Vestfirðingar hafa ævinlega haft djörfung og dug til að bjarga sér sjálfir og láta þjóðina njóta sneiðar af kökunni

Ég skil það vel að við sem erum alin upp í þessum fallega landshluta skulum fyllast eldmóði þegar talið berst að þeirri niðursveiflu sem Vestfirðir hafa orðið að þola undanfarna áratugi, vegna óvitaskapar stjórnmálamanna. Það er löngu þekkt í sálfræði að barátta við erfiðleika sem ekki er hægt að hafa hendur á, getur lamað sköpunarmátt og orku til athafna. Það er mun styttri tími en tveir áratugir sem þarf til að slíkra áhrifa fari að gæta.

Að varpa fram hugmyndum til atvinnusköpunar í einhverjum landshluta er alls óskylt neinum björgunarþáttum. Þar er einfaldlega á ferðinni velvilji í garð þeirra sem í landshlutanum búa. Gamalt máltæki segir: - Glöggt er gests augað. - Allir sem tekið hafa þátt í þróunarverkefnum vita af eigin raun, að oft koma bráðsnjallar leiðir til úrlausnar frá einhverjum sem sér verkefnið úr meiri fjarlægð en þeir sem eru að vinna verkið. Þessir þætir eru þekktir og engin ástæða til, hvorki að mikla þá, né gera lítið úr þeim og setja þá í annan búning en til er stofnað.

Líkt og með aðra hluta Íslands, eru einu færu leiðir vestfirðinga að stofna til atvinnureksturs sem skapar gjaldeyristekjur. Að setja á fót þjónustustarfsemi í kappi við yfirhlaðinn þjónustumarkað í þjóðfélagi sem þegar er með alltof yfirspenntan þjónustuþátt í hagkerfi sínu, er eitthvað sem trúlega væri einn versti bjarnargreiði sem hægt væri að gera vestfirðingum nú. Fólk verður því að horfa og hugsa nokkuð fram í tímann, því það tekur ævinlega tíma að byggja upp atvinnulíf, sama í hverju það er fólgið.

Þegar við lítum á heimin, sjáum við stöðuga aukningu mengunar, sem þegar er farinn að hafa áhrif á heilbrigt fæðuframboð. Markaður næstu áratuga er því mestur á sviði heilbrigðrar fæðu. Vestfirðir eru einstaklega vel staðsettir til þróunar slíkra matvæla, bæði vegna legu sinnar gagnvart straumum vinda, sem mest koma úr hafi frá norðri eða suðvertri, sem og vegna stöðu sinnar á sviði hafstrauma. Það eru fá landsvæði í veröldinni sem bjóða upp á betri möguleika til heilbrigðis.

Mengun hafsvæða í flestum heimsálfum er þegar farin að spilla lífríki nytjafiska verlega og vaxandi fer ótti framsýnna manna fyrir því að þessi mikilvægi þáttur í fæðuþætti mannsins geti verið í hættu. Fólk þarf ekki að leita lengra en í ræðu Forseta okkar á Búnaðarþingi nú nýverið til að fá staðfestingu á, að þetta er áhyggjuefni þeirra sem hugsa til framtíðar. Eldi nytjafiska, eins og þorsks, er því beinlínis eins og að búa sér til gullnámu.

Arnarfjörðurinn er einstaklega vel til þess fallinn að stunda frjálst eldi á þorski. Hann er vel djúpur víða, en er grunnur yst, sem skapar góða möguleika fyrir viðkvæmt lífríki, sem víða er á undanhaldi, einkanlega vegna mikilla togveiða. Ef við gæfum okkur að svo sem eins og tíu farmar loðnuskipa, 10 - 14 þúsund tonn af loðnu, væru tekin frá til að ala fisk í Arnarfirði, sem síðan yrði slátrað feitum og pattaralegum, væru vestfirðingar að setja fullunna vöru á matvælamarkað, vöru sem nánast er að verða óþekkt, vegna ástands fiskistofna. Fleiri mundu nú þegar vilja kaupa slíka vöru, en Vestfirðingar gætu framleitt fyrir. Af slíku yrðu meiri þjóðartekjur og öruggara atvinnulíf fyrir Vestfirði, en af ýmsum þáttum þjónustustarfsemi, sem talað hefur verið um, sem og af starfsemi olíuhreinsunarstöðvar.

Ég er ekki að segja Vestfirðingum að gera þetta eða neitt annað, en þeir gætu leitt hugann að þessum leiðum. 

Með kveðju; Einn sem ávalt verður Vestfirðingur, hvar í heiminum sem hann dvelur.            


mbl.is Bloggarar taka sig saman og vilja „bjarga Vestfjörðum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hægagangur Armani jakkafatanna með einhverju mér óþekktu innan í, sem talar stundum í óráði, skilur ekki svona einfalda lógík!

Norðmenn kunna þetta og hafa langa reynslu. Íslendingar voru 30 ár að finna út úr því að verka fiskinn heima hjá sér í stað þess að selja hann óunninn í Þýskalandi og Bretlandi og fleiri löndum. Leiðslurnar eru svo langar í höfðinu á sumu fólki sem hafa völdinn hér og ráða þessum málum, að sæstrengurinn er bara smáspotti við hliðina á "ferlinu" sem svona hlutir  þurfa að ganga í gegn um.

það verður gaman að fylgjast með þegar Norðmenn verða farnir að rækta meiri þorsk en allur Íslenski flotinn veiðir samanlagt. Svo verður fiskurinn þeirra ódýrari svo ég er ekki að skilja hvernig Íslendingar ætla að selja fisk með kostnaði eins og kvótagreiðslum, skipakostnaði og öllu heila klabbinu.

Íslendingar geta ekki látið gullnámu reka sig með hagnaði. Hagfræðiséníin koma í veg fyrir allt svoleiðis... 

Svo held ég að Norðmenn ætli EKKI að hafa seli og hvali í þessum búrum sínum...nema Paul Watson kallinn komi að nóttu til og hleypi þeim inn... 

Óskar Arnórsson, 8.3.2008 kl. 19:26

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Óskar! Já það hefur lengi verið vandmál okkar hvað hugsun áhrifamanna í stjórnmálum okkar er stutt komin á þróunarbrautinni. Þeir virðast ekki enn vera farnir að skilja hagsmunina sem felast í því að fullvinna afurðir okkar í stað þess að selja þær úr landi sem hráefni í vinnslu hjá öðrum þjóðum.

Það skemmtilega við svæði eins og Arnarfjörðinn er hve auðvelt er að loka honum t. d. fyrir sel og hval. Það mætti t. d. gera með því að leggja sæstreng þvert fyrir mynni fjarðarina, með nokkrum senditækjum á, sem sendu út tíðni sem selir og hvalir skynja sem hættu. Þá myndu þessi dýr ekki reyna að komast inn í fjörðinn.

Guðbjörn Jónsson, 8.3.2008 kl. 21:45

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég yrði fyrsti maður að vinna í svona málum! Ætli maður verði ekki að tala við Normenn fyrst. Hér er enginn sem hlustar á mig hvort eð er..takk fyrir alveg frábæran fróðleik. Vonadi kemst þessi boðskapur og pottþétta hugmynd í hendurnar á einhverjum sem tekur til hendinni..

Óskar Arnórsson, 8.3.2008 kl. 21:59

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyrir Óskar!  Ég er nú ósköp hógværi í bjartsýni á slíkt.  Ég er búinn að tala um þetta og mörg önnur framfaramál þjóðarinnar svo lengi án þess að neinn hafi áhuga á að skoða þá þætti nánar.

Ég var afar sorgmæddur á árunum sem ég var í hagdeild banka  ´85 - ´89. Það var á þeim tíma sem örbylgjuofnar voru að ryðjast fram á völlinn. Þá sendi japanskur framleiðandi slíkra ofna erindi hingað til lands og vildi fá bækling með 10 uppskirftum af fiskréttum og 10 uppskriftum af kjötréttum, til þess að setja með öllum örbylgjuofnum sem þeir framleiddu.  Það var engin leið að vekja áhuga neinna á þessu. Hvað heldur þú að þjóðin okkar væri búin að mala inn mörg hundruð (ef ekki þúsundir) milljarða á því að framleiða og selja slíka rétti fyrir örbygljuofna? Hvað hefði það haft að segja fyrir landbúnaðinn og fyrir hámörkun á verðmæti sjávarfangs.

Við værum líklega ekki skuldugasta þjóð veraldar í dag ef hægt hefði verið að kveikja á framtíðarsýn manna varðandi svona verkefni.

Oftast finnst mér að menn hugsi ekki lengra fram fyrir sig en þeir geta pissað.  

Guðbjörn Jónsson, 8.3.2008 kl. 22:40

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

hehe...við gætum stofnað klúbb! Grunar að við séum í sviðaðri stöðu þó erfiðleikarnir heiti ekki sömu nöfnum...

Dáist bara af því hvað þú setur flókna hluti fram á skýran og skilmerkilegan hátt. það er ekki öllum gefið..

Óskar Arnórsson, 8.3.2008 kl. 22:50

6 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Þakka þér fyrir  Óskar. Það  er afar þægilegt að finna að fólk skilur það sem maður er að reyna að segja. Árin mín í ráðgjafastarfinu kenndu mér að setja málefnin fram á sem einfaldastan og skýrastan máta. Það sparar manni endurtekningar.

Guðbjörn Jónsson, 8.3.2008 kl. 23:49

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sammála! En ég þarf að endurskipuleggja fjármálinn mín! Það væri nú aldeilis búbót að fá einhver heiræði í þeim efnum..

Óskar Arnórsson, 9.3.2008 kl. 00:19

8 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Það er aldrei að vita hvernig samtal þróast ef við fengjum okkur kaffi saman.

Guðbjörn Jónsson, 9.3.2008 kl. 00:26

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

ég er bara einn í vesturbænum og hef ekkert fyrir stafni.! mailaðu einhverja tilllögu! Ég er nákvæmlega ekkert að gera nema sitja við þessa tölvu...ég á kaffi annars..

Óskar Arnórsson, 9.3.2008 kl. 00:34

10 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

 Kíktu á tölvupótsinn þinn Óskar

Guðbjörn Jónsson, 9.3.2008 kl. 00:42

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Geri það..

Óskar Arnórsson, 9.3.2008 kl. 00:46

12 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

jæja jæja þú vestfirðingur sæll bara að henda inn kveðju

Guðrún Jóhannesdóttir, 11.3.2008 kl. 01:03

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

það er eins og einhver hafi séð þessi orð þín og pistill, því hann er á forsíðu fréttablaðsins í dag..

Óskar Arnórsson, 11.3.2008 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 164812

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband