22.11.2008 | 15:58
Það hlýtur að vera skelfilegt að hlusta á svona óvitaraus
Í raun er "áfallastjórnun" ekki hugtak sem hægt er að nota yfir það ástand sem hér hefur gengið yfir. Réttara væri að segja að stjórnvöld hefðu nú loksins náð vopnum sínum til að berjast við þau vandamál sem þau létu hlaðast upp, meðan þau svifu um í vímuþoku velsældar. Í þeirri trú að stjórnunarsnilld þeirra hafi leitt til landsins Elvu óþrjótandi auðs, sem streyma muni til okkar um alla framtíð.
Í þessari óraunsæu vímuþoku velsældar voru þau skötuhjú, ásamt sínum nánustu ráðgjöfum, í byrjun október s. l. þegar, að þeirra mati, allt í einu var skrúfað fyrir Elvuna sem veitti auðnum hingað, svo engir peningar komu. Hjúin höfðu ekki einu sinni hugað að því að þau þyrftu vopn til að berjast fyrir tekjustreymi þjóðarinnar; hvað þá að þau hefðu skipað sveit vopnfimra manna til að auka tekjusköpun þjóðarinnar. Nei, slíkt hafði þeim ekki hugkvæmst.
Nú er sem sagt sá tími björgunaraðgerða kominn, að þau hjúin telja sig hólpin. Alþjóðleg björgunarsveit er búin að taka í tog flekan sem þau eru á, en áhöfnin öll hrekst um á stjórnlausu fari, án áttavita, leiðarvísa, matar eða húsaskjóls. Mikið er af skerjum og boðum á leið áhafnarinnar, og litlar líkur á að hún komist heil í höfn án leiðsagnar. Það finnst skötuhjúunum hins vegar aukaatriði. Það sé búið að bjarga þeim, svo nú geti þau skroppið snöggvast í gegnum þessa kreppu.
Já, skilningurinn á þeirri stöðu sem þjóðin er í skín greinilega af hverju hennar orði. Þvílíkur leiðtogi.
![]() |
Áfallastjórnuninni lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2008 | 14:20
Lágmarka leiðréttinguna við "mestu" deiluefnin sýnir vanvirðingu gagnvart þjóðinni
Það sýnir okkur innsta vilja forystumanna stjórnarflokkanna til að virða jafnræði þegna landsins, að þeir skuli leitast svo ríkulega við að lágmarka svo sem kostur er, þá leiðréttingu sem framkvæma á eftir 5 ára þvermóðsku, fjármuna- og réttindarán á kostnað almennings.
Það undrar mig mjög, að formaður Samfylkingarinnar skuli með svona afgerandi hætti, gera sig að ótrúverðugum ósannindamanni. Hver tilgangur þessarar sjálfseyðingar sé, er ekki ljós, því skoðanakananir benda sterklega til þess að hún muni sitja í næstu ríkissjórn, nema hún reikni ekki með því að ná endurkjöri til öruggs sætis á framboðslista; enda vinnur hún ötullega að því að fá slíka útreið.
Í fréttinni segir Geir að íslenska ríkið hafi gert samkomulag við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Þetta er ekki rétt. Ef ríkið væri búið að gera slíkan samning, væri hann bókaður staðfestur af Alþingi, en á vef Alþingis finnst enginn slíkur samningur staðfestur frá byrjun s. l. októbermánaðar. Líklega á Geir við að ríkisstjórnin hafi gert uppkast að samningi, sem en eigi eftir að bera undir Alþingi til staðfestingar. Það er slæmt að forsætisráðherra skuli eiga svona erfitt með að virða leikreglur lýðræðis í vinnu sinni fyrir þjóðina.
Ég held að þjóðin sé ekki tilbúin til að fara í kosningar alveg strax. Þjóðin á eftir að endurskipuleggja sig, samfélagsleg viðhorf sín og þá hugmyndafræði sem byggja ætti framtíðarhugsjónir á. Slíkt er ekki tiltækt enn. Því væri líklegast að sömu hugsjónirnar og verið hafa, myndu verða niðurstaðan ef kosið væri núna fljótlega. Ég teldi betra að bíða vorsins og láta sjá til hvort sá viljasproti sem myndast hefur til hugarfarsbreytinga og stjórnmálalegrar ábyrgðar verði að veruleika. Einnig er mikilvægt að komið verði á fót ásættanlegu þekkingar- og hæfileikamati, sem þeir gangist undir, sem sækjast eftir þeirri stjórnunarlegu forystu sem þingmennska er.
![]() |
Mestu deiluefnin felld úr gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2008 | 12:06
Finnur Samfylkingin ekki til neinnar ábyrgðar ????????
Það hefur undrað mig mikið að Samfylkingin skuli aldrei vera spurð um ábyrgð sína á því að erlendar skuldir bankanna tvöfölduðust á þeim tíma sem leið frá því þau tóku sæti í ríkisstjórn og fram að bankahruninu. Þó þjóðfélagið gæti klárað sig af erlendum skuldum upp á u. þ. b. 6.500 milljarða, eins og þær voru þegar Samfylkingin tók við, var varla við því að búast að þjóðfélagið þyldi svona hraða skuldaaukningu, að verða nær 13.000 milljörðum á innan við tveimur árum. Slíkt var vonlaust að þjóðfélagið gæti borið.
Í ljósi þessara staðreynda finnst mér Samfylkingin sleppa billega frá skeytingaleysi sínu varðandi hina hröðu skuldaaukningu. Einkanlega sé líka litið til þess hvernig virðist hafa verið farið með þetta fjármagn, sem virðist hafa verið lánað út aftur gegn afar hæpnum tryggingum.
Í öllu þessu ferli sýndi Samfylkingin afar litla þekkingu á nauðsynlegu og eðlilegu fjárstreymi um þjóðfélagið. Og sama þekkingarleysið er enn á ferðinni þegar þau telja það til hagsbóta fyrir þjóðfélag okkar nú, að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru.
Á undanförnum vikum hefur það sýnt sig að engin biðröð er hjá fjármagnseigiendum til að koma hingað með peninga. Við munum ekkert frekar fá Evrur til okkar, þó við höfum þær sem okkar gjaldmiðil, nema sem greiðslu fyrir þær vörur eða þjónustu sem við seljum, líkt og við fáum nú.
Seðlabanki okkar mun starfa áfram þó við tökum upp Evru og hann mun áfram stýra fjárstreymi um atvinnulíf landsins. Hann og ríkisstjórnin munu áfram bera ábyrgð á því að skapa þjóðinni nægar tekjur (Evrur) til þess að reka þjóðfélag okkar. Við munum hins vegar ekki geta aukið innlenda veltu til atvinnusköpunar eða til að bregðast við bráðaaðstæðum, með því að auka peningamagn í umferð, ef við skiptum yfir í mynt annarrar þjóðar. Til slíks munum við þurfa samþykki yfirstjórnar gjaldmiðilsins (Evrunnar), sem getur orðið tímafrekt að fá samþykki fyrir, þar sem 27 þjóðir þurfa að samþykkja.
Það hryggir mig mjög, sem jafnaðarmann frá blautu barnsbeini, að sjá hve svokallaður jafnaðarmannaflokkur okkar virðist rúinn allri raunhæfri þekkingu á nauðsynlegu fjárstreymi sjálfstæðs þjóðfélags. Það er undarlegt til þess að hugsa að á liðlega 50 árum skuli raunverulegri þekkingu á rekstri sjálfstæðs þjóðfélags hnygnað eins svakalega og raunin virðist vera.
Það eru afar lélegir arfberar frelsins og sjálfstæðis (sem var gunnfáni jafnaðarmanna fyrir liðlega hálfri öld), sem nú sjá eina ljós framtíðarinnar felast í því að skríða hundflatir undir verndarvæng ímyndaðrar auðsældar, hjá valdabandalagi sem er að líða undir lok, vegna innri sundrungar.
Við slíka framtíðarsýn er eina gleðin að vera orðinn gamall og þurfa ekki að lifa lengi við slíka niðurlægingu.
![]() |
Stjórnarsáttmáli heyrir sögunni til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 22. nóvember 2008
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 166181
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur