðaval Alþingis.
Hér er fyrst athugasemd sem gerð var á árinu 1993, eftir að lögin höfðu verið samþykkt.
Það fyrsta sem gerð var athugasemd við var YFIRSKRIFT 1. gr. laganna, sem var eftirfarandi:
- Heimilt er að fullgilda fyrir Íslands hönd:
- Samning um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samninginn), o. frv..
Alþingi hefur vald til að setja fram lög eða reglur, um hvaðeina sem lúta skal einhverri stjórnun. EN, Alþingi má alls ekki og hefur ekkert vald til að úthluta ónafngreindum heimildum til að FULLGILDA FYRIR ÍSLANDS HÖND. eitthvað sem ekki liggur textalega fyrir þegar heimildin er veitt. Fólk er beðið um að hafa þetta í huga þegar lengra er komið.
Undirritaður taldi, á þeim tíma sem lögin voru sett, að stjórnarskrá Íslands ætti sér sterkari rætur í brjóstum Íslendinga en þá kom í ljós, og sú virðing hefur því miður ekki aukist. Greinilega er hér á landi of lítið rætt um það hvernig þrepun VALDS spinnur sig í gegnum stjórnkerfi okkar. Hvert er vald alþingismanna, þingflokka, ráðherra, ráðuneyta, Alþingis og hvar er hið ÆÐSTA VALD þjóðar okkar? Öll er þessi þrepun í nákvæmlega sömu sporum og hún var þegar stjórnarskráin var samþykkt í fyrsta sinn þann 17. júní 1944. Við lítum kannski nánar á það síðar.
Af þessu leiðir að það er einungis einn maður í landinu sem hefur vald til að FULLGILDA skuldbindingu fyrir hönd Íslensku þjóðarinnar. Og það er Forseti Íslands. Alþingi á að vita að öll þeirra lög og skuldbindandi ákvarðanir, verða að fara til Forseta Íslands til að öðlast fullgildingu fyrir hönd Íslensku þjóðarinnar. Það er veruleg niðurlæging fólgin í því, fyrir alla þá sem eiga að lesa yfir svona skjöl til fullvissu um að ekkert jafn áberandi klúður í lagasetningu og það sem hér um ræðir, skuli hafa komist framhjá allri textaskoðun og verið látið óleiðrétt í 30 ár.
Texti 1. gr. laga nr. 2/1993.
1. Samning um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samninginn), þ.e. meginmál samningsins, bókanir við hann og viðauka, ásamt gerðum, sem í viðaukunum er getið, milli Efnahagsbandalags Evrópu, Kola- og stálbandalags Evrópu og aðildarríkja þessara bandalaga annars vegar og aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu hins vegar, sem undirritaður var í Óportó hinn 2. maí 1992;
Það var svolítið merkilegt að sjá hvernig Evrópubandalagið (EB), lét sér ekki nægja að tjalda EB einu á móti Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), sem höfðu enga bandalags tengingu að baki sér. EFTA ríkin voru, og eru, innbyrðis mjög ólík og ferli ákvarðanatöku mög ólík. EFTA ríkjunum var einnig að fækka á þessum tíma úr 7 ríkjum, sem allt benti til að yrði einungis 3 EFTA eftir áður en samningurinn kláraðist. Þrátt fyrir að EB eitt virtist verða 3-4 sinnum fleiri en EFTA voru EB ríkin einnig mikið fjölmennari og stærri.
EB ríkin létu sér þetta ekki nægja heldur stilltu einnig upp Kola- og stálbandalagi Evrópu, auk þess að skrá einnig öll aðildarríki framangreindra tveggja bandalaga, svona til að vera viss um að hafa öll ráð hins væntanlega EES-svæðis í höndum EB. Það kom líka í ljós þegar farið var að fylgja eftir þeirri textaritun sem birtist í hinum endanlega samningi. Markmið undirritaðs er, þar sem samningurinn er yfir 100 greinar, og sumar langar, þá mun verð að þessu sinni dregið fram það sem helst virðist halla jafnræðisreglu samninga sem þessara, auk þess að reyna að átta sig á málefnalegu umfangi samningsins, því ekkert slíkt er að finna í samningnum sjálfum. Lítum þá í samningstextann sjálfan og látum hann vísa okkur leið.
SAMNINGUR UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ (EES-SVÆÐI)
- hluti.Markmið og meginreglur.
- gr. 1. Markmið þessa samstarfssamnings er að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem nefnist hér á eftir Evrópska efnahagssvæðið (EES-svæðið).
Þarna er varpað fram nokkuð efnilegum forsendum fyrir samstarfssamning, sem ætlað er að stuðla að jafnri eflingu samkeppnisskilyrða en mynda á sama tíma einsleitt Evrópskt efnahagssvæði. Undirritaður hefur alla tíð gert sér grein fyrir því að efnahagslegar og viðskiptalegar forsendur Evrópuríkja standa á svo ólíkum grunni að slík einsleitni sem uppfyllti markmið þessarar 1. gr. væri ekki í sjónmáli á komandi árum eða áratugum því til slíkra breytinga þarf eiginlega hugarfarslega umbyltingu.
Telja verður líklegt að eitt af aðal markmið litlu aðilanna, EFTA-ríkjanna, sem tækju þátt í þessum samning, hafi verið að ná auknum aðgangi að hinum stóra markaði stóra samningsaðilans. Mesta álagið var þó ekki frá viðskiptaþætti samstarfssamnings. Meiri tími fór í að lúta leiðsögn stóra aðilans á hans pólitíska vettvangi?
Flestir hljóta að vera samdóma um að vegna ólíkra stjórnskipunar EFTA ríkjanna, ólíkra leiða um stjórnkerfi hvers lands fyrir sig til ákvarðanatöku, hafi engin pólitísk eða stjórnmálaleg lína komið frá hlið EFTA ríkja, með aðild að þessum samning. Það markmið sem drífið hafi áfram litla aðilann í þessum samning, hafði að öllum líkindum verið sú veika von, að saman hefðu EFTA-ríkin kannski það afl sem dygði til að ná fótfestu á svo stórum markaði sem EB/ESB markaðurinn er.
En þá má spyrja sig. Geta litlu aðilarnir í samning þessum vænst vaxtar markaðslegrar hlutdeildar sinnar, þegar markmið stóra aðila samningsins er: efling viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila verði við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum?
Í markmiðum samningsins er ekki að sjá að neinar skýrar línur séu dregnar. Ekki er t. d. tekið fram, í tilvitnun hér á undan, hvort sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum sé tekið tillit til þess að EB var þar fyrir með sínar viðskipta- og efnahagsreglur sem munu verða miklar fyrirferðar þegar komi að endurskoðun á þegar gerðum samningum.
Einn þessara EFTA-aðila var óumdeilanlega langminnsti aðili samningsins. Var þar um að ræða lítið eyríki langt úti í Atlandshafi, með t. d. umtalsvert dýrari flutningskostnað en önnur ríki samningsins. Er í slíkum samning mögulegt að tefla fram fullkomlega heiðarlegum leikreglum í svo gjörólíkum efnahagsforsendum samningsaðila að slík samningsaðild verði þessu litla eyríki að nokkru gagni?
SAMNINGSFORSENDUR SKILGREYNDRAR
Lítum þá aðeins á 2. tölulið 1. gr. samningsins, þar sem skilgreind eru þau svið sem samningurinn tekur yfir. Þar segir:
2. mgr. Til að ná þeim markmiðum sem sett eru í 1. mgr. skal samstarfið í samræmi við ákvæði samnings þessa fela í sér:
a. frjálsa vöruflutninga; -
- b. frjálsa fólksflutninga; -
- c.frjálsa þjónustustarfsemi;
d. frjálsa fjármagnsflutninga; - - e.að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum; og einnigað -
f. nánari samvinnu á öðrum sviðum, svo sem á sviði rannsókna og þróunar, umhverfismála, menntunar og félagsmála.
Þarna er greinilega verið að vísa til 4-frelsisins svokallaða. Það vekur hins vegar athygli að í e-lið vilji samningsaðili að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki? Ber að skilja þetta t. d. þannig að aðili frá EFTA-ríki ætli að nota c-liðinn frjálsa þjónustustarfsemi og setja upp sjálfstæða rekstrareiningu frá stórmarkaði sínum í einu EFTA-ríkjanna. Allar líkur benda til þess að þessi nýi aðili taki fljótt til sín 07-10% af sölumarkaðnum. Hér er bent á það að með framangreindu kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki, er um leið byggð upp samkeppnishindrun, sem í raun er andstæð meginboðskapnum um við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum. Eitthvað virðist jafnréttishugtakið vera óljóst þarna.
Í 2. gr. samnings þessa eru einnig dregnar fram hugtakamerkingar eftir sundurliðun stafrófs:
a. hugtakið samningur meginmál samningsins, bókanir við hann og viðauka auk þeirra gerða sem þar er vísað til;
- b. [hugtakið EFTA-ríki merkir
1) Ísland, Furstadæmið Liechtenstein og Konungsríkið Noreg]; 2)
er hugtakið samningsaðilar, að því er varðar bandalagið og aðildarríki EB, bæði bandalagið og aðildarríki EB eða bandalagið eða aðildarríki EB. Merkingin, sem leggja ber í þetta orð í hverju tilviki, ræðst af viðkomandi ákvæðum samnings þessa hverju sinni og jafnframt viðkomandi valdsviði bandalagsins og aðildarríkja EB í samræmi við stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu;
Hér virðist undirrituðum sem markmið 1. gr. þessa samnings hafi verið yfirgefið og nú sé ekki lengur talað um samstarfssamning er stuðli að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila.
Fyrst skal hér nefna a. liðinn. Þar sem hugtakið samningur og meginmál hans eru í forgrunni. En síðan kemur atriði sem ekki gengur upp hér á Íslandi. Það er hugtakið Bókun, þar sem um væri að ræða að bókuð væri breyting á einhverri grein samnings. Slíka breytingu væri ekki hægt að gera hér nema með því að leggja fyrir þingið frumvarp um lagabreytingu, sem gæti tekið langan tíma. Ef bókun væri látin standa hér án lagabreytinga væri komin fram tvöföld túlkun þess lagaákvæðis. Einnig er þarna hugtakið GERÐ, sem virðist tákna viðbót við þegar skráð atriði, án þess að slíkt fari beina leið lagabreytinga. Slíkt gengur ekki hér á landi.
Í c. lið er eins og Evrópubandalagið viti ekki hvernig þeir eigi að skrá bandalagið. Hvort þeir eigi að skrá bæði bandalagið og aðildarríki EB eða bandalagið eða aðildarríki EB. Af framhaldi c. liðar lítur helst út fyrir að forysta EB teysti sér ekki til að afmarka heiti bandalagsins með einu nafnheiti því: Merkingin, sem leggja ber í þetta orð í hverju tilviki, ræðst af viðkomandi ákvæðum samnings þessa hverju sinni og jafnframt viðkomandi valdsviði bandalagsins og aðildarríkja EB í samræmi við stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu ; 2)
Hér er eins og allt önnur hugsun hafi yfirtekið verkefnið og frekar lítið gert úr gagnaðila samningsins, EFTA ríkjunum. Eins og að réttlætinu sé fullnægt með því að EFTA hafi verið getið í einni málsgrein.
Markmið og grundvöllur fyrir samstarfssamning milli EFTA og EB sem síðar varð ESB, sem kynntur var í 1. mgr. 1. gr. þess samnings sem hér um ræðir, virðist allt í einu vikið til hliðar og áhersla lögð á valdsviði bandalagsins og aðildarríkja EB í samræmi við stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu, eins og segir í texta samningsins. Nú virðist samstarfsviljinn sem í upphafi var kenndur við viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði. Slíkt markmið hefði líklega geta blómstrað, hefði því verið sinnt eðlilega. EF forystuöfl EB/ESB hefðu geta farið sér hægar við að keyra fram vilja sinn og aukið þannig vilja gagnaðilanna til samstöðu, hefði margt líklega farið á annan veg en nú er.
Undirrituðum þykir afar undarlegt hversu áberandi er sniðganga allra viðhorfa sem gætu talist til málsstaðar EFTA ríkjanna. Á sama tíma er opinberlega látið í ljós að stóri samningsaðilinn muni sinna meira valdsviði bandalagsins og aðildarríkja EB í samræmi við stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu. Undirritaður hefur ekki kynnt sér lögfræðilega hlið þessara breytinga sem virðast þegar orðin, frá upphaflegri mynd samningsins. Það hlýtur hins vegar að vekja spurningar um réttarstöðu minni samningsaðilans, þegar u. þ. b. helmingur minni samningsaðilans (4 EFTA lönd af 7, yfirgefa EFTA) gengu út úr síbreytilegum samning, til þess að ganga til liðs við stóra samningsaðilann.
Hvaða áhrif er hugsanlegt að slík breyting hafi á áframhaldandi gildi þeirra samningsliða sem lokið er við, gagnvart þeim fáu sem eftir sitja í EFTA hlutanum? Í minnkandi minnihluta þyrfti að meta faglega slíka breytingu. Undirritaður hefði talið eðlilegra að setjast yfir það verkefni og móta nýjan samning og loka þeim gamla um leið og nýr samningur væri tilbúinn, ef áhugi væri fyrir áframhaldi tilrauna til samstarfs.
ÁFRAM SKAL HALDIÐ.
Hefst nú aftur yfirferð samnings frá d. lið 2. gr.
- hugtakið aðildarlögin frá 16. apríl 2003 merkir lögin um aðildarskilmála Lýðveldisins Tékklands, Lýðveldisins Eistlands, Lýðveldisins Kýpur, Lýðveldisins Lettlands, Lýðveldisins Litháens, Lýðveldisins Ungverjalands, Lýðveldisins Möltu, Lýðveldisins Póllands, Lýðveldisins Slóveníu og Lýðveldisins Slóvakíu og um aðlögun sáttmálanna sem mynda grundvöll Evrópusambandsins sem voru samþykkt í Aþenu 16. apríl 2003]; 2)
e) hugtakið aðildarlögin frá 25. apríl 2005 lög um aðildarskilmála Lýðveldisins Búlgaríu og Rúmeníu og aðlögun sáttmálanna sem mynda grundvöll Evrópusambandsins, sem voru samþykkt í Lúxemborg 25. apríl 2005;
f) hugtakið aðildarlögin frá 9. desember 2011 merkir lögin um aðildarskilmála Lýðveldisins Króatíu og aðlögun sáttmálans um Evrópusambandið, sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins og stofnsáttmála Kjarnorkubandalags Evrópu, sem voru undirrituð í Brussel 9. desember 2011]. 3)] 1) 1)L. 106/2007, fylgiskjal VII. 2)L. 8/2004, fylgiskjal VI. 3)L. 26/2014, fylgiskjal IX.
SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN OG EES-RÁÐIÐ.
Í 3. og 4. gr. er ekkert sem beinlínis þarfnast athugasemda en í 5. gr. kemur hins vegar atriði sem þarfnast athygli. Þar segir svo:
5.gr. Samningsaðilar geta hvenær sem er vakið máls á áhyggjuefnum í sameiginlegu EES-nefndinni eða EES-ráðinu í samræmi við þær aðferðir sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 92. gr. og 2. mgr. 89. gr. eftir því sem við á.
Með þeim fyrirvara að þetta er það fyrsta sem nefnt er í þessum samning um Sameiginlegu EES-nefndina og EES-ráðið, er óhjákvæmilegt annað en líta strax í framangreindar tilvísanir og byrjum á 2. mgr. 89. gr. samningsins, en þar segir svo:
- gr. 2. Samningsaðilar, að því er varðar bandalagið og aðildarríki EB eftir valdsviði viðkomandi, geta tekið mál er valda erfiðleikum upp í EES-ráðinu eftir að hafa rætt þau í sameiginlegu EES-nefndinni, eða geta tekið þau beint upp í EES-ráðinu er mjög brýna nauðsyn ber til.
3. EES-ráðið setur sér starfsreglur með ákvörðun þar að lútandi.
EES-ráðið.
90. gr. 1. EES-ráðið skipa fulltrúar í ráði Evrópubandalaganna og úr framkvæmdastjórn EB ásamt einum fulltrúa ríkisstjórnar hvers EFTA-ríkis.
Skipa skal fulltrúa í EES-ráðið í samræmi við þau skilyrði sem mælt verður fyrir um í starfsreglum þess.
- Ákvarðanir EES-ráðsins skulu teknar með samkomulagi milli bandalagsins annars vegar og EFTA-ríkjanna hins vegar.
Enn er hér afar einkennilega tekist á við það að birta sanngjarna skiptingu fulltrúa í EES-ráðið. Það er nokkuð sérstakt að það er EB sem setur saman textann um samning EB og EFTA, sem hér er til umfjöllunar. Þeir aðilar taka þá ákvörðun að skipa ekki í þær nefndir sem þeir telja nauðsynlegar framgangi ákvæða í samstarfssamningi EB við EFTA. Það skuli því vera fyrsta verk áðurgreindra nefnda að fjalla um hver skuli vera fjöldi fulltrúa sem EFTA-ríkin megi skipa til setu í EES-ráðinu.
EB tilgreinir hins vegar ekki frá fjölda eigin fulltrúa í EES-ráðinu. Þeir tilgreina hins vegar að í ráðið skuli skipað einum fulltrúa ríkisstjórnar hvers EFTA-ríkis. Þarna gætu EFTA-ríkin á þjóðþingum sínum leikið þann leik að kjósa þingmann í EES-ráðið í stað ráðherra.
Í eðli sínu eru þau vinnubrögð og efnistök sem virðast viðhöfð við textagerð þessa samnings, þurfa að skoðast með hliðsjón af óskilyrtri jafnskiptingu fulltrúa beggja samningsaðila. Sem slíkur hlýtur samningurinn að eiga að byggja á jafnvægi milli aðila í ákvarðanatökum.
Hvernig á að koma því við þegar annar aðilinn, nánast tekur sér þau völd sem hann vill hafa, en EFTA-ríkjum naumt skammtað er 3, ríki megi hvert tilnefna 1 fulltrúa hvert ríki.
ÓJAFNVÆGI MILLI SAMNINGAÐILA LJÓST Í UPPHAFI.
Strax við upphaf þessarar samningsgerðar varð ljóst að aðildarríki EB voru umtalsvert fleiri en EFTA-ríkin. Ásetningur EB um að verða ráðandi aðili þess samstarfs-samnings sem lagður yrði fram, fyrir EFTA ríkin til samþykktar eða synjunar. Einnig virðist hafa verið ákveðinn frá upphafi, eftir því sem fram kemur í lögunum um að: EES-ráðið skipa fulltrúar frá ráði Evrópubandalaganna og úr framkvæmdastjórn EB, ásamt einum fulltrúa ríkisstjórnar hvers EFTA-ríkis, skulu eiga sæti í EES-ráðinu.
Þarna kemur fram ástæða sem ætla mætti að væri fyrir því að í upphafi samnings eru aðildarríki EB eru talin fram í tvöfaldri eða þrefaldri skráningu vegna:
Efnahagsbandalags Evrópu,
Kola- og stálbandalags Evrópu
og aðildarríkja þessara bandalaga annars vegar
En hins vegar aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu.
STÆRÐARMUNUR SAMNINGSAÐILJA Á MIÐJU ÁRI 2023.
Það stefnir allt að því að nú, á miðju ári 2023, verði aðildarríki ESB 28 með a. m. k. 1 fulltrúa hvert. Hve mörgum fulltrúum ætti að bæta við í EES-ráðið úr ráði Evrópubandalaganna og úr framkvæmdastjórn EB, er ekki gott að vita.Fulltrúar ESB megin við samninginn gætu líklega verið eitthvað yfir 30 talsins. Hinu megin samningsins væru 3 fulltrúar ETFA í Sameiginlegu EES-nefndinni og álíka hlutfallaskipt í EES-ráðinu.
Þarna er beinlínis sagt að ESB-þing, stjórn eða ráðið sjálft, skipi einn fulltrúa frá hverju ESB ríki í EES-ráðið, auk þess sem fulltrúar komi líka frá framkvæmdastjórn, eins og segir í samningstexta. Þar segir einnig að: Skipa skal fulltrúa í EES-ráðið í samræmi við þau skilyrði sem mælt verður fyrir um í starfsreglum þess.
Engin leiðsögn er gefin um hvernig mælt verður fyrir um slíkt í starfsreglum EES-ráðsins.
Samkvæmt 3. mgr. 89. gr. samningsins er það: EES-ráðið sem setur sér starfsreglur með ákvörðun þar að lútandi.
FORSETI EES-ráðsins KOSINN.
Í 91. gr. samningsins er kveðið á um kosningu forseta EES-ráðsins.
91. gr. 1. Fulltrúi ráðs Evrópubandalaganna og ráðherra í ríkisstjórn EFTA-ríkis skulu gegna embætti forseta EES-ráðsins til skiptis sex mánuði í senn.
- Forseti EES-ráðsins skal kalla það saman tvisvar á ári. EES-ráðið skal einnig koma saman, þegar aðstæður krefjast, í samræmi við starfsreglur sínar.
Þarna er enn einn liðurinn sem gera má athugasemdir við jafnvægisþáttinn milli samningsaðilja. Það vantar alveg Skipulagsreglur fyrir EES-ráðið og þeirra er ekki getið í samningnum. Gera má ráð fyrir að í þeim reglum sem settar verði um starf embættis forseta EES-ráðs, verði gætt fulls jafnvægis milli samningsaðilja. Þar sem EFTA, hefur að hámarki þrjá fulltrúa í EES-ráði, en ESB-ríkin nú 28 fulltrúa.
SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN.
Þá er komið að 92. gr. samningsins og komið að:
- þáttur. Sameiginlega EES-nefndin.
92. gr. 1. Sameiginlegu EES-nefndinni er hér með komið á fót. Skal hún tryggja virka framkvæmd samnings þessa. Í þeim tilgangi skal þar skipst á skoðunum og upplýsingum og taka ákvarðanir í þeim málum sem kveðið er á um í samningi þessum.
- Samningsaðilar, að því er varðar bandalagið og aðildarríki EB eftir valdsviði viðkomandi, skulu hafa samráð í sameiginlegu EES-nefndinni um öll þau mál á grundvelli samningsins sem valda erfiðleikum og einhver þeirra hefur tekið upp.
- Sameiginlega EES-nefndin setur sér starfsreglur með ákvörðun þar að lútandi.
Þessi 92. gr. samningsins um EES svæðið er jafn fjarri eðlilegri skráningu samnings milli tveggja viðskiptablokka og hægt er að hugsa sér. Þarna í upphafi 92. gr. sprettur allt í einu fram nefnd sem: Skal hún tryggja virka framkvæmd samnings þessa.
Merkilegt er, miðað við hið þá mikilvægu skyldu hennar að tryggja virka framkvæmd samnings þessa, skuli hún ekki í upphafi samningsins, hafa komið fram undir liðnum Markmið og meginreglur. Ekki hafi verið minnst á þessa Sameiginlegu EES-nefnd, eða meint hlutverk hennar. Reyndar er hlutverk þessarar mikilvægu nefndar enn ekki ljóst. Nefndin á t. d. að setja sér, sýnar eigin starfsreglur, sem enn hafa ekki verið færðar inn í samninginn 30 árum eftir að samningurinn var afgreiddur frá Alþingi Íslendinga. Svo getur náttúrlega verið fullgild skýring á þessu öllu vegna þess að í 2. mgr. 92. gr. er þess getið að: Samningsaðilar, að því er varðar bandalagið og aðildarríki EB eftir valdsviði viðkomandi, skulu hafa samráð í sameiginlegu EES-nefndinni um öll þau mál á grundvelli samningsins sem valda erfiðleikum og einhver þeirra hefur tekið upp. Þarna lítur nú út fyrir að EFTA-ríkjum komi ekkert við þessi nefnd, í það minnsta er valið að nefna ekki EFTA-ríki þar sem Samningsaðila.
Sameiginlegu-EES nefndar er þó getið í mörgum lagagreinum, þó nefndin hafi ekki verið kynnt og tilgangur hennar ekki verið skýrður. Ekki hefur verið greint frá fjölda nefndarmanna eða hvernig þeir væru kosnir til starfans. Einnig erumeginreglur í starfsemi nefndarinnar ekki komnar í ljós og því ekki hægt að kynna þær í samningnum, því þar segi að Nefndin eigi sjálf að setja sér starfsreglur.
Í 2. mgr. 92. gr. þessa samnings kemur fram að: Samningsaðilar, að því er varðar bandalagið og aðildarríki EB eftir valdsviði viðkomandi, skulu hafa samráð í sameiginlegu EES-nefndinni um öll þau mál á grundvelli samningsins sem valda erfiðleikum og einhver þeirra hefur tekið upp.
Þetta er óneitanlega nokkuð sérstakt þegar til þess er litið að aðilar að samning þessum eru bara tveir. Annars vegar EB/ESB, með yfirþjóðlega valdsþátt Kola- og stálbandalags, en virðast ekki geta gert upp við sig undir hvaða samheitiríkjasamstaðan skuli ganga til þessa samnings.
Hins vegar eru 3. EFTA-samtök um Fríverslun milli ríkja, sem einungis hafa sameiginlegt viðskiptasamband en ekkert yfirþjóðlegt vald.
Í þessari tilraun til samkomulags er ekki um eiginlegan lagatexta að ræða. Frekar mætti líta á þetta uppkast sem einskonar minnisblað eða starfsreglur fyrir fulltrúa EB/ESB sem jafnvel ætti ekki að vera skráð í samskiptasamning við EFTA.
Í 3. mgr. 92. gr. samningsins segir að: Sameiginlega EES-nefndin setur sér starfsreglur með ákvörðun þar að lútandi.
Þetta er athyglisvert með tilliti til stærðarmunar samningsaðila. Ekki ætti að vera erfitt að gera sér í hugarlund hvaða hagsmuna verði gætt í þeim starfsreglum sem nefndirnar setja sér en jafnljóst að EFTA-ríkin fá ekki mörgum atriðum komið í gegn, í stöðugum minnihluta.
93. gr. 1. Sameiginlegu EES-nefndina skipa fulltrúar samningsaðila.
- Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar skulu teknar með samkomulagi milli bandalagsins annars vegar og EFTA-ríkjanna, sem mæla einum rómi, hins vegar. ???
Af þessu má skilja svo að fulltrúar EB bandalagsins í sameiginlegu EES-nefndinni hafi fullt frjálsræði til að tjá sig, en fulltrúum EFTA sé gert að. Ekki mikið jafnræði þarna.
UM FORMENNSKU Í SAMEIGINLEGU EES-nefndinni.
- gr.1. Fulltrúi bandalagsins, þ.e. framkvæmdastjórnar EB, og fulltrúi eins EFTA-ríkis skulu gegna embætti formanns sameiginlegu EES-nefndarinnar til skiptis sex mánuði í senn.
2. Sameiginlega EES-nefndin skal að öðru jöfnu koma saman að minnsta kosti einu sinni í mánuði til að gegna störfum sínum. Hana má einnig kalla saman að frumkvæði formannsins eða samkvæmt beiðni einhvers samningsaðila í samræmi við starfsreglur hennar.
Enn virðist hönnuðum þessa samnings mislukkast verulega í jafnræðisstöðu milli samningsaðila. Í 1. mgr. 94. gr. segir að samningsaðilar skiptist á formennsku í EES-nefnd á 6 mánaða fresti, sem skiptist þannig að: Fulltrúi bandalagsins, þ.e. framkvæmdastjórnar EB, og fulltrúi eins EFTA-ríkis skulu gegna embætti formanns sameiginlegu EES-nefndarinnar til skiptis sex mánuði í senn. Þarna er ekki jafnræði milli samningsaðila. Undirritaður hefur frá upphafi bent á beinlínis vonlausa stöðu venjulegs samstarfssamnings milli aðila með svo mikinn, eðlis og stærðarmun, þar sem EFTA hefur hvorki -bandalags, eða -sambands afl í tilvist sinni. Þar er einungis um Fríverslunarsamtök að ræða. Sem slík geta samtökin EFTA verið milliliður í viðskiptalegum tengslum hinna sjálfstæðu ríkja sem eiga EFTA samtökin. En þau eru varla hæf sem burðaraðili umfangsmikils samskiptasamnings, eins og þess sem hér er á ferð. Þar kemur til ákvæði úr 2. mgr. 93. gr. sem fulltrúum EFTA er gert skylt að mæla einum rómi. En ekkert slíkt sagt um EB/ESB aðilann, er ekki um jafnræði að ræða.
Niðurlag.
Þó enn sé eftir að fara í gegnum u. þ. b. 100 greinar af þessum samning er hér komið nokkuð glöggt sýnishorn af því hvernig hugsun hefur legið að baki hjá þeim EB fulltrúum sem sömdu þennan merkilega samningstexta. Vægt til orða tekið er hér um afar sérkennilegan milliríkjasamning að ræða, sem við fyrstu sýn virðist aðallega eiga að snúast um tiltekið frelsi í ferða-, viðskipta- og markaðsmálum, en engin pólitísk markmið eða einhliða samskipti nefnd.
Undirritaður hefur hvergi í þessum samning um EES-svæðið, fundið neinar haldbærar skýringar á því að skilgreindur samstarfs og viðskiptasamningur skuli verða að pólitískum eltingaleik, án athugasemda. Það setji fram ýmis spurningamerki um hvaða skilning og ábyrgð þingmenn á Alþingi Íslendinga leggi í það starf sem þeir gegna fyrir þjóðina.
Hvort farið verði yfir þann hluta samningsins sem eftir er, ræst af því hvort þörf verður á frekari krufningu á réttarstöðu EFTA og aðildarríkja þess fríverslunarbandalags.
Í samningstextanum hefur undirritaður ekki fundið neina opnun á að ESB sendi EFTA ríkjum lagabindandi fyrirmæli, sem EFTA ríkjum teljist skylt að innleiða í réttarreglu sinna ríkja. Vel má vera að undirrituðum hafi yfirsést heimildir þar að lútandi, veittar af EFTA ríkjum til stjórnkerfis ESB. Slíkt kemur þá í ljós þegar betur verður rýnt í réttarstöðu og sjálfsforræði þeirra stjórnarfarslega ólíku ríkja sem EFTA ríkin þrjú eru.
Reykjavík 27. maí 2023
Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi ráðgjafi
11.6.2021 | 10:47
AFGLÆPAVÆÐING ??? Hvað er það?
151 löggjafarþing 20202021.
Þingskjal 1193 714. mál.
Stjórnarfrumvarp.
Frumvarp til laga um breytingu á
lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 (afglæpavæðing neysluskammta).
Frá heilbrigðisráðherra.
Ágæta nefndarfólk!
Þegar ég las fyrirsögina að því þingmáli sem hér er til umfjöllunar, varð mér ósjálfrátt hugsað til væntinga þeirra sem af mikilli elju beittu sér fyrir sterku lýðveldi á Íslandi. Til slíkra verka voru bundnar vonir við að allir kraftar stjórnmálamanna framtíðarinnar yrðu nýttir. Og stjórnmálamenn framtíðarinnar finndu sér aflsauka í málefnum sem bættu lífskjör landsmanna. Líkamlegt heilbrigði yrði þar eðlilega efst á blaði. Bæði með stöðugum verkefnum í ráðuneyti heilbrigðismála, sem og með því að stuðla að sem virkastri þátttöku yngra fólks í sköpun aukinna verðmæta fyrir samfélagið. Aukin verðmætasköpun skili ungu fólki í dag, þeim lífsgæðum á efri árum, þegar afl til lífsgæðakapphlaups minnkar. Þá birtist einnig ein fegursta mynd hugsjóna lýðveldisins, þegar þreytt fólk, að loknu ævistarfi, finnur að allt sem það lagði á sig á yngri árum til að efla samfélagið og treysta innviði þess, varð í raun að hluta sem inneign til bættra lífsgæða að lokinni starfsævi.
Það frumvarp sem hér er flutt byggir í raun fyrst og fremst á því sjónarmiði að eyðileggja strax á ungdómsárum sem mest andlegt og líkamlegt heilsufar unga fólksins, sem að 30 40 árum liðnum, ætti þá að vera búin að byggja svo traustar undirstöður undir þáverandi framtíð sína, á efri árum, að þau geti litið stolt til baka, þakklát þeim sem vísuðu þeim veginn í reynslulausum ungdómi þeirra.
En nú skal hér slegið skjaldborg stjórnarráðsins yfir mikilvægt mál. Í málinu er bæði um að ræða merkilegt áður ókynnt nýyrði, þar sem um er að ræða óskilgreinda afglæpavæðingu, sem að því er virðist vera ætlað að lögleiða neyslu unga fólksins á fíkniefnum, svo lengi sem líkamsheilsa þeirra leyfir.
Gallinn í þessu frumvarpi er hins vegar sá að ekki er dregin upp heilstæð mynd af því hvernig neytandinn á að geta, með lögmætum hætti, fengið til sín þau fíkniefni sem lögreglan megi ekki gera upptæk. Um þessi atriði og fleiri, sem af augljósu reynsluleysi eru sett fram í umræddu frumvarpi, ætla ég ekki að fjölyrða frekar í þessum inngangi, heldur leiða fram athugasemdir við þau efnisatriði sem sett eru fram í texta frumvarpsins.
Um Greinargerðina með frumvarpinu kýs ég að hafa sem fæst orð að sinni en hvet nefndarmenn, og þingmenn alla, til að leita vandlega í greinargerð heilbrigðisráðherra, með því þingmáli sem hér er til umfjöllunar, að sjónarmiðum fagfólks á hinum ýmsu heilbrigðissviðum, sem styðja við það mikilvæga þroskaferli og framtíðar uppbyggingu lífsgæða, sem heilbrigðisráðherra leggur hér fyrir Alþingi til afgreiðslu, svo fráfarandi heilbrigðisráð-herra geti bent á hið mikilvæga framlag sitt til heilsueflingar ungs fólks á Íslandi á þriðja áratug 21. aldar.
En lítum nú á það sem umrætt frumvarp boðar.
Í 1. gr. frumvarpsins er fjallað um breytingar á 2. gr. laga um ávana og fíkniefni, nr. 65/1974. Núverandi 2. gr. hefst á orðunum: Varsla og meðferð ávana- og fíkniefna, sem talin eru upp í 6. gr. laga þessara er óheimil á íslensku forráðasvæði samkvæmt því sem nánar segir í 4. mgr.
Fyrsta breyting samkvæmt 1. gr. a. lið í frumvarpinu er að orðin Varsla og falli brott. 2. gr. laganna, eftir breytingu hefst því þannig:
Meðferð ávana- og fíkniefna, sem talin eru upp í 6. gr. laga þessara, er óheimil á íslensku forráðasvæði samkvæmt því sem nánar segir í 4. mgr.
Í 2. mgr. 2. gr. segir að:
[Ráðherra] er heimilt að mæla svo fyrir í reglugerð, að [varsla og] meðferð annarra ávana- og fíkniefna, sem sérstaklega mikil hætta er talin stafa af samkvæmt alþjóðasamningum, sé á sama hátt óheimil á íslensku forráðasvæði.
Eins og þarna kemur fram, verður VARSLA, fíkniefna samkvæmt 6. gr. heimil í landinu, verði umrædd núverandi upphafsorð og önnur tiltekin ákvæði 2. gr. fellt niður. Hins vegar verður áfram fullt bann við allri Meðferð ávana- og fíkniefna. Ekkert er í þeim breytingum sem þarna eru boðaðar sem útskýrt geta hvaða ástæður eru gefnar fyrir þeirri breytingu sem boðuð er í frumvarpinu að heimila, að því er virðist alla vörslu ávana og fíkniefna, en ekki einungis þá neysluskammta sem málið virtist snúast um. Hvers vegna er allt í einu verið að heimila fólki að hafa í vörslu sinni fíkniefni sem bannað er að flytja til landsins og öll meðferð þeirra er óheimil? Aðilar mega þó eiga slík efni í vörslu sinni, en mega ekki hafa þau um hönd, sýna þau eða skoða, eða hafa í frammi einhverja Meðferð hinna ólöglega innfluttu efna. Ekki verður séð að brottfall orðanna: á sama hátt undir lok 2. mgr. 2. gr. breyta neinu um merkingu málsliðarins.
Í Inngangi Greinargerðar með frumvarpinu kemur eftirfarandi fram:
Frumvarp þetta er samið í heilbrigðisráðuneytinu og með því er lagt til að ákvæði laga um ávana- og fíkniefni verði breytt á þann hátt að kaup og varsla á takmörkuðu magni ávana- og fíkniefna, svokölluðum neysluskömmtum, verði heimiluð. Þingmannafrumvörp á svipuðum nótum voru lögð fram á 150. löggjafarþingi, þskj. 23, 23. mál, og 151. löggjafarþingi, þskj. 147, 146. mál, án þess að hljóta afgreiðslu. Flutningsmaður þeirra var Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Frumvarp þetta byggist að hluta til á þeirri vinnu og þeim umsögnum sem bárust um þingmannafrumvörpin.
Greinilega er þarna ofsagt að frumvarp þetta sé SAMIÐ í heilbrigðisráðuneytinu. Frekar er hægt að segja að það sem var illa grundað í fyrr afgreiddu frumvarpi Pírata, hugsanlega vegna reynsluleysis nýliða í löggjafarstarfi, er dálítið hjákátlegt að sjá sem eftiröpun í frumvarpi sem sagt er samið í heilbrigðisráðuneytinu. Og í fljótu bragði virðist allt hið vanhugsaða vera þarna til staðar enn, eins og framhaldið mun leiða í ljós. Í greinargerð er talað um: kaup og varsla á takmörkuðu magni ávana- og fíkniefna, svokölluðum neysluskömmtum , verði heimiluð. Þar er um nokkuð snúið mál að ræða sem nánar verður vikið að síðar.
Í c. lið 1. gr. frumvarpsins segir að:
4. mgr. orðast svo:
Innflutningur, útflutningur, sala, skipti, afhending, móttaka, framleiðsla og tilbúningur efna, er greinir í 1. og 2. mgr., er bannaður, með þeirri undantekningu sem um getur í 3. mgr. - Hið sama gildir um kaup og vörslu efna þegar magn þeirra er umfram það sem telst til eigin nota samkvæmt því sem kveðið er á um í reglugerð sem ráðherra setur.
Hér telst nú rétt að vekja athygli á því að einungis seinnihluti 4. mgr. er ný viðbót við það sem fyrir var. Er það viðbótin eftir orðin: getur í 3. mgr.. Framhaldið frá því er ný viðbót, sem greinilega er byggð á sömu vanþekkingu og einkenndi frumvarp Pírata. Þarna er beinlínis gefið í skyn að kaup og varsla fíkniefna til eigin nota verði heimil, þó þess sé í engu getið í lagatextanum. Í frumvarpinu er í einu lagi fellt niður ALLT bann við vörslu fíkniefna.
Ef ætlunin hafi verið sú að skapa notendum möguleika á því að hafa í sinni vörslu notendaskammta fíkniefna, hefði þurft að byrja á að sjá fyrir sér hvernig lögreglan, strax við skoðun pakkningarinnar, geti þekkt og vitað að um löglega innflutt ávana og fíkniefni væri að ræða. Það er afar mikilvægt til að forðast óþarfa togstreitu um einfalda þætti.
Næst þarf að gera sér grein fyrir því að öll þau ávana og fíkniefni sem flutt eru til landsins eru ólöglega innflutt. Hvernig væri hægt að búa til löglega notendaskammta úr ólöglegum innflutningi? Sá sem leitaði eftir kaupum á litlu magni, til að búa til notendaskammta, yrði að gera seljanda grein fyrir því að til að fá það magn sem hann kaupir, skráð sem innflutning samkvæmt útgefnu innflutningsleyfi frá viðkomandi stjórnvaldi, verði að tilgreina seljanda vörunnar og hvaðan varan hafi verið keypt. Þar með væri seljandinn kominn á skrá hjá lögreglunni. Og þá vita menn nokkurn veginn hvað gerist næst. Ekki væri möguleiki að skapa löglega fengna notendaskammta, með því að kaupa fíkniefnin á hinum ólöglega markaði.
HVERGI er nefnt að KAUP séu heimil á fíkniefnum til eigin nota. Greinilega er þarna reynt að koma inn villandi hugsun hjá fólki og þannig reynt að láta fólk líta á framhaldið út frá þeim væntingum málshefjenda að búa eigi til með Reglugerð, heimildarákvæði fyrir fíkla til að kaupa fíkniefni, þó lagatexti veiti einungis heimild til að hafa í vörslu sinni það afmarkaða magn fíkniefna, sem skilgreint væri sem eigin neysla. En öll þau atriði sem stilla þyrfti saman í slíkum innflutningi eins og: magni, styrkleika pakkningar og tollaflokk, þarf að ramma inn í löggjöf, sem síðan mætti í Reglugerð tilgreina skýrari reglur um það umhverfi sem lögin skapa.
Eðlilega mátti afsaka óvandaða hugsun og framsetningu lagatexta í fyrra frumvarpinu, þar sem Píratar eru ungt stjórnmálafl með ungu og reynslulitlu fólki, hvað varðar lagasetningu. En öðru máli gegnir með heilbrigðisráðuneyti, með sínum lögfræðingum og sérfræðingum á umræddum sviðum.
Í d. lið 1. gr. frumvarpsins er sagt að við 2. gr. laganna bætis ný málsgrein, 5. mgr. svohljóðandi:
Ráðherra skal setja reglugerð þar sem kveðið er á um hvaða magn ávana- og fíkniefna samkvæmt þessari grein, sbr. einnig 3. og 5. gr., getur talist til eigin nota, að höfðu samráði meðal annars við notendur.
Þarna virðist mér textasmiðir frumvarpsins hafa farið aðeins of hratt yfir. Samkvæmt texta d. liðar 1. gr. frumvarpsins, er ráðherra sagt skylt að setja reglugerð er kveði á um hvaða magn ávana- og fíkniefna skuli geta talist til eigin nota. En á þessu er ein stór hindrun. Ráðherra getur einungis sett í reglugerð nánari ákvæði um þær heimildir sem veittar eru með lögum, samanber umrædda 3. mgr. 2. gr. nr. 65/1974, Þar segir svo um heimild ráðherra:
[Lyfjastofnun getur veitt undanþágu frá ákvæðum 1. og 2. mgr. þegar sérstaklega stendur á. Slíkar undanþágur eru ávallt afturtækar. Ráðherra er heimilt með reglugerð að setja frekari skilyrði og takmarkanir á veitingu undanþágna og mæla fyrir um önnur atriði er varða framkvæmd þessa ákvæðis.]
Eins og þarna kemur fram er það Lyfjastofnun sem löggjafinn veitir heimild til að sækja um undanþágu til tiltekins innflutnings í lækningaskyni. Um veitingu slíkra leyfa gilda lögteknar reglur. Eins og fram kemur í texta 3. mgr. 2. gr. laganna um ávana- og fíkniefni, þá gat ráðherra fengið lagaheimild til að setja í reglugerð: frekari skilyrði og takmarkanir á veitingu undanþágna. Ráðherra getur ekki sett reglugerð um ákvæði sem ekki eru tilgreind í lögum.
Í þeim breytingum laga um ávana- og fíkniefni sem nú eru til meðferðar hjá þinginu, eru ekki settar fram neinar lagaheimildir um það hvernig skuli skilgreina magn hvers fíkniefnis fyrir sig sem heimila yrði til innflutnings í notendaskömmtum. Hvort þar verði um fasta heimild í lögum til eins árs í senn fyrir tilteknu magni notendaskammta, eða að veita hámarkstengda undanþágu frá innflutningsbanni, eða skilgreina heimild til tiltekins aðila, til innflutnings styrkleikaprófaðs og vigtaðs magns í viðurkenndar neyslupakkningar af tilteknum ávana- og fíkniefnum.
Í því sambandi er varðar umrætt frumvarp, virðist alls ekki nægjanlega afmarkað í lagatexta þau ákvæði sem flutningsaðili telur þurfa til að fá framgengt vilja sínum um tiltekið frelsi til notenda fíkniefna, til að hafa í vörslu sinni það magn sem skuli teljast eign til eigin nota. Í reglugerð getur ráðherra einungis sett nánari ákvæði við það sem í lögunum stendur. Í lagatexta verður því að skilgreina með ákveðnum hætti hvaða magn telst hverju sinni vera innan marka eigin nota og fyrir hve langt tímabil telst hvert eigin nota tímabil vera.
Þá ber niðurlag hinnar væntanlegu 5. mgr. 2. gr. laganna með sér afskaplega mikla vanþekkingu á afmarkandi ákvæðum lagafyrirmæla. Það hefðu frumvarpssmiðirnir átt að geta fengið staðfest í ráðuneytinu, að óraunhæft væri að telja ráðherra geta samið frumreglur löggjafar, beint inn í reglugerð, þar sem tilgreind væru ákvæði sem ekki væru til í lögum. Það er enn eitt dæmið um vanþekkingu á slíkum lagasmíðum sem þarf að vera til staðar að ætla að setja ráðherra í þá stöðu að þegar ráðherra og hans fólk sest niður til að semja frumreglur um afglæpavæðingu, hafi ráðherra samráð við einhverja úr notendahópi um ákvæði reglugerðar. Í umræddu frumvarpi er einungis ein óljós tilnefning nefnd; um að samráð sé haft við notendur. Þarna er hugtakið notendur, haft í fleirtölu. Er þarna átt við notendur almennt, eða notendur í hverju tilviki og hver er mælikvarðinn fyrir það að falla undir hugtakið notendur? Frumvarpið virðist fjarri því að vera tilbúið til lagasetningar.
Í 2. gr. frumvarpsins segir eftirfarandi:
Við 4. mgr. 3. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó skal kaup og varsla efna vera heimil í því magni sem er ekki umfram það sem talist getur til eigin nota samkvæmt því sem kveðið er á um í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 5. mgr. 2. gr.
Enn ber þarna á alvarlegri vanþekkingu er varðar nauðsynlegt og eðlilegt ferli innflutnings efna sem með öllu er óheimill innflutningur á, nema gegn sérstöku leyfi. Ekki er í frumvarpinu lagðar línur um það hvernig tollgæslu beri að tollafgreiða innflutta notendaskammta, hverjir hefðu heimild til innflutnings og hvert mætti magnið vera í hverri sendingu til skilgreinds innflytjanda sem þá teldist seljandi til notenda. Ef markmið væri að Alþingi hygði á að veita takmarkaða heimild til löglegs innflutnings tilgreindra notendaskammta, yrði jafnframt að skapa löglegan farveg fyrir þau fíkniefni, eftir skýrt afmörkuðum leiðum, frá tollafgreiðslu til notandans. Slíkt væri óhjákvæmilegt, því lögreglan verður að hafa trausta sönnun fyrir því að það magn fíkniefna sem notandi væri með: við leit, rannsókn eða handtöku, verður notandinn að geta sýnt lögreglu fram á að efnið sem viðkomandi væri með, væri fengið eftir löglegum innflutnings- og söluleiðum.
Í 3. gr. frumvarpsins segir eftirfarandi:
Við 6. mgr. 5. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó skal ekki gera upptæk efni sem eru í vörslu einstaklinga 18 ára og eldri þegar magnið er innan þess sem talist getur til eigin nota samkvæmt því sem kveðið er á um í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 5. mgr. 2. gr.
Í núverandi 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, um ávana og fíkniefni stendur eftirfarandi:
Gera skal upptæk til ríkissjóðs efni þau, er lög þessi taka til og aflað hefur verið á [ólögmætan] hátt eða eru á annan hátt í ólögmætri vörslu.
Hér á eftir kemur svo viðbótin sem frumvarpshöfundar óska eftir og er hún svohljóðandi:
Þó skal ekki gera upptæk efni sem eru í vörslu einstaklinga 18 ára og eldri þegar magnið er innan þess sem talist getur til eigin nota samkvæmt því sem kveðið er á um í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 5. mgr. 2. gr.
Þetta er enn eitt afar skýrt dæmi um óvitaskap og virðingarleysi frumvarpshöfunda fyrir afar mikilvægri hefð við samningu texta til lagasetningar. Þar er skýrleiki mikilvægastur en einnig þarf að huga að tvöfaldri merkingu. Í eldri hluta 6. mgr. segir að: Gera skal upptæk til ríkissjóðs efni þau, er lög þessi taka til og aflað hefur verið á [ólögmætan] hátt eða eru á annan hátt í ólögmætri vörslu.
Þarna er skýrt ákvæði löggjafans. Ef frumvarpshöfundar hefðu haft burði til þess verks sem þeir tóku að sér, hefðu þeir fellt gömlu 6. mgr. 5. gr. niður og samið nýja málsgrein vel orðaða um það efni sem þeir vildu bæta við málsgreinina. Það hefði geta orðið snyrtilegur texti. EN í stað þess óska frumvarpshöfundar eftir því að þegar lögreglan er í eftirliti, skuli hún líta framhjá skýrum fyrirmælum laga um að gera öll efni upptæk sem aflað hefur verið á [ólögmætan] hátt, segir skýrt í lögum. Sá sem er með fíkniefnin bendir á hið nýja ákvæði um að ekki skuli gera upptæk efni hjá 18 ára og eldri, ef magnið er innan þess sem talist getur til eigin nota, samkvæmt því sem kveðið er á um í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 5. mgr. 2. gr.
Hér er náttúrlega eðlilegasta svar lögreglunnar. Já þetta er allt gott og blessað sem þú segir og þú mátt halda efnunum ef þú getur sannað að þú hafir fengið efnið eftir löglegum leiðum. Auk þess er ákvæðið sem bent er á til varnar, sem sett voru í Reglugerð. Það eiga náttúrlega allir að vita sem telja sig geta samnið lagafrumvarp, að Reglugerð ýtir ekki skýru lagaákvæði til hliðar.
Ég ætla ekki að eyða meiri tíma frá ykkur vegna þessa svokallaða frumvarps. En hins vegar segi ég að á einungis 3. mánuðum hef ég tekið til skoðunar 3 afar mikilvæg stjórnarfrumvörp ríkisstjórnar, sem hafa svo gjörsamlega gengið fram af mér og ég hlakka mikið til að ræða við sem flesta þingmenn í aðdraganda kosninganna í haust og leita svara við því hvernig stendur á því að Alþingi taki jafn hryllilega illa unnin lagafrumvörp til lagavinnslu.
Læt þetta gott heita að sinni. Ef þið lesið þetta eigið þið að vita hvað þið eigið að gera: OG það er kominn tími til að þjóðin geti treyst þingmönnum sínum.
Með kveðju,
Guðbjörn Jónsson
Kríuhólum 4, 111 Reykjavík
27.12.2020 | 16:31
LITIÐ TIL BAKA OG HUGSAÐ FRAM Á VIÐ
Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, er ljóðlína sem bráðlega hljóma úr flestum hornum samfélagsins, og líklega flestir vera því sammála. Ég mun svo sem ekkert sakna þessa árs, en ég mun þó minnast þess fyrir hvað það birti okkur mikið af stjórnunarlegum mistökum, sem virðast einkennilega keimlík ruglhugsunum sem kenndar hafa verið við árið 2007. Þó þarna sé einungis nefnt árið 2007, nær ferlið í raun yfir tímabilið frá 1989 2008, með vaxandi þunga. En eins og oft verður með þá sem ekki vilja sjá eigin mistök, þá eru engin stjórnunarmistök ekki skoðuð, heldur rúllast yfir þau og þeim plantað inn í kúluna sem menn velta á undan sér, í þeirri fullvissu að þeir fái hærri laun á næsta ári, sem hjálpi þeim að borga niður umframeyðslu liðinna ára. En sú ósk rætist aldrei
Þjóðin fékk reyndar einn afar stóran ávinning undir árslokin 2019. Þá var ráðinn nýr seðlabankastjóri. Og þá gerðust þau undur, sem ég var alveg hættur að reikna með að sjá á mínum lífsdögum hér. Það var allt í einu farið að reka seðlabankann eins og alvöru Þjóðbanka, en ekki eins og miðlægan spilavítabanka, sem ítrekað virtist fórna hagsmunum þjóðarheildarinnar, fyrir þrönga hagsmuni þeirra sem spiluðu við háborðið. Ég óska þjóðinni til hamingju með þessi umskipti, sem eru einstaklega dýrmæt á þeim erfiðu tímum sem nú ganga yfir heimsbyggðina og þar með íslensku þjóðina líka.
En þjóðina vantar enn í framlínu, nokkur hundruð manna með þá þjóðfélagssýn sem nýr seðlabankastjóri hefur. Það er svo mikilvægt fyrir fólkið í landinu að fá svona áberandi birtingu á raunverulegum stöðugleika inn á flest svið samfélags okkar, þar sem fyrir er svo lítill samfélagslegur þroski. Í þeim efnum virðist sama hvort borið er niður í samfélagi fræðimanna eða því háskólamenntaða fólki sem fræðaumhverfið skilar af sér. Lítið virðist líka hallast á reiðingnum, þó á móti sé sett réttarfarshlutinn ásamt lögfræðingum. Einn lögfræðingur virðist þó, nú stundum hrista hornin óþolinmóður, enda búinn að reyna að koma á breytingum innanfrá í Hæstarétti. En þar virtist hjörðin eins og heilaþvegin gagnvart því sem ekki reynist stimplað af forystusauð þeirrar hjarðar.
Þá ber og að geta þess úrvals úr hjörð landsmanna, sem talin er hæfust til að stjórna þjóðfélagi okkar. Er þar um að ræða 63 Íslendinga, sem þjóðin kemur sér saman um á 4 ára fresti, að bestir séu til að gegna embættum í æðstu stjórnun og löggjafarstarfi lýðveldisins, næstu 4 árin frá kosningum. En þessi sérvalda sveit fólks, er þó dálítið sérkennilega valin saman, þegar horft er til þess boðskapar sem jafnræðisregla stjórnarskrár innprentar okkur, um réttlæti við stjórnun landsins.
Það vekur að vísu athygli að þessi 63 manna sérvalda sveit, skuli ekki geta komið sér saman um hvaða hæfileikar þurfi að vera fyrir hendi, til að teljast hæfur í framboð til starfs þingmanns. Þar sem Alþingi sjálft telji fólk sem sækjast eftir margfalt einfaldari störfum en þingsæti, þurfi að uppfylla ákveðnar hæfiskröfur. Þar er t. d. litið á sem sjálfsagða þörf, að hafa skýr ákvæði í löggjöf um, að fólk sem vilji fá leyfi til að aka dráttarvél eða lyftara, verði fyrst að leggja fram sérstaka staðfestingu á námsferli og standast próf í nauðsynlegum hæfileikum, sem starfið gerir kröfu til. Í þessu sambandi hefur það einnig vakið athygli að í þjóðfélagi þar sem lestrarkunnáttu fer hrakandi og skilningur þverrandi á því sem lesið er, þá virðist ekki lengur gerðar neinar athugasemdir við þó opinbert sé orðið fyrir löngu, að á þjóðþingi Íslendinga hafi lýðveldishugsjónin ekki enn fengið aðsetur, eða lögheimili á Alþingi Íslendinga.
Það er fyrir löngu orðið upplýst, meðal þeirra sem fylgjast með þingstörfum, að það séu einungis fáir þingmenn, sem gengið hafa til starfa þingmanna á Alþingi Íslendinga, sem álíta út frá heiðarleikasjónarmiði, mikilvæga þá svardaga sem þeir eiðfesta við fyrstu skráningu sem þingmaður, þess efnis að virða stjórnarskrá Íslands í öllum störfum sínum. Aldrei er hins vegar haft hátt um það opinbera leyndarmál að allir flokksbundnir þingmenn, undirgangast annan álíka svardaga í upphafi starfs sem þingmaður tiltekins þingflokks. Áður en þingflokksfundir hefjast, ganga þingmenn í gegnum annað ferli þar sem svardaginn fjallar um heit hvers þingmanns um að standa með öðrum flokksfélögum einhuga að baki þeirri niðurstöðu mála sem þingflokksforysta leggur til, sem álit alls þingflokksins í þingsal. Þar gengur flokkshollustan framar þjóðarhollustu, með góðfúslegu samþykki forystusveitar þingstarfa, sem reyndar er einnig skipað í af sama fólkinu, eftir þingstyrk.
En eins og áður sagði um ókannað hæfi þingmanna til að gæta hagsmuna þjóðarinnar, er jafnframt vísað til málsgreinar hér á undan. Það hefur margoft komið óopinberlega fram að árekstrar hafi orðið í hópum þingmanna, milli svardaga við sannfæringu sína og stjórnarskrá, þar sem flokkshollustan vegur hærra en stjórnarskráin.
Nokkur hópur þingmanna á löggjafarþingi Íslendinga, hefur yfir rúman áratug horft framhjá þeirri staðreynd að þeir hafa aldrei haft kjark til að breyta ákvæði í lögskipaðri reglu um það hvernig eigi á hverju ári að framkvæma hækkanir á lífeyri eldri borgara, til jafns við hækkanir neysluvísitölu, svo þessi hópur fái viðhaldið lífsgæðastöðu sinni í samfélaginu. Hinn sérstaklega útvaldi hópur landsmanna, sem valinn hefur verið til að gegna löggjafarstörfum, hefur ekki treyst sér til að fella framangreint vísitöluákvæði út úr lögunum. En hann virðist ekki heldur treysta sér til að fara eftir gildandi lögum, eða skila til baka því sem lífeyrir eldri borgara var lækkaður árið 2009. Þingmenn sjálfir treystu sér ekki til að láta lækkunina á sínum launum standa nema rétt um eitt ár, eða til 2010. Þá fengu þeir til baka lækkunina, en því til viðbótar ríflega launahækkun, sem hvergi var að finna í kjarasamningum.
Þeir völdu frekar þann heigulshátt að setja ákvæði UTAN LAGARAMMA, í skýringarþátt nýrra laga, undir nafninu ákvæði til bráðabirgða. Þar sem setja má ýmsa þrepun um gildistöku nýrra og erfiðra lagaákvæða. En liðurinn sftsn við lagatexta sem ber heitið: ákvæði til bráðabirgða, hefur ekki lagagildi. ákvæði sett í þann lið, um skerðingar á þeim fyrirmælum sem lengi hafa verið í fullu gildi innan sjálfs lagarammans, hafa ekkert lagagildi og eiga því í engu að breyta framkvæmd gildandi laga. Slíku ákvæði laga, sem um fjölda ára hefur verið í fullu gildi, verður ekki breytt með öðrum hætti en beinni lagabreytingu á viðkomandi lagaákvæði í tiltekinni lagagrein. Allt annað er ódrengileg ögrun við lífsgæði þess fólks sem þjónað hefur samfélaginu vel í áratugi. Mikið lengur en þeir þingmenn sem taka beinan eða óbeinan þátt í slíkri sviksemi gagnvart eldra fólki.
En enginn þingmaður hefur enn bent á þá staðreynd að Alþingi hefur ekki formlega mótmælt misnotkun hjá fjármálaráðherrum hvers tíma á þeirra eigin kröfu um að sett verði í liðinn, ákvæði til bráðabirgða, það sem þar á bæ virðist kallað heimild til að ræna eldri borgara lögmætum hækkunum lífeyris, eins og lög segja fyrir um. Það virðist iðulega skorta lagaþekkingu í fjármálaráðuneytinu eins og þeir skilji ekki hvað er löglegt og hvað ekki. En ég fæ ekki séð að ástandið á Alþingi, sjálfri löggjafarstofnuninni, sé neitt betur á vegi statt.
Hér vil ég setja fram skýrt dæmi um algjört virðingarleysi þeirra þingmanna sem nú sitja á Alþingi og þeirra sem þar hafa átt sæti, í það minnsta í þrjá áratugi. Já virðingarleysi fyrir mikilvægu ákvæði mannréttinda, þar sem beint kemur fram í stjórnarskrá okkar að ALLIR EIGI AÐ HAFA JAFNSTÆÐAN RÉTT GAGNVART RÍKISVALDINU. Og Alþingi beri að gera sitt til þess að hafa það í heiðri og halda jafnræðisreglu stjórnarskrár. En þegar grannt er skoðað má sjá algjörlega óréttlætanlega mismunun ríkisvalds og Alþingis á sambærilegum greiðslum úr ríkissjóði. Á ég þar við t. d. SKATTFRÍAR fríðindagreiðslur til þingmanna, t. d. vegna íbúðarhúsnæðis. Nemur sá húsnæðisstyrkur hátt á annað hundrað þúsunda á mánuði. EN í greiðslugrunni lífeyris til eldri borgara ER EKKI EIN KRÓNA REIKNUÐ TIL AÐ MÆTA HÚSNÆÐISKOSTNAÐI.
Ef ríkissjóður ber skyldu til að greiða þingmanni skattfrían húsnæðisstyrk upp á rúmlega ¾ af útgreiddum lífeyri eldri borgara, og samtals SKATTFRÍAR viðbótargreiðslur sem eru mun hærri en heildarlífeyrir eldri borgara, og sú viðbót greidd ofan á launagreiðslur sem eru þreföld til fimmföld ráðstöfunarfjár eldri borgara, sýnist manni óneitanlega vera styttra á vasa þingmanna en til þeirra sem þjónað hafa fullu starfi í áratugi við uppbyggingu samfélags, sem er undir það að splundrast vegna sérhyggju og samstöðuleysis. Ekki sitja eldri borgarar við það hringborð sem lífsins gæðum er úthlutað. Í þeim málum ráða aðrir för.
Ég hef oft verið kominn á fremsta hlunn í kurteisismörkum, þegar fjármálaráðherrann okkar heldur sína lofræðu um bætt lífskjör eldri borgara nú á síðustu árum. En grunur minn er nú samt sá að hann hafi ekki borið saman lífkjarabata eldri borgara og alþingismanna. Eldri borgarar eru reyndar ekki við það háborð sem úthlutar gæðunum. Það hefur vel sést þau 30 ár sem ég hef fylgst með mörgum helstu útgjaldaliðum ríkissjóðs í gegnum Hagstofu og Ríkisreikning, hvert straumurinn hefur legið. Þar er náttúrlega fyrst að nefna mjög vaxandi útgjöld ríkisins vegna starfsemi stjórnmálaflokka. Nú eru formenn allra stjórnmálaflokka komnir á sérstök laun frá ríkissjóði, sem einnig greiðir laun aðstoðarmanna þeirra, ásamt aðstoðarmönnum þingflokksformanna. Jafnframt hafa reglulega hækkað greiðslur ríkissjóðs sem bein rekstrarframlög til stjórnmálaflokka, sem fá greitt eftir fjölda þingsæta. Ég held að ég sé með tölurnar fyrir árið 2019, þar sem beinar greiðslur til stjórnmálaflokka með kjörna þingmenn á þingi, námu: Einum milljarði, eitthundrað og þrjátíu milljónum, fjögurhundruð fjörutíu og tvö þúsund, níuhundruð og sjö krónum. 1.130.442.907,-.
Ég verð að viðurkenna að ég gerði mér alls ekki grein fyrir að pólitísk áhugamannafélög, væru rekinn af ríkissjóði, en ekki af félagsgjöldum félagsmanna sinna og öðru sjálfaflafé. En út frá þessu vakna nokkrar afar mikilvægar spurningar. Það hljóta að vera alþingismenn sjálfir sem leggja slík erindi fyrir Alþingi, um óskir forystumanna flokkanna. Það hlýtur þá að heyra undir félagsmenn flokkanna sem jafnframt eru þingmenn, að taka ákvörðun um hækkun beinna styrkja til stjórnmálaflokka úr ríkissjóði, með samþykkt frá Alþingi. EN, á hvaða forsendum á ríkissjóður að greiða beinan ríkisstyrk til starfandi áhugamannafélaga í stjórnmálum, en ekki öllum öðrum áhugamannafélögum? Hvað segir sjónarmið stjórnarskrár um jafnrétti gagnvart lögum, um að til viðbótar hinum beinu styrkjum til stjórnmálaflokka, sem engar forsendur eru til fyrir, þá greiði ríkissjóður allan rekstrarkostnað þingflokka, svo beinu styrkirnir fara ekki til greiðslu kostnaðar vegna þingstarfa. Það eykur enn óskýrleika þessara beinu styrkja. Auk þess að greiða hverjum þingmanni þokkaleg laun, sem hafa hækkað ört á undanförnum árum, greiðir ríkissjóður þingmönnum nokkuð þokkalegar aukafjárhæðir, til viðbótar við þingmannslaunin.
Á árinu 1999, voru regluleg laun þingmanna samtals kr. 294.745.716,-. Ef þessari upphæð er deilt í mánuðina 12, og síðan upphæð hvers mánaðar aftur deilt með 63 þingmönnum. Kemur þá út kr. 389.876, sem mánaðarlaun þingmanna. Til viðbótar föstum þingmannslaunum gátu þingmenn fengið greiddan svonefndan Fastan þingfararkostnað sem var samtals kr. 86.842.156,-. Með því að deila þessari tölu á sama veg og þeirri fyrri, kemur mánaðargreiðsla á hvern þingmann kr. 114.871,-. Annar liður þingfararkostnaðar var líka uppgefinn undir nafninu aðrar greiðslur, samtals að upphæð kr. 58.328.311,-. Ef þessari tölu er deilt á sama veg og hinum fyrri, kemur út greiðsla á hvern þingmann á mánuði, eða upphæð kr. 77.154,-. Með svona jafnri skiptingu þessara þriggja liða þingfararkaups kom út mánaðarleg jafngreiðsla kr. 581.901,- á hvern þingmann. Þess ber hins vegar að geta að viðbótarliðirnir fastar greiðslur, sem sagðar vera vegna starfs-, húsnæðis-, dvalar-,og ferðakostnaðarliða um kjördæmið. Flokkunin Aðrar greiðslur ýmsar greiðslur tengdar þingmönnum, s. s. símakostnaður, ferðakostnaður innan lands, dagblaðakaup og tryggingar. Þessar greiðslur geta hæglega fallið í misháum upphæðum til þingmanna. Ég hafði nú ekki gert mér í hugarlund að ríkissjóður greiddi tryggingar fyrir þingmenn en auk þess munu þeir einnig vera með frí gleraugu o. fl. sem búið er að afnema hjá eldri borgurum.
Ef við lítum næst á þingmannslaunin í ársbyrjun 2015. Þá voru föst mánaðarlaun þingmanns kr. 712.030,-, og höfðu þá hækkað um 82,6% frá árinu 1999 og áhrif bankahruns þurrkuð út. En þá voru ekki aðeins tveir liðir aukagreiðslna árið 2015. Þeir voru orðnir 5, samtals upp á 398.810. Er það um 102,4% hækkun frá árinu 1999. Og af þeirri upphæð voru 4 liðir orðnir skattfríir, samtals upp á kr. 316.610 á mánuði. Er það töluvert hærri upphæð af skattfríum greiðslum til þingmanna á mánuði, en nemur lífeyristekjum eldri borgara við árslok árið 2020.
En lítum þá að lokum á hinn fasta launalið þingmanna á árinu 2019. Samtals nam sú upphæð 63 þingmanna í 12 mánuði, kr. 1.145.701.073,-. Ef við deilum þessari upphæð eins og hinum fyrri, kemur út meðalgreiðsla til hvers þingmanns á mánuði kr. 1.515.478,-. Nemur það hækkun á sléttum mánuðarlaunum þingmanns upp á 112,8%, frá árinu 2015, eða á FJÓRUM ÁRUM. - AÐ MEÐALTALI 25.2% Á ÁRI. Þegar horft er til þessarar hækkunar á launum þingmanna á sama tímabili sem vísitala neysluverðs hækkar um 12,04%, spyr maður svolítið út í loftið, hvort þingmenn séu algjörlega sambandslausir við efnahagslegan raunveruleika í samfélagi okkar? Ég mundi vilja fá hreinskilið skriflegt svar frá þingmönum, einkanlega fjármálaráðherra, um það hvaða forsendur liggi að baki svo gífurlegri sjálftöku fjár úr ríkissjóði eins og hér er sýnt fram á að raunverulega átti sér stað, án þess að ein einasta athugasemd komi fram frá neinum þingmanni.
En á sama tíma segir fjármálaráðherra að ríkissjóður hafi ekki efni á að skila til eldri borgara þessa lands, því sem af þeim var tekið í kjölfar bankahrunsins 2008. Og einnig má spyrja hvers vegna þingmenn tóku strax til baka, ári síðar, þær lækkanir sem þeir féllust á 2009, síðastir allra. En tóku þær svo til baka nokkrum mánuðum síða og fengu í kjölfarið sjálfstæðar hækkanir þar á eftir, sem enginn botnaði í en þingheimur hafnaði að falla frá, en skila þess í stað hluta af því sem tekið var af eldri borgurum.
Og rétt í lokin með jólakveðju til fjármálaráðherra, um leið og hann er minntur á orð sín fyrir skömmu, um að lífeyrir eldri borgara séu ekki LAUN. Lífeyririnn séu BÆTUR ?? En fyrir hvaða tjón eða skaða eru þær bætur? Ég hef enga útreikninga séð sem réttlæti að framfærslulífeyrir sé af sjálfum fjármálaráðherranum kallaðar bætur, án þess að tjónsuppgjöri sé skilað með greiðslum. Ég gæti alveg hugsað mér að stefna fjármálaráðherra fyrir vitnadómstól, fyrstum manna á Íslandi að ég tel, til þess að krefja ráðherrann um að leggja fram lögmætar forsendur fyrir því að lífeyrisgreiðslur séu bætur. Stöðva þarf þegar þessar ölmusu rangtúlkun lífeyrisgreiðslna. Þær eru annast vegar áunnin réttindi til mannsæmandi framfærslulífeyris úr ríkissjóði, að lokinni starfsævi. En á hinn veginn uppsafnaður lífeyris-sparnaður, sem með ólögmætum hætti er ekki eignfærður á nafni inngreiðenda, ásamt áföllnum vöxtum og verðbótum, eins og Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, skipaði einum lífeyrissjóði að skila sjóðsfélaga, sem óskað hafði eftir rétt uppfærðri uppsöfnun eignar í sjóðnum. Því miður var þeirri kröfu viðskiptaráðherra ekki sinnt og engum refsingum hótað, fyrir að brjóta á lögvörðum eignarrétti. Þar birtist ein af jafnræðisreglum stjórnarskrár, því sá brotlegi fær umyrðalaust alla réttaraðstoð við innheimtu lögskipaðs lífeyrissparnaðar, þar sem þess þarf við.
Ég er orðinn svo gáttaður á þessu stórundarlega samfélagi okkar, eftir að hafa lesið um og rannsakað nokkra þætti úr efnahagssögu þjóðarinnar, dálítið aftur fyrir lýðveldisstofnun. Ég hef að undanförnu sagt mjög ákveðið, að hin eiginlega lýðveldis- og lýðræðishugsjón, hafi aldrei verið innleidd eða viðurkennd sem grundvöllur stjórnskipulags á þeim stöðum landsins sem ég hef gluggað í fram til þessa. Hér er fast kveðið að orði en þess ber og að gæta að ég hef langa reynslu af margskonar samskiptum við fjölda fólks frá mörgum stöðum á landinu, bæði í gegnum störf mín í innviðum fjármálakerfa landsins og kannski viðkvæmasta þættinum í gegnum ráðgjafaþjónustu við fólk í fjárhagsvanda. Það get ég þó sagt með fullri hreinskilni, að það hefur aldrei verið mér gleðiefni að þurfa að svínbeygja það fólk sem lét hugsunarlaust heilaþvo sig til óheiðarlegrar framgöngu gegn heiðarlegu fólki, sem í einlægni trúði á að sérfræðingur úr bankakerfinu, væri besta ráðgjöf sem hann gæti fengið. En hann vissi þá ekki að bankamaðurinn var í dauðaleit að einhverri útgönguleið úr ógöngum sem hann hafði komið sér í með augnabliks kæruleysi og trú á að maður sem hann hafði metið með sterk viðskiptatengsl, var í raun eignalaus og hafði engar áhyggjur af því.
SVONA SMÁ HUGLEIÐING Í LOKIN.
Hvað skildi valda því að Færeyingum gengur svona vel í lífinu, með svo mikið minni þjóðartekjur á mann en Íslendingar? Þeir hafa þokkalega heilbrigt samfélag, þar sem fólk ber virðingu hvert fyrir örðu og eldri borgurum líður vel; hafa efni á að njóta smá lífsgæða.
Væri ekki verðugt rannsóknarverkefni að skoða stjórnunarmun þessara tveggja eyþjóða í Norðanverðu Atlandshafi?
10.6.2020 | 19:59
VALD FORSETA: OPIÐ BRÉF TIL PRÓFESSORS BJARGAR THORARENSEN
prófessors í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands.
Reykjavík 10. júní 2020
Heil og sæl prófessor Björg!
Fyrir skömmu heyrði ég viðtal við þig, sem áður hafði komið fram í Spegli RÚV, þann 24. júní 2016. Yfirskrift viðtalsins var: Forseti getur ekki rekið ráðherra. Ég varð verulega undrandi og nánast sleginn óhug, þegar ég heyrði þig hafna 25. gr. stjórnarskrár sem marklausri, þrátt fyrir að í 25. gr. stjórnarskrár standi orðrétt að: Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.
Hvernig getur prófessor í stjórnskipunarlögum á Íslamdi fullyrt,eins og þú gerir, að forseti lýðveldisins geti ekki lagt fyrir Alþingi frumvarp, nema að ráðherra leggi það fram fyrir hann. Skýringar þínar í viðtalinu eru alls ekki sæmandi prófessor í stjórnskipunarlögum, hvað þá að vera í slíkri stöðu sem þú ert við Háskóla Íslands. Og ég velti fyrir mér, í hvaða tilgangi þú reynir að telja þjóðinni trú um að það sé forseti Íslands, sem í raun leggi fram flest öll frumvörp á Alþingi, og að hann geti ekki haft frumkvæði að því að leggja fram frumvarp.
Og til viðbótar segir þú að:
Það getur ekki gerst nema að ráðherra geri tillögu um að leggja fram slíkt frumvarp. Þessi frumvörp eru í daglegu tali nefnd stjórnarfrumvörp. Lang stærsti hluti allra frumvarpa sem eru samþykkt á Alþingi eru stjórnarfrumvörp. Þannig má segja að í lang flestum tilvikum séu það frumvörp sem forseti Íslands leggur fram sem eru í raun samþykkt á Alþingi.Stjórnarfrumvörp eru fyrst samþykkt í ríkisstjórn svo er gerð tillaga um að forseti leggi frumvarpið fram á Alþingi. Þannig að það er hann sem leggur frumvarpið fram.
Þarna fer nú prófessorinn í stjórnskipunarlögum með hrein ósannindi og þvælu, um stjórnskipunarlög. Er slíkt verulega ámælisvert, þar sem þau lög eiga í raun að vera sérsvið prófessorsins. En fullyrðingar sérfræðingsins eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Forseti Íslands leggur engin stjórnarfrumvörp fram, enda kemur hann hvergi nærri flokkspólitísku starfi, eða innri málefnum ríkisstjórna. Stjórnarfrumvörp koma ekki á borð forseta Íslands fyrr en eftir að Alþingi hefur lokið afgreiðslu þeirra og forseti tekur þau til afgreiðslu í ríkisráði. Að lokinni afgreiðslu þar, undirritar hann þau skjöl þar, og gefur þeim þar með gildi sem lög eða stjórnvaldsákvörðun.
Ég vona að ég sé ekki móðgandi þó ég fari fram á við þig að skýra fyrir mér hvernig þú færð það út að ráðherra, sé það hærra settur í stjórnskipan landsins en forseti lýðveldisins, sem þú gefur í skyn með ummælum þínum. Þú segir að forsetinn þurfi leyfi ráðherra, líklega einhvers sérstaks ráðherra, til að fá heimild hans til að, t. d. láta forseta Alþingi, leggja fyrir Alþingi frumvarp frá forseta Íslands, til lagasetningar. Ef svo væri, sem þú segir, þá væri forseti Íslands réttlægri gagnvart Alþingi en óbreyttur þingmaður, sem ekkert leyfi þarf til að leggja fyrir Alþingi frumvarp til lagasetningar.
Ég get ekki annað en leitað skýringa hjá þér á afar einkennilegri afstöðu þinni, annars vegar til valdssviða forseta, en á hinn veginn til valdsviðs ráðherra. Í fyrsta lagi segir í umræddu viðtali við þig að: megineinkenni á valdi forseta sem framkvæmdavaldshafa sé fyrst og fremst formlegt. Af þessu má ráða að þú teljir forsetan valdalausan, en teljir hann samt til valdhafa framkvæmdavalds? Eitthvað er þetta ekki að ganga eðlilega upp. Þú segir þarna að: Það séu ráðherrar sem framkvæmi vald forseta í öllu tilliti. En á sama tíma segir þú forsetann valdalausan.
Það verður ekki hjá því komist að vekja athygli þína og annarra, sem halda fram mjög alvarlegum misskilningi, varðandi eðlilega valdsþætti í lýðveldi. Afar undarlegar eru framsetningar þínar á ágætlega vel orðaðri stjórnarskrá landsins okkar. Á það jafnt við varðandi forsetaembættið, sem og embætti ráðherra ríkisstjórna. Í áðurgreindu viðtalið segir þú eftirfarandi:
Það er hins vegar alveg ótvírætt að þetta ákvæði verður að skoðast í samhengi við það hvernig þessi völd eru skilgreind. Það er ráðherra sem framkvæmir völd forseta samkvæmt 13. greininni. Og ákvarðanir geta ekki tekið gildi nema að bæði forseti og ráðherra undirriti þær. Þetta útilokar að forseti geti gert nokkuð upp á sitt eindæmi eins og til dæmis að leggja fram lagafrumvörp eða leysa forsætisráðherra frá störfum eða að framkvæma aðrar stjórnarathafnir sem tilgreindar eru í stjórnarskránni. Það verður að skoða samhengi þessara ákvæða til að skilja hvernig völd forseta virka í raun,"
Í þessari einu málsgrein hér á undan ferð prófessorinn í stjórnskipunarlögum alla vega þrisvar rangt með ákvæði stjórnarskrár og leggur rangan skilning í orð hennar og meiningu. Í fyrsta lagi segir þú að: Það er ráðherra sem framkvæmir völd forseta . Þarna er forsetinn samkævmt þinni meiningu með völd. EN lykilmeiningu 13. greinar snúið við.
Í 13. grein stjórnarskrár segir orðrétt: Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Öllum sem starfað hafa í sjálfstæðu starfi, undir yfirvaldi, vita að það er yfirvaldið sem lætur þá hafa leikreglurnar sem fara á eftir í sjálfstæðu starfi. Yfirvaldið hefur hins vegar sitt eftirlit með því að undirmenn fari að réttum leikreglum. Stjórnarskrá okkar geymir einnig slíkan eftirlitsþátt fyrir forsetann, þar sem í 16. gr. stjórnarskrár segir eftirfarandi:
16. gr. Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.
Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.
Við skulum þá hoppa yfir 17. gr. sem fjallar um ríkisstjórnarfundi (ráðherrafundi) og líta á 18. greinina en þar segir svo:
18. gr. Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.
Þarna kemur svo skýrt fram að óþarfi er fyrir skynsamt fólk að ruglast í rás og röð viðburða. Í eðlilegum málskilningi liggur það ljóst fyrir, að það er sá ráðherra sem hefur lokið úrvinnslu máls, sem vill að málið fái þa afgreiðslu í ríkisráði, sem veiti því gildi sem stjórnarráðstafanir. Til þess að svo geti orðið, undirritar hann skjölin áður en hann leggur þau fyrir forseta í ríkisráði til staðfestingar um gildistöku.
Svo er að sjá sem þú, líkt og margir aðrir sem einungis horfa á eina lagagrein úr margra greina lagabálki, sökkvið ykkur niður í eina misritun í öllum lagabálknum. Misritun sem er í andstöðu við eðlilega framgöngu þess verklags sem lagabálkurinn gengur út á. Lítum á þetta því í 19. gr. stjórnarskrár segir að:
19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.
Margir sem vilja reyna að skyggja á vald forseta, reyna að gera sér mat úr þessari augljósu misritun. Að nafn ráðherra sé nefnt á eftir nafni forseta. Það mundi þýða að völd forseta kæmu fyrst fram, þegar ráðherra hefði áritiað löggjafarmál eða stjórnarerindi með forseta. Nú er það svo að lög sem samþykkt eru á Alþingi eru send til þess ráðherra sem hafa mun löggjöfina undir höndum. Það er því ráðherra sem leggur málið fram í ríkisráði sem undirritar skjalið áður en hann leggur skjalið fyrir ríkisráð, eins og segir í 18. gr. stjórnarskrár.
Nú er það svo að lög sem samþykkt eru á Alþingi eru send til þess ráðherra sem hafa mun löggjöfina undir höndum. Það er því ráðherra sem leggur málið fram í ríkisráði, og áður en hann leggur það inn í ríkiráð, undirritar hann skjalið, eins og segir í 18. gr. stjórnarskrár.
Ef t. d. væri reynt að láta reyna á hið tiltekna atriði 19. gr. fyrir dómi, eru allar líkur á að ákvæði 19. gr. um undirritun ráðherra yrði dæmt ógilt, vegna þess sem fram kemur í 18. gr. um að ráðherra undirriti mál áður en það er lagt fyrir forseta í ríkisráði.
Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta að sinni. En að hluta til þykist ég nú skilja af hverju þér og fleiri aðilum þykir stjórnarskráin óskýr, og þá ekki hvað síst um valdsvið forseta. Þegar ég var að læra um lög, uppruna þeirra tilgang og tilvist, hefur mér alltaf verið minnisstæð orð kennarans, þegar hann var spurður um uppruna valds. Hvort uppruni valds gæti komið frá mörgum stöðum í sömu lögunum. Sagði hann svo ekki vera ef lögin væru í lagi og rakti hann það í nokkrum dæmum, sem ekki verða rakin hér.
En þetta nefni ég hér vegna þess að áður hef ég lesið undarlega framsetningu þína á í hvaða höndum æðsta vald lýðveldis okkar er. Reyndar er það eins og í öðrum lýðveldum, hjá fólkinu sjálfu, lýðnum. Lýðurinn kýs sér, beinni kosningu, einn aðila til að vera samnefnari og staðgengill æðsta valds, í reglubundnum rekstri samfélags okkar. Honum er fengið vald til að staðfesta lög Alþingis ef honum sýnast þau vera innan meirihlutavilja þjóðarinnar. Honum er einnig með ríkisráði, falið eftirlitsvald með starfsháttum ráðherranna og öðrum stjórnvöldum framkvæmdavalds, án þess að hafa önnur afskipti af en að staðfesta að farið hafi verið að settum reglum og heimildum. Sýnist svo vera, staðfestir forseti beiðni hvers ráðherra um að gefa ákvörðun eða verkefni hans gildi stjórnvalds.
Þetta er í raun allt afar einfalt í framkvæmd, ef rétt er farið með alla ferliþætti. En það getur orðið ansi flókið og rekist hvert á annars horn, ef reyna á að fara aðrar leiðir en þá réttu. Vonandi tekst án átaka að leiðrétta ranga birtingarmynd af augljósu valdssviði forseta, sem eina þjóðkjörna beina valdinu, innan stjórnskipunar Íslands.
Virðingarfyllst
Guðbjörn Jónsson, fyrrv. ráðgjafi
Mannréttindi | Breytt 11.6.2020 kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2020 | 11:31
OPIÐ BRÉF TIL RÍKISSKATTSTJÓRA 17.05.2020
Ríkisskattstjóri
Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Reykjavík 17. maí 2020
ERINDI: Aflaheimildir, bókfærðar sem EIGN í efnahagsreikningum útgerðarfyrirtækja.
Hr. Ríkisskattstjóri.
Ég hef áður lagt sumar þessara spurninga fyrir embætti Ríkisskattstjóra sem hér verða bornar fram, án þess að hafa fengið við þeim nein skýr svör. En nú er ég að skrá og skrifa framvindu fiskveiðistjórnunar til útgáfu, sem lið í efnahagssögu lýðveldistímans. Og nú er ég kominn að tímabili skuttogaravæðingar og kvótakerfis. Þó ég hafi á árinu 2003 gefið út heila bók um Stjórnkerfi fiskveiða í nærmynd, þá náði sú bók einungis yfir hluta af fyrstu 15 árum kvótakerfisins. Þau skrif mörkuðust því nokkuð af þeim verulega skorti á virðingu fyrir almennum heiðarleika og mikilvægum þáttum réttlætis, eins og t. d. 65. gr. stjórnarskrár. Lögin voru að vísu sett af Alþingi en vinnubrögðin við þá lagasetningu voru síður en svo til fyrirmyndar fyrir löggjafarþing þjóðarinnar.
En erindi þessa bréfs er nær okkur í tíma og einkennist af afar undarlegum stjórnarháttum Alþingis og ríkisstjórna. Enn undarlegri varð þó framganga þeirra ríkisstofnana sem aðkomu höfðu að málaflokknum. Má þar t. d. nefna að tvær ríkisstofnanir, undirstofnanir sama ráðuneytis, sem tókust á fyrir dómstólum um verknað sem þá var EKKI HEIMILL SAMKVÆMT LÖGUM LANDSINS. Á ég þar við svo nefnt Hrannarmál frá 1993, þó verknaðurinn hafi verið unninn árið 1989, áður en ótímasettu lögin um stjórn fiskveiða voru sett af Alþingi. Nánar tiltekið er hér verið að tala um það furðuverk, að útgerðarfélag kaupi af öðru útgerðarfélagi aflaheimild til langs tíma, án þess að sala aflaheimilda hafi verið heimiluð. Slíka sölu leyfðu þeir sér að setja á einhverja pappíra án samráðs við Alþingi. Að kalla slíkan verknað sölu á hlutdeild, þegar einungis hafði af stjórnvöldum verið úthlutað aflaheimildum til eins árs er næsta ótrúleg ósvifni. Salan virtist hins vegar byggjast á ætluðum úthlutuðum aflaheimildum til framtíðar, þó engar lagareglur um slíkt hefðu þá verið mótaðar eða staðfestar af Alþingi. Það er dálítið einkennileg viðskiptasiðfræði að selja til varanlegrar eignar, aflaheimild sem einungis var (og er enn) úthlutað til nýtingar innan eins árs, án skuldbindingar um framhald úthlutunar af hálfu ríkisins.
Ég hef ítrekað spurst fyrir um hvernig lagaumgjörð um framangreinda fyrstu staðfestu SÖLU VEIÐIRÉTTAR hafi verið háttað, því Hæstiréttur sleppti því algjörlega að gæta LAGALEGRA FORSENDNA FYRIR ÞEIM VIÐSKIPTUM. Sú Aflahlutdeild, sem útvegsmenn seldu sín á milli árið 1989, var ekki komin sem nafngift inn í lög um fiskveiðistjórnun á þeim árum. Af þeirri ástæðu var fullkomlega óljóst hvert Hæstiréttur hefur sótt heimildir sínar fyrir dómsniðurstöðunni. Dómurinn er því á lagalegum grundvelli ólöglegur og ómarktækur.
Ef sala væri heimil á tilteknu magni af óveiddum fiski, eftir tegundum, á ákveðnu tilteknu hafsvæði (Efnahagslögsögu Íslands), hlyti heimild til slíks að vera komin frá Alþingi, sem almennt er talið hafa stöðu eiganda, þó samkvæmt Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna, hafi íslensk stjórnvöld einungis nýtingarrétt auðlinda og verndari umrædds lífríkis, sem m. a. eru fiskistofnarnir.
Í Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna frá 1982 er í 2. gr. laganna, fjallað um fullveldisréttinn, sem einnig nái yfir landhelgi, sem heimilt er að nái fullar 12 mílur frá grunnlínupunktum.
Í V. hluta Hafréttarsamningsins er fjallað um Sérefnahagslögsögu strandríkja, sem nái frá ytri mörkum 12 mílna landhelgi, yfir svæði utan landhelgi sem nái að 200 sjómílum frá grunnlínu- punktum landhelginnar. Hafi strandríki náð samningum við Hafréttarráð Sameinuðu þjóðanna, geti strandríkið beitt á því svæði sérstökum réttarreglum.
Í 56.gr. Hafréttarsamningsins segir að:
Í sérefnahagslögsögunni hefur strandríkið
- a) fullveldisréttindi að því er varðar rannsóknir og hagnýtingu, verndun og stjórnun lífrænna sem ólífrænna náttúruauðlinda hafsins sem liggur yfir hafsbotninum, og hafsbotnsins og botnlaga hans, svo og aðrar athafnir vegna efnahagslegrar hagnýtingar og rannsókna í lögsögunni, svo sem framleiðslu orku úr sjónum, straumum og vindum;
Í 57. gr. Hafréttarsamningsins segir að:
Sérefnahagslögsagan skal ekki ná lengra en 200 sjómílur frá grunnlínunum sem víðátta landhelginnar er mæld frá.
Í sérefnahagslögsögunni skal strandríkið ákveða leyfilegar heildarafla úr hinum lífrænu auðlindum innan sérefnahagslögsögunnar. Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndun og stjórnunarráðstöfunum á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, tilveru hinna lífrænu auðlina í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu.
Eftir því sem við á skulu strandríkið og þar til bærar alþjóðastofnanir, hvort sem þær eru undirsvæðis-, svæðis- eða heimsstofnanir, starfa saman að þessu marki.
Þegar lesið er í gegnum öll þau ákvæði í Hafréttarsamningnum er lúta að meðferð auðlinda innan sérefnahagslögsögu strandríkja, verður ekki betur séð en strandríki fái hvorki eignar né söluréttindi yfir hinum lífrænu auðlindum innan sérefnahagslögsögunnar. Réttur þeirra virðist skilgreindur sem NÝTINGARÉTTUR, sem gjalda þurfi leigu fyrir með tilteknum rannsóknum, veiðistjórnun og eftirliti, til að sporna við ofnýtingu. Og strandríkinu beri að stuðla að hámörkun á langtíma afköstum auðlinda.
ÍSLAND ÁN EIGNARRÉTTAR EN HEFUR VERNDARSKYLDU.
Þegar öll þessi atriði eru skoðuð, kemur berlega í ljós að Íslenska ríkið hafi engin önnur réttindi gagnvart auðlindum sérefnahagslögsögunnar, en að stýra nýtingu fiskistofna innan fiskveiðilögsögu okkar. Sá nýtingarréttur sem byggt skal á, verður að byggjast á tillögum Hafrannsóknarstofnunar. Í Hafréttarsamningnum er hvergi að finna heimild til þess að strandríki láti frá sér til þriðja aðila varanlega hlutdeild í nýtingu náttúruauðlinda innan sérefnahagslögsögu strandríks.
Hér hefur að mínu mati verið fullkomlega rakið að heimildir til sölu aflahlutdeildar eða aflaheimilda, hafi aldrei verið settar með lögmætum hætti af hendi lögmæts forráðanda auðlindanna. Líklegast er einnig að eiginlegt söluferli aflaheimilda, hafi ekki komið til umræðu á Alþingi, eða við undirbúning fyrir langtíma lagasetningu um fiskveiðistjórnun.
Er við gerðumst aðilar Evrópska efnahagssvæðinu EES, varð fiskur skattskyld vara til virðisaukaskatts. Við þá breytingu kemur einna skýrast fram, að frá hendi löggjafans hafi aldrei komið fram hugmynd um beina sölu aflaheimilda. Frá upphafi fiskveiðistjórnunar 1984, var fyrir hendi heimild til millifærslu aflaheimilda milli skipa sömu útgerðar. Síðar bættist við heimild til millifærslu aflaheimilda milli skipa í sömu verstöð. Og þriðja breytingin varð er heimild var veitt til jafnvirðis millifærslu aflaheimilda milli skipa í sama stærðarflokki. Fékk sú millifærsla lagaheitið að heimilt væri að framselja aflaheimildir milli skipa. Lögð var áhersla á að um væri að ræða framsal réttinda, þar sem framsal þýddi afhendingu réttinda, eins og orðasamhengið var þekkt í íslensku máli.
EIGNARRÉTTUR EINKAAÐILA ÚTILOKAÐUR.
Af því sem hér hefur verið dregið fram, virðist ljóst að ekkert strandríki geti fengið sérstök eignarréttindi yfir náttúruauðlindum í sérefnahagslögsögu strandríkis. Einungis er þar um nýtingarrétt að ræða, eins og fram kemur hér að framan. Í því ljósi hefur EKKERT strandríki heimild til að viðurkenna eignfærslu einstakra aðila yfir tilteknum aflaheimildum og viðurkenna í skattuppgjörum sölu aflaheimilda. En á sama tíma gera ekki kröfu um skil virðisaukaskatts vegna sölu á virðisaukaskatts skyldri vöru.
Ég hef mikið spurst fyrir um þau lögformlegu skjöl sem ganga þarf frá og þinglýsa, þegar skráningarskyld og fyrnanleg eignaverðmæti eru seld frá einum aðila til annars. Einkanlega þar sem sá er fékk úthlutað, án varanlegs forræðis eða eignaréttinda, tilteknum aflaheimildum til eins árs. Fyrir hinar úthlutuðu aflaheimildir greiddi útgerðaraðilinn ekkert gjald fyrir fiskinn sem heimilað var að veiða. En þessi útgerðaraðili seldi hins vegar, gegn staðgreiðslu, til annarrar útgerðar hina ógjaldfærðu úthlutun sína. Og þá allt í einu varð ógjaldkræf úthlutuð aflaheimild, sem ekki fylgdi varanlegt forræði eða eignarheimild, að slíku verðmæti, að bara heimildin til veiðanna nemi 60-80% söluandvirðis hins veidda fisks með innreiknuðum virðisaukaskatti eins og vera ber.
Í þessu sambandi er nauðsynlegt og skylt, að mínu mati, að upplýsa um nokkur atriði. Í fyrsta lagi er seljandi sem að framan er getið ekki lögformlegur eigandi hins selda og hann veit af því. Hann tekur við söluandvirði fyrir verðmæti sem hann á ekki en Íslenska ríkið hefur samkvæmt Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna, einungis nýtingaréttverðmætanna. Spurt er hvernig sé háttað samþykki hins lögformlega eiganda hins selda, fyrir sölunni? Og hvernig eru reglur um uppgjör slíks söluferlis, skil söluandvirðis til lögmæts eiganda og skattlagningar? Við sölu aflaheimilda falla engin rekstrargjöld til í söluferlinu. Staðgreiðsluvirði sölu, hljóta því að vera hreinar eignatekjur eiganda.
Ég hef lesið öll lögfræðiálit, lögspekinga, sem vísað hefur verið í, til rökstuðnings þess að útgerð, sem einungis hafi staðfestan nýtingarrétt tiltekins magns aflaheimilda á hverju fiskveiðiári, EIGI þar varanlega hlutdeild í heildarafla þjóðarinnar. Engin sjálfstæð eða marktæk lagaheimild er til rökstuðnings fyrir slíku en 1. gr. laga nr. 116/2006 bendir til annars.
Þrátt fyrir mikinn fjölda fyrirspurna til margra mögulegra heimildaraðila varðandi meinta sölu aflaheimilda. En hvergi virðist í lögum landsins hafa fundist lagaákvæði sem heimili með óyggjandi hætti SÖLU aflaheimilda. Eins og heimildum Íslands er háttað til auðlindanýtingar í sérefnahagslögsögu þjóðarinnar, samkvæmt ákvæðum Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna frá 1982, verður ekki séð að Alþingi Íslendinga hafi lögformlega heimild til að vera þátttakandi eða milliliður í sölu og afsali efnislegra verðmæta, sem í raun eru alþjóðlegar náttúruauðlindir á alþjóðlegu hafsvæði. Reyndar hafsvæði sem Ísland hafi samningsbundna heimild til takmarkaðrar nýtingar einstakra náttúruauðlinda. En Ísland ber einnig ábyrgð á því að hámarka afrakstur auðlindanna, en ekki til að afhenda þær öðrum.
Til lögmæts samþykkis slíkra laga hefði Alþingi þurft að hafa undir höndum lögformlega samþykkt Hafréttarráðs Sameinuðu þjóðanna, sem heimilaði slíkrar sölur. Slík heimild virðist ekki enn hafa komið á borð Hafréttarráðsins eða verið afgreidd þaðan, eftir því sem mér skilst.
ENGAN SKATT MÁ Á LEGGJA NÉ AF TAKA NEMA MEÐ LÖGUM.
Annar liður þessa spursmáls lítur að lagaheimildum skattayfirvalda til að taka til skattalegrar meðferðar fjármuni sem opinberlega hafa verið greiddir vegna sölu verðmæta, þar sem seljandi gat ALLS EKKI haft lögmætar eignarheimildir. Slíkar heimildir eru seljanda afar nauðsynlegar til lögmætrar sölu. Verðmætið sem var selt, átti og á sér enn löglegan eignavörsluaðila sem viðurkenndur er sem slíkur af Íslandi og fjölda annarra ríkja. Er þar um að ræða alþjóðlegan Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og sérsamning Íslands um 200 sjómílna sérefnahagslögsögu. Mér finnst algjörlega vanta skýrar heimildir embættis Ríkisskattstjóra til ýmissa skattalegra meðferða á svo augljósleg ólögmætum viðskiptum, sem sala aflaheimilda er. Ásamt eignfærslum útgerðarfélaga á alþjóðlegum eignaverðmætum,sem Íslandi er trúað fyrir til varðveislu.
Þá erum við komnir að skráningu á eignfærslu aflaheimilda í efnahagsreikning fyrirtækja. Áður hefur verið að því vikið, að til þess að sala skráningaskyldrar eignar geti farið fram, þarf seljandi að hafa lögformleg eignaskjöl á sínu nafni. Þar sem svo virðist sem engin slík lögformleg opinber eignfærsluskráning yfir aflaheimildir sé til, set ég fram spurninguna um hvernig Ríkisskattstjóri meðhöndli uppgefið söluandvirði aflaheimilda og hvernig seljendur sanni söluheimild sína.
EIGNFÆRSLURÉTTUR AFLAHEIMILDA
Hér að framan hefur verið farið yfir óljósan skjalafrágang. Hér er aftur komið að afar undarlegum framgangi embættis Ríkisskattsstjóra. Embættið meðhöndlar úthlutaðar aflaheimildir frá stjórnvöldum til útgerðafyrirtækja, sem verðmætalausar skráningar.
Hvernig getur nýtingaréttur alþjóðlegrar auðlindar, í þessu tilfelli nýtingaréttur óverðskráðra aflaheimilda í sérefnahagslögsögu Íslands, orðið að verðskráðri, fyrnanlegri eign í efnahagsreikning útgerðarfyrirtækja?
Fram til þessa hef ég talið grundvöll fyrnanlegrar eignfærslu í efnahagsreikning vera þá, að fyrir hendi væri ótvíræð lögformleg eignaheimild, löglega frágengin á löggildum og þinglýstum skjölum.
Ef um skráningarskylda eign væri að ræða, sem í efnahagsreikning skráist sem fastafjármunir eða varanlegir rekstrarfjármunir, hlýtur verðmætamat slíkrar eignar og skráðar eigendabreytingar að verða að vera óyggjandi eignaheimild seljanda. Enga slíka eigendabreytingu hef ég séð, eða þær kynntar í ársreikningum fyrirtækja sem eignfæra aflaheimildir. Ég hef annað slagið, þegar stórfyrirtæki í útgerð sýna einhverja afbrigðilega þætti í uppgefnum kennitölum, þá skoða ég í ársreikninga þeirra fyrirtækja. En aldrei er getið um lagagrundvöll fyrir eignfærslu eða verðmætamati aflaheimilda. Vænti þess að fá upplýsandi svör frá embætti þínu.
Virðingarfyllst
Guðbjörn Jónsson
19.1.2020 | 13:22
ER HÆGT AÐ PLATA MANNRÉTTINDADÓMSTÓL EVRÓPU ?
Líkt og á við um aðra dómstóla, vakna stundum spurningar um hvort dómar Mannréttindadómstóls Evrópu MDE, séu ævinlega réttir og sanngjarnir. Eitt slíkt atrið er dómur MDE nr. 36374/18 gegn Íslenska ríkin, sem kveðinn var upp 12. mars 2019 í STRASBORG. Sá dómur þótti áberandi illa unninn og mikil vafaatriði hvort MDE hefi í raun haft lagalegar forsendur til að taka Íslensku kæruna fyrir.
Sjaldan er hægt að rekja með skjalfestum heimildum ferli slíkra mála gegnum dómskerfi heimalands kæranda. En í því máli sem hér um ræðir er hægt að rekja umrætt héraðsdómsmál nr. S-49/2017 í gegnum öll 3 dómsstigin á Íslandi.
Kæran til MDE snýst þó ekki um hið ólöglega héraðsdómsmál. Kæran snýst um það að hinum ólöglega héraðsdómi var áfrýjað til nýs efra dómsstig, Landsréttur, þar sem allir dómarar voru nýskipaðir í embætti. Mikil óánægja var innan lögmannastéttar og fleiri aðila á Íslandi, vegna þess að dómsmálaráðherra breytti uppröðun hæfustu umsækjenda um stöður dómara.
Hæfisnefnd, sem meta átti umsóknir, láðist að taka tillit til þess að starfandi héraðsdómarar, sumir með langan starfsaldur sem héraðsdómarar, sóttu um stöðuhækkun í stöðu Landsréttardómara, voru jafn margir og stöðurnar sem átti að ráða í. Að venju mundi Forseti Íslands skipa í stöður dómara landsréttar, þegar Alþingi hefði lokið endanlegu vali sínu á umsækjendum. Umsóknir starfandi héraðsdómara voru 15, og það átti að skipa 15 dómara við hinn nýja Landsrétt. Í eðli sínu var málið því ekki flókið.
Af einhverjum undarlegum ástæðum hafði hæfisnefnd algjörlega gengið framhjá réttindum hinna starfandi héraðsdómara, sem í störfum sínum nutu réttinda samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Einnig höfðu þeir allir farið í gegnum hæfismat, staðist það og verið skipaðir dómarar. Reglur um hæfismatið byggir eingöngu á þeim forsendum að verið sé að meta hæfni nýliða til geta hlotið skipun sem dómari.
Með sniðgöngu sinni á réttum vinnureglum, mátti telja nokkuð ljóst að hæfisnefnd hefði bakað ríkissjóði skaðabótaskyldu með því að hunsaði réttarstöðu nokkurra starfandi héraðsdómara. Líklega vegna vanefnda hæfisnefndar á skyldum sínum, neyddist dómsmálaráðherra til að grípa til sérstakra ákvæða í lögum, sem heimilaði honum að breyta þeirri uppröðun sem hæfisnefnd hafi loksins skilað til hans eftir ítrekaðan eftirrekstur frá dómsmálaráðuneyti.
Staðan var því þannig þegar lögmaður sakbornings í héraðsdómsmálinu nr. S-49/2017, áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar, að sakborningur hafði í héraðsdómi játað sök í öllum ákæruliðum. Og verjandi hans gerði engar athugasemdir við það, eða aðra framkvæmd réttarfarsins. Vandséð var því, út frá réttarfarslegu sjónarmiði, á hvaða forsendum lögmaður hins dæmda áfrýjar játningardómi. Sakborningur hafði áður hlotið marga dóma og var á reynslulausn er hann framdi brotin sem þessi nýjasti dómur fjallaði um.
Við meðferð hins áfrýjaða héraðsdómsins fyrir Landsrétti, var Landsréttur skipaður þremur dómurum. Einn þeirra hafði dómsmálaráðherra sett inn á listann yfir dómara sem Alþingi var fenginn til ákvörðunar. Var þar um að ræða starfandi héraðsdómar, með langa starfsreynslu, bæði sem héraðsdómari og dómstjóri, sem óskaði eftir stöðuhækkun. En mat hæfisnefndar var að nýliðar væru hæfari. Niðurstaða allra þessara þriggja Landsréttardómara í þessu áfrýjaða máli varð sú að héraðsdómur skildi standa óhaggaður.
Þarna taldi lögmaður sakbornings í héraðsdómsmálinu nr. S-49/2017, að Landsréttur hefði brotið mannréttindi á sakborning héraðsdómsmálsins. Með því að hafa einn af þremur dómurunum í málinu, dómara sem lögmaðurinn taldi ólöglega skipaðan, hefði Landsréttur ekki lengur verið óháður og hlutlaus er hann dæmdi í málinu.
Hægt væri að skrifa langa mál um afar sérkennilega og ólögmannslega framgöngu sem sá lögmaður sýndi, sem skipaður hafði verið verjandi sakbornings í málinu. Það merkilega við allt ferli málsins, var einmitt það að þegar sakborningur tekur þá afstöðu við meðferð málsins fyrir héraðsdómi, að játa öll fram sett sakarefni, gerir verjandi sakbornings enga bókun eða athugasemd. Og verjandinn gerði ekki heldur athugasemd við ólöglegan dóm héraðsdóms. Í áfrýjunarkröfu sem lögð var fram gerði sakborningur kröfu um að refsing hans yrði minnkuð.
Landsréttur skipar þrjá dómara í málið. Ekki varð vart við að Áfrýjandinn mótmælti því hvernig dómur landsréttar væri skipaður, því landsréttur tekjur enga afstöðu til slíkrar kvörtunar. Ekki virðist heldur hafa farið fram kæra til Hæstaréttar vegna þeirrar meiningar áfrýjanda að ranglega skipaður dómari ætti sæti í dóm i landsréttar í máli sem hann ræki þar.
Við upphafa aðalmeðferðar málsins fyrir Landsrétti breytir lögmaður sakbornings kröfu sinni á þann veg að aðalkrafan verði um sýknu í málinu en til vara að refsing hans verði milduð. Óhætt er að segja að þarna sé um dálítið sérkennilega framgöngu lögmanns að ræða, þar sem lögmaðurinn mótmælti á engan sýnilegan máta játningu sakbornings fyrir héraðsdómi.
Landsréttur felldi þann dóm að dómur héraðsdóms skildi standa óraskaður. Áfrýjaði lögmaður hins sakfellda þeirri niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar, sem var Landsrétti sammála um að héraðsdómur skildi standa óraskaður. Þá niðurstöðu kærði lögmaður sakbornings síðan til Mannréttindadómstóls Evrópu MDE, vegna meintra brota á mannréttindum sakbornings. En jafnframt vegna setu eins af þremur dómurum í málinu fyrir landsrétti.Var þar um að ræða einn af umsækjendum um dómarastöðu við landsrétt, sem lögmaðurinn taldi ólöglega skipaðan.
Af gögnum málsins að dæma, virðist áfrýjandinn, lögmaður sakbornings í játningarmáli, ekki mótmæla framkvæmd héraðsdóms. Hann mótmælir ekki með kæruferli til Hæstaréttar, að einn af þremur dómurum landsréttar, hafi verið settur dómari sem hann telji ólöglega skipaðan í embætti dómara landsréttar. Þar með uppfylli dómurinn ekki lengur kröfum stjórnarskrár um óhlutdrægni og hlutleysi, þar sem þekkt sé að hann hafi opinberlega mótmælti vinnubrögðum við val dómaraefna.
Svo oft hafa komið upp umræður á Íslandi um hvaða reglur gildi um mögulega fyrirtöku á kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þar gildi sú regla að áður en kæruleið opnist til MDE, skuli allar kæruleiðir í landinu hafi verið reyndar og niðurstöður fengnar sem kærandi sætti sig ekki við.
Sú kæra til MDE, sem hér um ræðir, var byggð í grunninn á héraðsdómsmálinu nr. S-49/2017, sem var játningarmál sem fór um dómstigin 3 á Íslandi, áður en málið fór til MDE.
Þegar málið var tekið fyrir hjá MDE, kom í ljós að þar virtist ekki litið á málið út frá tæmdum kæruleiðum en niðurstöðu sem kærandi gæti ekki sætt sig við. Súð leið hefði eðlilega verið erfið þar sem í héraðsdómi var um fullnaðar játningu sakbornings að ræða
Fyrir MDE er málið rekið sem kærumál út af ólöglega skipuðum dómurum í Landsrétt. Svo einkennilega vill þó til að EKKERT lögformlegt kæruferli um það efni hefur þó enn farið í gang á Íslandi. Og þar af leiðandi ekki komið til neinnar úrlausnar dómstóla í landinu um þau atriði sem MDE lítur á sem kæruatriði.
Það mál sem tæmdi allar dómstólaleiðir á Íslandi var sakamálið nr. S-49/2017, við héraðsdóm Reykjaness. Játningarmál sem áfrýjað var til Landsréttar og þaðan til Hæstaréttar. Báðir áfrýjunardómarnir vildu láta héraðsdóm standa óbreyttan.
Að fylgjast með þeim vinnubrögðum sem hér hefur verið lýst er afar dapurlegt fyrir fólk sem hefur einlægan vilja til að bera virðingu fyrir lögmannastétt landsins, réttarfari og dómstólum.
Sá sem þetta ritar er ekki í nokkrum vafa um að allir lögfræðingar og dómarar landsins hafa allan tíman vitað að í sakamálinu nr. S-49/2017, hefur ALDREI farið fram löglegt réttarhald í héraðsdómi OG ÞVÍ ENGINN LÖGLEGUR HÉRAÐSDÓMUR TIL,
Lögmaður sakbornings í sakamálinu nr. S-49/2107, VISSI því allan tímann að hann hafði ekki í höndum LÖGLEGAN héraðsdóm, til þess að áfrýja til Landsréttar. Hvernig skildi standa á því að lögmaður, með margra ára starfsreynslu að baki, ásamt þremur dómurum landsréttar og fimm dómurum Hæstaréttar, tóku ALDREI til umfjöllunar hinn ólöglega héraðsdóm?
Það er afar eðlilegt að fólk sperri eyrun af undrun, því í raun eru það lögmaður sakbornings í héraðsdómsmálinu nr. S-49/2017, ásamt dómstjóra héraðsdóms Reykjaness sem virðast brjóta íslensku dómstólalögin og um leið stjórnarskrá landsins, mannréttindi á sakborningi málsins og grundvallarreglur MDE fyrir upptöku máls.
Allir þessir aðilar vissu að EKKERT þinghald í dómsmáli má halda án þess að skipaður eða settur dómar, með full réttindi og skyldur, sitji í sæti dómar. Slíkt er ákvörðun löggjafans því í upphafi 7. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, fyrir dómstólum, og sama ákvæði er einnig í upphafi 8. gr. Sakamálalaga nr. 88/2008. Sama orðalag er í báðum þessum lögum á þennan veg.
Dómari stýrir þinghaldi og gætir þess að það sé háð eftir réttum reglum.
Í héraðsdómsmálinu nr. S-49/2017, sat enginn settur eða skipaður dómari. Þara sat allan tíman, sem dómari, skammtímaráðinn ríkisstarfsmaður, sem á engan veg uppfyllti lagaskyldur um hæfi dómara. Til starfa í héraðsdómi var hann ráðinn á grundvelli 17. gr. dómstólalaga, sem Aðstoðarmaður dómara.
Í 17. gr. dómstólalaga segir að:
Dómstjóri getur falið aðstoðarmanni önnur dómstörf en þau að fara með og leysa að efni til úr hvers konar einkamálum, þar sem vörnum er haldið uppi, og sakamálum frá því að þau koma til aðalmeðferðar. Dómstjóri ber ábyrgð á störfum aðstoðarmanns og getur gefið honum fyrirmæli um hvað eina sem lýtur að rækslu þeirra.
Aðstoðarmaður dómara er því EKKI sjálfstæður í starfi, heldur lýtur boðvaldi dómstjóra. Samkvæmt 24. gr. dómstólalaga er dómari að öllu leyti sjálfstæður. Þar segir:
24. gr. Dómarar eru sjálfstæðir í dómstörfum og leysa þau af hendi á eigin ábyrgð. Við úrlausn máls fara þeir eingöngu eftir lögum og lúta þar aldrei boðvaldi annarra.
Þegar allar þessar forsendur eru skoðaðar virðist liggja ljóst fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi látið blekkjast til að taka fyrir mál frá Íslandi, sem ekki hlaut löglega dómsmeðferð í héraðsdómi á Íslandi. Auk þess virðist aðal áherslumál MDE varða atriði sem ALDREI HAFI VERIÐ LÖGÐ FYRIR DÓMSTÓLA Á,ÍSLANDI TIL TIL ÚRLAUSNAR.
Ef þetta umrædda mál væri eitt sérstakt tilvik, þar sem enginn dómari stýrir þinghaldi eða fellir dóma í sakamálum, væri hægt að líta svo á að þarna væri um mistök að ræða. En um slíkt er ekki að ræða. Á árunum 2012 2014 gerði ég úttekt á öllum héraðsdómum landsins og kannaði í dómaskrá þeirra fjölda dóma þar sem aðstoðarmenn dómara sátu í dómarasæti. Og einnig kannaði ég hvernig væri staðið að réttlátri málsmeðferð, með því að sakborningi væri ævinlega tryggður verjandi. Mikill misbrestur var slíku. Síðan úttektin var gerð, hef ég með nokkru millibili kíkt hvernig framvindan hafi verið en ekkert breytist.
Réttarfar á Íslandi er í miklum ólestri. Ef slíkt ástand er að breiðast út til annarra landa Evrópu er sannarlega erfitt ástand framundan. Til að vekja athygli á þessari þróun er þetta efni tekið saman, með þá von í brjósti að hægt verði að bjarga MDE frá því að verða jafn ófaglegum vinnubrögðum að bráð, sem lýsa sér í því ferli sem hér hefur verið lýst.
27.9.2019 | 15:28
OPIÐ BRÉF TIL FORSETA ÍSLANDS
Forseti Íslands,
Guðni Th. Jóhannesson,
Bessastöðum, Álftanesi
Reykjavík 27. september 2019
ERINDI: Þess er krafist, með vísan til 15. gr. stjórnarskrár og í ljósi allra þeirra stjórnarskrárbrota sem rakin verða í bréfinu, að Forseti Íslands víki tafarlaust úr embætti neðangreindum þremur ráðherrum, vegna alvarlegrar sniðgöngu þeirra við heiðarlega framgöngu í sambandi við samning þeirra við 6 sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um samgönguinnviði svæðisins.
Nýlega fór að bera á umræðum í fjölmiðlum um að: samgönguráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokks, fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar grænt framboð, hygðust án undangenginnar umræðu og afgreiðslu frá Alþingi, undirrita meint skuldbindandi samkomulag ríkissjóðs við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, um viðamiklar framkvæmdir sem kosta mundu verulega mikil fjárútlát ríkissjóðs. Fram kom í fréttaflutningi fjölmiðla 26. sept. 2019, að samgönguráðherra hafi, sem forsvarsmaður framkvæmdanna, staðið fyrir glærukynningu fyrir þingmenn, á því samkomulagi sem umræddir ráðherrar hafi gert við forystumenn hinna 6 sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Formanni einnar fastanefndar Alþingi, þótti þarna um ófullkomna kynningu á efni samningsins að ræða, því það hefði ekkert komið til umræðu á Alþingi. Fór hann því fram á að hann fengi afrit af öllum samningnum, til að kynna hann í þingnefndinni. Því hafnaði samgönguráðherra, sem sá um kynninguna. Komu þessi atriði fram í sjónvarpsfrétt, 26.09.2019 en jafnframt sýnt í útsendingu upptaka af orðum umrædds nefndarformanns í ræðustól Alþingis.
Í stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins, er nokkuð skýrt kveðið á um það hverjum sé ætlað vald og í stjórnarskrá og öðrum lögum ýmsar leiðbeiningar um hvernig farið skuli með það vald. Óumdeilt er að Forseti Íslands, er æðsti einstaki handhafi lýð-valdsins. Því valdi getur ekkert löglegt afl innan þjóðfélagsins frá honum tekið, nema þjóðin sjálf. Og er það tryggilega innrammað í meginefni 2. gr. stjórnarskrár, þar sem skýrt er sagt að:
Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið.
Jafnframt er afar skýrt kveðið á um aðra þætti ríkisvaldsins, því áfram segir eftirfarandi í 2. gr. stjórnarskrár um framkvæmdavaldið.
Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið.
Þarna er megináherslan lögð á FORSETANN, að hann: og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið.
Þriðja atriðið um þrískiptingu valds er dómsvaldið, sem hér ekki til umræðu.
Eins og þarna kemur glögglega fram, er ráðherrum í ríkisstjórn Íslands hvergi í stjórnarskrá fengin sjálfstæð völd. Kemur það glögglega fram í 13. gr. stjórnarskrár þar sem segir að:
13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
Þarna kemur afar skýrt fram að ráðherrar á Íslandi fara ekki með sjálfstætt vald. Er það í fullum samhljómi við 2. málslið 2. gr. stjórnarskrár, þar sem segir að: Forseti og önnur stjórnarvöld...fara með framkvæmdarvaldið. Samkvæmt framsetningi lagaákvæðisins í 2. málslið 2. gr. stjórnarskrár, á ekki að leika neinn vafi á því að það er FORSETINN, sem gefur öllum ákvörðunum ráðherranna gildi eftir að hann staðfestir á ríkisráðsfundi með undirritun sinni heimild ráðherra til að framkvæma þau verka sinna, sem hann lagði undirrituð fyrir fund ríkisráðs. Að lokinni afgreiðslu í ríkisráði, fær viðkomandi ráðherra þá valdheimild sem forseta Íslands hafði skriflega veitt ráðherra til þeirrar ákvörðunar sem afgreidd var á ríkisráðsfundi. Er það í fullu samræmi við það sem segir í 16. og 18 gr. stjórnarskrár.
16. gr. Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.
Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.
18. gr.Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.
19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindiveitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.
Þetta er undarlegt orða notkun í niðurlagi 19. greinar. Í 18. grein segir glögglega að áður en ráðherra leggur mál sitt til afgreiðslu í ríkisráði, undirritar hann málið og leggur það þannig, undirritað fyrir forseta. Ef forseti samþykkir málið, undirritar hann það einnig og með undirritun beggja, forseta og viðkomandi ráðherra,veitist viðkomandi stjórnarerindi gildi.
Það er ekki flókið að skilja hvað þarna stendur skrifað skýrum orðum. Ráðherrar hafa sjálfstætt ENGAR HEIMILDIR til að kynna eða undirrita frágengið samkomulag við önnur stjórnvöld, fyrirtæki eða einstaklinga, fyrr en forsetinn hafi staðfest ætlun ráðherra, með undirritun sinni í ríkisráði OG þannig veitt því gildi sem stjórnarerindis. Hins vegar er að mál sem ekki hafa verið löglega afgreidd frá Alþingi, fá ekki afgreiðslu í ríkisráði. Þetta leiðir glögglega í ljós að sjálfstæð valdheimild ráðherra er ENGIN,til bindandi ákvarðana gagnvart ríkissjóði eða þjóðinni.
Í fréttum beggja sjónvarpsstöðva sð kvöldi 26. sept., var með miklum fjálgleika sagt frá undirritun ráðherra undir samning við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þar kom fram að ríkissjóður muni greiða verulegar fjárhæðir á komandi árum, í verkefni sem að sjálfsögðu eru mikilvæg. ÞAÐ, frekar en allt annað hefði átt að leiða til þess að löglegar og réttra vinnubragða ALLRA samningsaðila væri til fullnustu gætt. Augljóst ætti að vera af embættistitlum viðsemjenda ráðherranna, að þeim hefði einnig átt að vera ljós ákvæði stjórnarskrár um löglegar leiðir til að afla heimilda, af hálfu ríkisins, til þátttöku í slíku verkefni.
Því miður virðast framangreindir ráðherrar, borgarstjórinn í Reykjavík og allir bæjarstjórar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, frekar hafa kosið að sniðganga löglegar og siðferðislega réttar leiðir að markmiðum sínum. Framganga allra þessara aðila er gróf móðgun við forseta Íslands, Alþingi Íslendinga og þjóðina alla. Og með beinni þátttöku í einu stærsta og víðtækasta stjórnarskrárbroti sem framið hefur verið, svo vitað sé í dag að minnsta kosti, skpa þeir sér ákveðinn sess í sögu þjóðarinnar. Er slíkt þeim síður en svo til virðingarauka.
Nú í morgunsárið mátti lesa í frétt Morgunblaðsins 27. sept. 2019, fyrstu rituðu heimildirnar um hin samanteknu stjórnarskrárbrot, þriggja ráðherra, borgarstjóra og fimm bæjarstjóra. Lítum aðeins nánar á þetta merkilega samkomulag. Ekki er ætlunin að rekja fréttina alla því hana má lesa í Morgunblaðinu, en víkja aðeins að meginatriðum samkomulagsins, svokallaða.
Sagt er að framkvæmdirnar í: Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðis-ins, muni kosta 120 milljarða króna. Af þeirri fjárhæð muni ríkissjóður leggja fram 45 milljarða, en sveitarfélögin 6, samtals 15 milljarða. Samtals geri það 60 milljarða.
Í fréttinni segir að það sé: sama upphæð og vegtollar sem vegfarendur greiða fyrir not af nýjum samgöngumannvirkjum eiga að skila.
Fyrst skal á það líta að ENGINN þeirra aðila sem undirrituðu hið umrædda samkomulag, hefur umboð embættis síns nema til lengst þriggja ára, þá er kjörtímabil viðkomandi útrunnið. Samkomulag til langs tíma, sem ekki hefur verið unnið á lögmætum og faglegum grunni í stjórnum sveitarfélaganna, og þaðan sent í íbúakosningu, getur tæplega talist hafa skuldbindandi gildi gagnvart íbúum sveitarfélaganna.
Ríkissjóður verður ekki skuldbundinn fram í tímann með undirritun þriggja ráðherra, sem EKKERT umboð hafa til neinna beinna ákvarðana í fjármálum ríkissjóðs. Í samkomulagi þessu virðist einnig vera bein tilvísun í tekjur af vegtollum,sem ekki hafa verið afgreiddir frá Alþingi sem lög og málið ekki einu sinni komið á dagskrá þingsins.
Í 40. gr. stjórnarskrár segir eftirfarandi:
40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild
Þarna kemur skýrt fram að Engan skatt má á leggja...nema með lögum ENGINN hefur því heimild til skuldbindandi ákvarðana um innheimtu hjá almenningi, nema fyrir slíku sé lagaheimild. Einnig er ljóst að það er brot á 40. gr. stjórnarskrár að skuldbinda ríkissjóð til greiðslu tiltekinnar upphæðar innan tiltekins tíma, nema slík ákvæði séu til staðar í fjárlögum eða lánsfjárheimildum. Þó með öðru orðalagi sé en hefðbundin lánveiting, er skuldbindingin hin sama, ef lögmæti væri. Vísast þar beint í 1. og 2. lið annars málsliðar 40. gr. stjórnarskrár, þar sem segir að: Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið,.
Ég tel ekki ástæðu til að sundurgreina frekar þau fjölþættu stjórnarskrárbrot sem þarna voru tvímælalaust framið. Ef vilji er fyrir hendi hjá handhafa forsetaembættisins, að bera tilhlýðilega virðingu fyrir stjórnarskrá og stjórnskipan landsins, eru ekki margar leiðir í boði til viðbragða við svo víðtækum brotum á stjórnarskrá sem hér hefur verið vísað til.
Ég tel ólíklegt, þó hér sé um að ræða atburð sem er margfalt alvarlegri en í því dæmi er Landsdómur var kvaddur saman vegna ákæru á hendur Geir Haarde, þá tel ég ólíklegt að Landsdómur verði kallaður saman nú. Hér er að vísu um augljós stjórnarskrárbrot að ræða hjá þremur ráðherrum, sem eru með meirihluta Alþingis að baki sér. Og við hlið þeirra eru stjórnendur 6 sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar sem líklega búa 65% allrar þjóðarinnar. Það mundi líklega einhversstaðar vera talin alvarleg aðför að lýðræði, lýðveldisskipulagi, mannréttindum og réttlæti í landinu, þegar stjórnendur svona stórs hluta heildarfjölda landsmanna bindast sameiginlegu markmiði að hunsa reglur stjórnskipunar og stjórnarskrár, til að ná fram markmiðum sínum, um tilraun til að undirrita skuldbindandi stöðu ríkissjóðs gagnvart samningsaðilum, um að ábyrgjast greiðslu 85% allra umferðarmannvirkja á svæðinu næstu 15 árin, meðan þeir sjálfir, með heimilisskráða í bæjum sínum og borg 65% íbúa landsins, skuldbindi sig til fjármögnunar 12,5% framkvæmda.
Ég bind veika von við að forseti landsins rísi gegn þeirri aðför að réttlæti og stjórnarskrá sem felst í framgangi framangreindra ráðherra og stjórnenda 6 sveitarfélaga hér á höfuðborgarsvæðinu. Framangreindir ráðherrar geta ekki lengur átt seturétt á Alþingi, hversu vægilega sem menn telja sig þurfa að líta á hin alvarlegu brot þeirra. Ég vænti að sjálfsögðu eðlilegra viðbragða fólks með óskerta réttlætisvitund og lagaskilning. En bregðist sú von má allt eins búast við því að höfðað verði ógildingarmál gegn umræddu samkomulagi.
Virðingarfyllst
Guðbjörn Jónsson, kt: 101041-3289
fyrrverandi fulltrúi í hagdeild banka en síðar fjármálaráðgjafi.
Kríuhólum 4, 111 Reykjavík.
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 165580
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur