Hvenær lækka bankarnir vextin???????

Nú hefur Íbúðalánasjóður afsannað þau ummæli bankamanna, að vextirnir séu svona háir hér á landi vegna hárra stýrivaxta Seðlabankans. Bent hefur verið á að bankarnir SJÁLFIR ákveði sína vexti; stýrivextir Seðlabanka komi því máli ekkert við.

Ef lánastofnunum væri skylt að fara eftir vöxtum Seðlabanka, hefði Íbúðalánasjóður ekki geta lækkað vexti sína, eins og hann gerði nú á dögunum. Með þessari lækkun vaxtanna fletti Íbúðalánasjóður þeirri lygagrímu af bönkunum, að þeir geti ekki lækkað vexti fyrr en Seðlabankinn lækki stýrirvexti.

Hvernig væri ef allir tölvutengdir landsmenn sendu daglega fyrirspurn, í tölvupósti, til allra banka landsins, með fyrirspurn um hvenær þeir lækki vextina til samræmis við það sem tíðkast í samanburðarlöndum okkar.

Bankarnir eiga leikinn. Þeir eru fljótir að hækka en líklega þarf að þrýsta þeim til að lækka, líkt og fleirum.         


Bloggfærslur 25. júní 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband