24.1.2008 | 17:29
Kauphallarvísitalan hrynur, en hvað langt niður?
Það er skammgóður vermir að pissa í skó sinn, segir gamalt máltæki. Þó þetta máltæki sé vafalaust ekki búið til af hagfræðingi eða öðrum háskólamenntuðum vísindamanni, hefur það að geyma gullinn og óvéfengjanlegan sannleika. Meira að segja sannleika sem lögfræðingar eiga áreiðanlega erfitt með að véfengja.
Af þessu máltæki má ráða að þegar hagsmunir þurfa að vara til langs tíma, er ekki ráðlegt að haga aðgerðum sínum með þeim hætti að ávinningur þeirra geti ekki enst nema yfir skamman tíma.
Það var fáliðaður sá hópur sem gagnrýndi unglingadeildir (verðbréfadeildir) lánastofnana á þeim árum sem verðbréfavísitalan á Íslandi var að rjúka upp um marga tugi prósenta á ári, án þess að sýnileg eða merkjanleg verðmæti væru að baki hækkuninni. Nú er "pissið" í skónum að kólna og menn að nálgast raunveruleikann, en þurfa þá að ná jafnvægi og borga miklar skuldir, blautir í fæturna og kaldir.
Erlendar skuldir þjóðarbúsins (sjá Seðlabankann) hafa aukist um meira en FIMM ÞÚSUND MILLJARÐA á síðustu fimm árum. Mun meira sé litið lengra aftur. Eignir voru sagðar standa að einhverju marki á móti þessari skuldsetningu, en af völdum hruns á verðbréfamörkuðum hafa þær verið að rýrna um mörg hundruð, ef ekki þusundir milljarða á einungis örfáum mánuðum. Rétt er að hafa í huga að megnið af þessum lánum munu vera svokölluð skammtímalán, sem greiðast eiga upp á fáeinum árum. Spurningin er því hvernig gangi að endurfjármagna þessa skuldasúpu ef verulegur brestur verður á endurgreiðslu lána.
En hvernig er svo atvinnulíf okkar undir það búið að takast á við að greiða þær miklu skuldir sem óvitagangur lánastofnana hefur hlaðið upp. Hefur miklu af þessu lánsfé verið veitt til eflingar tekjugefandi (gjaldeyrisskapandi) atvinnureksturs? Því miður er slíkt ekki sjáanlegt. Á árinu 2006 voru heildar útflutningstekjur okkar 242 milljarðar. Líklega verða þær svipaðar, eða litlu meiri á árinu 2007, þegar samantekt þess líkur. Innflutningur okkar hefur þó nánast alltaf verið hærri en tekjurnar, svo ekki hefur þar myndast afgangur til greiðslu skulda.
Enn er sjávarútvegurinn áberandi burðarþáttur í tekjuöflun okkar. Hins vegar er staða hans nú orðin sú að líklega hefur hann aldrei tekið til sín stærra hlutfall heildartekna af fiskveiðum en nú er orðið. Árið 1986 tók útgerðin til sín u.þ.b. 52,5% heildar tekna af fiskveiðum. Ég hef að vísu ekki tekið saman stöðuna nú, en þegar litið er til hinnar miklu skuldastöðu sjávarútvegsins, sem nú er kominn yfir 300 milljarða, sem líklega er u.þ.b. 250 milljörðum umfram rauneignir, virðist ljóst að sjávarútvegurinn er búinn að draga til sín nánast allar tekjur þjóðfélagsins af fiksveiðunum; enda telur útgerðin sig ekki geta greitt neitt veiðigjald.
Þegar ferli síðustu 20 ára er skoðað sést greinilega hvaða áhrif það hefur haft að stjórnvöld stóðu ekki vaktina við að gæta heildarhagsmuna þjóðfélagsins til langs tíma, heldur virðast hafa setið í fílabeinsturni og yljað sér við "pissið" sem þá var enn að renna í skóna þeirra. Á sama tíma sátu við völd í lánastofnunum menn sem af fullkomnu ábyrgðarleysi gagnvart þjóðarheildinni stunduðu óábyrga útlánastarfsemi, sem var í líkum anda og hafði þá nokkur ár á undan, valdið bönkunum svo miklu útlánatapi að það nam hærri fjárhæð en heildartekjum þeirra yfir sama tímabil. Þrátt fyrir alla þessa endaleysis vitleysu hefur þjóðinni verið talið trú um að það hafi verið sérstakt góðæri og við ein ríkasta þjóð í heimi.
Það er til skýring á því hvers vegna svona stór hópur þjóðarinnar lætur skrökva svona að sér, en líklega er betra að hafa ekki hátt um það í bili.
Bloggfærslur 24. janúar 2008
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur