Vestfirðingar hafa ævinlega haft djörfung og dug til að bjarga sér sjálfir og láta þjóðina njóta sneiðar af kökunni

Ég skil það vel að við sem erum alin upp í þessum fallega landshluta skulum fyllast eldmóði þegar talið berst að þeirri niðursveiflu sem Vestfirðir hafa orðið að þola undanfarna áratugi, vegna óvitaskapar stjórnmálamanna. Það er löngu þekkt í sálfræði að barátta við erfiðleika sem ekki er hægt að hafa hendur á, getur lamað sköpunarmátt og orku til athafna. Það er mun styttri tími en tveir áratugir sem þarf til að slíkra áhrifa fari að gæta.

Að varpa fram hugmyndum til atvinnusköpunar í einhverjum landshluta er alls óskylt neinum björgunarþáttum. Þar er einfaldlega á ferðinni velvilji í garð þeirra sem í landshlutanum búa. Gamalt máltæki segir: - Glöggt er gests augað. - Allir sem tekið hafa þátt í þróunarverkefnum vita af eigin raun, að oft koma bráðsnjallar leiðir til úrlausnar frá einhverjum sem sér verkefnið úr meiri fjarlægð en þeir sem eru að vinna verkið. Þessir þætir eru þekktir og engin ástæða til, hvorki að mikla þá, né gera lítið úr þeim og setja þá í annan búning en til er stofnað.

Líkt og með aðra hluta Íslands, eru einu færu leiðir vestfirðinga að stofna til atvinnureksturs sem skapar gjaldeyristekjur. Að setja á fót þjónustustarfsemi í kappi við yfirhlaðinn þjónustumarkað í þjóðfélagi sem þegar er með alltof yfirspenntan þjónustuþátt í hagkerfi sínu, er eitthvað sem trúlega væri einn versti bjarnargreiði sem hægt væri að gera vestfirðingum nú. Fólk verður því að horfa og hugsa nokkuð fram í tímann, því það tekur ævinlega tíma að byggja upp atvinnulíf, sama í hverju það er fólgið.

Þegar við lítum á heimin, sjáum við stöðuga aukningu mengunar, sem þegar er farinn að hafa áhrif á heilbrigt fæðuframboð. Markaður næstu áratuga er því mestur á sviði heilbrigðrar fæðu. Vestfirðir eru einstaklega vel staðsettir til þróunar slíkra matvæla, bæði vegna legu sinnar gagnvart straumum vinda, sem mest koma úr hafi frá norðri eða suðvertri, sem og vegna stöðu sinnar á sviði hafstrauma. Það eru fá landsvæði í veröldinni sem bjóða upp á betri möguleika til heilbrigðis.

Mengun hafsvæða í flestum heimsálfum er þegar farin að spilla lífríki nytjafiska verlega og vaxandi fer ótti framsýnna manna fyrir því að þessi mikilvægi þáttur í fæðuþætti mannsins geti verið í hættu. Fólk þarf ekki að leita lengra en í ræðu Forseta okkar á Búnaðarþingi nú nýverið til að fá staðfestingu á, að þetta er áhyggjuefni þeirra sem hugsa til framtíðar. Eldi nytjafiska, eins og þorsks, er því beinlínis eins og að búa sér til gullnámu.

Arnarfjörðurinn er einstaklega vel til þess fallinn að stunda frjálst eldi á þorski. Hann er vel djúpur víða, en er grunnur yst, sem skapar góða möguleika fyrir viðkvæmt lífríki, sem víða er á undanhaldi, einkanlega vegna mikilla togveiða. Ef við gæfum okkur að svo sem eins og tíu farmar loðnuskipa, 10 - 14 þúsund tonn af loðnu, væru tekin frá til að ala fisk í Arnarfirði, sem síðan yrði slátrað feitum og pattaralegum, væru vestfirðingar að setja fullunna vöru á matvælamarkað, vöru sem nánast er að verða óþekkt, vegna ástands fiskistofna. Fleiri mundu nú þegar vilja kaupa slíka vöru, en Vestfirðingar gætu framleitt fyrir. Af slíku yrðu meiri þjóðartekjur og öruggara atvinnulíf fyrir Vestfirði, en af ýmsum þáttum þjónustustarfsemi, sem talað hefur verið um, sem og af starfsemi olíuhreinsunarstöðvar.

Ég er ekki að segja Vestfirðingum að gera þetta eða neitt annað, en þeir gætu leitt hugann að þessum leiðum. 

Með kveðju; Einn sem ávalt verður Vestfirðingur, hvar í heiminum sem hann dvelur.            


mbl.is Bloggarar taka sig saman og vilja „bjarga Vestfjörðum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband